Vísir - 09.11.1937, Blaðsíða 3

Vísir - 09.11.1937, Blaðsíða 3
Vl.SXft Ntí er eftir að vita hvað socialistar gera á Alþingi, segja Tímamenn. Tímamenn virðast vera liarð- ánægðir með málalokin á Al- þýðusambandsþinginu, eftir þvi sem dagblað þeirra segir i morgun. En því er bætt við að nú sé eftir að vita hvað socialistar jgeri þegar á Alþingi kemur, því þar bíði mál úrlausnar, en um stjórnarsamvinnuna muni fara eftir því hvernig socialistar snú- ist við þeim. Þótt því socialistar séu búnir að gefa yfirlýsingu á þingi Al- þýðusambandsins um að þeir telji áframhaldandi stjórnar- samvinnu við Tímamenn vera „nauðsynlega eins og nú standa sakir“, þá er þó enn eftir að semja nánar um þá samvinnu, en til þess að létta hina vænt- anlegu samninga var það, að málamiðlun Vilmundar og fé- laga hans varð ofan á hjá so- cialistum. Þau mál, sem dagblað Tíma- manna talar um að biði úr- lausnar socialista, mun vera m. a. vinnulöggjöfin. Tímamenn hafa undanfarið talið það meðal yfirlýstra stefnumála sinna að koma á vinnulöggjöf og hafa borið fram tvö frumvörp um þau efni. En síðan þau frv. voru borin fram mun síður en svo hafaj minkað áhugi Timamanna fyrir vinnulöggjöfinni og verk- fallið sem nú stendur yfir á Ak- ureyri liefir ekki blíðkað for- kólfa framsóknarmanna. í sambandi við það mál segir Jón Árnason, forstjóri S. í. S., í morgun í dagblaði Tíma- manna: .... „ef þjösnaháttur og skilningsleysi þeirra manna fær að ráða, sem nú virðast vera hæstráðandi til sjós og lands hjá Alþýðusambandi Islands, þá fellur í rústir all- ur sá iðnaður, sem sam- vinnumenn hafa bygt upp á síðustu misserum“ .... Jón Árnason er meðlimur í samninganefnd socialista og Framsóknarflokksins og þarf vart að efa, að liann og aðrir fulltrúar S.Í.S. þar muni leggja áherslu á að löggjöf verði sett um vinnumálin. Auk vinnulöggjafarinnar má nefna mál eins og stjórn Síld- arverksmiðja ríkisins og ýms atvinnu og fjárhagsmál, sem Timamenn munu telja að soci- alistum beri að gefa skýr svör við. UNDIRTEKTIR KOMMÚNISTA. „Þjóðviljinn“ í morgun tekur mjög greinilega afstöðu gegn niðurstöðu Alþýðusambands- þingsins og segir um tillögu Vil- mundar og félaga hans, að það sé „leitt að þessi tillaga, sem vitað var að Kommúnistaflokk- urinn gæti ekki samþykt, skyidi hljóta samþykki þingsins“, og harmar það mjög að tillögur Héðins skyldu ekki verða of- an á. En þrátt fyrir það þótt svona hafi farið, segir Þjóðviljinn þó að flokkarnir hafi nálgast mjög hvor annan á þinginu og sam- einingin sé ekki langt undan landi. Nýjar kosningar á fulltrúum til Alþýðusambandsþin^s munu fara fram í vetur og er það ætl- un Héðins og kommúnista, að vinna þær kosningar og knýja síðan fram sameininguna. Kommúnistar bíða þvi róleg- ir átekta. nðeinn Loftu?. Eggert Claessen hrm. hefir beðið Vísi að birta neðangreint bréf með þvi að ritstjóri Nýja dagblaðsins liafi elcki viljað birta bréfið, sem er svohljóð- andi: i Reykjavík, 5. nóv. 1937. Til ritstjóra Nýja Dagblaðsins, Reykjavík. í grein sem birtist í blaði yð- ar i dag út af vinnudeilunni á Akureyri, er sagt að þegar sam- ið hafi verið við Iðju hér í Reykjavik um