Vísir - 12.09.1935, Blaðsíða 2
VÍSIR
„Ekki veldur sá er varir“.
Rannsókn Dana á íslandi.
-o--
Bæða Sir Samuels
Hoare á bandalags-
fundinum í gær.
I ræðu sinni lýsti Hoare yfir því, að Bretar
væri staðráðnir í að framfylgja sáttmála
þjóðabandalagsins í smáum atriðum sem stór-
um, og í lok ræðu sinnar gaf hann greinilega
í skyn, að pólitísk samvinna Breta við megin-
landsþjóðirnar væri undir því komin, að
þjóðabandalagssáttmálinn væri virtur og í
heiðri haldinn og honum framfylgt í öllu.
Undir þetta taka bresk blöð, sem telja ræðu
Hoare’s sögulegan viðburð. Þau leggja á-
herslu á þau atriði ræðunnar, sem vita að
Frökkum, en af pólitískri einangrun Breta
mundi aðstaða Frakka á meginlandinu veikj-
ast stórkostlega gagnvart Þýskalandi aðallega.
Laval ætlar að reyna að fá Mússólíni til þess
að breyta um stefnu, en neiti hann því, standa
Frakkar með Bretum og þjóðabandalaginu
og verður þá vafalaust samþykt að beita refsi-
ákvæðum gegn Ítalíu. — Bretar eru farnir að
senda herskip frá Bretlandi til Miðjarðarhafs-
flotastöðva sinna.
Magnús Stepliensen, lands-
höfðingi, lauk einni af þingræð-
um sínum með þessum orðum
rómverska skáldsins :
„Quidquid id est, timeo
Danaos et dona ferentes.“
Margra ára starf í æðsta em-
bætti landsins og margþætt
reynsla af danska valdinu hafði
kent honum að
óttast Dani, einnig
þegar þeir koma til vor ,með
i gjafir.
Þessi ótti — ótti við erlenda
ásælni — er-'upphaf þeirrar
visku, sem lítil þjóð þarf að
eiga mikið af. Ef hún vill vera
sjálfstæð, verður hún að vera
stöðugt á verði gegn tilraunum
erlends valds, er miða að því að
svifta hana sjálfstæði. Hún má
eiga það víst, að það kemur eklci
alt af til dyranna í sinni réttu
mynd. Vinmæli og gjafir brjóta
þvi á stundum hraut að settu
marki.
Islenska þjóðin liefir ekki
verið nægilega gætin í þessu
cfni. Hún hefir ekki borið þann
ótta í hrjósti, sem þurft hefði
að vera. Aðvörun hins merka
landshöfðingja hefir ekki megn-
að að halda henni vakandi.
Þess vegna hefir margt farið
ver í landi hér en annars hefði
orðið.
ísland liefir lítið verið rann-
sakað, eins og kunnugt er. Það
er því eigi vitað, livort auðlind-
ir eru hér í jörðu. Ef til vill
geymir land vort fjársjóði, sem
fáa eða enga hefir órað fyrir
að hér væru til. Rannsókn þarf
að fara frarn til þess m. a. að
skera úr þvi. En íslendingar
eiga að framkvæma liana sjálf-
ir. — Vér eigum nú allmarga
efnilega vísindamenn, sem mik-
ils góðs má vænta af á þessu
sviði. Þeir eru fullir af áliuga,
svo að enginn þarf að ætla, að
land vort verði órannsakað um
aldur og æfi, þó að Danir geri
það ekki.
Útlendingar mega ekki hafa
þessar rannsóknir á sinni hendi.
Ef þeir hafa þar tögl og hagld-
ir, þá er engin vissa fyrir því,
að vér fáum þær upplýsingar,
sem vér þurfum sérstaklega að
fá. Og vegna jafnréttisákvæða
sambandslaganna er stór hættu-
legt að láta Dani framkvæma
þessar rannsóknir.
