Vísir - 19.04.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 19.04.1938, Blaðsíða 2
VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. 1 m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Augiýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. í sama fari? Á síðasta þingi. liaustþinginu 1937, gerðu stjórnarfokkarnir með sér sanining um „áfram- lialdandi stjórnarsamvinnu“ fyrst um simi til næsta þings. Samningstímabilið var því ekki nema 2—3 mánuðir. En þó að ekki væri um lengri tíma að ræða, þótti ekki annað sæma en að hinda samvinnuna nokkur- um skilyrðum af heggja liálfu. Af hálfu Alþýðuflokksins var það þannig áskilið, að ríkissjóð- ur, eða fiskimálasjóður, eins og það er látið heita, legði fram alt að 200 þúsund króna styrk á yfirstandandi ári, til að kaupa tvo nýtísku togara, eða samsvar- andi fjórða hluta af kaupverði skipanna. Nú hafa stjórnarflokkarnir endurnýjað þennan samning um stjórnarsamvinnuna, um óá- kveðinn tíma, eða „ótímabund- ið“, eins og Haraldur Guð- mundsson sagði og lagði svo ríka áherslu á, á dögúnum. Að sjálfsögðu liefir þessi nýi samn- ingur verið hundinn ýmsum nýjum skilyrðum, af hálfu beggja flokkanna, og hefir þeg- ar verið skýrt frá því að noltk- uru, hvað Alþýðuflolduirinn hafi óskað sér, Það var þegar komíð í ljóö# að styrkurinn til togarakaup- anna, sem samið var um á haustþinginu, mundi aldrei yerða annað en „pappírsgagn“, af þvi að ekki yrðu uppfylt þau skilyrði.sem sett voru fyrir hon- um. Hámark styrksins (200 þús.) svaraði sem næst fjórða hluta af kaupverði eins nýtísku togara, en átti að nægja fyrir tvo. En þar við bættist, að ó- kleift reyndist að fá áskilið framlag af hálfu væntanlegra hluthafa, sem var ákveðið 15— 20% af kaupverðinu. Ef þessi fyrirhuguðu togarakaup og „endumýjun togaraflotans“, sem Alþýðufl. hafði „státað“ svo mjög af, áttu að ktomast í framkvæmd, eða verða nokkuð annað og meira en „augnagam- an“ flokksins, varð því að gera miklu liærri kröfur um fjár- framlög úr ríkissjóði en sam- komulag náðist um við Fram- sóknarflokkinn á haustþinginu. En Framsóknarflokkurinn virð- ist ekki telja, að samvinnan við Alþýðuflokkinn verði of dýru verði keypt, og hefir liann nú fallist á, að ríkissjóður skuli leggja fram alt að 500 þús. kr. (í stað 200 þús.) til kaupa á þessum tveim togurum, og að „hluthafar“ leggi að eins fram ?y2% (í stað 15—20%) af kaupverði þeirra. Að vísu ber þess nú að gæta, að það þarf enn meira til, ef nokkuð á að verða úr þessum ráðagerðum. Framsóknarflokk- urinn hefir lýst því yfir, að rik- issjóður eigi engan veg eða vanda að hera af rekstri þessara togara. Hann virðíst ætlast til þess, að útgerð þeirra verði rek- in með „samvinnusniði“, að fé- lagsmenn heri alla ábyrgð á kaupum togaranna (umfram ríkisstyrkinn) og á rekstri þeirra, með eignum sínum og tekjum, að meðtöldum vinnu- launum félagsmanna á sjó og landi. En hafa nústjórnarflokk- arnir háðir orðið á eitt sáttir um þetta rekstursfyrirkomulag? Eða liefir Framsóknarflokkur- inn einnig keypt því, í samning- um sinum um stuðning Alþýðu- flokksins, að togararnir verði reknir á ábyrgð rikissjóðs? Af því, sem um þetta er sagt í Alþýðublaðinu, verður ekki annað ráðið en að svo sé. Það talar í