Vísir - 10.11.1937, Blaðsíða 2

Vísir - 10.11.1937, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIB DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Ritstj.: Páll Steingrímsson Skrifstoft! . . . . } Austurstr. 12 og afgr. J Símar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Jafnnær. UINS og frá var skýrt hér í “ blaðinu i fyrradag, lauk Al- þýðusambandsþinginu með þvi, að samþykt var „tilboð“ um sameiningu Kommúnistaflokks- ins og Alþýðuflokksins, en þannig úr garði gert, að full- víst mátti telja, að kommún- istar nnmdu ekki fallast á það. Á Alþýðusambandsþinginu biðu sameiningarmennirnir þannig algerðan ósigur. 1 dagblaði kommúnista er skýrt frá því í gær, að fyrir þinginu hafi legið þrjár tillög- ur um sameiningu, og segir blaðið, að það sé „mjög leitt“, að einmitt sú tillagan, „sem vit- að var að Kommúnistaflokkur- inn gæti ekki samþykt, skyldi hljóta samþykki þingsins, en binum tveim, sem hann gat gengið að, skyldi vera slept.“. Til þess að taka af öll tvi- mæli um það, að Alþýðusam- bandsþinginu hafi ekki orðið þetta á óviljandi, birtir blaðið bréf, sem það segir að stjórn Kommúnistaflokksins hafi sent þinginu, þar sem svo fast er að orði kveðið, um tillögu þá, sem samþykt var að lokum, að sam- þykt hennar ér talin „sama og bafna allri sameiningu við Kommúnistaflokkinn að þessu sinni“. En „eftir að hafa með- tekið bréfið“, segir blaðið, að þessi tillaga hafi verið samþykt! — Og að lokum segir blaðið, að það sé „rangt hjá Alþýðu- blaðinu, að sameiningin sé komin xmdir þingi Kommún- istaflokksins“, því að „samein- ingin var lcomin undir þingi Aþýðusambandsins, þar sem fyrir þvi lá sameiningartillaga, sem vissa var fyrir að Komm- únistaflokkurinn var samþykk- ur“! Og þannig er þá þessu sam- einingarmáli socialista og kom- múnista í bráðina komið ná- kvæmlega í sama „farið“ og þegar slitnaði upp úr milli sameiningarnefnda flokkanna fyrir rúmum mánuði og stjórn Alþýðusambandsins sagði samningatilraununum slitið. Og nú saka hvorir aðra um að bafa eyðilagt sameininguna, al- veg eins og þá! — En sennilega befir ráðamönnum hvorugs flokksins verið nokkur alvara um sameininguna frá upphafi, nema ef vera skyldi Héðni Valdimarssyni, ef hann á þá að koma til greina í þvi sambandi, en ekki að skoðast sem eins- konar hirðfífl kommúnista. Blað kommúnista fagnar þvi nú hinsvegar, áð flokkarnir hafi „færst miklu nær hvor öðrum en áður var, fyrir þær samn- ingaumeitanir, sem fram fóru i sambandi við þingið“. En ekki verður mönnum það ljóst, af þvi sem blaðið segir um þetla að öðru leyti, livað það muni liafa til marks um það, að flokkarnir hafi færst nær bvor öðrum. Að vísu er stefnu- skráruppkast það, sem sam- þykt var á Alþýðusambands- þinginu vafalaust nokkuru nær skapi kommúnista að orðfæri til, en tillögur þær, sem áður befir verið fitjað upp á „til samkomulags“ við þá. En að livaða gagni kemur það í raun- inni, þó að því sé yfirlýst i stefnuskránni t. d. að flokkur- inn byggi skoðanir sinar á grundvelli liins vísindalega