Vísir - 28.01.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 28.01.1939, Blaðsíða 2
VlSIR 7 Hrnn allrar siðmenningar yfirvofandi, ef Chamberlain tekst ekki að afstýra ófrifli. Bpetap og Fpakkap óttast ad Rússap sitji hjá, ef til stypjaldap kemm*, EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Horfurnar í alþjóðamálum eru mjög alvarlegar — svo alvarlegar, að fullyrða má, að þær hafi vart verið ískyggilegri um mörg undanfarin ár, nema þegar útlit var allra svartast síðastliðið haust. Menn bíða með mikilli óþreyju og eftirvæntingu um allan heim eftir að fá vitneskju um hvað helstu menn þjóðanna hafa að segja í ræðum sínum næstu daga. Þeir flytja ræður á næstunni Chamberlain, Hitler og Musso- lini. Daladier og Bonnet hafa haldið ræður og lýst yfir, að Frakkar muni verja lönd sín fyrir ítölum, ef þeir freisti að sölsa þau undir sig. Samvinna Breta og Frakka er traustari en nokkuru sinni. Aldrei hefir breskum og frönskum stjórnmáiamönnum verið ljós- ara en nú, að Frakkar og Bretar verða að standa saman. Ræður þær, sem þeir hafa flutt Sir Samuel Hoare og Sir Kingsley Wood, eru í rauninni aðvaranir til einræð- isríkjanna. Boðskapur þeirra er: Vér höfum vígbúist svo vel, að það er miklu meiri áhætta en einræðisherr- ana grunar, að ráðast á okkur. Þeir Samúel Hoare og Sir Kingsley Wood hafa verið eins konar fyrirrennarar Chamberlains. UM HVAÐ TALAR CHAMBERLAIN ? Chamberlain lagði af stað frá London í gær áleiðis til Birm- | ingham, þar sem hann flytur ræðu þá, sem menn bíða eftir | með svo mikilli eftirvæntingu kl. 9.30 í kvöld (kl. 8.30 ísl tími). Að því er United Press hefir fregnað mun Chamberlain verða mjög ákveðinn gagnvart einræðisríkjunum. Hann talar í sama anda og Sir Samuel Hoare — flytur að minsta kosti sama boðskap. Chamberlain mun tilkynna einræðis- herrunum svo greinilega, að þeir muni ekki þurfa að vera í neinum vafa, að Bretar ætli ekki að slaka til vegna hót- ana um áð beita ofbeldi. Morgunblöðin leggja mikla áherslu á, hversu mikilvægt það sé, að Chamberlain flytji ræðu sína nú. Daily Tele- graph segir, að örlög Evrópu séu undir því komin, sem Chamberlain og Hitler hafa að segja í ræðum sínum. Það má jafnvel vera, segir blaðið, að framtíð siðmenningarinn- ar í öllum heiminum sé undir því komin, hvaða boðskap þeir hafa að flytja heiminum. VERÐA RÚSSAR HLUTLAUSIR? Stjórnmálamenn Evrópu gefa nú nánar gætur að Rússum. Spurningin sem nú er á allra vörum er þetta: Verða Rússar hlutlausir í næstu styrjöld? Það eru Frakkar og Bretar, sem hafa mestar áhyggjur af þessu, og það kemur nú fram sú skoð- un, að það hafi verið óhyggilegt af Bretum, að koma fram við Rússa þann veg, sem þeir hafa gert, því þeir hafa heldur fælt þá frá sér en hitt, og hafnað samvinnu við þá í alþjóðamálum. Á þessu hafa ýmsir breskir stjórnmálamenn stöðugt vakið athygli, en stjórnin kaus heldur að reyna að koma á bresk-þýskri sam- vinnu. Bretar óttast afleiðngar þess, ef til styrjaldar kæmi, að Rússar sæti hjá. VIÐSKIFTASAMNINGAR RÚSSA OG ÞJÓÐVERJA. Rússar og Þjóðverjar eru í þann veginn að hefja samninga- umleitanir um viðskiftamál, og það er vegna þess að ótti hefir kviknað um, að afleiðing viðskiftasamkomulagsumleitananna verði sá, að Rússar