Vísir - 11.04.1936, Qupperneq 3
VISIR
Krýning
Kpistjáns
sjötta.
Hér segir frá því, er Kristján
Danakonungur var kórónað-
Ur> 6. júni 1731. — Má ætla að
sumum þyki ekki allskostar
ófróðlegt að kynnast þvi að
nokkuru, hvernig atliöfn þessi
hefir fram farið og þó einkum
lýsingunni á veisluhöldunum í
sambandi við hana, enda varpar
Hásögnin nokkuru Ijósi á siðu
°g hætti þeirrar tíðar:
,.Þann 6. júnii framfór á
Prederichsborgarsloti krýning
vors allranáðugasta konungs
Christians sjötta og hans drottn-
ingar, Sophiæ Magdalenæ,
kiarkgreifinnunnar til Branden-
horg, með svo stórri prakt og
''irðingu, sem ekki verður í
stuttu máli frá sagt. Næsta dag
áður meðtóku bæði kóngur-
inn og drotningin altarins sacra-
mentun með mikilli guð-
bræðsiu af þeirra confessario,
herra Jóhann Frauen. Krýning-
arvigsluna gerði biskupinn af
Sjólandi, lierra Christian
Worm, og honum til aðstoðar
Voru: Mag. Pétur Hersleb, bisk-
Upinn af Cliristiania í Noregi,
og herra Frantz Thestrup, bisk-
npinn af Aalborg á Jóttandi.
Þar voru viðstaddir flestir hin-
m stærstu herrar í rikinu og
framandi gesantar. Eptir krýn-
inguna voru margir slegnir til
riddara, og margir upþhafðir til
æðri stéttar og tignar, en þeir
liöfðu áður. Allur gangurinn yf-
ir slotsgarðinn lil kirkjunnar
var yfirklæddur með rauðu
klæði og á því gengið til kirkj-
Unnar og frá hénni aptur, á
hreidd 4 álnir. Eptir krýninguna
var hatdið forkostulegt gesta-
hoð. í einum sérlegum sal sátu
til borðs alleinasta konungurinn
og drottningin; honum til hægri
handar sat hans systir, prinsessa
kharlotta Amalía, þá 25 ára;
órottningunni til vinstri síðu
sat Sophia Iledevig, kóngsins
syslir, en þvert yfir frá kongin-
l|m sat markgreifinnan Sopliia
Chrislina, drottningarinnar
Otóðir, þá 65 ára gömul; eigi
voru fleiri persónur þar borð-
sitjandi. Fyrir borði þjónuðu
hinir helstu herramenn, en
horðsálminn fyrir og eptir las
hóngsins confessionarius, stand-
9odi fyrir framan borðið. I öðr-
sal voru borð fyrir tólf per-
sónur; við það sátu furslalegar
hersónur og binir æðstu em-
hmttismenn. í hinum þriðja var
horð fyrir 40 persónur, hvar
aðrír helstu menn og herrafrúr
v°ru tracteraðar, og í öðrum
sk>ðum ótal fleiri, eftir sérlivers
standi og virðingu. Áðurnefnd-
,iro 3 biskupum og slotsprestin-
11111 var höfðinglega veitt í sal
llf af fyrir sig. Bæði meðan
hvýningin og máltíðin yfir stóðu
hljóniuðu aliskonar liljóðfæy,
,noð ^ aðskiljanlegri sætustu
niusica og pipnasöng. Eptir
hiáltíðina?
nær klukkan var liér
1,111 7 uni kveldið, var á stórum
Hutningavagni færður heill uxi,
steiktur, með margslags fugla
1*8 villibráð uppstoppaður og
'citur, yfjr slotsplássið yzt á
Sarðinn. Þar voru og uppreistir
^’eir forkostulegir stólpar, á
^verjum sátu tveir forgyltir
^Vanir, en fram af þeirra nefj-
^ rann bæði rautt vín og hvítt
J*1 nokkrar stundir. Þelta
arttveggja, ásamt öðrum vist-
J);r’ var gefið almenningi og
Unum til snæðings, svo af
át og drakk hver sem
l,rh og hann náði til, jafnvel
f . hlóðugum fingrum, þá
h^ið höfðu nokkuð í kollinn.
benn
'óeð
Alt það rauða klæði, sem á var
gengið til kirkjunnar, var og
gefið almenningi; rifu bænd-
urnir það i stykki og hrifsaði
hver sem gat. Þar með var og út
kastað stórri peningasummu í
millum þeirra, en þeir vel rúss-
aðir (þ. e. fullir) hrömsuðu
slikt, sem hver náði til með á-
flogum og ýmsum keskilátum.
