Vísir - 03.12.1937, Blaðsíða 3

Vísir - 03.12.1937, Blaðsíða 3
VlSIR Með síra Ólafi er í val fallinn þjóðkunnur maður, sem láta mun nœrri að við kannist ná- lega livert mannsbarn í landinu, er til vits og ára er komið, sakir skörungsskapar hans, hluttöku í og forgöngu fyrir mörgum þjóðnýtilegustu málum, sem til meðferðar liafa verið um daga hans. Mér koma nú við ævilolc hans er litið er yfir ferilinn, helst til Iiugar orð Snorra í Skáldskapar- málum, að „drengir heita vask- ir menn ok batnandi“. Hvort- tveggja þetta drengskapar- mark átti síra Ólafur. Allir, sem nokkuð þektu til, vita það og kannast við, að hann var vask- ur maður. Og þar sem liins vegar enginn mun komast hjá, að eitthvað sé að fundið, ekki sist þeir, er skapsmunamenn eru nokkurir og einatt ganga fram fyrir skjöldu um mála- flutning og fylgi, þá var síra ólafur ekki sá maður, að ekki breytti hann til batnaðar, er hann fann rétt rök liggja til. Skal nú nokkuð rekja æviat- riði hans og atburði eins og eg hef kynst honum á langri ævi og einkum síðustu 20 árin, er við höfum búið í örskotslengd hvor frá öðrum. En að eins stuttlega getur það orðið og ekki svo tæmandi, sem minning hans væri samboðið og síðar ætti nákvæmara að gjöra. Síra ólafur var fæddur I Við- ey 24. sept. 1855. Voru foreldrar hans dannebrogsmaður ólafur Ólafsson, lengi fátækrafulltrúi, og fyrri kona hans Ragnheiður Þorkelsdóttir, bæði kynjuð úr Rangárvallasýslu. Hann útskrif- aðist úr Latínuskólanum 1877 með fyrstu einkunn. Áður en hann sótti nám lengra réðst hann að Auðshaugi á Barða- strönd til að kenna bömum Gunnlaugs Blöndals sýslu- manns. Var hann þá um tíma settur sýslumaður og kom þá þegar í Ijós sú röggsemi, er á- valt einkendi hann. Sumarið 1879 voru sendir tveir stúdentar á 400 ára minningarhátíð há- skólans í Kaupmannaliöfn. Var liann valinn til þeirrar farar á- samt Davíð Scheving Thor- steinsson; munu þeir liafa þótt glæsilegastir stúdentar er völ var á. Árið 1880 tók hann próf í prestaskólanum einnig með hárri fyrstu einkunn, og vígðist þá þegar að Vogsósum og kvæntist sama ár Guðríði Guð- mundsdóttur prófasts Johnsens í Arnarbæli, hinni mestu ágætis og rausnarkonu, sem lifir mann sinn, virt og elskuð af öllum sem hana hafa þekt. Tvo sonu eignuðust þau, annar dó á barnsaldri, hinn var Guðmund- ur Ólafsson hæstaréttarlögmað- ur, sem varð bráðkvaddur 22. maí 1935, foreldrum sinurn og vinum öllum mjög harmdauði. Árið 1884 voru sr. Ólafi veitt Efri-Holtaþing í Rangárvalla- sýslu og bjó hann i Guttorms- liaga 9 ár. Þá fékk hann Arnar- bæli í Ölfusi 1893, en lausn frá prestskap 1902 vegna fótar- meins, er liáði honum á ferð- um. Flutti liann þá til Reykja- víkur og varð ritstjóri „Fjall- konunnar" og jafnframt frá 18. des. 1903 prestur frikirkjusafn- aðarins í Reykjavík, er síra Lárus Halldórsson lét af því starfi, og var hann það 19 ár til ágústloka 1922. Þá veiLti söfn- uðurinn honum lausn með eftir- launum, með þvi að hann hafði á þessum tíma vaxið svo og störfin margfaldast, að sira Ól- afur treystist ekki að gegna lengur. Hafði liann eins og lijá öðrum söfnuðum sínum áunnið sér mikla hylli fyrir mikið og vel unnið starf, enda þótt jafnan í röð fremstu kennimanna og skörulegasti ræðumaður. Frá 1913 tók hann einnig að sér prestsþjónustu fyrir fríkirkju- söfnuðinn í Hafnarfirði og geð- veikrahælið á