Vísir - 18.12.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 18.12.1938, Blaðsíða 2
VISÍ R VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Ge'ngiS inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Nyr tekju- stofn fyrir Reykjavík. [j tgjöld bæjarins vegna fram- færslumálanna eru orðin svo mikil, að til vandræSa horf- ir meS aS afla þeirra tekna, sem nauSsynlegar eru. Tekjur sínar fær bærinn aSallega af útsvör- um, en það er takmörkum háð hversu mikinn hluta bæjarfélag- ið getur tekið af tekjum borg- aranna, til sinna þarfa. Útsvör- in eru nú orðin hér svo há, að elcki verður mikið lengra geng- ið í þeim efnum. Er því brýn nauðsyn fyrir bæjarfélagið að litast um eftir nýjum tekjustofnum, er staðið geti straum af hinum sívaxandi útgjöldum. Mörgum mun svo virðast, að ríkið hafi þegar gert sér allar liugsanlegar leiðir að féþúfu. Er því ekki um auðug- an garð að gresja í þessum efn- um. En liafi ríkið tekið tekju- stofna í sínar þarfir, sem í eðli sinu ætti að vera í höndum bæj- arins, þá er næst fyrir að ríkið skili slíkum stofnum nú þegar1 í hendur bæjarfélagsins. Sá tekjustofn, sem með fullri sanngirni mætti telja að ætti að tillieyra bænum, er áfengisút- salan i bænum. Það er fullkom- in sanngirniskrafa að allur hagnaður af áfengissölu í Reykjavík, renni í bæjarsjóð. Hinn mikli hagnaður af áfeng- isversluninni í bænum, sem allur rennur nú óskiftur í ríkis- sjóð, er kominn frá bæjarmönn- um. Áfengisútsalan er í raun og veru skattur á bæinn, er nemur hundruðum þúsunda króna ár- lega. Auk þess er enginn vafi á að byrði bæjarins vegna ýmsra vandræða manna stafar bein- línis frá verslun hins opinbera með áfengi. Má ef til vill segja að ekki sé gott við því að gera. En ef það er nauðsynleg plága að hafa opna áfengisverslun, þá er best að sá aðili hafi hagnað- inn af henni, sem fyrir mestum verður búsifjum og útgjöldum af hennar völdum. Á fjárlögum 1938 er gert ráð fyi-ir tekjum af ófengistolli 1 milj. kr. og af áfengisverslun 1.3 milj. kr. eða samtals tekjur af áfengi kr. 2.300.000.00. Það mun ekki ofmælt að helmingur- inn af þessu mikla fé komi frá Reykjavik. Nú er ekki hægt að gera ráð fyrir að bærinn fengi bluta af áfengistollinum, en ef hann fengi hagnaðinn af áfeng- issölunni hér í bænum eða helming af áætluðum tekjum Áfengisverslunarinnar þá mætti gera ráð fyrir að það yrði 600 —700 þús. kr. á ári. Hér er ekki um neitt nýmæli að ræða í heiminum, að bæir fái tekjur af áfengissölu í stað ríkisins. I Kanada er þessum málum þannig fyrir komið, að borgirnar eða fylltin fá allan hagnað af sölu áfengis innan þeirra umdæmis. lir þetta talið sjálfsagt, að tekjurnar af á- fenginu renni til sveitarinnar, þar sem það er selt. Það ætti að vera skýlaus og skelegg krafa Reykjavíkurbæj- ar, að fá tekjurnar af sölu á- fengis innan sinna vébanda, meðan talið er nauðsynlegt að halda slíkri verslun hér gang- andi. Þetta er eðlilegur og sjálf- sagður tekjustofn fyrir bæinn og aðra bæi út um landið þar sem áfengisverslun er leyfð. Þessi tekjustofn, sem að réttu lagi tilheyrir þeim, rnundi verða til þess að rétta við fjárhag þeirra, sem framfærslulögin ei*u nú að keyra um þverbak. Oslo, 17. des. LÍK AF ENSKUM FLUG- MANNI REKUR 1 NOREGI. Lík af enskum flugmanni hefir fundist í Fevigkilen við Arendal. Hefir það sennilega verið að velkjast í sjónum margar vikur áður en það rak að landi. — NRP. — FB. Bæjcii5 fréttír Messur á morgun. 