Vísir - 22.11.1937, Side 3
VlSIR
.I &$>*&•' ' */ "*< '»r*6> *<
Óstjópn SíldarntvegsnefnílaF.
160.000 kr. kostnadnr
vid Síldarútvegsneínd.
Forsprakkarnir græða, en sjó-
menn og útgerðarmenn bera tapið.
£ YRIR fáum dögum birti
* YÍSIR kafla úr bréfi því
er félag sfldarsaltenda á Siglu-
firði sendi Alþingi út af óstjórn-
inni á Síldarsölumálunum.
Síldarsaltendafélagið sýnir
fram á að, stjóm Finns Jóns-
sonar í Síldarútvegsnefnd hafi
bakað útvegsmönnúm stórtjón,
og skorar á Alþingi að skifta um
menn í nefndinni.
Síldareigendur eiga engan
fulltrúa í Síldarútvegsnefnd.
Þeir menn, sem þar eru látnir
ráða mestu eiga minst i hættu
um hvernig alt veltur og ýmsir
sem þar starfa hafa lítið eða
ekki nálægt útvegsmálum kom-
ið og þeir af þeim, sem það hafa
gert, liafa flestir lítinn sóma af
þeirri starfsemi sinni. Val
stjórnenda síldarsölumálanna
og erindreka nefndarinnar hef-
ir farið eftir pólitískum skoð-
unum, en ekki eftir þvi, hvort
þeir væru raunverulega hæfir
til að leysa úr þeim vanda, sem
þeim er lagður á herðar.
Síldarútvegsnefnd er í rauninni
ekki starfandi nema lítinn hluta
úr árinu, eða meðan á veiðum
og sölu afurðanna stendur. Hef-
ir hún mikið fé milli handanna,
en síldarútvegsmönnum virðist,
sem nefndin sé fremur eyðslu-
söm á fé þeirra.
Þessari hlið á starfsemi
nefndarinnar lýsa síldarsaltend-
ur svo í bréfi sínu til Alþingis:
„Eins og kunnugt er, fær
Síldarútv.n. 3% af andvirði
matéssíldarinnar og 2% af and-
virði allrar annarar síldair til
þess að greiða með kostnað all-
an af starfi sinu. Árið 1936 voru
tekjur nefndarinnar kr. 159.-
921.65 að meðtöldum kr.
10.992.25 er hún græddi á
tunnusölu og saltsölu til salt-
enda. Sem dæmi upp á óhóf-
lega eyðslu Síldarútvegsnefnd-
ar viljum vér henda á þessi at-
riði:
1) Finnur Jónsson. Vorið
1935 ferðaðist hann til Þýska-
lands og Póllands. I för með
honum var alþm. Jóhann Þ.
Jósefsson, er ferðaðist á vegum
rikisstjórnarinnar og á hennar
kostnað. Ferðakostnaður Finns
er kr. 12.568.66. I upphæð þess-
ari mun vera einliver síma-
kostnaður innifahnn.
2) Óskar Jónsson. Þessi full-
trúi fór vorið 1936 til Þýska-
lands og Póllands. Ferðalagið
sjálft kostaði kr. 5.970.90 -j-
kostnaður vegna túlks kr.
4.476.60. Hann ferðaðist til
Rússlands sama ár, og kostaði
sú ferð kr. 3.310.71. í för með
lionum var erindreki Helgi
Briem sem túlkur og aðstoðar-
paaður, en ríkisstjórnin kostaði
för Iians. Þá kemur kaup Ósk-
ars vegna umsjónar með Faxa-
flóasíld kr. 2500.00 svo og kr.
3000.00, er hann liefir fyrir
starf sitt í Síldarútvegsnefnd.
Kostnaður samtals vegna starfs
Óskars 1936 er því kr. 19.208.21.
3) Einar Olgeirsson. Honum,
eða íslensk-rússn. verslunarfé-
laginUj voru greiddar kr. 10.-
345.50 fyrir aðstoð við sölu á
Faxasíld til Rússlands. Sala
þessi kostaði Síldarútvegsnefnd
um kr. 70.000.00, auk þess sem
ríkissjóður gaf eftir útflutn-
ingstollinn.
4) Friðrik Steinsson. Honum
eru greiddar kr. 3.340.55 fyrir
að meta og eftirlíta Faxasíldina
haustið 1936.
5) Þórsútgerðin. Varðskipið
„Þór“ var gerður út til lilrauna
með nýja veiðiaðferð og kost-
aði það kr. 16.699.75, Um á-
rangurinn af tilraunum þessum
er oss algerlega ókunnugt, en
vist er um það, að að gagni hafa
þær ekki komið.
