Vísir - 15.03.1937, Side 3

Vísir - 15.03.1937, Side 3
VlSlR Skíðamótiö NorOlendingar sigra Landsmótið fyrir skíðamenn, sem haldið var í Hveradölum í gær og fyrradag, ætti að hafa opnað augu Sunnlendinga fyrir því, hvar þeir standa nú í skíðaíþróttinni. Það ætti fyrst og fremst að hafa kent þeim það, að þeir kunna of lítið og eru ekki nærri nógu vel þjálfaðir til þes&.að keppa við Norðlendingana, sem sóttu mótið. Munurinn liggur í því, að Siglfirðingar hafa iðkað íþróttina undir handleiðslu góðs kennara í nokkur ár. Það er í fyrsta skifti í vetur að Skíðafélagið hér fær kennara til þess að leiðbeina í íþróttinni. Enda sést nú þegar nokkur ár- angur. En þessu þarf að breyta. Mótorsleðinn. Þetta er mynd af sleða sem Pétur Símonarson frá Vatns- koti i Þingvallasveit hefir smíðað. Er hann útbúinn með mótor og hefir tréspaða að framan, eins og flugvél. Geta spaðarnir knúið sleðann áfram með 80—100 km. hraða á klukkustund á harðfenni, þar sem slétt er. Sagt er að Pétur hafi farið á sleða sínum frá Þingvöllum til Reykjavikur á 1 klst. og 15 mín. Er það sami hraði og hifreiðar fara þessa leið að sumarlagi. — Myndin er tekin af sleðanum í gær á skíðamótinu. Skíðafélag Reykjavíkur átti frumkvæðið að því að mót þetta var haldið, og bauð lil þátt- töku skíðafélögunum utan af landi og þeim íþróttafélögum hér í bæ, sem leggja stund á skiðaíþróttiná. Þessi félög sendu fulltrúa á mótið, auk Skiðafél. Rvíkur sjálfs: 1. Skíðafélag Siglufjarðar. 2. Skiðafélagið Siglfirðingur. 3. Skátafél. Einherjar, Isafirði. 4. Giímufélagið Ármann. 5. Knattspymufél. Reykjavíkur, Þátttaka margra Reykvíkinga féll niður vegna inflúensunnar. T. d. hafði K. R. tilkynt þátttöku margra manna en einungis 2 tóku þátt í þvi, og aðeins í stökkum. Það hefir átt sinn þátt í því, liversu vel þetta fyrsta landsmót Skíðafélagsins tókst, að gott veður hélst i)áða daga mótsins, laugardag og sunnudag. Sólskin var mikið háða dagana, og kul af norðri, en Hveradalir eru skjólsælir, er vindur stendur af þeirri átt. Ivappgangan. A laugardag var kept í 18 km. skíðakappgöngu og hófst liún kl. 1 e. h. við Skíðaskálann Þátttakendur voru 34 og lögðu af stað með 30 sek. millibili. Skiðafélag Siglufjarðar sendi 6 keppendur, Siglfirðingur 7, ís- firðingar 7, Skíðafél. Rvíkur 5 og Ármann 9 keppendur. Leikar fóru þannig, að fyrstur varð að Verdlaunastökkiö. marki Jón Þorsteinsson (Skíða- fél. Sigluf.) á 1 st. 18 m. 26 sek., 2. Magnús Kristjánsson (Isaf.) á 1 st. 18. 47 sek., og þriðji Björn Ólafsson (Skf. Siglufj.) á 1 st. 19 m. 32 sek. Auk þess að eiga 1. og 3. mann varð tími fyrstu fimm mannanna í Skíðafélagi Siglu- fjarðar bestur er liann var lagður saman (6 st. 48 mín. og 15 sek.), og unnu þeir á þann liátt verðlaunabikar þann, er Þ»eir taka Sunn- lendingum mikid fram bæði í kapp- göngu og stökk- um. kendur er við gefandann, lifs- ábvrgðarfélagið Thule. Sá er síðastur kom að marki var 1 klst. 54 m. og 26 sek., en heimsmetið á þessari vegalengd er 1 st. 11 m. og 21 sek. Tími Jóns Þorsteinssonar er íslenskt met. Fyrra metið átti Magnús er annar varð: 1 st. 19 m. og 22 sek. Sunnudagurinn. Yeður var jafngott liinn síð- ara dag mótsins og liinn fyrra. — Snemma morguns fóru þeir á kreik er gist höfðu í Mynd: Tr. M.