Vísir - 28.06.1937, Blaðsíða 4

Vísir - 28.06.1937, Blaðsíða 4
vM*m Bæjarfréttir Veðrið í morgun: í Reykjavík io stig, Bolungar- vík 9, Akureyri 8, Skálanesi 9, Kvígindisdal 12, Hesteyri 13, Vestmannaeyjum 8, Sandi 10, Gjögri 8, Blönduósi 12, Siglunesi 8. Grímsey 8, Skálum 8, Fagradal 7. Papey 11, Hólum í Hornfirði 9, Fagurhólsmýri n,Reykjanesi 10. Mestur hiti hér í gær 14 stig, minstur 6. Sólskin 13 st. Yfirlit: Alldjúp lægS rnilli íslands og Skotlands á hreyfingu aust-norö- austur. ísfregn: íshrafl austur af Horni. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói: Noröan kaldi í dag, en hægviöri í nótt. Bjartviöri. Breiöa- fjöröur, Vestfirðir Norðurland: Stilt og víöast bjart veður. Norö- austurland, Austfirðir: Norðan gola. Þurt og víða bjart veður. Suðausturland: Norðaustan kaldi. Allhvass úti fyrir. Þurt og víða bjart veður. Skipafréttir. Gullfoss er væntanlegur til Leith í dag. Göðafoss er á leið til Grims- by frá Vestmannaeyjum. Dettifoss er í Reykjavík. Selfoss kemur frá útlöndum kl. 9—10 í kveld. |Brúar- foss kom að vestan og norðan í morgun. Lagarfoss er í Kaup- mannahöfn. Sendisveinar! Þið sem hafið verið á umferðar- námskeiðum Slysavarnafélagsins, sem eigið eftir að láta merkja hjól- in ykkar, eruð beðnir að koma i kveld kl. 8^2 á skrifstofu félags- ins. Almennur templarafundur verður haldinn í kveld kl. 9. Verður þar rætt mikilsvarðandi mál og er þess vænst, að sem flest- ir templarar mæti á fundinum. Kl. 8 verður veitt trúnaðarstig og um- dæmisstúkustig og eru allir, sem að því starfa, ámintir um að mæta þá. Mæðrastyrksnefndin biður þær konur, sem óska að verða aðnjótandi sumardvalar á vegum nefndarinnar, annaðhvort að Egilsstöðum — mæður og börn — eða vikudvalar að Laugarvatni — konur að eins — að gefa sig fram á skrifstofu nefndarinnar í Þingholtsstræti 18, næstkomandi þriðjudags- og miðvikudagskveld, kl. 8—10. Vegna þess, hve þörfin er mikil, neyðist nefndin að taka það fram, að þess er vænst, að ekki gefi sig fram aðrar konur en þær, sem að öðrum kosti mundu fara allrar sumardvalar á mis. FiskmarkaSurinn í Grimsby laugardag 26. júní: Besti sól- lcoli 40 sli. pr. box, rauðspetta 60 sli. pr. box, slór ýsa 27 sli. pr. hox, miðlungs ýsa 24 sh. pr. hox, frálagður þorskur 20 sh. pr. 20 stk., slór þorskur 9sh. pr. box, smáþorsltur 8/6 sh. pr.box. (Tilk. frá Fiskimálanefnd—FQ.) Farsóttatilfelli í maímánuði voru sem hér segir (tölur frá Rvík í svigum, nema annars sé getið): Kverkabólga 587 (380). Kvefsótt 1718 (789). Blóðsótt 1 (0). Barnsfararsótt 1 (0). Gigt- sótt 11 (1). Iðrakvef 96 (29). Influnsa 234 (Suðurland 30. Vesturland 114. Norðurland 90). Hettusótt 1 (0). Kvef- lungnahólga 40 (8). Taksótt 19 (2). Rauðir hundar 8 (0). Skar- latssótt 33 (Rvík 32. Suðurland 1). Heimakoma 2 (0). Þrimla- sótt 1 (1). Umferðargul'a 9 (0). Kossageit 2 (0). Stingsótt 2 (0). Munnangur 12 (5). Hlaupabóla 31 (2). Ristill 7 (0). — Samtals 2815 farsóttartilfelli á öllu l'and- inu, þar af i Reylcjavík 1168, Suðurlandi506, Vesturlandi347, Norðurlandi 533, Austurlandi 241. (Landlæknisskrifstofan FB.) ----— ------------------ Utan af landi FU. 27. júní. Síðan í gærkveldi liafa komið til Siglufjarðar 10 veiðiskip með samtals 2500 mál af síld, sem veiddist í