Vísir - 28.04.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 28.04.1938, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. Símar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Ver-ð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Gjaldeyris- lántakan. tj'INS og hag þjóðarinnar er ^ nú komið, er henni það vafalaust ofætlun, að lækka skuldir sínar erlendis um marg- ar miljónir króna árlega. — í því efni gegnir alveg sama máli um þjóðarhúskapinn, eins 'og um búrekstur einstaklinga og atvinnurekstur allan, sem berst í bökkum sökum erfiðs árferð- is, að það getur orðið óhjá- kvæmilegt að fresta greiðslum af skuldum, og þykir jafnvel vel sloppið, ef komist verður hjá því að auka við skuldirnar. Slík gjaldeyrislántaka, sem fjármálaráðherrann vill nú fá heimild til, er þó heldur ekk- ert einsdæmi, hvorki i sögu okk- ar íslendinga né annara þjóða. Má i þvi sambandi minnast á „enska lánið“, sem tekið var ár- ið 1921, og frægt er orðið, sak- ir hinnar ofstækisfullu ádeilu, sem Framsóknarflokkurinn hóf út af því á hendur þáverandi ríkisstjórn, og jafnframt varð upphafið að ofsóknum gegn ís- landsbaaka. En gjaldeyrislán það, sem nú er fyrirhugað að taka, af fjármálaráðlierra Framsóknarflokksins, er sama eðlis og það lán var, og af sömu nauðsyn til þess stofnað. Eysteinn Jónsson gerir að visu ráð fyrir því, að láni því, ér hann ætlar að taka, verði fyrst og fremst varið til þess að greiða afborganir af erlendum lánum ríkissjóðs, bæjar- og sveitarfélaga og banka, en því næst einnig af lánum annara, jafnvel þó að ekki sé ríkis- ábyrgð fyrir þeim. „Enska lán- inu“ frá 1921 var aðallega varið til greiðslu á skuldum banka, sem stöfuðu af því, að erlendur gjaldeyrir var ekki fyrir hendi, til þess að „yfirfæra“ upphæðir, sem greiddar höfðu verið bönk- unum til lúkningar erlendum verslunarskuldum, alveg eins og nú hefir átt sér stað. En það skiftir í rauninni engu, hvort sjálfu lánsfénu er varið til þess að greiða skuldir þessarar teg- undarinnar eða hinnar. Sam- eiginlegur tilgangur allra gjald- eyrislána er að jafna liallann á erlendu viðskiftunum, að meira eða minna leyti, eftir því sem brýnasta nauðsyn krefur. Og sá er tilgangurinn með gjaldeyris- lántöku Framsóknarflokksins nú, alveg eins og sá var tilgang- urinn meðgjaldeyrislántökunni, „enska láninu“, 1921. Það er nú kunnugt, hvernig Framsóknarflokkurinn brást við lántökunni 1921. En hvers skyldi hann þá vænta um und- irtektir af hálfu Sjálfstæðis- flokksíns undir lántöku þá, sem fjármálaráðherra hans fer nú fram á að fá heimild til? — Árið 1921 hafði eins og nú ver- ið gripið til þess neyðarúrræðis, að takmarka innflutning á er- lendum varningi, í þvi skyni að reyna að koma jöfnuði á við- skiftin við útlönd. Ef „enska lánið“ hefði ekki verið tekið eða ekki fengist 1921 hefði vafa- laust verið reynt að herða á inn- flutningshöftunum þá, alveg eins og Eysteinn Jónsson segir að óumflýjanlega verði að gera nú, ef ekki verði tekið lán. En mönnum skilst, að altaf sé ver- ið að herða á innflutningshöft- unum. Það virðist að vísu koma að litlu lialdi, af þvi að það sé cngan veginn látið ganga jafnt yfir alla, lieldur sé einum aðila leyfður því meiri innflutningur sem meira sé dregið af öðrum. Og verður þá ekki því meira gert að því, sem meira verður úr að spila? Ef ekki verður brugðist sæmi-. lega við fj|rirhugaðri