Klcppi, og gegndi hinu fyrra til 1930 og hinu síð- ara til árið 1933. Hafa söfnuðir hans við mörg tældfæri sæmt liann gjöfum og á ýmsan annan hált vottað honum þakklæti sitt og vkðingu. Fyrir utan prestverkin hefir sira Ólafur haft ótal önnur störf á hendi, svo sem að sjálf- sögðu flest trúnaðarstörf fyrir sveitirnar þar sem hann hefir verið prestur. Og á Alþingi sat hann fyrir Rangárvallasýslu 1891, fyrir Austur-Skaftafells- sýslu 1901 og Árnessýslu 1903— 1907. Þó að prestsþjónustan hafi verið aðalstarf síra Ólafs, væri þó ekki nema hálfsögð saga að geta þess eins, svo mörgum öðr- um málum hefir hann haft á- hrifamikil og heillavænleg af- skifti af. Má þar fremst telja mannúðarmálin og þar næst þjóðmálin, einkum sambands- mál vort við Dani. Ritaði hann mikið um áhugamál sin, bæði meðan hann var ritstjóri og undan og eftir. Tók hann traust- um tökum á hverju máli og hlífði sér ekki; enda þrekið mikið og reyndi oft á það, svo sem i mislingunum 1882, land- skjálftunum miklu 1896, mann- skaðanum í Reykjavik 1906—7 og spönsku veikinni 1918. Það er engin leið að lýsa þvi i blaða- grein, sem hann þá Iagði á sig. En einkum má ekki gleymast þátttaka hans í holdsveikismál- inu. Ritaði hann svo skýrandi og skorinort um það, að þá er danskir Oddfélagar gáfu holds- veikraspítalann, þá kallaði for- ingi þeirra Petrus Beyer hann „Manden, som rejste hele Be- vægelsen“. Um landsspítalamálið rilaði hann margar og merkilegar greinar og hefir lausnin á því máli orðið mjög í samræmi við þær skoðanir, er hann lét þá í Ijósi. Mörg fleiri ritstörf og blaða- greinar liggja eftir sira ólaf um áhugamál hans og ýmsar nyt- samar bækur þýddi hann úr út- lendu máli. Má þar nefna „Þjóð- menningarsögu“ lians, „Hjálp- aður þér sjálfur“ eftir Samuel Smiles og „Foreldrar og börn“, alt vinsælar alþýðuhækur. Þá liggja eftir hann ýmsir frumsamdir ritlingar, er sumt voru sköruleg erindi, er liann hafði flutt. Má þar nefna erindi, sem mikla etfirtekt vakti og liann nefndi „Þarfasti þjónn- inn“, skorinorða ádrepu um illa meðferð á hestum. Hann var dýravinur og var lengi í stjórn Dýraverndunarfélagsins, og um hríð formaður og ritaði greinar í blað þess. Þótt hér hafi verið fljótt yfir sögu farið má af þvi ráða, að mannúð og liðsinni við lítil- magna og sjúka var rikur þátlur i eðli síra Ólafs. Fyrir bindindis- málið vann hann, gjörðist Góð- templari og var það til æviloka og starfaði mikið fyrir regluna. 1 meðferð landsmála tólc liann jafnan mikinn þátt og á Alþingi var hann sem annars staðar hinn málsnjallasti ræðuskör- ungur og jafnan með liinum fremstu i haráttunni fyrir sjálf- stæðismáli voru, og hhfði eigi sjálfum sér né öðrum. Kennari var hann ágælur og var sótt eftir að koma til hans piltum til að búa undir skóla og voru einatt margir hjá lionum, og mintust lians jafnan með hlýju þakklæti og heimilis þeirra hjóna. Eftir að hann haf ði látið af hinu erfiða embætti sínu var hann enn lengi ern og fram- kvæmdi mörg prestsstörf við ýms tækifæri og fanst lítt á að honum væri förlað. Þar á meðal vígði hann fríkirkjuna í þriðja sinn 21. des. 1924 á 25 ára af- mæli safnaðarins, sem varstofn- aður 1899, en kirkjuna hafði tvisvar orðið að stækka að mikl- um mun síðan hún var fyrst reist 1904. Fór honum vigslan svo úr hendi, að Jón Magnússon ráðherra sagði, er hann kvaddi hann á kórtröppum, að