Vísir - 09.01.1939, Blaðsíða 3

Vísir - 09.01.1939, Blaðsíða 3
VtSIR 10,000 króna verðlaun til efling- ar dansks og íslensks iðnaðar. Þátttakendui* í veFðlanna- keppninni skili verkefnum sínum 31. des. 1939« Eins og getið var um hér fyrir nokkru í blaðinu hefir dansk- ur verkfræðingur að nafni Frants Alling, sem nú er búsettur í Frönsku Marokko, gefið 10 þús. krónur til ráðstöfunar fyrir f jöllistaháskólann danska, en upphæð þessari á að verja til verðlauna og hefir verkfræðingurinn sett fyrir því nánari skil- yrði, sem hér fara á eftir: „Verðlaunin skal veita fyrir uppfindingu á tæki (eða neysluefni) vél eða vélarhluta, sem auðvelt er að fram- leiða í Danmörku eða á íslandi en með lýsingunni skal fylgja útreikningur yfir framleiðsluna og greinargerð um möguleikana á sölu bæði heima fjTÍr og erlendis. Það er skilyrði að tæki þetta hafi ekki áður verið fram- leitt eða selt á markaði, og það er æskilegt að tilraunir hafi verið gerðar frá hendi keppandans um smíði hlutarins. ’ Aðaltilgangur verðlaunanna er að fá fram greinargóðar tillögur um tæki, sem henta til að efla danskan eða ís- lenskan iðnað og útflutning í því sambandi. Allir íslenskir og danskir þegnar geta tekið þátt í keppn- inni en lausnir á að senda til „Fjöllistaháskólans í Kaup- mannahöfn“ (Den polytekniske Læreanstalt) fyrir 31. des. 1939,“ — Fránts Aíting verkfræðiiigur naut kenslu við Fjöllistaháskól- an í Kaupmannaliöfn og vill nú þakka kensluna með þeirri verð- launafjárhæð, sem hann nú hef- ir gefið. Hann er Jóti að ætt, fæddur í Nibe 7. sept. 1874 og er kaupmanns sonur. Er hann hafði lokið námi fékst hann fyrst við verslun, en hvarf frá því að nýju og lióf nám í verk- fræði, að því námi loknu fór liann til Ameríku og fékst þar við járniðnað, einkanlega við hyggingu „skýkljúfa“ og brúa. Frants Alling kom heim til Danmerkur árið 1905; kom liann fram með ýmsar verk- fræðilegar nýjungar, sem áður voru þar óþektar, t. d. miðstöðv- arhitun með lofti og riotkun þrýstilofts i sambandi við flytj- anleg verkfæri. Árið 1905 stofn- aði hann eigin verksmiðju i Kaupmannahöfn, og fékst aðal- lega við framleiðslu miðstöðva, en auk þess ýmsra loftþrýsti- tækja og var það fyrsta sérversl- un á því sviði á Norðurlöridum. Á þessu sviði hefir Frants Alling komið fram með fjölda nýjunga í samandi við járniðnaðinn og þrýstiioftsnotkun, m. a. við járnbenta steinsteypu. í 25 ár hefir Frants Allmg gefið út hlaðið „Pneumatisk Journal“ og er það elsta blað, sem fjallar um þrýstiloftsnotk- un, sem gefið er út í Evrópu. Árið 1922 dró Frants Alling sig í hlé frá störfum og stafaði það af lieilsubilun, en síðan hefir hann aðallcga ferðast víða um lieim. Einkum hefir Frants Alling hrifist af Frakldandi og frönskum lifnaðarháttum, enda hjó hann þar í mörg ár, en flutt- ist síðan til frönsku Marokkó. Hánn hefir þó altaf lialdið ó- rjúfandi trygð við Danmörku og Norðurlönd, eins og verð- launagjöf Iians sýnir m. a. Verð- laun þessi, sem kallast „Faco- prisen“, eiga að efla norrænan iðnað og athafnalíf. Lingiaden. Svíar undirbúa nú af kappi Lingiaden, sem halda á í Stokk- hólmi að sumri. Fresturinn til að tilkynna þátttöku sína var út- runninn þ. 15. desember