Vísir - 03.04.1937, Side 2

Vísir - 03.04.1937, Side 2
V 1 S I R VtSIR DAGBLAÐ Otgefandi: BLAÐAOTGÁFAN VlSIR H.F. Ritstj.: Páll Steingrímsson. Skrifstofa I ^us^urs^ræy 12. og afgr. | S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Tvennskonar „viðreisn“. Eins og frá liefir verið skýrt áður, hafa socialistar borið fram á Alþingi tillögur um það, sem þeir kalla „alhliða viðreisn sjávarútvegsins“, en öll uppi- staða þessara tillagna þeirra er fengin „að láni“ frá sjálfstæðis- mönnum. En þetta er ekkert einsdæmi, þvi að svo er einn- ig um flestar þær ráðstafanir til „viðreisnar atvinnuvegun- um“, sem núverandi valdhafar hafa ráðist í að framkvæma, að drögin til þeirra hafa verið fengin úr tillögum, sem sjálf- stæðismenn hafa horið fram. Hinsvegar hefir framkvæmd þessara ráðslafana orðið tals- vert á annan veg, í höndum so- cialista og framsóknarmanna, en sjálfstæðismenn liöfðu ætl- ast til, enda farið mjög í handa- skolum að ýmsu leyti. Og að sjálfsögðu er það einnig svo, um tillögur socialista til alhliða „viðreisnar“ sjávarútvegsins, sem nú eru komnar fram, að þó að uppistaðan í þeim tillög- um sé í aðalatriðum sú sama og í tillögum sjálfstæðismanna á undanförnum þingum, þá er framkvæmdin ráðgerð mjög á annan veg. Á þinginu 1934 báru sjálf- stæðismenn fram frumvarp um „skuldaskil“ útgerðarfyrirtækja í því skyni að koma allri sjáv- arútgerðinni á heilhrigðan fjár- liagslegan grundvöll. Socialistar og framsóknarmenn tóku hönd- um saman um það, að ein- skorða skuklaskilin við vélbáta- útgerðina, og bægðu linuveið- ara- og togaraútgerðinni alger- lega frá. En til „viðreisnar“ „stór“-útgerðinni báru socialist- ar svo fram frumvarp sitt um „togaraútgerð rikis og bæja“, sem hefja átti með útgerð 3—5 nýtísku togara! Útgerð gömlu togaranna var ekki talin þess makleg þá, að verða aðnjótandi nokkurrar fjárhagslegrar við- réttingar, og mun henni hafa verið æflað að sökkva til botns í skuldafenið og útgerðarmönn- unum að verða gjaldþrota, en meðan því færi fram átti tog- araútgerð ríkis og bæjarfélaga“ að annast um „endurnýjun“ skipastólsins. Smátt og smátt hafa nú so- cialistar áttað sig á því, að þess- ar ráðstafanir mundu ekki ein- hlítar til þess að fullnægja at- vinnuþörf verkalýðsins. Og smátt og smátt hafa þeir einn- ig séð það ráð vænst að hverfa að tillögum sjálfstæðismanna um allsherjarviðreisn útgerðar- innar, eins og hún nú er, og reyna að tryggja rekstur þess skipastóls, sem er fyrir hendi. Á þinginu 1936 féllust stjórnar- flokkarnir á, að gera línuveið- araútgerðinni nokkurn kost á aðstoð til skuldaskila, með sama hætti og vélbátaútgerðin liafði þegar fengið, svo sem upphaflega var gert ráð fyrir i tillögum sájlfstæðismanna. Og nú er loks svo komið, að social- istar hafa látið sér skiljast það, að togaraútgerðin verði einnig av komast á „réttan kjöl“ fjár- hagslega, með einhverjum liætti. „13.“ þing alþýðusam- bandsins gerði samþykt um að stórútgerðarfyrirtæki skyldu verða „gerð upp“, og sam- kvæmt þeirri samþykt, bera so- cialistar nú fram frumvarp um einskonar „skuldaskil“ togara- útgerðarinnar, eða með öðrum orðum um allsherjar-gjald- þrotameðferð hennar! Með þeirri aðferð, að gera togaraútgerðarfyrirtækin gjald- þrota, og koma skipum og öðr- um eignum þeirra í liendur nýrra eigenda, ríkis, hæjarfé- laga, samvinnufélaga, hutafé- félaga eða jafnvel einstakra manna,þannig að útgerð þeirra verði lialdið.