sér fyndist hann of snemma hafa lagt niður embætti. Þá ritaði síra Ólafur fyrir söfnuðinn minningarrit á 25 ára afmæli lians þar sem hann rakti sögu og þróun safnaðarins frá byrj- un. Auk þessa flutti hann ýms erindi, þar á meðal erindaflokk í útvarp, enn lengi með sama skörungsskap og áður um efni og flutning. En eðlilega átti það fyrir sér að breytast og förlaði honum síðustu árin mjög sjón og þrótt- ur allur, einkum eftir að Guð- mundur sonur hans lést svo sviplega og sorglega. En hann hafði verið foreldrum sinum hinn elskulegasti sonur og föð- ur sínum jafnframt vinur og ráðunautur í hvívetna. Mátti svo heita, að hann bæri ekki sitt barr eftir það og fór ört hnign- andi heilsu hans tvö síðustu ár- in. Þó þreytti hann við að hafa fótavist og koma út daglega, svo það urðu að eins tveir síð- ustu dagarnir, sem hann klædd- ist ekki. Aðfaranótt 25. nóv. kl. 4 andaðist hann og fékk rólegt andlát. Eg hafði komið til lians nær daglega síðustu mánuðina, og rann mér til rifja að sjá hið hrausta karlmenni, sem eg liafði þekt frá æsku okkar og dáðst að þrótti hans og mælsku, bug- aðan af reynslu og erfiði ár- anna. Þó hrestist liann jafnan við, er talíð barst að atburðum og störfum fyrri áranna, er hann með óhilandi þreki og um- bótaliuga glimdi við liin marg- vislegu verkefni, er lífið lagði á leið hans. Að öðru leyti hélt trúarstyrkleiki hans bonum uppi. Hann hafði ekki tekíð þátt i trúardeilum og sinti lítið nýjum straumum og stefnum. En á öndverðum prestsskaparárum sínum flutti hann eitt af sínum skörulegu erindum um trúar- og kirkjulíf á þeim tíma, um 1890. Kom hann þar fram fastheldinn við liið gamla og góða, en þó samfara frjálslynd- um umbótahug, sem honum var í öllu eiginlegastur. Og þessu lík mun hugsun lians hafa verið alt til enda. Á hreyfingu sálar- rannsóknanna hafði hann óliug framan af, en þegar hann sann- færðist um, að þær æltu við rétt rök að styðjast, þá var það samkvæmt eðli hans: „vaskur maður og batnandi“, að hann hafði hug og drenglund til að fallast á þær. Enda hafði hann sjálfur fengið ýms órengjanleg skeyti frá syninum, sem hann harmaði svo mjög, og liaft af því ósegjanlega liuggun og nýj- an styrk fyrir trú sína, þótt hún væri ekki veik fyrir. I viðtölum okkar varð lionum einaít á munni: „Eg hlakka til að liitta drengina mina“. Lika tel eg mig hafa fengið handan að frá honum skeyti svo i anda síðustu viðkynning- ar okkar, að eg get ekki véfengt það. Hann sagðist blcssa mig og bað að eg blessaði sig. Það vil eg af heilum huga gjöra, biðja guð að blessa honum heimkomuna á fund drengjanna lians og blessa ellibeygða konu hans, uns fundum aftur ber saman. Og öll munu sóknarbörn hans sérstaklega og þjóðin livar sem til spyrst hugsa til hans nú með hlýjum hug og þakka lionum dáðríkt starf hans fyrir kirkj- una og’ ríkan áhuga á framför- um þjóðarinnar og velfarnan í hvívetna. Ekkert vildi liann láta sér vera óviðkomandi, er snerti lieill og heiður þjóðarinnar og ávalt reiðubúinn að vinna fyrir það. Kristinn Daníelsson. Ég ber ai dyim Svo nefnist kvæðakver eitt lítið, sem nýlega er ixt komið. Höfundurinn kallar sig Jón úr Yör og veit blaðið engin deili á honum, en sennilega er hann kornungur maður. Og sé hann það má ætla, að þama sé skáld- efni á ferð. Yrkisefni höf. eru flest held- ur hversdagsleg og kvæðin lítil fyrirferðar, flest