Vísir - 19.08.1937, Blaðsíða 3
VISIR
M Guírún Jónsdóttir
Tjarnargötu 5, andaöist að
heimili sínu síðastliðinn laug-
ardag, eins og getið hefir verið
um hér í hlaðinu.
Hún var þingeysk að ætt og
uppruna, fædd i Stóru-Tungu i
Bárðardal 4. júlí 1861 (eða 62).
Voru foreldrar hennar Jón
Guttormsson, sjálfseignarhóndi
þar, og kona lians Ingibjörg
Jónsdóttir. Systkini Guðrúnar
sálugu eru: Vilborg verslunar-
mær, er áratugum saman starf-
aði í Versluninni Edinborg hér
í bæ, og bræður tveir, Friðjón
og Jónas.
Guðrún sáluga fluttist að
norðan með sira Kjartani pró-
fasti Einarssyni, er liann fékk
veitingu fyrir Holtsprestakalli
undir Eyjafjöllum, og mun hafa
dvalist á heimili prófasts fyrstu
árin. Og þaðan giftist hún Guð-
mundii Jónssyni, einstökum
gæðamanni. Bjuggu þau síöan
alllengi þar undir Fjöllunum.
Og þaðan fluttust þau suður
hingað og áttu liér heima til
dauðadags. Er Guðmundur dá-
inn fyrir nokkurum árum.
Þeim varð þriggja harna auðið
og mistu þau öll, tvær dætur,
er dóu á barnsaldri, og son, er
varö 18 ára gamall. Var hann
liinn efnil'egasti piltur og stund-
aði nám í Mentaskólanum.
Hörmuðu þau mjög lát harna
sinna, en sárastur var þó sonar-
missirinn, enda munu allar
vonirnar hafa verið til hans
settar. En dauðinn er miskunn-
arlaus, tók drenginn líka og
skildi þau ein eftir.
Guðrún sálug'a var mörgum
kunn í þessum hæ. Hún hafði
lengi allmiknn verslunarrekstur
með liöndum (seldi brauð,
mjólk o. fl.) og kyntst mörgu
fólld þann veg, og mun auk
þess liafa haft sérstaka ánægju
af þvi, að kynnast góöu fólki,
og eignast það að vinum og
kunningjum.
Hún var hin mesta dugnað-
arkona, óvenjulega áhugasöm
og þrekmikil. Trygglynd var
liún, þar sem hún tók þvi, vin-
föst, en ekki allra vinur. Hún
var ákaflega barngóð og hafði
yndi af því, að laða börn að sér
og var þeim notaleg.
Guörún var löngum heilsu-
góð, en fyrir nokkurum árum
Vinnuskólinn
i Jósefsdal.
Mikil nýjung fyrir æskulýð
Reykjavíkur.
í júlílolc s. 1. ákvað bæjar-
stjórn Reykjavíkur að gera til-
raun um stofnun vinnuskóla
fyrir atvinnulausa . unglinga
14—16 óra, eftir fyrirmynd
vinnuskólans í Birkihlíð við
ísafjörð, er Lúðvíg Guðinunds-
son skólastjóri liafði átt frum-
kvæði að og veitt forstöðu með
prýðilegum árangri. Fól hæjar-
stjórnm Lúövíg að stjórna þess-
um nýja skóla. Að skólastað
valdist skiðaskáli Ármanns í
Jósefsdal.
Slcólinn hefir nú starfað síð-
an 29. júlí, en alls á hann að
þessu sinni að starfa i 4 vikur.
En það er þegar sýnt, að þessi
aðferð getur orðið til stórkost-
legs gagns í uppeldis- og at-
vinnumálum Reyk j avíkuræsk-
unnar.
í skólanum eru 20 piltar og
vinna þeir að vegalagningu,
garðrækt, matreiðslu o. fl., fá
fræðslu um verklag og vinnu-
tilhögun, stunda íþróttir o. fl.