áfram á „heílbrigð- um fjárhagslegum grundvelli“, eins og það er orðað, er til- gangurinn sá, að „velta“ skuld- unx þeim,* sem útgerðin liefir safnað, með margra ára tap- rekstri, af útgerðarfyrirtækjun- um, og hefja svo á ný starf- rækslu þeirra i.ndir öðru nafni, að dæmi verstu „svindilbrask- ara“! En á þessu „þjóðráði“ so- cialista er sá Ijóður, að með þessum hætti verður engan veg- inn undan þvi komist, að borga skuldirnar, sem á útgerðarfyrir- tækjunum hvíla, og ekki einu sinni þann hlula þeirra, sem til- gangurinn var að „velta“ af sér. Socialistar hugsa sér, að hið „nýja útgerðarfélag“ þeirra geti fengið útgerðartækin fyrir gjaf- veírð, en í rauninni yrði það ekki svo, nema aðeins að nafn- inu til. Við gjaldþrot útgerðar- fyrirtækjanna, mundu miljóna- töp lenda á hönkunum. Þau miljónatöp yrði ríkissjóður að lokum að taka að sér að greiða vegna ábyrgðar sinnar á fjár- reiðum bankanna. En til þess að standast sfraum af þeim greiðslum, yrði ríkissjóður að skattleggja atvinnureksturinn í landinu, og þar með liið nýja „útgerðai’félag" socialista! Slíka „viðreisn“ sjávarútvegs- ins hafa sjálfstæðismenn ekki ráðgert. Tillögur þeirra fara í ]xá átt, að veita útgerðarfyrir- tækjunum aðstoð og aðstöðu til þess að greiða sjálf sem mest af skuldunum, sem á þeim hvíla. Tillögur socialista fara í þá átt, að „velta“ senx mestu af þeiin skuldum yfir á bankana og rikissjóðinn, og stofna þann- ig til fullkomins fjárhagslegs öngþveitis fyrir Iand og Iýð. Eigi að siður er „uppistaðan“ í tillögum socialista fengin frá sjálfstæðismönnum. En það veldur miklu um framkvæmd- ina, í þessu efni sem öðrum, hver á henni lieldur. ERLEND VÍÖSJÁ. Arabar og Gyðingar. 1 einkaskeyti til Vísis frá Lond- on í gær, var sagt frá niðurstöð- um rannsóknarnefndar, sem skipuð hafði verið í Englandi til að at- huga hvernig leysa mætti deiluna milli Araba og Gyðinga í Palestínu. Palestína er nú undir enskum yfir- ráðum, og hefir verið það síðan eftir stríð. Það hafa fyrst og fremst Svíar taka vid bjargarlausu fólki frá Valencia. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Stjórnarherinn heldur áfram sókn sinni á Cordoba- vígstöðvunum og hefir náð nokkurum þorpum og bæjum á sitt vald og eru þeirra meðal Oejo og Villa Harta. Þrátt fyrir mikla úrkomu heldur sókn stjórnar- hersins áfram. Þá er sokn haldið áfram af stjórnarhernum í átt- ina til Penarroya og hafa uppreistarmenn yfirgefið þann stað og gert ýmsar ráðstafanir á undanhaldi sínu til þess að tefja framsókn stjórnarhersins, hlaðið garða yfir þjóðvegina og felt tré og dregið á brýr og vegi og kveikt í, eftir að hafa helt yfir þau eldfimu efni. United Press. Eitt hundrað og finitíu manns, aðallega konur og hörn, lögðu af stað frá Valencia í rnorgun, áleiðis til Svíþjóðar. Sá sænska ræðismannsskrif- stofan um flutning fólksins, sem á engan að vegna styrjald- arinnar, og verður séð fyrir því í Sviþjóð fyrst um sinn. Fjölda nxörg spænsk börn hafa áður verið flutt úr landi, aðallega til Frakklands. (United Press). Loixdon í gær. Fregnunx frá báðunx aðilum ber saman unx það, að Baska- hersveitirixar hafi hörfað und- an, er uppreistarmenn gerðu skyxxdilega sókn frá Vitoria í áttina tjl .Burgos í fyjrradag. Á einum stað rauf uppreistar- lierinn línu Baska-manna, en Baskar segjast liafa konxist á hlið við þann liluta hersins, seixi rauf línuna, og lxrakið liann á bak aftur og sameinað lið sitt á ný. Aftur á nxóti segj- ast uppreistarmenn liafa hald- ið þessuixi stöðvum. Mola hershöfðingi stjórnar sókninni til Bilbao. Bæði uppreistai’inenn og stjónxarliðar senda íxú liðsauka til vígstöðvanna milli Santan- der og Burgos. Herskip stjórnarinnar liafa skotið á Ceuta, á norðurströnd spánska Marokko. — FÚ. Londoix í nxorgun. Enn hefir ekki verið birt op- inberlega hvaða nxenn eigi sæti í hini nýju stjórn í Kataloníu, en eins og áður hefir verið síxn- að, er endurskipulagningunni lokið, og standa sömu flokkar að stjórninni og áður. Orsökin til þess, að dregist hefir að birta lista yfir nöfn ráðherr- anna er sú, að lagt hefir verið til, að allir flokkar, sem að stjórninni standa, i(ndirskrifi yfirlýsingu, er birt verði opin- herlega,þess efnis, að flokkarn- ir heiti stjórninni fullum stuðn- ingi i öllu, sem hún tekur sér fyrir hendur. Er það U.G.T.