Vísir - 18.07.1936, Blaðsíða 4

Vísir - 18.07.1936, Blaðsíða 4
 VÍSIR Bifreiðarslysið. Rannsókn lögreglunnar út af bifreiðarslysinu fyrir innan Lækjarhvamm, sem frá var sagt í Vísi i gær, er eklci lokið. Konan, sem á var minst í frétt- inni, skarst í andliti, er bifreið- i-n fór út af veginum. K. P. U. M. og K., Hafnarfirði. Almenn samkoma í Kaldár- seli á morgun kl. 3. Engin sam- koma annað kveld í húsi félags- ins. Skipafregnir. Goðafoss er væntanlegur til Reykjavíkur kl. 5 e. h. í dag. ‘Gullfoss var á Akureyri í morg- un. Brúarfoss fór frá Kaup- mannahöfn i morgun. Dettifoss er á útleið. Selfoss er á leið til Bremen frá Antwerpen. Lagar- foss fór frá Akureyri í morgun. Súðin var á Norðfirði i gær- kveldi. Esja fór frá Glasgow í gærkveldi. VÍGGIRÐINGAR FRAKKA. Kappleikurinn í gær fór þannig að Isfirðingar unnu K. R. með 3:0. Þessi knattspyrnuflokkur ísfirðinga er áreiðanlega einhver besti knattspyrnuflokkur, sem hing- að hefir komið utan af landi. Það var ánægjulegt að sjá hvað þessir ungu menn höfðu mikið vald yfir knettinum og höfðu gott samspil. Ef þessir drengir geta haldið hópinn, þá er eg sannfærður um, að ekki verður langt að bíða þar til ísfirðingar æiga góðan I. flokk, sem gæti orðið skæður keppinautur Reykjavíkurfélaganna. Næsti kappleikur verður annað kveld kl. 8y2 og keppir þá Valur við ísfirðingana. A. Þ. Næturlæknir er í nótt Sveinn Gunnarsson, Óðinsgötu 1. Slmi 2263. Nætur- vörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Merkisrit. Endurminningar Indriða Ein- arssonar eru í prentun. I kveld kl. 20,15 les Guðni Jónsson upp kafla úr bókinni í útvarpið. Útvarpið í kveld. 19,10 Veðurfr. 19,20 Hljóm- plötur: Létt lög. 19,45 Fréttir. 20,15 Upplestur (Guðni Jónsson magister). 20,40 Útvarpstríóið: Létt lög. 21,05 Útvarpshljóm- Bveitín; Gömul danslög. 21,35 Danslög (til kl. 24). Útvarpið á morgun. 10,40 Veðurfr. 11,00 Messa í dómkirkjunni (síra Hálfdán ^imii ... Helgason) 12,00 Hádegisútvarp. 13,50 Endurvarp frá Þýska- landi: Hátíðahljómleikarnir í Bayreuth: Lohengrin, 1. þáttur (til 15,10). 16,05 Endurvarp frá Bayreuth: Lohengrin, 2. þáttur. 17,40 Útvarp til útlanda (öldu- lengd 24,52). 19,10 Veðurfregn- ir. 19,20 Hljómplötur: Létt klassisk lög. 19,45 Fréttir. 20,15 Erindi: Þjórsárdalur (Helgi Hjörvar), 20,40 Einsöngur (Jón Iljörtur, frá ísafirði). 21,05 Upplestur: Sögúkafli (frú Unn- ur Bjarklind). 21,30 Hljóm- plötur: Klassisk danslög. 22,00 Danslög (til kl. 24). Útiskemtan sjálfstæíismanna. Fyrsta útiskemtun sjálfstæð- ismanna á yfirstandandi sumri verður haldin á morgun á liin- um nýja sumarskemtistað Sjálfstæðisflokksins, Eiði við Gufunes. Hefir að undanförnu verið starfað að margvíslegum undir- búningi og má fullyrða, að þarna verður liina bestu skeint- un að fá og unaðslegt þar að vera í góða veðrinu. Skemtistaðurinn er ræktað tún við sjóinn og skamt frá er ágælur baðstaður, einn liinn allra besti i nágrenni Reykja- vikur. Alþingismennirnir Magnús Jónsson, Tlior Thors, og Guðm. Eiríksson bæjarfulltrúi lialda ræður. Veitingar verða í stóru tjaldi. Hin ágæta „Sumarldjóm- sveit“ leikur undir dansinum. Bátar verða í förum frá Steinbryggjunni. Einnig geta menn farið í strætisvögnum inn í Vatnagarða eða í bílum frá B. S. R. Gamla Bíó. EFTIRSÓTTI