Vísir - 21.10.1937, Blaðsíða 3

Vísir - 21.10.1937, Blaðsíða 3
VlSIR WiMan iiilja ia é kai kijar- sveitðrfélaga. Tillögur um nýjar tekjur sv«ita og fessja. Sjálfstæðismennirnir Bjarni Snæbjörnsson, Magnús Jónsson og Jóhann Þ. Jósefsson flytja nn á Alþingi frumvarp til laga um nýja tekjustofna fyrir bæi og sveitarfélög. Það er fyrir löngu orðið ljóst að bæjar- og sveitar- sjóðir þurfa á nýjum tekjum að halda, er þeir gjald- stofnar, sem fyrir eru, bresta, en útgjöld aukast á hinn bóginn með ári hverju. Frv. sjálfstæöismanna er í 4 greinum, sem eru á þessa leið: 1. gr. Fasleignaskattur sá, sem um ræðir í lögum nr. 66, 27. júní 1921, skal hér eftir innheimtur aí hæjar- og sveitarstjórnum og rennur í sjóð bæjarfélags eða sveitarfélags, þar sem fasteign- in er. 2. gr. Tekju- og eignarskattur skift- ist að jöfnu milli ríkissjóðs og bæjarfélags eða sveitarfélags, þar sem gjaldandi er heimilis- fastur. 3. gr. Þar sem úlsala áfengra dryklcja er frá Áfengisverslun rikisins skal hæjarfélagið eða sveitarfélagið fá 25% af útsölu- verði áfengisins á þeim stað, sem það er selt. 4. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1938. , SVEITAR- OG BÆJARFÉLÖG ERU í FJÁRÞRÖNG. Sá aðal-tekjustofn, sem bæj- ar- og sveitarfélög liafa hygt á eru útsvörin. En á seinustu ár- um hefir það farið svo, að þessir tekjustofnar hafa víða eldd reynst neitt svipað þvi nægileg- ir, bæði af því, að elcki hefir þótt fært að jafna niður á gjaldendur, því sem til þurfti, og svo af hinu, að útsvörin hafa ekki reynst innheimtanleg vegna getuleysis. Á síðasta áratug hefir með ári liverju verið seilst dýpra og dýpra niður i vasa skattþegn- anna. Bæjar- og sveitarfélög urðu að láta sér lynda, að rik- ið hækkaði þá beinu skatta er það tekur, stórkostlega, og rýrnaði þá að sama skapi hlut- ur sveita- og bæjarfélaga. Útsvörin liafa allstaðar hækk- að geysilega á þessu tímahili og eru nú að allra dómi orðin svo óhærilega liá, að lengra verður ekki farið á þeirri hraut. En hinsvegar vex sífelt þörf- in fyrir tekjur og kröfur um framlög frá bæjar- og sveitar- sjóðum vaxa og þá ekki síst i sambandi við atvinnuskorlinn. Bæirnir hafa einnig orðið að þola þungar húsifjar, af völdum hinna nýju framfærslulaga, þar sem meginþunga fátækra- framfærisins var velt yfir á hæ- ina. SVIKIN LOFORÐ. Um 3—4 undanfarin ár hefir á hverju þingi verið meira og ininna rætt um þetta mál og á þingi 1935 var skipuð milli- þinganefnd til að athuga livaða leiðir bæri að fara. Stjórnarflokkarnir höfðu gef- ið liátíðleg loforð um, að létt skyldi undir með bæjum og sveitum, en það loforð er ekki uppfylt enn. Á þingi 1936 var borið fram frv. um nýja tekjustofna, er fól í sér margvíslegar nýjar álög- ur, svo sem nýtt fasteignagjald, vegaskatt í kaupstöðum, vöru- gjöld og aðflutningsgjald. Mikl- ir gallar voru á þessum tillög- um og náðu þær ekki fram að ganga. NÝ LAUSN. Sjálfstæðismenn hafa altaf verið ákafastir formælendur þess, að bæjum og sveitarfélög- um yrði séð fyrir nýjum tekj- um og bera þeir enn fram á þessu þingi tillögur um það, sem birtar eru hér að ofan. I stað hins nýja fasteigna- skatts, sem gert var ráð fyrir í frv. á þingi 1936, er nú gert ráð fyrir, að