Vísir - 20.06.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 20.06.1935, Blaðsíða 2
VISIR LAU K.UR. Bresk-þýski flota- nnmgurmn alvarlegt deiluefni. Bretar ætla nú að ræða flotamál við Frakka, ítali og- fleiri þjóðir. — Frakkar og Italir gramir yfir framkomu Breta. ítalir segjá, að vegna framkomu Breta hafi þjóðabandalagið orðið fyrir miklu áfalli. Kref jast ítalir nú, að aðrar þjóðir láti afskiftalausa deilu þeirra við Abessiníumenn. „Emsdæmin eru verst". London 19. júní. FB. Frakkneska ríkisstjórnin hefir fallist á boS Bretastjórnar, aS senda sérfræðinga tii London til þess aS ræ-'Sa flotamálin. Þegar viöræ’Sunr Breta 0g Frakka er lokfó er ráögert, aö ítalskir og rússneskir flotámálasérfræSingar komi til London sömu erinda. — Anthony Eden leggur af sta'S til Paris á föstudag til þess a'S ræSa viö Laval. Á8 því er United Press hefir fregnaö mun Mr. Eden stinga upp á því m. a.,. aS hinn fyrirhugaSi loftvamarsáttmáli veröi geröur hiö fyrsta.. (United Press). Rómaborg, 20. júní. FB. ítalskir embættismenn, sem Uni- ted Press hefir átt tal við, um viðhorf Ítalíu til bresk-þýska flotamálasamkomulagsins, segja, að ítalska stjómin líti svo á, að það sé mjög óheppilegt og geti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar, að Bretar hafa tekið sig út úr og gert flotamálasamning við Þjóð- verja án þátttöku annara sjóvelda, og þetta muni reynast mesta áfall- ið, sem Þjóðabandalagið hefir fengið síðan er Japanar sögðu sig úr því, en úrsögn þeirra varð, að áliti Ítalíu, mjög til þess að draga úr áhrifum bandalagsins og virð- ingunni, sem menn báru fyrir því. Einkanlega eru ítalskir stjórn- málamenn mjög undrandi yfir því, Otan af ÍandL 19. júní. FÚ. Nýr íþróttavöllur. Nýr, malborinn íþróttavöllur hefir veriö opnaöur á Akranesi. Vinna hófst viö sléttun vallarins vorö 1934, og er verkinu nýlokiö. Knattspyrnufél. Akraness, Knatt- spyrnufélagiö Kári á Akranesi og Ungmennafélag Akraness lögöu fram 3061 krónu til þess aö borga bílaakstur, dráttarvélavinnu og því um líkt. Auk þess var sjálf- 1x>öavinna félagsmanna 7322 klst. Knattspyrnukappleikur fór( fram á vellinum í gærkvöldi. Knatt- spyrnufélagið Kári vann Knatt- spyrnufélag Akraness meö 7 gegn 2 mörkum. Óvanalegt slys og björgun. Nýlega vildi þaö til á Akranesi, aö fimm ára drengur, sonur Þor- steins Magnússonar, bjargaðist meö naumindum frá bílslysi og druknun. Nánari atvik voru þessi: Bifreiðin MB 18 ók undir stjóm fyrnefnds Þorsteins Magnússon- ar aftur á bak ofan hallandi bryggju á Akranesi. Neðan til á að breskir stjórnmálamenn skyldi ekki hafa leitað álits bandamanna sinna í heimsstyrjöldinni, áður en þeir gerði sáttmála slíkan sem þann, er hér er um að ræða, við þjóð, sem þeir áttu í ófriði við fyrir fáum árum. Og sannarlega varðaði mörg önnur Evrópu- veldi hyggileg úrlausn flotamál- anna, t. d. Frakka og ítali. Of- an á þetta alt, segja ítalskir stjóm- málamenn að það sé mjög áber- andi, hversu öll framkoma breskra stjómmálamanna í þessu máli sé í öðmm anda og frábrugðin af- skiftum þeirra af deilumálum Itala og Abessiníumanna. Af þessu leiði, að ítalir geti átt ein- ir við Abessiníumenn, án þess að afskifti Þjóðabandalagsins komi þar til. (United Press). París 20. júní.'FB. í ræðu, sem Laval forsætisráð- herra flutti í gær, á fundi utan- ríkismálanefndar fulltrúadeildar þjóðþingsins, gerði hann bresk- þýska flotamálasamkomulagið að