Vísir - 07.02.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 07.02.1939, Blaðsíða 2
V I s ! H VÍSIR ÐAOBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Samið um lögbrot? Kað, var sagt frá því í blaði “ kommúnista á sunnudag- inn, að ákveðið hefði verið að áfrýja til atvinnumálaráðlierra úrskurði þeim, sem kveðinn var upp á siðasta bæjarstjómar- fundi, um að varabæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, Haraldur Guðmundsson, skyldi taka sæti eins aðalfulltrúa flokksins, Jóns Axel Péturssonar, í bæjarstjórn- inni, i veikindaforföllum lians, en ekki Héðinn Valdimarsson, seni genginn er úr Alþýðu- flokknum og getur því engum trúnaðarstörfum gegnt fyrir þann flokk. Og það er látið í veðri vaka, að þess sé vænst, að atvinnumálaráðherrann hrindi þessum „dæmalausa úrskurði“, sem berlega brjóti í bág við lög, Hinsvegar viðurkennir blaðið í sömu greininni, að þessi „dæmalausi“ úrskurður, sem það vill að hrundið verði, sé i fullu samræmi við það, sem gert hafi verið náð fyrir „i þeim sanmingum, sem Alþýðu- flokkurinn og Kommúnista- flokkurinn gerðu um sam- vinnu í bæjarstjórn“, í sarn- bandi við síðustu bæjarstjórn- arkosningar. Blaðið skýrir svo frá, að Al- þýðuflokkurinn og Kommún- istaflokkurinn liafi samið svo um sín á milli, fyrir bæjar- stjómarkosningarnar, að hve- nær sem aðalfulltrúi úr öðrum hvorum flokknum forfallaðist frá fundarsetu í bæjarstjórn- inni, skyldi kveðja til varafull- trúa úr þeim flokki, sem hinn forfallaði væri fulltrúi fyrir, til að taka sæti hans. Samkvæmt þessum samningi flokkanna átti Haraldur Guðmundsson þannig tvímælalaust að koma í stað Jóns Axels Péturssonar á síð- asta fundi. Er því ekki nema um tvent að tefla: annaðhvort hefir þessi samningur flokk- anna verið „lögbrot“, eða þá að úrskurðurinn um að Haraldur Guðmundsson skyídi taka sæti J. A. P., sem kommúnistar vilja nú fá hrundið, hefir verið réttur að lögum. Nú segir blaðið, að aðilum hafi verið það ljóst, að „að eins með samkomulagi við varafull- trúana sjálfa“ hafi verið „liægt að láta þá mæta í annari röð en j>cir voru bornir fram i“. En væntanlega hefir aðilunum ver- ið það jafnljóst, að slíkt „sam- komulag við varafulltrúana sjálfa“ hlyti einnig að vera ó- löglegt, ef ólöglegt væri á ann- að borð, að „láta þá taka sæti í annari röð“ en þeir höfðu verið kosnir i, eða m. ö. o. að lögbrot 'geti ekki orðið löglegt, þó að samkomulag hafi verið gert um að fremja það. Aðilarnir að þessum samn- ingi, sem komúnistablaðið getur um, hafa vafalaust gert sér það Ijóst, að ákvæði laganna, um að varafulltrúar skuli taka sæti að- alfulltrúa „í þeirri röð sem þeir eru kosnir“, yrði að skýra eftir því, livernig kjörlisti var fram borinn, og að skýringin blyti að fara eftir því, bvort um hreinan flokkslista væri að ræða, eða sameiginlegan lista tveggja eða fleiri flokka. En þegar um sam- eiginlegan lista er að ræða, eru lögin alveg vafalaust rétt skýrð, þannig, að varafulltrúar hvers flokks eigi að taka sæti flokks- manna sinna „eftir þeirri röð sem þeir eru kosnir“. — Og þannig hefir þá líka samning- ur sá, sem Alþýðuflokkurinn og Kommúnistaflokurinn gerðu um þetta fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar verið löglegur í alla staði, en óþarfur að vísu. 100 krónornar komn í leitlrnar. í gærkveldi var lögreglunni tilkynt, að ókunnur maður hefði haft fé út úr aðkomumanni liér í bænum á sviksamlegan hátt. Málavextir eru þessir: Ulanbæjarmaðurinn og kunn- ingi lians sátu að sumbli í her- bergi á Hótel Heklu, en þegar vinbirgðirnar voru á þrotum fór utanbæjarmaðurinn út úr her- berginu og mætti þá ókunnum manni á ganginum. Kvartaði utanbæjarmaðurinn undan því, að hann vantaði vínflösku, en hinn ókunni maður var hinn elskulegasti og kvað auðvelt fyr- ir sig að leysa þann vanda. Átti þá aðkoniumaðurinn ekki smærri seðil en 100 krónur, og trúði hann liinum nýja vini sín- um fjæir honum. Fór liann sið- an, en kom ekki aftur, hvorki með flöskuna né peningana. • — Mál þetta hefir nú leysts betur en á horfðist í fyrstu, sagði Sveinn