lántöifeju fjármálaráðherrans af sjálf- stæðismönnum, þá verður engu um kent öðru en rangsleitni þeirri, sem beitt hefir verið í stjórn gjaldeyrismálanna að undanförnu. Elnstakllagshyggjaii ríknr þáttnr í skapgerð fslendlnga. Kaupmannahöfn 27. april. Einkaslceyti. FÚ. Hnfudstadsbladet í Helsing- fors birtir langa grein um bók þá, er Aage Gregersen fulltrúi í utanrikismálaráðuneyti Dana hefir nýlega gefið úl á frönsku í Paris um ísland. Blaðið 'rekur rækilega stjórninálasögu íslands og sambandið við Danmörku að fornu og nýju. Þá fer blaðið vin- samlegum orðum um islensku þjóðina, og segir, að heilbrigð einstaklingshyggja sé ríkur þáttur í skapgerð íslendinga, og telur hana meðfram afleiðingu þess, hve forfeður þjóðarinnar voru tiginbornir menn, en þó séu íslendingar nú mjög lýð- ræðissinnuð þjóð. — Farmannadeilan. Óvíst hvenær sáttaumleit- anir byrja á ný. Enn er enginn fundur boöaður. Verkfall stýrimanna á kaup- skipaflotanum heldur enn á- fram, er þetta er skrifað. Auk Brúarfoss hafa nú Esja og Goðafoss stöðvast. Samkvæmt sjómannalögun- um mega sjómenn ekki stöðva skip fyrr en mánuður er liðinn frá því þeir létu skrá sig á skip- in. Taldi Eimskipafélagið því, að ekki mundi til þess koma, að stýrimenn gengi af skipunum að svo stöddu, og hefir félagið kært stýrimennina fyrir brot á sjómannalögunum, en sams- konar kæra mun framkoma á hendur stýrimönnum á Esju og Goðafossi. Enginn fundur til þess að reyna frekari sáttaumleitanir hafði verið boðaður, er blaðið fór í pressuna, og óvíst hvenær það yrði gert. ÞJÓNUSTUFÓLKIÐ GENGUR AF SKIPUNUM. Seinustu fregnir af þessum málum eru þær, að þjónustu- fólkið tilkynti Eimskip í dag, að 011 frönsk blöð ræða um nauðsyn ná- innar samvinnu Breta oy Frakka. Bretap treysta ekki Riissum né loforðum þeirra. EINKASKEYTI TIL VfSIS. London í morgun. Frakknesku ráðherrarnir eru nú komnir tii Lon- don til þess að ræða við bresku stjórnina um aukna samvinnu Breta og Frakka, en aldrei hefir, að áliti franskra og breskra blaða, verið meiri þörf á því en nú, að Bretar og Frakkar vinni saman sem ein þjóð. Öll frakknesku blöðin ræða í morgun um hina knýj- andi nauðsyn bresk-franskrar samvinnu. í Petit Journ- al er komist svo að orði, að Bretar muni aldrei yfirgefa Frakka, en enn nánari samvinna milli Breta og Frakka en verið hefir muni verða öðrum þjóðum ærið um- hugsunarefni. Le Jour bendir á, að breska stjórnin muni leiða at- hygli Daladiers og Éonnets að því, að hún treysti ekki á Rússa né loforð þeirra, en muni hinsvegar ekki leggja til eða krefjast þess, að Frakkar segi upp fransk- rússneska sáttmálanum eða fari fram á breytirigar á honum. Lundúnarblöðin segja, að frönsku og bresku ráð- herrarnir muni fyrst og fremst ræða framtíð Tékkó- slóvakíu. Eru blöðin á einu máli um þetta. Daily Mail segir að Bretar óski eftir að fá vitneskju um það hvernig Frakkar mundu snúast við því, ef til nýrra vandamála kæmi í Mið-Evrópu. Times telur, að Frakkar muni halda fast fram kröf- um um að Tékkóslóvakíu sé styrkt með lánum til margháttaðra framfara á sviði atvinnu og viðskiftalífs, svo og önnur Mið-Evrópulönd, svo sem Ungverjaland, og að sjálfstæði þeirra verði trygt. United Press. það mundi ganga af skipunum, en um það er sama að segja og stýrimennina, að það félst á að sigla upp á væntanlega samn- inga á dögunum ,er samkomu- Iag rnáðist um kaup liásela og