umtalsefni og lét í ljós mikla undr- un yfir samkomulaginu og fram- komu Breta gagnvart Frökkum, með því að gera samkomulag um þetta við Þóðverja, án þess !að láta Frakka hafa hlutdeild í samn- ingunum. Ræða Lavals er skilin svo, að Frakkar muni setja sig upp á móti bresk-þýska sam- komulaginu. (United Press). á bryggjunni vildi bílstjórinn stööva bílinn, en slý var á bryggj- unni og rann bíllinn aftur á bak, meö hjólin föst í hemlum. Sonur bílstjórans, 5 ára gamall, hlj'óp aftur af bílnum, er hann sá hvaö veröa vildi, en datt í slýinu flat- ur fyrir annaö afturhjóliö, sem ýtti honum á undan sér fram af bryggjunni, sem var vegna lág- sævis upp úr sjó. Billinn steypt- ist á eftir drengnum fram af bryggjuhaúsnum, svo aö pallur- inn stóö botn í sjó. Árni Böövars- son, myndasmiðuir, þj argþ.'8'i drengnum, þjökuöum en ómeidd- um. Bílstjprinn slapp einnig ó- meiddur, og bílnum var bjargað með aðstoð vélbáts. Úrkomur og vatnatextir í Noregi. Oslo 18. júní. FB. Miklar úrkomur undanfama. daga hafa víöa valdið vatnavöxt- um. Til dæmis hefir hækkaö í Glommen um 3 metra á síðasta dægri. Víöa hefir flætt yfir akra^ og vegi og orðið af tjón nokkurt. j •»*. Skyldi það þekkjast í nokk- uru ríki veraldarinnar öðru en okkar kæra föðurlandi, að pilt- ur ofan úr sveit, sem eklcert eða sama sem ekkert þekkir til viðskifta við aðrar þjóðir, skuli settur yfir utanríkisverslun landsins? , Það hefði þótt ótrúlegt, ef einhver hefði spáð því fyrir svo sem tíu árum, að á því herrans ári 1935 yrði stjórnmálavit liinna ráðandi flokka í þjóðfé- laginu á því stigi, að þetta þætti gerlegt. Slíkur spádómur hefði þótt hin mesta fjarstæða. Nú ef jió svo komið, að vel má segja og ineð miklum rétti, að þetta liafi ræst — svona hér um bil bókstaflega. Gjaldeyrisnefnd (innflutn- ingsnefnd) ræður nú yfir öll- um vöruflutningum til lands- ins. Og formaður þessarar vold- ugu nefndar er maður norðan úr landi, sem stjórnað hefir þar kaupfélagi um nokkurra miss- era skeið. Það er ekki ósenni- legt, að liann hafi verið skrifari eða annað slíkt í „Sambandinu" einhvern tima áður og lokið prófi í Samvinnuskólanum. Nú hefir maður með þessum undirbúningi verið látinn tak- ast á hendur það afdrifarika og áríðandi starf, að vera formað- ur þeirrar slofnunar, sem ræð- ur öllu um vöruflutninga til landsins, ræður öllu um þá lilið utanríkisverslunarinnar, sem veit að innflutningi á erlendum varningi. Það er varla ofmælt þó að sagt sé, að slík ráðstöfun liljóti að vera meira en lítið hæpin. Það getur ekki hjá því farið, að manninn skorti allmjög nauð- synlega verslunarþekkingu til þess að sinna slíku starfi. Menn kunna að segja, að hann sé ekki einráður og það er að vísu satt. Honum liefir verið fenginn til aðstoðar social- isti úr Hafnarfirði og m. a. fyrverandi prentari. En hvar er tryggingin fyrir því, að þess- ir menn — að þeim ólöstuðum — geti lagt til nauðsynlega þekkingu við þessi störf? — Menn gera ekki ráð fyrir, að hægt sé að búast við mikilli þekkingu i verslunarmálum úr þeirri átt. Það er að vísu svo, að í nefnd- inni eiga sæti einn kaupmaður og annar maður viðskiftafróður. En hverju fá þeir áorkað, þegar hinir eru til móts, og vilji þeir ekki gefa gaum að skynsamleg- um leiðbeiningum ? Þeir eru minni hluti nefndarinnar, og ráða engu, ef ágreiningur verð- ur. — Stjórnarliðið — rauða dótið — hefir úrskurðarvaldið. Það er þvi ákaflega ranglátt, sem