---o--
Lauge Koch kvað vera góður
fræðimaður á sinu sviði. En það
skiftir í raun réttri engu máli í
þessu sambandi. Gegn rann-
sóknum hans á íslandi mæla
liin sömu rök og gegn rann-
sóknum annara danskra
manna. 'Þó að hér finnist engar
auðlindir, er gerlegt sé að starf-
rækja, þá setur rannsókn bana
þann stimpil á íslensku þjóðina,
sem getur orðið henni lílil
heillaþúfa 1944.
Eflir liðug fjögur ár geta Is-
lendingar krafist endurskoðun-
ar á sambandslögum íslands og
Danmerkur. Og væntanlega
leiðir sú endurskoðun til fullra
samhandsslita.
Dani skortir hráefni, eins og
fleiri þjóðir. Nú leggja þeir
fram stór-fé til þess að leita að
auðlindum í sinu eigin landi, m.
a. oliu. Á sama tíma kemur
Lauge Koch hingað til jarð-
fræðilegra rannsókna. Hann
kvað hafa skýrt frá þvi, að
hann réði yfir fjárhæð, sem rit-
uð er með sex tölustöfum, til
rannsókna liér á landi. — Fjár-
hæð, sem samkvæmt þessu er
einhversstaðar milli 100 þús-
unda og einnar miljónar
danskra króna.
Hvernig stendur á því, að
Danir ælla nú að verja þessu
mikla fé til rannsókna á ís-
landi ? Menn hljóta að spyrja,
af þvi að Danir hafa ekki sýnt
af sér slíkt örlæti i garð íslenð-
inga áður. Þetta örlæti kemur
fyrst í ljós fjórum árum áður
en ætla má að íslendingar vakni
til fulls af sambandssvefninum,
á sama tíma sem víðtæk leit er
hafin í Danmörku að auðlindum
i jörðu. ,
Er það ólíkleg tilgáta, að eitt-
hvert samband sé hér á milli?
„Eg óttast Dani — einnig
þegar þeir koma með gjafir“,
sagði Magnús Stephensen. Mér
er eins farið. — Ef eg bæri
traust til núverandi ríkisstjórn-
ar, þá mundi eg skora á hana
að koma í veg fyrir þessa fyrir-
huguðu rannsóknarför Lauge
Kochs.
Guðm. Benediktsson.'
Byltingartilraun í Portugal bæld
niður.
Oslo ii. sept.
Fregnir frá Lissabon herma, a‘S
stjórnarbyltingartilraunin s. 1.
þriðjudag hafi verið bæld niður af
yfirvöldunum. Fjölda margir menn
voru handteknir. M. a. nokkrir
flotayfirforingjar. (NRP—FB)
Þjóðaratkvæði í Grikklandi um
endurreisn konungsveldisins.
Oslo ii. sept.
Ríkisstjórnin í Grikklandi hefir
tilkynt opinberlega, að innan
skamms fari fram þjóðaratkvæði
um endurreisn konungsveldisins í
Grikklandi.
Genf,' 11. sept.
Samuel Hoare flutti ræðu á
þjóðabandalagsfundinum í dag
í viðurvist f jölda áheyranda
og vakti ræðan fádæma at-
hygli. I ræðu sinni tók liann
skýrt fram að Bretar stæði ein-
liuga að því, að varðveita sátt-
mála bandalagsins í öllum at-
riðum og sem þátttakandi i
bandalaginu og með þvi vinna
gegn hverskonar tilraunum til
þess að rjúfa friðinn. Síðar á
fundinum talaði fulltrúi Abess-
iniu, dr. Hawariate, og fór liann
fram á það, að þjóðabandalag-
ið send nefnd manna til Abess-
iniu, til þess að rannsaka á
hverjum rökum ásakanir ítala
í garð Abessiniumanna væri
reistara, en Italir hefði meðal
annars lialdið þvi fram, að
Abessiniumenn væri hálfvilt
þjóð. Dr. Hawariat gaf i skyn,
að skýrsla Itala um hversu
ástatt væri í Abessininu og hvað
þar hefði gerst, er orðið liefði
deiluefni Itala og Abessiníu-
manna, væri hygt að miklu leyti
á fölsuðum gögnum. Dr. Hawa-
riate bætti því við, að Abessinía
mundi fagna hverskonar al-
þjóðlegri hjálp og aðstoð til efl-
ingar framfara í Abessiníu og
til þess að liagnýta náttúrugæði
landsins. (United Press. - FB.).
