Vísir - 26.02.1937, Blaðsíða 2

Vísir - 26.02.1937, Blaðsíða 2
V1SIR Fasista-óeirðir í Belgíu. --o- Foringinn, Degrelle oglSO aðrir teknir fastir. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Degrelle, fasistaforinginn belgiski, var handtekinn í Ghent í gær, fyrir að valda truflunum, er van Zeeland forsætisráðherra flutti ræðu. Degrelle var síðar látinn laus. Um 150 fasistar — eða rexistar — eins og þeir eru kallaðir í Belgíu, voru handteknir, er lögreglan hand- tók Degrelle. Borginon, fulltrúi flæmskra þjóðernissinna á þingi, gerði fyrirspurn út af þessu máli til dómsmálaráðherra á þingfundi í gærkveldi. Sakaði hann lögregluna um hrottaskap. — (United Press). fer VÍSIR DAGBLAÐ Otgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Ritstj.: Páll Steingrímsson. Skrifstofa I J^us^ursjræti 12. og afgr. J S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentstniðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Ný stefna. — Ekki duga góöar bænir, ef ilt skal ske, segir hið forn- kveðna. Aldrei hefir þetta gamla máltæki komið jafn á- þreifanlega fram og nú og ald- rei hafa Sjálfstæðismenn liaft ríkari ástæðu en einmitt nú til að hugleiða þetta heilræði. — Mönnum er orðið ljóst, að hér ber alt að feigðarósi, ef áfram verður haldið á þeirri braut ó- vitans, sem núverandi ríkis- stjórn hefir troðið í tvö ár. Mönnum dylst það nú ekki lengur, að fjármálastefna stjórnarflokkanna er gagnstæð heilbrigðu viðskiftalögmáli, gagnstæð eðlilegri rás við- skifta og starfsemi þjóðarinn- ar. Þessi óheillastefna, sem fyr eða síðar setur alt atvinnu- og athafnalíf landsmanna úr jafnvægi, ef áfram er haldið, hún er rekin af pólitískum ofsa tækifærissinnaðra stjórn- málamanna. Þess vegna duga nú ekki góðar bænir. Þess vegna dugar nú ekki tóm- læti, auðmýkt og skapleysi. — Slíkt liefir aldrei orðið að liði, þegar þörf hefir verið að beina þjóðmálunum úr bölstefnu inn á veg vits og gróanda. Sjaldan hefir sú þörf verið meiri en nú. Þess vegna verður þjóðin sjálf að taka í taumana. Nú stoða ekki góðar bænir, heldur kald- ur og eindreginn veruleiki framkvæmdanna. Þjóðin verður að fá nýja stefnu í fjármálum sínum, ef alt á ekki að fara um þver- bak. Hver mánuður sem liður, meðan haldið er áfram á nú- verandi braut, eykur á erfið- leikana á því að Snúa til baka, þegar loksins verður breytt um stefnu. Þvi lengur sem liður, því erfiðara verður fyrir lands- menn að brjóta af sér þann dróma skipulagningar, hafta og skatta, sem stefna stjórnar- innar hefir hnept þjóðina í. Ef þjóðin hefir reynslulaus- an fjármálaráðlierra og þá flokka við völd, sem sjá sér stundarhag í að auka sér kosn- ingafylgi með ráðstöfunum, sem hljóta, er til lengdar læt- ur, að færa landsmenn í algert öngþveiti, þá hefir þjóðin sjálf valið sér þann kross, er hún ber. En þenna kross getur hún ekki borið til lengdar. Með því mundi hún reisa sér burð- arásinn um öxl, þvi að hún rís ekki til lengdar undir þeim drápsklyfjum tolla, skatta og hlutdrægni, sem nú eru á hana lagðar. Skattastefna stjórnar- innar er óviturleg, vegna þess að hún sýgur merginn úr bein- um framleiðslu og fram- kvæmda. Tollstefna stjórnar- innar er bygð á óheilum grund- velli, því að undir er kvik- sandur svikinna loforða. Hlut- drægni stjórnarinnar er óvitur- leg, eins og ranglæti og hlut- drægni stjórnarinnar er