Vísir - 17.11.1937, Síða 3

Vísir - 17.11.1937, Síða 3
VÍSIR ksli slðrí n. Kenslutnálaráðherra, Haraldur Guðmundsson, svívirðir Háskóia Islands í opinberri skýrslu. Með skipun Sigurðar Einarssonar í dósentsembætti i guðfræði hefir kenslumálaráðherra framið eitthvert hið einstæðasta embættishneyksli, sem þekkist hér á landi. Aðferð sú, er hann hefir notað til að finna átyllu til þessarar ráðstöfunar, er ósæmileg og þjóðinni til háðungar. Skipun Sigurðar Einarssonar í dócentsemljættið við Háskól- ann hefir að vonum vakið undr- un og gremju, og gerast engir aðrir til að afsaka þá ráðstöf- un, en þeir, sem eru svo star- hlindir fylgismenn socialista, að þeim er alveg sarha hvaða verk fulltrúi þeirra í rikis- stjórninni vinnur. Ráðherranum liefir auðsjáan- lega þótt mikils viðþurfa um að afsaka skipun Sigurðar, því að í gær var útbýtt rití, sem rikis- sjóður gefur út að tilhlutun ráð- herrans, sem nefnist „Enn um Háskólann og veitingarvaldið“, og er 48 siður i stóru broti. Auk þess sem í ritinu er rak- inn aðdragandi þessarar em- bættisveitingar, eins og málið liorfir við frá sjónarmiði ráð- lierrans, þá er hún full af hin- um ósæmilegustu dylgjum í garð prófessoranna við guð- fræðideild Háskólans og þó einkum í garð próf. H. Mosbech við háskólann i Kaupmanna- höfn, sem fenginn var til að taka sæti í dómnefnd um rit- gerðir og fyrirlestra keppend- anna um dósentsembættíð. Hér fer á eftir stutt vfirlit yfir aðdraganda þess, að Sig. Einarsson var skipaður i em- bættið, en upphafið er það, að er úrskurður íslensku dóm- nefndarinnar var kunnur lét láðherrann Stefán Jóhann snúa sér til Engberg, lcenslumálaráð- lierra Svía, með beiðni um að benda sér á fræðimann þar í landi, er væri hæfur til að dæma um samkepnisritgerðirn- ar. Eftir þvi sem sést á skéyti Stefáns Jólianns er liann og ráðherrann dús-bræður og góð- kunnugir, og S. J. S. féldc einn- ig svar um , hæl frá hinum sænska flokksbróður sínum þess efnis, að Nygren háskóla- kennari í Lundi væri vel hæfur og hefði lofað aðsloð sinni. Ny- gren eru síðan sendar ritgerðir og fyrirlestrar keppendanna í danskri þýðingu Einars Magn- ússonar kennara og próf. Guð- brandar Jónssonar. Um miðjan ágúst eru þýðingarnar sendar liéðan til próf. Nygren og 8. okt. kemur úrskurður lians um að umsækjandinn C (sem var merki Sig. Einarssonar) sé best hæfur . Mánuði siðar eða 8. þ. m. fær ráðherrann siðan langa greinargerð frá próf. Nygren, þar sem þvi er slegið föstu, að Sigurður Einarsson sé sá eini af keppinautunum, sem hafi „á al- veg fullnægjandi hátt sannað liæfni sína-------“ Er þessi niðurstaða er fengin hafa farið mörg símskeyti á milli hins sænska prófessors og ráðherrans og hefir Vísir það ■eftir góðum heimildum, að um öll þau viðskifti hafi hinir ráð,- herrarnir ekkert vitað. Skipun Sig. Einarssonar ltom aldrei fyrir ráðherrafund, eins og þó hefði verið eðlilegt og kom það flatt upp á ráðherra framsókn- armanna o(g þingmenn, hve bráður bugur var undinn að því að veita Sigurði embættið. í lok skýrslu sinnar kemur ráðherrann fram með hótanir í garð Háskólans og boðar breytingar á reglugerð skólans, og lýkur skýrslu ráðherrans svo: „Mun Háskólinn bráðlega la nánar að heyra um þetta frá ráðherranum“. Öll þessi aðferð Haraldar Guðmundssonar er fullkomið bneyksli og hefir hún sett ó- afmáanlegan blett á íslensk há- skólamálefni, og er þess naum- ast að vænta, að liáskólar í ná- grannalöndum vorum verði fúsir til að veita Háskóla ís- lands aftur aðstoð, svipaða þeirrí er Kaupmannahafnarhá- skóli veitti, er próf. Mosbech var fenginn hingað til að dæma milli keiipinautanna. I TRÚARÞÖRF OG „VOLÆÐI“. Ritmenska Sig. Einarssonar á liinu guðfræðilega sviði er litt þekt meðal landa Iians