Vísir - 17.04.1939, Side 5

Vísir - 17.04.1939, Side 5
V I S 1 R 5 Mánudaginn 17. apríl 1939. RáðherraF verða fimiiii, og leggur Sjálf- stæ5isflok:k:mpiiiii til tvo, þá Ólaf Tliors og Jakob Möllero I gær varð það að samkomulagi milli þriggja þingflokkanna: Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokks- ins, að ganga til stjórnarsamvinnu, á þann hátt að fimm ráð- herrar skyldu fara með stjórn landsins f jTst um sinn, og leggur Sjálfstæðisflokkurinn til tvo menn í ráðuneyti, Framsóknar- flokkurinn tvo og Alþýðuflokkurinn einn. Sjálfstæðisflokkurinn hefir ákveðið að tilnefna þá Ólaf Thors og Jakob Möller, til þess að taka sæti í stjórninni af sinni hálfu. Af hálfu Framsóknarflokksins munu eiga sæti í stjórninni þeir Hermann Jónasson forsætisráðherra og Eysteinn Jónsson, en af hálfu Alþýðuflokksins Stefán Jóh. Stefánsson hrmfhn. Verkaskifting milli ráðuneyta mun ekki vera ráðin að fullu, en þó er það vitað, að ráðherrum Sjálfstæðisflokksins er ætlað að fara með fjármálin, atvinnu og samgöngumál, en að öðru leyti mun vera gert ráð fyrir að mjög náin samvinna muni verða milli hinna ýmsu stjórnardeilda, sérstaklega að því er snertir viðskifta og verslunarmál. ÓLAFUR THORS Búist er við, að Hermann Jónasson, forsætisráðherra, beiðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í dag, og hin nýja stjórn verði tilkynt á Alþingi á morgun. Eins og öllum er kunnugt, liafa sanmingaumleitanir stað- ið yfir milli flokkanna undan- farnar vikur, og átti Framsókn- arflokkurinn upptökin að því. Það er ennfremur öllum ljóst, að atvinnu- og viðskiftalífi landsmanna var þannig kom- ið, að núverandi stjórnarflokk- ar treystu sér ekki til að fara lengur með völd í landinu, án stuðnings stærsta stjórnmála- flokksins i landinu, -— Sjálf- stæðisflokksins. Ýmsir litu þannig á, eftir að Alþýðuflokkurinn klofnaði, — og þá um leið auðsætt, að ríkis- sljórnin hafði mikinn minni liluta kjósenda á bak við sig, að þá hefði henni borið skylda til að leysa upp þingið og efna til nýrra kosninga, en ríkis- stjórnin kaus heldur að freista þess, að ná samkomulagi við aðalandstöðuflokk sinn í þing- inu um stjórnarsamvinnu. Sjálfstæðisflokkurinn liefir nú horfið að því ráði, enda þótt sú skoðun liafi verið mjög of- arlega á baugi, að eðlilegt liefði verið, að kosningar færu fram, að ganga i stjórnarsamvinnu, án undangenginna kosninga, og mun þar mestu hafa um ráðið, hve ástandið er orðið al- varlegt hér í landi, á sviði at- vinnu- og viðskiftamála, en auk þess veldur hið alvarlega ástand í álfunni þar miklu um. Þess ber að vænta, að þessi tilraun til viðréttingar at- vinnu- og fjármálalífi þjóð- arinnar beri tilætlaðan árang- ur, en það getur því aðeins HERMANN JÓNASSON EYSTEINN JÓNSSON STEFÁN JÓH. STEFÁNSSON orðið, að Framsóknarflokkur inn og Alþýðuflokkurinn sýni einlægan vilja til umbóta, og hverfi í verulegum atriðum frá . hinni fyrri stefnu, en á skiln- ingi forráðamanna þessara flokka á ofangreindum atrið- um, veltur það, hve varanlega . samvinnu verður um að ræða l'rá hendi Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn treyst- ir kjósendum sínum til þess, að þeir veiti þessari tilraun fiokksins, til þess að rétta við hag almennings, óskorað fylgi sitt, enda mega þeir treysta því, að strax og forráðamenn Sjálfstæðisflokksins