Vísir - 21.04.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 21.04.1936, Blaðsíða 2
VISIR ö> iteia «Ols m 4 Hrísgrjón Spönsk 4Ay pólepuð og ópóleruð. Sporting Cliewiíig Gum ljúffengt, drjúgl, ódýrt. Fæst hvarvetna. Ábessiniumenn fá enga bjálp eftir öllum líkum að dæma, því að svo horfir nú í álfunni, eftir að Þjóðverjar sendu her manns inn á Rínarsvæðin, að „stuðnings Itala er þörf Ráð bandalagsins gerði ekkert í gær nema að samþykkja áskorun til ítala að lokn- um umræðum, þess efnis, að binda enda á ó- íriðinn. London 21. apríl. Ráð Þjóðabandalagsins kom saman á fund í gær, eins og ráð hafði verið fyrir gert, til þess að ræða Abessiniustyrj- öidina, og samkomulagsumleit- anir um frið milli Ítalíu og A- bessiniu. Fundurinn hófst ár- degis og kom aftur saman síð- degis. Ræður fluttu fulltrúar ft- alíu og Abessiniu í Þjóðabanda- laginu, Boncour og Anthony Eden og fleiri. Lauk fundinum loks kl. 9.45 í gærkveldi með þeim árangri einum, að sam- þykt var eindregin áskorun til ítalíu um að binda enda á ófrið- inn. Ráðið hefir því ekki séð sér fært að taka til greina kröfur Abessiniumanna um aukna að- stoð, auknar refsiaðgerðir, og hernaðarlegar refsiaðgerðir eru ekki nefndar á nafn enn. Bendir ályktun sú, sem ráðið sam- þykti, ótvírætt til, að vegna hættunnar, sem friðinum í álf- unni er búin út af því að Þjóð- verjar sendu her manns inn á afvopnuðu svæðin í Rínarbygð- um, sé þörf stuðnings ítala, og komi því ekki til aukinna refsi- aðgerða gegn þeim. (United Press—FB). Alvarlegri horfur en simarið 1914 segir hermálaráðherra Breta, sem flytur harð- orða ræðu og ræðst á kirkjunnar menn og friðarv’ni og brigslar þeim um lævísi í friðar- baráttu sinni, sem af hafi íeitt, að menn fáist ekki lengur til sjálfboða-herþjónustu. London 21. apríl. Frá Manchester er símað, að hermálaráðherrann hafi haldið ræðu, sem hafi vakið allmikla eftirtekt. Ræðuna flutti hann á fundi, sem haldinn var til þess að efla áhuga manna fyrir því að ganga í landherinn sem sjálf- boðaliðar. í ræðu sinni komst hermálaráðherrann svo að orði, að horfurnar í álfunni væri al- varlegri en rétt áður en heims- styrjöldin háfst sumarið 1914. Ráðherrann var harðorður í garð kirkjuíeiðtoga og friðar- vina, því að af kenningum þeirra hefði ilt leitt. Brigslaði hann leiðtogum þessum um læ- vísi og vildi kenna þeim um, að baráttan til þess að fá menn til þess að ganga í herinn sem sjálfboðaliðar hefði ekki borið þann árangur, sem herstjórnin hefði gert sér vonir um. (Unit- ed Press—FB). Misheiting gjaldeyrislaganna. Það virðast nú allar liorfur á því, að frumvarp það, sem þeir Ólafur Tliórs og Sigurður Krist- jánsson fluttu á Alþingi um undanþágu frá gjaldeyrislögun- um, að þvi er tekur til innflutn- ings á nauðsynjavörum til út- gerðarinnar muni ekki ná fram að ganga, og hafði það þó, að því er virtist, orðið að sam- komulagi milli sjálfstæðis- manna og framsóknarmanna, að samþykkja frumvarpið með þeirri breytingu, að undanþág- an næði aðeins til kola, salts og olíu. Eins og kunnugt er, liafa soci- alistar á þingi lagst á móti frv. þessu af mikilli ákefð, og benda allar líkur til þess, að það séu sérstaldega hagsmunir olíufé- laganna, sem þeir beri fyrir brjósti. Ef frumvarpið