Sæmundsson, yfir- lögregluþjónn, er Vísir átti tal við hann í rnorgun, — því að nú liefirlOO kr. seðillinn komið til skila. Var honum skilað aftur lil eigandans í morgun. Hafði maðurimi, sem bauðst til að fara eftir flöskunni, leitað ár- angurslaust að leynivínsala, en þar sem hann var sjálfur undir áhrifum •> íns, gleymdi hann er- indi sínu, er frá leið. Aöalfundup í Óöni. Aðalfundur málfundafélags- ins Óðinn fór fram í Kaupþings- salnum á sunnudag. Var fundur- inn ágætlega sóttur og fjöldi manns gekk í félagið á fundin- um. í stjórn voru kosnir: Sig.Hall- dórsson, form. (endurkosinn), Kristinn Árnason, varaform., og meðstjórnendur þeir Axel Guðnason (endurk.), Gísli Guðnason, IngiIIannesson (end- urkosinn), Jón Björnsson og Sveinn Sveinsson. Framhaldsaðalfundur verður haldinn innan skamms, þar eð störfum fundarins varð ekki lokið. Ljósatími bifreiða og annara Ökutækja, er þessa viku frá kl. 5 að kveldi til íd. 8.25 aS morgni. Yfirlýsing Ciiemberlains í gærkvöldi. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. hamberlain forsætisráðherra lýsti yfir því í gær- kveldi, að sambúð Frakka og Breta og vinátta stæði á svo traustum grundvelli, að á betra yrði ekki kosið — þeir væri bundnir traustum, órjúf- andi böndum og myndi standa saman, ef á aðra hvora þjóðina yrði ráðist. Berard, sendimanni Bonnet prýðilega tekið í Burgos. Framsókn Francos heltlur áfram. Erfiðlelkarnlr við frönskn lanðamærin. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Það er vitanlega ekki tilviljun ein, að Chamberlain gefur slíka yfirlýsingu nú, er stórráð fastistafiokksins hefir samþykt, að kalla ekki heim ítölsku s jálfboðalið- ana frá Spáni fyrst um sinn, en það væri brot á bresk- ítalska sáttmálanum, ef þeir gerði það ekki þegar í stað, er styr jöldinni á Spáni er lokið. Yfirlýsing Chamberlains er að sjálfsögðu afar velkomin í Frakklandi, þar sem Frakkar undir niðri hafa verið óánægðir yfir því að sumir franskir stjórnmálamenn hafa kallað hálf- volgan stuðning Breta. En Daladier og fleiri helstu menn lands- ins hafa hvað eftir annað lýst yfir því, að Frakkar myndi koma Bretum til stuðnings með allan herafla sinn, ef á þá væri ráðist. Chamberlain hefir ekki gengið svo langt í skuldbindingum sín- um. En nú hefir hann tekið þannig til orða, að það verður ekki dregið í efa, að Bretar muni koma með allan sinn herafla Frökk- um til stuðnings, ef til styrjaldar kemur. Lundúnablöðin í morgun eru mjög fagnandi yfir yfirlýsingu Chamberlains. Telja þau, að liann liafi tekið svo skýrt til orða, að enginn þurfi að efast um, hvað hann hafi átt við — og orð hans ætti engum misskilningi að geta vaklið. Þjóðverjar og Italir vita því gerla afstöðu Breta, ef til árásar á Frakkland kemur út af kröfum ítala á hendur þeim. Ef Frakkland lendir í slríði segir eitt blaðið, Vcit allur lieim- urinií nú hver verður afstáða Breta. Blaðið Daily Telegraph segir um þessa yfirlýsingu, að í raun- inni sé nú svo komið, að sam- bandið og samvinnan milli Breta og Frakka sé nánara en 1914, er heimsstyrjöldin braust út. Að því er United Press hefir fregnað, hefir breska stjórnin fyrirskipáð sendiherra sínum í Rómaborg að spyrjast fyrir um það, hvort það sé skoðun ítölsku stjórnarinnar, sem komi fram í grein signor Gayda í Giornale d’Italia s.l. sunnudag, en í grein sinni sagði hann, að sjálfboða- liðarnir ítölsku yrði kyrrir á Spáni, þar til sigur Francos væri alger — hernáðarlega og stjórn- málalega. Frönsku blöðin fagna svo yfir yfirlýsingn Chamberlains, að það er sem ekkert þeirra geti með nógsamlega sterkum orð- um lýst fögnuði sínum. Þau tala ÖIl um, hversu stórkostlega mik- ilvæg yfirlýsingin sé, — þetta sé markverðasta yfirlýsing, sem nokkur stjórnmálamaður hafi komið með um langan tíma, og sum segja, að yfirlýsingin sé sögulegur viðburður. ÖIl skilja blöðin yfirlýsinguna þannig, að hún sé raunverulega aðvörun til ítalíu. Þessi yfirlýsing mun verða til þess, að hreinsa loftið og að bet- ur og friðsamlegar horfi en að undanförnu. Rómaborgarblöðin gera hins- vegar alt, sem þau