Vísir - 19.12.1937, Blaðsíða 4
VÍSIR
l
Frá Xiandssímaxmm.
Jóla.- og1 uýársskcyti
og simtöl til útlanda
fyrir hálft gjald.
1. Skeytin skulu afhent til sendingar á timabilinu frá
15. desember til 5. janúar, að báðum þessum döguin
meðtöldum, og verða borin út til viðtakenda, að svo
miklu leyti sem unt er, á aðfangadag eða jóladag
eða nýársdag.
2. 1 skeytunum mega vera jóla- og nýárskveðjur, en
ekkert verslunarmál, enda séu skeytin á máli sendi-
eða móttökulandsins.
3. Til aðgreiningar frá öðrum skeytum skal skrifa staf-
ina XLT á undan nafnkveðjunni, er teljast sem eitt
orð.
4. Nota má ennfremur framan við skeyti þessi hið
gjaldskylda merki LX (heill) til Færeyja, Danmerk-
ur, Noregs og Svíþjóðar.
5. Gjaldið er hálft venjulegt gjald.
Alla daga, 21. desember til 6. janúar lækka samtalsgjöld milli íslands og Norðurlanda, Þýskalands og Dan-
zig ofan í hálft gjald.
Þannig verður eitt viðtalsbil til Norðurlanda kr. 13,20, lil Hamborgar kr. 17,55, til Berlínar kr. 18,00,
til Danzig kr. 18,90 o. s. frv.
Frá 23. desember til 4. janúar lækka samtalsgjöld til Bretlands ofan í 3/4 gjalds eða kr. 19,80.
mm Gódar jólagjaflr. ■■ Haðherbergisspeglar, Forstofuspeglar. Handspeglar, skrautslípaðir Nýtt: Töskuspeglar, tvöfaídir, glerhillur o. fl. Leslampar Standlampar Lampaskermar Margar geröir fyrirliggjandi.
Ludvigf Storr Skepmabúðin,
Laugavegi 15. Laugaveg 15.
Farsæld
fiskimannsins.
FRAMH. ÚR SÍÐASTA
SUNNUDAGSRLAÐI.
borið það áð landi hinum meg-
in árinnar. Gabriello svam þeg-
ar yfir ána og er hann hafði
komist að raun um að ekkert líf
var með Lazzaro, stóð hann
lengi þögull og álútur og syrgði
liann af miklum innileik. Vökn-
uðu nú og áhyggjur í huga hans
og vissi hann eigi livað gera
skyldi. í fvrsta lagi óttaðist
liann, að ef hann segði tíðindin
um drukknun lians, mundi
hann verða ásakaður um að
Ihafa drekt honmn, til þess að
iræna fé lians, og vakti tilhugs-
unin um slíkar ásakanir svo
mikinn ótta i huga hans, að
hann byrgði andlitið í höndum
sér og stóð svo lengi sorgmædd-
ur og liugsi.
En loks var eins og rofaði til
í öllu þessu myrkri. Og fegin-
leiki fylti huga hans, er hann
mintist þess að enginn hafði
^verið vitni að því sem gerst
hafði. Og hann sagði við sjálf-
an sig:
„Mér er óhætt, mér er óhætt!
Enginn var vitni að því, sem
gerðist. Nú veit eg hvað gera
skal. Til allrar liamingju er svo
áliðið orðið, að allir liafa tekið
á sig náðir“.
Tók hann nú net sín og fisk-
ana, sem hann hafði aflað, og
setti í stóra körfu, og tók lík
Lazzaro og bar á herðum sér
að ánni. Var þetta þung byrði.
Vafði hann nú netunum um
líkið á þann hátt, að líkast væri
sem Lazzaro liefði orðið flækt-
ur í þeim og það orðið or-
sök þess, að hann druknaði.
Festi hann þau svo við neta-
stólpana í ánni.
Að svo búnu íklæddist liann
fötum liins nýdruknaða vel-
gerðarmanns síns og settist
svo á árbakkann og hugsaði
málið 'fram og aftur. Hann á-
lyktaði sem svo, að þeir hefði
verið svo líkir, að sennilega
mundi það ekki komast upp,
sem liann nú hugleiddi, að
koma fram sem Lazzaro hér
eftir, en telja mönnum trú um
að Lazzaro hefði druknað. Og
Gabriello sá fram á, að ef þetta
hepnaðist, mundi hann verða
mikillar hamingju aðnjótandi
og geta lifað við alls nægtir,
það sem eftir var æfinnar.