næði fram að ganga, mundi af þvi leiða, að innflutningur á olíu yrði frjáls, og er þá vitað, að olíuverðið mundi lækka. Mundi um það fara svipað því, sem nú er orðið um bensínið. En verð á þvi liefir nú verið lækkað, sakir aulcinnar samkepni. Verð- ur þannig ekki um það deilt, að verðinu á þessari nauðsynja- vöru útgerðarinnar hefir verið haldið uppi með innflutnings- og gjaldeyrisliöftunum. Það má nú furðulegt heila, ef stjórnarflokkarnir áræða það, að lialda þannig áfram að níðast atvinnurekstri lands- manna í þágu erlendra auðfé- laga. Flokkar þessir hafa látið það í veðri vaka, að þeir bæri mjög fyrir hrjósti hag „smáút- gerðarinnar“. Að sjálfsögðu er nú engu minni nauðsyn á þvi að halda liinni svokölluðu „stór- útgerð“ uppi, því að ekki velt- ur minna á lienni hlutfallslega, fyrir alla afkomu þjóðarhú- skaparins. En núverandi stjórn- arflolckar munu líta svo á, að afkoma hennar varði flokks- liagsmuni þeirra minna, en af- koma smáútgerðarinnar, sem mikill fjöldi kjósenda í land- inu sé við riðinn og þeir liirða því síður um að gera nokkurar gælur við hana. Hinsvegar er nú sýnt, að gælur þeirra við smátútgerðina eru fláttskapur einn, og að hagsmunir liennar eru ekki virtir meira en svo, að þeir eru látnir lúta í lægra lialdi fyrir einkaliagsmunum gráð- ugra flokksmanna, sem ekki fyrirverða sig fyrir það, að lifa eins og snikjudýr á sliguðum atvinnuvegum þjóðarinnar. En þegar hagsmunir slikra manna eru í veði, þá er jafnvel ekki hikað við að misbeita neyðar- ráðstöfunum, sem talið er að ekki liafi orðið komist hjá að grípa til, þeim til liagshóta. Menn hugðu nú, að flokkur Héðins Valdimarssonar mundi verða einn um það, að slá skjaldborg um þessa hagsmuni. En mönnum hefir þó sést yfir það, að annað flokkur er til í landinu, ennþá lítilsigldari. Framsóknarflokkurinn hefir opinberlega viðurkent þá nauð- syn, sem er á því, að tryggja innflutninginn á brýnustu nauð- synjum útgerðarinnar, með þvi að láta útgerðarmenn fá frjáls umráð yfir erlendum gjaldeyri, til að greiða andvirði þeirra. En hann virðist nú liafa látið kúg- ast til að fórna þeirri nauðsyn alþjóðar, fyrir samstarfið við socialista. Og fyrir þetta samstarf sljórnarflokkanna er þá svo komið, að alt er í óvissu um það, livort innflutningur á kol- um og salti ekki lcann að stöðv- ast þá og þegar, því að gjaldeyr- isleyfum innflutnings- og gjald- eyrisnefndar treystir nú enginn erlendur seljandi, þó að veitt séu, sakir þess, að engin trygg- ing er fyrir því að við þau verði staðið. — Um oliuna er ef til vill öðru máli að gegna, ef að eins er trygt, að verðið á henni þurfi ekki að lækka. Alþini 1 gær. Efri deild. 1. Frv. til 1. um breyt. á 1. um bráðabirgðatekjuöflun til ríkis- sjóðs. Samþykt sem lög frá Al- þingi. 2. Frv. til 1. um framl. á gildi I. um verðtoll og bráðabirgða- verðtoll. — 3. umr„ Samþ., sem lög frá Alþingi. 3. Frv. til 1. um br. á 10. gr. tilskipunar um fjárforráð ó- myndugra á íslandi. — Gekk til 3. umræðu. 4. Frv. til 1. um framl. á gildi ýmsra lagaákvæða um tekju- öflun fyrir ríkissjóð. — 2. umr. Fór til þriðju. 