Vísir - 27.03.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 27.03.1939, Blaðsíða 2
VISÍK Orsökin var sú, sð Fraeco krafðist skil- yrðisíacsrsr nppgjatar. - Varnarrððið ákvað að halda áfram vðrninni, en ðeinisg er sðgð f Madrid og í nthverfnnnm blakta hvítir fácar. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Eftir nokkurt hié á vopnaviðskiftum eru bardag- arnir við Madrid byrjaðir aftur. Orsökin er sú, að samkomulagsumleitanirnar milli full- trúa varnarráðsins og Burgosstjórnarinnar um frið, eru farnar út um þúfur. Samkvæmt tilkynningum Union-loftskeytastöðvar- innar í Madrid hafa, að því er skeyti frá Lissabon herma, samkomulagsumleitanirnar í Madrid strandað á því, að Franco krafðist skilyrðislausrar uppgjafar. Þegar þetta varð kunnugt kom varnarráðið þegar saman á fund og var sú ákvörðun tekin, að halda uppi þrálátri vörn gegn Franco, nema um einhverjar til- slakanir yrði að ræða af hans hálfu um friðarskilmála. Loftskeytastöð þjóðernissinna á Madridvígstöðvun- um hefir hins vegar tilkynt, að snemma í morgun hafi staðið yfir bardagar í úthverfum Madrid milli borgara, sem vilja, að Madrid gefist upp og friður saminn þegar, og nokkurs hluta hersins, sem vill halda áfram vörn- inni. Þá segir í sömu útvarpstilkynningum þjóðernissinna, að í úthverfum Madrid blakti víða hvít flögg, og bíði íbúarnir þess, að þjóðernissinnar komi inn í borgina. Það verður að svo stöddu engu um það spáð hvort Franco muni geta tekið Madrid bardagalítið eða ekki og er það að sjálfsögðu mest undir því komið hvort her lýðveldissinna vill einhuga verja borgina, eða hvort einhver hluti hans snýst á sveif með þeim borgurum, sem eru orðnir þreyttir á stríðinu og telja vonlaust að halda vörninni áfram og vilja því að gengið verði að öllum kröfum Franco. Sameinist hinsvegar lýðveldis- herinn og Madridbúar yfirleitt um vörnina getur vafalaust enn um skeið orðið nokkur töf á því, að Franco taki Madrid. En hins er einnig að geta, að hann getur nú teflt þaraa fram miklu meira liði en áður, hefir ógrynni hergagna, flugvéla, skriðdreka, fallbyssna o. s. frv., og hefir að undanförnu stöðugt verið að draga að sér meira lið til Madridvígstöðvanna, þar sem nú, er í þann veginn að hefjast úrslitaorustan í Spájnarstyrjöldinni, nema því að eins að qeining lýðræðissinna verði þess valdandi, að borgin falli bardagalaust eða bardagalítið Franco í hendur. United Press. Tveir brunar: í Skerjafirði og Bafnarstræti Bums nniipnBliMar. Horfnr í alþjóðamálom öbreyttar þiátt lyrir | ræðu Mussolini. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Mussolini flutti í gær- morgun ræðu þá, sem menn höfðu beðið eftir um heim allan með svo mikilli eftir- væntingu. Var búist við að hann mundi gera ítarlega grein fyrir kröfum ítala á hendur Frökkum og ef til vill hafa í hótunum, en mörg blöð telja ræðuna til- tölulega hógværa, og að horfur í alþjóðamálum hafi ekki breyst til hins verra hennar vegna. Mussolini minti á spár lýðræðisríkjanna í garð fascismans, en þær hefði reynst falsspár. Ítalía gæti ekki haldið velli, nema hún fengi peningalán hjá Bretum, en þetta hefði ékki ræst. ítalir og Þjóðverjar standa saman, sagði Mussolirii, og allar tilraunir til þess að spilla samvinnu þeirra myndi reynast á- rangurslausar. Mussolini kvað heiminn þurfa friðar um langt skeið, en hann væri sömu skoðunar og fyrr um