Vísir - 10.06.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 10.06.1938, Blaðsíða 2
y í sir VlSIR DAGBLA0 Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreíðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Úrslitaorusta ESSA dagana er háð úr- slitaorusta um örlög verka- mannafél. Dagsbrúnar og sam- band þess við Alþýðusamband Islands. Það hefir verið ákveðið, að fram skuli fara allsherjarat- kvæðagreiðsla félagsmanna um breytingar þær á lögum félags- ins, sem Héðinn Valdimarsson hefir haft á prjónunum siðustu mánuðina og miða að því, að tryggja kommúnistum í félag- inu úrslitaáhrif á allar ákvarð- nnir þess og framkvæmdir. Samtímis fer fram atkvæða- greiðsla um það, hvort kjörnir fulltrúar félagsins til Alþýðu- sambandsþings, skuli sviftir umboði sínu, fyrir þá sök, að þeir hafa ekki viljað skuldbinda sig til að framfylgja samþykt- um félagsfundar í sameiningar- málunum á Alþýðusambands- þingi. Þessi allsherjar atkvæða- greiðsla Dagsbrúnarfélaga hófst í gær og henni á að vera lokið á sunnudaginn. Það er nú ekki lengra liðið en rúrnt ár, siðan lögum Dagsbrún- ar var breytt í það horf, sem þau nú eru í, i þvi skyni að liindra það, að kommúnistar næðu yfirráðum i félaginu, þótt þeir væri þar í minnihluta. 1 fé- laginu er talið að séu upp undir 2000 manns, en félagsfundi sækja ekki að jafnaði yfir 300 manns. Geta þannig 100—200 manns venjulega ráðið úrslitum mála á fundunum. En sam- kvæmt eldri lögum félagsins, höfðu félagsfundir úrslitavald í félagsmálum, og var svo komið, að kommúnistarnir, sem jafnan fjölmenntu á fundum, urðu þar oftast í meirihluta. Var það þá tekið til bragðs, að gera þá breytingu á lögunum að kjósa skyldi með allsherjaratkvæða- greiðslu „trúnaðarmannaráð“ fyrir félagið, er felt gæti úr gildi samþyktir fámennra fé- lagsfunda og skyldu slíkar fundarsamþyktir þó vera gildar, án samþykkis trúnaðarmanna- ráðs, ef fjórði hluti félags- manna tæki þátt í þeim. Gegn þessari breytingu á lögum fé- lagsins börðust kommúnistar af liinni mestu grimd, en Héð- inn Valdimarsson beitti sér fyrir henni af alefli. En nú vill Héðinn fá þessu breytt aftur, að eins til þess að geðjast kommún- istum, á þá leið, að ekki þurfi fleiri en 300 félagsmenn að vera á fundi, til þess að bindandi fundarsamþykt verði gerð. En með þeim hætti yrði það sæmi- lega trygt, að kommúnistar gætu alltaf ráðið úrslitum fé- lagsmála. Hér skal nú engu spáð um það, hvernig þessari atkvæða- greiðslu í Dagsbrún muni Ijúka. En furðulegt má það þó heita, ef félagsmenn láta liafa sig þannig að fíflum, að þeir fari nú að gera breytingar á lög- um félagsins, þvert- ofan í að eins rúmlega ársgamlar sam- þyktir sínar. Er og því siður ástæða til þess, þar sem vitað er, að „trúnaðarmannanáð“ félags- ins er nú þannig skipað, að Héð- inn og fylgismenn lians hafa þar öll ráð í sínum höndum og breytingin getur því haft það eitt í för með sér, að þeir missi þau völd i liendur kommúnista- Er þá lieldur ekki „einleikið“ um dálæti Héðins á kommúnist- um, ef liann að óþörfu vill ljá þeim slíks fangstaðar á