Á hverju kveldi les skólastjóri
fyrir piltunum úr Islendinga-
sögum. Ríkir liin mesta reglu-
semi og nauðsynlegur agi í
skólanum, enda er Lúðvíg
kunnur sem ágætur skólamað-
ur og hefir sérstaklega gott lag
á nemendum sínum.
Þegar þessari 4 vikna tilraun er
lokið, mun skólastjórinn gefa
ítarlega skýrslu um starfsemi
skólans og árangur hans. Er
þess að vænta, að þessari merku
nýbreytni verði haldið áfram,
óg eiga hæjarstjórn Reykjavik-
ur og Lúðvig Guðmundsson
þakkir skildar fyrir að hafa
hrundið þessu af stað.
tók hún mein það, er nú hefir
orðið henni að bana. Siðasta ár-
ið eða lengur mun hún jafnan
hafa verið sárþjáð, en bar sjúk-
dómsþrautirnar með óbilandi
þreki, vonaðist eftir bata í
lengstu lög og hafði fótavist að
kalla mátti fram í andlátið. t
lil siieiði
Mikil síld veiddist við Skaga
í jgær. Hafa mörg skip komið
til Djúpavíkur í gærkveldi, í
nótt og í morgun.
I gær kom Rán þangað með
1090 mál og Ólafur með 1377
inál og 213 tn. í salt.
Hannes ráðherra kom í nótt
ineð um 2000 mál og 281 tn. í
salt. Hilmir kom lika í nótt með
um 1700 mál.
1 morgun kom Tryggvi gamli
með 1700 mál og 300 tn. í salt.
Kári kom með 1600 mál og 300
ín. í salt. Einnig kom færeyslc-
ur kútter, Signhild, með uin
600 mál.
Öll þessi skip fengu aflann
við Skaga, nema Hibnir, sem
fékk sinn afla á Þistilfirði.
Surprise og Bragi voru við
Skaga í morgun og hafa feng-
ið talsvert.
Fjórir bátar komu með rek-
netasíld til Ólafsf jarðar í dag og
var saltað úr þeim samtals 215
tunnur. Mestur afli á bát var 80
tunnur. FÚ.
SandgerSi 18. ág. FÚ.
Tveir bátar stunda síldveið-
ar, Lagarfoss og Trausti, báðir
frá Gerðum. Veiði þeirra hefir
verið litil undanfarið þar til í
gær, að Lagarfoss kom með 116
tunnur og Trausti í dag með 41
tunnu síldar. Aflann fengu þeir
49 mílur utan Sandgerðis. Síld-
in er fryst hjá Haraldi Böðvars-
svni & Co.
í
Reykjavilcur-mótid
Irai - Valnr 3:3.
Það má segja, að leikurinn í
gær hafi verið óvenju spenn-
andi á köfluim. Áhorfendur
voru fáir.
Leikurinn hófst að þessu
sinni stundvíslega og er það
þakkarvert. Fram átti undan
vindi að sækja í fyrra hálfleik,
en Valsmenn létu það ekki á
sig fá og skoruðu mark, er 3
mínútur voru af leik. Þóttust
nú flestir sjá fyrir úrslitin. —
Knötturinn^hélst nú að mestu
á vallarhelmingi Fram, en þrátt
fyrir góðan leik Vals tókst þeim
ekki að skora mark, en er 20
mínútur voru af l'eik, gerir
Fram snögt upphlaup og skorar
mark, 1:1. Verður nú leikurinn
allfjörugur og Valsmenn gera
sitt ítrasta til að ná yfirhönd-
inni, en alt strandar ávalt á á-
gætri vörn Fram. Þó hefir Ól-
afur Þorvarðsson, hægri bak-
vörður Fram, oft verið betri en
hann var í gær. Er 30 mín. voru
af l'eik gerir Fram enn eitt upp-
blaup og það skiftir engum tog-
um, eftir ágætt samspil beggja
útherja liggur knötturinn inni,
2:1, og eftir nokkrar mínútur
ná Frammenn enn einu upp-
hlaupi og skora mark, 3:1. Fer
nú heldur aö vænkast hagur
Fram og fagnaðarlæti stuðn-
ingsmanna þeirra í stúkunni
ætlar aldrei að linna. Það
sljákkar þó fljótt í þeim, er
Valur fær liornspyrnu á Fram
og úr henni verður mark, 3:2.
