Vísir - 18.04.1936, Blaðsíða 3

Vísir - 18.04.1936, Blaðsíða 3
VISIR Ingibjörg Jensctóttir | frá Spákonufelli. Hún andaöist í sjúkradeild Eililieimilisins hér í bænum 7. þ. m., eftir langvinnan lasleika og ðrðuga legu síðustu mánuð- ina. — j Ingibjörg heitin var fædd að Spákonufelli í Húnavatnssýslu 12. janúar 1870 og varð því 66 ára og þrem mánuðum betur. Foreldrar hennar voru bin dug- miklu og merku Spákonufells- lijón: Steinunn Jónsdóttir, frá Iiáagerði á Skagaströnd, og Jens Jósefsson. Steinunn á Felli var ein hinna mörgu Háagerðis- systkina, en þau voru 12, er full- orðinsaldri náðu. En Jens var einn af þremur Spákonufells- bræðrum, er allir voru miklir dugnaðarmenn og búliöldar. Hinir tveir voru þeir Jakob á Árbakka, alkunnur maður á sinni tíð — og lengi sýslunefnd- armaður í Vindhælishreppi - og Jóliann, bóndi á Spákonufelli og síðar á Finnsstöðum á Skaga- strönd. Þeir bræðurnir kvænt- ust sinni systurinni bver, dætr- um Jóns bónda í Háagerði. — Ingibjörg var elsta barn l>eirra Spákonufellshjóna. Hin voru þau Jósef, gagnfræðingur, dáinn í föðurgarði 35 ára gam- all, ókvænlur og barnlaus, og Jensína, gefin Benedikt Frí- manni Magnússyni, búfræðingi úr Ólafsdalsskóla. Bjuggu þau hjón. á Spákonufelli um skeið (1908—1925), en fluttust þá lil Reykjavikur og liafa dvalist bér síðan, alt af á sama stað, Grund- arstíg 3. — , Ingibjörg sáluga var af dug- legu óg rnerku fólki komin i báðar ættir. Hefir það flest ver- ið ráðdeildarsamt og liyggið, m. a. í fjármálum. Hún ólst upp í góðum foreldrabúsum, ásamt systkinum sínum og vandist allri eveitavinnu þegar í æsku. Hun dvaldist á Spákonufelli því nær Öslitið, uns hún fluttist suð- ur hingað með systur sinni og manni hennar, er þau brugðu búi'á Spákonufellivoriðl925.0g á beímili þeirra lijóna átti bún liéima það sem eftir var æfinn- ar, nema síðustu mánuðina, er hún dvaldist i sjúkradeild Elli- heimilisins, og þar andaðist hún, sem áður segir. — Þegar Ingibjörg sáluga var fyrir innan tvitugt, stundaði hún, ásamt systur sinni, frú Jensinu, nám i kvennaskólan- urn á Ytri-Ey, undir handleiðslu hinnar mætu forstöðukonu skóláns, frú Elinar Briem. Ann- ars var hún alt af hjá foreldrum sínurMi meðan þeim entist ald- ur, að undanteknu einu ári, er hún var á ísafirði, hjá þeim merku hjónum, frú Þórunni og Davíö Sch. Thorsteinsson, lækui. — Eflir andlát foreldra sinria var liún lönguiri í sjálfs- merisku á heimili systur sinnar og manris henriar. — Ingfbjörg heitiri var greind kona og vel að sér ger. Hún var hæglát og litt til þess hneigð, að láta mikið á sér bera. Hún var bókelsk og unni öllum fróðleik, en mestar hafði hún mætur á sagnfræði og ættfræði. Minnið var óbilandi og safnaðist henni mikiíl fróðleikur með lestri góðr'á bóka. — Trygglynd var hún »g vinföst og ráðdeildar- kona hin mesta, skyldurækin í bcsta lagi, trú yfir smáu sem stóru, reglusöm svo sem best iriá verða, vinnusöm og vand- virk. Voru slíkir eiginleikar með dygðum taldir af kynslóð þeirri, *om uppi var á bernsku- og ung- ^Ugsárum þeirra manna, sem bú gerast rosknir. — Ingibjorg sál. hafði það til, að vera glettin og gamansöm, en Loftsýn síra Jóna Eyjólfssonar í Hvammi í Norðurárdal. ( „Anno 1683, þann 24. Júlii, ferðaðist eg, Jón Eyjólfsson