launakjör við reylcvísku verksmiðjurnar, þá hafi eg gert leynisamning við „verkfallsforkólfana“ um það, að lcomið yrði á sömu launa- kjörum á Akureyri og í Reykja- vík. Þetta er algerlega rangt. En liklega hefir þetta verið búið til út af því, að þegar Iðja samdi 9. okt. 1935 við Félag íslenskra iðnrekenda, þá var vinnutími ákveðinn frá kl. 8 að morgni til kl. 6 að kveldi nema hjá ullar- verksmiðjunni Framtíðinni og klæðaverksmiðjunni Álafoss, þvi hjá þeim var vinnutími ákveðinn kl. 7 að morgni til kl. 6 að kveldi, en jafnframt var sett i samninginn svohljóðandi ákvæði: „Jafnskjótt og samkomulag næst við aðrar klæðaverksmiðj- ur i landinu um styttri vinnu- tima, breytast ákvæðin um vinnutíma í samræmi við það i fyrirtækjum sem talin eru í II. flokki.“ En í II. flokki voru taldar ullarverksmiðjan Framtíðin og klæðaverksmiðjan Álafoss. Eins og eg tók fram var samningur þessi gerður 9. okt. 1935 milli Iðju og Félags ísl. iðnrekenda, en það félag geklc ekki í Vinnuveitendafélag Is- lands fyr en meira en liálfu ári siðar eða 25. maí 1936, en samn- ingurinn var framlengdur ó- breyttur að þvi er fyrgreint atr- iði snertir 1. des. 1936. I Til ritstjóra Nýja Dagblaðsins 5. nóv. 1937. Bréf þetta vil eg biðja yður að birta í blaði yðar sem fyrst. Virðingarfylst Eggert Claessen. (sign.). Rý barnaböí. Lewis Carrol: Lísa í Undra- landi. Með myndum. -— Bókaútgáfan Esja, Rvík, 1937. — Þetta er alkunn barnabók, sem hefir komið út á mörgum tungumálum og átt miklum vinsældum að fagna. Mun og sú verða reyndin hér. Lewis Carr- oll er kjörnafn. Höfundurinn hét réttu nafni Charles Lut- widge Dodgson og var kunnur sem stærðfræðingur, en fyrir honum átti það að liggja, að verða heimskunnur barnabóka- liöfundur. Dodgson var fæddur i Daresbury, Cheshire, Eng- landi, 27. jan. 1832 og stundaði nám í Oxford. Hann var stærð- fræðikennari í Oxford um skeið og var vígður til prests í bisk- upakirkjunni ensku, en stund- aði aldrei prestsstörf. Dodgson hafði verið maður mjög hlé- drægur og hæglátur og undi sér best í barnahóp. Lísa í Undra- landi eða „Alice in Wonder- land“ var upphaflega skrifuð fyrir Alice Liddell og tvær syst- ur liennar, dætur Liddels prests í Oxford. Bókin var fyrst gefin út 1865 og önnur fræg barna- bók, „Alice Tlirough the Look- ingglass“ 1871. Myndirnar voru teiknaðar af Sir J. Tenniel. Leikrit hafa verið samin upp úr báðum þessum barnasögum. Ýmsar aðrar barnabækur samdi Dodgson eða Lewis Carrol, en eftir hann liggja og merkar stærðfræðilegar ritgerðir og bækur og „Principles of Par- liamentary Representation“. Dodgson dó ókvæntur í Guild- ford 1898 og árið 1932 var ald- arafmæli hans víða minst. — Þetta stutta yfirlit ætti að nægja til þess að sýna, að hér hefir ekki verið valin bók af verri endanum handa íslenskum börnum. 