Vísir - 16.04.1937, Blaðsíða 2

Vísir - 16.04.1937, Blaðsíða 2
VlSIR Tilefnið er brottrekstur Nikulásar prins. Fascistar láta ófridlega EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Símfregnir frá Vínarborg í gær herma, að horfur sé mjög ískyggilegar í Rúmeníu, vegna þess að Niku- lás prins, bróðir Karls konungs var sviftur tilkalli til ríkiserfða og skipað að fara úr landi. „Járnvarðliðið“ svo kallaða eða rúmensku fascistarnir hafa reiðst mjög illa þessu tiltæki Karls konungs og ríkisstjórnarinnar. Nikulás hafði neitað að skilja við konu af ótignum ættum og vildi fá hjónaband þeirra milli viðurkent, en því var neitað, og valdi Nikulás heldur útlegð og að sleppa tilkalli til ríkiserfða. Codreanu, leiðtogi fascista, og aðrir leiðtogar, nota þetta mál mjög í baráttunni gegn Karl konungi og ríkisstjórninni. I llll llllf II —■HIBH IHI— II■ ■M I Tr~nnTn—— VtSIR DAGBLAÐ Otgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstj.: Páll Steingrímsson. Skrifstofa I Austurstræti 12. og afgr. J S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. ,Góðu börnin‘ Umvandanir þær, sem komm- únistablaðið beindi til stjórnar- flokkanna á Alþingi í fyrradag, fyrir „framkomu“ þeirra alla og „skripaleik“ i mjólkurstöðv- armálinu og verksmiðjumálinu, liafa borið skjótan og góðan ár- angur. í gær fór fram úrslita- atkvæðagreiðsla í efri deild um bráðabirgðalögin um leigunám mjólkurstöðvarinnar og í neðri deild um bráðabirgðalögin um skipun sildarverksmiðjustjórn- arinnar. Var nú enginn ágrein- ingur milli stjórnarflokkanna um þessi mál, og samþyktu þeir þau hvort um sig með öllum at- kvæðum sínum. Þvi ákvæði var þó skeytt við lögin um verk- smiðjustjórnina, að þau skuli falla úr gildi um næstu óramót. Hvorugt málið er þó með þessu samþykt til fullnustu, þau eiga, livort um sig, eftir að ganga í gegnum hreinsunareld annarar deildar þingsins. Hins- vegar getur kommúnistablaðið þó stært sig af þvi, að áminn- ingar þess hafi reynst að vera orð í tíma töluð, og að stjórnar- flokkarnir hafi látið sér segjast af þeim, eins og góðurn börnum sæmir að bregðast við umvönd- unum lærifeðra sinna og siða- meistara. Og væntanlega þarf ekkert að ótlast um það, að þeir taki aftur upp óknytti sína í meðferð þessara dýrustu áhuga- mála kommúnistablaðsins. Að visu verður því ekki neit- að, að þeir Bernhard og Ehiar þíngmenn Eyfirðinga, eigi um allsárt að binda, með því að nú virðist sem örlög frumvarps þeirra um stjórn síldarverk- smiðjanna, séu ráðin, og það fái ekki aftur að sjá dagsins Ijós. Og þungt mun þeim, að búa undir reiði framsóknargoðans á Siglufirði, sem fyrir rangsleitni sosialista og ofstopa var sviftur tign sinni og völdum með bráða- birgðalögum Haralds. En það mun ætlunin, að kúga þá til hlýðni við socialistana í þessu máli, og þeim fyrirhugað að ganga undir það „jarðarmen“, að verða að lokum að beygja sig fyrir ofbeldinu og gjalda því jákvæði sitt við atkvæðagreiðsl- una sem eftir er að fara fram i efri deild um bráðabirgðalögin. En lilutskifti „góðu barn- anna“ og hlýðnu er oft þyngra en menn gera sér ljóst. Og þó að hlýðni og undirgefni séu fagrir eiginleikar, í fari liinna „ómyndugu“, þá er það mikill ábyrgðarliluti að þvinga þá fram með ofbeldi, og geta þeir beðið af því tjón á sálu sinni, sem fyrir slíku verða. Verður því jafnan að gjalda varhuga við, að þær kröfur um hlýðni og undirgefni, sem þannig eru gerðar til þeirra ómyndugu, misbjóði ekki réttlætiskend þeirra og meðfæddri ást á öllu sönnu og góðu. En „hvað er réttlæti?