6) Jón Sigurðsson. Erindreki
Alþýðusambandsins er nú kom-
inn á föst laun hjá Sildarútvegs-
nefnd yfir síldartímann, með
kr. 500.00 um mánuðinn. Mað-
ur þessi liefir aldrei neitt við
síldarverkun fengist, en þar
sem hann hefir þráfaldlega spilt
vinnufrið og samkomulagi milli
saltenda og vex-kafólks, og virð-
ist í því efni leitast við að gera
oss eins mikið tjón og hann
megnar, gengur það ósvífni
næst að taka hann sama sem í
vora þjónustu.
Þessi dæmi nægja til að sýna
hvernig farið er með peninga
þá, sem pindir eru út úr síldar-
cigendum. Af heildartekjum
nefndarinnar 1936, sem voru
kr. 159.921.65, eins og áður er
getið, varð tekjuafgangurinn
aðeins kr. 2.114.38.“
Meðferð Síldarútvegsnefndar
á síldarsölunni og á fé því, sem
liún hefir til umráða, er enn
eitt dæmi þess hvernig fer, þeg-
ar socialistar ná tökum á at-
vinnumálunum.
Kafli sá, sem tilfærður er
hér á undan, talar skýru máli
um fjárbruðl hinna rauðu, en
óbeina tapið af aðförum social-
ista, sem kemur fram í rnink-
andi framleiðslu er þó ekki sið-
ur alvarlegt, eins og margsinn-
is hefir verið sýnt fram á.
Verkalýðurinn liefir ekki síð-
ur en útvegsmenn farið var-
hluta af óstjórn nefndarinnar.
Þegar nefndin lokaði fyrir inn-
flutning til Póllands á 20 þús.
tunnum skv. kröfu gyðinga-
klíkunnar þar, sem nefndin
liefir veitt einkaleyfi til inn-
flutnings á matéssíld til lands-
ins, svifti nefndin íslenskt
verkafólk verkunarlaunum sem
befðu numið hátt á annað
hundrað þúsund krónur.
Útvegsmenn og verðalýður
tapar á hneykslisstjórn social-
ista í Síldarútvegsnefnd — en
þeir sem græða eru stjórnend-
urnir og erindrekarnir.
Socialistamir fitna en at-
vinnuveitendur og verkalýður-
inn bera tapið.
Á fundi háskólaráðs í gær
var ákveðið að kensla í skólan-
um skyldi falla niður í dag og
á morgun og er ástæðan til
þessarár ályktunar sú, að ugg-
vænt þyki um að óspektir kunni
að hljótast vegna flokkadrátta
meðal stúdenta, ef kenslu verði
haldið uppi. Eins og kunnugt er
samþyktu stúdentar á fundi
sinum á föstudagskveld að
ekki skyldi sóttar kenslustundir
í skólanum í þrjá daga og var
þessi ráðstöfun gerð til frekari
áherslu á samþyktum sama
fundar á mótmælum gegn
hneykslisveitingunni á dósents-
embættinu í guðfræðideild. En
kommúnistar voru frá upp-
hafi á móti öllum ályktunum
gegn veitingu Sig. Einarssonar,
og vildu ekki beygja sig undir
vilja meiri hlutans.
Kommúnistar finna lyktina
if Sigurði Einarssyni og vita, að
með skipun hans í dósentsem-
hættið er stigið spor í þá átt, að
grafa undan áhrifum kristin-
dóms og kirkju og er þeim því
osárt um þó guðlastari sé val-
inn til að kenna prestaefnunum.
Framsóknarmenn voru yfir-
leitt andvígir skipun Sig. Ein-
arssonar en gátu hinsvegar ekki
feh sig við niðurfellingu kensl-
unnar.
í gær gengu kommúnistar
um með undirskxiftaskjal, þess
efnis, að lýsa vanþóknun á nið-
urfellingu kenslunnar og fengu
þeir marga framsóknarmenn til
að skrifa undir. Alls skiáfuðu
um 70 manns undir skjalið og
var það sent Haraldi Guð-
mundssyni kenslumálaráðherra.
En til að afstýra frekari vand-
ræðum greip háskólaráðið síð-
an til þess, að fella niður kenslu
í 2 daga, eins og áður er sagt,
eða sömu daga sem meirihl.
stúdenta hafði ákveðið að skóli
skyldi ekki sóttur.
Grein með þessari fyrirsögn
birtist í Morgunblaðinu í gær.
Er þar m. a. minst á frásögn
Yísis á laugardag, um fund
stúdenta að Garði kveldinu áð-
ur, en þannig er frá skýrt, að
rétt þykir að láta ekki með öllu
afskiftalaust.
I fyrsta lagi segir greinarhöf-
undur, að nokkrir framsóknar-
menn hafi verið með tillögum
þeim, er samþyktar voru á
fundinum, en Visir hafi sagt
frá á annan veg. V'era má, að
þetta sé rétt hjá greinarhöf. En
því er hvergi mótmælt, að Ól-
afur Jóhannesson hafi gengið
af fundi, er tillaga kommún-
ista var úr sögunni, og mjög
samtímis þeim, en hann var í
kjöri af hálfu framsóknarstúd-
enta í Stúdentaráðið og verður
því að ætla, að hann sé þar
framarlega í flokki, ef ekki for-
ingi.
