Vísir - 09.05.1936, Síða 2

Vísir - 09.05.1936, Síða 2
VÍSIR Haile Selasse kominn til Jepúsalem* Honum var tekið mjög virðulega. Breskt her- lið gætir fjársjóða hans. — Keisarinn hefir enn ekki látið neitt uppi um fyrirætlanir sínar. Þjóðmál London, 8. maí. FÚ. Abessiniukeisara fagnað í Haifa og Jerúsalem. Mörg þúsund manns röðuðu sér á gangstéttirnar á götum Jerúsalemborgar og heilsuðu Abessiniukeisara með lotningu, er liann kom til borgarinriar í dag. Fylgdu heillahrópin lion- um alla leið að hóteli hans. Lúðrasveit af bresku herskipi tók á móti keisaranum er hann steig á land í Haifa, og yfirfor- ingi í borginni og aðrir tignir menn tóku á móti honum. Sér- stök iest fór með keisarann til Jerúsalem. London í morgun. Forseti pólska þjóðbankans, Koc, hefir heðist lausnar, að því er fregnir frá Varsjá lierma. Ástæðan til lausnarbeiðninnar er sú, að forseti bankastjórnar- / dag hefjast í Genf fundir smáríkj- anna, en ráð Þjóðabandalagsins kemur saman næstkomandi mánudag. Fundir smáríkjanna eru taldir mjög mikilvægir. Á þeim kunna að verða teknar á- lcvarðanir, sem framtíð Þjóða- bandalagsins er undir komin. Smáríkin studdu stefnu. Breta í Abessiniumálunum, til þess að reyna að koma i veg fyrir rangsleitni og ofbeldi ítala, því að smáþjóðirnar telja öryggi framtíðarinnar undir því kom- ið, að Þjóðabandalagið geti not- ið sín, — að það geti komið í veg fyrir styrjaldir. Hafa smá- rikin mist trúna á Þjóðabanda- lagið — eða krefjast þau þess, að refsiaðgerðunum verði hald- ið áfram og ekki hætt, fyrr en réttlætið sigrar, og Abessiniu- menn fá land sitt aftur? Þessu verður ef lil vill svarað á fund- um smáríkjanna. Ráð Þjóða- bandalagsins verður einnig að taka þessi mál til meðferðar og fleiri, sem varða mjög framtíð þess. Texti breska fyrirspurnar- skjalsins til Hitlers hefir nú London í morgun. Fregnir frá Jerúsalemherma: Þegar Haile Selassie Abessi- niukeisari kom liingað frá Haifa ásamt fjölskyldu sinni og fylgd- arliði settist liann að í „Gisti- húsi Davíðs konungs“. Keisar- inn hefir enn ekki lótið uppi hverjar eru fyrirætlanir lians. Ilann hafði meðferðis fjársjóðu mikla og eru þeir einkaeign hans. Voru lcistur keisarans fluttar í herhúðir Breta utan \ið borgina og standa varðmenn yfir þeim dag og nótt. (United Press—FB). innar er andvígur þeirri stefnu, sem pólska ríkissljórnin liefir tekið í gjaldeyrismálunum, en hún vill auknar takmarkanir í þeim efnum. (United Press— FB). verið birtur. í skjali þessu er Hitler beðinn nánari skýringa á ummælum og tillögum þýsku valdliafanna. En þau verða rædd í Genf. Þá og þegar — ef íil vill í dag — er búist við milc- ilvægri yfirlýsingu frá Ítalíu — um að ítalir liafi innlimað A- hessiniu í ítalska ríkið. Hvað Þjóðabandalagið gerir, ef til þessa kemur, er í óvissu. Alt er í enn meiri óvissu en áður, urn framtíð bandalagsins, hver að Iokum verður endir á Afríkuæf - intýri Mussolinis og um það hvort íakast muni að vernda íriðinn i Evrópu. En í dag er fyrsti dagur hinna örlagaríku daga í Genf, sem benda skýrt til livað verða muni. --- ---- --------------- Oslo, 