nánd við Grímsey og Mánáreyjar. I gærkveldi var ill- fært veiðiveður, en þó náðust nokkur lcöst. Veður og sjór versnaði er leið á kvel'd og gerði norðvestan snjóhríð. Leituðu skipin þá skjóls undir Grímsey og voru í gærkveldi þar yfir 200 skip. Síldin óð mikið, þrátt fvrir illviðri, en ágaflega gisið. KJ. 18.45 voru þessi skip komin að: Hafþór, Rán, Vébjörn,Valbjörn, Erlingur 1. og 2., Ágústa og Þor- steinn. Mesta veiði, 550 mál1, liöfðu Njáll, Jón Þorláksson, Gullfoss og Höskuldur. , Síldarverksmiðjan S. R. R. Raufarhöfn náði 25. þ. m. nýju afkastameti, 298 sekkjum á sól- arliring, samsvarandi 1380 sild- armálum, ef mjölmagn er 16 af hundraði. Afköst verksmiðjunn- ar voru í fyrra mest 151 sekkur á sólarhring, eða 1160 mál. Aukn- ingin er því um 20 af hundraði. FtJ. viðrin hér sunnanlands eiga mest- an þáttinn í útbreiðslu þessara sjúkdóma, sem með aukinni rækt- un hafa nijög færst í vöxt. Við At- vinnudeildina er nú unnið að því, •að finna varnarlyf gegn sýkinni, €n hún er í eðli sínu sveppafar- aldur, sem er örðugur og illur við- skiftis og getur valdið miklu tjóni. Liks eðlis er t. d. sýki sú, sem landlæg er í trjám hér og glögg- lega er hægt að sjá í görðum hér 'í Reykjavík, en garðeigendur yf- arleitt gera ekkert við, þótt það sé auðvelt að útrýma henni. Starfsemi Atvinnudeildarinnar í þessum efnum á þá að beinast að þesu tvennu, að auka ræktunina og vernda gegn sjúkdómum og •öðrum slíkum skakkaföllum, sagði Ingólfur að lokum. Og það er von- andi, að sú starfsemi beri sem best- an árangur, því að með því yrði landsmönnutn færð mikil björg í bú, sem of lítið hefir verið sint á liðnum árum. SÍLDVEIÐIN. Frh. af 2. síðu. Hraðfrysting. Hraðfrystihús Óskars Hall- dórssonar hefir fryst 70 smá- lestir af dragnótaveiði síðan 18. þ. m. Fyrri hluta vikunnar var sæmileg veiði, 214—6 smálestir eftir tveggjla til þriggja daga útivist, en síðustu daga var lak- ari veiði, enda óliagstætt veður. Um þessar mundir leggja 10 skip, sem stunda dragnótaveiði, afla sinn í liraðfrystiliús Kaup- félags Eyfirðinga á Akureyri. yið flokkun starfa 42 stúlkur og við móttöku fiskjar 15—20 karlmenn. — Hraðfrysting á þorski og ýsu byrjaði 18. þ. m., en 15. þ. m. var byrjað að taka á móti kola og heilagfiski. Hraðfrystihúsið í Norðfirði hefir keypt alls 75 smálestir af bátafiski — þar af 43 i þessari viku. Sláttur er að byrja i Norð- firði og grasspretta er í betra lagi. II. fiokkur. í kveld fára fram síðustu leikir II. fl. mótsins. Kl. 8 keppa Vík- ángur og K. R. og kl 9. Valur og -Fram. Aðalfundur í. S. f. verður haldinn í kveld í Odd- íellowhúsinu, og hefst kl. 8þá stundvíslega. Fulltrúar eru beðnir að mæta stundvíslega og með kjör- bréf. íþróttaskólinn. á Álafossi hefir sýningu fyrir foreldra barna þeirra, sem nú eru í skól- anum, miðvikudag 30. þ. m. kl. 4 síðd. Farið frá B. S. R. Úttvarpið í kveld: 19.10 Veðurfr. 19.20 Útvarps- hljómsveitin leikur alþýðulög. 20.00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veginn. 20.53 Hljómplötur: Létt lög. 21.00 Erindi (flutt á uppeldis- málaþingi í Reykjavík): Uppeldis- •vandræði og orsakir þeirra (Ár- mann Halldórsson magister). 