taki ekki þátt í styrjöld í Vestur-Evrópu. Ef til styrjaldar kæmi út af Spáni gæti Hiler — ef Rússar sæti hjá — notað tækifærið til þess að beita mestöllum herafla landsins á vesturlandamærunum. Vegna þessarar hættu, segja breskir og franskir stjórnmála- menn nú, er brýn nauðsvn, að breyta um stefnu gagnvart Rúss- um þegar í stað. AFSTAÐA PÓLVERJA ER MIKILVÆG, EF TIL STYRJALDAR IŒMUR. Það er augljóst af einkaskeyti því, sem Vísir birtir í dag að stjórnmálamenn Breta og Frakka hafa áhyggjur af þvi, að þeir eiga sér ekki vísan stuðning Rússa eins og fyrir heimsstyrjöld- ina 1914. Og ef til vill er hitt engu síður ískyggilegra fvrir þá, að þeir geta heldur ekki treyst því, að þeir hafi Pólverja með sér. Með missi Tékkóslóvakíu eru áhrif Frakka að mestu þrotin í þessum hluta álfunnar. Þólverjar, Tékkar og allar þjóðirnar í suðausturhluta álfunnar hafa heyg af Þjóðvérjum, og þora raun- verulega ekki annað en sitja og standa eins og þeir vilja. Vegna Spiánarstyrjaldarinnar kantt Hitler að taka nýja stefnu — ving- ast við nágrannana fyrir auslan sig í hili. Ef Pólland og Rúss- land verða lilutlaus í striði verður aðstaða Rrela og Frakka önn- ur og verri en í heimsstyrjöldinni, þar sem einnig kann að verða við Japani að eiga. En stuðning Bandaríkjanna eiga Bret- ar og Frakkar vísan, að því er fullyrt er. Myndin hér að ofan er tekin af Joseph Beck, utanríkismála- ráðherra Póllands, er liann kom í heimsókn sína til Bergliof til þess að ræða við Hitler fyrir nokkuru en nú nýlega fór von Ribbentrop til Varsjá og ræddi við Póllandsfoi’seta og Beck. — 7ÍSI ÐAGBLAÐ Útgefandi: BLABAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Barcelona. VIÐ íslendingar erum í raun- inni engri þjóð háðari en Spánverjum, ef miðað er við sölu á aðalframleiðsluvöru okk- ar saltfiskinum, og skyldu menn því ætla, að noklcurar varúðar bæri að gæta í umræðum og fréttaburði í sambandi við þau tíðindi, sem nú eru að gerast á Spáni. Þvil fer svo f jarri, að var- úðar sé gætt í umræðunum um Spánannálin, að það gengur hneyksli næst og verður að telj- ast gersamlega ábyrgðarlaust at- hæfi frá hendi stjórnarvaldanna að hafa ekki sinnu á að hlutast til um að vísvitandi ósannindi séu ekki á borð borin fyrir ís- lensku þjóðina, þegar skýrt er frá þessum málum. Allur almenningur fylgist vel með þeiin atburðum, sem eru að gerast á Spáni og harmar það, að slik bræðravíg slculi geta átt sér stað á 20. öldinni í gömlu menningarríki, en sam- úð eða andúð einstaklinganna á þeim deiluaðilum, sem þar heyja stríð, á hvorki að móta fréttaburð íslenskra blaða né ríkisútvarpsins, sem illu heilli virðist taka lireina og f jandsám- lega afstöðu gagnvart öðrum að- ilanum í Spánarstyrjöldinni. Fréttir útvarpsins af styrjöld- inni eru með þeim hætti, að li-tt er við unandi og má því til sönn- unar nefna, að síðustu kvöld hefir það flutt hryllilegar lýs- ingar, emhliða og ekki réttar, af þvi atferli, sem talið er að her- sveitir Francos hafi viðhaft. Út- varpið hefir m. a. lýst þvi mjög vandlega, að skotið liafi verið á flóttamenn á vegunum frá Barcelona að frönsku landa- mærunum, — að flugvélar Francos hafi lækkað flugið bara til þess að drepa varnarlausar konur og börn, — og mörgum orðum