Vísir - 21.10.1935, Blaðsíða 3

Vísir - 21.10.1935, Blaðsíða 3
VÍSIR Jón Þorláksson borgurstjóri. I brjósti mínu bærist strengur hlýr. Mér býður rödd svo ákveðin og skýr, að minnast hans og meta hver hann var, þó máli því ei gegni vitringar. Eg man, er kvaddi’ hann föðurgarð sinn fyrst, þá fann eg best, að vin eg hafði mist; cg man það vel, þó væri’ eg ekki stór og vissi ei neitt rié skildi livert hann fór. i Og nokkrum árum seinna hitti’ eg hann, þá hvarf mér einurð við hinn lærða mann. En fljótt eg sá og fann þá sömu hönd, sem fyr mig kvaddi barn á æskuströnd. Nú saknar þjóðin öll liins merlta manns; hún man og þakkar lengi störfin lians. Og margur einn, þó minna beri á, , nú mun sem harnið eftir honum sjá. Og engum reyndist vinarorð hans valt, þó virtist stundmn yfirborðið kalt. Og jafnvel sá með heiðri krýnir hann, sem honuin gagnstætt lands að málum vann. I t Hann svars ei virti sorans kerskimál, við svoddan leik þó mörg sé tungan þjál. En vel í liönd hans vopnið altaf beit, svo vandað mál, svo hreint og skýrt liann reit. Sú forsjá þótti flestum trygg og góð, um fjárliag lands er hann á verði stóð. Og betur mundi borgið’ þjóðarliag, ef byggi viða þvilik hygni og lag. Hann unni’ af hjarta landi sínu og lýð, og leit með lirygð á skaðlegt flokkastríð; hann sá, hve mættu sundruð þjóðlífsöfl, í sátt og eining vinna’ hin þyngstu töfl.; Með geðið ríkt og sjálfstætt sjónarmið, en sáttur þó, við andstæðingsins lið, hann vann að málum, meðan stefnt var rétt að marki því, sem hæst til góðs var seft, Áð gera rétt og vilja öllum vel, er vissust stefna gegnum líf og hel. Að fylgja sínu fram í þyngstu raun, það færir manni dýrust sigurlaun. Hann brast ei kjark, þó Iieilsan væri’ ei liraust, til liinstu stundar vann liann æðrulaust; stórmennin ei störfum geta hætt, né strangrar reglu’ um líf og heilsu gætt. Þeim ástvini er sárt á bak að sjá, það seg'ja fögru blómin gröf hans á. En eitt er vist, þó séuð miklu svift: Iians sál'um bústað liefir að eins skift. Árni H. Halldórsson. ■.Sp.VÖ'U í IV. Heimsstyrjöldin olli miklum straumhvörfum í lífi Mussolini. Hann lagði riú á aðrar brautir, tók nýja stefnu, og hefir haldiö henni étrauSur. Þegar heimsstyrjöldin skall á, var hann, aS minsta kosti aS nafninu til, socialisti, en hann greindi á um þaS viS starfsbræSur sína og félaga hvort Ítalía skyldi taka þátt í heimsstyrjöldinni eöa ekki meö bandamönnum. Þ. 20. okt. hætti hann ritstjórnarstörfum viö-Avanti og gekk úr jafnaöar- mannaflokkinum. Hann stofnaöi nú nýtt blaö, „Popolo di Italia1- og kallaöi það socialista-blað. Popolo di Italia var dagblað.En sá „sócíal- ismi“, sem Mussolini boöaöi í þessu blaði sínu, var ekki þess eðl- Is'.að fyrverandi félögum hans félli hann í geö, enda réðust þeir hvass- léga á Mussolini fyrir skoðanir þær, sem hann nú var farinn að boða. — Ritstj órnargreinarnar í Popolo di Italia vöktu afar mikla eftirtekt, vegna þess hversu kraft- miklar þær voru. í ritstjórnar- greinum sínum hvatti Mussolini eindregið til þess, að Italir færi í stríðið á móti Austurríkismönnum og Þjóðverjum. Skoðanir þær, sem Mussolini flutti, þóttu sumar býlt- ingarkendar, og var mikið um blað hans og hann sjálfan rætt. Leyndi sér ekki, að þar sem Mussolini fór, var enginn meðalmaður, en fáa grunaði þó enn hversu mikilli orku hann bjó yfir. Hann var sjálfur vafalaust farinn að hugsa ærið hátt um þessar mundir. Dá- læti hans á mikilmennum sögunn- ar, slíkum sem Cæsari og Napoleon var farið að koma oft í ljósoghann valdi sér einkunnarorð slík sem þessi: „Þanri, sem á stál, skortir ekki brau’Ö" o. s. frv. Mussolini var vafalaust um þessar mundir farinn ?.