nema ef helst má telja ýmsar tímarita- greinar og blaðagreinar, þar sem hann hefir sýnst vera all-einkennilega sinnaður i þeim málum af núverandi guðfræði- dósent að vera, svo ekki sé meira sagt. í einni slíkri grein, svo tekið sé dæmi af liandahófi, segir S. E. m. a. svo um trúarþörf mannsins: „Einhversstaðar hefir vitur maður sagt, að ef enginn guð væri til, þá hefðu mennirnir neyðst til að skapa hann. Hér er átt við það, að maðurinn, þessi óendanlega göfuga skepna, hafi þó þarfnast einhvers ann- ars ennþá göfugra til að ákalla og tilbiðja. Trúarþörf — sönnun fyrir til- veru guðs — segja prestarnir. Látum svo vera. En eg hefi aldrei séð í þess- um hugsanagangi annað en vol- æði mannsins, sem ekki gat gengið uppréttur nema skjalla sjálfan si,g. Það er gæfa mín eða ógæfa“. Svo mörg eru þau orð, en það kemur óneitanlega undarlega fyrir sjónir, að höfundur þess- ora orða skuli einmitt vera að sækjast eftir embætti sem er til orðið fyrir þetta „volæði mannsins“ — trúarþörfina. — Maður með slíkum hugsunar- hætti virðist eiga heima ein- hversstaðar annarsstaðar en í kennarastól í guðfræði þar sem kennimenn þjóðarinnar fá mentun sína, áður en þeir taka til starfa i þágu kirkju eða upp- eldismála. Sjómannakveðja. Byrjaðir veiðar við Austur- land. Vellíðan. Kveðjur. Skipverjar á Garðari. Þriðjudag. FB. Úr dómi jiess „heimskunna". Sigurði Einarssyni hefir nú verið veitt docentsembætt- ið i guðfræðideild Háskólans, þvert ofan í álit dómnefndar. Var leitað til Svíþjóðar eftir fótskemli undir Sigurð, ef takast mætti að hækka hann ofurlítið. — Maður er nefndur Anders Nygren. Hann er guðfræði- prófessor i Lundi. Hann var gerður að „yfirmatsmanni“ á’ frammistöðu umsækjand- anna um embættið. Og nú er „yfirmatið“ komið. — Alþbl. segir, að Anders Ny- gren sé „heimskunnur vís- indamaður“. Það segir líka, að liann liafi kollvarpað „úr- skurði dómnefndarinnar um samkepnisprófið í guðfræði við háskólann hér“, þvi að hann telji „Sigurð Einarsson einan umsækjendaima hæfan til embættisins“. Jafnframt birtir blaðið skæting og svig- urmæli um prófessor Mos- bech, er sæti átti i dómnefnd- inni og lýst hefir að nokkuru guðfræðiþekking Sigurðar Einarssonar. —: Álitsgerð Nygrens próf. er birt i Alþbl. i gær, og er þar um langt mál að ræða. Þar er m. a. þannig að orði komist um Sigurð Einarsson. (Let- urbr. hér): „Um það, hvort kenning höf. urn tvíhyggjuna í helgi- siðaerfð íslensku kirkjunnar er söguleg staðreynd eða til- fundin (þ. e. ímyndun höf., sem hefir ekki við neitt að styðjast) get eg ekki dæmt, vegna þess, að eg á ekki aðgang að heimildunum. — En hvað sem því líður, lýsir hún vísindalegum hæfileikum hjá höf. Að mínu áliti hefir umsækjandinn C (þ. e. S. E.) þannig á alveg fullnægjandi hátt sannað hæfni sína til kennaraem- bættis þess, sem um er sótt“. Dæmið ekki, svo að þér verðið ekld dæmdir, stendur í frægri bók. Nygren prófessor segist ekki geta dæmt og dæmir samt! Jarðarför föður, og tengdaföður okkar, Tómasar Gunnarssonar, (fyrrum bónda á neðra Apavatni) fer fram fimtudaginn 18. þ. m. frá fríkirkjunni, og liefsí með húskveðju á heim- ili lians, Njálsgötu 41, lcl. 1. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Sigríður Tómasdóttir, Árni Andrésson. ÞROTABÚ KREÚGERS. Það liefir nú loksins eftir margra ára vinnu tekist að fá fullkomið yfirlit yfir fjárreiður dánarbús eldspýtnakonungsins Ivar Kreiigers. Kemur það nú í ljós, að skuldir dánarbúsins nema 1370 miljónum sænskra króna, og eru það mestu skuld- ir sem nokkur einstaklingur á Norðurlöndum nokkru sinni liefir látið eftir sig. Til greiðslu þessara skulda liggja fyrir 6,8 miljónir króna, eða ekki fylli- lega einn liálfur af hundraði. Hinsvegar vænta menn þess, þegar tímar