það, að af eilíf- um frið væri menningu heimsins voði búinn. Um frönsk-ítölsku vandamálin sagði hann, að Fraklcar gæti neitað að ræða þessi mál, og ætti þeir þá sök á, ef brúið milli Itala og Frakka yrði óbrúandi. Mussolini ltvað ítali mundu gæta hagsmuna sinna hvarvetna — eklíi síst iá Adriahafi. Hann lagði áherslu á að ítalir yrðu að halda áfram að vigbúast og taka á sig hinar ]>yngstu byrðar til þess að þjóðin væri sem best vígbúin og við- búin öllu, sem fyrir kynni að koma. VlSIH DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÖAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. j[Gengið inn frá Ingólfsstræti). Simar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 YerS 2 krónur á mánuði. Lausasaia 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Flóttinn frá framleiðsl- unni. Flestum mundi þykja eðlilegt að stjórnarflokkarnir legðu fyr- ir sig nú þá spurningu, livers vegna gengur hér alt á tréfót- um og hversvegna flýja allir frá framleiðslunni? Enginn vill ráðast i nein fyrirtæki í sam- bandi við aðalatvinnuveg landsins, sjávarútveginn. Þeir sem eiga fé, leggja það í hús- byggingar í Reykjavík eða geyma það í sparisjóði. Féð forðast framleiðsluna eins og heitan eldinn. — Hver er skýr- ingin á þessu? Orsakírnar eru margar. En aðalskýringin er sú, að stjórn- arvöldin eru á móti þeim sem framleiða við sjávarsíðuna. Fyrst og fremst hafa þeir allir verið hundeltir á pólitiskuin vettvangi og þeim sýndur per- sónulegur fjandskapur af vald- liöfunum. Störf þeirra og fram- kvæmdir liafa verið gerð þeim svo torveld sem frekast er unt, með því að takmarka athafna- frelsi manna með reglugerðum, einokunum, nefndum og alls- konar höftum, svo að menn verða að biðja um leyfi í hvert skifti, sem þeir vilja hreyfa sig til einhvers. Ofan á alt þetta bætist svo það, að þessir menn hafa verið beinlínis ofsóttir með sköttum, svo að allur hagnaður þeirra er tekinn af hinu opinbera og þeim er gert ókleift að byggja upp fyrirtæki sín fjiárhagslega. Þeir menn sem stjórnað hafa í þessu landi undanfarin tíu ár, ættu nú að gefa sér stund til að hugleiða í næði, hvort þetta er leiðin lil ]>ess að fá þegnana til að leggja fram krafta sína og fjármuni í framleiðsluna. Þeir munu segja, að flóttinn frá framleiðslunni stafi af því að hún borgar sig ekki. Þetta er ekki nema hálfsögð saga. Af hverju borgar framleiðslan sig ekki? Meðal annars af því að valdhafar siðustu tíu ára hafa ekki gert neinar ráðstafanir til viðreisnar sjávarútveginum, þegar sýnilegt var að hallaði undan fæti. Þeir hafa látið hann ganga sér til húðar meðan skaminsýn fjármálastefna stjórnarflokkanna var að ýta atvinnulifi þjóðarinnar úr jafn- vægi. « Lífæð atvinnulífsins er traust, traust á þeim sem fara með stjórn landsins, traust á því, að ríkisvaldið veiti þeim brautar- gengi og sé þeim vinveitt, i '.m forustuna hafa í baráttu ai- vinnulifsins. AJIir geta ekki haft forustuna á hendi. Til þess þurfa að veljast þeir sem alorku og framsýni hafa til að bera. En atorkumennirnir liverfa skjót- lega þaðan sem þeir fá ekki að njóta sín. Leiðin til að njóta krafta þeirra er ekki sú, að fjötra þá á höndum og fótum með reglugerðum og ræna þá öllum arði af erfiði sínu. Þeir verða að fá að starfa í friði inn- an skynsamlegra þjóðfélags- takmarkana og þeir verða að hafa þá öruggu vissu að stjórn landsins sé þem