yngri, óverðugur Kristi þénari, heimleiðis undan Snæfellsjökli. ,Með mér var fullorðinn, frómur maður, Árni Guðmundsson, og pillur einn. En sem eg var kom- inn á fjörurnar fyrir lieiman Straumfjarðará, sá eg að kveldi l>ess dags um sólarlagsbil, sjón þá, er hér greinir: Fyrst sá eg að einliverju brá fljótt fyrir á vesturloftinu, en sem eg hugði að þvi gerr, þá var það skip undir segli og hélt til norðurs; það sýndist mér vera lágt í skýjunum, en ekki sá eg það nema um litinn tíma. Þar eftir, að liðinni góðri stundu, sá eg á norðurloftinu skip, álíka að stærð sem venjulegt kaup- far; það var hrímastrað. Jafn- framt þessti sá eg annað skip, nokkuð minna, ofar á loftinu, tvímastrað. Bæði þessi skip voru undir seglum, og sigldu svo sem með hægum byr austur eftir loftinu, og þegar eg hafði séð þau bæði góða stund, sá eg einn mann við það stærra skip- ið; bæði þau sýndust mér vera í skýjunum, eður svo sem bak við þau, því þar sem skýin voru þykk, sá eg þau ekki; en þar sem skýin voru þunn (greidd- ust sundur), sá eg þau. Síðan sá eg tvo menn á norðurloftinu á heiðríktun hinmi hvorn lijá öðr- um. Báðir voru í síðkjólum og horfðu livor til annars. Svo sá eg nokkra menn, 10 eða 12; einn sem var mitt á milli þeirra, var næsta ypparlegur ásýndar, á björtum klæðum siðum; hann var í stærra lagi, horfði til út- suðurs. Hér eftir sá eg 2 menn; báðir voru þeir ó kápum og spásseruðu eða sem gengu um gólf á norðurloftinu. Og undir eins sá eg tvo menn á austur- loftinu, sem riðu til suðurs, og einn mann á austnorðurloftinu hálfboginn með liár á höfði, var í stígvélum og hafði bagga á baki, undir hverjum mér virt- ist liann ekki geta rétl sig upp. alt var það í hófi, góðlátlegt og græskulaust. Annars mun sum- um hafa virst hún heldur ein- ræn í skoðunum. Og víst er um það, að hún hirti ekki um að troða annara slóðir. Hún elskaði settar-óðalið forna, Spákonufell, og mun alt af hafa saknað þess. Hún var eins og „gestur og framandi“ eða rótarslitin hrisla eftir að hingað var komið. Hún virtist ekki geta samrýmst umhverfinu hér né tíðaranda og undi því hag sínum miður en „heima á Felli“. Hún hrörnaði fyrir ald- ur fram, enda ekki búin að dveljast hér nema föein ár, er hún tók að kenna meins þess, er stöðugt ágerðist, þrátt fyrir miklar lækningatilraunir, og að siðustu dró hana til dauða. Síðustu 11 mánuði æfinnar dvaldist hún í sjúkradeild Elli- heimilisins, oft við mikla van- líðan. — Hún var orðin hvildar- þurfi, en allir vinir hennar og kunningjar mundu kosið hafa, að hún fengi að dveljast hér lengur og við góða heilsu. Húri verður til moldar borhi næstkomandi mánudag. Margir bæjarbúar, þeir er einhver kynni liöfðu af henni, munu — auk vina og vandamanna — heiðra minningu hennar með návist sinni við útförina. Þar eftir varð upp af bagganum sem hrauktjald, en þá liann livarf mér var í sama stað á loftinu eður undir hans mynd, ótlalegrar og forljótrar skepnu líking, liverri eg við ekkert kann að jafna, það séð hefi. Frá þessum manni hugði eg áður- greinda 2 menn, sem eg sá spásserandi, vikið liafa, líka svo lrina 2, sem til suðurs riðu. En jafnframt þessu sá eg óteljan- lega marga menn á norðurloft- inu, ýmislega klædda. Stundu síðar sá eg mann, stórvaxinn, höfðinglegan og