stundum heyrist milli manna, að kenna kaupmannin- um — sjálfstæðismanninum — um skilningsleysi nefndarinnar. Fátt er örðugra en það, að koma vitinu fyrir þekkingarlausa menn. — Hvernig skyldi viðskiftaþjóð- um okkar lítast á blikuna, ef þær fengi vitneskju um það, að þjóðin vandaði ekki betur en svo til þeirra manna, sem settir eru yfir utanríkisverslunina, að þar væri öllu ráðandi menn, sem lítt eða ekki hefði við verslun fengist? — Ætli þeim þætti ekki kenna fullmik- illar léttúðar í slíku vali? — Það er ekki ósennilegt. Hér gerist margt skrítið. Það er ekki víst — svo að annað dæmi sé nefnt — að það væri talið gott og gilt annarsstaðar, að setja samvinnuskólapilt yfir fjármál heillar þjóðar, reynslu- lausan og þekkingarsnauðan ungling. Sérstaklega mundi þetta þykja ærið viðsjárvert á vandræðatimum, slíkum sem þeim, er þjóðirnar eiga nú við að búa. En svo er að sjá, sem þetta þyki ágætt liér. Við eigum að líkindum ekki betra skilið og höfum því „ekkert upp á að klaga“. Mönnum hefir skilist svo á ýmsuin fregnum, sem liingað hafa borist frá öðrum löndum, að þar ,sé þetta liaft öðruvísi. Svo er að sjá, sem allar menn- ingarþjóðir telji sér skylt, að vanda ráðherraval sitt. Þær vilja nota bestu starfskraftana. Þær vilja liafa mentaða menn, þaulreynda, vandaða og víð- sýna við stýrið. Þær eru andvíg- ar því, að unglingar sé settir yf- ir vandamálin — jafnvel þó að þeir viti eitthvað. Það gildir einu þó að þá blóðlangi í völdin —- j>eir eru ekki teknir fyrir því. ~ Þar er strákunum ráðlagt að „fara heim og læra betur“. Að því loknu — og einhverntíma seinna - geti vel komið fyrir, að þeim verði trúað fyrir rniklu — ef þeir hafi þá notað tímann vel og tekið miklum andlegum bata. — Það er haft fyrir satt um einn Iiinna rauðu forsprakka, sem enginn vill sjá nú orðið né fyrir neinu trúa, að hann hafi hreytt úr sér j>eiin orðum i fyrrasum- ar, að það væri þá ekki um ann- að að gera, en að láta strákana „skandalisera“ sem mest, úr því að þeirra innri maður væri ekki „mannaðri“ en svo, að þeir vildi takast á hendur þann vanda, sem j>eir væri engir menn til að leysa. — Það er nú að vísu svo, að margt er sagt, margt „altalað", sem ekki er sannleikanum samkvæmt. En orðin þessi geta verið sönn og sitt hvað, sem gerst hefir siðan, bendir raunar heldur til þess, að svo muni vera. — En ilt er þá, ef róið er í vígahug að baki fávísum samherjum — með rýtinginn falinn undir úlpunni. Gagnfræðaskðii Reykvíkinoa. Þar fór skólauppsögn fram í gær kl. 2 e. h., í Baöstofu iönað- armanna. I skólanum voru, þegar flest var, á þessu skólaári 137 manns, þar af 55 í báöum fyrstu bekkj- um, 45 í báöum öðrum bekkjum 0§r 37 í þriðju bekkjum. Er leið á veturinn, fór aö bera á lasleika í þessum skóla sem öör- um, og er próf skyldu hefjast, voru þó nokkrir orönir svo lasnir, .aö þeir gátu ekki tekið próf, 6 í fyrstu bekkjum, einn úr öörum bekk og einn úr þriðja bekk. En í gagnfræðaprófinu veiktust tveir og einn hætti. Bekkjarprófum er lokiö fyrir nokkuru. Hæstu einkunn í öörum bekkjum fékk : Halldór Grímsson 7,30 (II. b. A), og hæstu eink- unn í fyrstu bekkjum fékk: Jón S. Ólafsson 6,61 (I. b. B). Fjórir nemendur úr I. bekk A og 7 úr I. bekk B náöu ekki prófi. Úr II. bekk B náöu tveir ekki prófi. Úrslit gagnfræðaprófs, er alls 33 nemendur gengu undir, uröu þau, að hæsta einkunn hlaut Stefán Wathne meö 7,37 stigum, fjórir aðrir fengu yfir 7 í aðaleinkunn, 17 fengu 1. einkunn, en alls náðu 19 hærra marki (5,67). 