og höfðu þá 2646 manns tilkynt þátttöku. Ýmsítr fréttir af Akranesi. Á nýársdag liélt sóknarprest- urinn, sira Þorsteinn Briem, há- tíðlega og hugðnæma sjómanna- guðsþjónustu í kirkjunni hér á Akranesi, að viðstöddu fjöl- menni. Þetla er gömul venja hér og góður siður, að menn hafa með sér sameiginlega guð- ræknisstund og hænaliald rétt áður en vertíðin lrefst. En ver- tíð byrjar hér strax eftir nýár, og er erfið sjósókn héðan og á- hættusöm, eins og svo víða ann- arsstaðar á landinu. Héðan verða gerðir út 22 bát- ar á þessari vertíð, 20—40 smá- , lestir, og munu 18 þeirra hafa verið tilbúnir til veiða í vertíðar- ^ byrjun, en hina 4 er verið að j búa út. Gæftir liafa verið góðar þessa fyrstu viku vertíðarinnar. Fyrsti róðurinn var farinn á þriðju- dagskvöld, 3. janúar, og voru farnir fjórir róðrar í vikunni. Hefir afli yfirleitt verið góður á bátana, er jafnvel talinn tals- vert meiri, en um sama leyti undanfarin ár. Mestur 7—8 þús. kg. á bát i róðri. í kvöld (laug- ardag) gaf ekki á sjó. Úr fyrstu tveim róðrunum var saltað nokkuð af aflanum, en annars hefir fiskurinn verið seldur togurum, sem fara með liann til Englands. Linuveiðarinn Ólafur Bjarna- son fór á veiðar þriðja jóladag. Hann kom inn hlaðinn 5. jan. og vai-ð að láta eitthvað af afl- arium hér á land, en fór síðan til Englands með um 1500 körf- ur fiskjar. Bv. Sindri sem nú er eign Akurnesinga, kom inn á þrett- ánda dag jóla með lítinn afla, en tók fisk af bátum hér og fór samdægurs til Englands með um 70 smálestir. I haust og fram í desember- mánuð, stunduðu bátar héðan síldveiðar. Af aflanum voru sallaðar um 6500 tunnur, en um 7000 mál voru brædd í hinni nýju síldar- og fismjölsverk- *r w . #.. smiðju. . A. Yertíðinni vinnur verksmiðjan úr fiskúrganginum og lifrinni jafnóðum og á land berst. Ýmsar samkomur og skemt- anir hafa verið haldnar hér um jólin, — en þó alt í hófi, og er jafnvel minna um slíkt hér, en víða annarsstaðar, þó að kaup- túnið sé orðið mannmargt, — en hér munu nú vera um 1800 íbúar. Á þriðja í jólum var hið ár- lega „jólaball“, sem samkomu- húss-eigendurnir standa fyrir, fyrst fyrir börn, og síðan full- orðna fólkið. En á gamlárskvöld liélt knatt- spyrnufélagið „Kári“, sem er fjölment íþróttafélag, ársliátið sína, — íburðarmikla og glæsi- lega kvöldskemtun, sem lauk með dansleik, er stóð fram und- ir morgun. Skemtiafriði voru mörg og hvert öðru betra, sam- komuhúsið mjög smekklega skreytt og samkoman í heild sinni íþróttafólkinu til liins mesta sóma. Og á annan í nýári bauð „Kári“ öllum börnunum í kauptúninu til samskonar skemtunar. Loks efndi Kvenfélagið til gamalmennaskemtunar á Þrett- ándakvöld og bauð þangað hátt á annað hundrað gestum. Yar fyrst sest að kaffidrykkju og veitt rausnarlega. Þá flutti séra Þorsteinn Briem snjalla og fagra ræðu, en kirkjuorganist- inn og kórfélagar stóðu fjTÍr sálmasöng. Fóru síðan fram ýms skemtiatriði, svo sem upp- lestur, samspil á fiðlu og orgel, karlakórsöngur og gamanvísur. En „glansnúmer“ á skemtunum hér um þessar mundir er fall- egur drenghnokki, tólf ár'a gam- all, sem syngur gamanvísur, ó- klökkur og með karlmannleg- um tilburðum, sprenghlægileg- um. Að afloknum