“ spurðu kerisveinar kommúnista í stjórn- arflokkunum á þingi í gær. Til- efnið til þess var það, að fulltrú- ar Sjálfstæðismanna í sjávarút- vegsnefnd höfðu borið fram breytingartillögu við lagafrum- varp eitt á þá leið, að.í fram- kvæmd laganna skyldi gætt „fulls réttlætis“. Um þá tillögu lét fjármálaráðherrann svo um mælt, að bún væri í rauninni „sjálfdauð“? Var það skilið á þann veg, að réttlætishugtakið væri ekki til í siðfræði stjórnar- flokkanna og alt réttlæti „sjálf- dautt“ í liöndum þeirra. — Þess er því vart að vænta, að „góðu börnin“, eða hinir ó- myndugu“ i flokki framsóknar- manna megi vænla þess, að nokkurt tillit verði tekið til rétt- lætiskendar þeirra, í sambandi við kröfur þær, sem gerðar kunna að verða til þeirra um hlýðni og undirgefni við vald- boð socialista. ERLEND VlÐSJÁ. Deila breskra sósialista. Undanfarið hafa verið miklar viðsjár í enska jafnaðarmanna- flokknum. Allstór hópur, undir forystu þingmannsins Sir Stafford Cripps, hefir myndað nýjan flokk sem nefnist Socialist League — eða sósialista-sambandið. Stjórn enska verkmannaflokksins ákvað fyrir nokkru a‘5 frá 1. juní séu meðlimir Sosialist League „ókjör- gengir sem meölimir í flokknum". Ákvörðunin þýðir að þessi hóp- ur, sem tók sig út úr fær 2 mánu'Si til að átta sig. Á þessum tíma verða meðlimir hins nýja flokks að ráöa við sig hvort þeir vilji snúa aftur til verkamannaflokks- ins og hverfa frá hinu nána sam- bandi sínu viö kommúnista, eða halda áfram tilveru sinni sem sér- stakur flokkur. Kjósi þeir komm- únistana eru þeir brott reknir, því ályktunin um ókjörgengi þeirra er aðeins annað nafn á brottrekstri. Stjórn verkamannaflokksins hefir ekki eingöngu út á samband Soci- alist League við kommúnista að setja, heldur eru ræ'ðui" foringjans, Sir Stafford Cripps, þeim mikill þyrnir í augum. Hann hefir talað mjög hávært um „krýningar- og afmælis-hégómann" og hvöt hans til verkamanna er að „neita að búa til hergögn" til að ná með því yfir- ráSum í landinu. Einnig hefir hann ráðist ákaft á „afturhaldið“, eins og hann nefnir foringja verka- mannaflokksins., Þessi ræöu- menska hefir mjög orðið til að fjarlægja hann frá sínum fyrra flokki, en Sir Stafford Cripps hef- ir verið talinn með bestu foringja- efnum jafnaðarmanna á þingi, en þar eiga þeir nú lítiíS mannaval. SlldvsiBar NorSmanna vlð ísland í sumar. Það er þegar í undirbúningi að 60 norsk fiskiskip með 12 hndr. manna áhöfn stundi síld- veiðar við ísland á komanda sumri. I þessum flota eru mörg gufuskip. , Síldarolíuverksmiðjur í Nor- egi bjóða nú mjög hátt verð fyrir síld, með því að eins og sakir standa, er skortur á hrá- efni til vinnslu í verksmiðjun- um. — Einkaskeyti. FÚ. Horfir nú svo alvarlega að fullyrt er, að Tatarescu hafi kvatt á sinn fund fylk- isstjóra úr gervallri Rúm- eníu, til þess að taka á- kvarðanir um ráðstafanir til þess að bæla niður óeirð- ir af völdum „ járnvarðliðs- ins“, en ríkisst jórnin telur vist, að það muni nú nota tækifærið til þess að risa upp gegn ríkisstjórninni. Þeir járnvarðliðsmenn hafa árum saman verið m jög óánægðir og fer hatur þeirra í garð Gyðinga dag- vaxandi, og stafar það með- lram af stöðugum undir- róðri gegn Mögdu Lupescu, ]i jákonu Karls konungs, en hún er af Gyðingaættum, og að sögn beitt mjög áhrifum sínum til þess að haldið sé hlifiskildi yfir Gyðingum. Ólgan í Íandinu er þegar