Vísir - 24.04.1939, Blaðsíða 3

Vísir - 24.04.1939, Blaðsíða 3
VISÍ R Valnr varð hlutskarpari á veilinum i gær. Erlendu þjálfaparnir sammála um, að íslend- ingar eigi efnilega knattspyrnumenn. Valsmenn Voru vel að sigrinum komnir í gær, því að leik- ur þeirra var í öllum flokkunum betri en K.R.-inga, enda þótt hinir síðamefndu sigruðu með 1:0 í 3. flokki. í 2. flokki sigr- uðu Valsmenn með 2:0 og í Meistaraflokki með 3:1. Bæði félögin hafa æft innan- liúss í vetur, og slíkar æfingar eru auðvitað þýðingarmiklar, en á vellinum í gær var heildar- leikur Valsmanna yfirleitt altaf betri. Festa var meiri í leik þeirra og samleikur, en hjá K. R. var heldur meira af háum og löngum spörkum, sem sjaldnast reynast eins vel og þau sem minni eru. I þriðja flokki sýndu bæði fé- lögin góð tilþrif og gerðu mörg hættuleg uppþlaup, en þó var Valur skæðari, enda þótt K. R. sigraði eftir fallegt upphlaup. í eldri flokkunum báðum kom betur í Ijós, að samleikur Valsmanna er betri og upphlaup þeh-ra betur hygð, en K.R.-ing- ar munu sýna það síðar í sum- ar, að þeir eiga jafngóðan efni- við og Valur og þakka þeim þá fyrir þessar ófarir. Viðtal við þjálfara Fram. Frá sjónarmiði allra íþrótta- unnenda var það dýr farmur, sem Gullfoss flutti til landsins í síðustu viku. Auk K.R.-stúlkn- anna, sem gátu sér hið mesta frægðarorð í Kaupmannahöfn, komu tveir erlendir þjálfarar, Þjóðverjinn Lindemann og Skotinn Divine. Hermann Lindemann er gam- all kunningi Reykvíkinga, svo Linde- mann. að ekld þarf að kynna liann nánara fyrir þeim. Hann hefir fyrir nokkru lokið íþróttakenn- araprófi frá íþróttaliáskólanum í Berlin og tekur nú við kenslu hjá Fram. Tíðindamaður Vísis liitti Lindemann að rnáli í gær og spurði liann um álit hans á leiknum milli K. R. og Vals. — Leikur Vals var betri, seg- ir Lindemann, — K.R.-ingar léku of liátt og sterkt. Ekki er þar með sagt að Valur sé alveg fullkominn, því að það sem öll félögin hér vantar er festa í leikinn og öryggi leikmannanna gagnvart hverjum öðrum. — Hvað verðið þér lengi hér ? —- Eg mun verða Fram sam- ferða til Daumcrkur 6. júní, en óvíst hvorí eg lcem hingað aftur með þeim. Siðan herst talið að ýmsu frá fyrri dvöl Lindemanns liér og að lokum segir hann óspurður, að það sé einna mesti kostur ís- lensku piltanna, hvað þeir sé námfúsir. Viðtal við þjáliara Vals. Hinn skoski þjálfari Vals, Mr. Joe Divine, kom með Gullfossi á Iaugardagskveldið og byrjar kenslu strax í dag. Mr. Divine. Mr. Divine hyrjaði sem at- vinnulcnattspymumaður fyrir 17 árum hjá skoska félaginu Motherwell, sem nú er ofarlega í fyrstu deild. Síðan hefir liann spilað með Burnley, Newcastle United, Sunderland, Birmingliam og síðast með Chesterfield. Hann spilaði vinstra innherja í 14 ár, en síðan vinstra framvörð. Tíðindamaður Vísis hafði tal af honum í gær á skrifstofu Vals. , — Ilvert er álit yðar á ís- lenslcu knattspymumönnunum, sem þér sáuð í dag? — Þeir eru mjög efnilegir og mér leist ágætlega á yngstu drengina, en annars skortir þá festu og einnig gæta þeir ekki staða sinna á vellinum sem hest. Eg efast ekki uni að þeir geti orðið snjallir knattspyrnumenn. — Hafið þér leikið í ensku landsliði? — Nei, en verið tvisvar til reynslu sem vinstri innherji. Mohican- strandið. Brim jókst í nótt og' var nokkur uggur í mönnum út af því, að f jórir menn voru í skipinu, en þeir Voru ekki í neinni hættu, er Vísir talaði við Hall- geirsey laust fyrir hálf tólf í dag. Enn liefir ekki tekist að ná út Ilull-togaranum Moliican, sem slrandaði á Rangársandi. Eins og getið var í Vísi s. 1. laugar- dag, var unnið að því, að losa skipið um fjöruna, til þess að létta það, og var von um, að takast mundi að ná skipinu út á flóðinu í gærkveldi, en það tókst