Upp á þetta horfði herskapur-
inn og henti gaman af. Þessi
krýningardagur kongsins og
drollningarinnar var og víða
haldinn í ríkjunum hátíðlega,
með stórum gleðskap, lukku-
óskum, fagnaðarræðum og
hljóðfæri, nefnilega í Viborg,
Aalborg, Helsingjaeyri, og jafn-
vel af Gyðingum í Altona og
Hamborg; héldu í því nafni bæn
í sinni synagoga eður samkundu
og sungu Te Deum á hebresku.
Þó var þetta livergi gert stór-
mannlegar eður praktuglegar
heldur en í Cliristiania i Noregi
af statsholdaranum Ditlev
Wibe, með margskyns hinum
snotrustu ærubevisningum“.
Hreindýr
veslast upp og deyr í búfjár-
högum.
Björn Guðmundsson á Lóni i
Kelduhverfi skýrir frá því í sið-
asta hefti „Náttúrufræðingsins“,
að eftir illviðrið mikla 26.—27.
október 1934 liafi hreindýr
fundist í liagagirSingu, sem bæ-
irnir Keldunes og Eyvindar-
tunga þar i sveit eiga í samein-
ingu.Muni hreinninn liafahrökl-
ast yfir girðinguna í illviðrinu
og sé ekki víst að hann hafi orð-
ið liennar var, enda liafi hún á
sumum stöðum verið á kafi í
snjó. — Dvaldist nú hreinninn í
girðingunni vetrarlangt og leið
vel, að því er séð varð.
Þegar voraði og umferð- varð
meiri um hið girta svæði, kom
i ljós, að hreindýr þetta var svo
gæft, að menn komust hæglega
í námunda við það. Þegar snjóa
léysti, gerði vatnslítið sunnan
lil í girðingarsvæðinu og leitaði
])á dýrið norður á bóginn og
kom stundum nálega heim að
túni í Keldunesi.
Um vorið lcreptu tveir að-
komumenn að dýrinu i einu
liorni girðingarinnar og hljóp
það ])á létlilega yfir girðinguna,
en hún mun vera allhiá. Var það
])á komið í annað „girðingar-
hólf“ og var þar meira land-
rými og gróður fjölbreyttari. —
Hreinninn varð nú fyrir
meira ónæði í þessu nýja „girð-
ingarhólfi“, enda umferð miklu
meiri að vori og sumri. Gerðisl
hann nú varari um sig en verið
hafði og slyggari. Lagðist til
sunds yfir á nokkura, er þarna
fellur, og hljóp yfir girðingar
hvar sem var, er svo bar undir.
En aldrei komst hann þó út úr
girðingunni, þar sem heiða-
flæmin blöstu við, heldur fór úr
einu „hólfinu” í annað.
Sumarmánuðina hélt dýrið
sig allmikið á mýrlendi norðan
til í girðingunni, en er liaustaði
leitaði það suður á „mólendlð“.
— Virtist það heilbrigt og í fullu
fjöri fram á haust.
En laust fyrir miðjan októ-
ber s. 1. fanst það dautt „æði-
spöl suður af svokölluðum
Vatnsbæjum (Víkingavatn o.
fl.) þar sem heita Hesthólar.
Var það nýlega dautt, er menn
fundu það.“
B. G. fór sjálfur og athugaði
hræið. Ivom þá i Ijós, að dýrið
hefði verið sár-magurt. Mátti
hclst „líkja“ holdafarinu „við
gamalær-hold, er skepnan hef-
ir lengi veslast upp af einhverri
uppdráttarsýki. Svo magurt var
það, að hvergi sást votta fyrir
minstu veru af fitu, hvorki í
kjöti né i lioldinu, t. d. kringum
hjartað eða nýrun“, segir B. G.
— En þess sáust glögg merki,
að það hefði þjáðst af maga-
veiki eða meltingarsjúkdómi
einhverjum. Og lítils mun það
hafa neytt síðustu sólarhring-
ana, því að i maganum var að
eins örlítið af smákvisti og
lyngi. —
Hreinn þessi virtist tveggja
eða þriggja vetra (karldýr). —
B. G. giskar á, að hann hafi
smitast af einhverjum þcim
sjúkdómi, sem nú þjáir sauðfé
og verður því að bana. —
—o—
Eins og kunnugt er, hefir vet-
ur sá, sem nú er senn á enda,
verið nauðamikill og snjóþung-
ur norður þar og víðar um land.