Og endar fyrri hálfleikur með
því.
Síðari hálfleikur var ekki eins
vel leikinn og sá fyrri. Samleilc-
ur Valsmanna fer að mestu út
um þúfur; þó liggur knöttur-
inn yfirleitt á vallarhelmingi
Fram og var mark þeirra oft í
hættu, en ekkert skeður fyr en
10 mín. eru af leik. Þá áfær Val-
ur enn hornspyrnu á Fram og
liinn efnilegi útframherji Vals,
Ellert Sölvason, spyrnir knett-
inum ofan á öxl annars bak-
varðar Fram, er stóð í markinu,
og knötturinn lá inni, 3:3. —
Varð nú leikurinn, að vonum,
aftur fjörugur, en mjög í mol-
um. Valsmenn rejma nú eins
og þeir geta til að skora mark,
en tekst ekki, þrátt fyrir það,
Bæjarfréttir
Veðrið í morgun.
í Reykjavík io stig, Bolungar-
vík 7, Akureyri 8, Skálanesi io,
A'estmannaeyjum 9, Sandi 11,
Kvígindisdal 8, Ilesteyri 11, Kjör-
vogi 8, iBlönduósi 9, Siglunesi 7,
Grímsey 8, Raufarhöfn 8, Skálum
1 9, Fagradal 8, Hólum í Horna-
firði 9, Fagurhólsmýri 11, Reykja-
! nesi 10. Mestur hiti hér í gær 13
! stig, minstur 5. Sólskin 14.3 st.
i Yfirlit: Grunn lægö yfir Græn-
; landshafi á hreyfingu austur eft-
! ir. Háþrýstisvæöi yfir íslandi og
hafinu suöur undan. Horfur: Suö- \
vesturland, Faxaflói, Breiöafjörö-
ur, Vestfiröir: Sunnan gola. Rign-
ing siödegis í dag og nótt. Norö-
urland, norðausturland, Austfirð-
ir: Hæg suðaustan átt. Bjartviðri.
Suðausturland: Hægviðri. Dálítil
rigning í nótt.
Alþýðuhlaðið
birti í gær kátlegan samsetning
um Héðin Valdimarsson, afreks-
verk hans og ágæti. Kjósöndum
Héðins frá fornu fari, þeim er
ekki fengust til að kjósa hann í
sumar, hafði þótt greinin skernti-
leg. Færi vel á því, að blaðið birti
fleiri slíkar ritsmíðir um „alþýðu-
vininn“. Annað mál er það, hversu
mikill greiði Héðni er ger með
þessháttar skrifum.
Skipafregnir.
Gullfoss er í ICaupmannahöfn.
Goðafoss er væntanlegur til
Reykjavíkur í kvöld. Dettifoss er
í Hull. Brúarfoss er á Siglufirði.
Lagarfoss er á leið til Djúpavogs
frá Leith. Selfoss fer til Ántwerp-
en í dag. Súðin kom til Alcureyr-
ar seint í gærkveldi.
Slys.
Fimm ára gamall drengur, son-
ur Gunnars Salomonssonar afl-
raunamanns, varð fyrir veghefl-
inum í gær. Slysið vildi til í Vest-
urbænum. Drengurinn meiddist
talsvert á fæti og var fluttur í
sjúkrahús.