farið um grimd þeirra og morðfýsn. Hinsvegar er aldrei rætt um neitt það í út- varpinu, sem unnið hefir ver- ið til bóta á Spáni í‘ þeim hlut- um ríkisins, sem Franco hefir á sinu valdi og frásagnir um gang styrjaldarinnar mjög ó- fullkomnar og ófullnægjandi að öðru leyti. Hvernig stendur á því, að erlendar fréttastofur geta aldrei þess í skeytum sín- um,hver hryðjuverk hafa unnin verið, en leitast við að skýra hlutdrægnislaust frá rás við- burðanna ? Hvernig stendur á því að erlendar útvarpsstöðvar lýsa yfirleitt ekki hryllingum ó- friðarins, heldur helstu atburð- um styrjaldarinnar? Hvernig stendur á því að íslenska útvarp- ið lýsir aðallega hryllingum ó- friðarins, sem byggist á vafa- sömum frásögnum, en ekki at- burðum ? Ef dæma ætti eingöngu eftir frétlaburði útvarpsins verður niðurstaðan sú, að hersveitir Francos séu eingöngu glæpa- menn, sem svali morðfýsn sinni með því að myrða varnarlausar konur og börn, en hersveilir Barcelonast j órnarinnar skipi eingöngu píslarvottar, fullir mannúðar og réttlætis, sem sagt fréttaburðurinn er nákvæmlega í anda Þjóðviljans og Friðar- vinafélagsins. Slíkur fréttaburð- ur er til skammar og hentar síst íslensku þjóðinni eins og sakir standa nú. Fyrir nokkru skrifaði forsæt- isráðherrann blöðunum og fór þess á leit við þau, að engin ofsamenska væri í frammi liöfð í ummælum þeirra um er- lendar þjóðir, og lýsti yfir því að þau myndu verða látin sæta ábyrgð, ef út af væri brugðið. Næstu daga á eftir að bréfið var skrifað, lék Þjóðviljinn sér að þvi að svívirða helstu stjórn- málamenn allra þeirra þjóða, sem íslendingar eru frekast báð- ir, og þeim hætti hefir blaðið haldið uppi til þessa, óátalið af framsóknarklíkunni, sem að völdum situr. Þetta er óviðunandi ástand og bletlur á íslensku þjóðlífi. Þess verður að krefjast að blöðin og útvarpið ræði alþjóðamál á þeim grundvelli, sem siðuðum mönnum sæmir, en geri sér ekki leik að þvi að verða þjóðinni til vansæmdar og tjóns, þegar miklir hagsmunir eru í húfi. Ægileot slys iiefði getað orðið hér i grer. í gær kviknaði í veghefli nið- ur við bensínafgreiðslu Shell í Lækjargötu. Var verið að setja bensín á hefilinn, en geymirinn, sem er beint yfir vélinni, var fyltur um of, svo að úr honum flaut á vélina sjálfa. Kviknaði í bensíninu og brunnu allar leiðslur og sviðn- aði auk þess hús ökumannsins. Slökkviíiðið var þegar kvatt á vettvang og slökti það eldinn með handslökkvitækjum. Hið ægilegasta slys hefði get- að orðið þarna, ef ekki hefði tekist að ýta vegheflinum á brott frá geymunum til að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist í þá. Nýtt tímarit: „Frjáls verslun“. í dag kom út í fyrsta sinn nýtt tímarit er nefnist „Frjáls versl- un“, útgefið af Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur. Að ytra frágangi er ritið eitthvert hið prýðilegasta, sem hér hefir sést, prentað á vandaðar pappír og i litprentaðri kápu. Það er prentað í fsafoldarprentsmiðju. Eins og nafn ritsins bendir til, ræðir það um verslunarmál. í ritstjórnargrein segir, að ritið eigi að ræða mál verslunarstétt- arnnar frá öllum hliðum. „Það mun birta greinar um pólitísk málefni er varða verslun og við- skifti og ræða afstöðu stjórnar- valdanna og ráðstafanir