þessu sambandi um „end- urnýjun togarflotans“, og segir, að Alþfl. álíti það „einhverja þýðingarmestu ráðstöfunina til þess að auka og tryggja atvinn- una í landinu og bjarga þjóð- inni út úr gjaldeyrisörðugleik- unum, að togaraflotinn verði endurnýjaður“. En skilyrðið fyrir því, „að ný framleiðslu- tæki geti orðið þjóðinni til blessunar, er að þeim verði stjórnað með hagsmuni heildar- innar fyrir augum, en verði ekki leiksoppar í höndum gróða- hrallsmanna“, segir blaðið enn- fremur, og er auðsætt af því, að það hugsar sér áframhald- andi endurnýjun togaraflotans með þeim hætli,sem nú sé byrj- að á, „þótt liægt sé af stað far- ið“, eins og það kemst að orði. Það er hinsvegar augljóst, að kaup þessara tveggja togara hrökkva skamt til endurnýjun- ar togaraflotans. Og ef ekkert samkomulag hefir náðst um það, hvaða fyrirkomulag eigi að hafa á rekstri þeirrra, þá gæti jafnvel farið svo, að ekkert yrði úr kaupunum á þeim enn, þrátt fyrir hækkun ríkisstyrks- ins og lækkunina á framlagi „hluthafanna“ — svo að alt sitji í sama farinu áfram til næsta þings, hvað sem þá kynni að verða tekið til bragðs. VíðavangS' hlaopið. Eins og venjulega fer Víða- vangshlaup 1. R. fram á sumar- daginn fyrsta og hefst kl. 2 e. h. frá venjulegum stað, við Al- þingishúsið. Þátttakendur eru að þessu sinni 27 frá 5 félögum, en leið- in verður að líkindum hin sama og áður, ca. 4 km. á lengd, og lýkur hlaupinu í Austurstræti. Þessi félögu senda keppend- ur í lilaupið: í. R. (3 kepp.), Ungmennafél. Stjarnan, Dala- sýslu (4 kepp.), íþróttafélag Kjósarsýslu (5 kepp.), Ármann (5 kepp.) og K. R. (10 kepp.) Kept verður um bikar þann, sem Smjörlíkisgerðin Svanur hefir gefið og kept var um í fyrsta sinn í fyrra. Er K. R. liandhafi bikarsins. FRÁ KEFLAVÍK var róið tvo dag í s.l. viku og var afli mjög lítill, eða 2—12 skippund á bát. I síðari róðrin- um, eða á miðvikudag, var veð- ur svo slæmt, að bátar urðu fyrir talsverðu veiðarfæratjóni. Bænadagana lágu á annað hundrað skip í Keflavík, erlend og íslensk. Leituðu þau hafnar vegna veðurs. (FÚ.). Uppreistartilraun járn-varðliðsins í Rumeníu bæld niður. --- Hundruð uppreistarmanna hneptir í varðhald. Codreann foringi járnvarðliðsins leiddur fyrir herrétt, en víðtækar ráðstafanir gerðar til þess að hindra óeirðir. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í gær. Komist hefir upp um víðtækt samsæri í Rúmeníu gegn konungi og ríkisstjórn. Var áform samsærismanna að myrða helstu stjórnmálamenn Iandsins og steypa Karli konungi af valdastóli, en setja því næst á stofn einræði að nasistiskri fyrirmynd. Samsærismennirnir eru allir einræðissinnar og úr félagsskap þeim, sem tíðast er nefndur „járn-varðlið- ið“, en leiðtogi einræðissinnanna er stjórnmálamaður- inn Codreanu og hefir hann og um 200 fylgismenn hans verið handteknir. Eru þeir sakaðir um að hafa undir- búið byltingu með það fyrir augum, að gera Rúmeníu að nasistisku ríki. Hafa fregnir þessar vakið mikinn ugg í Rúmeníu, ekki síst vegna þess, að talið er, að fyrir samsærismönnum hafi vakað að myrða helstu menn landsins. Opinber tilkynning var gefin út í Rúmeníu á mið- nætti síðastliðnu um áform þessi. Segir þar, að feiknin öll af hergögnum hafi fundist í bækistöðvum uppreist- armanna. Ennfremur, að fjölda margir járnvarðliðs- menn hafi verið handteknir, en þess er ekki getið í hinni opinberu tilkynningu, hvort Codreanu sé meðal þeirra. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. ep yíipleitt vel tekid, en vinstpi ilokkapnir písa þ6 öndvepöip gegn honum. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í gær. Helstu blöð Lundúna eru mjög fagnandi í morgun yfir hinum bresk-ítalska samningi, sem gerður hefir verið til þess að jafna deilumál Breta og ítala, og nú hefir verið undirskrifaður í Rómaborg af Perth lávarði fyrir hönd Breta og Ciano greifa, utanríkismálaráð- herra Ítalíu, fyrir hönd Itala. Stórblaðið Times segir, að með þessu samkomulagi sé væntanlega lagður grundvöllur, sem hægt sé að byggja á góða framtíðarsambúð milli Itala og Breta, þar sem báðar þjóðirnar hafi gengið að samningsborðinu sem jafningjar og hafi af alúð reynt að jafna alla mis- klíð og ætti þetta að spá góðu um samvinnu milli Bret- lands og hinnar nýju Ítalíu. Daily Mail telur, að samningagerðin muni leiða til þess, að friðvænlegra verði í álfunni, en Daily Tele- graph telur samningsgerðina persónulegan sigur fyrir Mr. Chamberlain, sem þrátt fyrir megna mótspyrnu hafði hvatt til samkomulagsumleitananna og nersónu- lega lagt sig fram til þess að vinna að því, að bæta sam- búð ítala og Breta. United Press. London, 18. mars. - FÚ. hafa valdið Ástralíu mjög mik- Bresk-ítalski sáttmálinn var lum áhyggjum. Hertzog tekur í London, í morgun. Fregnir frá Bukarest herma, að Iögreglan hafi gert víðtækar ráðstaf anir til þess að koma í veg f yrir óeirðir, er Codrenau verður Ieiddur fyrir rétt, sakaður um að hafa skrifað Nicolas Jorga, fyrrverandi ráðherra, móðgunarbréf. En ummæli Codrenau eru þess eðlis, að þau varða þungri hegningu, þar sem Jorga var ráð- herra, er bréfið var skrifað. Verður Codreanu því leidd- ur fyrir herrétt, en ákærurnar standa ekki í sambandi við samsærisáform járnvarðliðsins. United Press. birtur í gær, og eru ummælin, sem um liann hafa hirst í dag á tvo vegu, eftir stjórnmála- skoðunum ummælenda. Dr. Ne- grin, forsætisráðherra Spánar, mintist á sáttmálann í ræðu sem hann flutli í útvarpið i gær- kveldi, og mótmælti sáttmálan- um á þeim grundvelli, að í hon- um væri elcki tekið neitt tillit til sjálfsforráðáréttar Spán- verja, en aftur á móti viður- kendu Bretar, í raun réttri, rétt ítala til ílilutunar á Spáni. sama streng, og svipuð ummæli birtast í helstu hlöðum í Gan- ada. „Toronto Globe“ telur að með sáttmálanum muni vera komið i veg fyrir að Þjóðverjar og ítalir valdi frekari truflunum í Evrópu. í sáttmálanum er ekki minst á Abessiníu, né viðurkenningu á yfirráðarétti þar, en liinsvegar vikið á ýmsum stöðum að „ít- ölsku Austur-Afriku“ og Bretar hafa Iofast til að beita sér fyrir því, að afstaða Þjóðahandalags- Bretar midla malum milli Frakka ogf Itala, eu fröusku rádherraru- ir ueita ad ræda um afstöduna til Þjódverja og* inulimuu Austurrikis- EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í mogrun. Blondel, charge d’affaires Frakka i Rómaborg, mun að öllum líkindum fara á fund Ciano greifa í dag, til þess að ræða við hann deilumál Frakka og ítala, en um það er nú mjög