Vísir - 29.04.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 29.04.1936, Blaðsíða 2
ViSIR Nýjar refsiaðgertir? Breska þjóðabandalagsfélagið vill, að breska stjórn- in banni olíuútflutning til Ítalíu — og að þjóða- bandalagið samþykki að loka höfnum fjrir ítölsk- um skipum. — Oslo 28. apríl. Breska þjóðabandalagsfélag- ið hefir ákveðið að leggja það lil við ríkisstjórnjna, að hún leggi þegar í stað á bann við út- flútningi olíu til Ítalíu. Enn- fremur leggur Þjóðabandalags- félagið til, að öll ríki, sem eru i Þjóðabandalaginu, loki höfn- um sinum fyrir ítölskum skip- um. (NRP—FB). Farouk konungur á Cgiptalandi. Eftir andlát Fuads konungs í gær var kunngert í Cairo, að Farouk væri konungur Egiptalands. — Kosningar fara fram í Egiptalandi næstkomandi laugardag og verður ráð til þess að hafa með hönd- um stjórn landsins fyrst um sinn ekki valið fyrr en að þeim loknum. London 29. april. Fregnir frá Cairo herma, að kunngert hafi verið, að Farouk ríkiserfingi sé konungur Egipta- lands. Faðir lians, Fuad kon- ungur, andaðist i gærmorgun, eftir langvinn veikindi og erf- iða legu nú að undanförnu. Skipun ráðs, til þess að fara með stjórn landsins, þangað til Farouk verður 18 ára að aldri (hann er nú 16), hefir verið frestað þar til kosningarnar, sem fram eiga að fara næst- komandi laugardag, eru um garð gengnar. (United Press— FB). Fuad konungur Fuad settist á konungsstól í „ríki faraóanna“, Egiptalandi, fyrir eigi, mörgum árum. Egiptaland var þá gert að kon- ungsríki að ráðum og óskum Breta. Fuad varð konungur 15. mars 1922. Hann óskaði aldrei neins frekara en að vera ein- valdskonungur í húð og liár og alla sína valdatið barðist hann gegn því, að kröfur lýðræðis- sinna væri teknar til greina. Nútíma liugmyndir um þjóð- ræði og jafnrétti voru honum eigi að skapi. Um tíma var að nokkuru leyti stjórnarskrár- bundin stjórn í Egiptalandi — liann var til neyddur að fallast á stjórnarskrá fyrir Egiptaland. En seinustu árin var í rauninni komið á illa gríinuklætt einræði i landinu. En það voru tvö sterk öfl að verki, sem livort á sína Iilið togaði í Fuad og kom í veg fyrir, að hann gengi lengra í einræðisátt en raun varð á, annars vegar bresk áhrif, bins- vegar áhrif wafdistanna eða þjóðræknissinnanna egipsku. Fuad konungur var nógu hygg- inn maður til þess að sjá, að best væri að eiga stjórnmiálalegt vinfengi Breta, en undir niðri var hann sárgramur yfir af- skiftum þeirra af innanríkis- málum Egipta og einkum var hann gramúr yfir því, að þeir notuðu aðstöðu sína til þess að fá hann til þess að fallast á stjórnarskrána 1923, en með henni rýrði Fuad sitt eigið vald. Barátta hans við wafdistana var opinberari og beiskari. Helstur mó tstöðumaður Fuads var Zag- hloul Pasha, leiðtogi þjóðernis- sinna, en hynn var mjög dáður af allri alþýðu manna í Egipta- Iandi. Eftir andlát hans 1927, fór þjóðernissinnum að ganga miður í baráttunni við Fuad, sem þó álti við margt annað að stríða (samningarnir við Breta 1928 og ’29) og var jafnvel bú- ist við því, að Fuad mundi verða að fara frá. En hvað sem þessu líður var Fuad konungur sannur nútíma- maður á marga lund, sem beitti sér fyrir margvíslegum