Vísir - 05.05.1938, Page 2
V I S I R
VlSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson.
Skrifstofa: Hverfisgötu 12.
Afgreiðsla: Austurstræti 12.
Símar:
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
Verð 2 krónur á mánuði.
Lausasala 10 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Hvenær segir
Eysteinn af
sér?
110 vii'ðist fara að draga að
því, sem spáð var hér í
blaðinu í grein eftir Björn Ól-
afsson, fyrir tveimur mánuð-
um, að þess mundi skamt að
biða, að erlend ríki tæki að sér
hagsmuni þegna sinna vegna
gjaldeyrisóreiðunnar hér á
landi. Samkvæmt fregn þeirri,
sem birt var hér í blaðinu í
gær, að breska stjórnin væri
farin að safna skýrslum hjá
breskum útflytjendum um inn-
eignir þeirra á Islandi, er nú
augljóst, að erlendar þjóðir
munu ekki Iengi úr þessu sætta
sig við hina opinberu gjaldeyris-
svikamyllu bér. Það hefir víða
komið fyrir, að gjaldeyrisörð-
ugleikar hafa gert vart við sig
og fé hefir frosið inni. En
hvergi mun þekkjast, að fé út-
lendinga sé lokkað til landsins
með ónýtum opinberum gjald-
eyrisleyfum, annarsstaðar en
hér.
Fjármálaráðlierra, Eysteinn
Jónsson, her ábyrgð á þessu.
Hversu lengi ætlar þjóðin að
þola það, að reynsluleysi lians
stýri fjármálum hennar í algert
óefni?
. 2»
Skref það, sem hreska stjórn-
in hefir nú tekið urn skýrslu-
söfnun um lausar skuldir Is-
Iendinga, er fyrsti þátturinn í
þeirri fjármálaniðurlægingu,
sem stjórn Eysteins mun á
næstunni leiða yfir þetta land.
Það er ef til vill ósanngjarnt að
halda því fram, að liann eigi
alla sökina, þvi að ábyrgðin á
þeirra fávislegu og óheilbrigðu
skipulagningu, er komið hefir
fjármálum landsins í sjúklegan
farveg, hvílir ekki síður á öðr-
um forvígismönnum beggja
stjórnarflokkanna, er sjá jafn
skamt og fjármálaráðherrann.
Enginn þeirra er fær um að
reka heilbrigða fjármálastefnu.
Hagsmunir, tillit, flokksþörf og
lýðskrum rugla dómgreind
þeirra. Það er sorglegt að þurfa
að segja það, að fjármál lands-
ins eru í höndunum á mönnum,
sem betur væri að hefðu önnur
störf á hendi. Ef æðsti maður
fjármálanna í landinu sæi
hvernig ástandið er og hvert
stefnii’, ætti hann ekki að draga
það mörgum dögurn lengur, að
segja af sér, — liætta starfi,
sem hann er ekki vaxinn. En
þessi hugsun virðist eklci ónáða
hann, virðist ekki standa hon-
um fyrir svefni.
Um sama leyti, sem erlendar
þjóðir telja sig neyddar til að
safna skýrslum um inneignir
kaupmanna sinna hér á landi,
þykist stjórnin ætla að hjarga
ástandinu næstu tvö árin með
miljóna „gjaldeyrisláni, sem
eingöngu á að sjá fyrir afborg-
unum af skuldum ríkisins. Lán
þetta getur á engan hátt rétt úr
hinni erfiðu gjaldeyrislcreppu,
né þeirri háðung, sem lienni
fylgir nú. Með láni þessu er
fjármálaráðherra að tjalda lil
einnar nætur. Miljónirnar munu
hverfa i liið botnlausa fen þeirr-
ar alröngu og óheilbrigðu
slefnu, sem nú ríkir í opinber-
um fjármálum hér á landi. Að
eins alger stefnubreyting getur
hjargað. En þá stefnubreytingu
er núverandi fjármálaráðherra
ekki fær um að framkvæma.