kyndara. Staunino og Arnp um endurheimt fslenskra skjala og forngripa. Kaupmannaliöfn 27. apríl. Einkaskeyti. F|Ú. Firéttaritari útvarpsins í Kaupmannahöfn hefir fundið Stauning forsætisráðheri’a Dana að máli og beðið hann að láta í Ijós álit sitt á þingsályktunar- tillögu þeirri, sem fram er kom- in á Alþingi íslendinga um end- urheimt skjala frá Danmörku. Stauning svaraði þessum til- mælum á þessa leið: Eg liefi ávalt verið því mjög velviljað- ur, að skilað væri aftur úr dönskum söfnum skjölum og gripum, sem að réttu Iagi eiga annarsstaðar heima. 1930 kom eg þannig sjálfur með ýmiskon- ar safnmuni til Reykjavíkur og afhenti þá íslensku stjórninni Þegar um er að ræða kröfu um afhendingu skjala og bóka,verð- ur sú málaleitun vitanlega að koma fram frá íslensku stjórn- inni og að sjálfsögðu verður að fjalla um liana á venjulegan hátt. Slík málaleitun á að tak- ast með fullri vinsemd, og kröf- ur þær, sem gerða eru, verða að metast með það fyrir augum, að viðunandi lausn fáist. Prófessor Erik Arup segir í i sambandi við þetta mál við Kaupmannahafnarblaðið Poli- tiken, að lagalega eigi ísland enga kröfu um afhendingu handrita þeiri’a eða skjala, sem komist hafi til Danmerkur á sínum tíma ýmist sem gjafir Berlín, 28. apríl. FÚ. VINNUKONUR OG NJÓSNARAR. Blaðadeila er nú komin upp í Englandi viðvíkjandi þýskum vinnukonum sem starfandi eru þar í landi. Halda mörg blöðin því fram, að af þeim mikla fjölda þýskra kvenna, er starfi sem vinnukonur á enskum heim- ilum, sé mikill hluti æfðir njósnarar fyrir þýsku stjóm- ina. Blaðið Daily Telegraph tekur málstað hinna þýsku vinnukvenna og ber brigður á þessar ásakanir. Berlín, 28. apríl. FÚ. HERÆFINGAR Á ENGLANDI. Mestu heræfingar síðan á stríðsárunum fara um þessar mundir fram í Suður-Englandi. Taka þátt í þeim 3000 brynvarð- ar bifreiðar og skriðdrekar, auk mikils fjölda flugvéla og ann- ara slríðstækja. Berlín, 28. apríl. FÚ. LANDSKJÁLFTARNIR í TYRKLANDI HALDÁ ÁFRAM. I Tyrklandi hafa orðið miklir jarðskjálftar enn á ný. 118 þorp- um hafa 600 hús gereyðilagst, samkvæmt fregn frá Istambul. ATVINNULEYSI MINKAR í NOREGI. Samkvæmt skýrslum vinnu- miðlunarskrifstofanna var tala atvinnuleysingja þ. 15. apríl 27.850, en 34.104 um sama leyti í fyrra. NRP—FB. eða að munimir hafi verið keyptir. Hin siðferðilega krafa mundi heldur ekki vera þung á metunum, ef Árnasafn hefði orðið sú námsmiðstöð, sem til var ætlast, en til þess hafi skort fjármagn fram að þessu. Biaöamönnuni boðið að skoða Akureyrar4ugvéiina í gær. Reynslnflng jafiskjött og reðnr Ieyflr, r'lugvélin, sem Flugfélag Ak- 1 ureyrar hefir keypt, er nú fullbúin til flugs. Var fyrir nokkuru lokið við að setja hana saman í flugskýlinu í Vatna- görðum. Flugmálai-áðunautur ríkisins, Agnar Kofoed-Hansen, sýndi í gær blaðamönnum flugvélina og skýrði ýms atriði hennar. Flugvélin er smíðuð hjá Waco-verksmiðjuóuni í Banda- ríkjunum, en hreyfillinn er af Jacobs-gerð. Er hann 225 hest- öfl, en snúningshraði skrúfunn- ar 1900 á mínútu á flugi. Flug- vélin vegur hálfa aðra smálest. Vár liún fyrst smíðuð sem landflugvél, en þar eð lítið er hér um lendingarstaði á landi, hefir henni verið breytt í sjó- flugvél. Verður hún 11 þús. kr. dýrari við það, en hjól og skíði, til lendinga á snjó, fylgja einn- ig- — Flugvélin er tvíþekja og er efri vængurinn stærri, hafiðl0.7 metrar. Meðalflughraði á klst. er 