SAMUEL HOARE
Veigamikil atriði úr ræðu
Sir Samuel Hoare.
Afstaða smáþjóðanna í bandalag-
inu.
London n. sept. (FÚ)
Þá talaði Sir Samuel um af-
stöðu smáþjóðanna i bandalaginu.
„Vér lítum svo á“ sagði hann,
„að smáþjóðir eigi rétt á því, að
lifa sínu eigin sjálfstæða lífi og
eigi kröfu til þeirrar aðstoðar og
verndar, sem aðrir meðlimir
Þjóðabandalagsins geta veitt þeim.
Vér lítum svo á, að þjóð, sem er
á eftir tímanum eigi rétt til þess,
að vænta slíkrar aðstoðar af þjóð-
um, sem lengra eru komnar í
menningu og sem betur kunna tök-
in á, að hagnýta sér náttúrugæðin
og skapa farsælt þjóðlíf.
Þá sagði hann að eitthvað yrði
að gera, til þess að tryggja slíka
þróun. En hann kvaðst vilja leggja
áherslu á það, að alt slíkt yrði að
gerast af frjálsum vilja, en ekki
samkvæmt einræðisskipun, með
samkomulagi en ekki með qfbeldi,
með friðsamlegum ráðum, en ekki
með ófriðarhótunum. Það er nóg
af hráefnum til á jörðunni, til þess
að gefa þeim þjóðum, sem þau
eiga, forystuaðstöðu fram yfir aðr-
ar þjóðir, og það er að að vísu ekki
nema eðlilegt, að öðrum þjóðum
finnist það þröskuldur á vegi sín-
um, þegar þær skortir umráð yfir
slíkum hráefnum. í þessu liggur
fyrst og fremst ófriðarhættan. Og
frá sjónanniði Bretlands er þetta
mál fyrst og fremst viðskiftalegs
eðlis öllu fremur en stjórnmála-
legs. Þess vegna verður að finna
lausnina á hagfræðilegum grund-
velli. Eg veit að mér er óhætt að
lýsa því yfir, að st'jórn mín er við-
búin að eiga sinn þátt í því, að að-
ganginum að hráefnum verði skift
milli Jijóðanna, en sú rannsókn,
sem ]iar til heyrir verður að ger-
ast af ró og gætni, en slíkt er úti-
lokað þar sem ríkir ófriðarand-
rúmsloft og ófriðarhótanir.
Þjóðabandalagssáttmálinn og
breytni þjóðanna.
Síðustu orðin,, sem Sir Samuel
sagði höfðu einna mest áhrif á til-
heyrendur og það eru þau orð,
sem til var vitnað í upphafi þess-
arar fréttar (um afstöðu Breta til
bandalagsins).Og síðan liætti hann
við. „Það er augljós staðreynd, aö
Þjóðaþandalagssáttmálinn er ékki
runa af sundurleitum greinum,
heldur hefir hann inni að halda
grundvallarreglur um breytni
þjóðanna. Afstaða Bretlands til
Þjóðabandalagsins er sú, að breyta
samkvæmt þessum reglum og eg
get ekki ímyndað mér að hún muni
breytast svo lengi, sem Þjóða-
bandalagið er við líði, sem óklofin
heild“.
Sir Samuel óskað til hamingju
með ræðuna.
Þessi ræða Sir Samuel er al-
ment álitin einhver hin merkileg-
asta, sem breskur stjórnmálamað-
ur hefir haldið í Þjóðabandalag-
inu. Fulltrúi Tjekkoslovakíu sagði
um ræðuna að hún myndi hafa
geysileg áhrif um allan heim.
Bretland hefði nú tekið forystuna
og mundi verða fylgt af öllum
þjóðum, sem i sannleika vildu frið.
