Vísir


Vísir - 06.03.1939, Qupperneq 2

Vísir - 06.03.1939, Qupperneq 2
VÍSIR Lýðveldissinnar á Spáni hrinda af sér oki kommúnismans. — Negrinstjórninni steypt af stóli og landvarna- ráð myndað. Áhpif Moskwavaldsins á Spáni úp sögunni, segja þjóðepnissinnap. — Horfur um vopnahléssamkomulag batna. EINKASKEYTI TIL VlSIS. , London, í morgun. Lýðveldissinnar hafa steypt stjórn dr. Negrins af stóli og myndað landvarnaráð og þykir nú líklegra, að samningar muni takast milli lýð- veldissinna og þjóðernissinna, þar sem Negrin var að- almaðurinn í baráttunni fyrir því, að halda styrjöldinni áfram og berjast til þrautar, enda þótt það væri með öllu vonlaust eftir fall Kataloníu, að lýðveldissinnar gæti unnið sigur, og áframhald styrjaldarinnar gat því að eins haft í för með sér frekari blóðsúthellingar og eyðileggingu. 1 fregnum erlendra fréttaritara í Madrid er allítarlega skýrt fvá þessum atburðum. Eftir þeim að dæma virð- ist það vera herinn, sem stendur að því, að Negrin- stjórninni hefir verið steypt af stóli, en landvarnaráðið, sem myndað hefir verið til þess að fara með völdin, hefir og stuðning borgaranna alment, að því er séð verður. Casado, herforingi lýðveldissinna í Madrid og ná- grenni, er forseti landvarnaráðsins, og í því eiga einnig sæti Julian Besteiro, foringi jafnaðarmanna, og fjórir aðrir. I útvarpsávarpi til þjóðarinnar sakar landvarna- ráð dr. Negrin og stjórn hans yfirleitt fyrir að hafa brugðist skyldum sínum — „hlaupið á brott af varðstaðnum“, í því skyni eingöngu, að bjarga sjálfum sér. Slíkt ábyrgðarleysi og hugleysi verði ekki þolað. Ennfremur segir svo: „Það verður ekki lengur haldið áfriam eins og að undanförnu. Stjómin hefir verið reikul og ekki getað stjórnað og leið- beint svo í nokkuru lagi væri. Árangurslaust höf- um vér margsinnis snúið oss til stjórnarinnar, sem með ábyrgðarleysi sínu og athafnaleysi hefirstefnt öllu í voða. Verðum vér því að taka stjóm alla í vorar hendur og liöfum myndað landvarnaráð í því skyni.“ Atburðir þeir, sem hafa orðið, hafa gerst með snöggum hætti, og hafa vakið feikna athygli, og gera menn sér vonir um, að landvarnaráðinu og Franco muni takast að semja um vopna- hlé, og þannig verði frekari blóðsúthellingum afstýrt. Ávarp landvarnaráðsins hefir vakið gífurlega athygli og þó hefir það ef til vill vakið enn meiri eftirtekt hvarvetna, að þeg- ar er því hafði verið útvarpað, tóku meðlimir landvarnaráðsins til máls, hver af öðrum, og var meðal þeirra Weda herdeildar- foringi, sem sagði þessi athyglisverðu orð: „VÉR VILJUM FRIÐ — EN HEIÐARLEGAN FRIÐ, BYGÐ- AN Á RÉTTLÆTI.“ Hörmnngar Spánar-styrjaldarinnar eru meiri en nokkur orð fá lýst, en væntanlega linnir þeim nú, því að eftir því, sem skeyti þau herma, sem frá er sagt í blaðinu í dag, er líklegra að samkomulag náist milli lýðveldissinna og þjóðernissinna, nú, eftir fall Ne- grin-stjórnarinnar. Myndirnar hér fyrir neðan sýna átak- anlega hörmungar styrjaldarinnar. Á efri myndinni er særður hermaður úr liði þjóðernissinna, studdur af fé- lögum sínum. Myndin er tekin við Artesa del Segre. — Neðri myndin er af gamalli konu í Borjas Blancas í Kata- loníu. Þar, sem hún stendur, var heimili hcnnar. Sprengi- kúla lagði það í rústir á fáeinum sekúndum. Gamla lcon- an er að leita að einhverju, sem lieillegt kann að vera — kannske að minjagrip .... viku og er gert ráð fyrir, að VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Bimar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Veikur vilji. AÐ má vissulega telja það „gleðilegt tímanna tákn“, hve gagngerð hreyting er orðin á allri afstöðu stjórnarflokk- anna til sjavarútvegsins, og þá sérstaklega stórútgerðarinnar, og liagsmuna útgerðarmanna. Að visu er sú breyting', að svo lcomnu, einkum í orði, eða „á pappírnum“, því lítt sér henn- ar merki enn annarstaðar en í skrifum stjórnarblaðanna. En þá