0 ÐÖSjí'Uf * rf Veðrið í morgun. í Reykjavík 5 st., mest í gær 5 st., minst í nótt 3 st. Úrkoma í gær 0,3 mm. Yfirlit: Háþrýsti- svæði yfir hafinu milli íslands og Skotlands. Grunn lægS yfir Græn- landi og hreyfist í noröaustur. — Horfur: Faxaflói: Su'övestan gola. Skúrir. Björgunarsund fyrir sjómenn. Á morgun hefst í Sundhöllinni nýtt námskeiö í björgunarsundi fyrir sjómenn, þeim aö kostnaöar- lausu eins og á'Sur. Þátttakendur gefi sig fram í síma 4059 í dag kl. 2—4 og 5—7. Jafnframt mun Slysavarnafélag íslands sjá hinum sömu mönnum fyrir ókeypis kenslu í lífgun druknaöra. Kvikmyndahúsin. G a m 1 a B í ó sýnir þessa dag- ana mjög smellna og hlægilega, sænska mynd, er heitir Her- mannaglettur. Aöalhlutv. leika Thor Modén, Elof Ahrle og Kat- hie Rolfsen. •—• N ý j a B í ó sýn- ir söngvamyndina Leiksýninga- skipiö. Hefir hún verið sýnd hér áöur, þögul, og hlaut þá vinsældir manna. Nú heyrir ma'Sur marga ágæta söngva, og meöal söngvar- anna má nefna svertingjann heimsfræga, Paul Robeson. Hjúskapur. 1 dag verða gefin saman í hjónaband ungfrú Klara Hjartar- dóttir, Hafnarfiröi, og Kristján Jónsson, Laugaveg 46 A. Heimili þeirra er á Seljaveg 13. Knattspyrnufélag Reykjavíkur heldur aöalfund sinn annaö kvöld kl. 8 í K.R.-húsinu niöri. Unga ísland, októberheftiö, er nýútkomiö. í því er þetta efni: í haust, kvæöi eftir Óskar Þóröarson, Undramátt- ur góöra tanna, Vinir vorsins, eft- ir Stefán Jónsson, Um garðyrkju- mál, Vitar eftir Sigurjón Jónsson 0. fl. V als veltu-híllinn var sóttur í morgun og sá ham- ingujsami varö Kristinn Árnason járnsmiður, Bragagötu 30. Útvarpið í kvöld. 18,45 Þýskukensla. 19,10 Veður- fregnir. 19,20 Þingfréttir. 19,50 Fréttir. 21,15 Erindi: „Þektu sjálf- an þig“, I (Jóhann Sæmundsson læknir). 20,40 Iiljómplötur: Létt lög. 20.45 Húsmæðratími: Smit- unarhætta á heimilum (frú Sig- ríður Eiríksdóttir). 21,00 Symfón- íu-tónleikar: Ýms tónverk (plöt- ur). 22,15 Dagskrárlok. Næturlæknir: Kjartan Ólafsson, Lækjargötu 6 B, sími 2614. Næturvörður í Laugavegs og Ingólfs apótekum. Skipafregnir. Gullfoss er í Hamborg. Goða- foss er væntanlegur til Vest- mannaeyja kl. 9 í fyrramálið. Brú- arfoss er á leið til Stykkishólms frá ísafirði. Dettifoss var á Eski- firði í morgun. Lagarfoss er á leið til Leith frá Kaupmannahöfn. Sel- foss er í Hamborg. Súöin er í Oslo. Esja var á Seyðisfirði í gær. U. M. F. Velvakandi heldur fund í Kaupþingssalnum í kvöld kl. 9. „Skinfaxa" verður útbýtt á fundinum. Félagar ertl beðnir um að fjömenna og mæta réttstundis. stjórnar landinu? Eftir Virginia Cowles, blaðamann. Þýski og ítalski fáninn blakta um allan þann hluta Spánar, sem Franco hefir á valdi sínu. i 1 Salamanca, kyrláta háskóla- bænum, sem Franco liefir gert að aðalbækistöð sinni, eru gisti- húsin og veitingakrárnar skreyttar Þórshamrinum og it- alska fánanum. I verslunum eru spjöld, sem á er ritað „Man spricht Deutsch“, og á ýmsar byggingar er málað: „Vive il Duce“. Gran Hotel í Salamanca, þar sem þessi grein er skrifuð, er skreytt geysistórum veggmynd- um af einvöldunum: Mússólini með stálhjálm á liöfði, bítur á jaxlinn, alvarlegur og hersltár á svip, og Hitler starir út í blá- inn og ákallar Evrópu um að verjast bolsévismanum. í anddyri gistihússins ægir saman mönnum allra landa. ELDUR I KOLASTÍUM BRESKS TOGARA. I gær. FÚ. Togarinn Melchett frá Hull kom til Þingeyrar kl. 19 i gær- kvöldi með eld í kolastíum skipsins. Umboðsmaður enskra togarafélags á staðnum kvaddi