Vísir - 04.09.1937, Blaðsíða 2

Vísir - 04.09.1937, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSSR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstj.: Páll Steingrímsson. SkrifstofaS . . . .. 10 . S Austurstræti 12. og afgr. J S í m a r: Afgreiðsla S400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Afbrýði eða? Svokallað dagblað Framsókn- arflokksins virðist vera orðið alláhyggjufult út af því, hver muni verða örlög kommúnista- flokksins, hvort hann muni sameinast Alþýðuflokknum eða halda áfram þeirri „klofnings- starfsemi“ sinni, sem liann hafi rekið að undanförnu. I forustugrein blaðsins i gær, er sagt frá því, að nú standi yfir „býsna athyglisverð tog- streita um hinn svokalIaða(!) kommúnistaflokk“, milli Al- þýðublaðsins annarsvegar og blaða sjálfstæðismanna hinsveg- ar, og séu kommúnistar eftir þessum skrifum að dæma orðn- ir „býsna eftirsóttir í báðum þessum herbúðum“. f fljótu bragði gæti virst sem nokkur vafi kynni að vera á því, liversvegna blaðið talar um kommúnistaflokkinn sem hinn „svokallaða“ kommúnistaflokk. Á þvi gæti verið um tvær skýr- ingar að ræða: Að blaðið kendi i rauninni ekki alllítillar af- brýði, fyrir hönd Framsóknar- flokksins, yfir þvi, hve „eftir- sóttir“ kommúnistar væri orðn- ir, af öðrum flokkum, en væri að reyna að dylja þá afbrýði sína, með þvi að láta svo sem kynni sin af þessu fyrirbæri, sem kallað væri konnnúnista- flokkur, væri svo litil, að það viti varla nafnið á því; eða þá, að það valcir fyrir blaðinu, að þetta nafn, sem flokkurinn hafi valið sér, kommúnistaflokks- nafnið, sé algert rangnefni, og í rauninni sé flokkur þessi eng- inn flokkur og honum béri því ekkert flokksnafn. Og líklega er það sú skýring, sem best fær staðist. Menn munu minnast þess, að í þessu sama svokallaða dag- blaði framsóknarmanna, var sagt frá þvi fyrir kosningarnar í vor, að kommúnistar í ýmsum áveitakjördæmum væri að „hverfa inn i Framsóknarflokk- inn“, af því að þeír væri komn- ir að þeirri niðurstöðu, að „klofningsstarfsemi“ þeirra, að undanförnu væri til ills eins. En af því er auðsætt, að blaðið lítur svo á, að i sveitakjördæm- um eigi kommúnistar ekki að kalla sig kommúnista, lieldur framsóknarmenn. Og i kaup- stöðum og kauptúnum seg- ir blaðið að alveg sama máli sé að gegna um hinn „svokallaða kommúnistafIoldc“, eins og i sveitunum hafi verið um liinn „svokallaða Bænda- flokk“. Það sé Sjálfstæðisflokk- urinn, sem i rauninni hafi vak- ið upp kommúnistaflokkinn í kaupstöðunum, til þess að vinna á móti Alþýðuflokknum, eins og hann hafi vakið Bænda- flokkinn upp í sveitunum til þess að vinna á móti Framsókn- arflokknum. -h&{ **•„ - . Blaðinu er það bersýnilega mikið kappsmál, að þessi „skemdarstarfsemi“ Sjálfstæð- isflokksins í kaupstöðunuin takist engu betur en það segir að hún liafi tekist í sveitunum. Því virðist mjög umhugað um það, að sameining kommúnista- flokksins og Alþýðuflokksins megi takast sem best og sem fyrst. Og það virðist liyggja hið besta til samvinn- unnar við hinn væntanlega, „sameinaða alþýðufloklc“ bæði á Alþingi og í ríkisstjórninni. Og líklega verður þá Sjálfstæð- isflokkurinn að sætta sig við það, liversu „blóðugum augum“ sem liann kann að „sjá eftir kommúnistunum“, eins og framsóknarblaðið kemst að orði. En hann kynni nú líka að geta sætt sig betur við það, ef hann mætti eiga von á því, að fá að sjá t. d. Einar Olgeirs- son í einu ráðherrasætinu, við hlið Hermanns og Eysteins eða á milli þeirra, þó