Vísir - 05.02.1936, Blaðsíða 3

Vísir - 05.02.1936, Blaðsíða 3
V í SIR i BBHnHHH VlSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. Hreinsar afburða fljótt og vel, án þess að rispa. Kostar að % eins 25 aura pakkinn. Binnig er það álitið mögulegt, að etöðuvatnið myndi geta vald- ið meiri rigningum á þessu sveeði og gera landið þar með frj'ósamara og byggilegra. H. P. þýddi. Aðsókn að kvikmynda- hnisum á Bretlandi* London í jan. Á undanförnum tveimur ár- um hafa verið reist 200 ný kvik- myndahús í Bretlandi og á liverja 14 íbúa Lundúnaborgar kemur nú eitt kviEmyndahúss- sæti. í Lancashire kemur eitt sæti á hverja 9 íbúa, en i engum landshluta öðrum eru jafnmörg kvikmyndaliús eða alls 699. — Þvi er haldið fram af mörgum, m. a. af S. R. Dowson, forseta British Cinematograph Society, að of mikið liafi verið gert að því á undanförnum árum, að reisa kvikmyndaliús. — Árið sem leið eyddu Bretar sem svar- ar 204.750.000 dollurum fyrir híómiða, en alls fóru 957 milj. manna í kvikmyndahús á árinu. Talið er, að kvikmyndahúsgest- ir í Bretlandi fari að meðaltaii 30 sinnum „í bió“ á ári. af fram- annefndri upphæð (204.750.000 stpd.), fékk rikisstjórnin i skatt 34 miljónir dollara. Langmest er aðsóknin að kvikmyndallús- unum i október og janúar, -— Af 4305 kvikmyndáliúsum i Bretlatidí sýna að eiils 874 kvik- myndir á sunnudögum og af þeim eru 490 í London og út- hverfum horgarinnar. Aðallega eru sýndar breskar og amerísk- ar myndir. (United Press—FB). Snældan. Svo er sagt, að enn þann dag í dag noti Egiptar hinar fornu snældur við spuna. Það er altítt að bóndi sitji fyrir dyrum úti, þegar vel viðrar, og þeyti snældu sina af ótrúlegum hraða og hagleik. Snýr hann fínan þpáð og grófan að vild sinni og er jafn vígur á hvorttveggja. Úr einu pundi af baðmull er sagt að hann geti snúið þráð, sem sé alt að því 253 enskar mílur á lengd. Snældan er. elsla spuna- tækið, sem menn þekkja nú á dögum, og var notuð á Egipta- landi fyrir 6000 árum að minsta kosti. — Og húnliefir ekki fall- ið í gildi, þó að spunavélar ým- ískonar liafi verið fundnar upp og teknar í notkun. Spunavél- arnar eru hráðvirkar og spinna þráð úr baðmull, silki, ull, jurtatrefjum o. s. frv. Samt hefir hin forna snælda lialdið velli hjá Egiptum. Þeir eru Vanafastir. Og ekki geta nýtisku spunavélar kept við snældurnar gömlu og góðu um vörugæði og vandvirkni eða int slík verk af höndum, sem hinir ágætu spunameistarar meðal Egipta °g Indverja. I.O.O.F. 3= 117238 = I.Q.O.F. 117256 Spilakvöld Veðrið í morgun: I Reykjavík 0 stig, Bolungar- vík —6, Akureyri —14, Skála- nesi —7, Vestmannaeyjum 1, Sandi —2, Kvígindisdal —1, Hesteyri —6, Gjögri —5, Blöpduósi —11, Siglunesi —7, Grímsey —5, Fagradal -—10, Papey—5, Hólum í Hornafirði —5, Fagurhólsmýri —1, Reykjanesi 3 stig. Mest frost hér í gær 9 stig, mestur hiti 1 stig. Yfirlit: Djúp lægðarmiðja um 1200 km. suð-suðvestur af Reykjanesi á hægri hreyfingu norður eftir. Horfur: Suðvest- urland: Austan og suðaustan stormur. Slydda eða rigning. Faxaflói, Breiðafjörður: Hvass