Vísir - 03.01.1939, Blaðsíða 3
VISÍ R
Sveinn Benediktsson:
Síld veiðarnar 1938
Oft hefir mönnum þótt bregSa til beggja vona um síldveiS-
arnar, en þó sjaldan meir en s. 1. sumar. Samt fór það svo, að
betur rættist úr að lokum, en á horfðist.
Síldveiðiskipin voru búin á
veiðar óvenju snennna. Strax
um þann 10. júní voru nokkur
herpinótaskip komin á síld-
veiðisvæðið og farin að leita
síldar. Alment voru sildveiði-
skipin komin á veiðisvæðið um
þann 20. júní. Sildarverksmiðj-
urnar stóðu tilbúnar til þess að
háma í sig rúm 30.000 mál á
sólarhring og geta þær unnið
það magn jafnóðum. Meðan
þróarpláss er fyrir hendi, geta
þær tekið á móti tvöfalt meiru
á sólarhringi hverjum, en þær
vinna úr.
Kuldatíð hafði verið í vor
og frá því um 20. júní þang-
að til um 20. júlí var þrálátt
kalsaveður norðanlands. í miðj-
um júlímánuði var snjór niður
í miðjar lilíðar á útfjöllum og
suma dagana snjóaði í Siglu-
firði. Á sildarmiðunum var loft-
hiti tímunum saman 2 til 3 stig
og sjávarhiti 4 til 5 stig. Sjórinn
var viðast átuiítill eða átulaus.
Sildarvart hafði orðið dagana
11. júní til 23. júni. Fekst fyrsta
síldin á Grimseyjarsundi við
Eyjafjarðarál, en aflinn var lít-
ill og síldin horuð. Meðan kuld-
arnir héldust brást síldveiðin al-
gerlega, nema hvað aðeins varð
lítilsliáttar vart austur við
Langanes um mánaðamótin
júní—-júli. Um 20. júlí fór veður
að batna og tók þá að lifna yfir
veiðinni, en þó var veiðin svo
treg fram til hins 25. júlí, að
margir héklu þá, að engin veiði,
sem héti, myndi verða í sumar.
Menn voru orðnir vanir þvi á
árunum 1935 til 1937, að afli
væri góður ívertíðarbyrjun,þótt
skipin byrjuðu þá fyr veiðar, en
venja liafði verið fram til þess
tíma. Þessi þrjú ár hafði vertíð
liafist 20. *til 25. júní, en áður
hafði verið venja að fara á veið-
ar 5.—10. júh og stundum síðar.
Þótti þá ekkert tiltökumál, þótt
afliværi tregur þangað til seinni
partinn í júlí, en nú þótti öllum
sem létt væri af sér þungu
fargi, er síldin fór að veiðast.
Frá 27. júlí til 17. ágúst var
óslitin aflahrota, sem var skörp-
ust síðustu tvær vikurnar. Síld-
in veiddist á svæðinu frá ísa-
fjarðardjúpi austur að Langa-
nesi, en var drýgst á Haganes-
vík, Grímseyjarsundi, Skjálf-
anda og við Tjörnes. Síldin hélt
sig yfirleitt nálægt landi í sum-
ar, stóð grunt, sem kallað er.
Stóðu Islendingar því betur að
vígi en útlendingar, sem ekki
mega veiða nema utan land-
helgi.
Sildin var óvenjulega mögur
í sumar. Fengust ekki nema um
18 kg af lýsi úr síldarmálinu að
meðaltali og tr það 3 kg minna
en venjulega. Sjómenn kvört-
uðu undan því, að síldin lægi ó.
venjulega þungt í nótunum og
kendu um straumum og því,
hve horuð hún var. Næturnar
rifnuðu því oft og sprungu.
Meðan á hrotunni stóð var
tekið á móti meiri síld til
bræðslu í verksmiðjunum, en
nokkurntíma áður á jafn
skömmum tíma. Hrotan kom
ekki fyr en soltun var leyfð
og bætti það afgreiðsluna mjög.
Það fór þó svo, siðast í hrot-
unni, að mörg skip þurftu að
bíða eftir löndun á annan sólar-
hring, en undanfarin ár hefir
það iðulega komið fyrir í afla-
hrotum, þótt þær væru eklci
eins miklar og þessi, að skipin
hafa þurft að bíða eftir löndun
í 5 til 7 sólarhringa. Afgreiðslan
í sumar var betri en áður vegna
þess hve síldarverksmiðjurnar
eru orðnar afkastamiklar. Það
var fyrst og fremst hin tiltölu-
lega greiða afgreiðsla, sem skap-
aði sæmilega afkomu hjá flest-
um síldveiðiskipum öðrum, en
íogurunum.