láta þeim fast- eignaskatt ríkissjóðs eftir, og sá helmingur tekju- og eignar- skattsins, sem gert er ráð fyrir, að falli til bæja- og sveitarfé- laga, á að vera uppbót Jyrir það hve ríkissjóður hefir á seinni árum gengið freklega á aðal- gjaldstofn bæjanna — beinu skattana. Þá þykir sanngjarnt, að hluti af áfengisgróðanum renni til hæjanna. Bæirnir greiða nú vegna hins vaxandi drykkju- skapar árlega stórfé, vegna aukinnar löggæslu og fátækra- framfæris, sem hlýst af áfeng- isnautn borgaranna. Það þarf eldd að efa að þetta frv. mætir liinni megnustu and- úð stjórnarflokkanna, vegna þeirrar skerðingar á tekjum ríkisins, sem af þvi leiðir. En nauðsyn bæja og sveita er nú orðin svo mikil, að erfitt mun að standa á móti þessum nýju tillögum. Erik Abrahamsen: Tónlistin. Guðm. Finnbogason íslenskaði. —o— Þetta er góð bók og þörf, eftir dr. Abrahamsen, prófessor vi'ð há- skólann í Kaupmannahöfn. Hann kom hingað til Reykjavíkur fyrir nokkurum árum og flutti fyrir- lestra um sögu tónlistarinnar. Bókin á að vera leiðarvísir um það, hvað tónlistin er og að hverju hún miðar. Hún á að veita mönn- um hjálp til að njóta fegurðar tón- listarinnar betur en áður. Höfund- urinn, getur þess, að margir halda, aö þeir njóti tónlistarinnar jafn vel, hvort sem þeir hafi þekkingu á hljómum, tónformi o. s. frv., eða ekki, að bein og óhugsuð nautn tónlistarinnar veiti mesta listargleði. Fyrir þessa menn, sem halda að þeir njóti tónlistarinnar þannig best, án þess að „vita“ r.okkuð um hana, er bókin ekki rituð. Höfundurinn kveðst láta þessa menn í friði með sannfær- ingu sína. Bókin er ritu'ð fyrir þá hlaiá o| Ijdii' baaialaiil. Að loknum umræðum á Al- þingi í gær var málinu vísað til stjórnarinnar. I neðri deild urðu noklcurar umræður um Þjóðabandalags- tillögu Einars Olgeirssonar aft- ur í gær. Áttust þeir enn við um liana flutningsmaður tillögunn- ar og utanríkismálaráðherrann, Haraldur Guðmundsson. Auk þeirra tók Tlior Thors til máls og studdi liann tillögu þá, sem fram var komin um að vísa málinu til stjórnarinnar. Y‘ar sú till. að lokum samþykt með 19 atkv. gegn 2 atkvæðum komm- únista. Frv. Sjálfstæðismanna um byggingu frystihúsa. Nokkurar umræður urðu einnig um frv. sjálfstæðis- manna um byggingu frj'stiliúsa. Hafði Tlior Thors orð fyrir fJm. frv., en Héðinn Valdimars- son maldaði nokkuð i móinn gegn málinu. Yar þvi að lokum vísað til 2 umr. og sjávarút- vegsnefndar. Önnur mál. 1 efri deild urðu sama og eng- ar umræður um þau tvö mál, sem á dagsgkrá voru, frv. um sauðfjárbaðanir og um Búnað- arbankann, og voru þau látin fara til nefnda og 2. umr. B ókmentaf élagið. Bækur þess í ár eru nýlega út komnar. Þær eru þessar: Skím- ir, Safn til sögu Islands og ís- lenskra bókmenta a'ö fornu og nýju (VI, 5) og Annálar (Gríms- staöa-annáll). — í „Safni“ hefst nú með þessu ári „úrval úr fyrir- lestrum Björns Magnússonar Ól- sens um íslenskar bókmentir á miööldunum, er hann hélt við Há- kóla íslands á árunum 1911— 1917“. Skírnir mun vera meö fjöl- breyttara móti að þessu sinni, og verður hans væntanlega nánara getið hér í blaðinu. Vídalínsklaustur í Görðum. Þessir menn, auk þeirra er tald- ir voru í gær, eru meðal stofnenda