En eklci liafa borist hingað
neinar fregnir um það, að lirein-
dýr liafi leitað af öræfum til
bygða. Hefir það þó löngum
verið háttur þeirra, er að hefir
krept hið efra. En vera má að
snjóléttara sé nú á heiðum og
öræfum upp af Þingeyjarsýsl-
um og Múlasýslum, lieldur en í
bygð og með sjó fram. Slikt
hendir stundum, að sögn.
Eða munu nú hreindýr al-
dauða hér á landi eða nálega
aldauða, er þeirra verður hvergi
vart ?
Næsta blað Vísis
kemur út þriðjudaginn 14.
þéssa mánaðar.
Páskamessur.
í dómkirkjunni:
Kl. 8 á páskadagsmorgun,
síra Friðrik Hallgrímsson. Kl.
11, síra Bjarni Jónsson. Kl. 2,
dönsk messa, síra Bj. J.
Ivl. 11 á annan, síra Bjarni
Jónsson (altarisganga). Kl. 5
barnaguðsþjónusta, sira Fr. H.
í frikirkjunni kl. 8 f. h. og kl.
2, síra Árni Sigurðsson.
í frikirkjunni i Hafnarfirði
kl. 2, sira Jón Auðuns.
Messur 2. páskadag:
í fríkirkjunni kl. 5, síra Árni
Sigurðsson.
Barnaguðsþjónusta
verður í Laugarnesskólanumá
páskadag kl. 10. Utanskólabörn
þurfa heilbrigðisvottorð.
Veðrið í morgun:
lliti um land alt. I Reykjavík
8 stig, Bolungarvík 9, Akureyri
6, Skálanesi 0, Vestmannaeyj-
uin 7. Sandi 8, Kvígindisdal 7,
Hesteyri 6, Gjögri 7, Blönduósi
7, Siglunesi 9, Grímsey 4, Rauf-
arhöfn 4, Skálum 4, Fagradal 3,
Hólum í Hornafirði 8, Fagur-
hólsmýri 9, Reykjanesi 8. Mest-
ur hiti hér í gær 9 stig, minstur
7. Úrkoma 1,5 mm. Yfirlit: Hæð
yfir íslandi og fyrir austan land,
ien grunn lægð fyrir vestan.
Horfur: Suðvesturland, Faxa-
flói, Breiðafjörður, Vestfirðir:
Sunnan og suðvestan gola. Dá-
lílil rigning eða þokusúld. Norð-
urland, norðausturland, Ausl-
firðir, suðausturland: Iiæg suð-
vestan átt. Þurt og víðast bjart
veður.
Alt Heidelberg ;
verður sýnt á alþýðusýningu
í Iðnó á annan i páskum. Sjá
augl.
Næturvörður
er næstu viku í Laugavegs
apóteki og Ingólfs apóteki. v
Dr.Niels Nielsen
kom í morgun
I lok nastu viku gengnr hann á
Vatnajðknl við fjórða mann og
sest að við Grimsvötn.
„Allir nalifandi jardfrædingar beina
atliygli sinni til Vatnajök.uls“, segir
dr. Niels Nielsen.
Frú
Sigríðnr Jðnsdðttir,
prófasts Sveinssonar á Akra-
nesi, ekkja Konráðs heitins
Konráðssonar læknis, sem lát-
inn er fyrir nokkurum árum,
andaðist í Landspítalanum að-
faranótt 9. þ. m.
Happdrættið.
Vegna bænadaganna liófst
dráttur siðar í dag en venja er
til, eða kl. 4 í stað 1.15. Afleið-
ing þessa er sú, að Vísir getur
ekki birt skrá yfir vinningana
að þessu sinni, því að það mundi
seinka útkomu blaðsins meira
en fært þykir, ef beðið væri eft-
ir úrslitunum. Vinninganúmer-
in verða skráð á spjöld og sett
i glugga Skóverslunar Stefáns
Gunnarssonar jafnóðum og
drátur fer fram.
Ferðafélag Islands i
fór á Skirdag skemtiferð í
Fossvog og Elliðaárvog og voru
þátttakendur um 45 talsins.
Skýrði Jóliannes Áskelsson
jarðfræðingur fornar jarðmenj-
ar á þessum stöðum og var liinn
mesti fróðleikur að. — Á 2. dag
páska verður farin bílferð á
Reykjanes og verða menn að
tryggja sér farmiða í þá ferð
fyrir kl. 5 i dag, á afgreiðslu
Fálkans í Bankastræti. Sama
dag kl. 1 verður gengið vestur á
Seltjarnarnes og verður Gunn-
steinn hreppstjóri Einarsson í
Nesi leiðsögumaður í þeirri
ferð. Ferðin er ókeypis og þátt-
takéndur hittast á Lækjartorgi.