svipmikinn á landnorðurs-loftinu og hafði (sá) liatt á höfði og liorfði til vesturs. — Undir vinstri hendi liéll hann á stórum -posa, að eg meinti, sem þó var mjór eður sem hogadreginn til beggja enda, en í hægri hendi hélt liann á vendi, hverjum hann liandaði að manni nokkrum, sem þá var nálægur, og breiddi við hakið, en ei sá eg vöndinn við hann koma. Eflir þetta sá eg mann- fjölda mikinn nær því um alt loftið, til austurs, vesturs, norð- urs og suðurs, og það góða stUnd. Svo gerði nrikla skúr: Eg var þá kominn ó ófanga á Núpuveri. Meðan á henni stóð sá eg livergi í beran hinrin, en að henni afliðinni, sá eg mann- fjöldann sem fyrr; nokkra sá eg halda á bókum, nokkra á bréfum, nokkra á klútum sín- um, noklcrir voru á prestabún- ingi, þó hinir væri langt um fleiri; einn var á hvítum slopp, einri liélt á bók, frammi fyrir hverjum maður stóð á hnján- um, svo sem undir aflausn. Einn mann sá eg setja kníf öðr- um fyrir brjóst; sá féll aftur á bak, en ei sá eg liann skaða fá af knífnum. Einn mann sá eg ganga sem í kring um fiska- stakk, einn sá eg klappa hundi, einn leiða sauð, einn strjúka naut. Nokkra menn sá eg á reið, líka á suðurloftinu nokkra liesta lausa, eitt naut, og enn eitt ferfætt dýr, ei ólíkt ljóni. En sem á leið nóttina, var fólk- ið flest stærra en eg áður sá, var og margt fyrirmannlegt; hvort heldur eg sá 2 eða 3 kvennsniftir, þó sína í hvert sinn, minnist eg ógerla, en við eina af þeim var mest haft. Þrjú skip sá eg um sólarupp- komuleytið; þau komu af vestri og liéldu sömu leið og hin fyrri, en livort það voru þau eða önn- ur vissi eg eigi, því eftir það þau skipin, sem eg fyrri só, voru komin, að eg meinti, í mið- morgunstað, sá eg þau ekki, og engin skip fyrr en nú þau komu af vestri. — Þetta sá eg alla nóttina og fram yfir sólar- uppkomu. Þá lagði eg mig til sefns, en sem eg vaknaði, sá eg samt í eður á skýjunum menn fara flokkum saman um loftið, flesta ríðandi og stærri en þá um nóttina og þá voru kvenn- sniftir nærri að sjá í hverjum flokki, sumstaðar ein, sumstað- ar tvær, sumstaðar fleiri, og það sá eg oftast nær út allan dag- inn. — Fyrgreinda sjón eður sýn sá og fyrnefndur frómur mann, Árni Guðmundsson, sem á ferð var með mér. Gæti hver sín, en guð vor allra í Jesú nafni!“ Skipaútgerð í Svíþjóð með ríkisstyrk. Sænska ríldsstjórnin hefir lagt fram tillögur um að ríkið styrki skipaútgerðina fjárliags- lega. Ráðgert er, að veita út- gerðarfélögunum stuðningslán úr útgerðarlánasjóði. -NRP— FB). Lincoln Ellsworth heidradur. Franklin Roosevelt afhendir honum gull- medalíu Landfræðifélagsins ameríska. — Ný- ir landfundir. Oslo 17. apríl. Samkvæmt símskeyti til Sjö- fartstidende var Lincoln Ells- worth landkönnuður og flug- maður í gær sæmdur gullmeda- líu Landfræðifélagsins amer- íska fyrir rannsóknir sínar á suðurpólssvæðinu. Franklin Roosevelt Bandaríkjaforseti af- henti honum heiðursmerkið. I fyrirlestri, sem Ellswortli flutti við þetta tækifæri, sagði hann, að hann þ. 23. sept. liefði lielgað Bandaríkjunum þann eina hluta linattarins, sem þjóðirnar ekki höfðu lagt undir sig. Landið kallar liann James W. Ells- wortlis land, í minningar skyni um föður sinn. Svæði þetta ligg- ur milli 80 og 120 gráðu vest- lægrar lengdar og er að