þó ekki. Er varðskipið Ægir á strandstaðnum og vinn- ur að björgunartilraununum. Eru fjórir menn af Ægi í tog- aranum. Þar sehi brim jókst allmjög í nótt var nokkur uggur í mönn- um, vegna íslendinganna, sem voru í togaranum, en að því er Vísi var tjáð í viðtali við Hall- geirsey í dag kl. tæplega IVV2, voru mennirnir ekki í neinni hættu. Er enn unnið að því, að létta slcipið, og mun verða gerð ný íilraun til þess að ná skipinu út á flóðinu í kvöld. Geir Zoéga útgerðarmaður frá Hafnarfirði, umboðsmaður Hellyer Bros í Hafnarfirði, sem var fyrir austan fyrir lielgi, kom á laugardag, en fór aftur austur í morgun. K1 stilkurnor koi á laowáao. Með Gullfossi á laugardags- kveldið kom stúlknaflokkur K. R., sem sýnt hefir í Kaupmanna- höfn og' víðar í Danmörku og í Málmey, við hinn besta orð- stír. Fjöldi fólks var niður við höfnina til að taka á móti flokknum, en forseti í. S. í., Ben. G. Waage, ávarpaði kenn- ara stúlknanna og fararstjóra, Benedikt Jakohsson, og stúlk- urnar sjálfar. Síðan hrópaði mannfjöldinn ferfalt húrra fyrir þeim. Sem dæmi þess, hve vel sýn- ing slúlknanna tókst má nefna það, að eingöngu flokkur þeirra og finski karlaflokkurinn voru látnir sýna tvisvar. Það er sannarlega ánægjulegt þegar liægt er að koma liér upp flokkum, sem hljóta svo mikið lof erlendis. er þeir sýna sig þar. Sly s. Tryggvi Magnússon, mál- ari varð fyrir slysi austur undir Ingólfsfjalli á laugardagskveld. Var Tryggvi á gangi þar á veginum, þega híll ók famhjá honum. Féll Tyggvi á bílinn aft- arlega og meiddist á höfði. Hann var fyrst fluttur austur að Eyrarhakka, en síðan á Landsspí talann. Annars hefi eg spilað í Frakk- landi, Hollandi og Þýskalandi með Burnley og Newcastle. — Höfðuð þér haft spurnir af íslenskri knattspyrnu áður? — Nei, en eg sé nú að íslend- ingar eru betri en eg bjóst við. M.s. Fagranes sett fram Lýst breytingum og endurbótum. Eins og getið var um liér í blaðinu á laugard. var lokið stækkún og hreytingum á m.s. „Fagranesi“ í skipasmíðastöð- inni á Akranesi, og því hleypt af stoklcunum s.l. föstudags- kvöld. Þessi stækkun er til bóta á þrennan liátt aðallega, skilst fréttaritara: Lestarrúm skipsins stækkar að miklum mun, þil- farsrýmið (framþiljur) stækkar svo mikið, að vel er nú hægt að flytja á þilfarinu tvær hifreiðar, — og jafnvel þrjár. En þetta er mikilsvert atriði yfir sumar- mánuðina fyrir þá sem fara í langferðir á bifreiðum, að þurfa nú ekki að láta flytja þær lengra sjóleiðis en til Akraness. Og loks hefir farjjegasalurinn undir framþiljunum verið lengdur um ca. 1 metra, þvert yfir skipið, svo að þar verður miklum mun rúmbetra en áður var. Þar sem nú er húist við hif- reiðaflutningi með skipinu, hef- ir verið komið fyrir nýrri vindu (spili) á framþiljunum, sem lyftir þrem smálestum og knúin er með rafmagni. Og þá þurfti líka, sérstaldega í sambandi við þetta, að setja í skipið nýja og sterkari framsiglu og „bómu“. En siglan var grönn, úr furu og rétt að eins tylt í þilfarið. En í stað henanr er - nú komin 10 þml. pitchpine-sigla, sem stend- ur í gegnum þilförin og í kjöl niður, og við hana IV2 þml. „hóma“ úr sama viði. Yirðist liér því mjög traustlega um húið.. Ný diesel-aflvél (19 hesta Giildner) til raforkufram- leiðslu, hefir verið komið fyrir í vélarúmi skipsins. Eitt hlut- verk þeirrar vélar er það, að knýja vinduna, sem áður er get- ið um, á þilfarinu. En annars er hún bæði liita- og ljósgjafi. Hitunartækin, sem fyrir voru i farþegasölunum og annarsstað- ar í skipinu, voru tekin í burtu, en i þeirra stað komið fyrir rúmlega 20 rafmagnsofnum, mjög liaganlega. Og rafsuðuvél er komin i eldhúsið i stað kola- eldavélar, sem þar var áður. Nýr loftrásarútbúnaður hefir verið settur i farþegasalina, svo