Vísir - 03.04.1937, Síða 3

Vísir - 03.04.1937, Síða 3
VISIR <y Fpumvöppin eru meinlaust kák. E inn af þingmönnum Framsóknarflokksins bar í gær fram á Alþingi tvö frumvörp út af vinnumál- unum. Frumvörpin munu vera borin fram í þeim tilgangi að láta svo sýnast gagnvart kjósendum, sem flokkurinn vilji gera málinu skil, en þau leysa á engan hátt þau vandræði, sem nú ríkja í vinnumálunum og eru mikil afturför frá frumvarpi Sjálfstæðismanna um vinnulöggjöf. Frumvörp framsóknarmanna eru tvö og er Gdsli Guðmunds- son flutningsmaður þeirra. — Þessi þingmaður átti sæti í nefnd þeirri, sem atvinnumála- ráðherra skipaði í vetur til að alhuga málið. I þeirri nefnd var enginn fulltrúi frá atvinnurek- endunum, en ástæðan til þess að sósialistarnir og Tímamenn i nefndinni gátu ekki orðið sam- ferða um flutning frumvarps var sú, að sósíalislar vildu ekki hreyfa málinu að svo komnu. Annað frv. Framsóknar- manna nefnist frv. til laga um Félagsdóm. Svarar það frv. að mestu til þess kafla i frv. Thor Tliors og Gárðars Þorsteinsson- ar, sem fjallaði um Vinnudóm- stól íslands. Ákvæðin í frv. Sjálfstæðismanna eru þó mun fyllri og nákvæmari í flestu. Flutningsmaður segir í grg. frv. meðal annars, að heppilegra hafi þótt að nefna dómstólinn, sem um er að ræða, Félagsdóm, lieldur en Vjnnudómstól. Á- stæðuna telur íiann þá, að í meðvitund manna hafi það orð fengið þá merkingu, að dóm- stóllinn skyldi ákveða kaup og kjör verkamanna, og sé það misskilningur. Þetta styðst við það, að svo gegndarlaus og ósannur hefir rógurinn verið um frv. Sjálfstæðismanna um vinnulöggjöf, að einstök orð í frv., sem eru í alla staði eðlileg, eru orðin ónotliæf, sökum þess að búið er að koma því inn lijá vissum hóp manna, að orðin þýði annað en þau þýða í raun og veru. Sósíalistar æstu fylgis- menn sína upp gegn frv. Sjálf- stæðismanna á þeim grund- velli m. a., að í lögunum væri ákvæði um dómstól, sem skyldi ákveða kaup verkamanna. Tímamennirnir, sem koma á eftir og taka upp hugmynd Sjálfstæðismanna telja sig neydda til að breyta eðlilegum orðum sem sósíalistar eru búnir að ljúga rangri merkingu í. Þetta dæmi sýnir m. a. hvers- kyns umbætur Tímamenn telja að gera þurfi á frv. Sjálfstæðis- manna. Síðara frumvarpið sem, G. G. flytur er frv. um sáttasemjara í vinnudeilum. Er það mjög svip- að kafla i frv. Sjálfstæðismanna, sem fjallar um sættatilraunir, en þó er sá munur á, að í frv. Tímamanna er valdsvið sátta- semjara mjög takmarkað og getur það að því leyti ekki kom- ið að iiotum. I bæði frv. Tímamanna vantar öll ákvæði um vinnusamninga og um óréttmætar vinnustöðv- anir en í grg. frv. er gert ráð fyrir, að þau atriði verði lögfest síðar og segir flm., að það sé „eðlileg þróun“ að þessi atriði verði útundan og ekki tekin upp nú. Það mun vera óhætt að segja það um þessi frv. Tímamanna, að þau eru meinlaus það sem þau ná, en hitt er einnig jafn- vist, að þau eru allsendis ófull- nægjandi til að leysa það vanda- mál að trvggja sem best vinnu- friðinn i atvinnulífi lands- manna. Frv. þeirra Thor Thors og Garðars Þorsteinss. er bygt á reynslu annará þjóða, einkum nágrannaþjóða vorra á Norður- löndum, og Tímamenn bæta fáu nýju