sér, og afsala sjálfum sér öllum völd- um í félaginu í þeirra hendur. En fari svo, að atkvæða- greiðslan gangi kommúnistum í vil, þarf væntanlega ekki að því að spyrja, hvernig stjórn Al- þýðusambandsins muni snúast við því. Og ekki er líklegt, að Dagsbrún verði langlíf í Alþýðu- sambandinu úr þvi. Maiar detiur fit» oliissa ii 2. ttæö »o tiaidleoflslirotRir. Á 7. tímanum i morgun var lögreglan kvödd upp á Berg- þórugötu hér í bænum og lienni skýrt frá að maður hefði fallið þar út um glugga á 2. hæð og myndi hafa meiðst allverulega. Lögreglan brá þegar við og fór á staðinn og lá þá maðurinn enn þá undir húsinu. Var mað- urinn handleggsbrotinn og flutti lögreglan hann á Landspitalann til aðgerðar. Við athugun kom í Ijós að vinstri handleggurinn var brotinn á tveimur stöðum — bæði upp og fram liandlegg- urinn og var brotið opið og illa útlítandi. Um önnur meiðsl var ekki vitað. Norðmenn draga fir siM- veiðum sínnm við ísland i snmar- Kaupmannahöfn, 9. júní. - FÚ. (Einkaskeyti). í Álasundi er skýrt frá því, að svo kunni að fara að Norðmenn taki miklu minni þátt í síld- veiðum við Island í sumar, en undanfarið hefir verið, og er það vegna þess meðal annars, að svo getur farið, að sildar- verksmiðjan Ægir verði ekki rekin í sumar. Vildu eigendur vei'ksmiðjunnar gera það að skilyrði fyrir síldarkaupum af norskum skipum að fá lejrfi til síldarlýsissölu í Þýskalandi, en samkomulag hefir ekki náðst um þetta. íi' vi.'"' ■ ■- ■ Alexándrlne drotnlng bltln af hnndi. Iiaupmannahöfn, 9. júní. - FÚ. (Einkaskeyti). Alexandrina drotning hefir orðið að fresta för sinni til Stokkhólms í sambandi við 80 ára afmæli Gustafs Svíakon- ungs, vegna þess að hún hefir verið bitin af hundi, þar sem hún dvaldist á Klitgaarden á Jótlandsskaga, en það er sum- ardvalarstaður konungsfjöl- skyldunnar. Var drotningin á gangi meðfram ströndinni og hafði með sér tvo litla hunda. Réðist þá að henni grænlenskur hundur og réðist á hunda drotn- Bretar mótmæla hioom tíðo loftárásom, sem geri- ar hata verifi á bresk skip í spönskom höfnum. Morgunblöðin í París kfefjast róttækra ráö- stafana. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Hinar tíðu loftárásir, sem gerðar hafa verið á er- lend skip í spönskum höfnum hafa vakið mikla gremju meðal stórþjóðanna. Frá Barce- lona er símað, að sjö breskir skipstjórar á skipum, sem liggja þar á höfninni hafi snúið sér til breska ræðis- mannsins og krafist þess að Bretar létu þessi mál til sín taka og vernduðu bresk skip gegn slíkum árásum, en ræðismaðurinn hefir þegar snúið sér til utanríkis- málaráðuneytis Breta og lagt fyrir það, mótmæli og kröfugerð skipstjóranna. Franskt skip, Brisbane, hefir orðið fyrir Ioftárás í Alecante, og morgunblöðin í París hafa vegna þessarar endurteknu árásar, krafist þess að Frakkar gripi til rót- tækra ráðstafana til þess að koma í veg fyrir slíka við- burði. Benda blöðin á það að hlutleysi geti ekki geng- ið öllu lengur, heldur verði að hef jast handa um rót- tækar aðgerðir, sem trygt geti öryggi franskra skipa. . .. Hlutleysisnefndin í London