þarf ekki að efast um það, að um „raunverulega“ hugar- farsbreytingu sé að ræða í þessu efni lijá ráðamönnum flokk- anna. Jónas Jónsson hefir undan- farna daga birt hverja greinina annari hjartnæmari í Tíman- um, um vandræði útgerðarinn- ar og töp útgerðarmannanna. Eina greinina skrifar hann um „útvegsmennina og alla hina“, um það hverng útvegsmennirn- ir hafi á undanförnum árum „mist allar eignir sínar“, en öll þessi taprekstrarár hafi „allir liinir“ „setið meira eða minna sólarmegin“ en útveginum „ná- lega blætt til ólifis“. í annari grein skrifar hann um „mar- bakkann“, sem sé að „bresta“ undan útveginum, og spyr, hvort hann eigi að bresta. Sú var tíðin, að skrifað var mjög á annan veg í Tímanum um sjávarútveginn og útvegs- mennina. Af öllum landplágum, sem blaðið hafði spurnir af að gengið hefðu yfir þetta land, var stórútgerðin þá sú versta og þungbærasta að blaðsins dómi. En útvegsmönnunum valdi það þá hið „smellna“ heiti Grimsby-lýður. Nú er það að vísu þessi heift- arhugur forystumanna stjórn- arflokkanna í garð útvegsins á undanförnum árum, sem miklu hefir valdið um það, hvernig hag útvegsins nú er komið. En ekki er þó, fyrir þá sök, síður ástæða til þess að fagna þeim sinnaskiftum, sem þessir menn virðast nú Iiafa tekið. Hinsvegar væri það ákaflega æskilegt, að þessi sinnaskifti þeirra bæri sem skjótast ávöxt í einhverjum framkvæmdum útveginum til hagsbóta. Tíminn gefur það í skyn, að það sé Sjálfstæðisflokkurinn á Alþingi, eða einhver liluti hans, sem öll hjargráð útveginum til handa strandi á. En í grein sinni um „útvegsmennina og alla hina“ segir J. J., að líklegasta ráðið til að bjarga við hag út- vegsins sé „að taka tillögu frá merkum þingmanni í Sjálfstæð- isflokknum, sem sæti á í sjávar- útvegsnefndinni, framkvæma hana og gefa hinum örmagna útvegi nýtt líf og fjör“. En hvers vegna vill hann ekki „taka og framkvæma tillögu“ frá full- trúum Framsóknarflokksins í þessari nefnd? Er það af því, að tillögur þeirra séu ekki eins líklegar til að koma úlveginum að liði, eða af því, að þeir hafi engar tillögur gert? Og hvers vegna sér ekki atvinnumálaráð- berrann, sem sæli á í nefndinni og er formaður hennar, um það, að nefndin tjúki störfum og skili tillögum sinum til þingsins? Mundi það ekki geta flýtt fyrir því, að komið yrði útveginum til hjálpar með ein- liverjum hætti? .T. J. segir í einni /grein sinni, að það sé sín skoðun, en um það tali hann ekki í umhoði annara, að nú á næstu dögum verði vegna útvegsmálanna að mynda „samsteypustjórn þriggja lýðræðisflokkanna.“ Og í ritstjórnargrein í Tímanum á laugardaginn var svo að orði kveðið, að „úr því muni verða skorið nú næstu daga“ hversu margir menn séu í Sjálfstæðis- flokknum, sem „séu á móti því, að liafið verði samstarf þriggja flokka um að rétta við sjávar- útveginn og standa saman til að tryggja framkvæmd þeirra ráð- stafana, sem til þess eru nauð- synlegar“. Ef skilja á þessi um- mæli þannig, að Framsóknar- fl. sé með öllu ófáanlegur til þess að gera nokkuð sjávarút- veginum til viðreisnar, nema mynduð verði þriggja floklca stjórn, þá fer nú að fara mesti „ljóminn“ af fagurgalanum um alt það, sem flokkurinn sé reiðubúinn að gera í þessu skyni, þvi að það er þá ekkert, elcki nokkur skapaður hlutur! Hinsvegar virðist eklcert geta verið því til fyrirstöðu, að tekist geti samstarf þriggja flolcka um viðreisn sjávarútvegsins, þó að elcki náist samkomulag um full- lcomna stjórnarsamvinnu þeirra flolcka allra, eða þriggja floklca stjórn. Og þá er vilji Framsókn- arfloklcsins til hins góða veilcur, ef liann lætur alt stranda á þvi. 15 ára drengur bjargast á snndl. Klukkan rúmlega þrjú í gær var símað til lögreglunnar, að drengur væri í Hólmaskeri, vestan við Grandagarðinn. Fékk lögreglan tollbátinn til að komast í skerið, en aðrir lögregluþjónar fóru vestur á Grandagarðinn- Ilt var í siójnn, svo að tollháturinn lcomst ekki að skerinu, og fékk lögregian þvi árabát' og var róið út að skerinu til drengsins. Heitir drengurinn Eðvald Eyjólfsson, Bárugötu 34, og er 15 ára gamall. Hann hafði verið á kajak, en honum hvolfdi. — Bjargaði Eðvald sér á sundi u.pp i skerið. Síðla dags á laugardag varð sex ára gamall drengur fyrir hifreið á Barónsstígum, móts við liúsið nr. 30- Yar drengur- inn að leika sér þar á götunni. Fór bíllinn yfir annan fót drengsins og er haldið, að hann hafi fótbrotnað. Drengur þessi á lieima á Barónsstig 30. M.A.