skemtiatrið- um fór gamla fóíkið að spila á spil, og slóu ýinsir þéttingsfast í borðið, en aðrir, þeir, sem sporléttari voru, stigu dans við glymjandi „drag-gargan“-mú- sik, langt frarn yfir miðnætti. Nefna má af óorðnum lilut- um, sem um er vitað, að ein- hvernlima á næstunni er hingað von á þeim glaða bónda, Har- aldi leikara Sigurðssyni, sem lofað hefir að leika með leik- flokki hér „Húrra, krakki“. — Menn standa alveg á öndinni. Og mér liggur við að halda, að þess sé heitt óskað, að Reykvík- Ársreikningur Búnaðar- banka Islands fyrir 1938 var kominn prentaður í hendur viðskiptamanna hans hinn 3. janúar, eða tveim dögum efl- ir áramót. Er þetta skjótleika- met á íslenskan mælikvarða um opinbera skýrslugerð, og þótt víðar væri leitað. Skuldlaus eign bankans er talin kr. 8.375.456.78, er það þrír aðalsjóðir bankans, Rækt- unarsjóður, Byggingarsjóður og Viðlagasjóður. Eign spari- sjóðsdeildar, sem i þessu er einnig talin, er kr. 466.831.11. Innstæða i sparisjóðsdeild er lcr. 3.029.546.12, og innstæða í hlaupareikningi er kr. 1.564.- 334.89. Sýnir þetta, að bank- inn liefir talsverð lilaupandi viðskifti auk liinna föstu lána til landbúnaðarins. Ekki byrjar giftusamlega starf Verðlagsnefndar. For- maður liennar virðist hafa einkennilegan skilning á hlut- verki sínu, því að nú hefir liann gefið Alþýðublaðinu mjög hlut- drægar upplýsingar af starfi nefndarinnar, til þéss að geta svívirt heildverslanir bæjarins. Verðlagsnefndinni er nanðsyn- legt að slcapa sér traust og ná góðri samvinnu við verslunar- stéttina. En það næst aðeins með sanngirni og hlutdrægnis- lausu starfi. Framkoma formanns Verð- lagsnefndarinnar er þann veg, að það er óviðeigandi og ó- heppilegt, að láta hann vera áfram i nefndinni. I formanns- stöðuna á að skipa mann, sem þektur er að drengskap og ingar rígbindi liann ekki svo i „Fornum dygðum“, að við verð- um fýrir vonbrigðum, hér upp- fi'á. Og loks á að stofna hér bland- aðan kór á morgun, með um 30 þátttakendum. Akranesi, 7. jan. 1939. Th. Á. sanngirni, og aliir geía boriS traust til. Nefndin verður ein,- skis trausts aðnjótandi me'5 núverandi formanni. Alþýðubalðið sagðí, í árásar- greininni um heildverslanir í sambandi við Verðlagsnefnd- ina, að það sé sannað, að öll dýrtíðin í landinu sé heild- verslunum bæjarins að kenna. Sumum þætti nú sanngjarrif, að blaðið væri látið bera þær sannanir fram fyrir rétti. Þeg- ar sú sönnun er fengin, ætti að vera auðvelt að lækna dýr- tiðina í landinu. Samkv. bráðabirgða skýrsj- um er inn- og útflutningur sei« hér segir, á árinu 1938: Innflutt ... kr. 49.102.020 Útflutt .... — 57.752.170 Verslunarjöfnuðurinn er þyí hagstæður um 8.6 mílj. króna., Til þess að ná fullum greiðslu- jöfnuði við útlönd á árinu þayf útflutningur að vera 11—12 miljónum hærri en innflutn- irigur. Á siðastliðnu ári hefir því að líkindum bæst 2ý2 mil- jón við þær lausaskuldir, sepa landsmenn eiga að standa skil á til útlanda. Enginn veit hve miklar þær skuldir eru. Lík- lega 8—10 miljónir króna. Um þessar sknldir d að semjá nú þegar, áður cn það verður of seint. Hversu lengi d að sofa og bíða? Gjaldeyrisnefnd hefir lokið úthlutun aðeins í tveimur að- alflokkum, kornvöru