LÆKNIRINN. Þessi mjmd er óvanalega hressileg á að horfa. Hún gerist að mestu í nútíma sjúkrahúsi í Ameríku. Kvikmyndin er gerð samkvæmt sjónleik Theodor Reeves. Aðalhlutverkin, lækna tvo og keppinauta i ástum, leika Chester Morris og Robert Taylor, en hjúkrunarkonu, er mjög kemur við sögu, leikur Virginia Bruce. — Kvikmyndin er leikin í síðasta sinn í kveld. Hití og þetta ----o---- Nýtísku árásarflugvélar. Ensk blöð birta þær fregnir, að Þjóðverjar séu nú að smiða árásarflugvélar, sem geti flogið í svo mikilli hæð, að engar fall- byssur dragi svo liátt. Geti flug- vélar þessar, sem þau kalla „hálofts-flugvélar“, því flogið yfir liorgir og herskip, án þess að nokkur hætta sé á, að skot úrjifallbyssum á jörðu niðri eða á herskipum, grandi þeim. Flug- vélar þessar kváðu geta flogið í 20.000—30.000 enskra feta liæð. Miklar loftflotaæfingar verða haldnar í Þýskalandi í sumar, yfir Luna verksmiðjunum (mesta olíuframleiðslufyrir- tæki Þjóðverja), en þær eru í 100 enskra milna fjarlægð frá landamærum Þýskalands og Tékkóslóvakíu. En Bretar eiga líka flugvélar af svipaðri gerð í smíðum. Þeir hafa nýlega lokið við smiði á flugvél, sem nefnist Gloster Gladiator og getur hún liafist 20.000 ensk fet í loft upp á níu mínútum. Atvinnuleysið í heiminum er eitthvert allra mesta bölið, sem þjóðirnar liafa átt og eiga enn við að stríða. Tala atvinnu- leysingja hefir verið ægilega há mörg síðustu árin. Árið 1934 var talið, samkvæmt heimild- um þeim, sem fengust úr flest- um eða öllum ríkjum lieims, að tala atvinnuleysingja væri alls 22 miljónir manna. Menn eiga örðugt með að gera sér grein fyrir því, hversu stór hópur sá mundi sýnast, ef þessar 22 milj- ónir manna væri allar á einum stað og í einum hóp. Atvinnu- Ieysingjum hefir vafalaust IKAIPSKARJK] Tvíburavagn óskast keyptur. Simi 3098. (495 Innan við bæinn á að seljast yndislegt hús á fallegu túni. Eignaskifti geta komið til mála. Uppl. í síma 2866. (498 Barnavagn til sölu á Baróns- stíg 25, uppi. (507 Betanía. Samkoma verður haldin annað kvöld kl. 8V2- Jó- hann Hannesson, cand. theol. talar. Allir eru velkomnir. (491 Heimatrúboð leikmanna — Hverfisgötu 50. Samkomur á morgun. Bænasamkoma kl. 10 f. h. Almenn samkoma ld. 8 e. li. í Hafnarfirði, Linnétsstíg 2. Samkoma kl. 4 e. h. Allir vel- komnir. (500 iTAPAtFUNDIf)] Kvenúr fundið. Uppl. Grund- arstíg 1. (503 Tapast liefir brún handtaska með ýmsu smádóti í. Finnandi vinsamlega geri aðvart í síma 4970. (504 fækkað að miklum mun síðustu tvö árin, eftir að talning sú fór fram, sem liér um ræðir. — Tveimur árum áður en talning- in fór fram hafði talist svo til, að atvinnuleysingjar allrar ver- aldar væri 29 miljónir manna og liefir þeim þá fækkað um 7 miljónir á þessum tveim árum. SKRlTLUR. Jón á Hóli. — Hvað heitir þú, drengur minn ? — Jón. — Hverra manna ertu? Iivað heitir hann pabbi þinn? — .Tón. — En hann afi þinn. Hvað hét liann eða heitir? — Jón. —- Og langafi — livað hét liann? — Jón. — Og langa-langafi — hvað hét hann? -—- Jón. — Og hvar bjuggu allir þess- ir blessaðir Jónar? — Á Hóli. HVINNAfl Kaupakona óskast strax. — Uppl. á Laugavegi 51. (494 Kaupakonu vantar að Hvassa- felli í Borgarfirði. Uppl. í síma 4848. (496 Ivaupakona óskast á gott heimili strax við Reykjaskóla. Uppl. Suðurgötu 3, miðhæð. ____________________(497 2 kaupakonur óskast. — Uppl. hjá Eyjólfi Eirikssyni, Hafnar- stræti 16. Sími 4065. (499 Vön kaupakona óskast á gott heimili á Rangárvöllum. Uppl. í síma 1136. (502 Telpa óskast til að gæta 2ja barna. -— Uppl. frá kl. 7y2—9. Hverfisgötu 100 B. (490 KF1CISNÆf)ll Áreiðanleg stúlka óskar eftir góðu herbergi í austurbænum nú þegar. Tilboð, merkt: „S. B.