það væri ekki sem „svokallaðan kommún- ista“, heldur aðeins sem „sam- einaðan alþýðuflokksmann“! ERLEND VlÐSJA: Minning Marconi. Eftir andlát ítalska hugvits- mansins Marconi kom fram til- laga um þaS á ítalíu, aS reisa hon- um veglegt minnismerki. Tillög- unni var afar vel tekiS og vertSur fé safnað um land alt í þessu skyni, og er svo ráS fyrir gert, aS minnismerkið verSi tilbúiS ár- iS 1941, en þaS ár verSur haldin alþjóSasýning í Rómaborg. ÞaS er stundum sagt í ræSu og riti, aS ítalska þjóSin dái Musso- lini manna mest — vegna þess, aS honum sé þaS aS þakka, aS ítalía sé nú orSiS stórveldi svo rnikiS, aS hún geti boSiS öSrum stórveldum byrginn. ASrir segja, aS Victor Emanuel sé í raun réttrí vinsælli meSal ítala en Mussolini. En hvaS sem um aSdáun ítala á þessum tveimur mönnum er, verS- ur ekki um þaS deilt, segir kunn- ur, amerískur rithöfundur, aS Mar- coni átti óskifta aSdáun allra ít- ala, af háum og lágum stigum. Menn af alþýSustétt dáSu hann, ekki aSeins fyrir hinar dásamlegu uppfundningar hans, heldur 0g fyrir trúrækni hans og traust á guSlegri forsjón. Svo mikiS var traust alþýSu manna á ítalíu — og vafalaust annara stétta manna einnig — aS meSan Abessiniu- styrjöldin stóS yfir og refsiaSgerS- irnar voru viS lýSi, sögSu menn oft sem svo: „ViS þurfum ekki aS óttast, þótt allur heimurinn snúist gegn oss. ViS höfum Marconi". VíS andlát hans ríkti þjóSar- sorg á ítalíu. Jafnvel styrjöldin á Spáni gleymdist í bili. Og ítalska þjóSin stendur einhuga aS því aS heiSra minningu hugvitsmannsins á sem veglegastan hátt. A RSÆLL ÁRNASON hefir ráSist í það, að gefa þrjár merkustu ferðabækur dr. Vil- hjálms Stefánssonar út á ís- lensku. ( Það er ekki vansalaust, að bækur þær, sem veitt hafa frægasta Islendingnum mestan orðstír, skuli ekki hafa komið út á feðra tungu hans, og er það gott verk, að vinna að út- gáfu þeirra. Bækurnar heita: VeiSimenn á lijara heims, Meðal Eskimóa og Heimsskautslöndin unaðslegu. Útgáfa bókanna verður með þeim hætti sem er fremur óal- gengur hér, en algengur i öðr- um Iöndum, að bækurnar koma 1 200 stúdentar strádrepnir Sanbfið Itala 09 Breta. London. — FlX Þýska blaðið „Frankfnrter Zeitung“ birtir í dag grein um sambúð Bretlands og Ítalíu og telur blaðið að England sé nú aftur að verða óvinveitt Italíu. London í morgun. FÚ. ínverska stjórnin tilkynnir, að japanskar her- sveitir hafi í gær drepið tvö hundruð kín- verska stúdenta við Tsinghau-háskólann, sem er rétt utan við Peiping. Reyndu stúdentarnir að flýja út úr háskólahverfinu en þá réðust japanskir hermenn á þá og drápu þá unnvörpum, en stúdentarn- ir voru vopnlausir og gátu engum vörnum komið við. Þessi atburður hefir vakið gífurlegar æsingar í Kína. r Mælingar Veöurstofunnar á úrkomunni í Reykjavík í sumar. VlSIR hefir spurt Veðurstofuna um útlitið fyrir veðrinu um helgina og voru blaðinu gefnar þær upplýsingar, að nú væru einhverjar þær bestu veðurhorfur sem lengi hafa verið. Að þvi er Veðurstofan sagði virðist nú vera trygg norðaustlæg átt og má því vænta þess, eftir því sem sjáanlegt er, að bæjarbúum sé óhætt veðurs vegna, að hugsa sér til hreyfings fyrir morgundaginn og leita út úr bænum. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. London í morgun. Japönsku herskipin hafa haldið uppi ákafri fallbyssuskot- hríð á kínverska hverfið Pootung, þar sem Kínverjum, um miðnætti síðastliðið, tókst að brjótast í gegnum herlínu Jap- ana. — Japanskar flugvélar hafa einnig gert loftárásir á norð- urstöðina í Shanghai, þar sem Japanir hafa mikið lið, enda leggja þeir mikla áherslu á að missa ekki norðurstöðina úr höndum sér. Samkvæmt áreiðanlegum fregnum hafa Japanir sett herlið á land Shanghaimegin við Whangpoo og hefir það skriðdreka og tólf fallbyssur. Herlið þetta á að gera tilraun til þess að ná veginum milli Shanghai og Woosung á sitt vald og þar með koma í veg fyrir, að Kínverjar geti flutt liðsauka þangað. United Press. Japansþing sett með mikilli viðhöfn. Mesta fjár- veiting til hernaðarþarfa í sögu Japana. London í morgun. Tokiofregn hermir, að japanska þingið hafi verið sett með mikilli viðhöfn af Japanskeisara. Las hann upp boðskap sinn til þingsins í sameinuðu þingi. Upphæð sú, sem stjórnin fer fram á til styrjaldarþarfa, er 2 miljarðar og 22 miljónir yen og hefir aldrei í sögu Japan verið farið fram á jafnmikla 1'járveitingu til ófriðarþarfa. Keisarinn ók til hallarinnar í keisarakerrunni og var öfl- ugur hervörður hvarvetna á götum þeim, sem hann fór um. United Press. Veður er batnandi fyrir norðan, en fyrir austan hefir verið mikil rigning svo sem venja er af norðaustan átt. Að visu sagði Veðurstofan, að svo virtist eftir loftvogar- stöðu á Grænlandi sem þar væri sunnanhátt í aðsígi, en ekki muni liætta á neinum breyting- um hér í bráðina. 1 TUTTUGU OG FJÓRIR REGNDAGAR í REYKJA- VÍIÍI ÁGÚST. Blaðið spurði Jón Eyþórsson um mælingar á Veðurstofunni á úrkomunni í sumar og eru skráðir í bókum Veðurstofunn- ar 23 rigningardagar í júli og 24 rigningardagar i ágúst. Það er talinn rigningardagur þegar úrkoma mælist, enda þótt ekki rigni allan daginn. En meðal- fjöldi úrkomudaga í júlí er tal- inn rúml. 13 og í ágúst rúml. 12. | Hafa því verið i sumar um helmingi fleiri úrkomudagar i þessum mánuðum en talið er að sé í meðalárferði. Úrkornu- magn hefir einnig verið meira en i meðalárferði, einkum í ágúst því þá var úrkoma meíra en helmingi meiri en talin er í meðalárferði. Þrír dagar komu hver á eftir öðrum í ágúst sem áttu að lieita þurrir hér i Reykjavík, en þá rigndi viða annarsstaðar Jiér sunnanlands. VEÐRÁTTAN ÓVENJULEGA VETRARLEG. Jón Eyþórsson taldi það ein- kenni á veðráttunni í sumar hve veðrabrigði hefðu orðið ó- venjulega snögg og stórfeld. Lægðir hafa farið með vetrar- hraða, liver á eftir annari þvert norðaustur yfir landið. Munaði svo litlu stundum, að hefði lægðin farið um 100 km. austar, þá hefðum við sloppið við úr- komu. Eftir að kraftmiklar lægðir hafa farið norðaustur með land- inu liefir venjulega verið talin vissa fyrir því, að lengra eða skemra þurktímabil mundi koma á eftir. En i sumar hefir einn óveðurssveipurinn varla verið liðinn hjá þegar annar sigldi í kjölfarið. Ellefta tundupspilladeild Breta komin til Midjardai»~ iiafsins vegna kafbáta- ápásanna. ---o-- Miklar æsingar út af árásunum í Rússlandi og er þess hrafist, að ráðstjórnin láti málið til sín taka. BlueheF æSp Síberíuhei* sinn. Berlín, 4. sept. Ftí. Amúr-héraðinu í Aust- úr-Siberíu fara nú fram stórfeldar her- æfingar Rauða-hersins und- ir stjórn Blúchers mar- skálks. Erlend blöð veita heræfingum þessum mikla athygli. Enska blaðið Times segir, að þær hljóti að vekja sérstaka athygli vegna hins alvarlega ástands er nú ríki í Austur-Asíu. Sjð hresk skip með þúsuntlir spænskra kvenna og harna kom- ast ekki frá Gijon. Osló, 3. september. Herskip uppreistarmanna eru á verði fyrir utan hafnarborg- ina Gijon á Norður-Spáni. Fjölda mörg erlend skip eru í höfninni og komast þaðan ekki, eins og sakir standa. Meðal þeirra eru 7 bresk flutningaskip með þúsundir spænskra kvenna og barna, sein flytja átti úr landi. — NRP.