8. maí. Her Ras Nasibou algerlega tví- straður. — 500 menn féllu í ó- eirðunum í Addis Abeba. F regnir fm Abessiniu herma, að lier Ras Nasibu sé nú alger- lega tvistraður og ekki geti til neinnar endurskipulagningar hans komið. — Talið er, að 500 Abessiniumenn hafi verið drepnir í óeirðunum í Addis Abeba á dögunum. (NRP. — FB.). — Grein sú, sem fer hér á eftir, er samantekin af bónda einum norðlenskum. Hefir hann lítt við stjórnmál fengist opinber- lega, en „hugsað sitt í leyni“, svo sem skrif hans vitnar: , Afurðaverðið. Nefnd manna sat á rökstól- um fyrir nokkuru og taldi sig hafa — með allskonar útreikn- ingum og skýrslum frá ýmsum — komist að raun um, hvert sé hið rétta framleiðsluverð kinda- kjötsins, einnar helstu verslun- arvöru olckar bænda. — Það sæti nú illa á mér, að amast við niðurstöðu nefndar- innar. Hún mun liafa komist að þvi, að verðið þyrfti að vera kr. 1.27 kg., ef framleiðslukostnað- ur ætti að fást greiddur að fullu. Er þetta miklu liærra en verð það, sem bændur hafa bor- ið úr býtum. Og sé það rétt, þá er alveg augljóst mál, að sauð- fjárbúskapurinn er rekinn með alvarlegu tapi ár eftir ár. En eg er hvergi nærri viss um, að niðurstaða nefndarinn- ar sé rétt. Sé hún á fullum rök- um reist, virðist liggja í augum ujipi, að ekkert vit geti í því verið, að aía upp sauðfé til þess að selja það. Sjá væntanlega allir í hendi sér, að 30—40—50 aura tap á hverju tvípundi kjöts ár eftir ár, hlýtur að leiða til gjaldþrota og vandræða. Bænd- ur rísa ekki undir slíku og hljóta að gefast upp. Vitanlega væri æskilegt, að geia fengið kr. 1,27 fyrir liver tvö pund af kjöti, sem seld eru í kaupstað. En eg er því miöur þræddur um, að kjötsalan hér irinanlands yrði ekki mikil með því verðlagi. Neytendur gæti og vitanlega ekki fengið kjötið með því verði, heldur yrði að leggja öfan á allan kostnað. Og hann er ekkert smáræði með því kaupgjaldi, sem nú er heimtað. Það kann að hugsast, að sum- staðar geti framleiðsluverð kjötsins komist í námunda við allslierjar framleiðsluverð það, sem nefndin telur sig liafa fundið. Hitt er öllum vitanlegt, að mjög víða og lildega víðast hvar, hlýtur kostnaðarverðið að vera miklu lægra. Reyndin er ólýgnust. Og hún mælir gegn þvi, að niðurstaða nefndarinnar geti verið á rétl- um rökum reist. Allflestir eða allir sauðfjárbændur mundu flosnaðir upp fyrir löngu, ef svo væri. Eg er ekki svo kunnugur sjávarútveginum, að eg geti um það borið, hvert verð muni þurfa að fást fyrir fiskinn og síldina til þess að útgerðin svari kostnaði. Af umræðum um málið hefir mér skilist, að það muni þurfa að vera nokkuð hált, ef útgerðin eigi að gela borið sig. -—■ En sé tap á öllum atvinnu- rekstri ár eftir ár, þá hlýtur brátt að reka að allsherjar gj aldþrotum. — t Sveitarfélögin. Þau eru mörg ærið illa kom- in fjárhagslega. Menn eiga örð- ugt með að standa í skilum. Hrepparnir fá ekki sitt. Af þvi leiðir, að sýslusjóðir fá ekki lögboðin gjöld frá hreppsfélög- unum. Sumum telst svo til, að hrepparnir geti ekki greitt meira en sem svarar einum fjórða eða einum þriðja