I öðru lagi segir greinarhöf-
undur, að menn úr öllum flokk-
um, utan kommúnista, hafi
staðið að þeim aðgerðum, er
hafnar hafa verið. 1 því sam-
bandi nægir að benda á það eitt,
að það kom fram í umræðun-
um á fundinum, að fulltrúar
lýðræðissinna hafi einir óskað
eftir því, að boðað yrði til þessa
fundar, og er það sagt þeirp til
lofs en ekki lasts.
Að lokum segir í greininni,
að ekki sé um „verkfall“ að
ræða, eins og sagt var hér i
blaðinu. En á öðrum stað í Mbl.
í gær er frá þvi skýrt, að stúd-
entum hafi verið meinað að
sækja kenslu í Háskólanum. Út
af þessu má minna á það, að
fyrir skömmu var verkamönn-
um lijá Kol & Salt meinað að
vinna. Það var alstaðar nefnt
verkfall, og var ekki í eðli sínu
ósvipað þessu.
Að þessu athuguðu verður
ljóst, að umrædd frásögn hér í
blaðinu er rétt í öllum þeim at-
riðum, er máli skifta, og er und-
arlegt, að höf. Mgbl.-greinarinn-
ar skuli kveinka sér svo mjög
við því, að Vísir notaði orðið
„verkfall“ í frásögn sinni.
Virðist ástæðulítið að deila
um orð og merkingar þeirra i
þessu sambandi. Hitt er full-
komin nauðsyn, að stúdentar
Maðurinn minn og faðir okkar,
Ólafur Sigurösson,
frá Bæ í Dölum, verður jarðsunginn frá dómkirkjunni
þriðjudaginn 23. þ. m. Athöfnin hefst með bæn frá heimili
hins látna, Grundarstíg 7, kl. 1.
Athöfninni verður útvarpað.
Vígdís Þórðardóttir og börn.
Tilkynningr frá
Kirkjurádi.
20. nóvember. FB.
Á fundi Kirkjuráðs hinnar íslensku þjóðkirkju var í gær
borin upp og samþykt í einu hljóði eftirfarandi áskorun í til-
efni af veitingu docentsembættisins í guðfræðideild Háskólans
16. þessa mánaðar: :
„Kirkjuráðið skorar á Alþingi og ríkisstjórn að stofna
nýtt docentsembætti í trúfræði og siðfræði í guðfræðideild
Háskólans og er fylgjandi tillögu Háskólaráðs um
efni.“
um
Hvað er það, strðnd?
Hvað er það, sem mig seiðir,
þar sem sjórinn kyssir grund?
Hvað er það, strönd, sem
stjórnar
og stefnir mér á þinn fund?
Hafvindar hvísla svalir:
Hjarta þíns yndi grær
hvar sem í ástararma
andstæður fallast tvær.
Þessu lögmáli lífsins
lúta skalt þú, sem spyr.
Heimur og himinn sættast
i hjarta þínu ei fyr.
Því skal margt, sém fer miður,
minnast við hitt, sem er vel, —
ljósið myrkursins leita, —
og lífið sættast við Hel.------
Nú veit eg, strönd, hvað stýrði
og stefndi mér á þinn fund:
Sorg, sem óskaði að eiga
eina vængjaða stund ....
Grétar Fells.
\inni einhuga að því að leiða
þetta mál til lykta á þann hátt,
að þeir og Háskólinn megi vel
við una.
H. P.
Eggert Stefáosson
söngvari.
Eggert Stefánsson er lista-
maður. Hann er söngvari. Nátt-
úran hefir gefið lionum blæ-
fagra baritónrödd, og öra lista-
mannslund. Röddin er ekkJ
mikil og raddsviðið er takmark-
að allþröngum skorðum. Á
hljómleilcunum i dómkirkj-
unni síðastl. miðvikudag hafðl
hann gert sér grein fyrir þessu
og valið lögin eftir því. Alt litil
lög, sem kröfðust þess ekki, að
söngvarinn leysti af hendi nein-
ar Heraklesarþrautir, flest lög».
in í sálmalagastíl, eins og vera
bar.
Enda þótt söngvarinn reyndi
stundum að knýja frani úr
röddinni þann þrótt, sem hún
átti ekki til, og þótt textafram-
burður hafi verið harla ófull-
kominn, þá voru lögin sungin
af innilegri tilfinningu og var
allur flutningurinn göfugur.