so- eialisma, marxismans“, þegar það er jafnskjótt fram tekið, að flokkurinn skuli bera þær skoðanir sinar fram til sigurs „með fræðslu og útbreiðslu- starfi“ og „á þingræðisgrund- velli“? Nákvæmlega sömu stefnu- og skoðanayfirlýsingar eru gefnar af „socialistademo- krötum“ í öllum löndum, að lokatakmarkið sé „socialism- inn“, en því eigi að ná með því að vinna því fylgi meiri hlut- ans á þingræðisgrundvelli. Og yfirlýsingu í þá átt gaf jafnvel hinn btt byltingarsinnaði for- ingi danskra socialista alveg nýlega. Annað mál er það, að „þrátt fyrir þessa óheppilegu sam- þykt Alþýðusambandsþingsins“ verður vafalaust eins og blað kommúnista segir „haldið á- fram viðleitni til samkomulags við Alýðuflokkinn“ af þeirra bálfu. En það er með öðrum orðum viðleitninni til að ryðja úr vegi hinum gætnari leiðtog- um socialista, og öllum þing- ræðis-grillum þeirra, sem að vísu virðast lieldur ekki eiga mjög djúpar rætur í hugum þeirra manna, sem með völdin hafa farið í landinu af hálfu Alþýðuflokksins, þó að þær þyki nú handhægar sem eins- konar fjandafæla, til að veifa framan í kommúnista. VeSrið í morgun. í Reykjavík 4 st., mest í gær 6, minst í nótt 4. Úrkoma í gær 1.6 mm. Yfirlit: Alldjúp lægð norð- ur af Vestfjörðum á hreyfingu austur eftir. Horfur: Faxaflói: Stinningskaldi á vestan. Úrkomu- lítiö. Skipafregnir. •Gullfoss er á leið til Kaup- mannahafnar frá Hamborg. Goða- foss kemur í kveld frá útlöndum. Brúarfoss er í Reykjavík. Detti- foss er á Breiðdalsvík. Lagarfoss er í Leith. Selfoss í Hamfoorg. Sjómannakvéðjur. FB. 9. nóvember. Liggjum á Fáskrúðsfirði. Vel- líðan. Kærar kveðjur. Skipverjar á Surprise. FB. í dag. Lagi5ir af stað til Englands. Vellíðan. Kærar kveðjur. Skipverjar á Belgaum. Verslunarmannafél. Rvíkur hefir bókaútlán í kvöld kl. 6—7 i Kaupþingssalnum, en ekki 8—9 eins og venjulega. — Ljósmyndakepni FerSafélags íslands. Amatör- IjósmyndasmiSir, sem senda ætla myndir á ljósmyndakeppni F. í., eiga að vera búnir að skila mynd- unum til stjórnar félagsins fyrir 15. þ. m. ísfisksala. Geir seldi í Grimsby 968 vættir fyrir 847 stpd. Næturlæknir; Kristín Ólafsdóttir, Ingólfsstr. 14, sími 2161. Næturvörður í Laugavegs- og Ingólfs apótekum. KMRIjll WljlSl Oll London í morgun. FÚ. " Þótt japanska herstjórnin tilkynni í gær, að japanski her- inn hefði Shanghai algerlega á valdi sínu, var samt mikið um hernaðarlegar aðgerðir af hálfu Japana í Nantao í gærkvöldi. Létu þeir rigna sprengikúlum úr flugvél- um sínum yí'ir þetta hverfi, eftir að hafa gert borgarbúum að- vart um, að árás væri í aðsígi. Erlendur blaðamáður í Shanghai símar blaði sínu, að kín- versku hersveitirnar, sem nú verjast í Nantoa, geti komist það- an burtu hvenær sem er, með því að leggja niður vopn sín og ganga inn í franska hluta alþjóðahverfisins, og ennfremur sé þeim opin leið yfir Whangpoofljót inn í Pootung, þar sem nokkur hluti kínverska hersins verst ennþá. 1 gær reyndu Japanir að setja lið á land í Amoy, en tókst það ekki. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Ramsay MacDonald, fyrv. forsætisráð- herra Bretlands, er látinn. Hann var á leið til Suður-Ameríku, þar sem hann ætlaði að dveljast um þriggja mánaða skeið sér til hressingar, og var farþegi á skipinu „Reina del Paci fico“. Hann fékk hægt and- lát. Fregnin um andlát MacDon- alds hefir vakið mikla sorg um gervalt Bretland og Bretaveldi. Blöðin flytja langar greinir um MacDonald og fara þau mikl- um lofsorðum um hann sem mann og stjórnmálamann. And- stæðingar MacDonalds skrifa mjög lofsamlega um MacDon- ald og meðal þeirra ýmsir frægustu stjómmálamenn Breta nú, svo sem Sir John Simon, Wiiiston Churchill, enn- fremur socialistaleiðtogarnir Lansbury, Clydes o. fl. Lík MacDonalds verður flutt frá Bermuda til Englands til greftrunar. Ramsay MacDonald var 71 árs að aldri og var þrívegis for- sætisráðherra Bretlands. United Press. Danlr slaka á inn- Oatnlngshöftunum. Ilanska stjórnin lagði um U mánaðamótin siðustu, breytingar á gjaldeyrislögunum fyrir þingið. Breytingarnar fara allar í þá átt að draga úr innflutningsliöftunum og lag- færa það sem valdið liefir mest- um óþægindum. Árið 1936 var frjáls innflutn- ingur á vörum að fjárhæð 80 milj. kr. Þessar vörur eru i sér- stökum flokki, sem nefndur er „frílisti“. Þessi vöruflokkur verður aukinn á næsta ári upp í 460 milj. kr., sem óliáð verður öllum innflutningshömlum. Verður þá einn þriðji hluti alls innflutnings frjáls í Danmörku. Þar er leyfum á vörum, sem bannaður er innflutningur á, úthlutað í hlutfalli við fyrri innflutning. Kaupfélögin liafa þar engin réttindi fram yfir aðra innflytjendur. Fulltrúar verslunar, iðnaðar og fram- leiðslu eiga sæti í gjaldeyrisnáð- inu, sem gerir tillögur um framkvæmd liaftanna til versl- unarmálaráðherra. Ákvörðun gjaldeyrisnefndarinnar er ekki óliagganleg, eins og hér, þvi telji menn sig liafa orðið fyrir órétti af nefndarinnar hálfu, geta þeir skotið máli sínu til hærra dóms. Mikill er munur á fram- kvæmd gjaldeyrislaganna í Danmörlcu og liér á landi, þar sem alt er miðað við pólitiska liagsmuni. KARLAKÓR REYKJAVÍKUR FÆR LOFSAMLEG UMMÆLI í KAUPMANNAHÖFN. Karlakór Reykjavíkur söng í gær segir danska útvarpið, fyr- ir fullu húsi í Kaupmannahöfn. Viðstaddir voru meðal annara, Sveinn Björnsson, sendiherra Islands í Kaupmannahöfn, kon- ungsritari, Jón Krabbe, útvarps- stjóri, Gunnar Gunnarsson og Halldór Kiljan Laxness. Blaðadómar um söng kórs- ins eru liinir hestu sem nokkur kór hefir fengið í Kaupmanna- höfn í langa hrið. I kvöld halda félögin Dansk- IslandskSamfund oglslendinga- félagið í Kaupmannahöfn söngvurunum sameiginlega veislu í höll Moltke greifa. F.U. Stormnr kemur út á fimtudaginn. Lesið Jeremíasarbréfið um sjónhverf- ing trúðanna, nýja prófessorinn og háttsetta embættismanninn, sem grunur leikur á að hafi þegið stórkostlegar mútur. — Fæst hjá Otta og Eymundsen. (Darwins) sterkir, fallegir litir fást Baldursgötu 4, Jdn ArntiHSSon. Útvarpið í kvöld. 19,50 Fréttir. 20,15 Bækur og: menn (Vilhj. Þ. Gíslason). 