og ný- lenduvöru. Sagt er að öðrum flokkum verði lokið strax og niðurstaða hefir fengist um það, hversu mikið nnmi verða selt héðan af vörum til Þýska- Iands og Italiu, svo að Ivægt sé að miða vörufeaup við það frá þessum löndum. Útlilulun fer fram í flestum flokkum fyrir 6 mánuði i eiriu, þannig áð tvær úthlutanir verða á árinu. Landsmönnum væri mikilí gieiði gerður með því, að sem minst af vörukaupum liéðan sé bundin við einstök Iönd, heldur leyft að kaupa þar sem hagkvæmast er. Að minsta kosti ætti ekki að binda inn- flutninginn við ákveðin Iönd, nema clearing-samningar geri slikt óhjákvæinilegt. Morðin á Codreanu og fylgis- mönnum hans. Niðurl. Allir flokkar voru leystir upp. Ef nánar var að gáð mátti sjá að, að svo miklu leyti, sem í stjórninni voru fulltrúar stjórn- málaflokkanna, þá voru það nær eingöngu meðlimir frjáls- lynda flokksins, einmitt þess flokks, sem mesta sök átti á á- standinu eins og það var nú orðið i landinu. Hverjir voru þá eftir sem stjórnarandstæðingar? Hinn þjóðernissinnaði bænda- flokkur undir forustu Maniu var fyrir löngu orðinn máttlaus og þýðingarlaus. Og skömmu eftir þjóðaratkv.- gi'eiðsluna andaðist Goga og kom það sér einkar vel fyrir stjórnina. Þá var ekki um ann- an að ræða en Codreanu. Barátta stjórnarinnar, sem fyrst í stað átti að útrýma öll- um flokkum, snérist brátl upp í það eitt, að útrýma Járnliðinu og allar færar leiðir voru farn- ar til að ná þessu takmarki. Þetta er að vísu ofurskiljanlegt, því að sigur þessa flokks, með Codreanu sem foringja, hefði leitt til gjörbyltinga í þjóðlífi Rúmeníu. Enn greinilegar kem- ur þetta í Ijós þegar maður veit að i ráðuneyti yfirbiskupsiris áttu sæti allir. fyrverandi for- sætisráðherrar Rúmeníu, sem þá voru á lífi, nema Goga; öll gamla Rúmenía liáði þannig bai'áttu fyrir tilveru sinni. í áratug liafði tiltölulega fá- mennri stétt tekist að stjórna landinu eftir sínum geðþótta með skipulagi, sem að rnörgu leyti líktist skipulagi lýðræðis- ííkjanna í Vestur-Evrópu. Þessi slétt naut þeirra sérréttinda, sem fólust í því að stjórna land- inu án þess þó að takast að leiða þjóðina og vinna hana til fylgis við sig. Hreyfingar, sem liöfðu komið upp í Vestur-Ev- rópu og skilið þar eftir óafmá- anleg spor, virtust ætla að fara fram hjá Rúmeníu. En þá kom Codreanu og vildi umbylta þjóðlífinu' og fyrsta skiiyrðið fyrir því að það tækist, var auð- vitað að þessi fámenna stétt og hennar stjórn hyrfi burt úr stjórnmálalífinu. Hingað til Iiafði tekist að stemma stigu fyrir öllum þvilíkum umbóta- mönnum, eins og t. d. fyrir Heimsstyrjöldina Carp og eftir hana Maniu, en enginn hafði verið svo hættulegur sem Cod- reanu. Að hann var svo hættu- legur stafaði af því live liann og skoðanir lians áttu sér djúpar rætur meðal rúmensku þjóðar- innar og að hann var svo að segja á ölduhrygg hreyfingar, sem fór sigurför um stór svæði Evrópu. Þetta átti brátt eftir að koma enn betur í ljós. Þessi hættulegi maður hafði, þrátt fyrir það, að fylgi við liann væri lífshætta, og e. t. v. vegna þess, safnað um sig miklum hluta rúmensku æskunnar. Meðal bændanna, stúdentanna, embættismanna hins opinhera og jafnvel meðal liðsforingjanna í liernum