við þær rannsóknir 'sem lágu fyrir til grundvallar frv. Sjálfstæðismanna. I grein- argerð og fylgiskjölum frum- varps Tímamanna kemur fátt nýtt fram nema skrá um fjölda vinnustöðvana í ýmsum lönd- um, sem nefnd atvinnumálaráð- herrans liefir fengið hjá vinnu- málaskrifstofunni í Genf. Frumvarp Sjálfstæðismanna er svo mjög fyllra og nákvæmara og bygt á svo traustum rann- sóknum, að einsætt er að leggja verður það til grundvallar við samþykt íslenskrar vinnulög- gjafar en ekki þau brot, sem Tímamenn bera nú fram. Framsóknarmenn hera það fyrir sig, að þeir vilji láta virinu- löggjöf þróast hér á landi og láta hana koma á smátt og smátt. Því vilja þeir fella úr frv. Sjálfstæðismanna m. a. ákvæði, sem koma í veg fyrir að vinnustöðvanir skelli á fyrir- varalaust og áður en fullreynt er, hvort ekki verði komist lijá þeirri röskun sem slíkar stöðv- anir valda. En það er augljóst, að sú þró- un sem setning vinnulöggjafar hér á landi á að fylgja er sú þróun sem nú er orðin í verk- fallsmálunum, I landi þar sem vinnustöðvanir koma eitt ár fyrir svo að segja mánaðarlega og annað ár að meðaltali annan hvern rnánuð, dugar ekki að setja önnur ákvæði um þessi mál en þau, sem best fullnægja því markmiði að afstýra slíku Frá Keflavík. Keflavík 1. mars. Nokkrir bátar réru héðan í fyrradag og var afli 8—14 skip- pund á hát. Síðan hefir ekki gefið á sjó. Síðasta hálfan mánúðinn fyr- ir páskana aflaðist vel hér, og virðist útkoma vertíðarinnar í Kéflavík ætla að verða sæmi- leg. Talið er, að meðalafli hát- anna muni nú vera kring um 300 skippund. Útvarpið í kvöld. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljóm- plötur: Létt lög. 19.30 Þingfrétir. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Guðmundur Friðjónsson ' skáld: Kvæðalestur; b) ungfrú Rannveig Tómasdóttir: Frá rústúm Pompei- borgar; c) Frá Grímsey til Akur- eyrar, hrakningasaga eftir Björn Guðmundsson i Lóni (Björn Har- aldsson) ; d) frú Anna Guðmunds- dóttir: Saga eftir Þ. Þ. Þ. Enn- fremur sönglög. 22.10 Danslög (til kl. 24). böli og beina viðskiftum deilu- aðilja á heilbrigðari grundvöll. Það verður ekki annað sagt um frv. Tímamanna en að þau eru kák, að vísu meinlaust kák, en einnig lítið annað, þegar þau eru borin saman við frv. Sjálf- stæðismanna. Það var einkennilegt atvik, að einmitt sama daginn, sem Tíma- menn bera fram frv. sitt á Al- þingi, eða í gær, kom tU rysk- inga sumstaðar og lá við rysk- ingum annarstaðar, á ýmsum vinnustöðvum húsgagnasmið- anna hér í bæ, út af verkfalli, sem nú stendur yfir í þesari iðn. Þetta sýnir það stig, sem þró- unin í verkfallsmálum er komin á hér á landi. En engin önnur lagasetning er í samræmi við þessa þróun, heldur en sú, sem á bestan hátt rejmir að afstýra að slíkt geti átt sér stað, og miðar að þvi í lengstu lög að fresta þess, að. samkomulag náist milli aðila svo að til vinnustöðvana þurfi ekkí að koma. Þess vegna ber að leggja frv. Sjálfstæðismanna til grund- vallar við setningu vinnulög- gjafar en ekki kákfrumvörp Tímamanna. *Í* Einar M. Jónasson. I dag var Einar M. Jónas- son, fyrverandi sýslumaður, jarðsettur. Hann var fæddur hér í bænum liinn 3. júní 1872 og var þannig 