þeirra gjalda, sem þeir eiga að inna af höndum í sýslusjóði. — Eg hefi séð þess getið, að sumir hafi farið fram á það, að fasleigna- skatturinn gangi til sýslusjóð- anna og að létt verði af sýsl- unum öllum berklavarnakostn- aði. — Þá munu og sumir hafa kraf- ist þess, að ekki verði gengið að nreppsfélögum sakir ábyrgða, sem á þau hafa fallið viðskulda- skil í Kreppulánasjóði. — Hið .,ama er og ællast Lil að gildi um einstaldinga, sem í ábj’rgð- um eru flæktir. Og enn er það, að því er fregnir herma, að þing Og stjórn komi því til leiðar, að engin nauðungarsala verði látin fram fara á eignum bænda, vegna vanskila á afborgunum lána og vaxtagreiðslum til bankanna eða annara. — Þetta eru óneitanlega tals- verðar kröfur. Og hvernig færi, ef allir skuldugir menn bæri fram slikar kröfur og þeim yrði fullnægt af þingi og stjórn? I Fræðslukostnaður. Eg lield að skólafarganið sé að verða þjóðinni ofvaxið, þ. e. kostnaðurinn við skólahaldið. Nú er skóli á annari hverri þúfu að lieila má’ Allskonar skólar. Og allir kosta þeir mikið fé, sem von er til. — En hvað líður mentuninni? Sumir eru þeirrar skoðunar, að lítil heill standi af öllu þessu hóflausa skóla-tildri. Og hrepparnir stynja undir hin- um mikla kostnaði, sem af skólalialdinu leiðir. Þeir óska þess, að rikissjóður beri allan kostnaðinn af kenslunni, þ e. greiði öll kenslulaun. Alt er heimtað af ríkissjóði, smátt og stórt. Og þó þykist enginn geta greitt neitt í þann hinn sama ríkissjóð! -— Hvar á hann að taka peninga, til þess að standast öll þau úlgjöld, serii af honum eru lieimtuð? — Ég veit það ekki. En komi ekki tekjurnar fná atvinnuveg- unum, beint og óbeint, þó er ckki nema um tvent að ræða: annað hvort hætta að borga eða lifa á lánum, meðan nokkurs staðar verður kríað út eyris- virði. — Skattarnir. Sí og æ eru lagðir á þjóðina nýir og nýir skatlar og eldri skattar og tollar hækkaðir. Menn hafa reiknað út, að í tíð núvcrandi stjórnar hafi skatt- ar og tollar, beinir og óbeinir, verið hækkaðir um 5 miljónir króna. Þessa gifurlegu salta- aukningu eiga sárfátækir menn og sligaðir atvinnuvegir að greiða. — Flestir skattþegnar landsins eru fátækir og alt af er verið að segja frá því, að at- vinnuvegirnir, sé reknir með stórtapi árlega, sérstaklega landbúnaðurinn. Þar er alt af verið að reikria út töpin. Út- gerðarmenn eru hvergi nærri eins ákafir í útreikningunum, en þó sjóst þaðan dæmi við og við, er sýna mikil og ægileg töp. Fjölmargir bændur, sem eg þekki, eru mjög gramir stjórn og þing-meirihluta fyrir liina gífurlegu eyðslu, og hækkun slcattanna. Þeir telja að núver- andi stjórn fari að ráði sínu eins og vitlaus maður. Og margir eru þeir, er áður fylgdu núver- andi stjórnarflokkum að mál- um, sem mega nú ekki heyra þá nefnda og telja þá liafa brugðist öllu trausti, er til þeirra var borið. Skattar og toll- ar sé liækkaðir ár frá ári, án alls tillits til þess, undir hve miklum skattaþunga þjóðin geti risið. Slíkt og þvi líkt ráð- lag hljóti vitanlega að enda með skelfingu. iBdriöa tímyii • hárust allmargar heillaóskir í ljóðum á 85 ára