átti hann fjölda trygga fylgismenn. Væru þeir dregnir fyrir rétt stóðu þeir hugrakkir og létu engan bilbúg á sér finna. Væru þeir dæmdir komu nýir í þeirra stað. Hundruð og þúsundir for- ingja flokksins og undirforingja voru fangelsaðir. Sjálfur foring- inn Codreanu var ákærður fyrir landráð og sendur í þrælkunar- vinnu í saltnámu. Hann lýsti fölsk þau skjöl, sem hann var dæmdur eftir. En með því að setja liann niður í saltnámu ,vonaði“ stjórnin augsýnilega að losna við hann á þægilegan liátt og áður en langt um liði, því liann var mjög brjóstveilcur og var búist við að liann mundi ekki lialda lengi lífi undir þeim kringumstæðum, sem í nám- unni voru. Þrátt fyrir þessar stöðugu of- sóknir lifði hugsjónin og hreyf- ing Codreanu áfram og trej’sli statt og stöðugt á sigur. Að vísu komst friður á um tíma vegna þess að álitið var að fangarnir væru liafðir i gislingum og að í livert skifti, sem eitthvað væri gert gegn stjórninni, bitnaði það á þeim í verri meðferð. En þetta hlé varð ekki langt og þá byrjaði aftur áróðurs- starfsemin og mörg tilræði voru gerð án þess að tekið væri nokk- uð tillit til örlaga þeirra, sem í fangelsunum sátu. En þetta lief- ir sennilega flýtt mjög fyrir þeim endalokum, sem komu. I lok þess árs, sem Codreanu virð- ist ætla að lála liinar glæstu vonir sínar rætast, er hann skot- inn varnarlaus „á flótta“ og með honum nánustu samverka- menn hans. Ef liann liefir, eins og stjómin heldur frám, gefið merkið úr fangelsinu til að hefja baráttuna á ný, þá hlaut hann að verða að gera ráð fyrir þessum endalokum. Þá hefir hann af frjálsum vilja fórnað sér'fyrir hugsjónina,sem honum var ofar öllu. En það breytir erigu með tilliti til þess livernig þessi morð voru framin. Ilvað tekur nú við? nnuiu margir spyrja. Örlagaríkt ár í sögu Rúmeniu er á enda. Felur hið nýja ár nýjan ófrið og nýja baráttu í skauti sínu? Codreanu er að vísu ekki lengur í tölu hinna lifandi, en liugsjónin um endurnýjun þjóðlífsins í Rú- meníu er ekki dauð. Það er erf- itt að segja um það, hvort hún eignast nýja menn, sem vilja laka upp baráttuna eftir þær blóðfórnir, sem færðar voru um mánaðamótin nóv.—des. Og það er enn efiðara að segja um um það fyrir þá, er skoða þessa atburði utan frá. Ef til vill risa upp nýir og óþektir menn úr Járnliðinu og halda áfram, þar sem Codreano varð að Tiættæ Ef til vill er stjórnin þegar bú- in að sigra og hefir veitt hinni ungu þjóðernissinnuðu hreyf- ingu dauðahöggið. Sennilega væri það PyiThusarsigur; það er tæplega hugsanlegt, að Iireyf- ing sú, sem Codreanu skapaði, sé algerlcga dáuð, Maður freistast líl að Iiugsa sem svo að einhverntíma komi að þvi, að sú æska seni -fylgdfi þessari lireyfingu hljóti, ineS hinu óþrjótandi þreki sinu og miklu fómfýsi, að yínna eitt- hvað jákvætt fyrir landið. Erit verður hún nokkurntíma reiðn- búin til þess að rétta þeim, sem létu rnyrða foringja hennar að næturlagi í dimmum skógi viS Bukarest, sáttahöndina yfir gröf foringjans? Það er tæplega hugsanlegt. Miklu frekar er það hugsanlegt, að hreinsunareldur byltingarinriar eigi eftir að fara yfir Rúmeníu og lieldur fyr en seirina. devoleb-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.