180 km., en mestur 200, þó er hann mestur 267 km., þegar hjól eru í stað flotholta. Bensíngeymar flugvélarinnar taka 265 ltr., en með 180 km. meðalhraða eyðir hreyfillinn 65 lítrum á klukkustund. Burðar- magnið er 400 kg., auk flug- manns. Flugskýlið í Vatnagörðum er nú allmikið farið að láta á sjá og bryggjan framundan því er að eyðileggjast vegna sjávar- gangs. Hefir flugfélag Akur- eyrar því farið þess á leit við hafnarstjórn, að hún láti gera eftirtaldar lagfæringar og breyt- ingar þar innfrá: Bryggjan verði steypt upp aftur, skýliS þéttað, málað og ryðvarið og sett gólf í það og sett upp viS- gerðarverkstæði bak við það. —* Gólfflötur skýlisins er 420 m2. Flugskýlið á Akureyri er þeg- ar tilbúið. Er það hjáHöeffners- húsum.innan við höfnina. Flug- tími tiL Akureyrar yrði um 2L4 klst., en leiðin er 430 km., þari sem fylgja verður ströndinni. Sé flogið beint, styttist flugtíminn um helming. Fargjöld til Akur- eyrar yrðu að likindum 85—90 kr. Vísir óskar Flugfélagi Akur- eyrar til hamingju með flugvél sína og vonar að hún eigi eftir eftir að vinna mikið og giftu- samt starf. Gert var ráð fyrir að fyrsta reynsluflugið færi fram í dag, en vegna veðurs gat ekki orðið af því. Átti Vísir tal við Agnar í morgun og kvaðst liann mundu reyna flugvélina jafn- skjótt og veður leyfði, en eins og nú stæði sakir gæti reynslu- flug ekki farið fram. H.f. Huginn á fsafipði býðst til að láta kFöfuhöfum, sem fengu greidd 5% af kröfum sínum í skuldaskilasjóði, í té blutabréf í félaginu. Fréttaritari Visis á ísafirði skýrir svo frá: H.f. Huginn á Isafirði var eitt af þeim félögum, sem leituðu á náðir skuldaskilasjóðs og fengu þar lán og uppgjör skulda, en á síðasta sumri fiskuðu bátar fé- Iagsins allra báta best, og liagn- aðist félagið vel á síldarútgerð- inni. Aðalfundur félagsins, sem lialdinn var 16. þ. m. samþykti tillögu félagsstjórnarinnar um að gefa þeim innlendum lánar- drottnum sem við skuldaskil fé- lagsins 1936 fengu skuldir sínar greiddar með 5%, kost á að fá greitt með hlutabréfum í féla,g- inu jhelming þess, sem við skuldaskilin var felt niður af slíkum kröfum þeirra. Nemi endurgreiðslan ekki 100 krón- um, sem er lægsta upphæð, sem hlutabréf. félagsins. hljóða. á, kemur endurgreiðsla þó því að- eins til greina, að viðkomandi jgreiði til baka þá fjárhæð, sem á vantar að endurgreiðslan nemi 100 kr. Sama gildir um upphæðir, sem umfram eru heil hundruð króna. Skuldaskilasamnmgur félags- ins var ger 12. júní 1936 og átti félagið þá í allmiklum erfiðleik- um, og skorti rekstursfé með öllu. Neyddist það því til að leita á náðir Skuldaskilasjóðs, til þess að geta haldið áfram rekstri sínum, en hafði þó full- an hug á að bæla kröfuhöfumi upp þann halla, sem þeir höfðu orðið fyrir vegna uppgjörsins. Félagið notaði því fyrsta tækifæri, strax er það varð þess umkomið, til að láta kröfuhafa sína fá eitthvað í aðra hönd, og hlutabréf félagsins, sem út verða gefin eru fyllilega þess virði, sem þau munu hljóða að nafnverði. Það skal tekið fram að sjálf- stæðismenn á ísafirði standa að félagi þessu og skipa stjórn þess. Ekkert hefir heyrst um að Samvinnufélagið á tsafirði, sem gert var upp á sama hátt, hugsi sér til hreyfings í þessu efni, en að því standa socialist- ar, sem til þesa hafa leitast við að bjarga sér, en ekki kröfuhöf- unum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.