austan. Dálitil snjókoma eða slydda. Mildara. Vestfirðir, Norðurland, norðausturland, Austfirðir: Hægviðri fram eftir deginum, en siðan vaxandi aust- an eða suðaustanátt. Úrkomu- laust. Suðausturland: Allhvass austan eða suðaustan. Snjó- koma, einkum vestan til. ísinn á Skerjafirði. Daghlaði framsóknarmanna segist svo frá í gær um ísinn á Skerjafirði, að hann sé „ó- traustastur við landið“ og „víða illmögulegt að komast út á liann nema við landið“. Mönn- um skilst það nú, að ekki muni vera auðvelt, eða jafnvel að það muni vera „illmögulegt“, að komast út á ísinn af landi, á mörgum -stöðum eða „viða“, nema þá „við landið“. En ein- mitt af því að menn þykjast vita það, að ísinn muni vera einna ótraustastur við landið, er mönnum forvitni að vita, livar annarsstaðar muni vera hægt að komast út á hann. Skipafregnir. Gullfoss kom til Siglufjarðar á lxádegi í dag. Goðafoss og Lag- arfoss eru í Reykjavik. Dettifoss fer til Hull og Hamborgaf i kveld. Brúárfoss er á leið til Vestipaimaeyja frá Reyðarfirði. Selfoss fer frá Leitli í dag áleið- is til Vestmannaeyja. Esja kom úr strandferð í dag. Bragi Og Max Pemberton hafa komið af upsaveiðum. Snorri goði kom af veiðum í gær með 2900 körfur og er lagður af stað til Englands. Þórólfur fór á veiðar í gær. Magn;i fór til Borgarness í gær og lcom aftur í gærkveldi. Er nú verið að setja nýja hjálp- arvél í Laxfoss, í stað þeirrar, sem liefir verið i ólagi iðulega, alt frá því er skipið kom hing- að. Fermingarbörn sira Árna Sigurðssonar eru beðin að koma til viðtals í frí- kirkjuna á morgun (fimtudag) kl. 5. — Glímufél. Árrnann. Síðastliðinn sunnudag fóru tveir flokkar íþröttamanna, um 20 manns, frá Glímufél. Ár- mann i sýningarför að EjTrar- bakka, Stokkseyri og Tryggva- skála. Aðsókn að sýningunum var ágæt og iþróttamönnum all- staðar mjög vel tekið, enda eru þeir prýðilega æfðir. Mesta aðdáun áhorfenda vakti það á Tryggvaskálasýningunni er 5 af fimleikamönnunum stóðu í einu á höndunum á „kistu“. — Fé- lagið mun síðar í vetur fara fleiri slíkár ferðir til annara staða í nánd við Reykjavík. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn á morgun á venjulegum stað og tíma. Fjöldi mála á dagslcrá, m. a. kosning- ar í ýmsar nefndir, kosning for- seta, varaforseta, skrifara bæj- ars t j órnar, hæ j arráðsmanna, endurskoðenda bæ j arreikning- anna o. s. frv. Enn fremur kem- ur fyrir fundinn „frumvarp að reglum um tilhögun á fram- kvæmd framfærslumála í Reykjavík.“ Aflasala. Venus seldi 1400 vættir af ís- fiski í gær fyrir 1102 sterlings- pund (no.). Gengið í dag: Sterlingspund ...... Dollar ............. 100 ríkismörk....... — franskir frankar — belgur ........ — svissn. frankar — lirur........... — finsk mörk ... — pesetar ....... — gyllini ....... — tékkósl. krónur — sænskar krónur — norskar krónur — danskar krónur GuIIverð isl. krónu er nú 49.28. Fermingarbörn komi i dómkirkjuna til síra Friðriks Hallgrimssonar fimtu- dag kl. 5 og til sira Bjarna Jóns- sonar föstudag kl. 5. Slökkviliðið var kvatt vestur á Hauks- hryggju í gær. Var talið, að kviknað hefði í vi laskipinu Her- móði, en svo var eklci. Voru menn þar að verki, að þiða klaka úr pipu með gaslampa. Karlakór Reykjavíkur sýndi „Alt I4eidelherg“ í fyrsta sinní gærkveldi við mikla aðsókn og ágætar viðtölcur. Leikurinn var úti seinna en æskilegt væri, en slíkt hendir oft við fyrstu sýningu og lagast siðar, er leikendur æfast betur. Vatnsskortur'/ B óöj ár VGí’kfr æðingur varar fólk við þvi að eyða vatni í ó- hófi og liótar viðurlögúin sam- kvæmt gildandi lagafyrirmæl- um, ef út af er hrugðið. Það éi' auðvitað sjálfsagt að verða við áskorun verkfræðingsins. En livernig er það ? Getur hugs- ast að vatnsveita hæjarins sé svo órífleg nú þegar, að hún þoli það ekki, að vatn sé látið streyma næturlangt í fáeinum húsum? Mér skildist á því„ sem hlöðin fluttu á sínum tíma um viðhótina síðustu, að liún væri svo „við vöxt“, að duga mundi lengi, þó að bærinn stækkaði og fólkinu fjölgaði, svo að tugum þúsunda skifti. Og' þær upplýs- ingar hafa sjálfsagt verið réttar. — En — meðal annara orða — þegar ég geklc fram hjá Austur- velli kl. um 4% í gær, streymdi vatn þar viðstöðulaust úr vatns- hananum, engum til gagns. Það fanst mér óþörf eyðsla. Borgari. Farsóttir og manndauði i Reykjavik vikuna 22. dcs. 1935—4. jan. 1936 (í svigum tölur næstu viku á undan). Hálshólga 29 (43). Kvefsótt 98 (81). Iðrakvef 10 (10). Kvef- lungnabólga 2 (1). Taksótt 1 (0). Skarlatssótt 1 (0). Hlaupa- hóla 4 (0). Munnangur 0 (1). Ristill 0 (1). Mannslát 8 (5). — Landlæknisskrifstofan. (FB). Farsóttir og manndauði í Reykjavílc vikuna 5.—11 jan. (í svigum tölur næstu viku — 22.15 — 4.42 — 180.07 — 29.67 — 75.50 — 146.05 — 37.10 — 9.93 — 61.97 — 303.82 — 18.88 — 114.36 — 111.44 — 100.00 á undan): Hálsbólga 31 (29). Kvefsótt 112 (98). Gigtsótt 1 (0). Iðrakvef 12 (10). Kvef- lungnabólga 4 (2). Taksótt 1 (1). Skarlatssótt 0 (1). Hlaupa- hóla 3 (4). Heimakoma 1 (0) Mannslát 8 (8). — Landlæknis- skrifstofan. (FB). Skafífellingamót, sameiginlegt fyrir austur- og vestur- Skaftfellinga, verður haldið í Oddfellow-húsinu fimtudaginn 20. þ. m. og liefst með borðhaldi kl. 8 síðdegis. Farsóttatilfelli á öllu landinu i desember- mánuði síðastliðnum voru 1606 talsins, þar af 739 í Reykjavík. 362 á Suðurlandi. 129 iá Vestur- landi. 309 á Norðurlandi og 67 á Austurlandi. Kvefsóttartilfell- in voru flest eða 873 á öllu land- inu (409 í Rvík), þar næst kverkahólgu og iðrakvefstilfelli (392 og 173 á öllu landinu). Barnaveikistilfelli voru 26, þar af 1 í Reykjavík, 5 á Suðurlandi, 18 á Vesturlandi og 2 á Norður- landi (ekkert á Austurlandi). Inflúensutilfellin vox-u 5, 4 á Suðurlandi og 1 á Norðurlandi. Kíghóstatilfellin voru 16, 7 á Vesturlandi og 9 á Norðurlandi. Mænusóttartilfellin voru 28, 5 á Suðurlandi, 17 á Norðurlandi og 6 á Austurlandi. — Land- læknisskrifstofan. (FB.). Peningagjafir til Vetrarhjálpar- innar: Starfsfólk Rafmagns- veitu Reykjavíkur 207 kr„ starfsfólk Alþýðubrauðgerðax-- innar 77 kr„ P. E. 25 kr„ starfs- fólk Sláturfélags Suðurlands 93 kr. — Kærar