Þegar nokkur stund var lið-
in, þólti honum timi til kom-
inn, að láta til skarar skríða
og fór að kalla á hjálp sem
ákafast og hagaði sér sem lík-
ast því, er Lazzaro mundi gert
hafa.
„Hjálp, lijálp," kallaði hann,
„vesalings Gabriello er að
drukna. 0, liann er sokkinn,
hann er sokkinn.“
Rrátt þustu menn út úr liús-
um þeim, sem næst voru, því
að menn furðuðu sig mjög á
köllum þessum. En Gabriello
liélt áfram að kalla og veina,
og grét fögrum tárum, er hann
sagði frá hversu ógæfusam-
lega liefði tekist til fyrir vesa-
lings fiskimanninum, vini sín-
um. Hann liefði kafað hvað eft-
ir annað og alt af komið upp
með fisk, en svo skaut honum
ekki upp framar. Gabriello
sagðist hafa beðið um hríð
milli vonar og ótta, og loks, er
hann sá fram á, að slys mundi
liafa orðið, kallaði hann á
hjálp. Menn brostu að ein-
feldni hans og spurðu hann
hvar Gabriello hefði sokkið
og| benti liann á staðinn, og
malarinn, góðvinur Gabriello,
fór úr fötunum og stakk sér
niður í ána og kafaði. Og ár-
angurinn varð vissulega sá,
að hann fann lík vesalings Ga-
briello, flækt í hans eigin net,
við netastólpana.
„Guð sé með oss“, sagði mal-
arinn, er honum skaut upp,
„liér er vesalings Gabriello,
druknaður, flæktur í sín eigin
net“.
Málarinn kafaði nú aftur og
reyndi að losa líkið, en vinir
Gabriello voru svo sorgmædd-
ir á svip og' báru sig svo aum-
lega, að Gabriello var í þann
veginn að koma upp um sig.
Tveir til fóru úr fötunum og
köfuðu og loks tókst, með
miklum erfiðismunum, að ná
líkinu á þurt land.
Tíðindi þessi bárust fljótt og
‘pres'tujr var kvadd.ur| á vett-
vang og var svo líkið borið á
börum í næstu kirkju og þar
áttu vinir Gabriello að lýsa yf-
ir þvi, hvort um Gabriello
væri að ræða.
Ekkja Gabriello kom nú á
vettvang og var hún óhugg-
andi- Hún barði sér á brjóst
og grét sáran með litlu börn-
unum sínum, en enginn, sem
viðstaddur var, gat varist því
að tárfella, svo raunalegt var
þetta alt saman, og var hinn
virkilegi Gabriello að sjálf-
sögðu í tölu hinna grátandi.
Svo yfirkominn var liann af
sorginni, að um leið og hann
dró liattinn svo langt niður, að
vart sást í augu lians, mælti
PALMEMOL
er nauðsyn-
PALMEMOL
inniheldur hreinar
PÁLMA- OG
OLÍVENOLÍUR
og er því mýkjandi
og nærandi fyrir
húðina.
liann við ekkjuna:
„Verið liugrakkar, kona góð.
Örvæntið ekki, grátið eigi. Eg
skal sjá fyrir yður og börnum
yðar! Vesalings maðurinn yð-
ar var að kafa eftir fiski mér
til skemtunar, og lét lífið fyrir.
Eg mun aldrei gleyma honum.
Hann var slyngur fiskimaður.
En grátið nú eigi. Eg mun sjá
fyrir yður. Farið heim í friði.
Látið Iiuggast. Eg mun annast
yður meðan eg lifi, og deyi eg
á undan yður, mun yður ekki
verða gleymt.“
Meðan Gabriello mælti svo,
huldi liann niðurandlitið með
vasaklút sínum og lauk liann
máli sínu svo, að það var urri
líkast, enda var maðurinn sem
fyrr segir, lireldur af liarmi.
Allir, sem viðstaddir voru,
lofuðu liann fyrir eðallyndi
lians og stórhug og var nú
ekkjan leidd lieim og var lienni
mikill léttir að því, sem Gabri-
ello hafði sagt.
En það er af Gabriello að
segja, að hann gekk þegar til
húss Lazzaro, og fór inn með
nákvæmlega sama hætti og
hann liafði séð Lazzaro gera.