1 dómkirkjunni kl. n, síra GarÖ- ar Svavarsson; kl. 2 barna guðs- þjónusta (síra F. H.) ; kl. 5, síra Friðrik Hallgrímsson. 1 fríkirkjunni kl. 2, síra Jón Auð- uns. Engin messa í frík. í HafnarfirÖi.* Barnaguðsþjónustur: Kl. io í Laugarnesskóla. Engin síðdegis- messa. Kl. 2 á Elliheimilinu; kl. 3 í Betaníu. Næturlæknir. Björgvin Finnsson, Garðastræti 4, sími 2415. Næturvörður í Lauga- vegs apóteki og Ingólfs apóteki. Útvarpið í dag. Kl. 9.45 Morguntónleikar (plöt- ur) : Klukku-symfónían, eftir Haydn. b) Fiðlukonsert í Es-dúr, eftir Mozart. 12.00 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í Fríkirkjunni (síra Jón Auðuns). 15.30 Miðdegistón- leikar frá Hótel Island. 17.20 Skák- fræðsla Skáksambandsins. 17.40 Útvarp til útlanda (24.52111). 18.30 Barnatími (Ingibjörg Steinsdóttir leikkona). 19.20 Hljómplötur: Dansar eftir Haydn og Mozart. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Neró keisari (dr. Jón Gislason). 20.40 Útvarpskórinn syngur. 21.05 Upp- lestur: „Kaðalhús 0g Stapakot", smásaga (frú Unnur Bjarklind). BobbspiliO er langvinsælasta spilið fyrir unglinga og fullorðna lika. — Forkunnargóð jólagjöf. Fæst hjá Laugaveg 18 og Hafnarstr. 20. Sími 2673. er bráðspennandi smáspil, þroskar athygli og snarræði, einmitt þá eiginleilta sem dýr- astir þykja í þessum lieimi. — Faist bjá Laugavegi 18. Lsn Grangi þeip ekki ad því hefst liardvífug viðskiptakeppni. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í gærkveldi. Samkvæmt kvöldblaðinu Evening Standard í London var dr. Schacht, aðalbankastjóri þýska ríkisbankans, sem fór heimleiðis í dag, með uppkast að sámkomulagi í viðskiftamálum, lagt fram af áhrifamiklum fjármálamönnum, m. a. bankastjórum Englandsbanka og sérfræðingum bankans, fjármálaráðuneytisins og ríkissjóðs. Með uppkasti þessu, sem er mjög ítarlegt, er gert ráð fyrir samtökum milli Breta og Þjóðverja um útflutningsafurðir þeirra, að halda verðlagi á þeim á heimsmarkaðinum á stöðugum grundvelli, er þannig sé lagður, að girt sé fyrir töp. Nákvæmar upplýsingar vantar um tillögur þessar, en höfuðmarkmiðið er, að koma í veg fyrir ó- holla og skaðlega viðskiftasamkepni. Blaðið segir, að ef Þjóðverjar fallist ekki á tillögurnar muni Bretar, með stuðningi ríkisstjórnarinnar taka upp samkepni við Þjóðverja með því að bjóða vörur sínar með lægra verði. United Press. Mussolini fór til Sardiniu i gfær og* flytur þar rædu i dagf, sem bedid er eftir med mikilli eftirvæntingu. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í gærkveldi. Rcmaborgarfregnir herma, að Mussolini hafi lagt af stað kl. 5 e. h. frá Gaeta áleiðis til Sardiniu. Fór hann þangað á herskipi, sem ekki er nafngreint. Tilgangurinn með förinni er að vígja nýja kolaframleiðslustöð, — og hefir verið komið þar upp ný- tísku námumannabæ. Er þetta önnur kolaframleiðslustöð, sem ítalir stofna á Sardiniu, á þremur árum. Margskonar iðnaðar- framleiðsla er ráðgerð þar. Talið er víst, að Mussolini muni halda ræðu mikla við þetta tækifæri. Bíða stjórnmálamenn og aðrir eftir því með óþreyju, hvað Mussolini segi um alþjóðavandamálin, og einkanlega hvort hann muni ræða um kröfur ítala á hendur Frökkum. Times telur nú að áróðri It- ala með það fyrir augum, að vinna að því, að Tunis verði lagt undir Ítalíu, sé lokið með neikvæðum árangri. Blöðin í Rómaborg eru farin að lækka seglin í þessu máli og snýst nú alt um að undirbúa komu Chamberlains. Hafa þeir Ciano greifi og sendiherra Breta í Rómaborg átt viðræður um undirbúning- inn sín á milli. United Press. 4 jfA. + f 5 é I < er ^esta °S ódýrasta barnabók- T 11 lT I 1 T I 1 in. Munið það er þér vfeljið jóla- gjöf handa drengnum yðar. — Börnin og dýrin aw'.wwyw’rwB 11 im:ww mta mn—iwri'rwi Myndabók bamanna. Gleðjið börnin með henni um jólin. — frá okkur verður tvímælalaust það besta, sem þér gefið barninu yðar í jólagjöf. Fáfnir Hverfisgötu 16 A. — Sími 2631. Lítið í gluggann Ii| á Málarannm, Bankastræti 7, í dag« æ æ æ æ æ vita það vel að leikföngin frá ELFAR hitta lang- best á óskir þeirra. Sölustaðir: Laugaveg 18 og Vitaverð ráðstöfun atvinnumálaráðherra. Fis&imatsmaðnr skipaðnr fyrir Vestfirði gegn mðtmælnm flskimatsstjðra og samlags ísfirðioga. i Síðustu dagana hefir ekki á öðru gengið hjá framsóknar- mönnum en fögrum loforðum um breytta hegðun og batnandi hag þjóðarinnar. Loforðin eru góð, en þau eru ekki einhlít, einkum þegar verkin tala alt öðru máli. Forsætisráðherrann gaf þá yfirlýsingu hinn 1. desember s. 1. að eins og sakir stæðu: væru tímarnir svo alvarlegir að nauðsyn væri breytingar og samtaka til þess að reisa það úr rústum, sem þegar væri fallið til grunna eða fallandi. Friðarboðskapur forsætisráðherrans mæltist að vonum vel fyrir enda virtist svo, sem hann væri þeirrar skoðunar að gaml- ar væringar bæri að láta niður falla, og hefði það fáum þótt skaði; enda munu flestir þjóðhollir Islendingar líta svo á, að flokkshagsmunir eigi að víkja fyrir þjóðarhagsmunum þegar nauðsyn krefur hverju sinni. Vísir hefir ekki látið sig mál þetta miklu skifta, enda litið svo á, að tryggara væri að bíða eftir athöfnum en orðum, og að svo gerðust þau nú tíð liin breiðu lögin, að ekki virtist forsætisráðherrann tala af heil- um hug. Framsóknarflokkurinn hefir til þessa aðeins átt eitt boðorð, sem liann hefir haldið, en það er að níðast á allan liátt á póli- tískum andstæðingum, en draga fram hlnt sinna flokks- manna og socialista, verðugra og óverðugra, og virðist það ekki spá góðu um friðarhug frá hendi flolcksins. Það er ekki ýkjamikið vatn til sævar rnnn- ið frá því er framsókn hrakti sjálfstæðismenn úr forýstunni í skólamálum í öllum héruð- um landsins og skipaði í þeirra stað ýýniist framsóknarmenn eða socialista, en nú þessa síð- ustu daga hefir sá atburður gerst, sem sýnir öllu öðru fremur hug þessara manna til andstæðinganna, og eru það einkum útvegsmenn, sem verða fyrir fjandskapnum að þessu sinni. Staða