Siðasta lagið, sem liann söng,
hét „Agnus dei“ Lagið hefir
sira Bjarni Þorsteinsson frá
Siglufirði fundið i Árna Magn-
ússonarsafninu á skinnblaði.
Þetta er élsta handritið á öllum
Norðurlöndum, þar sem tví-
söngur er nóteraður, og elsta
handrit, sem sýnir söng með
fleiri röddum en einni. Það er
skrifað á Munkaþverá í Eyja-
firði árið 1473.
Frh. á bls. 4.
Bætt sambúð
Hvernig stendur á því, að svo mörg vandamál á meg-
inlandi Evrópu standa í sambandi við Dóná? Hvernig
stendur á því, að þetta fornfræga fljót kemur æ við
sögu, þegar umer að ræða atvinnu- og viðskiftalíf í Mið-
Evrópu? Hvert er nú viðhorf stórveldanna til hinna
mörgu smáríkja, sem eiga lönd að Dóná? Hvernig verða
vandamál þessara ríkja leyst? Þessum spurningum og
fleirum er reynt að svara í eftirfarandi grein kunns
amerísks blaðamanns, A. Godfrey Lias, er margsinnis
hefir ferðast um Dónárlöndin — seinast nú í sumar.
Þeir, sem svartsýnir eru á
meginlandi Evrópu, hafa spáð
svo illa fyrir Dónárríkjunum og
friðinum í Mið-Evrópu , að
manni er það mikill léttir og
til verulegrar ánægju, að koma
aftur til þeirra, eftir tveggja ára
brottveru, og sjá, að liorfurnar
liafa yfirleitt mjög batnað, bæði
atvinnu- og viðskiftalega og
stjórnmálalega. Það er í stuttu
máli svo komið nú, að manni
er ljóst, að liið svo kallaða eft-
irtímabil lieimsstyrjaldarinnar.
með allri sinni eymd og tor-
trygni, er liðið, og nýir, nokk-
uru hetri tímar komnir.
Fyrir tveimur árum var ekki
hægt að vera bjartsýnn um
framtíðina í þessum liluta álf-
unnar. Mikil beiskja var enn
ríkjandi i liugum fólksins —
aðallega þeirra þjóða, sem
höfðu orðið hart úti vegna
styrjaldarinnar, mist stór land-
svæði til annara o. s. frv. I
Austurriki var öngþveitisástand
ríkjandi — Austurriki var þá
nokkurs konar verndarríki It-
alíu, en alt í meiri óvissu en
nú og öryggisleysi. Ungverjar
hugsuðu mest um héruð þau,
sem þeir höfðu mist, og hvern-
ig þeir gæti unnið að því, að fá
kröfum sinum um endurheinit
þeirra framgengt. I Tékkósló-
vakiu voru sterk öfl að verki til
þess að eyðileggja það ágæta
verk, sem þar hafði verið unn-
ið, þjóðinni til gagns og bless-
unar. V'iðskifti í Dónárríkjun-
um voru lömuð og viðskifta-
liömlur jukust stöðugt. Abess-
iniustyrjöldin vofði yfir. Og
livert sem litið var voru dökk
ský á lofti.
Nú verður að vísu ekki sagt
enn sem komið er, að nærri all-
ir erfiðleikar sé að baki. En
engum kunnugum manni dylst,
er hann kemur nú til Dónár-
ríkjanna, að þar er nú alt ann-
ar andi ríkjandi en fyrir tveim-
ur árum. Almenningur í þess-
um löndum liefir enn úr frek-
ar litlu að moða, en þó hefir
hagur manna yfirleitt farið
heldur batnandi undangengin
tvö ár.
Ýms vandamál stjórnmála-
legs eðlis eru enn á döfinni, en
að því er þau snertir, horfir alls
ekki eins alvarlega og fyrii'
tveimur árum. Horfurnar fyrir
því, að þau verði leyst friðsam-
lega liafa mjög batnað. Fyrir
tveimur árum horfði i átt til
styrjaldar og eyðingar, en nú
í átt til endurbyggingar og frið-
samlegrar samvinnu, ef sá andi
sem ræður í Dónái’rikjunum
sjálfúm nú, fær að ráða.
Fyrir tveimur árum gat í
launinni ekki verið um neina
samvinnu að ræða milli hinna
sigruðu þjóða og sigurvegar-
anna. Fæstir Ungverjar, sem
menn komust í kynni við, hik-
ujðu við að láta i ljós fyrfr-
litningu sína og liatur á Tékk-
um. Þeir jáluðu, að þeim væri
illa við Rúmena — og ekki vel
til Jugoslava. Þá var mikið rætt
um að endurreisá Habsborgara-
veldi í landi Magyaranna —
setja Otto prins á veldisstól. En
nú hafa menn sætt sig við þá
hugsun, að af því geti ekki orð-
ið um ófyrirsjáanlega langan
tíma, né lieldur að til endur-