Vísir - 14.01.1936, Side 3

Vísir - 14.01.1936, Side 3
VÍSIR •j London í gær. FÚ. Sá orðrómur fer sívaxandi, að næstu sáttatillögur í Abessin- iudeilunni muni væntanlegar írá Belgíu, þrátt fyrir það, þótt Ijelgiska stjórnin neitaði þvi op- inberlega i gær, að nokkur fót- Ur væri fyrir þessum staðliæf- ingum. En hvað sem því líður, þá er það álit manna, að Musso- lini sé að verða enn fúsari til sátta. Stórþingið öoi»ska sett. Oslo, 13. janúar. Stórþingið var sett í dag með venjulegri viðhöfn i viðurvist konungs. Ólafur konungsefni var einnig viðstaddur. Stórþingið kaus sér Hambro (hægrifl.) forseta, en Magnus Nilssen varaforseta. í Óðals- þinginu var Stöstad (alþ.fl.) kosinn forscti, en varaforseti Eiesland (vinstrifl.) I lögþing- inu var Aas (hægrifl.) kosinn forseti og Moseid (bændafl.) varaforseti. (NRP. — FB.). HERÆFINGAR EGIPTA í nánd við pýramídana. Egiplar hafa nú mikinn her undir vopn- um vegna Afrikustriðsins. góða vini í Hollandi á undan- förnum árum og einnig hefir tekist meHningarlegt samhand úúlli landanna. Vaeri það mjög ánægjulegt, ef únnig tækist að auka verslunar- viðskiftin við Holland og er alt Utlit fyrir að það væri hægt, ef gangskör væri að því gerð. P. J. Leopold Belg- íukonungur, bróðir krónprinsessu Ítalíu, beitir sér fyrir því, að nýjar friðartillögur verði teknar til athugunar. — Mussolini farinn að slá af fyrri kröf- um. — Oslo, 13. janúar. Samkvæmt fregnum i ensk- um og frakkneskum blöðum er mikð rætt um nýjar friðartil- lögur, en engar opinberar fregn- ir hafa þó enn verið úm þær hirtar. Er talið, að Leopold Belgíukonungur hafi átt frum- LEOPOLD. kvæði að þvi, að þær eru fram bornar, en hann er, sem kunn- ugt er, hróðir ítölsku krónprin- sessunnar. Er fidlyrt, að hann vinni ásamt ítölsku konungs- fjölskyldunni að því, að koma hinum nýju sáttatillögum áleið- is. Mussolini er nú talinn til- leiðanlegri en áður til þess að raeða nýjar friðarskilmála. — (NRP. — FB.). Bruno Haupt- mann. Trenton New Jersey, í jan. 13 óhappatala í lífi Haupt- manns. — Aftakan fer fram í yfirstandandi viku. Einstöku menn telja töluna 13 happatölu, en allflestir liafá ótrú á henni. Hvað sem um þetta er, hefir hún ekki reynst Brunó Hauptmann happatala, segja liinir vantrúuðu, sem benda á eftirfarandi: Hann var dæmdur til lífláts 13. febrúar. Við réttarhöldin sat hann gegnt blaðamannastól nr. 13, en í honum sat Harry Ferguson blaðaniaður frá Uni- ted Press. í skírnar- og ættar- nafni Fergusons eru samtals 13 bókstafir. Hauptmann var dæmdur á ný 13. desember. Hann verður tekinn af lífi (verði liann ekki náðaður á seinustu stundu) í vinnuvik- unni, sem byrjar 13. janúar. í nafni verjanda hans eru 13 bók- stafir (Edward J. Reilly) og sömuleiðis i nafni saksóknara New Jersey ríkis (David T. jWiIentz) og nafn lconu Haupt- Jmanns (Anna Hauptmann). — Hauptmann verður tekinn af i rafmagnsstólnum og verða, að því er ráðgert er, 25 menn viðstaddir. Af hálfu liins opin- verða 12 menn viðstaddir (the death jury“), þar af tveir læknar. Sex blaðamenn verða , aðalfangavörðurinn, O. Kimberling, fangaverð- og aðstoðarmenn, alls sjö. — (Uniteð