„Hingað til hefir Þjóðabandalagið
aðeins verið eins og umgerð, en
London n. sept. Mótt. 12. sept.
í ræðu sinni á fundi Þjóðabandalagsins tók Samuel Hoare, ut-
anríkismálaráðherra Bretlands, það mjög skýrt fram, að Bretastjórn
væri staðráðin í því að varðveita sáttmála bandalagsins í öllum at-
riðum, smáum og stórum, með þeim þjóðum öðrum, sem að hon-
um standa, og sameiginlega standa á móti hverskonar ósæmilegri
og ástæðulausri tilraun til þess að ganga á rétt annara þjóða og
hefja ófrið.
í lok ræðu sinnar gaf Samuel Hoare greinilega í skyn, að ef
Þjóðabandalagið brygðist þeirri köllun sinni og skyldu, að fram-
fylgja sáttmála sínum í öllum atriðum, muni Bretland hverfa til
stjómmálalegrar einangrunar og láta meginlandsríkin sigla sinn sjó
í pólitískum málum, án þess að hafa þar afskifti af. Kvaðst hann
ekki trúa því, að stefna og viðhorf Breta gagnvart Þjóðabandalag-
inu og sáttmála þess mundi breytast, á meðan reynslan sýndi, að
Þjóðabandalagið gæti á áhrifaríkan og farsælan hátt unnið að lausn
á vandamálum þjóðanna. En ef Þjóðabandalagið yrði áhrifalaust
eða liði undir lok væri hrunin brúin milli meginlandsins og Breta-
veldis, sem gerði samstarf gerlegt. — í ræðu sinni endurtók Hoare
og þá viðurkenningu, sem hann áður hafði komið fram með í þing-
ræðu, að ítalir hefði mikla þörf fyrir hráefni, og kröfur þeirra í
því efni yrði að taka til athugunar. En hann lagði mikla áherslu
á, að mál þau, sem varða hráefnin og nýlendurnar, yrði að leysast
á friðsamlegan hátt, og hann margendurtók það, að það væri ó-
kleift að leiða þau og önnur vandamál til lykta, ef ófriður brytist
út — eða jafnvel í því andrúmslofti, sem skapast, þegar hótað er
styrjöld. (United Press—FB).
Genf 12. sept.
L* Ræðu Lavals hefir verið frestað til föstudags, sökum þess að
liann ætlar að ræða án milligöngu við Mussólini sjálfan, til þess
að gera tilraun til þess að fá hann til þess að breyta afstöðu sinni.
Ef Mussolini neitar að taka óskir Lavals til greina hér um, bú-
ast menn við því, að Laval muni tilkynna, að Frakkland muni
standa með Bretum og Þjóðabandalaginu að væntanlegum samtök-
um gegn Ítalíu. — Blöðin í Lundúnaborg, að kalla öll sem eitt, eru
fagnandi yfir ræðu Sir Samuels Hoare, og telja hana mikinn sögu-
legan viðburð, einkanlega yfirlýsingu þá, sem Hoare gaf viðvíkj-
andi stefnu og viðhorfi Breta til Þjóðabandalagsins. Blöðin vara
Frakkland við að bregðast skyldum sínum gagnvart Þjóða-
bandalaginu og gefa þar með í skyn, að ef til þess kæmi, mundi
stefna Breta gagnvart Frakklandi og öðrum löndum á meginland-
inu gerbreytast. Þau leggja áherslu á, að framtíð Þjóðabandalags-
ins og samvinna Bretaveldis við Frakka og meginlandsþjóðirnar sé
undir því komið, að Þjóðabandalagið leysi vandamál ítala og Abessi-
níu á fullnægjandi hátt.
Að því er United Press hefir fregnað samkvæmt áreiðanlegum
heimildum, lögðu þrjú bresk herskip af stað frá Portsmouth áleiðis
til Malta í lok síðustu viku. Brottför þeirra hefir verið haldið
leyndri og engin opinber tilkynning um hana birst.
(United Press—FB)
Skídaskálinn.
í Hvepadölum
Skíðaskáli sá, er Skíðafélag.