- flokkurinxx, sem hefir gert fraixiannefnda kröfu, en C.N. T.-flokkurinn hefir neitað að fallast á hana. (United Press). Ný bók um íslaud* Danski bókaútgefandinn H. P. Bov, sem livað eftir annað liefir verið á íslandi, hefir gefið úl bók er lxann hefir sjálfur rit- að og nefnir Forbundtslandet Island (sambandslandið ísland). Ritið byrjar á kafla, sem höf- undurinn kallar: „Verður sam- handinu við Dannxörku haldið áfram?“, og greinir höfundur þar ýmislegt það, er liann telur mæla með eða móti því, að svo verði. Því næst kemur yfirlit um þjóðréttarlega afstöðu Islands til Danmerkur. Því næst ræðir höfundurinn um íslenska versl- un, íslensk fjármál, löggjafar- störf alþingis, skólanxál íslands og alþýðumentun. Bókin er nxjög rólega skrifuð og gætir Iivarvetna fylstu velvildar í garð íslendinga. 2. apríl. FÚ. verið Englendingar, seni hafa ýtt undir flutning Gyðinga þangað austur, og eiga beinlínis upptökin að þvi, að hugnxyndin um nýtt Gyð- ingariki var franxkvæmd. Fljótlega eftir stríð byrjuðu Gyðingar að streynxa til Palestínu undir umsjá Englendinga. Arabar, sem þar voru fyrir, tóku þeim ekki illa í fyrstu og það var ekki fyr en 1929, að upp úr logaði fyrir alvöru. Tilefn- ið var hinn svonefndi „Grátmúr" i Jerúsalem. Gyðingar leggja trún- að á múrinn, vegna þess að þeir segja hann vera leifar hins forna musteris Salomons, en Arabar telja múrinn helgan vegna þess, að svo segir í Kóraninum, að múrinn sé leifar af lxúsi því, sem skepnan Buraq var geymd í, en á þeirri skepnu, segir í helgiritum þeirra, að Múhammed hafi riðið til himins á „nótt valdsins", senx þeir kalla svo. Þannig var fyrsta tilefnið, og aldrei hefir um heilt gróið síðan, þó mest bæri á óeirðum í fyrra og Englendingar sendu þá her til lands- ins. Arabar og Gyðingar eru ólíkir um nxargt. Arabar eru litlir versl- unar og akuryrkjumenn, en meira gefnir fyrir hernað og flökkulíf. Gyðingar eru miklir akuryrkjumenn og peningamenn. Landið hefir grænkað, hvar sem þeir koma, og er það gerólikt Aröburn, sem lítið og illa hafa stundað jarðræktina. Englendingar virðast gera ráð fyrir, að skifta þurfi landinu x tvent — ]xað dugi ekki minna, til að koma á friði milli þessara ólíku þjóða. Dularfnllnr atbnrður í frakkneskum her- búðum. EINKASKEYTI TIL VÍSÍS. London í morgun. Fregnir frá Rheims herma, að sex menn hafi verið drepn • ’r í Mormelon-herbúðunum, en tuttugu særst. Herstjórnin ^rakkneska hefir enn sem komið er ekki viljað, gefa neinar upplýsingar um hvað gerðist í herbúðunum. (Uni- ted Press). Bjðrgunarskútan verður smliuð í Danmörku. Skipasmíðastöðin í Fredriks- sund í Dannxörku var ein af 10 skipasmíðastöðvum innlenduni og erlendum senx tilboð gerðu í að snxíða björgunarskútu fyrir* Siysavarnarfélag Islands. Slysa- varnarfélagð hefir nú fallist á að taka tilboði skipasmiðastöðv- arinnar í Fredrikssund, og verður brátt byrjað að snxiða fyrir félagið 80 snxál. vélskip. (Fréttastofan hefir í tilefni af þessu skeyti snúið sér til Þor- steixxs Þorsteixxssoixar, skip- stjóra, forseta Slysavarnarfélags íslands og staðfestir hann, að fallist hafi verið á tilboð skipa- smiðastöðvarinnar í Fredriks- sund. Ennfremur uppl. hann, að ennþá sé ekki fullgengið frá samningum en telur líklegt, að nxaður fari bráðlega utan fyrir félagsins liönd og verður þá gengið frá samningnum til fulls. Þorsteinn Þorsteinsson segir ennfremur, að fyr en samningnum sé lokið, sé ekld unt að segja nákvæmlega til um það, hversu stórt skipið verði). Útvarpið á morgun. Kl. 9.45 Morguntóixleikar: a) Fiðlusónata i F-dúr (Vor-sónatan), eftir Beethoven; b) Fiðlu-sónata í A-dúr, Op. 162, eftir Schubert. 