20,30» Kvöldvaka: a) Jón Eyþórssoní Reynistai5abræ'Sur. b) Úr Örvar- Oddssögu, II (Vilhj. Þ. Gíslason). c) Guömundur FriSjónsson skáld : Upplestur. Ennfremur sönglög. ÉirÉiii hætta i aíslátt á vöram, á íllint veri. Félag matvörukaupmanna í Reykjavík hefir tekið þá á- kvörðun, eins og auglýst er í Vísi í dag, að „framvegis verða allar vörur seldar á nettoverði í verslunum okkar frá og með 10. nóvember að telja“. Þessari tilhögun, sem matvörukaup- menn ákváðu „sem félagsheild og einstaklingar“, var komið á eftir að stjórn félagsins og ein- stakir félagsmenn liöfðu athug- að máhð nákvæmlega og aflað sér upplýsinga um rekstur mat- vöruverslana í nágrannalöndun- um. Þá er þess að geta, að þeirri breytingu, sem hér hefir verið gerð, hefir verið komið á samkvæmt nærri einróma á- skorun viðskiftamanna mat- vörukaupmanna í Reykjavík. Um leið liafa kaupmenn lækkað verð á ýmsum nauðsynjum. Kaupmenn hafa, svo sem kunnugt er, gefið viðskifta- mönnum sínum afslátt, aðal- lega þegar um föst mánaðar- viðskifti er að ræða, frá 4% og stundum upp í 10%, en sumir kaupmenn hafa þó kosið að bafa verðlag lægra á nokkurum vörutegundum eða sem afslætt- inum svarar. Talsvert margir og m. a. þeir, sem greiða út í hönd, er þeir kaupa vöru við búðarborðið, hafa engan afslátt fengið. Matvörukaupmenn hafa nú tekið þann kost að breyta fyrir- komulaginu þannig, að afslátt- urinn verði afnuminn og verð á vörunum læklcað. Matvörukaupmenn hafa einnig rætt um, að hætta öllum reikningsviðskiftum, vegna erf- iðleika á innheimtu. En ekki verður þó reikningsviðskiftum hætt að sinni. Kaupmenn vilja henda á, að afleiðing þess, að innheimta gengur erfiðlega og að viðskifti eru ótrygg verður til að stuðla að hærra verðlagi. Er kaupmönnum heimilt að liafa víðskiftamenn í mánaðar- viðskiftum, og séu reikningar greiddir að fullu 1.—10. hvers mánaðar eða við fyrstu sýn- ingu og reiknast þá stað- greiðsluverð. Annars verða reiknuð ómakslaun og vextir samkvæmt nánari fyrirmælum og samþyktum Félags mat- vörukaupmúnna í Reykjavík. Ilér er, að áliti matvöru- kaupmanna, miðað að þvi, að lækka verð á nauðsynjum og ti-yggja mönnum réttlátari við- skifti, og mun almenningur kunna að meta þá viðleitni. „Þorlákor þreytti* Skopleikur i 3 þáttum. Haraldur Á. Sigurðsson leikur aðalhlutverkið. Sýning á morgun kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 i dag og eflir kl. 1 á morgun. Sími 3191. Bopðstofusett (með eldra sniðinu) selt afar ódýrt. KRISTJÁN KRISTJÁNSSON húsgagnavinnustofa, Skólabrú 2 (hús.Ól. Þorsteinss. læknis). Brúarfoss fer annað kvöld um Yest- mannaeyjar til London og Kaupmannahafnar. Kvennadeild S.V.I. heldur fund miðvikud. 10. þ. m. kl. Sy2 í Odd- fellowhúsinu. Félagsmál. Einsöngur: Einar Markan. Stjórnin. Slmi 3017. Á morguit Snyrtistofau opnar Sími 3017. VESTURGÖTU 2 (hús Nathan & Olsen) Andlits og liandsnyrting: Hárgpeidsla: Laufey Bjarnadóttir M. Hrómundsdóítir (áður Austurstræti 20). Fótsnyrting og fótaaðgepöir: Þóra Borg. Sími 3017.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.