hafa á- stæðu til að ætla, að þessi til- raun verði ekki að liði, verður samvinnu slitið. Þeir menn, sem orðið hafa fyrir valinu af hólfu Sjálf- stæðisflokksins i þjóðstjórnina, eru Ólafur Thors og Jakob Möller, og er val þeirra fylsta trygging þess, að vel og örugg- lega verði haldið á málum Sjálfstæðisflokksins í stjórn- inni. YERSLUNARÞINGIÐ. Frh. af 3. bls. yfirleitt og ekki taka þátt í henni lengur en þeir gæti þokað málunum áleiðis í rétta átt, en það kom raunar skýrt fram í ræðum beggja þeirra þing- manna Sjálfstæðisflokksins, sem sæti taka í hinni nýju stjón. Á fundinum var borin frani og samþykt með öllurn greidd- um atkvæðum eftirfarandi til- laga, en Ólafur Thors lýsti yfir, að liann og J. M. hefði ekkert við hana að athuga: Verslunarþingið 1939 á- lyktar að skora á ríkis- stjórn og Alþingi: a) að stefnt verði nú þeg- ar áð afnámi haftanna, eft- ir því sem fært þykir, og sé sú framkvæmd hafin með því, að setja nauð- synjavöru nú þegar í „frí- lista“. b) að gerð sé gangskör að því þegar í stað, að semja um eða láta taka lán til að greiða innifrosnar erlendar verslunarskuldir, og með því tryggja gengi krónunn- ar. c) að tekin verði upp ný tilhögun með afhending og afgreiðslu gjaldeyris, er tryggi að yfirfærsla fáist út á þau leyfi, sem gefin eru út, og um leið, að trygt verði jafnrétti í úthlutun innflutnings og ráðstöfun gjaldeyris. STRÍÐSHÆTTUNEFNDIN. Hallgrímur Benediktsson hafði framsögu í umræðum um stríðshættuna, og gerði að um- talsefni hina svo kölluðu striðs- hættunefnd, en í henni eiga sæti: Guðbr. Magnússon form. (tiln. af rikisstjórninni í stað Sigurðar Jónassonar, sem var uphafl. form., en nýlega sagði af sér formannsstörfum), Ge- org Ólafsson sem fulltrúi Landsbankans, Stef. Jóli. Stef- ánsson fulltrúi Útvegsbanka ís- lands, Haraldur Guðmundsson fulltrúi Alþ.fl., Richard Thors fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Kristinsson fulltrúi S. I.S. og Hallgi'. Benediktsson foseti Verslunarráðsins. — Til nefndar þessarar var stofnað i skyndi og hefir hún aldrei haft skilyrði lil að láta til sín taka og eru fulltrúar sjálfstæðismanna í nefndinni — og vafalaust allir fundamenn nú — sammála um að nefndin verði að geta fengið þann starfsgrundvöll, að gagn geti orðið að starfi hennar. — Nefndin er skipuð mætum mönnum, en saga liennar, eins og einn ræðumanna benti á, „skoplegur sorgarleikur“ enn sem lcomið er, vegna fálms og úrræðaleysis fráfarandi ríkis- stjórnar. IFrú Gnðrnn Fétursdóttir | prófastsekkja frá Görðum, and- aðist 6. þ. m. (á skírdag) að heimili sínu, Hólatorgi 2, og fór jarðarför hennar fram á laug- ardaginn, að viðstöddu fjöl- menni. Síra Kristinn Daníels- son talaði í heimahúsum, en síra Friðrik Hallgi'ímsson flutti ræðu í kirkjunni. — I kirkju var kistan borin af ungum ætt- ingjum og vinum, en kenni- menn báru úr kirkju. Jarðað var að Görðum á Álftanesi, en þar hvíla í moldu bein manns liennar, síra Jens prófasts Páls- sonar, alþm. Hann lést 28. nóv. 1912 og varð nær samferða aldavini sínum og stjórnmála- bróður Birni heitnum Jónssyni, ritstjóra. — Síra Jens var ágæt- ur maður, stjórnsamur og að- sópsmikill, héraðshöfðingi í fornum stíl og nýjum. Varð hann harmdauði vinum sínum og öllum þeim, er þektu hann nokkuð að ráði og meta kunnu drenglyndi hans og