Stjóm götuumferðar
í bænum byrjaði lögreglan í
gær. Mun götulögreglan fram-
vegis stjórna umferðinni nokkur-
um sinnum á dag, þegar umferðin
er mest. Blaðið átti tal við Erling
Pálsson yfirlögregluþjón í gær og
sagði hann, að yfirleitt hefði
stjórn götuumferðarinnar í gær
gengið vel. Bilstjórar gættu þess
yfirleitt vel, að gefa lögregluþjón-
unum, er umferðinni stjórna,
merki um það, hvert þeir ætluðu;
margir hjólreiðamenn gættu þessa
ekki nógu vel. Áríðandi er, að
að á síðustu stundu fá þeir 3
hornspyrnur á Fram. Leikurinn
endaði því með jafntefli.
stjórnendur farartækjanna geft
bendingar í tæka tíð um það, hvert
þeir ætla. Gangandi fólk er þeg-
ar farið að ganga afmörkuðu
brautirnar og spáir það góðu um,
að menn alment venjist á að fara
innan hinna afmörkuðu lína (þvert
yfir götu). Hinsvegar verða menn
að varast að fara, yfir krossgötur,
• því að það er stórhættulegt. Merrn
verða að muna, að ganga milli
línanna.
Ferðafélag íslands
ráðgerir að fara skemtiför um
næstu helgi inn að Hvítárvatni og
á Hveravelli. Lagt af stað kl. 3^2
á laugardagseftirmiödag og ckið
inn að Hvítárnesi (með viökomu
hjá Gullfossi) og gist þar í sælu-
húsinu. Arla sunnudagsmórgun
farið í bifreiöum norður á Hvera-
velli. Er þá komið norður fyrir
vatnaskil o*g hallar vötnum til norð-
urs. Óefáð hafa’margir löngun til
að koma á hinn sérkennilega stað:
tlveravelli. Leiðin inn á milli fjall-
anna og jöklanna er með afbrigð-
um fögur. Þegar komið er inn á
Bláfellsháls blasa við hinar miklu
óbygðir milli Lang- og Hofsjök-
uls, en fjalla- og jöklahringurinn
með því svipmesta á landi hér.
Komið heim aftur á sunnudags-
kvöld. Áskriftarlisti og farmiðar
seldir hjá gjaldkera félagsins, Kr.
Ó. Skagfjörð, Túngötu 5, til kl.
7 á föstudagskvöld.
Meistaramót í. S. í.
í frjálsum íþróttum verður háð
28. og 29. ágúst n. k. Verður kept
í þessum íþróttagreinum: Hlaup-
um: 100, 200, 400, 800, 1500, 5000
og 10.000 m. og grindahlaupi 110
metra. Stökkum: Hástökki, lang-
stökki, þrístökki og stangarstökki'.
Köstum: Ivúluvarpi, kringlukasti,
spjótkasti og sleggjukasti. 1. og 2.
sept. verður kept í boðhlaupum,
4x100 metra og 1000 metra, fimt-
arþraut og kappgöngu 10.000 mtr.
Þátttaka tilkynnist til íþróttaráðs
Reykjavíkur, eigi síðar en viku
fyrir mótið. K. R. sér um mótið.
Næturlæknir
er í nótt Alfreð Gíslason, Ljós-
vallagötu 10. Sími 3894. — Næt-
urv. í Laugavegs apóteki og
Lyfjabúðinni Iðunni.
Útvarpið í kvöld.
19,10 Veðurfr. 19,20 Lesin dag-
skrá næstu viku. 19,30 Hljómplöt-
ur: Létt smálög. 20,00 Fréttir.
20,30 Frá útlöndum. 20,55 LTpp-
lestur (Jón Norðfjörð leikari).
21,45 Hljómplötur: Valsar (til kl.
22).
Gengið í dag.
Sterlingspund kr. 22.15
Dollar — 4-45
100 ríkismörk — 17S.8S
— franskir frankar . — 16.81
— belgur — 74-95
— svissn. frankar ... — 102.15
— finsk mörk — 9-95
— gyllirý — 245.33.
— tékkósl. krónur .. — 15-83
— sænskar krónur .. — 114-36
— norskar krónur .. — 111.44
— danskar krónur .. — 100.00
FISKVEIÐAR DANA.