þeirra í málefnum stéttarinnar“. Ritið er mjög fjölbreytt að efni. . í þetta fyrsta hefti rita sér- stakar greinar/ Björn Ólafsson, Tlior Thors, Vilhj. Þ. Gíslason og P. Ó. Johnson. Blaðið er út- gefendunum og aðstandendum þess til sóma og ætti að geta orðið verslunarstéttinni til bins mesta gagns. Ritstjóri er Einar Ásmundsson cand. juris. FRAKKAR VILJA A LÞ JÓÐ ARÁÐSTEFNU. Frakkar vilja alþjóðaráð- stefnu til að leysa vandamál þau, sem leiða kunna til styrj- aldar. Þeir vilja alþjóðaráð- stefnu, en ekki fjórveldaráð- stefnu. Þetta kom fram í ræð- um Daladiers og Bonnet ií lok umræðunnar um utanríkismál- in, og það kemur fram í frönsk- um blöðum. Þeir skoruðu á all- ar þjóðir í ræðum sínum og alla, sem friðinum unna, að vinna að hugmyndinni um al- þjóðaráðslefnu, þar sem af bróðerni og af gagnkvæmu trausti væri reynt að leysa vandamálin. Daladier kvaðst ekki hika við að lýsa yfir aðdá- un sinni og vinátlu í garð hinn- ar ítölsku þjóðar, þrátt fyrir ofsa þann, sem vart yrði þar í landi gegn Frökkum. Við höf- um ekki gleymt því, að ítalir börðust með okkur í heims- styrjöldinni, sagði Daladier, og við höldum í heiðri minningu allra Itala, sem féllu í styrjöld- inni, og viljum efla vináttu og bræðralag ítala og Frakka. Var þessum ummælum tekið með miklum fögnuði. En liann bætti við: Jafnframt vil eg endurtaka það, sem eg hefi áður sagt, að Frakkar láta ekki af hendi fer- þumlung af löndum sínum. Frakkar lála elcki skerða rétt- indi sín á nokkurn hátt. Frakk- ar hafa mikilla liagsmuna að gæta á Spáni, sagði Bonnet í sinni ræðu, og franska stjórn- in mun vera vel á verði, lil þess að gæta þeirra. — Traustsyfir- lýsing til stjórnarinnar var sam- þykt í einu liljóði. í dag er lialdþm ráðherra- fundur í Paríis og er aðallega rætt um flóttamenn frá Spáni og öryggisráðstafanir ýmsar. Stjórnin mun og ræða við yfir- menn laildvarnanna í dag. Stjórnin hefir samþykt að veita viðtöku fyrst um sinn 2000 flótiamönnum og fara þeir yfir landamærin í dag. Franco hefir neilað að fallast á, fyrir sitt leyti, að liaft væri hlutlaust svæði á landamærum Spánar og Frakklands fyrir flóttamenn. — ÓRJÚFANDI VINÁTTUBÖND. Þeir Daladier og Bonett lögðu mikla áberslu á að eining og vinátta meiri en nokkuru sinni væri ríkjandi milli Frakka og Breta, og í stríði yrði um gagn- lcvæman stuðning að ræða. Frh. á 3. síðu. Skákþingið á Aknreyri. Akureyri í morgun. 5. umferð Skákþingsins fór þannig: Sigurður vann Kristján, Júlíus vann Jón, Guðbjartur vann Jóliann, Unnstéinn vann Daníel, Hjálmar vann Einar. — 6. umferð: Sigurður vann Júl- íus, Unnsteinn jafntefli við Jóhann. Hjálmar vánn Jón, Daníel jafntefli við Kristján, Guðbjartur liættur sámkvæmt fyrirmælum Iæknis. Hafði þá lokið fimm skákum öllum unn- um. — Jakob. fflaniitjóiiið i Chile 25,000 Osló, 27. des. Landskjálftarnir í Chile liafa verið mildu víðtækari og haft alvarlegri afleiðingar en í fyrstu var ætlað. Það er nú talið, að alt að' því 25.000 manns hafi farist. Fólk í hundruðþúsunda lali býr við matarskort og menn óttast drepsóttir. Til þess að koma í veg fyrir drepsóttir, er byrjað að grafa líkin þar sem þau finnast jafnvel í götum bæjanna. — NRP.-FB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.