5. Frv. til 1. um heimilisfang. — 1. umr. Flm. Magnús Guð- mundsson. í greinargerðinni segir: í lög- gjöf vorri eru engin almenn á- kvæði til um heimilisfang eða lögheimili. Skv. frv. er liverjum manni skylt að eiga heimilis- fang á einum ákveðnum stað, eftir þeim reglum, sem þar eru seítar. Brot gegn því varðar alt að 1000 kr. selctum. Vísað til 2. umr. og allslierj- ar nefndar. 6. Frv. til 1. um landsmiðju. — Frli. 2. umr. Vísað til þriðju. 7. Frv. til I. um ríkisfram- færslu sjúkra manna og ör- kumla. 2. umr. Vísað til 3. umr. Neðri deild. 1. Frv. til I. um breyt. á lög- um um útsvör. Afgr. sem lög frá Alþingi. 2. Frv. til 1. um breyt. á lög- um um bæjargjöld í Vest- mannaeyjum. Visað til 2. umr. og fjárhagsnefndar. 3. Frv. til 1. um breyt. á vega- lögum. — 1. umr. Vísað til 2. umr. og til samgöngumála- nefndar. 4. Frv. til 1. um breyt. á lög- um um Menningarsjóð. Vísað til 3. umr. 5. Frv. til 1. um viðauka við og breyt. á I. um greiðslukostn- að af Skeiðaáveitunni o. fl. — 2. umræða. Það upplýstist við umræðurn- ar að skuldir þær, sem farið er Prestakalla samiteypan, Þar eð búast má við að all- mörgum hlaðalesendum sé ekki fullljóst hvað er að gerast í þeim efnum lijá löggjafarvald- inu, tel eg rétt að rifja það nokkuð upp. Milliþinganefndin í launamál- um lagði til að prestaköllin yrðu 59 og þjónandi þrestar 61, áttu 2 að vera í Reykjavík og 2 á ísafirði, en þeir 2 áttu að þjóna 7 kirkjum, þar sem eru 4 presta- köll nú! Þessar tillögur vöktu al- manna óánægju um land alt. Kjósendur í nærfelt öllum prestaköllum, sem sameina átti, sendu skrifleg andmæli. Safn- aðarfundir tóku í sama streng og til kirkjufundarins almenna í fyrravor komu fulllrúar viðs- vegar frá, er aldrei liöfðu fyr sótt slíka fundi, komu auðsjá- anlega fyrst og fremst til að andmæla „samsteypunni“ en enginn rödd þeim meðmælt í því fjölmenni,nema Arnórs Sig- urjónssonar eins. Taldi hann sig eiga mestan þátt í þessum tillögum launamálanefndar, og reyndi því að verja þær. Flestir munu liafa búist við að alþingismenn myndu taka svo mikið tillit til þessarar al- mennu andúðar gegn fækkun prestakalla, að engin líkindi væru til, að tillögur launamála- nefndar í þessu efni næðu nokk- uru fylgi á Alþingi — enda var ekkert í málinu gert á siðasta þingi. Hitt vakti bæði undrun og gremju víða hvar, að ríkis- stjórnin skyldi ekki láta aug- lýsa til umsóknar ýms presta- köll, sem losnuðu árið sem leið — þvert öfan í lög og venju. „Samsteyputillögurnar hljóta því að vera alveg úr sögunni,“ liugsuðu flestir. — En svo var þó ekki, því að þær hafa komið margar og mildar fram á Al- þingi í vetur, sem kunnugt er. Jörundur í Skálholti tók í vet- ur upp frumvarp launamála- nefndar að miklu leyti. Er þar ætlast til, að prestaköllin verði 65 og prestar 66(2 í Reykjavík) — en þvi bætt við, að öll pró- fastsembætti skuli Iögð niður, og veit enginn hvað prófastar hafa unnið sér til ólielgi! Eftir því frv. áttu 2 prestar að þjóna 9 kirkjum livor, 3 átta kirkjum, 1 sjö kirkjum, 8 sex kirkjum o. s. frv.! Þeir Guðbr. ísberg og Jón Páhnason fluttu breytingartil- lögu við þetta frv., og er þar gert ráð fyrir, að prestaköllin verði 92, en þjónandi prestar 95 — 4 í Reykjavík. Er eftirtektarvert, að kirkju- vinir í neðri deild Alþingis töldu sér ekki annað fært, en að greiða þessu siðasttalda frum- varpi atkvæði til að koma í veg fyrir að frumvarp