líða fram að nokk- ur af fyrirtækjum Kreúgers geti gefið af sér svo mikinn arð, að takast megi að greiða meira af þessum skuldum. (FÚ.). Látixui rnerkur sæuskar lækuir. Lungnaberklarnir eru svo al- gengur sjúkdómur, að alt sem unnið er til bóta í þeim lækn- ingum liefir mikið gildi um all- an heim. Próf. H. C. Jacobæus, yfirlæknir á annari lyflæknis- dcild Serafimerspítalans í Stokkhóhni, var lieimskunnur meðal lækna fyrir afrek sin á þessu sviði. Hann er nú fallinn frá. Italskur læknir — Forlanini — kendi læknum að „blása“ berklasjúklinga. Með því mein- ast, að dælt er lofti inn að sjúku lunga, i þvi skyni að þrýsta því saman og þjappa að liolum, og sjúku lioldi, sem þar er inni fyr- ir. Lungað fær með þessu móti ró og livíld frá sífeldum öndun- arlireyfingum, enda er með röntgenskoðun fylgst með á- standi lungans. Ótaldir eru þeir brjóstveikir menn, sem fengið liafa bata eftir þessa aðgerð. — En sá hængur er á, að stundum er lungað vaxið út í síðuna, og þá er ekki hægt að „blása“ sjúklinginn, og koma lunganu saman. Próf. Jacobæus vann heims- nafn sitt með þvi að hjálpa í þessum vandræðum. Ilonum hugkvæmdist að nota svolítinn kíki (tlioracoskop), sem hann fór með inn á milli rif ja, til þcss að skoða brjóstholið að innan, og lungað að utan. Með ofurlitl- um rafmagnslampa er lýst upp brjótholið innvortis, að sinu leyti eins og lýsa má innan þvagblöðruna, með blöðruldki. — Það lieppnaðist að úlbúa þetta áliald þannig, að með þvi mátti brenna sundur brjóst- himnustrengi og tauma, sem toga í lungað, og varna að það geti þjappast saman. Jacobæus var að vísu lyflæknir, en fékk þó sjálfur mikla leikni i að framkvæma þessa aðgerð. Margir berldas j úklingar fá bata vegna yfirbrenslunnar, enda var spítaladeild próf. Jacobæusar jafnan fjölsótt af útlendum'læknum, sem leituðu þangað til þess að sjá og læra. Jacobæus hafði á prjónunum ýmsar merkar visindalegar rannsóknir, er hann féll frá, m. a. tilraunir til þess að ákveða öndunarstarf hvers lunga út af fyrir sig (broncliospirometrie). Auk þess hafði hann á hendi kenslu læknanema. Mesti fjöldi sænskra lækna eru þvi læri- sveinar hans. Jacobæus var minnisstæður þeim, sem kyntust lionum. Hann var Gyðinga-ættar, og bar álcveðinn svip þess kynstofns. Hann var hreinn og beinn i allri framkomu. Mikill að vallarsýn, röskur veiðimaður og sport- maður, þegar störfin eldci bundu hann við sjúkrahús og visindi. — Hann var i fullu fjöri til þess siðasta, en varð bráðkvaddur á spítala sinum þ. 29. október s. 1., og var þá tæp- lega sextugur að aldri. G. Cl. Móðir okkar, Anna Kr. Bjarnadóttir, andaðist að heimili sínu, Vesturgötu 46 A. Reykjavík, 16. nóvember 1937. Anna L. Kolbeinsdóttir. J. B. Pétursson. Kristinn Pétursson. „Eiðurinn'* 3. útgáfa. Þegar mér barst í hendur þessi nýja útgáfa af Eiðnum, varð mér að minnast gamallar þakkarskuldar, sem eg stend í við Þorst. Erlingsson, frá þeim tima, sem eg náði fyrst í kvæði hans. Haustið sem Þorsteinn lést, dró húsbóndi minn, sem þá var, fallega bók upp úr kistu sinni og leið ekki á löngu þang- að til eg hvinskaðist í liana. Þetta var 2. útgáfa af Þyrnum. Mér varð skyndilega bjart fyrir augum. Hefir húsbóndi minn sennilega orðið þess var, því að hann gaf mér bókina nokkrum dögum síðar. Það var ekki undarlegt, þó að eg fengi fljótt ást á ljóðum Þorsteins, þvi að mér fanst liann yrkja best um alt, sem mér var kæra’st. Enda var nú lieimurinn fljótur að skifta um skap og umhverfið að breytast. Hinn þröngi dalur milli nátt- svartra klettaf jalla, barmafullur af liaustmyrkrinu, varð nú að víðri veröld fagnaðar og sum- arbirtu. —- Þessi nýja útgáfa af Eiðn- um er sérlega falleg, og hefst hún eins og 2. útgáfa á stuttri ritgerð eftir frú Guðrúnu