ekki fjandsam- leg og leggi þá ekki i einelti i heild og hvem i sínu lagi. Núverandi stjórnarflokkar lögðu í öndverðu liatur á alla helstu menn sjávarútvegsins. Þeir voru ofsóttir, þeir voru rægðir, ]>eir voru svívirtir. Nú geta þessír flokkar litið yfir tuttugu ára ofsóknarstarf. Út- vegurinn er í rústum. Atliafna- meqnirnir eru orðnir öreigar. „Þeir hafa fengið nóg“. Nú er röðin komin að athafnamönnun- um í versluninni af því að þeir standa enn upp úr. Nú er beint að þeim ofsóknunum, rógnum, svivirðingunum. Nú er þem lýst jafn ferlega og útvegsmönnun- um var lýst meðan þeir stóðu upp úr. Sagan endurtekur sig. Meðan svona eru vinnubrögð valdhafanna í landnu, heldur á- fram flóttinn frá framleiðsl- unni. IslaiiskvikanBliH er kOHiin. frnmsjiui í kessari iu. Kvikmyndin er hljóðfilma ogi verður sýnd í New York ásamt íslandsmynd Vigfúsar Sigur- geirssonar. Ferðafélag íslands hefir feng- ið hingað til sýningar íslands- kvikmynd þá, sem Dam kap- teinn í sjóliði Dana tók hér í fyrrasumar. Var kvikmynd þessi sýnd í Kaupmannahöfn fyrir nokkuru í viðurvist Frið- riks ríkiserfingja og Ingiríðar krónprinsessu og fjölda margra annara, Dana og íslendinga, og luku allir hinu mesta lofsorði á myndina, og dönsku blöðin telja hana hafa tekist með af- brigðum vel. Frumsýning á myndinni verður í Gamla Bíó næstkomandi miðvikudag 29- mars k. 9 síðdegis (á skemti- fundi Ferðafélags íslands). Dam sjóliðskapteinn tók kvikmynd þessa hér síðastliðið sumar og ferðaðist til þess á sjó og landi — og í lofti. Nordisk Films Kompagni og danska flotamálaráðuneytið hafa ráðist í að húa til kvikmyndina, en Dam sjóliðskapteinn, sem myndina tók, og er slarfsmaður flotamálaráðuneytisins, er þaul- vanur myndatökum. Upphaflega var ætlunin, að búa til íslandskvikmynd, sem væri heildarlýsing á íslandi eins góð og unt væri að gera á kvik- mynd, en um þessa mynd Dams er það að segja, að hún er fyrir- laksgóð það sem hún nær, en enn þarf að bæta við til þess að heilleg lýsing á landinu fá- ist með kvikmyndatöku, en það mun jafnvel í ráði, að mynda- tökustarfinu verði lialdið áfram af Dam kapteini í sumar. Kvikmyndin verður send á heimssýninguna í New York og verður sýnd þar, sömuleiðis ís- landskvikmynd Vigfúsar Sigur- geirssonar, sem er komin vest- ur. Af henni ér engin kopia til hér. — Kvikmynd Dams er hljóðmynd. — Vafalaust verð- ur öllum almenningi gefinn kostur á að sjá hana, að frum- sýningu lokinni. Um kl. hálfsex á laugardag var Slökkviliðið kvatt suður í Skerjafjörð, að Hörpugötu 14. Var tilkynt í síma, að eldur væri þar laus, en þeim er tók við boð- inu á Slökkvistöðinni, heyrðist sagt Vesturgötu 14 og varð þetta til þess að tefja fyrir Slökkvi- liðinu að komast suður eftir. Þegar það kom á vettvang stóðu eldtungurnar út um háða stafna hússins. Tókst þó að slökkva eldinn, án þess að húsið brynni til kaldra kola, en það eyðilagðist alt að innan og engu varð bjargað af innanstolcks- munum. Eldsupptök urðu þau, að kona eigandans, Árna Strand- hergs, bakara, ætlaði að fara að steikja kleinur og lét feiti i pott yfir eld. Fór liún siðan niður í kjallarann og var þar drylck- langa stund. Er hún kom upp aftur var reykur mikill í eld- liúsinu og tók konan það ráð að opna glugga, en við það varð eldurinn óviðráðanlegur. Árni Strandberg átti eitthvað af mjöli í kjallaranum og skemdist það lítið eða ekkert. Um