losnar. Svo er mál með vexti, að Árni Gíslason, yfirfiskimats- maður á ísafirði, lætur fyrir aldurssakir af störfum frá 1. janúar næstk. að telja, en hann hefir reynst hinn ágætasti máð- ur í starfi sínu, enda verið fiski- matsmaður frá árinu 1912. Staða Árna var auglýst til um- sóknar ,og var umsóknarfrest- urinn úlrunninn hinn 1. nóv- ember siðastl. Þann dag munu Iiafa legið fyrir 7 umsóknir, og áttu þar hlut að máli menn, sem upp- fyllu að meira eða minna leyti þau skilyrði, sem eðlileg gátu talist fyrir veitingu stöðunnar, og voru sumir þeirra ágætlega til þess fallnir, að gegna henni. Fiskimatsstjóri, Sveinn Árna- son, sem hefir æðstu stjórn fiskimatsins með höndum, fékk umsóknir þessar til um- sagnar, og lagði hann tillögur sínar fyrir atvinnumálaráð- herra, en þær voru á þá leið, að hann mælti sérstaklega með Eiriki Finnssyni á ísafirði, sem eftirmanni Árna, og þótt Eirílc- ur sé nokkuð við aldur, mun hann manna kunnugastur fisk- verkun í Vestfirðingafjórðungi og þar af leiðandi manna hæf- astur í stöðuna. Til vara mælti fiskimatsstj.. með Jóni Árnasyni á Seyðisf., en hann liefir gegnt fiskimatsstörfum í 16 ár, og fengist við fiskverkun frá bam- æsku, og er því mjög vel hæf- ur til starfans, en til þrauta- vara mælti fiskimatsstjóri með Jens Einarssyni á ísafirði, sem um langt skeið hefir verið Árna Gíslasyni til aðstoðar og gegnt störfum hans, er um for- föll liefir verið að ræða. Einkennilegur umsækjandi. Nú skyldu menn ætla, að at- vinnumálaráðherra hefði látið sér nægja, að velja á milli þeirra þriggja manna, sem til- nefndir voru. En hið ólíklega skeður, að fjórði maður skýt- ur þá upp höfði, sem alls ekki hafði sótt um stöðuna áður en umsóknarfrestur var útrunn- inn og lítil eða engin skilyrði liafði til þess að gegna stöð- unni svo vel færi á. Maður þessi nefnist Ágúst Eliasson, ættaður úr Æðey, verslaði hér í bænum um tíma, en liefir dvalið í Bolungarvík nokkura hríð og unnið þar að móttöku á blautfiski hjá útgerðarmanni einum. Ekki var vitað, að mað- ur þessi liefði vanist fiskverk- un svo orð væri á gerandi, og hafði í rauninni ekki unnið annað sér til ágætis, en smal- að atkvæðum fyrir Vilmund Jónsson, og það virtist þyngst á metunum í þessu samhandi. Mótmæli gegn veitingunni. Þegar menn fengu fregnir af því, að maður þessi sækti það fast, að fá stöðuna, komu þeg- ar fram mótmæli gegn því, að honum yrði veitt hún. Mun fiskimatsstjóri hafa mótmælt því fyrir sitt leyti, og Vestfirð- ingar voru því með öllu and- vígir, og vottorð munu hafa komið fram, sem voru manni þessum síst í hag, frá þeim, sem honum voru kunnugir. Þrátt fyrir það, að umsókn bafði ekki legið fyrir hinn 1. nóvember, og að ýmsir aðilar höfðu mótmælt skipun þessa manns í stöðuna, og þótt upp- lýst væri, að maðurinn upp- fylti ekki nauðsynlegustu skil- yrði fyrir veitingu, og að mikl- ir hagsmunir eru þama í húfi, gengur atvinnumálaráðherra algerlega á snið við alt þetta og setur mann þennan i stöð- una frá 1. jan. næstk. að telja. Fiskimatsstjóri mun hafa átt tal við ráðh-errann þrávegis og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.