fram- förum á Egiptalandi. Hann var vel mentaður maður og áhuga- samur um mörg fræði og merk mál þjóðar sinnar, menningar- leg og verkleg, lét hann til sín taka, löngu áður en nokkurar líkur voru fyrir því, að hann mundi setjast á valdaslól í land- inu. Hann átti manna mestan þátt í stofnun egipska háskól- ans 1906 og liann var fyrsli for- seti hans og rektor (til 1913). Ahmed Fuad var fæddur 26. mars 1867 i Giza-liöll í Cairo og var hann yngsti sonur Ismail Pasha, egipsks khediva, sem stjórnaði Egiptalandi 1863— 1879 og var maður höfðinglynd- ur og örlátur og músikvinur mikill, en það var liann, sem víða er kunnugt, sem skip- aði Verdi að semja „Aida“, en um það leyti var Suezskurð- urinn opnaður og við hátiða- höldin fékk heimurinn fyrst að heyra „Aida“. Móðir Fuads var Ferial Hanim prinsessa. Ment- un sina hlaut Fuad i Evrópu, m. a. á herskólanum í Turin. — Bretar gerðu Fuad að soldán yfir Egiptalandi 9. október 1917. 1922 settist hann á valda- stól sem konungur sem fyr get- ur. Fuad gekk 1899 að eiga Chivekier prinsessu, en skildi við hana. Þau áttu eina dóttur. Árið 1919 gekk hann að eiga Nazli prinsessu og átti með henni einn son, Farouk, og fjórar dætur, Fewzieh, Faiza, Fika og Fathia. Fuad konungur var hár mað- ur vexti og fríður sýnum og var orðinn allgildvaxinn, en hann var lengstum hinn glæsilegasti maður á velli. Vegna æsku Far- ouks er búist við, að skipað verði ráð til þess að fara með stjórn landsins, og mun Fuad hafa svo ráð fyrir gert, að for- seti þess verði Yehia Ibrahim Paslia, forseti egipska senats- ins. (United Press. — FB.). Hambpos- banki blómgast. Oslo 28. apríl. Samkvæmt símskeytum frá London til Sjöfartstidende hef- ir tekjuafgangur Hambro’s Bank í London numið 339.000 stpd. Grciddur verður liagnað- ur, sem nemur 18% á 10 stpd. hlutabréfum og 6% á 1 stpd. hlutabréfum. — í breskum fjármálablöðum er mikið skrif- að um bankann og vaxandi gengi lians og er það talið bera vott um batnandi hag í Bret- landi og á Norðurlöndum. — (NRP—FB). Hlerana málin. Sjálfstæðismenn krefjast , rannsóknar. Frá því var skýrt hér í blað- inu í gær, að fram væri komin í neðri deild Alþingis tillaga til þingsályktunar um skipun fimm manna nefndar, er kosin skyldi hlutfallskosningu, og fengið það verkefni, að rann- saka „að live miklu leyti og í hverju augnamiði símaleynd liefir verið rofin og að liverra lilhlutan.“ Krafa þessi er ekki ófyrir- synju fram borin. Símaleyndin hefir verið rofin að ástæðu- lausu og hver og einn símanot- andi getur átt á hættu, að á liann sé hlustað, er hann lalar i síma. Slikt er vitanlega með öllu óviðunandi. Skýlaus réttur þeirra, sem leigt hafa síma er sá, að þeir fái að liafa hann í friði, Kieðan þeir brjóta ekki af sér og standa í skilum með leig- una. Hitt, að fyrirskipa hleran á símtölum borgaranna og láta hlusta á þau, er ósæmilegur verknaður. Það eru svik við símanotendur og ber slíkt fram- ferði vitni um óvenjulegt menn- ingarleysi og skrælingjaliátt. Þvættingur Hermanns. Hermann Jónasson dóms- málaráðherra var að burðast við að verja þetta athæfi í þing- ræðu nýlega. Hann þóttist ætla að sanna, að það væri svo sem ekki nýtt, að hlerað