Press. — FB.). London, 13. janúar. Herskipaskifti Breta í Mið- jarðarhafi. Frá Gibralta er símað, að or- Hood og beitiskipin og Orion liafi í dag lagt af stað áleiðis til Englands. Orustuskipið Ramillies lagði ) hinsvegar af stað frá Englandi i gær (sunnudag) áleiðis til Mið- jarðarhafs. (United Press. — FB.). — stálverk- smidja Evrópu verður reist í Noregi af Kruppfélaginu þýska, ef fregnir frakkneskra blaða reynast réttar. Oslo, 13. janúar. Samkvæmt fregnum, sem birtar liafa verið i frakkneskum blöðum, liafa Kruppverksmiðj- urnar þýsku hafið samkomu- lagsumleitanir við skandinavisk og amerísk stálfirmu um að stofna nýja stálverksmiðju í Noregi, sem ráðgert sé að verði liin stærsta í allri Evrópu. Nokk- ur hluti framleiðslunnar verður notaður, að því er ráðgert er, af Kruppverksmiðjunum. — Norsk Telegrambyraa hefir lagt þessar fregnir fyrir þá iðju- liölda, sem vinna að því að komið verði á fót stálverk- smiðju þeirri i Larvik, sem áð- ur hefir verið getið, og spurt þá um það, hvort fregnir liinna frakknesku blaða séu á rökum reistar. Hafa-þeir hvorki viljað játa eða neita þvi, hvort fregn- irnar sé réttar. (NRP. — FB.). Bindindis- máliníNoregi Oslo, 13. janúar. Landsþing bindindismanna hefir samþykt ályktun, sem fel- ur í sér kröfu um það, að ríkið verði gert óháð tekjunum af innflutningi og sölu áfengis. Ennfremur vill landsþingið láta herða á ákvæðum um kröfur til allra bifreiðastjóra, sem liafa bifreiðaakstur að atvinnu og flulningsstarfsmanna á lofti og í sjó. Átelur það sterklega, að ekki skuli hafa verið komið einkasölufyrirkomulagi á á- fengisútsölu og krefst þess að lokum, að gerð verði ítarlega grein fyrir þeim samningsá- kvæðum, sem koma í veg fyrir, að Norðmenn liafi fult athafna- frelsi í bindindismálum. (NRP—FB). Scaron- strandlð. Hólmavík 13. jan. FÚ. Togarinn Scaron frá Grims- by, sem útvarpið skýrði frá i gær, liggur enn á skerinu litið skemdur og skipshöfnin er í skipinu. Fréttaritari útvarpsins á Hólmavík skýrir svo frá kl. 18,30 í dag: Togarinn strandaði á skeri í Reykjarfirði í Stranda- sýslu. Veður er gott og varð- skipið Ægir er nú komið á strandstaðinn, en ekki er hægt að hefjast lianda um björgun, fyr en með flóði. Togarinn virð- ist lítið skemdur, og er hann laus að framan, en fastur á skerinu um miðju og þar fyrir aftan. Skipverjar halda til í skipinu og liður þeim vel. Togarinn var á veiðum úti í flóanum áður en hann strand- aði og hefir lítinn afla innan- borðs. SEINUSTU FRÉTTIR: Samkvæmt viðtali við Páhna Loftsson útgerðarstjóra í morg- un náðist togarinn út á flóðinu i nótt kl. 1. Veðrið í morgun. í Rcykjavik 4 stig, Bolungar- vík 8, Akureyri 14, Skálanesi 8, Vestmannaevjum 4, Sandi 5, Kvígindisdáí 4, Hesteyri 4, Gjögri 3, Blönduósi 10, Siglu- nesi 4, Raufarhöfn 8, Fagradal 4, Papey 5, Hólum i Hornafirði 6, Reykjanesi 2 stig. Mest frost hér í gær 10 stig, minst 4. Sól- skin i gær 0,1 st. Yfirlit: Hæð frá íslandi suðaustur um Bret- landseyjar. Grunn lægð að nálg- ast vesturströnd íslands. Horf- ur: Suðvesturland, Faxaflói, BreiðafjÖrður, Vestfirðir: Suð- austan gola og síðar kaldi. Dá- litil