-FB.). út í heftum og á eitt hefti að lcoma á mánuði. Gerir það roönnum auðveldara að eignast bækurnar enda er þess að vænta að þær verði mikið keyptar. Bækurnar verða prýddar inyndum. London, 3. sept. Japanir hafa í dag slitið alla símaþræði sem tengja Shang- liai við Vesturlönd. Þá hafa þeir einnig eyðilagt háskólann í Woosung. Japanir eru nú sagðir senda tvær nýjar herfylkingar til Sliangliai. Bæði Kínverjar og Japanir liafa haldið uppi látlausri skot- hríð í allan dag og kemst frétta- ritari Reuters svo að orði, að dagurinn hafi verið sá hávaða- mesti sem borgarbúar hafi lif- að. Kinverjar hæfðu japanska ræðismannsbústaðinn tvisvar. Breski ræðsmannsbústaðurinn skemdist af kúluskotum. Sprengja féll á þak ameríska hermannaskálans án þess þó að springa. I frétt frá Tokio er sagt, að 72 rússneskar flugvélar hafi komið til Shanghai í gær. — London, 9. sept. Á skipinu „Sherard Osborne" er nú alt sagt með kyrrum kjörum og er það á leið til Ant- werpen. Skipstjórinn hefir til- kynt umboðsmönnum útgerðar- félagsms þar, að hann þurfi á nýrri skipsliöfn að halda er þangað komi. — FÚ. Osló, 3. september. Morgenstierne, sendiherra Noregs í Bandaríkjunum var meðal farþega frá Bandaríkjun- um á Stavangerfjord. í viðtali við blaðamenn hvatti liann ein- dregið til þess, að Norðmenn tæki þátt í lieimssýningunni í New York 1939 á sem myndar- legastan liátt. - NRP.-FB. Osló, 3. september. Heimsblöðin ræða nú ekki annað meira en ástand og horf- ur í Miðjarðarhafi. Mildar æs- ingar eru víða út af kafbáta- árásunum á skip þau, sem sigla um Miðjarðarliaf. Þjóðverjar og ítalir ásaka Valenciastjórn- ina og liennar flokka og Rússa fyrir árásirnar og segja, að til- gangurinn sé að koma því til leiðar að Bretar og Frakkar snúist á sveif með Valencia- stjórninni. í Rússlandi eru haldnar afar fjölmennar útisamkomur og krafist, að stjórin láti málið til sin taka, þvi að með kafbáta- árásunum sé heimsfriðnum stefnt í voða. Enn einu rússnesku skipi hef- ir veri ðsökt í Grikklandshafi. Einn skipsmanna, rússneskur háseti, beið bana. Það hefir nú verið tilkynt, að breski tundurspillirinn Havoc, hafi varpað út 5 kafsprengjum, er árásin var gerð á hann. Skömmu síðar sást olía á yfir- borði sjávar og er þvi talið, að kafsprengiurnar hafi grandað kafbálnum. Ilorfurnar eru taldar mjög alvarlegar og breska s-ljórnin öll kemur saman á fund 11. þ. m. til þess að taka þessa atburðl til meðferðar. Ellefta tundurspilladeild Bret- lands hefir verið send til vest- urliluta Miðjarðarhafsins. Bresk lierskip á Miðjarðarhafi munu framvegis elta og ráðast á hveru kafbát, sem ræðst á bresk her- skip. — NRP. - FB.). Miðjarðarhafsríkjafundur í Genf. London, 3. sept. Breska stjórnin hefir lýst þvi yfir, að liún muni hafa þýðing- armiklar tillögur að leggja fram fyrir fund Miðjarðarhafsríkj- anna í Genf, sem haldinn verður að tilhlutun Frakka og gera Bretar sér vonir um að Ítalía sendi fulltrúa. Blöð í Róm segja að ítölsku stjórinni hafi ekki enn þá borist neitt fundarboð, en að Italía muni ugglaust senda fulltrúa ef henni verði boðin þátttaka í ráðstefnunni. FÚ. Á Akranesi hafa 8 bátar lagt á land reknetaveiði í gær og dag — samtals 512 tunnur. — Aflinn er saltaður, frystur eða látinn i bræðslu. — FÚ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.