afmælinu. — Meðal annars voru þessar vís- ur: I. Það er að kunna lífsins list og leika á tímann sjálfan, að geta eins og af sér lirist átta tugi og hálfan. j' Seint mun líka þegnum þeim þyngjast spor um stræti, sem að inn í huldú-heim hoppa á öðrum fæti. Þú hefur tifað töfra spor, tínt þau grös á fjalli, að áfram helst þitt álfkvikt vor eins þó tjaldið falli. J. Th. II. Þú hefur elskað líf og list, leik hins stóra anda, alt eins síðast eins og fyrst, — með eld til beggja handa — réðir þig í þessa vist, þar vildurðu standa og nú liefur skáldakonan kyst þig kossi Norðurlanda. Sig. Sig. frá Arnarholti. Gengismálið. Menn hefir greint á um það, sem kunnugt er, hvort réttara væri, að lialda uppi gengi ís- lenskra krónu, svo sem nú er gert, eða láta það falla að eðli- legum hætti. Margir telja, að óeðlilega liátt mat krónunnar sé atvinnuvegunum og þá um leið þjóðinni i lieild sinni til tjóns. Verkafólk í kaupstöðum lilýt- ur, að éðlilegum ástæðum, að vera mólfallið gengislækkun, nema því að eins, að kaupgjald hækki í réílu hlutfalli við þverrandi kaupmátt krónunn- ar. Líku máli gegnir um em- bættismenn og aðra, þá er laun taka í peningum. Þeir, sem fé eiga í bönkum og sparisjóðum, munu og verða tregir til að fallast á lækkun. Eg lái þeim það ekki. — Og færi nú svo, að kaupliækkun allra, sem laun taka í peningum, sigldi þegar í kjölfar peninga-verðfallsins, þá er hagurinn meira en vafasam- ur. — , Það er skiljanlegt, að bænd- ur, sem lítinn vinnukraft kaupa, utan barna sinna og annars skylduliðs, sjái sér hag í því að krónan verði feld í liæfilegt verð. — Og sannleikurinn er sá, að mikill fjöldi bænda reynir að baslast af, án aðfengins vinnu- afls, m. a. eða aðallega vegna þess, að þeir hafa ekki efni á því, að taka kaupafólk. — Eg geri ráð fyrir þvi, að bændur mundu, ef undir þá væri borið, gjalda því jákvæði, að krónan yrði lækkuð niður í eðlilegt verð — eða að minsta kosti mikill meiri hluti allra bænda. Þcir eru farnir að trúa því, að atvinnulíf þjóðarinnar rétti ekki við, fyrr en gjaldmiðillinn sé skráður réttu verði. Oslo, 8. maí. Norska ríkisstjórnin hækkar kreppuhjálpina sjávarútvegin- um til handa. Ríkisstjórnin befir lagt fram tillögur um auka kreppufjár- veitingu til stuðnings sjávarút- veginum að upphæð kr. 1.6 milj. kr. Útgjöldin til stuðnings fiskveiðunum á næsta fjár- hagstimabili verða því samtals 9V4 milj. kr. (NRP. — FB.). Prá Alþingf í gær. Sameinað Alþingi. Fjárlögin. Atkvæðagreiðsla. Breytingartillögur fjárveit- ingarnefndar voru nær allar samþyktar, en fáar af breyt- ingartillöguin einstakra þirig- manna. Þessar náðu samþykki: Læknisvitj unarstyrkur Suður- eyrarlirepps liækkaður urn 100 kr., Sauðaneslireiipur 200 kr., Ólafur Magnússon, Múla, til framfærsíu fávita 200 kr., Yest- urhópsvegur 3000 kr., til mal- bikunar vega í Vestmannaeyj- um 5000 kr., til Sogsvegar alt að 15.000 kr., til iðnaðamianna- félags á Akureyri 500 lcr., lil Leifs Ásgeirssonar til vísinda- starfs 1000 kr., til Skógræktar- félags Eyfirðinga 1000 kr., til ungmennafélaga, lil þess að koma upp gufubaðstofum 1200 kr., til ófriðunar sels í Ölfusá alt að 1000 kr., til greiðslu upp í ofviðristjón á húsum og vör- um haustið 1934 í Haganesvík 4000 kr., til Kjartaris Þorkels- sonar fyrv. póstafgreiðslum. 