komin á svo hátt stig, að því er af ýmsum spáð, að innan skamms muni brjótast út horgarastyrjöld í landinu, og verði yfirforingjar í hernum, sem vinveittir eru Nikulási, forystumennirn- ir. — Enska ráönneytiö ræðir Rúmeníu- málin. Ástand og horfur í Rúmeníu vekja áhyggjur stjórnmála- manna víða um lönd. Fulltrúar íhaldsflokksins breska í utan- ríkismálanefnd þingsins héldu fund út af þessum málum í gær. Bruni á Akureyri. Akureyri 15. apríl. Iílukkan 23,40 í gærkveldi varð elds vart í liúsinu við Hjalteyrargötu 1 á Akureyri. Eldurinn átti upptök sín í lier- bergi, sem 6 börn sváfu í. Eitt þeirra vakti foreldrana, Aðal- stein Tómasson og Steinunni Guðmundsdóttur. Börnin og foreldramir björguðust út klæðlítil. Mistu þau alt sitt, er var óvátrygt. Eldurinn varð slöktur en húsið er mikið brunnið. Upptök eldsins eru, á- litin stafa frá rafmagni. Var fundurinn haldinn fyrir luktum dyrum. Var aðallega rætt um afstöðu Breta til Litla bandalagsríkjanna. Einn fundarmanna talaði við blaðamenn að fundinum lokn- um og sagði að um engan á- greining hefði verið að ræða. Bretland gæti ekki tekið á sig eins bindandi skuldbindingar viðvíkjandiBalkanríkjunum ogí Vestur-Evrópu, en hinsvegar væri ástæða til að taka fram, að í ræðum Anthony Edens utan- ríkismálaráðherra hefði komið fram alveg ótvírætt hver stefna Breta væri gagnvart Litla bandalaginu og Balkanríkjun- um, þótt almenningur hefði ef til vill ekki gert sér ljóst mik- ilvægi þess, sem Anthony Eden befði sagt í þessum efnum. — United Press. Hryöj uverk í Palestína. AðstoSarlögrejlnstjöri í Haifa skotinn til Iiana. London, 15. apríl. FÚ. Óaldarseggir meðal Araba í Palestinu hafa nú liefnt sín á Halim Basta, aðstoðarlögreglu- stjóra í Haifa, en þeir hafa lengi setið um líf hans. Basta var einna ötulastur lögreglumanna i Palestínu við að elta uppi óald- arflokka í óeirðunum í fyrra. Síðastliðið haust tókst þeim að særa hann alvarlega, og var liann nýlega búinn að ná sér og tekinn til slarfa á ný. Síðdegis i dag, er Basta gekk út úr húsi sínu, ásamt lífverði sínum, kváðu við skot og Basta féll dauður niður. Vinnudeilurnar norsku. , Oslo í dag. Norska vélstjórasambandið befir lýst yfir því í Arbeider- bladet, að sambandið sé alger- lega samþykt afstöðu sjómanna- sambandsins til tillagna sátta- semjara og leggur vélstjóra- sambandið til, að tillögumar verði feldar. Höfuðástæðan er, að ekkert ákvæði er um vinnu- tímann. (NRP—FB). KARL KONUNGUR. Franco heidnr áfram að leggja tonflardofl ; Oslo í dag. Norska sendisveitin í Lissa- bon liefir símað utanríkismála- ráðuneytinu, að Franco hafi til- kynt, að haldið verði áfram að leggja tundurduflum milli Cap Vidios og Cap Machiaho á norðurströnd Spánar og milli Cap sacratif og Cap Falco við Miðjarðarhaf, að undanskildum öryggissvæðunum undan Val- encia og Barcelona. (NRP— FB). i Leiðangur Olav Trygvason. Oslo 15. apríl, Hinn fyrirhugaði leiðangur lierskipsins Olav Trygvason til Spánarstranda var ræddur i gærkveldi á flokksfundum í Stórþinginu. — Utanríkismála- nefnd kom aftur saman á fund í dag. Fundurinn var stuttur og ákveðið að fresta samkomu- lagsumleitunum uns nánari upplýsingar værir fyrir hendi. Aftenposten og Morgenbladet ætla, að meiri hluti fáist með tillögunni um að senda her- skipið, en Dagbladet að ganga megi út frá því, að ekkert verði af leiðangrinum. (NRP—FB). Appelsínur fyrir saltfisk. Kaupmannahöfn, 14. apríl. Kaupmannaliafnarblaðið Soc- ial Demokraten