64 ára er hann and- aðist 23. mars s.l. Einar M. Jónasson nam lög- lræði við Hafnarliáskóla, og að því loknu stundaði hann mál- flutningsstörf hér í bænum til ársins 1918, er liann var skip- aður sýslumaður í Barða- strandarsýslu. Einar var kvæntur Ragnheiði Hall, sem lifir mann sinn. Eign- uðust þau 7 börn, sem öll eru á lífi og stunda þrjú þeirra há- skólanám. Einar M. Jónasson var að ýmsu leyti mæðumaður, en bar alt andstreymi með hugrekki, og lét ekki bugast. Friður sé yfir moldum lians. Messur á morgun. 1 dómkirkjunni: Kl. 11, síra Friðrik Hallgrimsson. Kl. 5, síra Bjarni Jónsson. Messað í Laugarnesskóla kl. 2 e. h., sira Garðar Svavarsson. BarnagúSsþj ónusta í Laugarnes- skóla í fyrramálið kl. 10.30. 1 fríkirkjunni kl. 2, síra Sigur- geir Sigurðsson prófastur á Isá- firði. Veðrið £ morgun. 1 Reykjavík 4 stig, Bolungarvik 3, Akureyri 3, Skálanesi 5, Vest- mannaeyjum 5, Sandi 3, Kvigindis- dal 4, Hesteyri 4, Gjögri 3, Blöndu- ósi 4, Sigluuesi 6, Grimsey 3, Rauf- arhöfn 5, Fagradal 7, Hólum í Hornafirði 7, Fagurhólsmýri 7, Reykjanesi 3 stig. Mestur hiti hér í gær 9 stig, minstur 2. tJrkoma 0.5 mm. Sólskin 0.8 st. — Yfirlit: Grunn lægð fyrir vestan land. — Horfur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir: Sunnan og suðvestan gola. Smáskúrir. BJÖRN ÓLAFSSON: IJ t v ar p serindi Fyrir skömmu kom hér út bók, er nefnist: „Álit og til- lögur frá Skipulagsnefnd at- vinnumála.“ Er í bók þessari gerð allítarleg grein fyrir öll- um helstu atvinnuvegum þjóð- arinnar, látið uppi álit á hrest- um þeirra og gefið i skyn hvað betur mætti fara. Virðist all- mikil vinna liggja bak við út- gáfu bókarinnar að því er snertir skýrslur um ýmsa at- vinnuvegi en um álit og niður- stöður er eins og oftast vill verða í slíkum ritgerðum, um vandasöm og margbrotin efni, að þar er margt sagt af minni þekkingu en skyldi. Eg mun ekki minnast á ann- að efni jbókarinnar þessarar en það er verslunina snertir, og þá að eins það er einhverju máli skiftir innan þeirra marka er eg ætla að halda umræðuefni mínu. Þess getur enginn varist, sem bókina les, að finna það, að köldu andar þar til verslunar- innar. Ekki verður annað skilið en að hún sé talinn æði óþarfur atvinnuvegur og að hún eigi sök á gjaldeyrisvandræðum þjóðar- innar og þeim erfiðleikum er af þeim vandræðum stafa. Kem eg að því síðar. Það er að vísu ekki nýtt að slíkt lieyrist hér á landi frá vissum flokki manna, sem einkis óskar frekar en að þjóðnýta verslunina og aðra at- vinnuvegi þjóðarinnar. En þeir menn lialda því lítið á lofti livert þrekvirki hefir verið af hendi leystsíðasta mannsaldur- inn með því að gera verslunina innlenda. Þar eiga bæði kaup- menn og samvinnumenn lieið- urinn. Fátt hefir orðið þjóðinni að meira gagni en umskiftin í versluninni. En þó er verslunar- stéttin að líkindum rægð og of- sótt meira hér en í nokkuru öðru landi. Er slíkt illa farið og óvitur- lega. Það hefir jafnan sýnt sig að velgengni þjóðanna byggist mjög mikið á yerslun þeirra og viðskiftum, og að fáu er einu landi meiri styrkur en að eiga duglega, heiðarlega og fram- kvæmdarsama verslunarstétt. Framleiðsla og aukin velmegun kemur jafnan í kjölfar