flatar- máli um 350.000 ferhyrnings- milur. Strandlengjan er um 1000 nrilur enskar. I leiðangr- inu.m fundu flugmennirnir mik- inn íjallgarð, sem þeir nefna „Eternity Range“. Jafnframt hefir verið tilkynt, að hreski Graliamsleiðangurinn hafi fundið nýtt land suður af bækistöð sinni. Land þetta fundu flugmennirnir Rymill og Hampton. Það er nú sannað að Alexanderseyja er áföst við Grahamsland. (NRP—FB). Tyrkip fapa að dæmi Þjódveipja. Fregn frá Angora hermir, að tyrkneskt herlið hafi verið sent inn á afvopnuðu svæðin við Dardaneller- sund, en ákvörðun hér að lútandi hafi verið tekin á ráðuneytisfundi í Angora í yfirstandandi viku. Reyn- ist fregn þessi rétt, er komið nýtt alþjóðavandamál til sögunnar og samningshelgin hefir enn verið að engu virt. — London 18. april. Frá Angora berast þær fregn- ir, að tyrkneskt lierlið liafi sest að á hinum afvopnuðu svæðum við Dardanellersund, sam- kvæmt ákvörðun, sem tekin var á ráðuneytisfundi á fimtudag- inn í yfirstandandi viku. Fregn þessi vekur að vonum mikla undrun, því að samkvæmt gildandi samningum eru svæði þau, sem hér er um að ræða afvopnuð, og ekki var vitað annað en að Tyrltir mundu fara friðsamlegar leiðir til þess að fá afnumin þessi ákvæði um af- vopnun svæðanna. Hafa þeir sent Bretum orðsendingar hér að lútandi og tóku Bretar vel í að taka til athugunar, að samn- ingarnir yrðu endurskoðaðir. Mál þetta verður vafalaust rætt í ráði Þjóðabandalagsins, en Tyrkir eiga sem kunnugt er fulltrúa í ráði þess. (United Press—FB). Lygafregnir ítala. Þeir breiða út fregnir um, að Haile Selassie sé í þann veginn að segja af sér og sonur hans, ríkiserf- inginn, muni taka við. Þjóðabandalagsfulltrúi Abess- iniu I Genf segir, að þetta séu falsfregnir. Genf 18. april. Að undanförnu liafa borist ýmsar fregnir um það, að Haile Selassie Abessiniukeisan væri í þann veginn að segja af sér. Hefir þess og verið getið til, að sonur hans, ríkiserfinginn, mundi taka við, og alið á þvi, að milli þeirra feðga væri all- kalt, en ríkiserfingi mundi njóta stuðnings Itala. Fregnir hér að lútandi eru kornnar frá Rómaborg, en þær liafa ekki við neitt að styðjast. Woldemarlan, fulltrúi Abessin- iu i Genf, hefir lýst yfir því, að allar fregnir í þá átt, að Haile Selassie ætli að afsala völdun- um í hendur ríkiserfingjans, séu falsfregnir. (United Press— FB). Frá Alþing! í gær. Efri deild. 1. Frv. til l. um löggildingu verslunarstaðar í Hjarðardal í Önundarfirði. Samþ. og af- greitt sem lög frá Alþingi. 2. Frv. til l. um sérstalca dómþinghá í Djúpárlireppi í Rang. — Frv. samþ. og endur- sent til neðri deildar. 4. Frv. til I. um eyðingu svartbaks. Ein umr. Frv. samþ. og afgreitt sem lög frá Alþingi. 5. Frv. til l. um breytingu á 10. gr. tilskipunar um fjár- ráð ómyndugra á íslandi. 1. umr. — Frá allslierjarnefnd. — Frv. er flutt eftir ósk dóms- málaráðherra, og er þess efnis, að nema úr gildi 3. málsgr. 10. gr. nefndrar tilskipunar, sem veitir heimild til að veitagjald- frest á andvirði fasteigna, sem veðsett er fyrir fé ómyndugra, ef seldar eru á nauðungarupp- boði. Frv. var samþ. og vísað til 2. umr. 6. Frv. til l. um breyting á vegalögum. 3. umr. (atkv.gr.). Samþ. og afgreitt til Nd. 7. Frv. til l. um breyt. á lög- um um lax og silungsveiði. 