heimskuleg, eins og ranglæti og hlutdrægni jafnan er, en slíkt er stjórninni sámboðið, þótt þjóðin verði að bera kinn- roða af blygðun fyrir að hafa rangláta rikisstjórn. Hér getur ekkert bjargað, nema ný stefna í fjármálum. Afkoma þjóðarbúsins er eins og hver annar rekstur, sem verður að sníða sér stakk eft- ir vexti og fylgja því lögmáli, sem er undirstaða allrar efna- legrar þróunar. S.tarf og af- koma landsmanna verður að finna sitt eðlilega jafnvægi og á því verður hagsæld þjóðar- innar að vaxa og blómgast. — Það er gegn þessu lögmáli, sem fjármálastefna stjórnarinnar hefir brotið sér braut undan- farin tvö ár. En það blessast ekki til lengdar. Sú þjóð uerður margt mis- jafnt að þola, sem hefir rang- láta ríkisstjórn. ERLEND VlÐSJA. Itölsk-þýsk samvinna í Abessiniu. í fréttaskeyti frá Berlín, sem birt er i amerísku blaöi 20 f. m. er rætt allítarlega um stofnun þýsk-ítalsks félags til þess að vinna rnálrna og fleiri efni úr jörS í Abessiniu. ASalbækistöS þessa félags er í Milano og er höfuS- stóllinn 50 miljónir líra, en hann má auka upp í 200 miljónir líra síSar. Hefir félag þetta fengiS einkaréttindi til þess aS leita að málmum og kolum í jörS á til- teknum svæSum í Abessiniu, þ. e. i Wallega, fyrir vestan og austan Harrar og viSar. Gerir félagiS sér vonir ttm, aS þarna megí vinna úr jörS kol, járn, kopar og tin. Ital- ir hafa mexrihluta aSstöSu í félag- inu, sem nýtur aSstoSar þýskra fjármálamanna og verkfræSinga, og þýska iSnaSinum eru veitt ýms forgangsréttindi. 25% af hagnaS- inum á aS renna til ÞjóSverja. Undirbúningsrannsóknir verSa í böndum Leo von Zur Múhlen pró- fessors i Berlín, sem er víSJtunnur land- og jarSfræSingur. ÞjóSverjar gera sér vonir um, segir hiS ameríska blaS, aS verSa þátttakendur í hagnýtingu auS- linda Abessiniu og aS þaS verSi þýsku atvinnu- og framleiSslulífi til mikilla hagsbóta. Ennfremur er taliS, aS vegna stofnunar þessa félags rnuni ÞjóSverjum auSnast &S grynka á skuldum þeim, er þeir hafa safnaS í Abessiníu á undan- förnum mánuSum, vegna mjög aukins innflutnings þaSan, en stefna þriSja ríkisins er aS greiSa skuldir meS eigin afurSum i eins stórum stíl og auSiS er. Er búist viS, aS vélar og verkfæri, sem not- að verSur viS námuvinsluna, verSi framleitt í Þýskalandi. Kússnesk stjórnarvöld banna að auglýsa norska síld. Kaupmannahöfn, 25. febr. Einkaskeyti. FÚ. Norska blaðið „Nörges Han- dels- og sjöfartstidende“ skýrir frá því í dag, að rússnesk sljórnarvöld hafi bannað aug- lýsingastarfsemi fyrir norska síld þar í landi. — Starfsmannafél. Rvíkur heldur árshátíS sína n. k. laug- ardagskvöld aS Hótel Borg. Þar verSur margt til skemtunar, lög- reglukórinn syngur, ræSuhöld, dans o. fl. Degrelle. Norðmenn spá að íslenska krúnan falli. Verðfall á íslensku krónunui i Danmörku. Danska blaðið Social Demo- kratin segir frá því nýlega, að frá Noregi berist þær fregnir, að mjög sé sennilegt, að íslenska krónan verði feld um 20—30%. Um sama leyti segir blaðið að danskir bankar hafi ákvéðið, að kaupa ekki íslenska krónu fyrir meira en 65 kr. hvert hundrað, en áður voru 100 kr. keyptar fyrir 75 kr. Er því um 10 kr. verðlækkun að ræða. Sennilega hefir það líka fljótlega þá af- leiðingu að bankarnir lækkí sölugengið úr 85 kr. pr. 100 kr. sem það nú er í og niður í 75 kr. — Blaðið segir, að Norðmenn fylgist mjög náið með þessum málum hér vegna samkepninn- ar við ísland á fiskmarkáðinúm, og að þeir telji að íslenska krón- an muni verða lækkuð í verði. Bláðið endar svo ummæli sín á því, að Alþingi komi saman 15. febr. og þá muni sjást hverng gengismálunum verði skipað. íbaldsmeon sigra í aukakosningu f Bretlandi. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Aukakosning hefir fram farið í Richmond í Surrey vegna and- láts Sir William Ray. Hann var íhaldsmaður. — Frambjóðandi íhaldsflokksins G. S. Harvie majór bar sigur úr býtum í kosningunni, hlaut 20.546 at- kvæði, en frambjóðandi jafnað- armanna, G. HR. Rogers, 7.709 atkvæði. — (United Press). Um ísland og íslendingasögur birtir blaöiö Stornoway Gazette greinaflokk, eftir Allan D. Mc- Millan. Birtist fyrsti kaflinn, sem er alllangur (No. 1. — Iceland) þ. 25. janúar þ. á. (FB). Alliance Francaise Aðalfundi verður frestaö um óákveöinn tíma vegna veikinda. Lögreglan skerst í leikinn. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. í símfregn frá Santa Monica í Californiu, sem er borg skamt frá Hollywood, er sagt frá því,að 600 verka- menn, sem sest höfðu að í Douglas-flugvélaverksmiðj- unum, vegna þess að kröf- um þeirra hafði ekki verið sint, hafi nú gefist upp, og voru 400 þeirra handteknir án þess að veita nokkura mótspyrnu. Verkamenn gáfust upp, þegar lögreglan, sem hafði dregið að sér mikið lið, var í þann veginn að hef ja árás á verksmiðjuna, en verka- mennirnir höfðu verið látn- ir að mestu afskiftalausir, uns þeir hótuðu að eyði- leggja vélar verksmiðjunn- ar, en þær eru 24 milj. doll- ara virði. (United Press). Upppeistarmenn draga aö sér mik- id lid í Teruel, EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Fregn frá Madrid hermir, að uppreistarmenn dragi að sér mikið lið i Teruel og muni Jieir ætla að hefja sókn þaðan í átt- ina til Castellon de la Plena við Miðjarðarhaf. (United Press). Elsa Sigfúss. Lslenska söngkonan Elsa Sig- fússon, hélt hljómleika í Odd- fellowhöllinni í Kaupmanna- höfn nýl. Á söngskránni voru lög eftir Sigfús Einarsson, Árna Thorsteinson, Handel, Bach, Beethoven, Brahms, Schubert, Scliulz o. fl. Söngkonunni var ágætlega tekið, og varð að syngja þrjú aukalög. Kaup- mannahafnarblaðið „B. T.“ rit- ar um söng hennar í dag og segir að hún hafi hlýja og þrótt- mikla rödd og ósvikna söng- gáfu. „National Tidende“ segir á þessa leið um söng hennar, að engin söngkona í Kaupmanna- Fór frá Bombay í morgun. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Frá Bombay er símað, að Lindbergh og kona hans hafi lagt af stað frá Bombay kl. 7.30 í morgun. Hvert þau ætluðu, létu þau ekkert uppskátt um. (United Press). Síra Bjarni Jdns- son tilnefndor vigslnbisknp. Samkvæmt lögum nr. 38, 30. júlí 1909 um vígslubiskupa, er nýlega um garð gengin tilnefn- ing vigslubiskups fyrir Skál- lioltsbiskupsdæmi hið forna, í stað vígslubiskups Sigurðar Sí- vertsen prófessors, sem fengið hefir lausn frá þeirri þjónustu. — Þegar talning atkvæða fór fram í gær, höfðu 44 tilnefn- ingar borist biskupi, en 74 hafa kosningarrétt. Féllu atkvæði svo sem hér segir: Bjarni Jónsson dómkirkju- prestur og prófastur hlaut 26 atkvæði. Ásmundur Guðmundsson prófessor hlaut 6 atkv. Að öðru leýti dreifðust at- kvæðin mílli 7 andlegrar stétt- ar manna. höfn, og sennilega óvíða í Evrópu, hafi jafn flauels-mjúka