21.45 Hljómplötur: Sumarlög (til kl.22). Heimsmet í 10.000 metra kapp- göngu. Oslo, 26. júní. Edgar Bruun setti nýtt heims- inet í 10.000 metra kappgöngu í gær, 43.52. Eldra met 44.09. (NRP--FB.) BARNGÓÐ telpa óskast 13 — 14 ára. Uppl. Vesturgötu 24 (niðri). (465 STÚLKA óskast liálfan dag- inn. Engin hörn. Guðlaug Árna- dóttir, Öldugötu 19. (469 MIG VANTAR stúlku 1. júli. Matsalan, Laugaveg 18. (479 STÚLKA óskast á spítala úli á landi. Gott kaup. Uppl. í síma 1254. (472 DUGLEG, rösk og vön stúlka óslcast í þvottahúsið „Grýtu“. Uppl. síma 3397. (473 mmmm LEIKFANGASALAN er í Veltusundi 1. Elfar. Simi 2673. (854 BJARNI VILHJÁLMSSON, slud. mag. Vhisamlegast hring- ið upp 3329. (479 iiiPArruNiifi SEÐLAVESKI hefir tapast. — Finnandi er vinsamlegast beð- inn að gera aðvart í síma 1234, gegn fundarlaunum. (484 LÍTIÐ silfurarmhandsúr lap- aðist föstudaginn 18. þ. m. — Finnandi er vinsamlegast beð- inn að skila því á Freyjugötu 44, gegn fundarlaunum. (483 TAPAST liefir blýantur, merktur „Áslaug“. Vinsamleg- ast skilist liárgreiðslust. „Perla“ Reykjavík. (478 Norska Stórþinginu slitið. Oslo, 26. júní. Stórþinginu var slitið af kon- ungi í dag kl. 13, og fór sú at- liöfn hátíðlega fram að venju. Noblsverðlaunanefndin. Stórþingið liefir lcosið Gunn- ar Jahn í Nobelsverðlauna- nefndina, í stað Mowinckels, sem haðst undan að eiga sæti í henni framvegis. (NRP. FB.). STALIN HELDUR ÁFRAM OFSÓKNUNUM. Oslo, 26. júní. Frá Rússlandi berast stöðugt nýjar fregnir um handtökur í ýmsum hlutum landsins. Meðal hinna liandteknu er háttsettir stjórnmálamenn og yfirforingj- ar í hernum. (NRP — FB.) KtlOSNÆfjH LÍTIL BÚÐ óskast til leigu tvö herbergi samliggjandi. Til- boð, merkt: „Búð“, sendist afgr. Vísis. (457 ÍBÚÐ ÓSKAST. 4—5 herbergja íbúð með nútípiaþægindum, óskast til leigu 1. okt. Til- boð, merkt: „Fullorðið fólk“, sendist Vísi fyrir 30. þessa mánaðar. 3 HERBERGI og eldhús með öllum nýtísku þægindum ósk- ast 1. október fyrir harnlausa fjölskyldu. A. v. á. (466 MAÐUR í fastri, opin- herri stöðu óskar eftir góðri 3ja herbergja íbúð með öllum nútíma þæg- inum 1. okt. n. k. Stúlkna- herbergi þarf að fylgja. — Tilboð auðkent: „33“ sendist afgr. Vísis. FORSTOFUHERBERGI til leigu nálægt Smidhöllinni. — Sími 1579. (483 2 HERBERGI og eldhús og bað til leigu frá 1. júlí á Ei- rikisgötu. A.v.á. (477 1 NÝJU HÚSI er forstofuher- hergi með haði til leigu strax. Uppl. Laufásveg 15. Sími 4515 til kl. 12 á hád. (470 2 HERBERGI og eldhús ósk- ast 1. okt. Uppl. í síma 2942. _______________________(471 ÁGÆT, sólrík, þriggja her- bergja íbúð til leigu. Tilboð auð- kent „10“ leggist inn til Vísis fyrir 1. júlí. (474 DUGLEGUR kaupamaður óskast upp í Borgarfjörð, og 1 kaupakona og steypusmiður. Uppl. Hótel Heklu nr. 6, kl. 8. ______________________ (475 3 HERBERGI og eldliús til léigu nú þegar. Uppl. í síma 9145. (476 2—3 HERBERGI og eldliús, með þægindum, óskast 1. októ- her. Tilboð merkt: „3“, legg- ist inn á afgr. Vísis. (426 MATSALAN, Ingólfsstræti 4. Gott fæði. sanngjarnt verð. — (420 wmrnm DÖMUHATTAR í úrvali. — Kynnið ykkur verðlagið. Hagan, Austurstræti 3. (385 SPRENGT og slegið grjót, lienlugt í steypu, lil sölu. Sól- baldva, Skerjafirði. (467 VÖRUBÍLAR til sölu. Uppl. lijá B. M. Sæberg, Hafnarfirði. Sími 9271. (468 DÖMUHATTAR í úrvgli. Kynnið yldcur verðlagið. Hagan. Austurstræti 3. (385 STANGAVEIÐI við Kaldár- höfða í Efra-Sogi. Veiðileyfi seld á staðnum. Áætlunarferðir frá Bifreiðastöð íslands. Sími 1540. (400 .