* Skíðaskálanum eða á Kolviðar- hóli og fóru að liðka sig í brekk- unum. Fjöídi skíðamanna lagði a' slað héðan úr hænum með Skiðafélaginu kl. 9 árd. í gær auk þess fóru menn úr öðrum íþróttafélögum og Steindór hélt einnig uppi ferðum. Ekki höfðu allir skíði meðferðis, sem fóru þarna upp eftir. Þegar mest var fjölmennið var talið að um 800 manns liefðu verið þarna efra. Skemti fólk sér hið hesta með- an kepnin fór fram, enda þótt sæti áhorefnda væri köld og liörð, þ. e. bert harðfennið. Stökkið. Skíðastökkið fór fram nokk- uru fyrir austan Skíðaskálann. Hafði verið hlaðinn stökkpall- ur þar í brekku einni og fönn- inni fyrir neðan verið rótað tíl, svo að hún yrði sem mýkst, þvd að hættulegt er að þreyta skíða- stökk þar sem liarðfenni er und- ir stökkpalli. Hið íslenska met í skíðastökki er talið 44 metrar, en í þessari Ijrekku var ekki liægt að stökkva meira en rúma 30 metra. Það er og ekki ávalt stökklengdin sem sigurinn, velt- ur á, lieldur að miklu leyti stíl- fegurðin i stökkinu. Þátttakendur voru 17: Frá Ármanni 3 (Sigurður Ólafsson, Bjarni Ásgeirsson og Brandur Tómasson), 2 frá K. R. (Gunnar .Tolmson og Pétur Söbstad), 5 frá Skíðafélagi Siglufjarðar (Jón Stefónsson, Björn Ólafs- son, Þorst. Benónýsson, Jón Þorsteinsson, Stefán Þórarins- son) og 7 frá Skíðafélaginu Siglfirðingur (Óskar Sveinsson, líelgi Sveinsson, Sigurgeir Þor- sleinsson, Ketill Ólafsson, Jó- hann Sölvason, Kristján Þor- varðsson og Alfred Jónsson). Fyrst þreyttu menn reynslu- stökk og síðan liófst kepnin, og slökk þá hver þátttakandi tvö stökk. Ógilt er stökk talið, ef menn detta i brekkunni, eða styðja niður liendi. Aftur á móti er stökk gilt talið, þótt menn detti, þegar komið er niður á jafnsléttu. Verðlaunin. Lengst stukku: 1. Alfred Jónsson 28,5 m. 2. Jón Þorsteinsson 27 m. 3. Gunnar Johnson 27 m. Aðrir stukku lieldur styttra. Þegar stökkrauninni var lok- ið var haldið heim að skálan- um og sýndi þar skíðakennar- inn Lingsom kunnáttu sína. IO. 4 fór fram afhending verðlauna við Skiðaskálann, og hlutu þeir aukaverðlaun er bestu afrekin unnu, Alfred fékk stökkskíði, en Jón skíðastafi. Fyrir skíðastökkið fékk Al- fred 216,2 st., Jón 212,2, og Jóhann Sölvason 209,8 stig. Þegar þessu var lokið fóru Síra Bjann Jónsson: Slgnrðnr fijörns <r brunamálastjóri er ungur maður, þó að sjötugari verði að telja hann, því að sann- anlegt er, að hann er fæddur 14. marz 1867. Voru foreldrar hans Björn Sigurðsson bóndi á Tjörn, og kona hans, Elín Jónsdóttir frá Skúmsstöðum á Eyrarbakka, Þor- steinssonar. Var Sigurður 1 árs, er faðir hans dó, en móðir hans Tifði fram yfir aldamótin. Naut Sigurður hins besta upp- eldis og var vandað til uppfræðslu hans, eins og kostur var á. Nám. stundaði hann af kappi við Möðru- vallaskólann og útskrifaðist það- an 1890. Gerðist hann þá kennari og síðar fékst hann við verslunar störf, og var um nokkurt skeið starfsmaður Gránuíélagsins i Sauðárkróki. Bar mjög á dugnaði Sigurðar or hefir svo verið til þessa dags, r hann hefir ötull og reifur starfað með elju og kappi að áhugamálum. Það þarf ekki annað en sjá Sig urð á götu, til þess að íullvissas- um, að þar er maður, sem hef: ekki tíma til þess að standa leng: sömu sporum. Fóthvatur er har altaf á fleygiferð, og svo hefir h: ávalt verið ríkur af lifsfjöri c tápi. Margt hefir um dagana kaH að á fylgi Sigurðar, en tvent hef' átt allan hug hans, — heimilið starfið. Sigurður átti þvi láni að fagr- að eiga hina ágætustu konu, Snjó laugu Sigurjónsdóttur frá Lax rnýri. Sóttu