Þess vegna getur hann ekki gert
ættjörð sinni stærri greiða en
að segja af sér.
Eii eitl verill.
Málarasveiaar lögðn
nlðnr rinnn 1 gær.
Samningaumleitanir hafa
staðið yfir undanfarið milli
Málarasveinafélags Reykjavík-
ur og félags málarameistara, en
þar eð samningar tólcust ekki
hafa sveinarnir nú lagt niður
vinnu.
Munu sveinarnir hafa sett
fram verulegar kauphækkunar-
kröfur, svo og að meistarar
greiddu sérstakt gjald í sumar-
leyfissjóð sveinanna.
Samkvæmt fyrri samning-
um milli sveina og meistara
liafa þessi deilumál verið lögð
í gerð, en þrátt fyrir það hefir
nú komið til vinriustöðvunar.
Var slík stöðvun samþykt með
þorra atkvæða á fundi sveinafé-
lagsins í gær.
Heimdallarfund-
uriirn í gærkveldi
Félagið Heimdallur liélt
fund í gærkveldi og voru þar
rædd eftirfarandi mál.
Axel Tulinius flutti ítarlegt
erindi, er hann nefndi „Frá ein-
okun til einokunar“, en Sigurð-
ur Ivristjánsson hafði framsögu
um hina nýju lántöku fjármála-
ráðherrans. Ennfremur tóku til
máls Kristján Guðlaugsson og
Gunnar Thoroddsen.
Sigurður Bjarnason hafði
fi-amsögu um félagsmál og
skýrði frá starfsáætlun stjórnar-
innar sem er mjög margþætt og
lilcleg til að efla félagslífið i
framtíðinni. Ólafur Gunnarsson
og Gunnar Thoroddsen ræddu
einnig um framtiðarstarfsemina
og er áhugi félagsmanna fyrir
víðtækri stjórnmálastarfsemi
mjög mikill. Verður einstakra
atriða í því efni, nánar getið síð-
ar.
ÉÉfjlí? =3L=JÍ -A.a.1 17,1-1- M “Y j ■ f ;
Ferðabækur Vilhjálms.
Áttunda hefti af Feröabók Vil-
hjálms Stefánssonar, í útgáfu Ár-
sæls Árnasonar, er nýlega komið
út. Hefst heftið á framhaldi kafl-
ans um „björtu“ Eskimóana á
Victoríueyju, en næsti kafli(XVI.)
nefnist „Yfir sundið“. ASrir kafl-
ar nefnast: „Eftir ströndinni
þri'ðja vorið“, „Skemtilegasta sum-
ariö“, „Feröalok“ og „Um trúar-
líf Eskimóa“ (upphaf). Eins og
áöur út komin hefti er þetta hið
læsilegasta og skemtilegasta og
prýtt fjölda mörgum myndum.
Eitt at stærstn skipum Frakka „Lafayette“
gereyöilegst at eldi. i.«flÞvinaa9ur 9e*r.
Mörg af stærstu skipum Frakka hafa
áður eyðilagst eða skemst af eldi, og
álítið hefir verið að fiar værí um
hermíarverk að ræða.
EINKASKEYTI TIL VÍSIS
London í morgun.
Eitt af mestu farþegaskipum Frakklands, Lafayette,
eyÖilagðist næstum gersamlega af eldi í gærkveldi.
Er þetta einhver mesti skipsbruni, sem um getur á
síðari tímum, og varð hann í höfninni í Le Havre í
Frakklandi.
Eldurinn kom upp í vélarúmi skipsins, er verið var
að setja það í þurkví. Komst eldurinn í olíugeyma skips-
ins og varð þá hver sprengingin á fætur annari, en eld-
tungur stóðu hátt í loft upp, svo að bjart var sem um
hádag við höfnina og umhverfis alla borgina.