1 nemandi fékk sakir veikinda leyfi til að fresta prófi í stærðfræði til hausts. 10 hlutu 2. einkunn fyrir neðan 5,67, 2 hlutu 3. einkunn og einn nemandi stóðst ekki próf. Gagnfræöapróf þetta er eitt- hvert hiö jafnbesta, sem tekið hef- ir verið við þennan skóla, flestir úr A bekk með fyrstu einkunn og 5 með mjög hárri einkunn. Próf- dómendur og prófúrlausnir voru þær sömu og við hinn alm. Menta- skóla. F.ru horfur á, að 20 af 33 fái inntöku í lærdómsdeildina. < Úthlutað var verðlaunabókum og skóla síðan slitið. Gagnfræðingar: Stefán Wathne.............. 7.37 Sigfríður Niljohniusdóttir .. 7.20 Ragnheiður Thors .......... 7.06 Unnsteinn Beck............. y.oi Guðrún Havstein............ 7.00 Ingileif Hallgrímsdóttir .... 6.96 Svanhildur Steinþórsdóttir .. 6.89 Guörún Jónsdóttir......... 6.78I Jón Gunnar Tómasson........6.70 Helgi Bergs ................6.67 Gísli Ólafsson .............6.44 Jóhann Bernh. Jónsson .... 6.34 Lovisa Anna Pétursdóttir .. 6.32 Þór Guðjónsson _______..... 6.28 Drífa Viðar ................6.25 Ólafur Georgsson ...........6.19 Margrét Vilhjálmsdóttir .... 6.01 Hinrik Guðmundsson......... 5.93 Hjördís Pétursdóttir .......5.70 Guðm. Karlsson............. 5.61 Friðný Sigfúsdóttir........ 3.43 Arnbjörg Sigtryggsdóttir .. 5.16 Arngunnur Ársælsdóttir .... 5.08 Guðrún Tómasdóttir......... 5.04 Kristján Thorlacius ........ 5.04 Guðm. R. Einarsson..........4-94 Sylvía Þorsteinsdóttir.....4.84 Haukur Sigurðsson.......... 4.70 Milly Sigurðsson............4.57 Erla Haraldsdóttir ........ 4.45 Gunnar Bergmann ........... 3.75 f tveimnr höfnðborgum. — Brot úr ferðasögu — Eftir Önnu Bjamardóttur frá Sauðafelli. ( Höf undur þessarar greinar f erð- aðist síðastliðiö sumar ásamt tveim kennurum öörum, hr. ísak Jóns- syni og hr. Tryggva Tryggvasyni, meö barna- og unglingahóp um Noreg og Svíþjóö á vegurn Nor- ræna-félagsins). 1. Koman til Óslóar. Við höfðum farið frá Björgvin árla morguns og vorum nú að nálgast Ósló, höfuðborg Noregs. Hitinn hafði verið ákaflega mikill um daginn, því að um þessar mundir gekk hitabylgja yfir Nor- eg, og þetta var einna heitasti dag- ur sumarsins; hitinn í Ósló hafði verið undir fjörutíu stig þennan dag. Hjá okkur í járnbrautarvögn- unum var svo mikil molla, að ung- lingarnir höfðu ekki haft lyst á að borða smuröa brauðið, sem við höföu haft meö okkur frá Björg- vin; smjörið var að mestu leyti runnið, og brauöið því ólystugra. En hvað gerði það líka til, við vorum rétt að segja komin til Ós- lóar og þar myndum við fá nógan mat og sjálfsagt lika góðan. Þetta var annar dagurinn, sem við vor- um í Noregi, og báöir höfðu dagar þessir verið skemtilegir. Fyrri daginn höföum við verið í Björg- vin í glóandi sólskini, og þá hafði skapið ekki verið síður skínandi hjá unglingunum íslensku. Okkur hafði verið vel tekiö í Björgvin. Undir eins og skipiö lagði að landi kom sendimaður frá Norræna fé- laginu út á skip til þess að láta okkur vita, hvar við ætturn að dvelja. Hafði dvalarstaður sá ver- ið mjög vistlegur skóli, svonefnd- ur Bibilíuskóli. Var hann útbúinn sem gistihús. Þar vorum við eina nótt, og T býtið um morguninn höfðum viö farið af staö meö járri- brautarlestinni til Óslóar. Fæstir af unglingunum höföu komiö i járnbrautarlest fyr, var þetta því mjög nýstárlegt ferðalag fyrir þá og skemtilegt. Öllu