þakkir. F. h. Vetr- arhjálparinnar, Stefán A. Páls- son. Kristinboðsfélag kvenna heldur fund á morgun. Hitt og þetta> Bola-Gísli. Árið 1690 hjó að Hugljóts- stöðum á Höfðaströnd í Skaga- firði bóndi sá, er Gísli hét, en ekki er þess getið hvers son hann var né livaðan kynjaður. — Gísli þessi var kvæntur og segir „Mælifellsannáll“ þannig frá afdrifum konu hans og stór- inensku Gísla: „Kona hans gekk til fjár um kveldið; á veg fyrir hana kom graðungur af öðrum hæ; hann réðst á konuna og lagði undir og gekk loks af henni dauðri. Heimti Gisli, hóndi konunnar, bætur fyrir hjá manni þeirn, er nautið álti; hann kvaðst mundu gefa Gísla graðunginn; hefði hann fyrir- farið sjálfunx sér, en eigi meiru. Gísli lét sér það líka, skar hola og át sjálfur, og þóttist vel liafa veitt. Var hann siðan kallaður Bola-Gísli eður Gísli boli.“ Atvinnuleysi á Spáni. Fram að þessu hefir Spánn að jafnaði haft fjölda xitlend- inga í hálaunuðum stöðum, að- allega verkfræðinga, en nú hefir verkfræðingafélagið spænska, ásamt fleiri félögum, liafist handa uni að hæta lir þessu. Ilafa félögin sent stjórninni skýrslu um þetta, og segir í lienni, að um 600 af hinunx hcst verkfræðilærðu möiinum landsins gangi nú atvinnulausir, vegna þess live margir Frakkar og Þjóðverjar liafi þar verk- fræðistöður. Auk þess sé þess- unx útlendingum greidd miklu liærri laun, en Spánverjar fengi ef þeir væri í stöðunum, t. d. fái einn þeirra 43000 dollara laun á ári. Vinna útlendingarnir aðal- lega við jái'nbraxitir, námur og efnaverksmiðjur. Útlendingar fá fremur vinnu en Spánverjar sakir þess, að þeir ei'u miklu duglegri og fúsari á að vinna líkamlega vinnu en Spánverj- arnir. Áskriftarlistar liggja frammi í versl. Vík, Laugavegi 52, Parisarbú'ðinni, Bankastræti 7, Kaupfélagi Reykja- víkur, Bankastræti 2 og á skrifstofu iðnsambandsins, Suðurgötu 3. Aðgöngumiðasala verður á sömu stöðum. Forstöðunefndin. K. F. U. M„ A.-D. Á morgun kl. 8y2 síðd. flytur hr. vélstjóri Viggo R. Jessea erindi um för sina til Palestinu, í stóra salnuni í húsi K. F. U. M. Allir velkomnir, koxxur senx karlar. Hugprúður hvolpur. Mannýgt naut réðist nýlega að börnurn í sveitaþorpi einxi í UngVerjalandi. En áður en holi cnæði þeim, koni hvolpur af f jár- hundakyni i veg fyrir liann og þvældi bola svo og þreytti, að hamx sá sitt óvænna og sxxeri undan. Rak seppi bolann þvi xxæst lieiixx. Hvöípurinn var að eins tæpra 6 mánaða gamall. Yfirvöldunum fanst svo mikið til um vit og lxugprýði rakkans, að þau úrskurðuðu að eigend- xxrnir skyldxx aldrei horga af honunx skatt. Fundiar i kvöld í kaupþingssalnum kl. 8%. Á dagskrá ýms félagsmál. Fjölmennið! STJÓRNIN. Sreska þingið kom saman á fund í gær. Boðskapur frá Edward VIII. var lesinn upp. London, 4. febrúar. Breska þingið konx saman á fund í dag á ný og var lesinn upp boðskapur frá Edward 5TII. í boðskap þessum kvað konung- ur telja sér skylt að varðveita frelsi þjóðarinnar og efla vel- ferð allra stétta þjóðfélagsins. (United Press. — FB.). %

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.