2. umr. Frv. var samþykt og vís- að til 3. umr. 8. mál á dagskrá var um landssmiðjuna, sem enn á ný var tekið út af dagskrá. Neðri deild. 1. Frv. til I. um ráðstafan- ir til varnar því, að skipum sé leiðbeint við ólöglegar fisk- veiðar. 3. umr. — Tekið út af dagskrá. 2. Frv. til l. um breyt. á lög- um um brúargerð. 3. umr. Frv. var samþ. og afgreitt til Ed. 3. Frv. til I. um viðauka við lög um brunamál. 1. umr. Frv. var samþ. og vísað til 2. umr. og allsherjarnefndar. 4. Frv. til l. um breyting á lögum um Gjaldeyrisverslun og fl. 3. umr. Umræður urðu töluverðar. Eysteinn sagðist bkki ætla að setja fótinn fyrir frv. við þessa umr. Treysti þvi að liann gæti komið inn breyt- ingum við meðferð málsins í efri deild. Mintist á að gera þá hrejtingu, að setja inn í frv. ákvæði um að sækja yrði til gjaldeyrisnefndar um leyfi í hvert sinn, sem nota þyrfti gjaldeyri fyrir kolum, salti og olíu. Ennfremur að taka upp þau ákvæði, sem feld voru við síðustu umr., um eftirlit með. gjaldeyri ferðamanna út úr landinu. Jóliann Jósefsson svaraði liolium allrækilega og sýndi m. a. fram á, live núverandi stjórn setti fótinn fyrir sjávarútveg- inn, og það svo, að veiðarfæri vantar til að geta aflað gjald- eyrisins. Harin taldi og, að S. Í.S. myndi Iiafa sérréttindi hváð gjáldeyri snerti. Eysteinn reyndi að bera í bætifláka fyrir Sambandið, en kvaðst ekki liafa við höndina skýrslur um það. Sig. Kristjánsson tók i sama strenginn og Jóhann og sagði það berum orðum, að innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfum væri misbeitt, og færi það eftir því hvaða stjórnmálaflokki um- sækjendur tilhéyrðu. Eysteinn varð að viður- kenna, að S.I.S. fengi leyfi til þess að ráða gjaldeyri sínum til að borga þær skuldir, er það stofnaði í útlöndum, til þess að tapa ekki sínu dýr- mæta Iánstrausti. Jóliann benli honum á, að það væri fleiri en S.Í.S., sem hefði dýrmæt sambönd erlend- is og lánstraust, sem þeir ekki gætu notað. Umr. var frestað og málið tekið út af dagskrá. 5. Frv. til l. um breyting á lögum um bann gegn dragnóta- veiði í landhelgi, frh. 2. umr. Atkvgr. — 1. gr. var feld, og þar með var frv. fallið. Sameinað þing. Frv. til fjárl. fyrir árið 1937. Frh. 2. umr. (atkvgr.). Breyt- ingartillögur f járveitingar- nefndar voru allar samþykt- ar, en breytingartillögur frá ýmsum þingmönnum voru ým- ist feldar eða teknar aftur, nema tvær, er voru samþ., en þær eru þessar: Til bókasafns í Vestmannaeyjakaupstað 1000 kr. Til Ingólfs Daviðssonar, til búnaðarháskólanáms í plöntu- sjúkdómafræ()iv, 800 kr. Frv. visað til 3. umr. Næturlæknir er í nótt Kristinn Björnsson, Stýrimannastíg 7. Simi 4604. — Næturvörður í Laugavegs og Ingólfs apóteki. Farþegar á Dettifossi til útlanda: Magnús Blöndal', Sturlaugur Haraldsson, Þorst. Eiríksson, Sigriður Pétursdótt- ir, Frú Hulda Dungal, Ragnh. Jóhannsdóttir, Guðrún Brands- dóttir, Þórunn Pétursdóttir, frú Nanna Dungal o. fl. Útvarpið í kveld. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Þingfréttir. 19,45 Fréttir. 20,15 Leikrit: „Rakarinn í Sevilla“. eftir Beaumarchais (Nemendur Mentaskólans). 22,10 Útvaips- hljómsveitin (Þór. Guðm.): Gömul danslög. 22,35 Danslög (til kl. 24).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.