Vísir - 26.08.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 26.08.1938, Blaðsíða 2
VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/P. RitBtjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. ÍGengið inn frá Ingólfsstræti). Sí mar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Ver8 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Of bráðir. Kað var áreiðanlega misráðið af ráðamönnum Alþýðu- flokksins, að láta lýsa afstöðu flokksins til hitaveitumálsins á þá leið, sem bæjarfulltrúi flokksins gerði á síðasta bæjar- stjórnarfundi. Og það virðist svo, sem þéim sé nú farið að skiijast það, að það sé ekki lík- legt til þess að auka gengi flokksins-hér i bænum, að taka upp baráttu fyrir þvi, að frest- að verði byggingu hitaveitunn- ar um óákveðinn tíma. Reyk- víkinga greinir á um margt inn- byrðis, en það er áreiðanlegt, að nú eiga þeir eitt sameiginlegt áhugamál og þaðeraðhitaveitu- málinu verði hrundið í fram- kvæmd eins fljótt og auðiðs verður. Og þessa hafa forráða- menn Alþýðuflokksins vafa- laust orðið óþyrmilega varir, eftir að skýrt hafði verið frá því í blöðunum, að því hefði verið lýst yfir af hálfu flokks- ins á bæjarstjórnarfundinum, að hann mundi síðar bera fram tillögu um það í bæjarstjórn- inni, að frestað yrði fram- kvæmdum málsins fyrst um sinn. Frá þessu var einnig skýrt í Alþýðublaðinu daginn eftir fundinn, en síðan hefir blaðið ekki minst á þessa ráðagerð flokksins og varla nefnt hita- veituna á nafn, þar til i gær. En í gær segir blaðið, að Al- þýðuflokkurinn h a f i viljað láta rannsaka öll hitasvæðin „í nágrenni bæjarins", áður en ráðist yrði i hitaveituna frá Reykjum. Hinsvegar segir blað- ið ekkert um það, livort sá vilji f lokksins sé ennþá óbreyttur, eins og lýst var yfir á bæjar- stjórnarfundinum. En þó að svo væri, segir blaðið, þá þyrf ti það ekki að vera af „fjandskap" til málsins! Það er áreiðanlegt, að AI- þýðuflokkurinn telur það nú hyggilegast, að skrifa sem allra minst um hitaveitumálið, eins og nú er komið, enda mundi það flokknum „fyrir bestu", að reyna að láta fyrnast sem fyrst yfir frestunarfrumhlaup sitt. En það hefir verið höfuðógæfa Alþýðuflokksins i seinni tíð, að hann, eða blað hans, hefir verið eins og „úti á þekju" um öll á- hugamál almennings. Ritstjórn Alþýðublaðsins hefir lagt mikla stund á að stofna til æsinga um hin og þessi mál, án þess að reyna nokkuð að kynna sér það, hvernig almenningur mundi snúast við þvi, og hefir það komið blaðinu sjálfu og Al- þýðuflokknum mjög í koll. Og þannig er það með hitaveitu- málið. Æsingaskrif blaðsins um „lélegan undirbúning" hita- veitumálsins, um „svik" Sjálf- stæðisflokksins í því, kosninga- blekkingar" hans o. s. frv., gerðu svo sem hvorki til né frá'. Bæjarbúum er það fullljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir gert alt, sem í hans valdi stendur, til þess að hrinda málinu í fram- kvæmd. Og það er ekki til nokk- ura skapaðs hlutar, að reyna að telja mönnum trú um annað. Slík skrif geta því engan skaða gert Sjálfstæðisflokknum, en Alþýðuflokknum að vísu heldur ekkert gagn. Hinsvegar hefir Alþýðublað- inu orðið það á, að taka þessi skrif sín alt of alvarlega og mikla það mjög fyrir sér, hví- líkan skaða þau hljóti að hafa gert Sjálfstæðisflokknum. Það virðist hafa gert sér það i hug- arlund, að þau hlytu að hafa haft álíka lamandi áhrif á and- stæðingana, eins og stórskota- liríð í hernaði, og að nú