manngæsku, athafnaþrá og óvenjulegan stórhug. Eftir liát manns síns fluttist frú Guðrún hingað til bæjar- ins, á heimili frú Þóru og Jak- obs Möllers alþm., og dvaldist þar æ síðan, elskuð og virt og mikils metin, eins og hún hafði alla tíð verið. Var frú Þóra, hin gáfaða kona, bróðurdóttir lienn- ar og hafði alist upp hjá þeim hjónum frá barnæsku. — Fleiri börn ólu þau upp og gengu í foreldra stað. Frú Guðrún var orðin liá- öldruð kona, f. 31. des. 1852, og ræður þvi að líkum, að henni hafi orðið hvildin þæg. Hún var ein hinna mörgu dætra Péturs organleikara Gudjohnsens og konu hans, frú Guðrúnar (f. Knudsen). Þóttu þær systur einna bestir kvenkostir hér i bæ á sinni tíð, fríðar sýnum, list- fengar og glæsilegar. Hún var ung gefin síra Jens Pálssyni, er þá var aðstoðar- prestur föður síns, sira Páls Mathiesens í Arnarbæli (d. 1880). Stóð brúðkaup þeirra 11. dag júnímánaðar 1874 og dvöldust þau í Arnarbæli næstu árin. En í ársbyrjun 1879 varð síra Jens prestur að Þingvöllum, fékk Útskála 1886 og loks Garða á Álftanesi 1895. Var heimili þeirra jafnan mannmargt og umsvifamikið, því að síra Jens var hinn mesti athafnamaður. En frúin stjórnaði svo innan stokks, að mjög var rómað, reis árla úr rekkju hvern morgun Louis Zöllner konsúll 85 ára. Fyrir noklcru birtist i enska stórblaðinu Mancliester Guardi- an grein um starfsemi Þjóð- verja og fyrirætlanir hér á landi. Grein þessi vakti allmikla eftirtekt erlendis, ekki einungis á Englandi, heldur einnig i Ameriku, enda þykir Manchest- er Guardian áreiðanlegt blað, þótt hér skyti mjög skökku við. j En þær upplýsingar, sem blaðið flutti lesendum sinum um þýska starfsemi á íslandi voru þess eðlis, að milda gremju vöktu liér á landi. Tveir menn fengu birtar leiðréttingargreinar : Mancliester Guardian. Annar var íslendingur, dr. Jón Stefáns- son í London. Ilitt var Louis Zöllner konsúll í Newcastle. Grein hans var skrifuð af mik- illi þeklcingu á högum íslend- inga, miklum skilningi og mik- illi velvild. Þessi maður, sem þannig tók svari okkar, þegar mikið lá við, verður 85 ára í dag. Louis Zöllner liefir haft manna lengst viðskifti við ís- land allra núlifandi manna er- lendis. Hann byrjaði verslun sína i Newcastle fyrir 60 árum. Litlu siðar voru fyrstu kaupfé- lögin stofnuð liér á landi. Varð Zöllner umboðsmaður þeirra er- Iendis og annaðist viðskifti þeirra þangað til Samband ís- lenskra samvinnufélaga var stofnað. Hafa málsvarar kaup- félaganna margsinnis viður- kent, að Zöllner hafi reynst þcim vel í öllum viðskiftum og talið liapp að jafn duglegur maður annaðist viðskifti þeirra erlendis á uppvaxtarárum þeirra. En það hefir verið ein- kenni á Louis Zöllner, að liann liefir litið á þá, sem við hann skifta, sem viðskiftaVini, bund- ist trygð við þá og lilaupið und- ir bagga, þegar við þurfti. En auk umboðsmensku sinn- ar rak Zöllner víðtæka verslun- arstarfsemi hér á landi um langt skeið. Hófst sú stai-fsemi með félagsskap þeiri-a Jóns Vidalins. Stofnuðu þeir verslun á Vopna- firði nokkru fyrir aldamót. Seinna var stofnað hlutafélagið „Framtiðin“, sem átti 5 verslan- og ætlaði sér eigi minna starf en stúlkum sínum. Frú Guðrún Pétursdóttir var áréiðanlega sjaldgæf kona og gædd i ríkum mæli mörgum hinum fegurstu kvendygðum. Hógvær og prúð i framkomu, mild í lund og móðurleg, mátti