-KAUPUM soyu- og sultuglös næstu daga. Hátt verð. Sanitas. Lindargötu 1. (05 ....— Fornsalan Hafnarstræti 18, selur, með tækifærisverði, ný og notuð húsgögn og lítíð notaða karl- mannafatnaði. DÖMUKÁPUR, dragtír, kjél- ar og allskonar barnafatnafur er sniðið og mátað. Saumastof- an Laugavegi 12, uppi. Sími 2264. Inngangur frá Bergstaða- stræti. (524 ULL OG ULLARTUSKUR* allar tegundir, kaupir háu verði Afgr. Álafoss. (1459 KROCKET-kúlur og krocket- hamrar fyrirliggjandi. Nýja leikfangagerðin, Skólavörðustíg 18. Sími 3749. (362 MYNDAKUBBAR, hjólbörur, bílar ódýrast. Nýja leikfanga- gerðin, Skólavörðustig 18. Simi 3749. (361 GÓÐUR MATUR! Fiskfars, pönnufiskur, fiskapylsur, dag- lega nýtt. Fiskpylsugerðin. — Simi 3827. (218 SEM NÝTT battarí-útvarps-. tæki til sölu, lientugt fjrir sumarbústað. Uppl. í síma 2363. (482 ..VÖRUBÍLL til sölu, 4. gira ford, model 1930. Uppl. Vöru- bílastöðin Þróttur. (481 ■thígii VERKSTÆÐIS- eða iðn- rekstrarpláss til leigu strax. Sími 2420 eða 4203. (480 ISTARÞRÁ: Ö „En stundum lítur guð sjálfur, þar sem hann situr á skínandi hásæti himnanna, niður til mannanna, og leggur í tómar, upplyftar liendur hiðjendanna, hina tindrandi stjörnu ástarinnar.“ Og í rödd Nan var innileg, djúp samúð, og því meiri, sem lengur leið. Og hefði hún ekki horft heint fram, ér liún hafði yfir erindin, hefði hún ef til vill veitt því eftirtekt, að Peter krepti linefana, eins og í liugaræsingu, eins og hann væri að hæla eitlhvað niður, sem risið hafði upp með miklu valdi í hugan- um. Loks tók hann til máls. „En það er svo — stundum — að engin stjarna skín — og þá munduð þér lyfta hönd- um yðar — árangurslaust, eins og í visunni segir.“ „Nei, nei“, sagði Nan af hita. „Trúið því, að svo fari ekki.“ Mallory liló við. „Hér er ekki um að ræða að trúa — heldur að horfast í augu við veruleikann.“ Nan sat þögul. Hún varð vör svo mikillar heiskju undir niðri í huga hans, að hún sann- færðist um hversu gagnslaust liefði verið fyrir sig, að reyna að láta hann finna til samúðar, það þyrfti annað og meira til að græða þau sár, sem þessi maður hlaut að hafa orðið fyrir. En það var eins og liann hefði lesið liugsanir henn- ar, því að liann sneri sér að henni, brosti til hennar lilýlega og mælti: „Vinsemd yðar er mér mikils virði“. , Og Nan sannfærðist um, af því hvemig hann sagði þetta og af brosi hans, að hugur fylgdi máli — og að hún hafði ekki látið samúð sína í ljós til einskis. Þau óku nú áfram um stund án þess að ræð- ast við og þegar þau fóru að rahba saman aft- ur töluðu þau um daginn og veginn og það var engu líkara en þau hefði náð þegjandi sam- komlagi um það, að foröast að komast aftur á sömu brautir og áður. Á þvi djúpi, sem rót hafði orðið skamma stund, var nú aftur lygnt og kyrt, á yfirborðinu. Þgar til Abenncombe kom var einkabíll Chatt- erton’s þar, eins og Peter Mallory hafði sagt. Það var ekki lengi gert aö skifta um bíl. Peter Mallory stóð berhöfðaður meðan Nan fór inn í liinn bílinn. , „Verið þér sælar, — litli félagi“, sagði hann, „og eg vona, að „fley vonanna svífi yðar vegu“. Nan rétti honum hönd sína. Og umvafinn