félagsins „Vídalínsklaustur í Görðum“: Knud Zimsen, fyrv. borgarstjóri, síra Halldór Jónsson Reynivöllum í Kjós, Ólafur Ólafs- son, kolakaupmaður, Eyjólfur Bjarnason, Keflavík og Sigmund- ur Sveinsson, umsjónarmaður Miðbæjarbarnaskólans. Stofnskrá félagsins liggur frammi fyrir þá, sem hafa áhuga fyrir málefninu, í Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar. menn, sem vilja fá einhverja leið- sögn í að hlusta á tónlistina, til þess að geta notið fegurðar henn- ar enn betur en ella. Bókin er leið- arvísir til skilningsauka á tónlist- inni. Allur fyrri hluti bókarinnar er að mestu um reglur þær, sem fylgt er um frumatriði tónlistarinnar. Einn kaflinn er um lag. Höfund- ur tekur smálag eftir tónsnilling- inn Carl Nielsen. Eftir lesturinn mun lesandinn hafa komist að raun um, að jafnvel smálag er fult af „æfintýralegum atvikum“. Ólærðir lesendur bókarínnar munu varla hafa búist við því, að svona margt „gerist“ í lagi. Lesandinn mun sjálfsagt hafa skilið, að ekki er unt að njóta tónlistar til fulln- ustu á þann hátt að gera ekkert annað en að lilusta, án þess að fylgjast með, því, sem „gerist“ í laginu. Það er hægt að „njóta“ tónlistar á yfirborðinu, með því að hlusta á hinn fagra hljómblæ, sem söngvarinn laðar úr rödd sinni, eða fiðlarinn úr hljóðfæri sínu. En ekki verður kafað til botns í tónlistinni með1 þeim hætti. Menn komast ef til vill í „gott skap“, eða það kemur „lyfting" í Minnligarorð. Eins og áður hefir verið get- ið um hér í blaðinu, andaðist Glöf Bjarnadóttir á Egilsstöð- um 14. þ. m., tæpra 103 ára að aldri. Lík liennar er í dag hor- ið til grafar. Hún mun liafa verið elst allra landsmanna, er hún lést. Ilún fæddist í Ilellis- Ólöf Bjarnadótlir. firði í S.-Múlasýslu 1. nóv. 1834, og voru foreldrar liennar Bjarni Pétursson og Guðrún Erlendsdóttir, systir síra Þórar- ins prófasts Erlendssonar á Hofi í Álftafirði, er andaðist skömmu fyrir síðustu aldamót, kominn hátt á tíræðisaldur. — Árið 1860 giftist Ólöf Pétri Sveinssyni bónda á Brimnesi við Seyðisfjörð, sem síðar hjó í Vestdal og andaðist 1880. Var liann sonur merkishjónanna Sveins alþm. Sveinssonar hreppstjóra í Vestdal og Mar- grétar Jónsdóttur vefara Þor- steinssonar. Voru þeir Pétur og sira Hjörleifur próf. Einarsson á Undirfelli systrasynir. Hjá þeim feðgum Sveini og Pétri i Vestdal var velmegun og rausn- arhúskapur. Af börnum þeirra Péturs og Ólafar komust aðeins tvær dætur til fullorðins ára, Margrét og Anna, sem nutu hins besta uppeldis og mentun- ar og urðu líka háðar ágætis- ■ konur og fyrirmyndar hús- mæður. Margrét giftist stór- bóndanum Jóni Bergssyni, pró- fasts Jónssonar frá Vallanesi, en Anna var gift Ásmundi pró- fasti Gíslasyni á Hálsi, en er nú látin fyrir rúmu ári síðan. Þeg- ar Margrét giftist fór Ólöf móð- ir hennar með lienni að Egils- stöðum og var þar síðan til æfi- loka. Naut hún þar jafnan mik- illar umhyggju og ástúðar. — Ólöf sál. var fríð kona, hraustleg og tápmikil, liá vexti þá, en þeir hafa ekki skilið tón- listina, og þeir hafa ekki öðlast djúpa listarreynslu. Menn verða að lifa með í þeim atburðum tóna og hljóðfalls, sem birtast eyrum þeirra. Aðeins með þessu samlífi öðlast maður tónlistarreynslu. All- ur