slökkvilið kauptúnsins á vett- vang eftir ósk togarans. Þegar hlerar voru opnaðir gaus upp eldur úr kolageymslum skips- ins. Var hann slöktur eftir nokkurn tíma. Orsakir eldsins voru taldar þær að kviknað hafi i kolagasi er myndast hafi útfrá gufupípum, sem lágu gegnum kolastíurnar — en umbúnaður reyndist dottinn af þeim. — Vegna þess að lítið loftrúm var i kolastíunum gerði eldurinn minna tjón en ella hefði orðið. — Togarinn var nýkominn að heiman og var að veiðum út af Önundarfirði Id. 16 um daginn, þegar eldsins varð fyrst vart. — Sir W. A. Craigie. KÁUPMANNAHAFNAR- BLÖÐIN UM KARLAKÓR REYKJAVÍKUR. Kaupmannahöfn, 8. nóv. Einkaskeyti. FÚ. Öll helstu blöð Kaupmanna- hafnar hafa nú birt fregnir um komu Rarlakórs Reykjavikur til borgarinnar og frásögn um hina fyrirhuguðu söngför hans. Eru ummælin undantekningarlaust mjög vinsamleg og segja nokk- ur helstu blöðin að Karlakór Reykjavíkur sé með þeim bestu á Norðurlöndum og hafi getið sér ágætan orðstir bæði utan- lands og innan. Sir William Craigie flytur í dag fyrirlestur við liáskólann í Ox- ford um „skáldskaparíþróttina á íslandi“. Erlendis liefir það verið tíðast, að minnast ekki annara bókmenta íslenskra en fornbókmentanna, en Sir Willi- am hefir'þó ávalt haldið því fram, að Islendingar liafi si og æ verið að skapa merkilegar bókmentir, all fram á þenna dag. I þetta sinn munu það ekki sist verða miðalda- og nútíma bókmentirnar, sem hann fræðir tilheyrendur sína um, rímurn- ar og nútímaljóðin. Sjálfur lief- ir hann, eins og kunnugt er, gefið út rimur af frábærri snild og ritað af gagngerðri þeklcingu um nútímaskáldskap íslenskan, enda gefið út úrval íslenskra Ijóða. I síðustu bók sinni, The Northern Element in English Literature, lætur hann þá von og trú í Ijós , að sá tími komi að ensk skáld læri á ný af Is- lendingum rétta notkun stuðla og höfuðstafa, sem þeir hafa fyrir löngu týnt niður. Sjálfur hefir Sir Wiliam ort eftir ströngustu íslenskum bragx-egl- um, bæði á ensku og íslensku, og þegar á stúdentsárum sínuxn þýddi hann íslensk nútimaskáld (Steingi'ím, Bólu-Hjálinar, Jón Þorláksson). Leikfélag Reykjavíkur sýnir enn einu sinni í kveld skopleikinn „Þorlák þreytta". LÖGFRÆÐIN G AMÓT í REYKJAVÍK 1940. Næsta lögfræðingamót fyrir Norðurlönd verður lialdið liér í Reykjavik 1940. Þátttakendur frá Sviþjóð, Noregi, Finnlandi og Danmörku munu hittast í Gautaborg og ferðast hingað með Ameríkufari Svenska-Ame- ríkalinen „Gripsholm“. Áætlað er að þessir menn verði um eitt þúsund talsins. Siglt verður um- hverfis landið og ekið í bilum um sveitirnar. (Skv. sendiherrafregn). Gengið í dag. Stei'lingspund ....... Dollar ............... 100 ríkismörk ....... — franskir frankar — belgur .......... — svissn. frankar . — finsk mörk .... — gyllini ......... — tékkósl. krónur . — sænskar krónur . — norskar krónur . — danskar lcrónur , Ivr. 22.15 4-42J4 178.98 iS-23 75-45 102.89 9-95 245-83 15.88 114.36 111.44 100.00 Aldur kanarífugla er talinn 10 ár að meðaltali, en þó gela þeir orðið 15 ára. Kona ein, Mary Simon, í Elgin í Illi- nois-fylki í Bandarikjunum, kveðst þó eiga kanarífugl, sem sé að minsta