veittu ungling- arnir eftirtekt, því sem fyrir augu bar, á þessari löngu leið. En að vera allan daginn frá morgni til kvelds aö skoða, að veita áhrifum móttöku, er ákaflega lýjandi, sér- staklega þegar allt er á fljúgandi ferð, enda vorum við öll orðin mjög þreytt og stirð urn kveldið, þegar lestin loks nam staðar á járnbrautarstöðinni í Ósló. Við gripum farangur okkar, og vor- um harla fegin, þegar við vorum komin út á brautarstéttina. En hvert átti nú að halda? Við skim- uðum i kring um okkur eftir sendi- manni þeim frá Norræna félaginu, sem átti aö koma til þess að segja okkur, hvar félagið hefði hugað okkur gistingu, og hvar við ætt- um að matast. Öll höföum við, bæði kennarar og böm, greitt ferðagjald okkar í Reykjavík eins og til var ætlast, áður en lagti var af staö. Og svo átti félagið aftur á móti að sjá okkur fyrir gistingu fæði og fararkosti, og því sem að feröinni laut yfirleitt. Viö stóðum þarna stundarkorn og biðum eftir sendimanninum. Þá fóru burðar- karlar og járnbrautarþjónar að amast við okkur, og héldum viö því af stað inn i stöðvarhúsið sjálft, og settum farangur okkar ■þar sem við héldum, að hannl'yrði síst fyrir öðmm, og tókum nú aft- ur að biöa og skima i kring um okkuti eftir sendimanni. Þýðingar- laust var aö reyna að hringja á skrifstofur Norræna-félagsins, því aö kveld var komiö og þess vegna búiö aö loka þeim. En er viö höfð- um beðið þarna um stund, fómm við kennararnir að ráögast um hvað gera skyldi, því aö bersýni- legt var, aö enginn boöberi mundi koma héðan af. Sjáum viö þá allt í einu hvar til okkar stefnir kven- maður í íslenskum búningi; var þar kornin ungfrú Halldóra iBjarnadóttir, kenslukona, sem um þær mundir var stödd í Ósló. Spurðum við hana, hvort hún væri boðberinn, sem viö værmn að biða eftir. Ekki hvað hún svo vera. Sagöist hún hafa komið á skrif- stofur Norræna félagsins til að spyrjast fyrir um hvenær við vær- um væntanleg til bæjarins, því að hún vissi, að um þessar mundir værum við á ferðalagi um Noreg. Sagðist hún halda, ,að .okkur væri ætlað að dvelja í skóla nokkmm, sem hún nefndi Vaterlandsskóla; væri hann í einna lakasta hverfi bæjarins. Fór nú ísak, sem var aðalforstjóri fararinnar, ásamt ungfrá Halldóru að leita að skóla þessum, en við Tryggvi biðum hj|, börnunum á meðan. Var engu lík- ara en að viö væram alstaðar fyr- ir, því að aftur var tekið aö amast við okkur. Sáum við því þann kost vænstan að flýja alveg út á göt- una meö farangur okkar og bíða J>ar. Voru þá sum bömin orðin svo þreytt, að þau uröu fegin að setj- ast á steinþrepin, sem lágu upp að brautarstöðvarhúsinu. Þaö hýrn- aði heldur en ekki yfir okkur, þeg- ar ísak og ungfrú Halldóra komu aftur. Kváðu þau það rétt vera, að í skóla þessum ættum við að gista, en illa hafði þeim litist á að dvelja í honum. Náði ísak þá í flutninga- vagn undir farangur okkar, en viö löbbuðum af stað til skólans. Er skóli þessi stórt fjórlyft hús ekki langt frá járnbrautarstöðinni. Rétt hjá honum stendur brjóstlíkan af- ungfrú Ólafíu Jóhannsdóttur. Er eg sá það, mintist eg þess, að Óslóbúar heföu látið reisa henni minnismerki einmitt í því bæjar- hverfi, þar sem hún hafði lifað og starfaö . Vorum viö auösæilega komin á þær slóðir. Þegar inn í húsið kom, var okkur vísað á tvö herbergi uppi á efsta lofti. Lá við sjálft að við létum hugfallast, er I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.