fyrri hluti bókarinnar er um þessa atburði, hin margvíslegu öfl, sem eru að verki í tónlistinni. Þeg- ar athyglinni hefir verið beint að þeim, og menn hafa um skeið æft sig í því að heyra hvar þau koma fram, verða þeir brátt leiknir á- beyrendur, og jafnframt veröur nautn tónlistarinnar margfalt dýpri. Síðari hluti bókarinnar er að- allega um hin meiri háttar form tónlistarinnar, eins og runu (Suite), hljómkviðu (sónötu) og hljómdrápu (symfoniu) o. fl. Eg ætla ekki að fjölyrða um þennan kafla bókarinnar, sem er einkar skemtilegur aflestrar. Einn kaflinn er sögulegur: Fimm atriði í sögu tónlistarinnar. Höfundurinn leið- réttir þá skoðun, sem hefir verið ríkjandi til skamms tíma, að forn tónlist hafi verið sama og frum- stæð tónlist, og að tónlistin hafi „þróast“ frá lítilfjörlegri byrjun Við þökkum innilega auðsýnda vináttu við útför föður og tengdaföður okkar. Ólafs Jónssonar. Systkini og tengdafólk. og tiguleg í framgöngu. í æsku liafði hún alist upp við tals- verða liarðneskju í vinnu hæði til sjós og lands, og þegar hún var orðin fullorðin, stundaði liún mikið vefnað á vetrum. Var hún afbragðs tóskaparkona langt fram á elliár. Það virtist svo sem áreynsla liennar og úti- vist framan af æfinni hafi auk- ið henni þrek og kjark, sem entist henni hæði vel og lengi. Ilún var andlega og líkamlega heilbrigð kona. Minnið lengst af óbilandi, og kunni hún frá mörgu að segja bæði viðvíkj- andi ættum Austfirðinga, og ýmsum viðburðum, sem þar liöfðu skeð. En þó hún væri hraust og tápmikil, þá var hún líka viðkvæm og hlýleg í við- móti, ekki síst þegar þeir áttu i hlut, sem minni máttar voru, því ekkert var henni meira á- nægjuefni i lífinu en að rétta þeim hjálparhönd, sem eitthvað amaði að, og gæti hún ekki hjálpað i verki þá komu hvatn- ingaorðin hennar oft að góðu liði. Ellinni gekk seint að leggja liana að velli, altaf var sami kjarkurinn, skýrleikinn og skapfestan, og þó likaminn lirörnaði vildi hún láta sem minst á því bera. Sjón og heyrn hélst fram undir það siðasta, lengst af las hún gleraugna- laust og hún las oft mikið, þvi liún var fróðleiksfús, fylgdist vel með thnanum og talaði méð : hreinskilni og liispursleysi um | það, sem henni þótti að nýju siðunum. Á 100 ára afmæli hennar stofnuðu nánustu vandamenn hennar sjóð, sem bera skyldi nafn hennar og á að verja vöxtum hans til liknar hág- stöddum i Vallnalireppi, þar sem hún dvaldi lengst. Var það henni hest að skapi. Á. S. í. F. hefir nú ráðstafað næstum öll- um fiskbirgðunum. Hefir það ný- lega selt 50 þús. pakka til Portú- gals, og getur afhending farið fram hvenær sem er. RADDIR frá lesöndunum. FÉLAGIÐ VÍDALÍNSKLAUST- UR 1 GÖRÐUM. Það vakti töluverða eftirlekt, þegar hr. Jens Bjarnason hirti í fyrrasumar langa ritgerð í „Visi“ undir fyrirsögninni „Vídalínsklaustur í Görðum“. Frumliugsun ritgerðarinnar virtist sú, að íslensku þjóðinni heri að auðsýna minningu meistara Jóns að sínu leyti ekki minni þakklátssemi en minn- ingu tveggja annara liöfuðskör- unga kirkjulegra íslcnskra hók- menta, þeirra Hallgrims og Matlliíasar — m. ö. o. koma á fót þjóðlegri, kirkjulegri menn- ingarstofnun, er beri nafn hans. í öðru lagi blasir við vitund