myndi því tími til kominn að gera úr- slitaáhlaupið, sem riði andstæð- ingunum að fullu, þe,gar al- menningur var sem vonsvikn- astur út af því, að ekki tókst að fá lánið til hitaveitunnar i Svíþjóð. En svo hlálega brá við, þegar úrslitaáhlaupið átti að gera, að áhlaupsliðið brást al- gerlega og neitaði að hlýðnast foringjunum' Og nú standa foringjarnir einir og yfirgefnir með. þessa yfirlýsingu sina, að málinu skuli frestað til frekari undirbúnings undir þeirra for- sjá! Og líklegt er, að þeir eigi enga; ósk heitari en þá, að þessi yfirlýsing þeirra hefði aldrei verið gefin. r tiru snfli? Eyjafjörð. Pétur Eiríksson sundkappi úr félaginu K.R. hefir dvalið í sumarleyfi sínu á Akureyri og hefir synt yfir Eyjafjörð að Oddeyrartanga, sömu leið og ýmsir aðrir hafa áður gert, eins og getið, hefir verið um hér í blaðinu. I gær synti Pétur úr Veiga- staðabás austan Eyjaf jarðar og að Torfunessbryggju í Akureyr- arkaupstað, en sú vegalengd er röskir,tveir kílómetrar, og synti hann þessa vegalengd á 38 mín- útum. Er þetta í fyrsta skifti, sem synt er yfir Eyjaförð þessa leið. Fréttaritari. Síldveiðarnar. Síldín má nú heita uppi i land- steinum við Siglufjörð og koma mörg skip inn tvisvar á dag, jafnvel þrisvar. Síldin er þó mjög misjöfn að gæðum, fitu- magn frá 11—20% og fer þvi mikil vinna í að aðgreina sölt- unarhæfa sild frá þeirri, er fer í bræðslu. Vegna þess, hve saltsíldarafl- inn er orðinn mikill, — búið að salta jafnmikið nú og alla ver- tíðina í fyrra, — er tunnuskört- ur yfirvofandi á mörgum sölt- unarstöðvum, en skip með efni- við i tunnur munu væntanleg bráðlega. Frá Djúpuvik er simað að þar haf i landað í morgun: Kári með ca. 500 mál, Baldur með 988 og Hilmir með slatta. Átta stiga hiti var á Djúpavík í morgun og súld. Er síldin far- in að tregðast, að minsta kosti í bili. Á Hjalteyri lönduðu þessi skip í gær: Þór og Haki frá Hrísey, 153 mál, Ólafur Bjarna- son 391, Gloria 386 og Jarlinn Sir Jöíiií Simon gerlr grein fyrir stefnn stjórnarinnar í ræSn, sem Iiann mnn halda á morpn. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Sáttatilraunum Runcimans lávarðar miðar lítifS áfram að því er talið er, en þó vinnur hann stöðugt að undirbúningi þeirra tillagna, sem hann mun bera fram til þess að miðla málum. Aðstoð- armaður hans, Ashton Gwatkin, hefir gefið bresku stjórninni nákvæmar upplýsingar um viðhorfin í Tékkóslóvakíu og hafa ráðherrarnir rætt málin á fundi og teki5 ákvarðanir um stefnu bresku stjórnarinnar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er það talið lík- legí í London, að Sir John Simon f jármálaráðherra muni gera nokkura grein fyrir stefnu tjórnarinnar í ræðu, sem hann ætlar að halda í Lanark á laugardag- inn kemur. Er talið víst að hann muni leggja megin- áherslu á það, að það sé lífsnauðsyn að viðhalda friðin- um í Mið-Evrópu, með því að ef ófriður brjótist út kunni það að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir friðinn í álfunni alment. Bretar munu leggja meiri á- herslu á það að sjálfstæði Tékkóslóvakíu verði að engu skert og telja það skyldu sína að vera vel á verði í þess- um málum og reyna að leysa þau á hinn heppilegasta hátt. Talið er að ræða Sir John Simon muni byggjast á ákvörðunum ráðherrafundarins, sem haldinn var á miðvikudaginn er var, og mun stefna bresku ríkis- stjórnarinnar vera hin sama og Chamberlain forsætis- ráðherra gerði grein fyrir í neðri deild breska