telur horfurnar miklu alvarlegri en nokkru sinni fyr og hætta sé á að stór- þjóðirnar verði að grípa til örþrifaráða. Mme. Tabouis heldur því fram í grein, sem hún hef- ir skrifað í franska blaðið „Oeuvre“, að tilgangur þjóð- ernissinna á Spáni, með hinum tíðu og endurteknu á- rásum sé sá, að knýja fram full hernaðarréttindi þeim til handa, sem og að knýja Frakka til þess að loka Pyr- ennealandamærunum. United Press. Heimssýningin í New York. Samningar undipskpifaðir. Eins og getið hefir verið í Vísi undirskrifaði Vilhjálmur Þór kaupfélagsstjóri samninga fyrir íslands hönd um þátttöku í heimssýninguni í New-York í för sinni til Bandaríkjanna og trygði okkur sýningarsvæði, sem er 5000 ferfet að stærð. Hér að ofan birtist mynd sem tekin var er undirskrift samninga fór fram á skrifstofu forseta heimssýningarinnar, Gravor A. Whalen og sitja þeir við hið sama borð. Að baki þeirra standa, talið frá vinstri til hægri: Rögnvaldur Pétursson, Guðmundur Grímsson dómari, sem báðir eru af Vestur-íslendinga hálfu í undirbúningsnefnd sýningarinnar, þá William H. Standley fiotaforingi, framkvæmdastjóri hvað lýtur að erlendri þátttöku sýningarinnar, Dr. Vilhjálmur Stefánsson, hinn frægi landi vor og landkönnuður og Albin E. Johnson, umsjónarmaður Ev- rópu-deildar sýningarinnar. Vísir mun síðar birta frásögn um hina ágætu aðstoð landa vorra vestra að undirbúningi sýningarinnar, enda er það landi voru sómi að hafa slíkum nöfnum til að tjalda, sem að ofan greinir. a , r " j '8 i B Italir kaupa hveiti af Rússnm. EINKASKEYTI TIL VÍSIS London, í morgun. Það er haft eftir góðum heimildum að ítölsk sendinefnd sé nýkomin frá Berlín og hafi undirskrifað verslunar- og ferðamannasamn- inga þar, en samkvæmt samningum þessum verður greitt til muna fyrir ferðalögum manna milli þessara tveggja ríkja. Þá eru einnig taldar Iíkur til að fyrir milligöngu sendiráðs Rússa í Róm verði teknir upp samningar milli ítala og Rússa um kaup á mjölvörum, sem munu nema eitt hundrað milljón dollara, en aðallega er hér um hveiti að ræða, af uppskeru yfirstandandi sumars. Langvarandi þurkar hafa eyðilagt hveitiuppskeru ítala og neyðast þeir því til að leita til annara um kaup á þessari vöru, en Rússar framleiða hveiti allra þjóða mest. United Press. GULLFARMI NÁÐ AF HAFSBOTNI. g London 9. júní. FÚ. Tilraun til þess að ná upp gullfarmi sem sölct var með skipi undan Georgíu-strönd fyr- ir 138 árum hófst i dag og er það ítalskt björgunarfélag sem gerir tilraunina. Þrjú dráttar- skip drógu botnsköfu þangað sem hið sokkna skip liggur. ingar og beit hana sjálfa þegar hún kom þeim til aðstoðar. Var þegar í stað ekið með drotningu á sjúkrahús og varð þar að gera á henni skurð til þess að lireinsa sárið, en því næst var hún aftur flutt til Klitgaarden. Læknar álíta, að lífi hennar sé ekki nein hætta búin. I VATNSFLÓÐ í ó NOREGI OG SVÍÞJÓÐ. Einkaskéyti frá Kaupm.höfn í 9. júní. FÚ. Stórkostleg vatnsflóð geysa nú í Norður-Svíþjóð og Norð- ur-Noregi og hafa þau valdið tjóni sem nemur miljónum króna í Vestarbotten. Fóllcið hefir orðið