eftirtektarsamra manna, sem heima eiga liér um slóðir, kirkj- an í Görðum á Álftanesi, ram- efld að veggjum, en liggjandi að öðru leyti undir skemdum, enda tekin úr notkun. En Garð- ar eru nátengdir við sögu Jóns Vídalins. Það lá þá nærri að hugsa sér að hressa upp á kirkjuna og gera eftirleiðis vel við hana í minningu hans, þó að aðrir staðir, einkum Skálholt, hefðu vel getað komið til greina. Ástæðan til þess, að Garðar urðu ofan á í hugmynd höfundarins, er þriðja og mikil- vægasta undirstaða hennar: skilningurinn á þörf þjóðarinn- ar: að hún er umfram alt: meiri kristindómur, fagnaðarerindi guðspjallanna notað í fullri trú, til þess að leysa þjóðlif nútím- ans úr álögum og veita þróunar- máttugleikunum framrás,kristi- leg og þjóðleg nútímamenning. Skilningurinn á þessu varð til þess, að höfundi varð ljóst, að framtíð þjóðarinnar er óleys- anléga þætt saman við framtið kirkju liennar. Stofnunin, sem helguð yrði minningu Vídalíns skyldi þess vegna verða miðuð við það, að á hennar vegum yrði liið fasta starfs- og bar- áttulið islensku kirkjunnar, á miööldum í tí'S endurreisnar- stefnunnar, barrastefnunnar (Bar- ok) og bugastefnunnar (Rokoko), uns verk hinna miklu snillinga eldri og yngri heiSstefnunnar (Klassicismen) tóku viS — þa'ö hafi veriS síhækkandi lína, þar sem hvert verk væri nokkru ágæt- ara en þa'S, sem á undan var geng- iö. Þessar skoöanir héldust til skamms tíma. Höfundurinn tekur fimm tímabil i sögu tónlistarinn- ar, og sýnir fram á, hvernig hvert þeirra er eins og lokaöur hringur. Hvert þessara tímabila hefir sitt tungumál. í lok hvers tímabils koma fram meistararnir, sem full- komna svo mjög meginreglur tímabilsins, aö ekki veröur lengra komist, eins og Palestrina, Bach og Hándel (polephoniska tímabil- i'Ö), Mozart, Haydn og Beetho- ven (Klassicismen), og loks Wag- ner (dreymistefnan eöa Roman- tiken). Eftir Bach var t. d. ekki hægt aö fullkomna hljómþulu- formiö (fúguformiö) meira en liann geröi, og eftir Wagner varö ekki lengra komist í hárfínum hljómbrigöum. Þess vegna hlaut aö renna upp ný öld í tónlistinni eítir hans daga, en þaö er hin ný- tísku tónlist (Stravinski 0. fl.). Viö getum því ekki vænst neinna mikilmenna í nýtísku tónlist meö- an viö lifum, eftir reynslu sögunn- ar. Dr. Guöm. Finnbogason, lands-- bókavöröur, hefir þýtt bókina meö sinni alkunnu snild. Þýöingin hef- ir þó engan veginn veriö auöveld.. í músikmálinu er mergö alþjóö^ legra oröa, bæöi á stefnum, lag- háttum o. fl. íslenskan er snauö af oröum yfir þessi músikölsku hug- tök. í kenslubókum próf. Sigfús- ar Einarssonar eru þó mörg ágæt orö, en þar sem þau þrutu, hefir þýöandinn skapað nýyrði. Eg skal játa þaö, aö fyrst í stað kunni eg iila við sum nýyröin, en eftir aö hafa vanist þeirn, hefi eg kunnað vel viö þau, og eru þýöingarnar á þeim mörgum blátt áfram „genialar". Eg nefni hér nokkur dæmi: Klassicisme nefnir hann heiðstefnu. Nafniö nær vel því, sem þaö á aö tákna. Einkenni klassiskrar listar er heiöríkja, köld og skýr hugsun, sem sett er fram skipulega. Rómantik nefnir liann dreymistefnu. Nafniö hittir naglann á hö|uöið. Symfoni nefn- Frh. á 4. hls.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.