væri á viðræður manna i síma hér í þessum bæ. Það hefði verið gert 1921. Ráðherrann var þá spurður að því, hvernig þeim hlerunum hefði verið háttað. Hann kvað vandalaust að skýra það mál. — Hleranir 1921 hefði farið fram með þeim hætti, að ákveðnum símanúm- erum (tveimur) hefði verið lokað! Og þegar búið hefði ver- ið að loka þeim eða „taka úr sambandi“, þá hefði náttúrlega verið hlustað í krafti!! — Þetta væri auðskilið mál, en þó þætti rétt að láta þess getið, skýrt og skorinort, að svona hefði hlustanirnar gengið til á þeirri tíð! Kom þá upp hlátur mikill um þingsali og palla, en ræðumað- ur botnaði vitanlega ekki neitt i neinu. Hann þóttist auðsjáan- lega hafa staðið sig prýðilega. Og það er víst engin ástæða til að efast um, að hann sé þeirrar skoðunar enn í dag. Stórsalinn. Ragnar Jónasson er maður nefndur. Þykir liann verið liafa einna mikilvirkastur allra leyni-vínsala hér í þessum bæ. — Það er nú talið örugt, að vín- sala þessum hafi verið gert að- vart um lilustanina í tæka tið, er leyniherförin var ráðin að hifreiðastjórunum. Þykir það all-merkilegt fyrirbrigði, ef tilgangur „hernaðarins“ liefir verið sá, að reyna með lilerun- um að verða einhvers vísari um ólöglega vínsölu hér í bænum. Sumir þykjast mega fuRyrða, að Ragnar þessi hafi verið svift- ur síma-sambandi meðan hlust- anirnar færi fram, svo sem til enn frekara öryggis. Virðist þetta, ef satt reynist, benda til þess, að einhverjum, sem þarna liafði nokkur völd, hafi þótt máli skifta, að Ragnar lenti ekki í neinum vandræðum með „alvinnu“ sína. Hver var sá, sem ekki mátti til þess hugsa, að stórsalinn Ragnar Jónasson lenti í basli, er lierjað var á bifreiðastjórana, þá er líkindi þóttu til, að selt hefði kannske flösku og flösku af áfengi? Menn vita það ekki. — Og sennilega verður í lengslu lög reynt að halda því leyndu. Urskurðirnir fást ekki birtir. Því er haldið fram, að lileran- irnar hafi farið fram sam- kvæmt úrskurði lögreglustjóra. Það skal ekki i efa dregið liér, að svo muni vera. — En hvern- ig stendur á því, að úrskurðir þessir skuli ekki fást birtir? Haraldur Guðmundsson ráð- lierra var krafinn sagna um það á fundinum í barnaskóla- garðinum á sunnudaginn, hvernig á því stæði, að úrskurð- um lögreglustjóra í hleranamál- unum væri haldið leyndum. Mönnum skildist einna lielst á svari ráðherrans, að það væri af einhverskonar hlífð við lög- reglustjóra, því að vitanlega gæti honum yfirsést, ekki síður en öðrum. — Ber að skilja þetta svo, sem ráðlierrann búist við þvi, að lögreglustjóranum hafi yfirsést i þessum sökum og að úrskurð- irnir sé ekki birtingarhæfir? Það skiftir töluverðu máli að fá úr því skorið. Rósaipál ráð- herrans varpar óþægilegu skringiljósi á lögreglustjórann. Landráð og stórglæpir. Það hoð var látið út ganga, er uppvíst varð um hleranirnar nú fyrir skönnnu, að til þeirra hefði ekki verið gripið og yrði ekki gripið, nema í hinni mestu nauðsyn, t. d. ef liafa þyrfti hendur i liári landráðamanna, f \ upplysa stórglæpamál og ann- að þessháttar. — Það er nú jálað, að lilerað liafi verið i bílstjóaverkfallinu, einhverju friðsamlegasta verk- falli, sem háð hefir verið á þessu