Jörundar næði fram að ganga. Stendur málið þvi svo í svipinn ,að við 2. fram á að gefa eftir nema 380 þús.. kr. en upp í þær er gjört ráð fyrir að fáist á 30 árum hér um hil 90 þús. kr. Vísað til 3. umr. 6. Frv. til I. um fræðslu barna. Frli. 3. umr. Enn urðu töluverð- ar umræður um málið. Atkv.gr. frestað og málið tekið af dag- skrá. umræðu í Nd. var samþykt að fækka prestaköllum í 93, liafa 4 presta í Reykjavik, en leggja prófastsembættin niður. Presta- köllin, sem eiga að hverfa sam- kvæmt þessu eru: Reynivellir, Stafliolt, Brjánslækur, Kolla- fjarðarnes, Tjörn á Vatnsnesi, Auðkúla, Glaumbær, Hof á Höfðaströnd, Háls í Þingeyjar- sýslu, Grenjaðarstaður, Sauða- nes, Hofteigur, Landeyjaþing og Hruni. , Mjög munu skiftar skoðanir um, hvort ekki hefði verið unt að finna önnur prestaköll, þar sem liægra væri að koma við samsteypu en í sumum þessara prestakalla, ef endilega á að fækka prestum. M. m. finst mér það frágangssök, að leggja nið- ur prestaköllin, sem lcend eru við Stafholt, Kollafjarðarnes, Háls og Grenjaðarstað, og hreint ófært að ætla presti á Raufarhöfn að þjóna Sauðanes- prestakalli, fremur vit að sam- eina Sauðanes við Skeggjastaði, cins og Gísli Guðmundsson lagði til — ef Sauðanes, með 2 sjávarþorpum innan sóknar, má ekki lengur vera sjálfstætt prcsfakall! Yfir höfuð virðist í engum þessum samsteypufrumvörpum þess vera gætt, hvað snjóþyngsli og illviðri valda miklum erfið- leikum um allar samgöngur mikinn hluta árs á Norðurlandi og á flestum útnesjum. En sýni- lega er gert ráð fyrir, að störf presta séu varla önnur en að flytja ræður í hálftómum kirkj- um og jarða dána. Sálgæsla er talin úr sögunni og kristindóms- fræðsla barna fyrir fermingu einskis metin. Hefir prestastétt íslands varla fengið nokkuru sinni jafn- harðan dóm um áhugaleysi eins og hjá þessum róttæku samsteypuvinum*á Alþingi. Það er svo sem ekki því að heilsa, að þeir séu ánægðir með að 14 prestaköll og allir prófast- ar hverfi úr sögunni, eins og samþykt var við 2. umræðu í ræðri deild nýverið með litlum atkvæðamun. Páll Zophonias- son, sem mest hefir harist með Jörundi fyrir samsteypumálinu, flytur nú nýja breytingatillögu, þar sem l'arið er fram á, að 8 ])restaköll í viðbót við þessi 14, skuli niður lögð! Hins vegar fékk engan byr að verða við óskum Dýrfirðinga, sem vilja fá að liafa prest áfram, sinn hvoru megin fjarð- ar, og mjög óvíst um hvað gert verður um prestafjölgun og sóknaskiftingu i Reykjavík — þótt flestir játi, að það sé engin forsjálni að ætla 2 prestum 26 þús. manna söfnuð! Yfir höfuð virðist mikill hluti alþingismanna fúsari til að taka tillit til vilja Iiáttvirtra kjósenda í flestum öðrum málum en kirkjumálum, en þá ætti skiln- aður að vera betri en vond sam- húð. S. Á. Gíslason. E. S. Það er mörgum sérstök forvitni að fá vitneskju um, hversvegna alþingismenn vilja útrýma próföstum. Þessi 36 ár, sem eg hefi verið nákunnugur flestum próföstum þessa lands, hefir mér virst að þeir, lang- flestir, liafi verið sómi presta- stéttarinnar og rækt störf sín vel, margir ágætlega. Því skil eg ekkert i livers vegna þing- menn láta þá ekki í friði. Sami. vini yöar veg- lega suma^ gjöf, þá gefið

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.