Á skipinu voru um 50 af skipsmönnum, sumir á þil-
fari, aðrir niðri í skipinu. Þustu þeir upp og sluppu
flestir ómeiddir, en horfur voru mjög slæmar um tíma,
að takast mundi að bjarga þeim. Var öll aðstaða til þess
að bjarga þeim hin erfiðasta, vegna þess hversu eld-
hafið var mikið og reykurinn og hitinn afskaplegur.
Loks var það ráð tekið að flytja „flot-krana“ eins ná-
Iægt skipinu og unt var og var skipverjum bjargað út
á hann.
Lafayette var 25.178 smálestir að stærð, eign Compa-
gnie Generale Transatlantique, og var í förum milli
Frakklands og Norður-Ameríku.
Á undanförnum árum hefir það komið fyrir nokk-
urum sinnum, að kviknað hefir í frönskum stórskipum
með grunsamlegum hætti, en að svo stöddu liggur ekk-
ert fyrir, sem bendir til þess að hér sé um skemdarverk
að ræða.
United Press.
Frankinn feldur í
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London í morgun.
Breskir stjórnmálamenn búast við því, að sam-
kvæmt hinni nýju ákvörðun frakknesku
stjórnarinnar verði gengi frankans ákveðið
175 gagnvart sterlingspundi.
dómur leysir væntan-
lega farmaimadeiluna.
Búist viö að fopsæíisrád-
hepia leggi fram fpnmvarp
þess efnis í dag.
*
Milliferðaskipin bundin við haf nargarðinn.
Forsætisráðherra kvaddi for-
mann slýrimannafélagsins á
isinn fund í gær og ræddi við
hann um verkfallsmálið. Síðari
hluta dagsins harst ráðherran-
um svohljóðandi hréf frá stýri-
mannafélaginu.
„Vér leyfum oss hérmeð að
tilkynna yður, hæstvirtur for-
sætisráðherra, að félag vort hef-
ir með tilliti til þess, að enn hef-
ir ekkert samkomulag náðst í
deilunni milli stýrmanna og
eimskipafélaganna hér, sam-
þykt tillögur yðar um frjálsan
gerðardóm. Ennfremur er þess
óskað, að sama tilhögun verði
þá einnig viðvíkjandi kjörum
og vinnutíma stýrimanna á e.s.
Heklu, Kötlu og Eddu“.
Var bréf þetta undirritað af
Jóni Axel Pélurssyni f. h. fé-
lagsins.
Sáttasemjari tók því næst
málið upp að nýju og héldu
deiluaðilar með sér fundi, sem
engan árangur háru, þar eð
stýrimenn vildu setja ýms skil-
yrði fyrir þessari lausn málsins,
sem stjórnendur útgerðanna
töldu sér ekki unt, og jafnvel
ekki heimilt, að ganga að, enda
lýsti stjórn Eimskipafélags Is-
lands yfir því, að hana skorti
umboð til fullrar sakaruppgjaf-
ar, en það gæti aðalfundur fé-
lagsins einn ákveðið. Hinsvegap
kvaðst stjórnin skyldi leggja
það til við aðalfund félagsins,
að stýrimenn yrðu ekki látnir
missa stöður sínar, né færðir
milli flokka vegna þeirra at-
vika, sem gerst höfðu í sam-
handi við deiluna.
Þessa lausn málsins vildu
stýrimenn eklci sætta sig við,
þrátt fyrir liið skilyrðislausa
loforð, sem þeir liöfðu gefið
forsætisráðlierra í bréfi sínu,
um að hlita úrskurði gerðar-
dóms.
Má því ætla að allar frekari
sáttaumleitanir verði þýðingar-
lausar, og er þá lokaþáttur
málsins eftir, sem óhjákvæmi-
lega hlýtur að verða sá, að lög-
þvingaður gerðardómur leysi
málið.
*
Þessari verðlækkun frankans hefir verð tekið með
ró í Bretlandi. Er talið af breskum f jármálamönnum,
að það sé fyrir bestu, að þessi leið var farin, einkan-
Iega ef afleiðingin verður sú, að fé það, sem flutt hefir
verið úr Iandi, fer að streyma til Frakklands aftur. Af
því mundi aftur leiða, að skilyrðin mundu batna til
þess að taka stórt innanríkislán til vígbúnaðar.