landi. Bílstjórarnir hófu verkfallið í þeim tilgangi ein- um, að reyna að verjast fjár- hagslegu áfalli. — Er það nú landráðastarfsemi eða stór- glæpur, að fátækir menn reyni að verjast kauplækkun með vinnustöðvun? — í annað sinn var „síminn opnaður“ er yfirvöldin telja sér hafa hugkvæmst, að komast að því með hleran. hvort ekki gæti verið, að bifreiðastjórar einhverjir kynni að leggja fyrir sig ólöglega áfengissölu. — Ólögleg áfengissala er nú ekki með öllu óþekt fyrirbrigði hér á landi. En ekki hefir borið á því, svo að menn viti, fyrr en nú, að sá verknaður sé lagður að jöfnu við landráð og aðra stór- glæpi. Aldrei óhultir. Simanotendur eru, svo sem líklegt má þykja, ærið gramir stjórnarvöldunum fyrir þær til- tektir, að rjúfa leynd símans. — Átjdlur þær til hleranar, sem fram eru bornar, bilsljóraverk- fallið og brennivínssalan, eru þess eðlis, að enginn trúir því, að þær sé annað en tylli-ástæð- ur. Hleranirnar muni vera af pólitískum rótum runnar og enginn geti, að órannsökuðu máli, um það sagt, liversu víð- tækar þær kunni að bafa verið. — Þeim muni og verða lialdið áfram, ef linlega verði á hneykslinu tekið. — Það er nú auðvitað mál, að Símanjósnirnar. Afstada símamanna. Á fundi i Félagi Isl. Síma- manna, mánudaginn 27. þ. m., var gerð svofeld fundarsam- þykt, — sem þér, herra ritstjóri, góðfúslega eruð beðnir að hirta í blaði yðar. , „Út af því, sem komið hefir fram í blöðum og á Alþingi, um hlustanir á símasamtöl manna, sem farið hafa fram í Lands- símahúsinu skv. úrskurði lög- regluvaldsins, vill fundurinn, að gefnu tilefni lýsa yfir því, að símafólkinu hefir, yfirleitt, ekki verið kunnugt um, að slík starf- semi ætti sér stað, enda ekki liaft aðstöðu til að vita það, fremur en starfsfólk annara þeirra stofnana, sem í húsinu eru. Jafnframt samþykkir fundur- inn, að lýsa megnri vanþóknun sinni á því, að valdir skuli hafa verið menn í þjónustu símans til slíkra starfa, með því að hann lítur svo á, að það geti veikt traust það, sejn nauðsyn- legt er, að starfsfólk símans njóti undantekningarlaust hjá almenningi. Skorar fundurinn því á stjórn Prá Alþingf í gær. —o— Efri deild. Þar var m. a. á dagskrá: Frv. til 1. um að mjólkursam- salan í Reykjavík og Sölusam- band ísl. fiskframleiðenda skuli vera undanþegin útsvari og tekju- og eignarskatti. 2. umr. Samþ. og vísað til 3. umr. Frv. til 1. hm klaksjóð, heim- ild fyrir ríkisstjórnina til að reisa klakstöðvar og til leigu- náms í því skyni. 2. umr. Með frv. þessu mun eiga að koma „á gras“ nokkurum jiólitiskum þurfalingum stjórnarflokkanna. Neðri deild. Mörg mál voru á dagskrá, m. a.: Frv. til I. um samþ. á lands- reikningnum fyrir árið 1934. 3. umr. — Umræður urðu tölu- verðar út af því, að Sigurður Kristjánsson taldi að setja yrði nákvæmari reglur fyrir endur- skoðun á landsreikningunum, þar sem rikið væri farið að reka mjög umfangsmikil verslunar- fyrirtæki. Alþingi hlyti að gera þá kröfu, að geta fengið glögt yfirlit yfir livernig þeim rekstri væri liáttað, og að ekki væri færðar óeðlilegar útgjaldaupp- liæðir á þær stofnanir, er ekki bæri að bera þær. Sein dæmi nefndi hann, að á reikning skipútgerðar ríkisins væru færðar um 