eða öll. En athuganir hans á hversdágslífi manna, sumar að minsta kosti, eru ekki með samá hætti og tíðast er i rimuðu méli nú á dögum. Höf. fer leiðar sinnar, nokkurnveginn beint af augum, glottir i hverju spori, hendir gaman ýmsu, sem fyrir augu ber, hefir ríka samúð með þeim, sem strita og stríða, því að allir eigi rétt á sér. Hagmælskan virðist i góðu lagi og heldur lítið ura rim- hnökra, en stundum bregður höf. fyrir sig ljóðleysu og kann sá, sem þetta ritar, ekki að meta þann skáldskap. Síðasta kvæði bókarinnar heitir „Sólskin" og eru tvö fyrstu erindin þannig: Eg ætlaði að yrkja um sólskin, en eg var svo loppinn af kulda, að kuldinn að sál minni settist og svo varð Ijóðið um kulda. Eg gat ekki a;ð þessu gert. En strax þegar sólskinið syngur í sál minni, verður minn óður um það. Og er hönd min hitnar, er hugur minn bjartur og góður. Eg get ekki að þessu gert. Um stúlkurnar, sem koma hingað á haustin „úr saltfiski. síld og heyjum“ og eru „allflest- ar ungar, átján og tuttugu vetra,“ segir liöf. meðal annars: t Þær liata vistanna viðjar og vilja þar fæstar lenda. 1 eldhúsi samt þeirra sögur að síðustu jafnan enda. MJtt verksmibjuhús í Keflavík. 1 gær voru risgjöld nýs verk- smiðjuhúss í Keflavík. Eigandi vess er Dráttarbraut Keflavíkur, hlutafélag. Dráttarbrautin var smiðuð árið 1935 og síðan hafa verið teknir bátar upp á braut- ina 208 sinnum. Dráttarbrautin hefir stæði fyrir 18 báta í einu og er liin fullkomnasta í alla staði. Til dæmis voru síðastlið- ið vor 3 hátar dregnir upp og einn settur fram á sama flóði. I fyrra tók Dráttarbrautin vél- smiðju Magnúsar Björnssonar á leigu, en hefir nú keypt smiðj- una og reist yfir hana stórt og vandað hús. Gólfflötur hússins er 270 fermetrar. 1 aðalhúsinu er vélasalui', eldsmiðja og málmsteypa. Auk þess er uppi efnisgeymsla og skrifstofa. Hér eftir verður hægt að fram- kvæma allar venjulegar véla- viðgerðir í Keflavík. 1 stjóm Dráttarbrautarinnar eru: Valdi- mar Björnsson Keflavik for- stjóri, Björn Ólafsson Reykja- vík og Elías Þorsteinsson Kefla- vík. Verkstjóri smiðjunnar er Ólafur Hannesson Keflavík. Borgarafundur í Færeyjum. Borgarafundur sem haldinn var á Þórsliöfn á Færeyjum í gær samþykti einróma áskorun til dönsku stjórnarinnar um það, að hxín heimilaði samn- inga við Gismondi um það, að fimm itölskum togurum yrði leyft að hafa bækistöð sína í Færeyjum. (FU.). VlSNABÓK GUÐBRANDS BISKUPS. Ejnar Munksgaard hefir nú sent á markaðinn nýja afar- vandaða útgáfu af vísnabók Guðbrandar biskups með for- mála á ensku eftir prófessor Sigurð Norðdal. Er útgáfa þessi gerð eftir eintaki sem Lands- bókasafnið i Reykjavík á og talið er hið besta í heimi. (FÚ.). STJÓRN DANSK ISLANDSK FORBUNDSFOND, það er sáttmálasjóðsins danska, hefir úthlutað vöxtum sjóðsins fyrir yfirstandandi missiri og hefir meðal annars veitt 24 is- lenskum stúdentum, er stunda nám i Danmörku og annars- staðar 12000 krónur til samans og 13000 krónur til annara menningarframkvæmda, sem annað hvort varða Island bcint eða hið andlega samband milli Danmerkur og Islands. (FÚ.). LANDSKJÁLFTA- RANNSÓKNIR. Síðan landskjálftarnir miklu urðu á Jan Mayen fyrir tveimur árum hafa tveir norskir jarð- fræðingar dr. Kolderup og Anders Kvale, fengist við jarð- rannsóknir þar norður frá. Þeir þykjast sjá þess merki, að fleiri landskjólftar séu