kl. 10 í gærkveldi, þegar vaktaskifti fóru fram á Lög- reglustöðjnni, urðu lögreglu- þjónar þess varir, að eldur myndi laus í Hafnarstræti 15, Vinnufata og sjóklæðabúð- inni. Hringdi lögreglan þegar til Slökkviliðsins, og kom það á vettvang að vörmu spori, en á meðan hafði lögreglan liafið undirbúning að því að girða umhverfis húsið og bægja mannföldanum frá. Hafði Slökkviliðið því gott svigrúm til að athafna sig. Þegar það kom á vettvang var eldurinn orðinn svo magn- aður að liann var búinn að sprengja rúður. Hafði hann flögrað um alla búðina, án þess að festa þó allstaðar mjög á og var mikill mökkur í verslun- inni. Tókst von bráðar að ráða niðurlögum eidsins. Vörur mega heita allar ónýt- ar og fiæmur af reyk og vatni, en eldi. Hvergi komst eldur í liúsið annarsstaðar, en alt fylt- ist af reylc, vegna þess, hversu liúsið er gisið. Undir versluninni er geymsla Lundúnablöðin í morgun telja yfirleitt, að horfurnar í al- þjóðamálum séu óbreyttar eftir ræðu Mussolini. Það hafi a. m- k. ekki orðið neinar breytingar til hins verra, sem rekja megi til ræíjunnar, eða líkur til, að ræð- an eigi eftir að hafa þau áhrif. Daily Express og Times eru þeirrar skoðunar, að ekki sé al- gerlega útilokað, að unt verði að leiða deilumál Itala og Frakka til lykta með friðsamlegu sam- komulagi. Hinsvegar leggja Daily Tele- graph og Herald aðaláhersluna á, hversu horfurnar í álfunni séu ískyggilegar, þótt kannske megi segja, að þær hafi ekki versnað vegna ræðu Mussolini, og sé hin mesta nauðsyn, að stefna Bretlands sé sem ákveðn- ust. HVetja blöðin bresku stjórnina til þess að láta nú hvergi undan síga og taka á málunum af festu og skörungs- skap. United Press. Oslo, 25. mars. FB. Það virðist vera að koma æ greinilegar í Ijós, að tilraunirn- ar til þess að stofna til samtalca gegn frekari útþensluáformum Þjóðverja muni ekki leiða til samkomulags. NRP. hennar og er hún hálffull af vatni- Þegar Vísir átti í morgun tal við Svein Sæmundsson yfir- mann rannsólcnarlögreglunnar, sagði hann að ekki væri enn fyllilega ljóst hvernig eldsupp- tökin væri, en hann hefði þó myndað sér skoðun um -það, sem hann gæti þó ekki látið uppi að svo komnu máli. Nýjap álöguF í Þýskalandi. Oslo 27. mars. FB. Ný tilhögun er gengin í gildi í Þýskalandi til fjáröflunar lianda ríkinu vegna liinna sí- vaxandi þarfá af vígbúnaði og vegna landaaukningar þýska ríkisins. Fjárins á að efla með hátekjuskatti alt að 30% og skattbréfum. Frá 1. maí næst- komandi framkvæmir ríkissjóð- ur og aðrar opinberar sjóðstofn- anir og allar opinberar stofn- anir greiðslur, þannig að 60% greiðist í reiðu fé, eu 40 i skatt- hréfum, sem allir eru skyldaðir til þess að taka á móti og eru þau ætluð til þess að greiða með skatta fyrirfram. NRP. Verslunarráíherra Nor- egs hiðst lausnar. Oslo, 25. mars. FB. Madsen verslunarmálaráð- herra hefir skrifað Nygaards- vold forsætisráðherra og óskað eftir að láta af störfum sem verslunarráðherra. Rjkisstjórn- in hefir enn ekki rætt máhð. Madsen mun vart fara frá fyr- ir páska, ef til vill ekki fyrr en um leið og Bergsvik ráðherra, sem áður hefir verið tilkynt, að muni láta af ráðherrastörfum á yfirstandandi ári. NRP. ÍBÚATALA NOREGS. Oslo, 25. mars. FB. íbúatala Noregs var áætluð i árslok 1938 2.921.000, en var 2.906.000 í árslok 1937. NRP.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.