16'/2 þás kr. til út- gjalda, sem væri bilakostnaður, og væri aðal-sundurliðun þessi: Laun bílstjóra 5406 kr., við- simanotendur liafa leigt sím- ann með þeim sjálfsagða skiln- ingi, að þeir yrði ekki brögðum beittir eða á þá hlustað af hálfu stjornarvalda né í þágu ein- hverra stjórnmálaflokka eða annara. Þetta liggur i hlut- arins eðli. — Það er þvi ekki að undra, þó að þeir telji sig svikna á hinn lúalegasta og tudclalegasta hátt, er upp kemst, að hleran hefir verið tíðkuð að ástæðulausu og þar með brotið og rofið liið sjálfsagða örjrggi, sem þeim var heitið, er sjálf- virka stöðin tók til starfa. félagsins og simastjórnina að fá úr því skorið, hvort símafólk- inu beri, án áfrýjunar, að lilíta fyrirskipun lögreglunnar um að lilusta á símasamtöl manna, svo sem gert liefir verið og bera vitni um það, fyrir lögreglu- rétti, er viðkomandi þannig verður áskynja um. Reynist svo, að símafólkið hafi rétt til að áfrýja slikri fyrirskipun, til æðra dómstóls, væntir fundurinn, að póst- og símamálastjóri geri ráðstafanir til þess, að starfsfólki símans verði gert skylt að nota þann rétt í slíkum tilfellum, — og — að landssíminn beri þann kostn- að, sem af því kann að leiða. En komi það hinsvegar í ljós, að sá réttur sé ekki fyrir liendi, væntir fundurinn þess, að póst- og símamálastjóri beiti álirif- um sínum til að koma i veg fyr- ir, að lögreglan taki símafólk í þjónustu sína til slíkra starfa“. Reykjavík, 27. apríl 1936. Guðm. Sigmundsson, fundarstjóri. Ingólfur Einarsson, fundarritari. gerðarkostnaður 5088,84 kr., gúmmí 1403,50 kr. og bensín 3607,85 kr. Ennfremur mintist hann á að auglýsingagostnaður Áfengisverslunarinnar væri 5646 kr. Eysteinn ráðherra reyndi að afsaka þetta, en tólcst illa. Hann kannaðist við að auglýsinga- kostnaðurinn væri einskonar styrkur til rauðu hlaðanna. Bíl- inn kvaðst liann liafa selt, en húið væri að kaupa tvo í stað- * inn!! Bjöpgunar- afrek. Oslo 28. apríl. Á bæ nokkrum í Norður- Noregi vann húsmóðirin björg- unarafrek nýlega, sem mikla athygli hefir vakið. Aðfaranótt sunnudags síðastliðins, er bóndi konunnar var að heiman i sjó- róðri, kviknaði í húsinu, og hreiddist eldurinn ört út. Kon- an var ein heima með níu börn. Henni tókst með miklum erf- iðismunum og með því að leggja líf sitt i hættu margsinn- is, að bjarga átta af börnunum. Einu barninu, tveggja ára, varð hún að kasta út um glugga á efri liæð hússins. Eitt barnið, 11 ára drengur, brann inni. Flest börnin fengu slæm bruna- sár og hafa nú verið flutt i sjúkrahús. (NRP—FB). Ferðir norska utanríkisráð- herrans. Oslo 28. apríl. Koht, utanríkismálaráðherra, liefir í viðtali um ferð sína til útlanda látið svo um mælt, að liann væri persónulega mjög vel ánægður með árangurinn af ferðinni, án tillits' til þáttök- unnar i sagnfræðingafundinum i Bukarest. Tilgangur fararinn- ar var að kynna sér gang utaii" ríkismálanna í löndum þeim, sem heimsótt voru, og er þetta fyrsta slík ferð norslcs utanrik- isínálaráðherra, sem farin hefir verið. Koht var allstaðar liið besta tekið og varð hvarvetna var velvildar og góðs skilnings i garð Norðmanna. (NRP—FB)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.