snjókoma. Norðurland, norðauslurland, Austfirðir, suð- austurland: Breylileg átt og hægviðri. Úrkomulaust. Skerjafjörð hefir nú lagt. Eru nokkur skip, sem þar eru i lægi, frosin inni, en ísinn e>- oiðinn mann- gengur milli Skildinganess og Álftaness. Kol voru ílutt út í Skeljung á sleðum í gær, en hann liggur alllangt undan landi. — Þótt ísinn sé mann- lieldur nú i stillunum ættu þeir, sem fara á skauta þarna að fara varlega. Skipafregnir. Dettifoss er á leið til Aust- fjarða frá Hull. Selfoss er á út- leið. Lagarfoss er á leið til Aust- fjarða frá Leitlr. Brúarfoss er í Leith. Goðafoss er i Hamborg. Gullfoss er i Kaupmannahöfn. M. s. Dronning Alexandrine fór héðan í gærkveldi áleiðis vestur og norður. E.s. Ivatla kom til Aarhus í gærkveldi. Súðin fór frá Noregi i fyrradag áleiðis til Akureyrar. E.s. Kongsliavn kom i gær úr fisktökuerindum á höfnum við Faxaflóa. Baldue kom af veiðum i gær með 2300 körfur og er lagður af stað á- leiðis til Englands. Lyra kom frá útlöndum i morgun. Skipið fékk aðeins afgreiðslu að nokk- uru leyti í Vestmannaeyjum, vegna verkfallsins. Útgerðar- vörum var ekki skipað á land. Sig Eggerz bæjarfógeti og frú voru með- al farþega á M.s. Dronning Al- exandrine norður í gærkveldi. Silfurbrúðkaupsdag eiga í dag frú Guðbjörg Guðnadóttir og Jón Runólfsson, Nýlendugötu 13. Aflasölur. Hafsteinn seldi 1040 vættir af isfiski í gær fyrir 1197 stpd. í Aberdeen. í Hull hafa selt: Gull- toppur 1842 vættir fyrir 1122 stpd. og l.v. Ólafur Bjarnason 849 vættir fyrir 602 stpd. 1 Grímsby hafa selt: Geir 1130 vættir fyrir 827 stpd., Hauka- ncs 1242 vættir fyrir 935 stpd. og Júní fyrir 863 stpd. Enn- frcmur Belgaum fyrir 1595 stpd. Háskólafyrirlestur á þýsku. Dr. Iwan byrjar aftur liá- skólafyrirlestra sína í kvöld kl. 8,05. Efni: „Sylt, Deutschlands nordisclie Insel“. Athygli skal vakin á því, að í dag er síðasti dagur atvinnuleysis- skráningar Iðnsambands bygg- ingamanna. íþróttafélag kvenna. Handavinnukvöld verður á morgun að 'Hótel Skjaldbreið og hefst stundvíslega kl. 9 e. h. Næturlæknir er í nótt Kjartan Ólafsson, Lækjargötu 6. Sími 2614. — Næturvörður í Reykjavíkur apóteki og Lyf jabúðinni Iðunni. Gengið í dag. Sterlingspund ......— 22.15 Dollar ............. — 4.46% 100 ríkismörk.......— 180.51 — franskir frankar — 29.81 — belgur .......— 75.75 — svissn. frankar — 146.15 — lírur.........— 37.10 — finsk mörk ... — 9.93 — pesetar ......— 62.26 — gyllini ......— 305.30 — tékkósl. krónur — 18.93 — sænskar krónur — 114.36 — norskar krónur — 111.44 — danskar krónur — 100.00 Gullverð ísl. krónu er nú 49.04. Útvarpið í kveld: 19,10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómpl.: Danslög. 19,45 Frétt- ir. 20,15 Erindi: Áfengisvarnir (Friðrik Á. Brekkan stórtempl- ar). 20,40 Symfóníu-hljómleik- ar: Tónverk eftir Weber, Cho- pin og Tschaikowski (til kl. 22,30). Útvarpið á morgun: 8.00 íslenskukensla. 8,25 Þýskukensla. 