kosti 27 ára, og syngi liann hástöfum á hverjum degi! Þýskir herforingjar drekka kaffi með liátíðasvip, meðan spænsldr hermenn úr formgja- ráðinu, með bláa mittislinda, reigsa yfirlætislega um gólfið. Italirnir láta glamra í sporum sínum og leiða stúlku við hönd sér og stundum tvær, en her- menn úr útlendingahersveitinni heimta lierbergi af skrifstofu- manni liótelsins. Það er erfitt að ná sér í her- bergi í Gran Hótel, þvi að það er aðalbækistöð Þjóðverja. Þeir liafa skrifstofur sínar á efstu liæð, og menn úr Guardia Civil standa vörð með alvæpni. Það er engin glaðværð þarna, lieldur tortrygni, sérstaldega gagnvart nýkomnu fólki, og á veggina er letrað: „Þögn. Njósn- arar!“ Það þýðir, að hver sá, sem heyrir rætt um hernaðinn, á að segja frá hver gerir það. Samt er um ófriðinn rætt all- an sólarhringinn. Hverja nótt um óttuskeið eða fyr safnast mannfjöldinn sam- an á aðaltorginu þar sem sagt er frá fréttum í hátalara á spænsku, ítölsku, þýsku, frönsku og ensku. I hópnum ægir saman alla vega litum búningum, bláum, rauðum, khakilitum og hvítum einkennisbúningum. Dauða- þögn ríkir meðan fréttirnar eru lesnar og að lokum er þjóð- söngurinn leikinn, en mann- fjöldinn heilsar að fasistasið. Allir eru vissir um sigur Francos, og þegar eitt enskt blað sagði einu sinni, að honum gengi „örlitið“ betur, var hent liið mesta gaman að þeirri fregn. Þegar lokið er sókninni á Norður-Spáni (grein þessi er rituð fáeinum dögum áður en Gijon féll í liendur Franco) licf- ir Franco 100 þús. manna, auk flugvéla, fallbyssa og bryn- dreka, sem hann getur sent til Aragóníu. Menn eru ekki alveg vissir um, livort sóknin verði hafin á Madrid eða Teruel í áttina til Kataloniu. En menn Francos spá sigri fyrir vorið. Þegar eg fylgdist með lier- sveitunum áleiðis til Gijon í heila viku, undraðist eg mjög Iiið góða skipulag og útbúnað liersins. Hermennirnir eru í góðum holdum og vel klæddir, en það er ekki hægt að segja um hermenn stjórnarinnar. En þótt örlög Gijon sé fyrirsjáanleg, þá verður sólinarherinn að berjast uni hvert fótmál, en það liáir stjórnarhernum, að liann er illa útbúinn að skotfærum. Þeim hluta Spánar, sem Franco ræður, er vel og skipu- lega stjórnað. Þar er nægilegt að bíta og brenna, og lífið geng- ur sinn vanagang, nema auðvit- að á vígstöðvunum. Menn verða þó varir við fas- islastjórnina. Lýðræði, þingræði og frjálslyndi er bannfært, og láti maður þvílika skoðun í ljós, er maður talinn fjandmaður stjórnar Francos. Andúð manna er mikil gagn- vart Englandi og Frakklandi, og alstaðar heyrist talað um úr- kynjun lýðræðisríkjanna, og að þau ríki þurfi einskis að vænta af Italíu, Þýskalandi og Spáni. Foringi einn í herstjórnar- ráðinu sagði meira að segja, að brátt myndi Frakklandi skift í þrjá hluta: Baskahéruðin frönsku handa Spáni, frönsku Rivieruna lianda ítaliu, mið- héruðin handa Þýskalandi. Par- ís yrði áfram eign Frakka, af þvi að þeir einir kunna að stjórna henni, og hvað Englandi viðkæmi, þá gæti það hypjað sig á brott úr Gibraltar, þegar spænskar og þýskar fallbyssur verða komnar í nágrennið!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.