Reykjavíkur hefir átt i smíð-
um undanfarið i Hveradölum,.
er nú næstum fullsmiðaður.
Vígsla hans á að fara fram.
laugardaginn n. k. þann 14. þ.
m., en i gær var blaðamönnum.
o. fl. boðið að skoða skálann.
Var lagt af stað þangað upp-
eftir kl. liy2 árd. og er blaða-
menn höfðu skoðað húsið og
bitaveituna, var sest að snæð-
ingi. — Var veitt af hinni
mestu rausn, og meðan á
borðhaldi stóð voru nokkur-
a'r ræður haldnar. Talaði fyrst-
ur formaður Skiðafélagsins, L.
H. Muller kaupmaður. Talaði
hann nokkur orð til viðstaddra,
en að þvi búnu talaði Valtýr
Stefánsson ritstjóri fyrir minni
L. H. Mullers, en eins og öllum
er kunnugt hefir hann verið
frumkvöðull og forvigismaður
að byggingu skálans, og er það
mest elju hans og áhuga að
þakka hve farsællega þetta mál
hefir verið til lykta leitt. Þar að
auki töluðu Herluf Clausen, Jón
Eyþórsson veðurfræðingur, og
Kr. Ó. Skagfjörð heildsali með-
an setið var undir borðum. Að
þvi húnu fluttu menn sig út á
verönd skálans og var þar
drulckið kaffi. Meðan kaffi var
drukkið lýsti Jón Eyþórsson
skálanum, stærð hans, o. s. frv.
fyrir hlaðamönrtum. Skálinn
liggur i Hveradölum rélt fyrir
vestan hús þau, er Höyer bjó i,
er 23y2XlO m. að gólffleti. All-
ur viður, sem fór i bygginguna
er frá Noregi og kom hingað
tilhögginn og tók það 4 menn
11 daga að setja skálann saman.
Kjallari skálans er úr stein-
steypu og er gerður eftir teikn-
ingu Jens Eyjólfssonar. 1 kjall-
aranum eru 7 svefnherbergi.
Þar að auki eru í kjallara öl-
kjallari (geymsla), þvotta-
hús, baðherbergi, með kcr-
laugum og steypibaði, snyrti-
herbergi og i einu lier-
berginu er eldavél, sem grípa
má til þegar i nauðir rekur.
Vegna peningaskorts verður
þó ekki strax liægt að fullgera
öll svefnherbergin. Verða fyrst
um sinn rúm fyrir 30 manns, en
þegar liúsið verður fullgert á
það að geta liýst um 70 manns.
Á fyrstu hæð verður fvrst
fyrir manni rúmgóð forstofa
3x7 m. Því næst kemur inn í
aðalsalinn, sem er 10x7 m. að
flatarmáli og 5y2 m. undir
mæni. Meðfram allri suðurhlið
aðalsalsins er sólstofa eða ver-
önd, 10x2 m. að flatarmáli.
Innáf aðalsalnum tekur við
kvennasalurinn, með 0x5i/2 m.
gólffleti og 2.50 m. undir loft.
Auk þess eru á fyrstu hæð cld-
liús (5y2X4i/2 m.), húr-(5y2X2
m.), íhúð forstöðumanns og
eldhúsinngangur að austan. Eru
aðalsalurnn og kvennasalurinn
skreyttir með málverkum eflir
Tryggva Magnússon málara.
Eru þær eins og gefur að skilja
allar af sldðamönnum. Að öðru
leyti eru engar skreytingar, en
húsið fábrotið og vistlegt mjög.
með ræðu sinni hefir Sir Saniuel
fylt það innihaldi og lífi“. Laval
sagöi um ræðuna. „Það er ekkert
í ræðu Sir Samuel Hoare, sem
Frakkland getur ekki af heilum
huga fallist á“.
Þegar eftir aö Sir Samuel var
sestur, eftir að hafa lokið máli
sínu, var hann umkringdur af
fjölda fulltrúa, sem óskuðu hon-
um til hamingju og þökkuðu hon-
um fyrir frammistöðuna.
• n