-kvartettinn hélt fyrstu söngskemtun sína á þessum vetri fyrir fullu húsi. Fögn- uður áhorfenda var afar mikill og urðu þeir að endurtaka mörg lögin. Næsta söngskemtun kvartettsins verður n.k. þriðjudag. Frá Burgos er símað, að það hafi vakið vonir manna þar um að styrjöldin yrði leidd til lykta ná frekari blóðsúthellinga, að lýðræðissinnar hafa hrundið dr- Negrjn af valdastóli, Fréttaritari United Press í Burgos símar, samkvæmt upp- lýsingum frá stjórninni, að hún geri sér vonir um, að í mjög ná- inni framtíð verði/alger friður ríkjandi um gervallan Spán. — Spánverjar geti bráðlega hætt öllum styrjaldarráðstöfunum og snúið sér að viðreisnarmálun- um, Það, sem gerst hefir í Mad- rid, sýni að meðal lýðræðissinna hafi heilbrigð skynsemi fengið yfirhöndina. Spánverjar hafa kastað af sér hinu kommúnist- iska oki. Rauða valdið — Moskvavaldið — er úr sögunni á Spáni. Það vekur mikla athygli með- al þjoðernissinna á Spáni og mikinn fögnuð, að kommúnist- ar eiga engan íulltrúa í land- varnarráðinu. Er þetta skilið svo, að Casado og þeim, sem með honum standa, hafi þótt ó- heppilegt að ganga til samninga við Franco með kommúnista sér við hlið og talið hyggilegast, aö losa sig við þá þegar í stað. Þá er tekið fram, að Besteiro sé mjög hægfara socialistaleið- jogi, og þetta tvent, að komm- únistar eiga ekki fulltrúa í ráð- inu og að Besteiro er í því, telja þjóðernissinnar næga sönnun þess, að stefna ráðsins verði að leiða styrjöldina til lykta þegar í stað með friðsamlegu sam- komulagi. Petain marskálkur, sem hef- ir verið útnefndur sendiherra Frakklands í Burgos, leggur af stað þangað eftir miðja þessa hann verði búinn að taka við embætti sínu fyrir næstu helgi- Frakknesk blöð af öllum flokkum hafa látið í ljós mikla ánægju yfir útnefningu Petains í þetta virðulega embætti og telja útnefningu þessa heims- kunna herforingja sýna, að Frakkland hafi sýnt Spáni eins mikla virðingu og því var frekast auðið að sýníi með því að senda þeim þennan einhvern sinn allra frægasta núlifandi son, til þess að vera tengiliður Spánar og Frakklands, og treysta hina fornu vináttu Frakka og Spánverja. Blaðið Figaro segir, að 2- mars hafi gerst tveir atburðir svo merkir, að þeir marki spor í sögunni, þ. e. að Pacelli var kjörinn páfi og Petain skipaður sendiherra Frakklands á Spáni. Leon BeT- ard öldungadeildarþingmaður, sem fór fyrir frönsku stjórnina til Burgos til samninga, segir að útnefning svo frægs manns, sem Petain í þetta embætti sé einstök ráðstöfun, sem sýni hversu djúpa vináttu Frakkar beri í brjósti til Spánverja. Le- on Blum, socialistaforinginn, segir margt sé enn í óvissu um Spán, en meiri sóma hafi Frakklandj ekki getað sýnt Spáni, en að velja Petain fyrir sendiherra þar. Utnefning Petains hefir vakið hina mestu hrifni um allan þann hluta Spánar, sem Franco ræður yfir. í útvarpi frá Burgos hefir verið farið hinum mestu lofsorðum um þessa ráðstöfun og hlaðið lofi á hinn aldna heimsfræga herforingja. United Press. Osló, 4. mars. Miaja, yfirhershöfðingi spænska lýðveldisins hefir sagt af sér yfirhershöfðingjaem- hættinu. — Benda allar lílcur til, að lýðveldissinnar ætli að halda styrjöldinni áfram undir nýrri herstjórn. Franco hefir mikinn viðbúnað undir sóknina. — NRP.-FB.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.