Sundhöllin á Álafossi.
Um páskana ættu menn og
konur að notfæra sér simdhöll-
ina á Álafossi. Hún er hrein,
mátulega he'it, og einkar heil-
næm. Þ.
Mozartskvöld
í Kvennaskólanum. Síðastl.
miðvikudagskveld var haldið
Mozartskvöld í Kvennaskólan-
um. Skólakórinn söng aðallega
lög eftir þetta tónskáld undir
stjórn söngkennarans, ungfrú
Jóhönnu Jóhannsdóttur söng-
konu. Ennfremur söng ungfrú-
in lög eftir Mozart, en frú Þor-
björg Ilalldórs frá Höfnum
spilaði á píanó. Baldur Andrés-
son cand. tehol. flutti og erindi
um tónskáldið. Var gerður góð-
ur rómur að skemtuninni, enda
vel til hennar vandað.
Frummynd að altaristöflu
sýnir J. Ilalldór Runólfsson,
Laugaveg 67, í glugga Flóru,
Austurstræti 1. Er frummynd-
in gerð af Halldóri haustið 1931
Verður hún sýnd yfir hátiðis-
dagana og ættu sem flestir að
sjá hana. K.
Skipafregnir:
Brúarfoss kom frá Breiða-
firði og Vestf jörðum í fyrradag.
Dettifoss kom í gærmorgun að
norðan og fer i kvöld áleiðis
lil útlanda. Selfoss kom frá
Gautaborg á skírdag með timb-
urfarni. Gullfoss kom frá út-
löndum í morgun. Goðafoss fer
frá Hull í dag áleiðis til Vest-
mannaeyja. Lagarfoss er á leið
lil Leitli frá Kaupmannahöfn.
Lyra fór héðan á skirdag. Kola-
skip kom til Alliance á sldrdag.
Kolaskip kom í gær til Kveld-
úlfs. Esja var á Seyðisfirði í
gær. Laxfoss kom frá Borgar-
nesi í gær.
Útvarpið í dag:
19,10 Veðurfregnir. 19,20
Hljómplötur: Rússneskir kórar.
19,45 Fréttir. 20,15 Upplestur
og söngur (til kl. 22,30).
Dr. Niels Nielsen kom liing-
að til Reykjavíkur í morgun
með e.s. Gullfoss til að liefja
nýjan Vatnajökuls-leiðangur. í
för með honum er ungur vís-
indamaður, Arne Noe-Nygaard,
sem undanfarin 6 ár hefir feng-
ist við jarðfræðisrannsóknir á
austanverðu Grænlandi, og
einnig rannsakað nokkuð af
steinum, og öðrum jarðvegs
myndunum, sem Dr. Niels
Nielsen hafði með sér heim til
Danmerkur úr Vatnajökulsleið-
angri sinum 1934.
Hér í Reykjavik slæst þriðji
maður með í förina, en það er
Jóliannes Áskellsson, jarðfræð-
ingur, — og munu allir þessir
vísindamenn leggja upp i nýjan
Vatnajökulsleiðangur í, lok
næstu viku.
Hygst dr. Nielsen að hafa
fyrst í stað aðsetursstöð sína við
Grímsvötn, í Vatnajökli, og at-
huga þar jarðlagamyndanir.
Hann segir: Það er sérstaklega
tvent sem gerir, að Vatnajök-
ull er betur til rannsókna fall-
inn en nokkurt annað fjall í
heimi. í fyrsta lagi bregður
hann upp nýju ljósi um jökul-
breiðu þá er eitt sinn lá yfir
öllum Norðurlöndum, norður-
hluta Þýskalands, Holland og
Bretlandseyjar — og í öðru
lagi er það liin frábæra aðslaða
til að mæla hitaútstreymi eld-
gosa. Og er það sérstaklega hið
síðarnefnda sem beinir augum
allra núlifandi jarðfræðinga
Útvarpið á páskadag:
8.00 Messa í Dómkirkjunni
(síra Friðrik Hallgrímsson).
10,40 Veðui-fregnir. 11,00 Messa
í Dómkirkjunni (síra Bjarni
Jónsson). 14,00 Tónleikar
(plötur): Beethoven: a) Píanó-
konsert, nr. 1; b) Sjöunda sym-
fónía. 20,00 Tónleikar: Tónverk
eftir Rossini, Bizet, Chopin og
Joh. Svendsen (plötur).