ekki aumt sjá. Vildi allra vand- ræði leysa og færði alt til betm vegar. Skyldurækin svo sem best niá verða, iðjusöm og not- invirk, lieimtaði meira af sjálfri sér en öðrum. Henni fansl hún vanrækja skyldustörfin, ef hún tók sér livíld stund úr degi. Og ekki breyttist hugarþelið, þó að aldur færðist yfir, þreytan legð- ist að og líkaminn tæki að lirörna. Alt af var liugsunin sú, að verja hverri stund til nyt- samlegrar iðju, alt af sama lióg- værðin, sama ástúðin, sama umhyggjan fyrir öðrum, sama umburðarlyndíð og góðvildin. Sálar um fatið hið forna fögur skein innri konan, skýrt máttu skatnar og líta að skrúðklæði var það. Gamall vinur liennar og mág- ur kallaði liana stundum í gamni og alvöru „Guðrúnu hina miklu“. Henni liæfði vissulega slíkur titill og slíkt lof, þvi að hún var góð kona og mikil. P. S. ir á Áusturlandi og var Zöllner stærsti hluthafi í því. Eftir 1920 gekk Zöllner með eignir sinar í „Framtíðinni“ inn í „Hinar sameinuðu islensku verslanir" og varð sú ráðstöfun honum hvorki til happs né ánægju. Louis ZöIIner er danskur að fæðingu. Hann fluttist til Eng- lands um tvilugsaldur og hafði þá fengið þá verslunarmentun, sem fáanleg var á helstu versl- unarskólum Dana. — Síðan hef- ir hann átt heima í EnglandL Ei' kona hans ensk, af þektum ættum á Norður-Englandi. Eiga þau 4 börn, tvo syni og tvær dætur. Hafa synir hans komið hingað til Islands, og hinn eldri, Fred, dvalið hér all-Iengi, lært íslensku og eignast fjölda vina hér á landi. Afskifti Louis Zöllners af málefnum Islendinga hafa ekki einungis verið bundin við versl- un og viðskifti. Hann liefir oft beitt sér vel i stórmálum þjóð- arinnar. Haim útvegaði t. d. verkfræðinginn, sem lagði fyrstu stórbrúna, Ölvesárbrúna, hér á landi, og flutti efni í brú- arsmiðina nátega að kostnaðar- lausu. Zöllner nýtur hins mesta áliis og trausts meðal breskra kaup- sýslumanna. Er hann mjög vel metinn borgari og í nánum viu- seindum við suina heimskunna áhrifamenn Breta, t. d. Lord Runciman. Okkur íslendingum er mikið liald i liðveislu 'slíks inanns. I gréin þeirri, sem um var getið í Manchestei’ Guardi- an, sýnir Zöllner fram á hvem- ig viðskiftin milli íslands og Bretlands hafa gengið saman á seinni áruin. Kennir liann fyrst og fremst um hinum háu toH- um, sem lagðir hafa verið á ís- Ienskar afurðir í BretTantff ög innflutningstakmörkunum þar i landi. Leggur Zöllner til að þetta liaftafargan sé afnumið og sýuh’ fram á, hver liagur báðum þjóðunum vrði að því. Þótt Zöllner sé nú orðihn mjög gamall maður, er hanre enn þá svo ern og hvifcur áð furðu gegnir. Fylgist hann erire daglega með allri sinni marg- háttuðu kaupsýslustaiTsemi. Hefir hann nýiega liaft við orS, að skreppa bráðlega til íslands og heilsa upp á fomar stöðvar. En liann hefir áður farið hingað yfir 50 ferðir. Velvild Louis Zöllners í garS Islendinga hefir oft komið i Ijós. Hann hefir gefið Iiingað stórfé, þegar stórslys hafa borið að liöndinn og alveg nýlega vac þess getið, að hann hefði átt góðan þátt i stofnun bókasafns- ins á Húsavík. Louis Zöllner er ræðismaður íslendinga og Dana í Newcastle. Er liann sæmdur ýmsum heið- ursmerkjum beggja þjóða. — Margir Islendingar minnast hans með þakklæti í dag, á 85 ára afmælinu. Arni Jónsson-

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.