Ú kryfja til mergjar ýmislegt, sem Kann hafði lengi verið að hugsa um„en var ekki búinn að gera sér grein fyrir, og síðar varð undir- staða hinnar nýju hreyfingar: Fas- ísmlahreyfingarinnar. — )Þeim, sem unnu að því, að ítalir færi í stríðiS með bandamönnum, varð betur og betur ágengt með að afla skoðunum sínum fylgis. Skáldið D’Annunzio, gekk í lið meÖ hon- um. Mussolini flutti svo kröftuga ræðu þ. II. apríl 1915, að hann var handtekinn, en hann var látinn laiís aftur að heita mátti þegar í stað. Framh. Ný bðk „Þess bera menn sár“ eftir Guðrúnu Lárusdóttur, I. og II. hefti, er nú komið út, 304 bls. í stóru broti. Prent- smiðja Jóns Helgasonar. Þessi nýjasta saga frú Griðrún- ar Lárusdóttur er sérprentun úr blaðinu „Bjarmi“; hefir hún ver- iö að birtast í því þrjú síðustu árin. Verður þessi bók kærkomin öllum þeim, sem fylgst hafa með sög- unni og yfirleitt öllum þeim, sem kynst hafa skáldsögum frú Guð- rúnar. Hún hefir lagt fram mikil- vægan skerf til íslenskra bók- menta. Hún var ekki nema fjórtán ára gömul stúlka, er hún réðist í að þýða ágrip af hinni frægu sögu „Uncle Toms Cabin“ (Tómas frændi), eftir Harriet Beecher Stowe, úr ensku. Margt hefir hún skrifað J ýnis blöð, frumsamið og þýtt, svo sem í „Fríkirkjuna", sem sr. Lárus Halldórsson faðir henn- ar gaf út og „Templar", blað stór- stúku íslands og „Æskuna“, þýdd- ar sögur og frumsamdar, þar á meðal „Hvíta skipið“, sem „gerði mikla lukku“, hjá börnunum á sín- una tíma. ‘Flestar sögur frú Guðrúnar hafa þó birst í „Bjarma", eru þar marg- ar langar sögur og ganga gegnurn marga árganga, t. d. „Hvar er bróðir þinn “, hugðnæm saga, sem. frú Guðrún hefir sagt mér að til hafi orðið vegma einkennilegs draums, sem hana dreymdi. Þá eru sögurnar „Fátækt“, „Afi og amma“, „Brúðargjöfin“ og „Sig- ur“, báðar sérprentaðar o. fl. í barnablaðinu „Ljósberinn“ hafa birst þrjár sögur, alllangar: „Systurnar“, „Bi-æðurnir“ og „Gamla húsið“. í „Jólakveðjunni“ birtust einnig sögur eftir frú Guð- rúnu. Ýmislegt, og eigi alllítið mun hún eiga í handriti óprentað, bæði þýtt og frumsamið. Ef sögur hennar í „Ljósberan- um“ væru komnar út í snoturri barnabókarútgáfu, þá rnundu þær verða einkar indælar, eins og þær voru lesendum „Ljósberans". Árið 1913 kom út skáldsagan „Á heimleið", seldist hún mjög fljótt, var uppseld á tveimur árum, og þykir það góð sala á bók vor á meðal. Sagan var síðar þýdd á dönsku og þýsku. G. L. þýddi líka uppeldisritið „Móðir og barn“, er birtist á prenti í bókum „Kristi- legsl bókmentafélags“. Það er bók, sem allar mæður ættu að eignast og lesa rækilega. • Fjölda blaðagreina hefir frú Guðrún skrifað urn kristindóms-, isiðferðis- og mannúðarmál, svo að ekki verður annað sagt en að henni hafi orðið allmikið úr tímanum, og að hún hafi