og samtímis málmlireinan radd- blæ. Blaðið segir, að það hafi verið m'ikill innileiki og list- ræn fegurð yfir því hvernig hún fór með hinar klassisku aríur á söngskránni. Að endingu spáir blaðið söngkonunni mikilli og glæsilegri framtíð. Elsa Sigfúss er nú ráðin til að halda kirkjuhljómleika í Árós- um, og hljómleika í Ringköbing. Einkaskeyti. FÚ. Wæturlæknir er í nótt Jón Norland, Banka- stræti 11. Sími 4348. Næturvöröur í Reykjavíkur apóteki og Lyfja- búðinni Iðunni. Dr. Símon Ágústsson byrjar a‘S halda fyrirlestraröS viö Háskólann um sálarfræði barna. Fyrsta fyrirlesturinn fljdur hann í kveld í Háskólanum kl. 8J4. i', j : Breyting á fypip- komulagí útvarpains. Frumvarp frá Sjálfstæðismönnum. Þeir Thor Thors, Garðar Þorsteinsson og Gísli Sveinsson bera fram í neðri deild frv. um breytingu á lögum um útvarps- rekstur ríkisins. I fyrsta lagi er ákveðið í breyt- ingunum, að allir starfsmenn skuli skipaðir af kenslumála- ráðherra, með svipuðum laun- um og aðrir sambærilegir starfsmenn útvarpsins. Þá skulu þeir fastráðnir starfsmenn, sem vinna listræn störf, fræðslu og fréttastörf við útvarpið, valdir eftir tillögum útvarpsráðs. Þessar reglur skulu gilda um kosningu útvarpsráðs: 4. gr. laganna orðist svo: Útvarpsráð skipa sjö menn. Skulu þrír þeirra og þrír til vara kosnir hlutfalls- kosningu á Alþingi til fjög- urra ára í senn, og f jórir og fjórir til vara sömuleiðis kosnir hlutfallskosningu meðal allra þeirra, sem út- varpsnotendur teljast og greitt hafa lögmælt gjöld. samkvæmt lögum þessum. Eftir að kosning í útvarps- ráð hefir farið fram á Al- þingi, felur ráðuneytið skrif- stofu ríkisútvarpsins að ann- ast um, að fram fari kosning af hálfu útvarpsnotenda. Heimilt er félögum útvarps- notenda og einstökum út- varpsnotendum að bera fram kjörlista. Skulu á hverjum lista vera nöfn átta manna, þeirra er kjörgengir eru, og fylgi hverjum lista með- mæli að minnsta kosti 200 jútvarpsnotenda. Kjörgengur er hver sá útvarpsnotandi, sem greitt hefir lögmælt gjöld samkvæmt lögum þess- um, er ekki fastráðinn starfs- maður ríkisútvarpsins og er búsettur í Reykjavík eða svo nálægt Reykjavík, að hann geti tekið þátt í störfum út- varpsráðs. Kenslumálaráðherra á- kveður í reglugerð nánar um tilhögun kosningarinnar og talningu atkvæða, enda sé fulltrúum útvarpsnotenda trygður réttur til eftirlits með kosningunni. Kosningu þessari skal vera lokið þegar þrír mánuðir ern liðnlr frá því er kosning í útvarpsráð fer fram á AI- þingi, og tekur þá hið ný- kjöma útvarpsráð við stÖrf- um. Útvarpsráð kýs sér for- mann og ritara. Nú koma ekki fram við kosningu í útvarpsráð af hálfu útvarpsnotenda neinir kjörlistar, og ferst kosning þá fyrir. Skipar þá kenslu- málaráðherra fjóra menn í útvarpsráð af hálfu útvarps- notenda, til næstu fjögurra ára. Ennfremur er það tekið fram að: Útvarpsráðið hefir yfir- stjórn hinnar menningarlegu starfsemi útvarpsins og ræð- ur útvarpsefni. í greinargerð segja flm. svo að það sé rétt að útvarpsnot- endur, sem með afnotagjöldun- um bera uppi starfsemi út- varpsins, ráði mestu um stjórn þess og það fyrirkomulag gæti orðið tii þess að draga úr þeirri óónægju og tortryggni, sem er af hálfu margra í garð útvarps- ins, vegna hlutdrægni í frétta- flutningi og jafnvel fræðslu- starfsemi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.