konu skáldsins og segir þar frá sið- ustu skáldadraumum Þorsteins. Þá tekur við mansöngurinn til Guðrúnar, sem Þorsteinn ætl- aði að prenta framan við seinni hluta Eiðsins. Það var síðasta verk lians og varð nokkuð af kvæðinu til i banalegunni, þó að það beri þess engin merki, því að þar er bjart um hverja hend- ingu. Þess gerist ekki þörf, að skrifa ritdóm um Eiðinn. Hann er fyrir löngu búinn að fá sinn dóm hjá þjóðinni eins og önnur verk Þorsteins Erlingssonar. Með fáum orðum vildi eg aðeins vekja alhygli fólks á hinni nýútkbmnu bók. Það kaupir enginn köttinn í sekkn- um, sem kaupir Ijóð Þorsteins Erlingssonar, hvort sem heldur er handa sjálfum sér eða vin- um sínum. Ljómi þéirrar feg- urðar, mannúðar og skáldlegu snildar, sem af þeim stafar, mun endast niörgum kynslóð- um. Þau munu um Iangan aldur leita uppi æskuna hvort sem hún á heima í borgum, andnesj- um eða á efstu grösum landsins, og samgróa öllu sem best er í eðli hennar. Sfeáldið hefir lielgað ástinni þetta verk, og mér finst henni aldrei hafa verið kveðinn annar eins dýrðaróður á íslensku máli eins og í kvæðinu Nótt: „I dögg á Edens aldinreinum sjást aldrei nema tveggja spor“. Jón Magnússon. adeism? Loftar. Bréf frá Kína. Frh. Stríö skellur á eins og stórviöri, alt af í óhentugan tima, þó mikiö sé um viöbúnað, og óvænt, þrátt fyrir allar ófriöarspár. Svo fjand- samlegt er það lífinu og óvelkom- iiS, en óumflýjanlegt þó, eins og dauöinn og dómurinn. Þaö vissu allir, sem eitthvaö þektu til viöskifta Japana og Kín- verja síöari árin, að til ófriöar mundi koma, fyr eöa síöar. Viss- asti forboði þess var stríöiö í Shanghai 1932, sem Japanar unnu — í bili. Þá buðu þeim byrginn nokkrir herforingjar aö eins, í for- boði stjórnarinnar í Nanking og án hennar stuönings. Chiang Kai- shik og þeir menn aðrir, sem mest mega sín í landinu, vildu umbera ágengni Japana í lengstu lög, svo timi ynnist til, að undirbúa sig undir þá úrslitabaráttu, sem nú hefir borið að miklu fyr en æski- legt þótti. Kínverjar eru auðmýkingum vanir og þeir voru við því búnir, að Japanir yrði ekki frekjuminni eftir 1932. Þegar sá, er þetta ritar, var staddur í Peking á næstliðnu hausti, voru æfingar japanska hersins í Noröur-Kína nýafstaðn- ar. Um 7000 hermenn tóku þátt í þeim dagana 26. okt. til 4. nóv. — Nú er það ekki óalgengt, að erlendar hersveitir sjáist að æf- ingum í kínverskum bæjum, þo auðmýkjandi sé. En þessar heræf- ingar Japana í fyrra haust tóku þó öllu slíku fram í ósvífni. Þær voru í því fólgnar, hvorki meira né minna, en að hertaka Peking, hina 1 lielgu borg þjóðarinnar, og henn- ar forna höfuðstað og mentasetur. Hermenn og hergögn, alveg óhóf- lega mikil við heræfingar að eins, fyltu strætin svo umferð stöðvað- ist. Að heræfingunum loknum skoðuðu þeir söfn, hallir og helgi- dóma þessa söguríka staðar. Áður en þeir færi buðu þeir yfirvöld- um staðarins í samsæti! Hvort allir þágu heimboðið er mér ókunnugt. En stúdentar héldu mótmælafundi og kröfugöngur,. og háskólarnir flögguðu í hálfa stöng. Nú eru sumar háskólabygg- ingarnar í rústum. Tilgangi Jap- ana með heræfingunum í fyrra er náð. Þeir hafa skipað yfirvöld eft- ir sínu eigin höfði og stökt kín- verska hernum á flótta. Því ófremdarástandi er lokið, að Kínverjar fái þolað alt. Hver ný auðmýking var þeim um leið á- minning um það, í hverri hættu þjóðfélagið ar statt. Ágengni Jap- ana hefir verið einn helsti aflgjafi þeirrar þjóðernislegu vakningar, sem farið hefir yfir landið síðari árin. Og Japanar mega sjálfum sér um kenna, að vígbúnaði hefir verið svo mjög hraðað í Kína síð- an 1932, að nú er tvísýnt um það, hvor aðilanna vinni stríðið. Frh. Ólafur Ólafsson.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.