“ sendist afgr. Vísis. (492 Sá, sem vildi lána 600 krónur getur fengið íbúð, 2 herbergi og eldhús, fyrir sig eða aðra, strax eða síðar. Tilboð merkt: „Sam- komulag“, sendist á afgr. Vísis fyrir 25. júlí. (493 2 herbergi og eldhús óskast strax. Uppl. í síma 3657. (501 3ja og 4ra herbergja íbúðir í nýlegu og afar sólríku húsi með þægindum, eru til leigu 1. októ- ber eða máske fyr. Tilboð, merkt: „Sanngjarnt“, leggist inn á afgr. blaðsins. (488 2—3 herbergja íbúð með öll- um þægindum óskast 1. okt., helst í vesturbænum. Tilboð, merkt: „S. S.“, leggist á afgr. Vísis. (489 Lítil sólrik ibúð óskast 1. október, sem næst miðbænum. Tvent í heimili. Tilboð sendist Visi, merkt: „Mæðgur“. (504 2 herbergi og eldhús óskast, á sólríkum stað, 1. okt. á neðstu hæð eða í ofanjarðarkjallara. 3 fullorðnir í heimili. — Skilvís greiðsla. Tilboð leggist inn á afgr. Vísis fyrir 25. þ. m. merkt: „Sólríkur staður“. (505 FELAGSPRENTSMTÐ J A X' KRISTALSKLÓ. 58 Það var auðséð, að honum varð mikið um þetta. Stúlkurnar, sem ekki vissu, að njósnað var um ferðir þeirra höfðu farið út um hinar dyrnar. Hann flýfeíi sér fyrir hornið, þar sem múgur manns beið eftir strætisvögnunum, og hraðaði sér því næst aftur að búðinni. Það var auðséð, • að hann var áhyggjufullur í meira lagi. Þegar hann loksins hafði séð fram á, að þær ' voru horfnar sjónum hans, og engin von til íþess, að hann gæti fundið þær aftur, fór hann yfir Piccadilly Circus, og inn í strætisvagn, sem hann kann að hafa farið i til heimilis síns í Barnes. Þegar svo var komið hélt eg heimleiðis og gekk mjög hugsandi til íbúðar minnar við Russell Square. Ðaginn eftir fór eg snemma úr skrifstofunni ■og bjóst til þess að hitta Humphreys, sem enn bjó í Carlton gistihúsi. Gistihússveinn fór með mér upp í Iyftunni og barði að dyrum, en áð- ur en hann gerði það, heyrði eg greinilega, að dr. Feng og Humphreys ræddust við inni í her- berginu. Hlógu þeir og mjög hátt, svo að ekki var um að villast, að það voru þeir. Þegar barið var að dyrum þögnuðu þeir þegar í stað. Eg heyrði, að dyrum var lokað og því næst kallaði Humphreys: „Korn inn!“ Gamli fjármálahöldurinn var einn og lét í Ijósi mikla ánægju yfir að eg skyldi vera kom- . inn. „Það gleður mig sannarlega að sjá yður, Yelverton,“ sagði liann og tók í hönd mér af miklum innileik. „Setjist niður!“ Þvi næst hringdi hann á þjóninn. „Eg hefi verið norður á SkotIandi,“ sagði Iiann, „og kom ekki heim fyrr en í gærkveldi. í næstu viku vona eg, að eg geti flutt inn í hús- ið, sem eg keypti í Hampslead. Eg er orðinn dauðleiður á gistihúsum. Þér verðið að koma og heimsækja mig, þegar eg er búinn að flytja. Þér gætuð komið og snætt miðdegisverð hjá mér!