300 kr., til Jph. Ragúelssonar 600 kr., til Kristínar Pálsdóttur vitav arð arekk j u 300 krónur, til Vigfúsar Gunnarssonar, Flögu 1500 lcrónur, og Þor- steins Jakobssonar 300 kr., sem eru eftirstöðvar af brunaskaða- hótum. Til Jóns Einarssonar, styrkur vegna fávita 300 kr., til Skarphéðins Bjarnasonar, styrkur til framfæris fávita 200 kr. Ferðastyrkur til 10 ínanna á alheimsskákmót í Miinchen 500 kr., til Þorsteins Bjarna- sonar írá Háliolti iil örnefna- söfnunar og ritstarfa 300 kr„ til Guðm. Árnasonar, lil þak- skífugerðar 600 kr„ til lands- fundar kvenna 1500, til Björg- vins Vigfússonar sýslumanns 1000 kr„ til Lofts Ólafssonar pósts, hækkun 300 kr„ til Ólafs Friðrikssonar 1800 kr„ til Ól- ínu Sigurðardóttur ljósmóður 200 kr„ tii Einars Þorkelsson- ar, fyrv. skrifstofustjóra Al- þingis, 1000 kr„ til Mörtu Þór- arinsdóttur 300 kr„ til Barna- vinafélagsins Sumargjöf til dagheimila 3000 kr„ til barna- verndar, eftir ákvörðun ráð- lierra 2000 kr„ lil kaupa á flutningabíl lianda mentaskól- anum á Akureyri 1500 kr„ til stofnunar verksmiðju til raf- tækjaframleiðslu alt að 50.000 kr- — Auk þess var samþykt að láta fullgera teikningar og nákvæma koslnaðaráætlun uni byggingu og rekstur áburðar- verksmiðju hér á landi, á grundvelli þeim, sem lagður er í bráðabirgðaáliti því, er ríkis- stjórnin hefir látið gera. Samkvæmt þessum tillögum, sem samþyktar voru, liækkar tekjuhalli fjárlaganna um 100 þús. kr„ til viðbótar þvi, sem var á frumv., samkvæmt yfir- litsskýrslu framsögumanns, (tæpar 50 þús.), eða samtals um 150 þús. kr. tekjuhalli. Auk þess var ríkisstjórninni heim- ilað að greiða til fjögra starfs- manna 11% þús. í eftirlitlaun, ef þeir létu af starfi á árinu, og að kaupa tvær jarðir, Bræðratungutorfuna í Árnes- sýslu og Vorsabæ í Ölfusi, og að endurgreiða toll vegná Sogs- virkjunarinnar, rúm 28 þús„ Ennfr.að endurgreiða gjald það, er innlieimt var við innflutn- ing botnvörpungsins Reykja- borg. Allsherjarverfall í Santander á Spáni. Frá Madrid er símað, að alls- herjarverkfalli liafi verið lýst yfir i Santander á Spáni. Öll vinna hefir stöðvast í borginni. ríkisforseti á Spáni, Vinstri flokkarnir hafa komið sér saman um Azana sem ríkisforseta og fær hann því um 800 atkvæði af um 900 fulltrúum, sem taka þátt í kosningunni. London í morgun.; Frá Madrid er símað í morg- un, að vinstri flokka samsteyp- an liafi komið sér saman um að fallast á Azana sem ríkisfor- seta. Ríkisforsetann kjósa þjóð- þingsmennirnir og jafnmargir fulltrúar, sérstaklega til þess kjörnir, og fór sú fulltrúakosn- ing fram fyrir skemstu. Við liina formlegu ríkisforsctakosn- ingu er búist við, vegna ákvörð-: unar vinslri flokkanna, að Az-j ana fái um 800 atkvæði af 900. (United Press—FB). mmm Gialdeyrist í Póllandi Ieiða fil þess, að forseti þjóðbanka- stjórnarinnar segir af sér.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.