bræðurnir, sira Ám prófastur og Sigurður konur sinn- þangað, og var það val þeim há* uni giftudrjúgt. Það vita allir. sc-r Frh. á 4. síðu. margir að halda af stað til bil- anna, en þeir biðu flestir við Kolviðarhól. Kl. 6 var Jiátttakendum móts- ins haldið kaffisamsæti í Skíða- skálanum. L. H. Míiller, kaup- maður, hinn ötuli formaður Skíðafélagsins hélt ræðu undir borðum og þakkaði keppendum fyrir komuna og starfsmönnum þess fyrir góða samvinnu. Só- fús Árnason jiakkaði fyrir hönd aðkomumanna. Stóð samsætið i rúma klukkustund og var glatt á lijalla. Eftir það fóru menn að halda heimleiðis. Frakkland, Pólland og Maginot-virkin. Frakkar hafa sem kunnugt er komið sér upp svo öflugum víggirð- ingum á landamærum Frakklands gegnt Þýskalandi, að engin dæmi eru til, að nokkur þjóð hafi bygt eins stórkostleg landamæravirki. Virki þessi eru að miklu lejdi neðanjarðar, bygð af stáli og úr steinsteypu, og hafa kostað of fjár. Eru þessar víggirðingar vana- lega kallaðar „Maginot-virkin“ eða „Maginot-línan“, en Maginot hershöfðingi var helstur hvatamaður þess, að virkin voru gerð. í febrúarmánuði s. 1. tilkynti Daladier hermálaráðherra, að samskon- ar víggirðingar yrði gerðar á landamærum Frakklands gegnt Belg- íu og Svisslandi. Viðbótarvíggirðingarnar verða gerðar á næstu fjór- um árum og verður á þeim árum varið 19 miljörðum franka land- vörnunum til styrktar. Með þessum framkvæmdum hyggjast Frakk- ar ætla að koma algerlega í veg fyrir það, að Þjóðverjum geti hepnast að brjótast með her inn á Frakkland. — Rætt hefir verið um að koma upp „Maginot“-virkjum í Póllandi með fjárhagslegum stuðningi Frakka og er um það rætt í grein, sem birtist í kunnu amerísku blaði, og hér er stuðst við. Frá Þýskalandi hafa borist fregnir um það, að Pólverjar ætli að konia sér upp „Magi- not“-virkjum á landamærum sínum gegnt Þýskalandi, með f járhagslegum stuðningi fm Frökkum. Er þvi mikilvægt að kyiina sér livað raunverulega vakir fyrir Pólverjum og hver aðstaða þeirra er. Ýinsir liyggja, að Pólverjar hafi tekið ákvörðun um að koma sér upp öflugum virkjum á landamærunum, vegna þeirr- ar ákvörðunar Þjóðverja, að banna pólskum farþega-flug- vélum að fljúga til Þýskalands. Var talið, að þetta stafaði af því, að Þjóðverjar væri að koma sér upp virkjum við landamærin, og vildi koma i veg fyrir það með fyrnefndri ráðstöfun, að Pólverjar gæti tekið ljósmyndir úr lofti af landamærasvæðunum. Sé þetta rétt, segir blaðið, er ekki við öðru að húast en Pól- verjar fari að dæmi Þjóðverja og treysti landamæravarnir sin- ar. Kostnaðurinn við Maginot- línuna í Fralddandi varð gífur- legi^r. En pólsk-þýsku landa- mærin eru miklu lengri en fyakknesk-þýsku landamærin. Og Pólverjar liafa alls ekki efni á því, að viggirða landamæri sín eins vel og Frakkar hafa gert hjá sér, enda þótt Pólverjar hafi eigi alls fyrir löngu fengið stórkostlegt lán i Frakldandi til aukinna landvarna. Nú er það svo, að Pólverjar Icafa þegar gert margar og mik- ilvægar ráðstafanir til þess að verja landamæri sín og þeir eru staðráðnir í að hafa landamæra- virki sín eins fullkomin og þeim er auðið. En þeim, sem kunnugir eru staðháttum á pólsk-þýsku landamærunum, er ljóst, að kostnaðar vegna yrði ókleift að koma upp eins öflug- um virkjum á landamærum Póllands gegnt Þýskalandi og Frakkar liafa komið sér upp á vestur-landamærum sínum gegnt Þýslcalandi. I