þings- ins hinn 24. mars síðastliðinn, en hinsvegar muni Sir John Simon leggja aðaláherslu á það, að það væri hin mesta fásinna, ef einhver þjóð gerði sig seka í þeirri glópsku að byggja ákvarðanir sínar og athafnir á þeirri trú, að Bretar myndu verða hlutlausir, ef ráðist væri á Tékkóslóvakíu. Slíkt komi aldrei til greina, enda muni breska heimsveldið standa vel á verði um alt það, sem gerist í Mið-Evrópu deilumálunum hér eftir sem hingað til. Hinsvegar gera Bretar sér vonir um að til engra á- rekstra dragi vegna þessara mála, þótt kurr í þýskum og tékkneskum blöðum sé engu minni en verið hefir oft áður, nema síður sé. Bresku ráðherrarnir Chamberlain forsætisráðherra og Halifax lávarður utanríkismálaráðherra hafa nú báðir tekið sér hvíld frá störfum um stund, en Halif ax lávarður mun koma aftur til London á mánudag. — United Press. Fimm fjallflönpmenn farast. JLik finst eftir 21 áp. Matterhorn er einn erfiðasti tindur Alpafjallanna að klífa, og árlega farast margir, er 'þeir reyna það. Sunnudajginn 14. ágúst fórust i'imm fjallgöngumenn, er allir höfðu hafnað því, að hafa leið- sögumenn með sér. Þrír þeirra voru Þjóðverjar frá Wiesbaden, — Bernhard Greiss, Karl Fleck og Paul Giespel. Þeir voru á leið niðurJZmutt- hrygginn, sem er 13 þúsund fet á hæð, er einn þeirra hras- aði. Hann féll fram af hengi- fluginu, og þar eð þeir voru all- ir bundnir saman, dró hann hina með sér. Þeir féllu 3000 fet, og af úri eins þeirra mátti sjá, að slysið hafði skeð kl. 10 um kveldið. Morguninn eftir fundust lík- in af tilviljun. Maður einn var 351 mál. Togararnir voru og með slatta. Hjalteyrarverksmiðjan er nú búin að fá 182.414 mál, en á sama tíma í fyrra 161.819 mál, Hesteyrarverksmiðjan 31.281 mál, en á sama tíma í fyrra 67.509 mál. að horfa á f jallið í sjónauka og kom þá auga á þau. Þá fórst einnig Svisslending- ur, Charles Vuillemier og kona hans. Þau voru komin miðja leið upp Zmutt-hrygginn, þegar óveður skall á og stormurinn blátt áfram sópaði þeim fram af björgunum. Um líkt leyti fanst líkið af svissneskum presti, Schneider að nafni, er fórst á 'ZenfIeuron- jöklinum fyrir 21 ári síðan. (Daily Express.) Hvalveiðar 75 km. frá sjd. ' Þ. 15. ágúst s.I. veiddist 8 m. langur og 3500 kg. þungur hval- ur í ánni Trent á Englandi, rétt hjá borginni Scunthorpe í Lin- colnshire. Þegar fréttin barst um hvalinn í ánni, söfnuðust þúsundir manna á bakkana, því að fæstir höfðu séð hval áður. Meðal áhorfendanna var einnig „terrier"-hundur og varð hann svo æstur, er hann sá skvampið í hvalnum, að hann vildi þegar leggja til bardaga við hann. Varð að lokum að binda hund- inn, til þess að hafa hemil á honum. Þegar fór aðfalla út, — hval- urinn haf ði leitað upp í ána með flóðinu, — sneri hann aftur, en svo fljótt rann út, j að hann Hlöðuni í Palestinn bannað ad slcýi*a fFá rádstöfaimm, sem gerdai* eru tii þess að bæla niðap éeirdir. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Samkvæmt skeyti, sem borist hafa frá Jerúsalem, hefir stjórnarnefnd sú, sem þar hefir verið sett á laggirnar til þess að halda uppi lögum og reglu í landinu, gefið út opinbera tilskipun þess efnis, að blöðum og útvarpi er með öllu bannað að skýra frá þeim öryggisráðstbfunum, sem stjórnar- nefndin lætur framkvæma til þess að koma í veg fyrir óeirðir í landinu. Einnig er blöðunum bannað að skýra frá athöfnum og ráðstöf unum hers og lögreglu og við- ureign þeirra við óeirðaseggina, með