við- skiftanna. Hnignandi viðskifti leiða jafnan af sér hnignandi af- komu fyrir hverja þjóð. Þess vegna er það óviturlegt að leit- ast við með öllum ráðum, að hnekkja versluninni og hneppa hana í fjötra sem varna henni að leysa af hendi hlutverk sitt í þjóðfélaginu. Skipulagsnefndin kvartar undan því að mikið fé sé bundið i versluninni, það er að segja, fé eigendanna en ekki fé bank- anna. Fyrsta skilyrði til þess að hægt sé að reka atvinnuveg sómasamlega og á liagfeldan hátt, er að hann hafi nægilegt rekstursfé. Hér hefir það jafn- an viljað brenna við, að aðalat- vinnuvegirnir hafi barist í bökk- um með rekstursfé og sjaldan liaft annað en lánsfé. Árangur- inn hefir orðið sá, ef tap hefir orðið á rekstrinum, að tapið hef- ir lent á lánardrotnunum, sem oftast hafa verið bankarnir. Bankarnir hafa á undanförnum árum tapað stórfé á útgerð og landbúnaði, en á versluninni hafa þeir sama og engu tapað, enda hafa þeir þurft lítið fé að festa í þessum atvinnurekstri. Eg fæ ekki betur séð en að það sé talsverð skammsýni, að æskja þess, að verslunin verði sjálfri sér ónóg með rekstursfé og lifi að mestu á lánum. Ekki mundi hennar lilutur þá verða betri. Ekki mundu allir þegja ef það fréttist að lánsstofnan- irnar töpuðu stórfé á verslun- inni. Frjáls verslun mundi nú vera hrunin í rústir liér á landi ef liún liefði eingöngu lifað á lánsfé á undanförnum árum. Það væri eðlilegt að fé versl- unarinnar leitaði til iðnaðarins, en það er því að eins eitthvað unnið við það, að iðnreksturinn sé heilbrigður og geti orðið þ j óð- in.ni til varanlegs gagns og geti staðið á eigin fótum án stuðn- ings stórfeldra tolla, er að eins hækka nauðsynjar fólksins í óeðlilegu lilutfalli. Slíkur iðnað- ur er ekki til frambúðar. Nú þýtur upp i skjóli innflutnings- haftanna hver iðngreinin á fæt- ur annari. Sumt er gott og mun lifa, annað er ólieilbrigt og mun hverfa með höftunum. Þeir, sem af skorti á framsýni liafa lent í hinum ólieilbrigðu iðngreinum, herjast af alefli fyrir áfram- haldi haftanna. Þannig myndast stétt manna ,sem hefir hag af því að hinu núverandi sjúka verslunarfyrirkomulagi sé við- haldið. Heilbrigð verslun er hin mesta blessun hverri þjóð. Þeir sjá skamt sem hyggja að þjóðar- lieill krefjist þess, að frjáls verslun sé upprætt í landinu. Heilbrigð verslun fylgir jafnan i kjölfar viturlegrar fjármála- stjórnar. Öll fjármálaspilling kemur ofan frá. Þegar fjármál- um ríkisins er viturlega stjórn- að og öll framkvæmd ríkisvalds- ins er réttlát og samviskusöm, þá koma hin sömu einkenni fram á atvinnuvegum þjóðar- innar. Á sama hátt kemur það fram þegar miður fer. Þegar at- vinnulífið og framleiðslan í landinu er reist á heilbrigðum grundvelli þá þarf engar höml- ur á verslunina. Þá mun hún af sjálfsdáðum falla inn í hina eðlilegu rás þjóðlífsins. En þeg- ar eittlivað liefir verið sett út úr jafnvægi er ekki hægt að lag- færa það með þvi að setja lilut- ina enn meira úr jafnvægi. Sumir menn eru nú lialdnir þeim geðbresti, að trúa því, að frjáls verslun sé ein mesta liætt- an fyírir þjóðfúlag nútimans. Sínu máli til .sönnunar reyna þeir að lialda fram ýmsum ann- mörkum sem nú lýsi sér þegar