fyrr nefndri grein er á það drepið, að í blöðum komi oft fram mjög ósamhljóða fregnir um utanríkismiálastefnu Pól- verja, stundum sé þeir taldir bandalagsþjóð Frakka og svo er kannske bráðlega um þá rætt sem væntanlega bandalagsþjóð Þjóðverja gegn Frökkum og Rússum. Hvaða firrur hér eru á ferðinni liggur í augum uppi segir í greininni. Pólverjar geta ekki snúist algerlega móti —- hvorki Þjóðverjum eða Frökk- um. IJitt verður að viðurkenna, að kringumstæðurnar gæti orð- ið þær, að Pólverjar yrði i al- gerri andstöðu annað hvort við Þjóðverja eða Frakka en til- gangur þeirra og markmið er að halda vináttu beggja þessara þjóða. Greinarhöfundurinn kveðst liafa kynst Josepli Beck, liinum slynga utanríkismálaráðherra Póllands, mæta vel. Og hann segir, að þeir menn skilji ekki vandamál Póllands, sem ælli hann ekki starfa í nánu sam- ræmi við Rydz-Smigly mar- skálk, eftirmann Pilsudski. Pólverjar eru staðráðnir í að vera áfram sjálfstæð þjóð — segir greinarhöfundurinn. íbúa- tala Póllands er nú 35 miljónir. Þjóðin er næstum því eins mannmörg og Frakkar. En lega Póllands er þannig, að það hefir á livora hlið við sig' stórveldi, Þýskaland á aðra, en Sovét- Rússland á hina. Og Pólverjar hafa alt að vinna, að halda frið við báðar þessar stórþjóðir. En Pólverjar geta heldur ekki gengið í náið bandalag við hvor- uga þessara þjóða. Vafalaust óttast Pólverjar Rússa meira. Pólverjar muna vel hversu þeir voru kúgaðir af Rússurn á keisaraveldisdögun- um. Og þá hafa þeir ekki gleymt innrás bolsvíkinga. Rússar standa þeim fjær en Þjóðverj- ar. Og árið 1934 vann Pilsudski það kraftaverk, að leggja grund- völl að tíu ára hlutleysissáttmála milli Pólverja og Þjóðverja og einnig milli Rússa og Pólverja. En ef það væri athugað hvort Pólverjar gæli þegið hernaðar- legan stuðning frá Þjóðverjum gegn Rússum, kemur í ljós, að þeir ætti það á liættu, að fram- hald yrði á því, að Þjóðverjar liefði lier i Póllandi. Lega Póllands — milli Þýska- lands og Rússlands — og Pól- land er 150.000 ferhyrnings- mílur að flatarmáli — er nokk- ur trygging fyrir þvi, að friður- inn haldist. Hvorug þjóðanna, Rússa og Þjóðverja — getur ráðist á liina, án þess að það hitni á Póllandi. Það er að minsta kosti erfitt að sjá, að til þess muni koma, með öðru móti. Og ef Pólverjar vilja við ívoruga þjóðina berjast eru þeir jafnragir við að þiggja aðstoð annarhvorrar þeirra, ef til styrj- aldar kæmi, hvort sem Rússar eða Þjóðverjar væri vinir eða ó- vinir Póllands. Afstaða Rúmena verður svip- uð að þessu leyti — þeir geta vart leyft Rússum að fara með< her manns yfir land sitt. Þeir óttast, að Riissar myndi ekki fara þaðan aftur, a. m. k. ekki úr þeim liluta landsins, sera þeir áttu fyrir heimsslyrjöldira. það er þetta, sem gerir hernað- arákvæði f rakknesk-rússneska sáttmálans veikari en ella, að það verður í reyndinni svo erf- itt fyrir Rússa að geta beitt sér hernaðarlega með Frökkum gegn Þjóðverjum. 1 viðræðum frakkneskra og pólskra yfirforingja er fullvrt, að komið hafi fram aukinn skilningur á þvi, að Frakkar geti ekki búist við beinni hern- aðarlegri bjálp frá Pólverjum. Og það er að koma fram víðar sú skoðun, að beppilegast sé að stefna að því, að hver þjóð álf- unnar um sig sé sem best undir það búin, að verja sig gegn á- rásum. Þess vegna leggja hermála- Frh. á 4. síöu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.