Á Siglufirði hafði SRN-
verksmiðjan verið stækkuð um
meir en helming upp í rúm
5.000 mála afköst á sólarliring.
Ivom stækkunin í góðar þarfir.
Ef afgreiðslan liefði ekki
verið betri en áður, myndi
vertíðin í sumar liafa orðið
með þeim lélegustu, sem komið
hafa.
Afgreiðsla skipanna í sumar
var þó ekki eins greið og skyldi,
því að markmiðið verður að
vera það að geta liagnýtt sér til
fulls aflahroturnar, er þær
koma, en til þess þurfa skipin
að hafa viðstöðulausa móttöku
í landi á hentugustu stöðum.
Myndi ný verksmiðja á Raufar-
höfn bæta úr brýnni þörf, eink_
um ef hún yrði með 5.000 mála
afköstum á sólarhring, eins og
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
og Jafnaðarmanna hafa lýst sig
fylgjandi.
Eftir þann 17. ágúst. tók nær
alveg fyrir lierpinótaveiðina, þó
var nokkur veiði um mánaða-
mótin ágúst—septemljer, en
upp úr mánaðamótunum fóru
skipin að hætta veiðum og voru
öll herpinótaskip hætt um 10.
september. Fáein skip fóru þó
út aftur, er reknetabátar höfðu
séð síld vaða út af Siglufirði og
fengu nokkurn afla, sem allur
fór til söltunar.
Afli í reknet var óvenju mik-
ill í sumar og siðast í september
með fádæmum.
Þátttaka herpinótaskipa í
síldveiðum var nokkuru minni
en árið 1937. Skiftist þátttakan
þannig:
Togarar .........
Línuveiðarar.....
Mótorskip (nætur)
S *
Mál
Akranes 1.832
Sólbakki 5.599*)
Hesteyri 32.993
Djúpavík 136.213
Síldarv. ríkisins
Siglufirði 363.512
Rauðka, Si 45.101
Grána, Si 10.832
Dagverðareyi’i 52.792
Hjalteyi’i 207.945
Ivrossanes 95.569
Húsavík 8.134
Raufarhöfn 38.438
Seyðisfjörður 8.762
Neskaupstaður 8.112
1938 1937
.. 25 32
.. 29 30
.. 92 Í05
Samtals .... 146 167
Auk þessa tóku þátt i veið-
inni í sumar 8 færeysk skip, sem
ísl. útgerðarmenn höfðu leigt.
Skipin voru að mestu með fær-
eyskri áhöfn.
Aflahæstu skipin voru:
Togarinn Tryggvi gamli,
15.594 mál og 646 tunnur. Skip-
stjóri Snæbjörn Ólafsson. Linu-
veiðarinn Jökull, Hafnarfirði,
14.224 mál og 815 tunnur. Skip.
stjóri Björn Hansson. Mótor-
báturinn Huginn I, ísaf., 9.619
mál og 1.956 tunnur. Skipstjóri
Ragnar Jóhannsson. Af Reykja-
vikurbátum var hæstur Jón
Þorláksson, 7.699 mál og 2.231
tunnur. Skipstjóri Guðmundur
Þorlákur Guðmundsson. Af tví-
lembingum, Óðinn & Ófeigur
fná Yestmannaeyjum 5.394 mál
og 2.478 tunnur. Skipstjóri Jón-
as Bjarnason.
Bræðslusildaraflinn nam í
sumar (17/9) 1.015.834 málum,
en hafði numið 1.448.091 mál-
um árið 1937.
Bræðslusíldaraflinn skiftist
þannig á milli einstakra verk-
smiðja hinn 17/9 1938:
Samtals
1.015.834
!
AIls voru saltaðar í sumar
343.319 tunnur, en 1937 nam
söltunin 210.997 tunnum.
Söltunin skiftist þannig eftir
vei-kunaraðferðum:
Tunnur
Venjuleg saltsíld .. .. 107.966
Saltsíld sérverkuð . . 52.920
Matjessíld . . 111.001
Ki-yddsíld 47.995
Sykursíld . . 17.288'
Sérverkuð síld .... 1.477
Suðurlands síld . . . 4.678
Samtals .... 343.319
Verð á bræðslusíldarafurðum,
mjöli og lýsi, var lágt alt árið.