Daily Telegraph gerir ráð fyrir því, að það muni
verða til þess að treysta samvinnu Breta, Frakka og
Bandaríkjamanna í gjaldeyrismálunum, ef þær ráð-
stafanir í fjármálum, sem franska stjórnin er nú að
gera, reynast heppilegar.
United Press.
Erflðleikar Japaná
í Kfua. -
- Nö vllja þelr semja
Ylö Rfissa.
London 5. maí. FÚ.
Kínverjar segjast hafa hafið
stórkostlega sókn á Lung-liai
vígstöðvunum og hafa sótt fram
um 19 kílómelra á 40 kílómetra
hreiðu svæði. Segjast þeir geta
skipað 800.000 manns út á víg-
völlinn hvenær sem þörf gerist.
En á bak við herlínur Japana
stunda kínverskir hermanna:
flokkar smáskæruhernað, og er
tala þeirra áætluð 60 þúsundir.
Japanir viðurkenna, að þessir
flokkar tefji mjög fyrir aðfluln-
ingum til japanska hersins, með
því að þeir eyðileggi hvað eftir
annað brýr og járnbrautir fyrir
þeim. Þó segjast Japanir smám-
saman vera að vinna á þessum
herflokkum Kínverja.
Japanska utanríkismálaráðu-
neylið í Tokio tilkynnti í gær, að
japanska stjórnin væri nú fús
lil þess að semja við Rússa um
ágreiningsmál þau, er komið
hafa upp milli þessara ríkja ný-
lega, og þá einkanlega í sam-
bandi við landamæraskærur við
Amurfljót, og landhelgishrot.
Léggja Japanir nú til, að sam-
eíginleg nefnd verði skipuð til
þess að ræða um deilumálin.
London, 4. maí. FÚ.
I dag andaðist í Berlín Karl
von Ossietsky, 48 ára gamall.
von Ossietsky var settur i varð-
liald þegar er Hitler kom til
valda, og var lengi hafður i
fangabúðum, en síðar fluttur í
sjúkrahús í Berlín og þar and-
aðist hann. Karl von Ossietsky
lilaut friðarverðlaun Nobels
fyrir árið 1935, og varð það til
þess, að þýska stjórnin gaf út
lög um að enginn Þjóðverji
mætti framar taka við Nol^cls-
verðlaunum.
Stokkhólíni, 4. mai.
75 ára horgarréttinda-afmæli
Stokkhólmsborgar var liátíðlega
haldið í gærkveldi. Meðal .boðs-
gestanna var Gústav Svíakong-
ur Y., Gústav Adolf krónprins
og fulltrúar höfuðborga alha
Norðurlanda. Gustav konungur
flutti ræðu fyrir minni Stokk-
liólm og íbúa hans. Guðm. Ás-
björnsson, forseti bæjarstjórnar
Reykjavíkur, flulti kveðju frá
Islandi og Reykjavík.
Helge Wedin.
Stokkhómi
Sænska félagið Norden liélt
landsfund i Stokkhólmi 29. apr-
íl og flutti Mowinckel, fyrver-
andi forsætisráðherra Norð-
manna, erindi á fundinum, og
fjallaði það um hlutleysi Norð-
urlanda í slyrjöldum og nauð-
syn þess, að þau haldi fast við
hlutleysi sitt, livaða þjóðir sem
ætti í stríði. Hann taldi rétt, að
Norðurlandaþjóðirnar ætti að
leggja það til innanÞjóðabanda-
lagsins, að núverandi reglur um
refsiaðgerðir skyldi numdar úr
gildi. — Eva Nyblom aðalrit-
stjóri ræddi um aukið samstarf
kvenna á Norðurlöndum í þágu
friðarins og til aukins skilnings
þjóða milli. — Á fundinum voru
sýndar kvikmyndir frá Norður-
löndum, m. a. frá íslandi. NRP
—FB.