i aðsígi. Segja þeir að Jan Mayen og ísland sömuleiðis, liggi á land- skjálftabelti sem nái frá Aust- ur-Grænlandi til Spitsbergen og nálgist strönd Noregs. Á Jan Mayen liafa á síðustu 20 árum komið 30 allverulegir jarðskjálftar. (FÚ.). aðeins Loftu^ Úthlutnn eiliíauna ob ðforkuhúta. Á bæjarstjórnarfundi í gær voru samþyktar einróma tillög- ur framfærslunefndar um út- hlutun elli launa og örorkubóta. Til bráðabirgða lagði nefndin til, að útlilutað yrði úr bæjar- sjóði, miðað við að framlag kæmi úr lifeyrissjóði, þannig: a. I ellilaun kr. 157078.00, sem skiftist þannig: 319 styrk- þegar fái 105.507 krónur. 834 umsækjendur, sem ekki eru styrkþegar, fái kr. 51.571.00. b. I örorkubætur kr. 114460.00, sem skiftist þannig: 280 styrk- þegar fái kr. 95.423.00, 263 um- sækjendur, sem ekki eru styrkþ. kr. 19.037.00. Samkvæmt þessum tillögum leggur framfærslunefndin til, að lagt verði fram úr bæjar- sjóði til ellilauna og örorkubóta alt að kr. 280.000.00, gegn fram- lagi úr lífeyrissjóði, á xithlutun- artímabilinu 1. okt. 1937 til 1. okt. 1938, en áskilur sér rétt til þess síðar að bera fram tillögur um viðbótarúlhlutun til þeirra styrkþega bæjarins, sem auk út- hlutaðra ellilauna eða örorku- bóta þurfa framfærslustyrk úr bæjarsjóði. I.O.O.F. 1^119123872=E.T.l. Veðrið í morgun. í Reykjavík 2 st., mest í gær 7, minst í nótt x st. Úrkoma í gær 4.8 mm. Yfirlit: LægS yfir Græn- landshafi og Grænlandi á hreyf- ingu austur. Horfur: Faxaflói: Suövestan og sunnan gola. Rign- ing. Jarðarför sira Ólafs Ólafssonar fyrv. frí- kirkjuprests, fer fram á morgun. Athöfnin hefst kl. 1,45. Eggert Stefánsson endurtekur hljómleika sína í dóxrikirkjunni n. k. sunnudag kl. 854. Breytt efnisskrá. Aögöngu- miöasála er byrjuö hjá Bókaversl- uh Sigf. Eymundssonar og í Hljóöfæraverslun Katrínar Viöar. Aögm., sem óseldir kunna aö verða, seljast við innganginn. — Eins og áður hefir verið getið, var húsfyllir í dómkirkjunni er Eggert Stefánsson söng þar sein- ast. Kristinn Pétursson listmálari hefir málverkasýn- ingu þessa dagana á Kirkjutorgi 4 (þar sem Húsgagnaverslxin Reykjavíkur var) og verður sýn- ingin opiix fram yfir næstu helgi. Fyrir þreinur árurn. efndi Krist- inn til sýningar á raderingum og teikningum. Á sýningunni nú eru olíumálverk, víðsvegar af landinu, Þingvöllum, frá Hvítárvatni og víðar. Aðsóknað sýningunni er gpð og rnunu engir listvinir láta ónotað þetta tækifæri til þess að kynnast list Kristins Péturssonar. Skipafregnir. ’ * Gullfoss er á leið til Kaup- mannahafnar frá Hull. Goðafoss: er í Hamboi'g. Brúarfoss er væift- anlegur hingað í kveld. Dettifoss- var í morgun á leið til Patreks- fjai'ðar. Lagarfoss er á leiö frá Kópaskeri til Skála. Selfoss er á leið til Grimsby frá Siglufirði. Docentsmálið var ekki tekið fyxúr á Alþingi í gær, vegna fjarvistar fyrri flm. þess, Sveinbjamar Högnasonar. Það er á dagskrá í dag. Áheit á Strandarkirkju 2 kr. frá Tryggva. Unglingavinna hófst í Hafnarfirði í gær. Unnið er í tveimur flokkur — 24 í hvor- um. Vinnulaun eru 5 krónur á dag. Vinnudagar eru þrír í viku hjá hvorum flokki. Auk vinnunn- ar hafa unglingar kenslu í ís- lensku og reikningi, smíði og leik- fimi. — Kenslan er ókeypis. — Unglinganiir eiga að gera barna- leikvöll á Hamarskotstúni og var byrjað á því verki í dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.