rætt, að Frakkar fari að dæmi Breta og geri samning við ítali. Dagblöðin í París geta um þetta í morgun. Hallast þau yfirleitt að því, að Frakkar muni ekki skipa sendi- herra í Rómaborg, fyrr en lokið er fundi Þjóða- bandalagsins, en hann hefst 9. maí, og tekur, að tillögu Breta, Abessiníumálin til meðferðar. En það voru Abessiníumálin — óánægja Mússólíni út af afstöðu Frakka í þeim málum, sem Ieiddi til þess, að sendiherr- ann hvarf heim frá Rómaborg. Stjórnmálafréttaritari Daily Telegraph skýrir frá því morgun, í sambandi við hina fyrirhuguðu för frakk- nesku ráðherranna til London, að breska stjórnin muni ekki, að svo stöddu, gera tilraunir til þess að jafna öll ágreiningsmál Frakka og Þjóðverja, heldur beita áhrif- um sínum fyrst í stað til þess að bæta hina slæmu sam- búð Frakka og ítala. Blaðið segir ennfremur, að Dala- dier og Bonnet vilji ekki ræða innlimun Austurríkis að svo stöddu, né neinn sáttmála við Þjóðverja, er þeir koma til London til viðræðna við bresku stjórnina. — United Press. Attlee, leiðtogi verkamanna- flokksins í breska þinginu, ásakar bresku stjórnina um að hafa meS sáttmálanum horfið frá liugsjónum Þjóðabandalags- ins til þess að þóknast Mússó- líni, en telur að loforð hans nurni ekki mikils virði. Yfirleitt er sáttmálanum vel tekið í hreskum blöðum, nema í málgögnum vinstri flokkanna. London Times telur sáttmálann réttlæta stjórnarstefnu Cham- berlains, og er sérstaklega ánægt yfir þvi ákvæði sáttmál- ans, sem gerir ráð fyrir endur- skoðun hans, ef annarhvor aðili óski þess. Daily Herald, mál- gagn verkamannaflokksins, lel- ur hinsv. sáttmálann mikinn sigur fyrir stefnu Mússólíni og heldur þvi fram, að sáttmálan- um sé ekkert það, sem gildi hafi fyrir Breta eða friðarmálin. ítölsk blöð taka sáttmálanum vel. „Popolo di Roma“ segir að Chamberlain sé einn þeirra fáu stjórnmálamanna sem viti hvað hann vilji og hvernig hann eigi að öðlast það. Signor Gayda minnir á, að í sáttmálanum sé ekkert sem haggi möndlinum Berlín—Róm. Þýsk blöð láta einnig í Ijós ánægju sína með sáttmálann og telja að með lion- um sé lagður drjúgur slcerfur til friðarmála Evrópu. Lyons, forsætisráðherra Ástr- alíu, lýsir ánægju sinni yfir því, að rígurinn milli Breta og llala sé nú úr sögunni, og segir hann ríkjanna til stjórnar ítala í Abessiniu verði tekin til athug- unar á Þjóðabandalagsfundi. Það ganga stöðugar flugu- fregnir um það, að franska stjórnin ætli að fara að dæmi bresku stjórnarinnar, og gera samninga við ítali, en þær frétt- ir hafa ekki verið staðfestar. 600-700 hjúkrnnar- konur til íslands. ll'AGANA 31. júlí—2. ágúst U 1937 var haldinn hjúkrun- arkvennafundur (nefndarfund- ur um samvinnu lij úkrunar- kvenna á Norðurlöndum) í Op- dal í Noregi. Var þar m. a. rætt um lijúkrunarkvennamót hér á landi, er halda skyldi sumarið 1939. Verður það.að líkindum hald- ið í byrjun júlímánaðar, en hjúkrunarkonurnar frá öðrum Norðurlöndum munu koma liingað á sérstöku skipi og verða um 6—700saman. Er ráð- gert að skipið standi hér við í 8—9 daga. Verður umsóknarfrestur til 1, febrúar 1939, en hjúkrunar- kvennafélaginu hér verður til- kynt fyi’ir 1. mars, hversu mikil þátttaka verður .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.