10.40 Veðurfregnir. 12.00 Hádegis- útvarp. 13.00 Þýskukensla, 3. fl. 13.25 Dönskukensla, 3. fl. 14.00 Messa í fríkirkjunni (síra Árni Sig- urðsson). 15.15 Miðdegistónleikar: Frönsk tónskáld (plötur). 16.30 Esperantókensla. 17.40 Útvarp til útlanda (24.52 m.). 18.0 Barnatínxi: a) Sögur (Þorst. Ö. Stephensen); b) Telpukór syngur. 19.10 Veður- fr. 19.20 Útvarpshljónisv. leikur. 20.00 Fréttir. 20.30 Tíró Tónlistar- skólans leikur. 21.05 Erindi (frá Akureyri): Sagan og áfengið, I. (Brynleifur Tobíasson nientaskóla- kennari). 21.30 Hljóniplötur: Norð- urlandasöngvar. 22.00 Danslög (til kl. 24). Skipafregnir. Gullfoss fór frá Kaupnxannahöfn í gær. Goðafops fórr frá Hull í rnorgun. Dettifoss fer til útlanda í kvöld. Brúarfóss var á Djúpvík í nxorgun. Selfoss er á leið til lands- ins frá Osló. Lagarfoss er í Kaup- mannahöfn. Súðin konx í nótt vest- an og norðan um land frá Póllandi. Esja var á Patreksfirði í gær. Væntanlega hingað í nótt eða á morgun. Fundi Litla bandalags- píkjanna ex» lokid. BandalagiS dettur ekki í sundur eins og bnist var við. EINKASKEYTI TIL VlSÍS. London í morgun. Fundi Litla bandala,gsríkj- anna, sem hófst í Belgrad í gær, í'cstudag, er nú lokið. Sóttu hann utanríkismálaráðherrar allra Litla bandalagsríkjanna þriggja, þ. e. Rúmeníu, Tékkó- slóvakiu og Jugoslaviu. Ýmsar spár höfðu komið fram um það áður en fundur- inn var haldinn, að losna mundi um hin traustu samvinnubönd, sem um mörjg ár hafa verið milli þessara ríkja, og komu þær fram, er það varð kunnugt, að Jugoslavia hafði gert vin- áttu- og viðskiftasamning við DR. BENES, forseti Litla handalagsius. Italíu. Hugðu menn að það mundi leiða til þess að Jugoslav- ar í framtíðinni myndi hyggja meira til samvinnu við ítali og Þjóðverja og þá ef til vill snúa baki við Rúmenum og Tékkó- felóvökum, en þó er þess að geta að nokkuru áður en ítalsk-jugo- slavneski vináttusamningurinn var gerður gaf jugoslavneskur ráðherra yfirlýsingu, sem alls ekki fór í þá átt, að ,gefa neitt í skyn urn það, að Jugosíavar myndi yfirgefa Litla bandalag- ið. Sagði hann, að Jugoslavar fögnuðu yfir því, að ítalir vildi sýna þeim meiri nærgætni og’ sanngirni en verið hefði og Jugoslavar vildi fúslega hafa sem besta samvinnu við þá, en þeir rnundu halda trygð við Litla bandalagið. Þetta hefir nú komið betur í liós á fundinum í Belgrad,. því að það er sagt, að ekkert hafi (gerst, sem bendi til neinna sam- vinnuslita, en að fundinum loknum var gefin út opinber til- kynning til staðfestingar því, að Litla bandalagsríkin mundu halda áfram samvinnu sinni, svo sem verið hefði. Ráðherrarnir létu einnig í ljós, að þeir teldi öllu betur horfa um sambúð þjóðanna en verið hefði, aðallega í suðaust- urhluta álfunnar. — (United Fress). Dr. Niels Nielsen hefir verið boðið að koma til Haag í aprílmánuði og halda þar fyrirlestur í landfræðifélaginu um rannsóknir sínar á íslandi. Dr. Nielsen hefir lofað að fara og mun við það tækifæri sýna kvikmynd þá og skuggamyndir er liann tók á íslandi. 2. apríl FB. aðeins Loftup.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.