Hafði verð á sildarlýsi fallið
stórkostlega síðan árið 1937. Þá
var mikið af síldarlýsi selt fyr-
irfram fyrir 21 sterlingspund
tonnið cif, en lýsi ársins 1938
hefir alt verið selt fyrir 11 til 13
sterlingspund. Verðið hefir
enn farið lækkandi, svo að nú
muni hæpið, að hægt sé að fá
11 stpd. fyrir tonnið. Verð á
síldarmjöli var 10 stpd. og 15
sliillings til £ 11.2.6 eða litið
eitt lægra en i fyrra. Nú er verð-
ið á síldarmjöli einnig fallið.
Óseld mun nú vera í landinu
að eins um 2.000 tonn af síldar.
mjöli og 3.000 tonn af síldarlýsi.
S. I. sumar voru greiddar kr.
4.50 fyrir málið af bræðslusíld,
en árið 1937 hafði verðið verið
kr. 8.00.
Verð á fersksíld til grófsölt-
unar var í sumar kr. 7.25 tunn-
an, en var 1937 kr. 7.50. Fersk-
síld til matjessöltunar var í
sumar kr. 9.50 tunnan, en hafði
1937 verið kr. 11.00.
Öll saltsíld er nú seld, en ó-
farnar eru 13—14 þús. tunnur
af matjessíld.
Sökum þess hve síldin stóð
grunt og vegna minni þátttöku
af hendi útlendinga var afli
þeirra hér við land minni í sum-
ar en 1937. I sumar nam afli
Norðmanna hér við land rúm-
um 180 þúsund tunnum, en
1937 var hann 245 þúsund tunn.
ur. Þetta með öðru fleira
greiddi fyrir meiri sölu frá Is-
lendinga hálfu, en verið liafði
undanfarin ár, en sjálfsagt er
þó að setja markið hærra.
Útflutningsverðmæti síldar-
afurða framleiddra 1938 mun
hafa numið fob. sem næst 18.7
milljónum króna, þar af
bræðslusíldarafurðir 9.2 millj.
ónir og saltsild 9% milljón.
Andvirði bræðslusíldarafurð-
anna er um 8 milljónum krón-
um minna en 1937 og stafar
það bæði af minni afla og hinu
stórkostlega verðfalli á síldar-
lýsinu. Aftur á móti er andvirði
saltaðrar síldar um 3Ví> milljón
króna meira, sem fyrst og
fremst stafar af aukinni fram-
leiðslu.
Sumarið 1938 minti menn
enn þá einu sinni á hversu mjög
afkoma sildarútvegsins ríður á
greiðri afgreiðslu skipanna. Að
hægt sé að liagnýta sér björgina
meðan hún býðst. Til þess að
það sé hægt, þýðir ekki fyrir
Síldarútvegsnefnd eða aðra að
setja upp einstrengingslegar
reglur eins og t. d. að banna
matjessöltun utan Siglufjarðar
og Eyjafjarðar, án tillits til
sildargæða, að þvi er virðist til
þess eins að hlúa að einstökum
sildarsaltendum, heldur er
sjálfsagt að leyfa að salta síld-
ina þar sem aðstaða er til og
leggja álierslu á sem mesta
söltun.
Kunnugustu menn eru sam-
mála um, að nýsíldarverksmiðja
á Raufarliöfn með 5.000 mála |
afköstum iá sólarhring, myndi 1
i meðalári auka aflamöguleika
þeirra skipa, sem skifta við
Síldarverksmiðjur rikisins um
30%, enda rnunu sjómenn og
útgerðarmenn ekki vænta sér
eins mikils hagnaðar af nokk-
uru fyrirtæki.
Alt árið 1938 hefir rikisstjórn-
inni ekki tekist að fá lán til
þess að koma upp versmiðj-
unni á Raufarhöfn.
Ennþá gera menn sér þó
vonir um, að lánið fáist og liægt
verði að reisa verksmiðjuna
fyrir næstu vertíð. Getur þá a.
m. k. mikill hluti sjómanna og
útgerðarmanna liaft von um,
að aukinn afli muni vega upp
á móli hinu iskyggilega verð-
falli sildarafurðanna.
Sveinn Benediktsson.
Hljómsveit Reykjavikur:
Meyjaskem man
(Frumsýning).
*) Auk þess var tekið á móti
26.595 málum karfa og 1.309 af
ufsa.
Meyjaskemman er hin fyrsta
óperetta í Reykjavík. Hún var
sýnd hér fyrir fimm árum og
flutti þá gleði um Reykjavikur-
bæ. Meyjaskemman á hvergi
sinn lika. Engin önnur óperetta
hefir að geyma eins glaða og
ljúfa músik, enda alt valin lög
eftir Schubert, sönglagakonung-
inn.