Útvarpið á annan í páskum:
10.40 Veðurfregnir. 10,50
Morguntónleikar (kammermú-
sík): Kvartett i Es-dúr og kvint-
ett i C-dúr, eftir Schubert (plöt-
ur). 12,00 Hádegisútvarp. 15.00
Miðdegistónleikar frá Hótel Is-
land. 17,00 Messa í Fríkirkjunni
(síra Árni Sigui'ðsson). 18,30
Barnatimi (Nemendur Verslun-
arskólans skemta). 17,10 Veð-
urfregnir. 19,20 Islensk kórlög
(plötur). 19,45 Fréttir. 20,00
Leikrit: Söngleikurinn „Alt
Heidelberg“ (Ivarlakór Reykja-
víkur. Leikstjóri Har. Björns-
son. Hljómsveitarstjóri: Þór.
Guðmundsson). 22.30 Danslög
(til kl. 24).
K. F. U. M.
Páskadag: Kl. 10 f. h. Sunnu-
dagaskólinn. Kl. lr/2 e. h. Y. D.
Kl. 2 e. h. V. D. Kl. 8r/2 e. h.
U. D.
FYRIRLESTUR flytur Art-
hur Gook í Varðarhúsinu 2. í
páskum kl. 8.30 e. li. Efni:
„Hvað sannar upprisa Krists?“
(354
hingað. Við Vatnajökul er það
einsdæmi, að eldstöðvarnar, eða
útbrot eldsins, liggja undirsjálf-
um jöklinum, svo um leið og
eldgos verður fer rnikill hluti
af orku eldsumbrctanna í að
bræða jökulinn. Á þenna hátt
binst hitinn, þvi það þaxf á-
kveðinn liita til að bræða ákveð-
ið rúmtak af is — en út frá því
er svo mælt hitamagn og orka
eldsupptakanna.
I lok næstu viku ætla leið-
angursmennirnir að ganga á
jökulinn og leggja upp frá
Iválfafellsstað. Fylgdarmaður
þeirra verður Jón Pálsson frá
Seljalandi í Fljótshverfi.
Þegar rannsóknunum við
Grímsvötn verður lokið, sem
dr. Nielsen taldi sennilegt að
yrði i byrjun júni, fer magister
Nygaard austur i Öræfi til að
rannsaka jökulbrúnir en Niel-
sen ætlar að rannsaka upptök
Skeiðarár. Taldi lxann þvi lík-
legt að þeir mundu ekki koriia
liingað til Reykjavikur fyr en i
júlí, eða jafnvel seinna.
Og því leggið þér, svo árla
árs, upp í svo langa og ex-fiða
ferð sem þessa? spurðum við
blaðamennirnir, sem liittum dr.
Nielsen í herbergi hans á Hótel
ísland, í morgun.;
— Það gerir jökulbrúnin —
liún er bæði hættuleg og erfið,
einkum þegar útiá líður. Við
höfum líka mikinn farangur,
sem við verðum að hafa með-
ferðis. — quis.
j I4JÁLPRÆÐISHER1NN. Sam-
komur á morgun: Kl. 11 f. h.
hátíðasamkoma; kl. 2 e. h.
sunnudagaskóli, kl. 4 e. li. úti-
samkoma á Lækjartorgi, ef veð-
ur leyfir, kl. 8 fórnarsam-
koma. — Á annan i páskum:
Þakkarhátið. Demonstration:
Fylg þú mér. (342
Heimatrúboð leikmanna,
Hverfisgötu 50. Samkomur um
páskana: Páskadag: Bæna-
samkoma kl. 10 f. hád. Barna-
samkoma kl. 2 e. h. Almenn
samkoma kl. 8 e. h. — 2. páska-
dag: Almenn samkonxa kl. 8
e. h. —- Í Hafnarfirði, Linnets-
stíg 2: Páskadag: Almenn
samkoma kl. 4 e. h. — 2. páska-
dag: Almenn sanikoma kl. 4
e. h. — Allir velkomnir! (327
FYRIRLESTUR flytur Sæm.
G. .Tóhannesson í Varðarhúsinu
i kvöld kl. 8^2 e.li. Efni: „Sann-
arlega ert þú sonur guðs!“
(355*
BETANÍA. Samkoma á 2.
páskadag kl. 5 e. h. Ungt fólk
annast sanxkomuna. Ræða,
söngur og vitnisburðir. Allir
velkomnir. Engin samkoma á
páskadag. (347
ZIONSKÓRINN beldur sam-
komu í Varðarhúsinu Páska-
dagskvöld kl. 8]á. Ræðumenn:
Ástráður Sigursteindórsson,
stud. theol. Efni: Sigur uppris-
unnar. Siguringi Hjörleifsson,
kennari. Efni: Hlustar þú eft-
ir guði. Fjölbreytfur söngur.
Allir velkomnir. (343