Kvikmynfl Fiskimálaráðnneytisins danska
Það hefir lengi ltveðið við
þann tón hér á landi, að Danir
væri litlir sjómenn og engir
fiskimenn, og eftirbátar vorir í
livorttveggja. Það er einkenn-
andi fyrir okkur íslendinga, að
við liöfum mjög oft metið þá
menn, sem við höfum þurft við
að etja á það, sem við vildum
þá vera láta, en ekki á hitt, sem
þeir voru, reiknað siðan með
þeim gildisminni en var, og
marghaft bölvun af. Það er
hentast að sjá alla hluti og
menn eins rétt og hægt er, þvi
að þá er síður hætt við að komið
sé flatt upp á menn. Þetla álit
á Dönum, sem víst meðfram
byggist á mishepnuðum veiðitil-
raunúm Laurizens konsúls í Es-
bjerg rétt eftir aldamótin liér
við land er gersamlega rangt,
enda er hann auðvitað ekki eini
maðurinn, sem slíkt hefir mis-
tekist, og mega íslendingar
sjálfir þar úr flokki tala. Sann-
leikurinn er sá, að Danir eru
ágætir sjómenn og fiskimenn
hinir bestu, og væri oss skylt að
vita það, því að þeir eru skæðir
keppinautar oklcar um nýjan
fisk á enskum markaði, og
flytja út þangað og víðar fyrir
sem nemur nál. 40 miljónum
króna á ári, og er þar í ekki tal-
inn færeyskur fiskur, og auðvit-
að ekki sá fiskur, sem Danir
neyta sjálfir heima fyrir, en það
er ekki lítið.
Því verður ekki neitað, að við
erum að tiltölu við mannfjölda
mesta fiskveiðaþjóð í heimi,
enda er fiskveiðin máttarstólp-
inn í þjóðarbúskap vorum, og í
raun réttri hið eina, sem fram-
fleytir þjóðinni. En það er sem
allir vita stopul iðja. og bregðist
hún, sém ekki ber ósjaldan við,
er alt í voða. Að því er fram-
leiðslu snertir svipar okkur
þessvegna einna helst til tindát-
ans einfætta, sem æfintýr And-
ersens segir frá. Maður skyldi
þvi halda, að við myndum neyta
allra bragða, sem hug festir á
til þess, ekki að eins að gera
þessa vöru okkar útgengilega,
lieldur líka til þess að trana
henni sem mest og best framan
í sem flesta. Eg er ekki að lasta
það, að ýmsu, sem inn veit, er
veitt mikil eftirtekt og verður
mönnum að deiluefni, enda þótt
það vilji brenna við, að deilurn-
ar verði miklu harðvitugri, en
málefni standa til, en það má
ekki fara svo, að þessar mis-
jafnlega merkilegu deilur verði
til þess, að draga athygli frá því
sem nauðsynlegra eða nauðsyn-
legast er, en það hefir viljað
brenna allmjög við. Það hefir
nú hver heimssýningin rekið
aðra, þar sem þess var tiltölu-
lega ódýr kostur að sýna vör-
ur okkar alheiminum, en
þvi hefir ekki verið sint, enda
þótt rækilega hafi verið á það
bent. Síðast er þess að geta, að
hvergi bólar á okkur á Parísar-
sýningunni, sem nú stendur yf-
ir. Þetta ætti að réttu að vera
ir, og ekki hefir heldur sést neitt
mót á því, að taka þátt í vöru-
sýningunni i september í liaust
í Bari, á Ítalíu, helsta viðskifta-
landi voru nú, enda þótt Norð-
menn, lielstu keppinautar vorir
demhi þangað fiskafurðum í
járnbrautarlesta tali. Þetta
ætti að rétlu að vera okk-
ur kaþpsmál, að koma fisk-
inum, þessari alheimsvöru okk-
ar rækilega og sífelt á framfæri,
og horfa þar ekki í kostnað,
lieldur gæta vendilega mismun-
arins á sparsemi og naglaskap.