ekki legið á liði sínu eða grafið pund sitt í jörðu, en iauk þess eru svo öll heimilisstörf- in og starf hennar að ýmsum bæj- ar- og þjóðfélagsmálum. Og svo er nú þessi síðasta bók hennar: „Þess bera menn sár“, sem mér virðist vera einhver sú besta. Það er nútímasaga. Aðalper- sónur sögunnar eru: Hildur, dóttir prestsins og Sigurður, munaðar- laust barn, sem presturinn, sr. Ein- ar, tók og ól upp og fórst síðan við hann eins og hann væri sonur lians. Hildur er eftirlætisbarn og elst upp við mikið dálæti. Hún missir móður sina á ungum aldri, en stjúpa hennar skilur hana ekki; hún vill henni vel, en er ströng og siðavönd og athvarf hennar verður altaf hjá föðurnum og hjá — Sig- urði, uppeldisbróður hennar; þau unnast svo heitt og eru svo sam- rýmd, sem nokkur systkin geta verið, nrega hvorugt af öðru sjá. Svona líða æskuárin eins og sól- skinsdagar eða fagur draumur, og þroskaárin byrja. Þó er altaf eins og skuggi hvíli yfir lífi Hildar, því að hún ann ekki stjúpu sinni og unar illa valdboðum hennar, þó öll séu þau vel meint. Hún tekur því fegins hendi því Ixiði, sem hún fær frá frænku síra Einars í Kaup- mannahöfn, þess efnis, að hún vildi koma til hennar og dvelja þar vetrarlangt. En þá, er að skilnaðarstundinni dregur, verður þeim það ljóst, Sig- urði og Hildi, að æskuvináttan hefir breyst í ást tveggja sálna, og áður en hún fer, hafa þau heitið hvort öðru æfilöngum trúnaði. Svo kveður Hildur ástvini og æskustöðvar og hverfur út i hring- iðu stórborgarlífsins, þar sem hætturnar eru svo margar. Þar kynnist hún Agli Kristjáns- syni, sem hún hefir aðeins einu sinni dansað við nokkra dansa í sveitinni sinni heima. — Það var ungur og fínn veraldarmaður. Hann er fulltrúi og málsvari hins nýja tíma, guðsafneitari sein dáir „frjálsar ástir“ og getur fyllilega tekið sér í munn: „Farið vel fornu dygðir“. Honum tekst svo að trylla þessa ungu, saklausu stúlku, að hún gleymir æskuvini sínum og unnusta. Alt, sem henni var svö kært í æsku, fölnar fyrir hinu nýja, sem hún nú kynnist, og þegar hún svo kemur heim eftir þrjú ár, þá er hún trúlofuð Agli, sem kemur heim með henni og heitír þá „hr. Kristjánsson“,.en hún „fröken Ein- arsson". Sigurður ber vonbrigði sín með karlmensku og hugsar um það eitt að hlynna að fóstm sinni, sem þá er orðin ekkja og flutt aö eignarjörð sinni Gili. En leið Hild- ar liggur til Reykjavíkur, þar á hún von á rikmannlegu heimili með öllum nýtísku þægindum og vera borin á höndum af sínum elskulega unnusta og tilvonandi eiginmanni. En þar mæta henni sár og ömurleg vonbrigði. „Hr. Krist- jánsson" er alræmdur kvennabósi, sem hvorki skeytir um skömm né heiður, óreglusamur iðjuleysingi. Þar verður hún að þola inikið sál- arstríð og fátækt og veikindi. Sagan endar með því, að hún kemst heim — heim til ástvinar síns og æskuvinarins, sem altaf beið hennar og hafði ætíð vakandi auga með hanni, og hún fann aftur þá perlu, sem hún hafði fleygt frá sér í gáleysi sínu og léttúð. Sagan er ágætlega sögð á hreinu og látlausu máli. Ungar stúlkur eiga að lesa þessa sögu, hún á erindi til þeirra, svo sem kaflinn um dauða Hildar á sjúkrahúsinu í Reykjavík. Þar er ærið efni til alvarlegrar ihugunar fyrir ungar stúlkur. Eg