að yfirgefa fjölda bændabýla. Húsum hefir sópað um koll, brýr hafa brotnað, veg- ir eyðilagst og akrar allir skemdir á liundruðum hænda- býla. Oslo, 9. júní. Hersveitir Francos halda á- fram sókn sinni við Miðjarðar- haf. Þær hafa tekið þorpið Adzaheta, þar sem stjórnarher- inn liafði aðalbækistöð. NRP. — FB. Allmikill eldur hefir komið upp í Grindavíkurhrauni með- fram þjóðveginum, en hraunið er eins og mönnum er kunnugt mosavaxið og lítt upp gróið. Ekki er vitað með vissu hvenær eldurinn hefir komið upp, en líkindi eru til að liann hafi brot- ist út á mánudaginn var eða þriðjudaginn og liefir liann náð allmikilli útbreiðslu og logar nú í tveimur hektörum lands. Vísir snéri sér til bæjarfógeta- skrifstofunnar í Hafnarfirði og átti tal við Kristján Steingríms- son fulltrúa bæjarfógeta, en liann fór suður eftir í gær til þess að gera ráðstafanir til þess að útbreiðsla eldsins yrði stöðv- uð. Skýrði Kristján svo frá, að séð frá Stapanum væri allmikill reykur frá bálinu norðanvert. við fjallið Þorhjörn og virtist þaðan séð vera um mikið bál að ræða, en er nær drægi væri þetta ekki eins alvarlegt og á horfðist. I gær unnu 40 menn úr Grindavik að þvi að rífa rás i mosann í hrauninu, ef ske kynni að unt væri að takmarka útbreiðslu eldsins á þann hátt og í dag verður gengið úr skugga um livort það liafi tek- ist. Ef ekki er unt að vinna bug á eldinum með því ráði, sem þeg- ar hefir verið gripið til verður erfitt við þetta að eiga með því að þarna suðurfrá er eklcert vatn, sem unt er að nota til að slöklcva eldinn. Eldurinn í hrauninu liefir komið upp í krika milli þjóð- brautarinnar og afleggjara að helli í hrauninu og hefir eldur- inn ekki komist yfir veginn, en leitað töluvert á hann með þvi að vindur hefir verið að norð- vestan undanfarið. Telja má vist að eldurinn liafi komið upp með því móti að menn, sem um veginn hafa farið, liafi kastað vindlingi í mosann eða farið ó- varlega með eld að öðru leyti. Oslo, 9. júní. Bæjarráðið í Oslo hefir sam- þykt með 11 atkvæðum gegn 10 | að veita 10.000 kr. í samskota- sjóð þann, sem Spánarhjálpar- nefndin í Noregi er að safna fé i. Hægrimenn lýstu yfir því, að þeir telji miður farið, að bæjar- ráð skyldi veita fé í þessu augna- miði, þar sem líta verði svo á, að það sé gagnstætt þeirri stefnu um algert hlutleysi, sem stjórn- arvöld landsins hafi tekið. — NRP. — FB. Oslo, 9. júni. Kommúnistablaðið Ny tid í Trondheim er hætt að lcoma út vegna fjárhagserfiðleika. NRP. — FB. BræðslDsíldamrðið í snmar. Frést liefir, að sljórn Síldar- verksmiðja ríkisins liafi ákveð- ið verð á bræðslusíld á kom- mdi sumri, og verði það kr. 4.50 fyrir málið. Mun stjórnin lialda með sér fund í dag, og ganga endanlega frá samþykt- um þessu viðvíkjadi. Þetta verð á bræðslusíld er miklu lægra en i fyrra, því að þá var það 8 krónur fyrir málið, en síldarlýsi hefir fallið gífurlega mun nú vera um 12 £ tonnið, en var í fyrra 21—22 £. Síldar- íjöl liefir einnig lækkað nokk- uð í verði, eða ca. 10—12 shil- linga pr. tonn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.