geta, til þess, að draga úr mikilvægi yfirlýs- ingar Chamberlains. Hyggja í- tölsku blöðin, að Bretar og Frakkar sé ekki eins traustum böndum bundnir og stjórnmála- menn þeirra segi. — Loforð Hitlers, segja ítölsku blöðin, um stuðning við ítali, að því er kröf- ur þeirra á hendur Frökkum snertir, er miklu mikilvægara en yfirlýsing Chamberlains. United Press. Hersveitir FYancos halda áfram sókn sinni í Kata- loníu og ógurlegur f jöldi flóttamanna. streymir stöðugt til frönsku landamæranna. — Vegna þess að lýðveldis- stjórnin er flúin frá Kataloníu og ráðberrarnir all- dreifðir sem stendur og erfitt að segja um nokkurar fyrirætlanir hennar. Ýmsar fregnir ganga um, að bún sé, fyrir milligöngu Breta og Frakka, að þreifa fyrir sér um frið. En stjórnin hefir enn allstóran bluta af iandinu á sínu valdi, höfuðborg landsins og nokkurar mikilvægar hafnarborgir og telur sig ekki þurfa að biðja um grið. Sumir herforingjanna og ráðherranna vil.ja berjast til þrautar. Franska stjórnin hefir nú fyrirskipað að taka við öllum, sem leita yfir landmærin frá Spáni, en það er liinn mesti sægur, sem bíður við landamærin morgun hvern. Frakkar hafa sent 50.000 hermenn til landa- mærahéraðanna og er það vafalaust að nokkuru leyti öryggisráðstöfun, ef hermenn Francos reyndi að elta lýðveldisherinn yfir landamærin. En frönsku liermenn- irnir hafa nóg að gera. Allir flóttamennirnir og her- mennirnir, sem koma, verða að ganga milli liermanna- raða, er yfir landmærin kemur. Af hermönnum eru tek- in öll vopn. Allir eru skoðaðir af lækni, bólusettir, bað- aðir o. s. frv. Fjöldi járnbrautarvagna er hafður til af- nota. En svo miklir eru erfiðleikarnir við læknisskoð- f un, böðun og slíkt, að t, d. verður að láta hermennina, sem afvopnaðir eru, „laxera“ á víðavangi. Leon Berard, öldungadeildar þingmaður, sem Bonnet utanrík- ismálaráðherra sendi til Burgos til viðræðna við Franco,' unir þar hið besta hag sínum og mun ekki koma aftur fyr en á fimtudag. Hann segir, að sér hafi verið prýðilega tekið í Bur- gos. Franco hafi tekið sér mjög hjartanlega. Það er talið, að Berard muni hafa mælst til þess, að engir ítalskir hermenn yrði sendir til frönsku landamær- anna, og mun Franco hafa orð- ið við þeim tilmælum, enda mundi það geta haft óþægilegar afleiðingar, ef ítalski herinn værí á Pyrenealandamærunum. Róttæku flokkarnir eru óá- nægðir yfir því, að Bonnet sendi Berard til Burgos. United Press. Oslo 6. febrúar. Vörn lýðveldishersins' spænska í Kataloniu hefir hilað gersam- lega. Azana, forseti lýðveldisins, er kominn til Frakklands, og flestir ráðherrarnir, en del Vayo utanríkisinálaráðherra er ekki í þeirra tölu. Fullyrt er, að lýðveldisstjórn- in sé nú að gera seinustu til- raunir til þess að fá Breta og Frakka til þess að lijálpa sér. Samkvæmt sumum fregnum niun Azana sjálfur fara til Par- is og London í þessu skyni. Aðr- ar fregnir herma, að del Vayo liafi átt viðræður í Perpignan í Frakklandi við sendiherra Breta og Frakka á Spáni, sem þangað eru komnir. NBP—FB. ÞEGAR DALADIER STEIG Á LAND í KORSIIvU. Ein af liöfuðorsökunum til þess, að ítalir gera kröfur til Korsíku er sú, að eyjan er ramlega víggirt. Frakkar liafa þar kafbáta og flugvelli og frá Korsíku er að eins stutt flug til Genúa og Spezia tveggja mikilvægra hafnarborga á Ítalíu. — I styrjöld við ítalíu er Frökkum ómetanlegur hagur að því að liafa Korsiku. — Frakkar hófu að gera flugvelli þar um líkt leyti og Bretar fóru að stofna flugstöðvar á Malta. Italir höfðu reiknað það út, að Malla væri ekki eins mikilvæg i hernaði (þar var aðallega flotastöð áður og er enn) og áður, vegna þess að ítalir gæti sent þangað flugvélaflota frá Sikiley, sem er ramlega víggirt víða, og valdið miklum spjöllum. En Bretar þurftu langan tima til þess að reikna út, að það er jafnlöng veg arlengd frá flugstöðvum Ilala á Sikiley til flotahafnar Breta áMalta og frá Malta til flotahafna ílala á Sikiley. Og þá sneru Br etar sér rösklega að því, að koma upp miklum flugvöllum áMalta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.