því að allar slíkar frásagnir geti orðið til þess að gefa uppivöðsluseggj- unum bendingar, sem geri þeim auðveldara að vinna hermdarverk sín. Það hefir sýnt sig undanfarna daga, að f rásagnir blaðanna um^ ráðstaf anir lögreglu og hers til þess að bæla niður óeirðirnar hafa verið mjög ó- heppilegar með því að smáskæruhernaður í landinu hef ir aukist til stórra muna og uppreistarseggirnir haf a haft sig þar mest í frammi sem minstar öryggisráðstaf- anir haf a verið gerðar. Hefir alt þetta leitt til hinna alvarlegustu hryðju- verka, bæði frá hendi Araba og Gyðinga, og ef þessu heldur áfram aukast erfiðleikarnir við það að friða landið með degi hverjum. Er búist við að stjórnarnefndin í Jerúsalem grípi nú til róttækra ráðstaf ana til þess að bæla niður óeirðirnar. United Press. London, 25. ág. FÚ. Breski embættismaðurinn, Mr. Muffet, sem varð fyrir skot- árás á skrifstofu sinni í gær i Yanin, lést í gærkveldi, og var Iík hans jarðsett í Haifa í dag. Hermannaflokkur skaut heið- ursskotum við gröf hans. Einn þeirra manna, *sem handteknir voru út af árásinni; sá, sem líklegast var talið að væri valdur að árásinni, gerði tilraun til þess að flýja úr fang- elsi í hermannabúðum í morg- un og skutu verðir á hann. — Særðist fanginn svo, að honum er ekld líf hugað. K.R. vann Fram 4:2. Veður var allhvasst á sunnan í fyrri hálfleik, en lygndi með rigningunni í síðari hálfleik. Á- horfendur voru ekki margir, og þó að vonum vegna veðurs. Fyrri hálfleikur. Fram leikur undan vindi og hefir yfirhöndina framan af. Fá þeir nokkrar hornspyrnur á K. R. með stuttu millibili, en kem- ur ekki að haldi. Framan af hálfleiknum eru leikmenn beggja nokkuð óstyrkir og missa góð færi. Er 31 mín. er af leik ná „hættulegu mennirnir" í Fram, Jón Magn. og Jón Sig., snörpu upphlaupi, sem lýkur með því, að Jón Magn. skorar úr stuttu færi. Hálfleiknum lýk- ur með 1:0, þó Fram hefði á- framhaldandi heldur yfirhönd- ina. Síðari hálfleikur. Nú leikur K. R. undan vindi og hefir sóknina. Er 5 mín. eru af leik skorar (Óli B. Jónss. fall- ega • með lágu skoti 2 metrum strandaði á grynrtin^gum í ánni. Menn, sem voru að vinnu hjá ánni,sáu bægslaganginn í hvaln- um og sumir þeirra réru út að honum. Skaut einn þeirra 16 skotum á hann og drapst hann þá loksins. utan við vítateig. Er nú leikur- inn fjörugri og fá Framarar stöðugt hættuleg mótupp- hlaup. Er 14 min. eru af leik skorar Jón Magn. í hröðu upp- hlaupi þétt við markið. En K. R. skorar samstundis. Eftir eina mín. er Guðm. Jónsson búinn að kvitta með hörðu skoti. Er nú leikurinn mjög fjörugur. K. R. „pressar" stöðugt, en Fram nær þó við og við upphlaupum. Jón. Sig. er nú orðinn lerkaður svo upphlaupin eru ekki eins hættuleg og áður. Þegar 10 mín. eru eftir, fær K. R. hornspyrnu. Þorst. Jónsson setur knöttinn rétt fyrir markið og Björgvin Schram skallar fast inn. K. R. hefir 1 yfir. Fram sækir nú á í örvætningu, en 4 min. síðar skorar Guðm. Jónsson enn mark og þó Fram reyni að sækja, þá vita þeir sem er, að leikurinn er tapaður. K. R. er búið að vinna fyrsta leik sinn a sumrinu í 1. flokki. Það er ó- neitanlega hlægilegt, en samt er þáð satt, að í öllum hinum, leik- unum höfðu þeir meiri yfir- burði i leik heldur en i þessum, en einhverntíma hlulu þeir að vinna og þeir höfðu nóga yfir- burði í leiknum til þess. -r— Fram vantaði Sigurð Halldórs- son og munaði það miklu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.