Það getur verið varhugavert
að taka til sýnis söngleik, sem
sýndur hefir verið stuttu áður,
enda þótt góður sé. Ef búning-
urinn og meðferðin tekur ekki
fram því, sem áður var, er hætt
við, að láheyrendur verði fyrir
vonbrigðum .Hlj ómsveit Reykj a-
víkur, sem stendur að þessari
sýningu, hefir þó ekki brent sig
á þessu. Margir starfskraftar eru
nýir, bæði í hljómsveit og á
leiksviði, og víðast hvar til bóta.
Dr. Victor von Úrbantschitsch,
hinn nýi stjórnandi hljómsveit-
arinnar, liefir gert raddfærsluna
óbrotnari og viðráðanlegri og
leiðir hann hljómsveitina þann-
ig, að hún dregur ekki um of
athyglina frá söngnum og leik-
sviðinu að sjálfri sér og stjórn-
anda sínum, eins og áður var,
og þannig á vitanlega undirleik.
ur að vera. Á leiksviðinu liafa
þær breytingar orðið til bóta, að
dansarnir eru léttari og betri en
áður, en nýir kraftar hafa kom-
ið fram, eins og Sigrún Magnús-
dóttir, sem leikur Hönnu heima-
sælu. Hún nýtur sín vel í óper-
ettum, því söngröddin er all-
mikil og leikurinn léttur og
kvikur. Pétur Jónsson óperu-
söngvari hefir á hendi hlutverk
Schobers greifa, sem Ragnar
Kvaran lék áður. Að óperu-
söngvaranum og hinum að-
sópsmikla og fjöruga leikara al-
veg ólöstuðum, læt eg alveg ó-
sagt um það, hvort söngleikur-
inn hefir grætt á skiptunum.
Hin volduga het j urödd Péturs ber
ofurliði söng samleikara hans,
jafnvel þegar margir syngja,
og auli þess er liún ekki fallin
fyrir hin ljúfu og þýðu sönglög
Scliubert. sbr. meðferð hans á
laginu „Eg greypa vildi á hverja
græna björk“. Hetjurödd Pét-
urs á heima í veigamiklum ó-
peruhlutverkum. Væntanlega
beitir Tónlistarfélagið sér fyrir
því, að sýnd verði hér ópera, t.
d. „Bajazzo“, svo þessi vinsæli
og glæsilegi söngmaður fái not_
ið sín til fulls. —- Hinsvegar
nýtur hin ljóðræna tenórrödd
Kristjáns Kristjánssonar söngv.
ara sín vel i Schubertslögunum,
og var söngur hans með ágæt-
um í laginu „Fjn-st, er þig leit
P LÚOUÍk SíQUtjlÍBSSÍB
kennari frá LaxamýrL
eg, fagra mær,“ sem höf. óper-
unnar hefir tvinnað saman úr
temanu í 1. kafla píanósónöt-
unnar í a-dúr og Moment musi-
cal í as-dúr.
Sigurður Markan hafði hlut-
verk Vogl óperusöngvara og
Nína Sveinsdóttir hlutverk
Grísi, ítalskrar óperusöngkonu.
Þegar á það er litið, að Vogl var
einhver besti söngmaður Ev-
rópu á sínum tíma og Grisi á að
vera „stjarna“, þá liggur í aug-
um uppi, að erfitt sé að finna
þá krafta í þessi hlutverk, að
söngur þeirra beri af og verði
eins og vænta má af öðrum eins
snillingum, ekki sist þegar búið
er að skipa.bestu söngkröftun-
um, sem völ var á, í önnur hlut-
verk. Áheyrendur urðu þvi að
taka ímyndunaraflið sér til
hjálpar, til þess að verða hrifn-
ir af sérhverju hljóði, er fram-
gekk úr þeirra munni. En hvað,
sem þessu liður, þá gerðu þau
Sigurður og Nína hlutverkum
sínum góð skil, eftir efnum og
ástæðum. Gunnar Möller og
Arnór Halldórsson eru góð-
kunnir söng- og leiklrraftar,
sem héldu vel á hlutverkum sín_
um, og sama er að segja um
Láru Magnúsdóttur, Hönnu
Guðjónsdóttur og Helgu Weis-
chappel. Eg verð sérstaklega að
minnast á Gest Pálsson, sem lék
Tschöll hirðglermeistara, enda
l>ótt lítil liafi reynt á söngrödd-
ina, því hann hafði mikið og
spaugilegt lilutverk á hendi,
sem liann fór þannig með, að
vakti óblandna ánægju lijá á-
liorfendum.