hygg, að saga þessi sé góð til fermingargjafa, bæði handa drengjum og stúlkum. Hún mun fást hjá bóksölum nú fyrir haust- fermingarnar, sem fara í hönd, bundin í snoturt band. J. H. Henderson látino. London í dag. Arthur Henderson, forseti af- vopnunarráðstefnunnar, er lát- inn. Hann hafði verið mikið veikur undanfama tvo sólar- hringa og lést í gær 72 ára að aldri. Henderson var einn af kunnustu stjómmálamönnum Bretlands og verkalýðsleiðtogi, en á síðari árum var hann kunn- astur sem forsieti afvopnunar- ráðstefnunnar. — (FB.). Enn. ný fregn, um að sókn sé í vændum af ítala hálfu. London 20 okt. (FÚ). Badoglio er væntanlegur til norður-vígstöðvanna í Abessiniu, í eftirlitsferð til ítalska hersins, inn- an fárra daga. Alt virðist bera vott um það, að ítalir séu í þann veg- inn að hefja sókn sína á þessum slóðtim. Flugvélar hafa haft sig' mjög í frammi í gær og dag, og kastaö niður flugmiðum. ítölsk hersveit einangruð. Frá Dessié kemur sú fregn, að Danakil-kynflokkur einn hafi ein- angrað ítalska hersveit 500 tif. 700 manns, nálægt Mussali-f jalli, og að ítalirnir líði vatnsskort. Frá vígstöðvunum. Er Vinci í ósátt við Mussolini? (Brussel 19. okt. (FÚ). Frá Djibouti er símað, að A- bessiniuherdeildir hafi náð að skilja ítalskar hersveitir við meg- inherinn, Franski sendiherrann í Addis Abeba heimsótti Vinci greifa i gær, og líður honum vel. Orðrómur gengur um það að Vinci greifi sé í ósátt við stjóm sína og sé það ástæðan til þess að hann fer ekki heim. Uppreist meðal Danakilmanna? Fregn frá Róm hermir, að flokk- ur manna af Danakil kynflokki hafi gert uppreist gegn keisaran- um. □ EDDA 593510227 = 5. Veðrið í morgttn. í Reykjavík o stig, (Bolung- arvík o, Akureyri — 7, Skálanesi — 5, Vestmannaeyjum 2, Sandi 1, Kvígindisdal — 1, Hesteyti o, Gjögri — 1, Blönduósi — 5, Siglu- nesi — 3, Raufarhöfn — 6, Skál- um — 2, Fagradal — 3, Papey — 3, Hólunt í Hornafirði — 3, Fag- urhólsmýri — 1, Færeyjum o st. Skeyti vantar írá Grímsey og Reykjanesvita. Mestur hiti hér í gær 3 st„ mest frost 2 stig. Yfirlit: Lægð að nálgast suðvestan af hafj. Horfur: Suðvesturland, Faxafiói, Breiðafjörður, Vestfirðir: Vax- andi suðaustan og austan átt. Víð- ast hvassviðri og úrkoma með kveldinu. Norðurland: Vaxandi suðaustan átt, Úrkomulaust, Norð- austuriand, Áustfírðir: Stilt óg bjart veður í dag, en vaxandi suð- austan átt í nótt. Suðausturland: Hægviðri í dag, en síðan vaxandi suðaustan eða austan átt með snjó- komu eða slyddu. Verslunin Gullfoss, Austurstræti lo, efnir til sýn- ingar á kjólum á Hótel Borg í kveld kl. 8y2. Fimm ungar meyj- ar ganga milli borðanna, klæddar sýningarkjólunum. Kjólamir eru allir saumaðir í Versl. Gullfoss, samkvæmt nýjustu tísku, og gefst íólki ]iarna kostur á að sjá alls- konar kjóla, sem notaðir verða í vetur, svo sem hádegiskjóla, te- samkvæmis-kjóla, „cocktail“-kjóla, og samkvæmiskjóla. — Síðastlið- ið vor efndi versl. Gullfoss til sýn- ingar á Hótel Borg, til þess að sýna vor- og sumartískuna. Tókst sú sýning prýðilega og vakti mikla othygli, ' x. Lausa stöðu auglýsir Blindravinafélag Ss- lands í Lögbirtingablaðinit við blindrakenslu og umsjón með

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.