“ Eg þakkaði honum og lét í ljós ánægju yfir boði hans. En eg gat ekki um annað hugsað en það, hver vera mundi orsök þess, að dr. Feng hafði liraðað sér á brott með leynd. Eg gat mér þess til, að hann mundi hafa farið inn í svefnher- bergið og þaðan út í göngin og svo niður. Um aðra leið gat í rauninni ekki verið að ræða. Eða — var hann í næsta herbergi og hleraði á sam- tal okkar? Þjónninn færði okkur whisky og sódavatn og meðan við drukkum það sagði eg honum frá tilraun þeirri, sem gerð hafði verið í Stam- ford, til þess að launmyrða mig. Hvernig sem á því stóð bar eg enn traust til Humphreys, enda þótt hann nyti aðstoðar Harolds Ruthen að ein- hverju leyti. Eg ól meiri grunsemdir i garð dr. Fengs, sökum þess, að hann liafði farið til fund- ar við Thelmu í Bexhill og var þvi mótfallinn, að við værum kunningjar. „Herra trúr,“ sagði Humphreys að frásögn minni lokinni. „Þér megið sannarlega þakka yðar sæla að hafa sloppið lifs af.“ „Já. Eg á lækninum í Stamford mikið að þakka!“ „En bréfið, sem yðar nafn var sett undir! Það átti sannarlega að ganga svo frá þessu, að ekki væri um að villast, að þér hefðuð framið sjálfsmorð.“ „Já, sannast að segja mundi það hafa reynst erfiðleikum bundið fyrir mig að sanna, að eg hafði enga sjálfsmorðtilraun gert, ef rithöndin á bréfinu hefði ekki verið svo gerólílc minni, að það lá í augum uppi, að eg hafði ekki skrif- að bréfið. En sá, sem ætlaði að myrða mig, gerði vitanlega ekki ráð fyrir þvi, að tilraunin mundi mishepnast og eg gæti sjálfur sannað, að bréfið var falsað.“ Því næst sagði eg honum frá manni þeim, sem liafði komið i íbúð mína í fjarveru minni og stolið bréfunum frá Thelmu. „Eg skil,“ sagði Humphreys, „þér liafið kom- ist í þessi vandræði vegna kunníngsskaparins við litlu stúlkuna yðar. Þér megið trúa því, að það er eilthvert leyndarmál, sem Audley er flæktur í, sem verður að lialda leyndu, hvað sem það kostar, —- jafnvel þólt það verði að koma yður fyrir kattarnef. Þér hafið fengið margar aðvaranir og ef eg væri í yðar sporum mundi eg sannarlega taka tillit til þeirra. Hvert svo sem leyndarmálið er hljótið þér að sjá, að það er mjög mikils varðandi — og það er yður í rauninni óviðkomandi. Þess vegna finst mér nú skynsamlegast af yður, að hætta öllum af- skiftum af þessum málum. Vissulega geta ekki verið neinar gildar ástæður fyrir hendi, til þess að þér haldið áfram þessum afskiftum yðar?“ „Það er vegna Thelmu," sagði eg þrálega, „og hennar vegna hefi eg heitstrengt, þótt eg hætti lifi minu, og liversu mörg hótunarbréf sem eg fæ, að komast til botns i ináhnu, sanna svo ótvirætt er, hvers vegna Stanley Audley hefir leikið tvö hlutverk — og hvers vegna hann tók þann kost að hverfa. Framvegis v.e^ð eg að minsta kosti við hinu versta búinn.“ Gamli maðurinn hnyklaði brýrnar með efa- svip á andliti sínu. „Vitanlega,“ sagði liann Ioks, „eg skil!“ Hann brosti lítið eitt. „Þér berið ástarhug í brjósti*til hennar. En það er óliyggilegt, mjög óhyggilcgí. Eg geri ráð fyrir, að þér hafið komist að ýmsu við- víkjandi Stanley?“ „Já, ýmislegt einkennilegu, sem þarfnast skýringa,“ „Einmitt það — og að hverju liafið þér komist?“ Eg sagði lionum frá ýmsu furðulegu við- víkjandi hinum liorfna manni og virtist hann verða alveg forviða. „Eg er ekkert hissa á þvi, þótt yður finnist þetta mál dularfult. Aldrei datt mér í hug, að Audley væri í flokki manna, sem eru aðrir en

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.