síðdegisþokunni þrýsti hann henni að vörum sínum. , „Farið heilar“, sagði hann að skilnaði. III. kapituli. Gestkoma. Það var tveimur dögum síðar. Það var þoku- slæðingur yfir Lundúnaborg eins og oft er á þessum tíma árs, í nóvember, en göturnar voru þurrar. I vestri var bjart yfir og síðdegissólin glitskrýddi þokuteinana. « Penel'ope stóð við glugga í ibúð sinni og Nan, í Edenliall Manisons, og horfði niður á götuna, á iðandi þröngina, á menn og konur. Allir virt- ust eiga annrikt. Nú orðið virtust þeir fáir, sem lifðu aögerðalausu lífi — af eigin hvöt- um. Verkfall starfsmanna á neðanjarðarjárn- brautunum var nýlega til lykta leitt, og það hafði valdið miklum erfiðleikum, dýrmætum tíma liafði verið varið til einskis, og menn virt- ust leitast við að bæta sér það upp, vinna það, sem tapað var, en í rauninni cr það svo, að sá tími, sem illa er varið, er glataður að eilífu. Meðan Penelbpe stóð þarna nam leigubíll staðar fyrir utan húsið og eftir nokkurar mín- útur kom Emily, þerna Penelope og Nan, og tilkynti Penelope, aS lcona væri komin í heim- sókn til liennar. Konan kom inn á liælum Emily og Penelope varð glöð við, er hún sá liver kon- an var. „Kitty, ertu þá loksins komin aftur til borg- arinnar. Hvað það er yndislegt, að þú ert kom- in aftur“. Hún kysti konuna alúðlega og hjálpaði henni því næst til þess að fara úr yfirhöfninni, en konan var í dýrri og þungri loökápu, og var auk þess með loðstúku. En svo búin virtist Kitty — eða frú Barry Seymour — miklu gild- ari og fyrirferðarmeiri en liún var í raun og veru. Hún var kona smá vexti og þrelcin. Hár sitt hafði hún látið lita jarpt .— í samræmi við nýjustu tísku, en húð hennar var brún og hrauslleg og Kitty hafði vit á, aö spilla henni ekki með ofnotkun „fegurðar“-smyrsla. Kitty var kona svipfríð og glaðleg og svo viðlcunnan- lég og elskuleg í viðmóti, að engum datt í hug að koma með neinar aðfinslur i hennar garð. I brúnu augunum hennar skein mikil góðvild til alls og allra. Hún var skrautgjörn, kl'æddi sig vel og har dýrindis skartgripi, og hafði efni á því, en hún var hjálpsemin sjálf, hver sem í lilut átti. Allir dáðust að henni, eiginmaður hennar fyrst og fremst, og alt starfsfólk þeirra, og jafnvel bestu vinkonur hennar töluðu vel um liana, er hún var f jarverandi og viðurkendu, að lienni færi vel að lita liár sitt jarpt. „Við komum ekki heim fyrr en í gærkveldi“, sagði hún við Penelope með innileik í rödd-, inni, „en eg vildi ekki draga að líta inn og lieilsa upp á ykkur. Eg fæ sannast að segja ekki skilið hvernig þið hafið komist af án þess að liafa mig til þess að leita ráða hjá — í heil- an ársfjórðung“. , „Eg veit eklci hvort það hefir gengið ákjós- anlega fyrir okkur“, sagði Penel'ope dauflega. „Vissi eg ekki?“ sagöi Kitty og það var vott- ur af sigurhreim í röddinni. „Eg sagði Barry, þegar Iiann fékk þá flugu í kollinn, að fara til Skotlands í því skyni einu, að skjóta fugla, að eitthvað mundi gerast hér, ef hann tæki mig með sér. Hvað er það? Ekkert alvarlegt vona eg. Meðal annara orða, livar er Nan?“ „Hún fór til Exeter, til þess að leika þar á píanó á skemtun, sem haldin er í góðgerðar- skyni. Eg býst við lienni heim í kvöld“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.