10,00 Veðurfregn- ir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. -------——---------------- Hitt og þetta úr „Búnaðarskýrslum 1934“. —o— Endur og gæsir. Þær voru í fyrsta sinn taldar fram 1932 og eru því ekki tald- ar í búnaðarskýrslum fyrr en það ár. Má gera ráð fyrir að framtalið hafi ekki verið ná- kvæmt fyrst í stað. — Árið 1933 eru endur taldar 1224, en gæsir 229. — Ári síðar eru endurnar taldar 2187 og gæsir 558. Svínarækt. Lítið mun hafa verið um svinarækt hér iá landi fram á síðuslu ár. Svin eru ekki talin fram fyrr en 1932. — Þá eru þau talin 138, en 183 ári síðar og 452 árið 1934. Hænsnarækt. Vorið 1933 voru liænsni hér á landi tahn 65.136, en 74.050 vorið 1934. Hefir þeim sam- kvæmt því fjölgað unr 8.914 á árinu eða um 13.7%. f Loðdýr. Loðdýrarækt hér á landi er einhver yngsta atvinnugreinin og liefir gefist misjafnlega. — „Loddýr voru fyrst talin í bún- aðarskýrslunum 1934, en búast íná við, að því framtali muni vera eitthvað ábótavant. Töld- ust íslenskir refir 394, silfurref- ir 376 og önnur loðdýr 174. Geitfé var í fardögum 1934 talið 2.800, en árið áður 2.753 og hefir þá fjölgunin verið 47 eða 1.7%. — O tan af landi. Langvarandi frost. Rangárvallasýslu 13. jan. FÚ. Langvarandi frost undanfarið liafa valdið þvi að isalög á vötn- urn í héraðinu eru nú óvenju- lega mikil og vatnsskortur er á ýmsum bæjum. Mesl frost var í gær og dag — 16 stig. < Tjón Einars Jónssonar að Sunnuhvoli, sem varð fyrir brunanum 8. þ. m. liefir nú ver- •ið metið 4 þúsund krónur. Misti hann óvátrygt alt innan- stokks nema ívei-uföt — þar á meðal misti hann söðlasmiða- verkstæði sitt með áliöldum og efnivörum. Akureyri. FÚ. Heimilisiðnaðarfélag Norður- lands hélt aðalfund sinn í gær í Iðn- skólanum á Akureyri. — Fund- arstjóri var Sveinbjörn Jóns- son og fundarritari Konráð Vil- hjálmsson. Fundinn sóttu um 40 manns, en alls eru félagar nú, 70 að tölu. — Félagsstjórn- in var endurkosin og starfs- menn. Tvö saumanámskeið og eitt þriggja mánaða vefnaðar- námskeið eru ákveðin í vetur, —■ Að fundarlokum flutti ung- frú Halldóra Bjarnadóttir er- indi um heimilisiðnað og sýndi gott safn af handavinnu. Vestmannaeyjum 13. jan. FÚ. Kappglíma fór fram í Vestmannaeyjum i gær um glímubelti, sem er far- andgripur, gefinn af Knatt- spyrnufélagi Vestmannaeyja. Var nú kept um bikarinn í fyrsta sinn. Þáttlakendur voru 7 og varð Sigurður Guðjónsson úr í- þróttafélaginu Þór sigurvegari, og hlaut nafnbótina „Glímu- kappi Vestmannaeyja“. Annar varð Óskar Einarsson og þriðji Sigurjón Valdason, báðir úr Knattspyrnufélaginu Tý. Kalundborg, 13. jan. FÚ. Leynisamningur milli Sovét- Rússlands og Mongolíu? í Japan eru blöð full af fregn- um um það í dag, að leynisamn- ingar séu komnir á milli Sovét- Rússlands og hinnar svonefndu Ytri-Mongolíu, um sameigin- lega andstöðu gegn Japan. Meginatriði samninganna eiga að vera i því fólgin, að Ytri- Mongolia geri sitt ítrasla til þess, að vinna á móti hagsmun- um og áhrifum Japana í Austur- Asíu, en Sovét-Rússland skuli styðja Mongolíu með peninga- lánum og vörulánum, til þess að koma upp iðnaði óg nýtísku alvinnurekstri. Telja Japanar sig mjög móðgaða af þessum samningum, og lialda fram, að þeir réttlæti hinar strengileg- ustu mótráðstafanir af þeirra hálfu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.