verslunin er frjáls. Þessir menn gera sér ekki grein fyrir, af liverju þeir annmarkar stafa sem koina fram í versluninni á óvenjulegum tímum, eins og þeim, sem yfir standa. Þeir ann- markar stafa af því að allur at- vinnurekstur þjóðarinnar liefir verið settur út úr eðlilegu jafn- vægi. Það mætti eins undrast yfir því að sóttliiti gerði vart við sig hjá sjúkum iriaririi. En í stað þess að ná jafnvæginu er alt gert til að raska því. Það er þjóðinni fyrir bestu að verslunin sé frjáls. Hún á að vera háð skynsamlegri laga- setningu og hyggilegri f jármála- stefnu þjóðbankans, en ekki að vera leiksoppur ríkisstjórnar- innar eða stjórnskipaðrar, ein- valdrar nefndar. Það er næstum broslegt þegar sumir menn i há- tiðlegri alvöru bollaleggja það, að nauðsynlegt sé að halda versl- uninni í skefjum, svo að liún fari ekki með landið á höfuðið. Og þó er það staðreynd, að verslunin stjórnast ætíð af ástandinu á hverjum tíma. En af hverju segja þeir þá að versl- unin, sem að eins stjómast af Norðurland, norðausturland, Aust- firðir: Sunnan og suðvestan gola. Víðast úrkomulaust. Suðausturland: Hægviðri. Skúrir. Maður og kona. Á annan dag páska hóf Leikfé- lagið á ný að leika hið vinsæla al- þýðuleikrit „Mann og konu“ eftir hinni þjóðfrægu sögu Jóns Thór- oddsens. Svo sem kumiugt er, hefir Emil Thorddsen búið söguna fyrir leiksvið, í samvinnu við Indriðá Waage, en hann hefir einnig haft leikstjórn á hendi. Leiknum var á- gætlega tekið nú se'm áður og skemtu áhorfendur sér hið besta, enda hafa hin alþýðulegu íslensku leikrit jafnan náð mestum vinsæld- um meðal almennings hér. Armenningar fara í skíðaferð á morgun og verður lagt af stað kl. 9 frá Iþrótta- húsinu. Farmiðar verða seldir á skrifstofunni kl. 5—9 í kveld. verðnr sýnd í Nýja Bfó á morgnn. Sagan af Shirley Temple fæst hjá hók- sfilnm. Lesið hana áð- ar en þér sjáið myndlna ástandinu, sé að setja landið á höfuðið? Af þeirri einföldu ástæðu, að þeir koma ekki auga á það öfugstreymi sem veldur þvi að þjóðin hefir ,ekki gjald- eyri til þess að greiða fyrir það sem hún vill og getur keypt frá útlöndum. Verslunin 'hefir af þessum mönnum verið gerð að einskonar syndasel, sem allri sökinni er varpað á, alt sem af- laga fer á að vera henni að keiina. Skuldasöfnunin við útlönd er- orðin 1000 kr. á livert manns- harn í landinu. Skipulagsnefnd- in segir: „Þessi skuldasöfnun á upptök sín í versluninni við út- lönd.“ Eg segi: nei. Þessi skulda- söfnun á upptök sín í rangri stefnu í opinberum fjármálum* Þessi skuldasöfnun á upptök sin i þeirri stefnu opinberra fjármála sem hefir eytt um efni fram, sem liefir ekki sniðið sér stakk eftir vexti, sem hefir kent mönnum að lita til opinberra styrkveitinga i stað atvinnu. Þessi stefna sem eykur eyðsluna og þörfina fyrir innflutninginn en örvar ekki hina náttúrlegu framleiðslu þjóðarinnar, hún er undirrót þess ástands í gjald- eyrismálunum sem nú er að vaxa rikisstjórn og bönkum yf- ir liöfuð. Það ástand er nú svo alvarlegt, að liætt er við að skipulagningar-spilaborg gjald- cyrisins hrynji i rústir fyric hinni eðlilegu rás viðburðanna. Niðurl. á mánudag.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.