Danir eru landbúnaðarþjóð
fyrst og fremst, en fiskfram-
leiðsla þeirra er, þó mikil sé,
ekki aðalstoðin undir fjárhag
þeirra, enda stendur liann ekki
á einum fæti eins og fjárhagur
vor; það renna undir liann
margar stoðir og sterkar. En
þar skilur Dani og' oss, að þeir
leggja engu síður áherslu á
fisksölu sína, sem þó mjög svo
minnu sldftir móts við landbún-
aðinn, heldur en á sölu Iand-
búnaðarafurðanna; þeir eru
beinlínis sofandi og vakandi við
það, að koma öllum vörum sín-
um á framfæri. Nú hefir fiski-
málaráðuneytið danska fyrir
skemstu látið búa til kvikmynd
um fislcveiðar Dana, til þess
með lienni að vekja atliygli á
dönskum fiski um öll lönd, og
örfa kauplöngun manna á með-
al, utan Danmerkur. Danir
flytja fisk út fyrir milli 35—40
miljónir á ári, en á þessum síð-
ustu og verstu tímum, á árun-
um 1926—30, höfum við að
meðaltali flutt út fiskafurðir
fyrir sem svarar liðugum 44
miljónum á ári hverju. Það
ætti þvi að vera óhætt að halda,
að vér værum þess megnugir
líka, að auglýsa fisk vorn á
sama hátt og Danir, með kvik-
mynd. Kvikmynd Dana er látin
fara um öll lönd og látin kvik-
myndahúsum ókeypis í té, en
þau sýna hana almenningi, og
núna er hún sýnd dag hvern á
Parísarsýningunni. Það er
naumast hægt að hugsa sér
hentugri auglýsingu fyrir fisk-
inn en þetta, og það þyrfti ekki
mikinn söluauka á fiskinum til
þess að slík kvikmynd borgaði
sig, því að mér hefir verið sagt,
að kvikmyndin danslca kosti
ekki nema eitthvað um 20 þús-
und krónur. En sá er þar munur
á okkur og Dönum, að fiskveið-
arnar eru fjöregg okkar, sem
við ættum að vilja leggja alt í
sölurnar fyrir, en fyrir Dönum
eru þær ekki nema þægileg
aukageta, og þó þykir þeim til-
vinnandi að kosta til slikrar
auglýsingar fyrir þessa vöru.
Danska sendiráðið hér hefir
fengið lánaða myndina og látið
sýna hana í Gamla Bíó. Eg skal
láta ósagt af hverju sendiráðið
hefir gert þetta, en það er víst,
að ekki er liér nein fisksöluvon
fyrir Dani, svo að það er
naumast gert í auglýsingaskyni,
og getur þá varla verið annað,
en að með þessu sé verið að gefa
oss góðfúslega bendingu um, að
okkur myndi ekki síður hall-
kvæmt en Dönum, að eiga ráði
á slíkri auglýsingu og bcita
lienni.
Eg hefi skoðað myndina. Mér
finst hún vera alveg eins og hún
á að vera. Það er ekki vísinda-
lega nákvæm mynd, heldur létt
og lauslegt yfirlit yfir fiskveiðar
Dana, meðferð fisksins og liinna
ýmsu fiskafurða, sem og.
yfir þá vöndun á frágangi vör-
unnar, sem við er höf ð, og þessu
er þrengt inn i ramma, sem
gerður er úr lýsingu á lifi
danskra fiskimanna á sjónum.
Það er ágætur danskur texti
með myndinni liér, en hún er
líka til með þýskum, frönskum
og enskum texta, og inn á milli
textakaflanna eru liljómleikar.
Þetta er yfirborðsfrásögn, þvi er
ekki að neita, og þetta sagði
maður við mig, sem sá mynd-
ina, og þótti hún léleg fyrir
bragðið. Þetta er misskilningur
lians, því svona á myndin að
vera. Hún er ætluð tilviljunar
bíógestum úti i Iöndum, sem
engan sérstakan áhuga liafa á
fiskveiðum; hún á um nokk-
Frh. á 4. siðu.