Eg Ieiði hjá mér að dæma um
leiklistina, enda tel eg mig ekki
til þess færan. Höf. óperettunn-
ar hafa gert Schubert að upp-
burðarlitlum manni — rolu, —
sem er svo aumur, að hann
missir málið, „ef pils er ná-
lægt“. En þessi mynd af hinum
fræga tónsnillingi er ekki alls-
kostar rétt, því hann var lífs-
glaður unglingur að visu draum-
lyndur og óframgjarn, en þó
hrókur alls fagnaðar innan um
vini sína, og einmitt sá maður-
inn i þeim vinahóp, sem sýndur
er í leiknum, sem alt snerist um,
og þegar Scliubert var búinn að
fá sér svolítið í kollinn, þá kom
það fyrir að hann spilaði „Erl-
könig“ eða „Álfakónginn“ á
hárgreiðu fyrir vini sína, því
hann var gamansamur.
Leikstjórnina hafði Haraldur
Björnsson á hendi, sefn einriig
hafði smáhlutverk í leiknum, og
hygg eg að vel hafi tékist.
B. Á.
Fæddur 6. jan. 1871.
Dáinn 28. des. 1938-
Örlögin völdu skammdegis-
nóttina til að kalla Lúðvík Sig-
urjónsson til ljóssins landa, en
hann var fyrst og fremst bam
Ijóssins og ljúfmennskunnar.
Samstilling vísinda og virkra
handa var það áfl, sem hams
vildi láta þjóð sina nata til auk-
ins þroska og menningar. Hið
góða átti að sigra hið illa og
sjálfur gaf hann golt fordæmi i
þeim efnum, ekki að eins i orði
með fræðimensku sinní, Iieldui:
og með eigin breytni. Hann; varr
fríður maður og hinn höfðíng-
legasti á velli, hafðí fagra fram-
komu og viðmót. GÓðar gáfní;
og djúp þekking marlcaði skoð-
anir hans. Tonhstarnæmur var
hann mjög og mikill aðdáandi
þeirrar listar. Hann var manna
glaðastur i glöðum lióp, en eiim-
ig sannur þátttakandi í sorgnm
annara og áhyggjum.
Lúðvík var sonur hjónannæ
Sigurjóns, óðalsbónda og dbrm.
Jóhannssonar á Laxamýri og
Snjólaugar Þorvaldsdóttur frá
Krossum. Hann var eitt 13 syst-
kina, auk tveggja fóstursyst-
kina. Þektast þeirra varð skáld-
íð Jóhann Sigurjónsson.
Vorið 1893 lauk Lúðvik stúd-
entsprófi við Latínuskólann
nxeð góðri einkunn. Bar þegar
mest á liæfileikum hans í stærð-
fræði, enda varð sú fræðigreia
höfuðviðfangsefni lians sen®
kennara. Hann var rnanna fróð-
astur í stjörnufræði og eyddi
flestum tómstundum sínum til
þess að auka þá þekkingu, bæði
nxeð lestri vísindarita og sjálf-
stæðum rannsóknum. Stunda-
kenslu lxöf Lúðvík á Akureyri
og kendi þar jafnfamt við Gagtt-
fræðaskólánn. Noklcuð fékst
lxann auk þess við verslim og;
útgerð. Árið 1927 fluttist hann
búferlum til Reykjavikur og
tók að kenna við Verslunarskóla
Islands og um skeið við Vél-
stjóraskólann. ‘Einkakenslu
liafði hann og á höndum öIIuhxí
stundum.
Lífsstarf sitt rækti Lúðvlk
með óbilandi alúð og áliuga, og
nxai-gir nxunu þeir nemendur
vera, sem trega lrinn ágæta læri-
föður, er þeinx berst andláísr
fregn lians. I liuga þeírra er
hann og verður glæsimennið
luigværa — „spekinguriixn’ með
barnshjartað“, eins og sagt fief-
ir verið um annan mæian manrr.
Árið 1896 kvæntist Ixann Mar-
gréti Stefánsdóttur Thorarensen.
frá Lönguhlið i Hcirgárdaf, en
hún andaðist árið 1935. EignuS-
ust þau 5 börn. Eitt þeirra dó
ungt og son sinn, lxinn efnileg-
asta íxxann, mistu þau 21 árs
gamlan. Þrjár dætur lifa for-
eldx-a sina, Hulda, gift í Reykja-
vík, Rósa, verslunarnxær, og
Snjólaug, kenslukona.
I dag fara jai’ðneskar Ieifar
Lúðvíks Sigui’jónssonar áleiðis
til Kaupmannahafnar til bálfar-
ar. En andi hans fór yfir úl-
liafið nxikla, er áðskilur íii.ögt