skýrir frá því í gær, að samkomulag hafi orðið milli danskra og spánskra versl- unarliúsa uni það, að Spánverj- ar keyptu færeyskan saltfisk fyrir 250.000 krónur og greiddu andvirðið með appelsínum. Með þessum viðskiftum liafa Færey- ingar selt upp fiskbirgðir sínar frá fyrra ári. Fjárveitinganefnd danska þingsins leggur það til, að veita Færeyingum 20.000 króna rikis- lán til þess, að gera tilraunir með kolavinslu og leirnám á Færeyjum og er þetta gert í at- vinnubótaskyni. Aulc þess veitir samband danskra verkamanna 150.000 króna lán í sama skyni. Einkaskeyti. FÚ. Skip við Spánarstrendur aðvöruð. Osló, 14. apríl. Frá San Sebastian er símað, að yfirmaður flotans liafi birta látið aðvörun til skipa um að mjög hættulegt sé vegna fyrir- hugaðra sjóliernaðarlegra að- gerða að fara um svæðið milli Kap San Adrian og Baldayo. Flotayfirvöldin neita að taka afleiðingunum, ef illa fer, sé aðvöruninni ekki sint. (NRP. — FB.). K.F.UJH. og K. Æskulýðssamkoma í kvöld kl. 8)4. Bjarni Eyjólfsson talar. Efni hans er: „Vilt þú eignast samfé- lag við Guð?“ Er það ekki tíma- bær spurning? Á fundi í Sameinuðu Alþingí í gær var samþykt tillaga sú um utanríkismálin o. fl., sem samkomulag varð um i utanrík- ismálanefnd. Tillagan er svohljóðandí: „Alþingi ályktar að fela , ríkisstjórninni að undirbúa nú þegar í samráði við ut- anríkismálanefnd, þá til- liögun á meðferð utanrík- ismála, innanlands og utan, sem best kann að henta, er íslendingar neyta uppsagn- arákvæðis sambandslag- anna og taka alla meðferð málefna sinna í eigin hend- ur. Tillögur um mál þessi séu síðan lagðar fyrir Al- þingi. Allur kostnaður við undirbúning málsins greið- ist úr rikissjóði“. Upprunalega tillagan um undirbúning á fyrirkomulagi utanríkismála, kom fram frá stjórnarliðinu, en við hana gerðu Sjálfstæðismenn breyt- ingartillögu í þeim tilgangi að fá Alþingi til að marka skýrt þá stefnu, að landsmenn taki ineðferð allra sinna mála i eig- in hendur. Sú tillaga, sem samþykt var, er samin upp úr báðum tillög- unum og með lienni er ætlun Sjálfstæðismanna náð, að kveða skýrt á um vilja þingsins í sjálfstæðismálunum. Mjðikurstöðin og Síldarverk- smiðjornar Stjórnarflokkarnir hafa nú útldjáð þau tvö bráðabirgðalög, sem þref Iiefir verið um á Al- þingi í nokkra daga. Bráðabirgðalög Hermanns Jónassonar voru samþykt i efri deild í gær með 8 atkv. gegn 7. Sósialistar gengu vel fram í at- kvæðagreiðslunni, enda liafði Framsókn nú svikið kröfur flokksþings síns og gengist inn á að samþykkja bráðabirgðalög Ilaraldar Guðmundssonar um stjórn Síldarverksmiðjanna. Til- laga frá Gísla Guðmundssyni, um að þau lög skyldu falla úr gildi 31. des. 1937, var samþykt. Þingmenn Eyjafjarðar liafa orðið að beygja sig með hinu Tímaliðinu og ganga á snið við bina álcveðnu samþykt flokks- þings Framsóknarflokksins á móti lögum Haraldar. Tillaga Gisla Guðmundssonar er fram lcomin vegna þess að Tímaliðið hefir verið kúgað til að láta undan eins og svo oft áður. Á væntanlegu haustþingi eftir kosningar verður að taka lögin fyrir aftur og verði stjórnar- flokkarnir þá í meirihluta er ekki að efast um að Tímaliðið verður enn að láta undan. Landsbankanefndin. Á fundi Landsbankanefndar í gær voru endurkosnir endurskoð- endur Jón Kjartansson ritstj. og Gu'Öbr. Magnússon framkvstj. For- seti Landsbankanefndar var kosinn Einar Árnason alþrn., í stað Ingólfs heitins Bjarnasonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.