að nú á þar að vera gott loft að jafnaði, en áður var nokkur misbrestur á því. Vélin var tekin úr skipinu og látin fram fara á henni rækileg viðgei'ð og nýir hlutir settir í hana, þar sem þess þótti þurfa. Og ný kopai-skrúfa var sett í skipið og nýr öxull. Loks hefir skipið vei'ið rnálað utan og innan, hátt og lágt, mjög vandlega, skafin upp og gljáuð að nýju öll handrið og hui'ðir allai', og alt fágað og prýtt og gert sem nýtt. Eiríkur Oi’msson úr Reykja- vik hefir séð um niðursetningu hinna nýju raftækja, en um málningu hefir séð Lárus Árna- son málarameistari. Kl. að ganga 7 á föstudagskv. var „Fagranesi“ lileypt af stokkunum og rent í sjó fram. Hafði safnast allmikill rnann- fjöldi vestur að di’áttarbrautinni lil þess að horfa á þann atburð, ])vi að mönnum þykir nokkurs um það vert, að hægt skyldi vera að vinna þetta verk hér, og hversu vel það liefir tekist. Og eins lék mönnum forvitni á að sjá, hvernig skipið bæri sig nú, þegar það kæmi á flot. Litils- liáttar töf vai-ð á framsetning- unni, en alt fór þó vel. Og þegar „Fagi-anes“ var komið fram á lónið fyrir framan dráttarbraut- ina, þótti mörgum sem þar væri koinið nýtt og fegurra skíp. Allar vélar voru reyndar og virtust vera í besta lagi, og skip- inu siðan siglt austur fyrir Skagann og lagt við legufæri sín á höfninni. Fyrstu áætlunarferð sína fer skipið svo i dag, milli Akra- ness og Reykjavíkur. t Skipstjóri verður hinn sami og áður var, Ármann Halldói’S- i son. Frjr. BARNADAGUR Á AKRANESI. Akranesi 21. april. Barnavinafélag Akurnesinga, sem vera mun fimm ára gam- alt, efndi til ýmiskonar skemt- ana hér i gær (sumardaginn íýrsta). Kl. 2 e. li. söfnuðust skóla- börnin saman fyrir framan hax-naskólann og fóru þaðan i skrúðgöngu til kirkju. En þar flutti dr. Árni Árnason héraðs- læknir erindi. Þá var bömunum aftur raðað i fylkingu hjá skól- anum og fór fylkingin víða um götur kauptúnsins og var síðan enn staðnæmst við skólann. — Safnast hafði þar þá saman tals- vert af fullorðnu fólki og flutti Guðmundur Björnsson kennari ræðu, en Ingólfur Runólfsson kennari lék nokkur vorlög á barmoniku við annan mann. Þessum þætti laulc með þvi, að lítill karlakór sjómanna söng nokkur lög undir stjórn Theo- dórs Árnasonar. Kl. 5 var skemtun i sam- komuhúsinu. Þar flutti Magnús Gislason kennari erindi, sem mikið var rómáð, þar var barna- söngur og samlestur harna og loks var leikinn gamanleikur. Þessi skemtun var vel sótt. Sið- an var börnunum leyft að dansa í húsinu nokkra stund, en kl. 10 í gærkveldi hófst dansleikur fyr- ir fulloi'ðna fólkið. Þar var margt manna, en ekki vissi fi’éttaritari hvernig eða hvenær þeirri skemtun lauk. Barnavinafélagið hér hefir aðallega unnið að þvi, að korna upp barnaleikvelli og hefir starfrækt hann í 3 sumur. For- maður félagsins er Jóhann Guðnason slökkviliðsstjóri. Frjr. Drengj alila up Ármanns fór fram i gærmorgun, laust fyrir kl. 11, að viðstöddu fjöl- menni. Veður var ágætt, og fór hlaupið prýðilega fram, nema hvað óstundvísin stakk fram nefinu, eins og svo oft áður. Þetta var 17. Drengjahlaup- ið ,og var kept 11111 nýjan bik- ar, gefinn af Eggert Kristjáns- syni stórkaupmanni. Er þetta 5. bikarinn, sem kept er um í þessu hlaupi, en hina 4 fyrri liefir K.R. alla unnið til eignar. Hlaupi þessu hefir nú verið breytt þannig, að kepnin er nú fyrir 3ja manna sveitir, en áð- ur fyrir 5 manna sveitir, og er sú brevting að minu áliti ekki til bóta. Hlaupið í gær fór þannig, að K.R. vann á 11 stigum, átti 1., 3. og 7. mann. Ármann var næst með 19 stig (átti 5., 6. og 8. mann). Þriðja var Fimleika- félag Hafnarfjarðar með 24 stig (átti 2., 9. og 13. mann). íþróttafélag Ivjósarsýslu liafði 41 stig (átti 4., 18. og 19. mann) og íþróttafélag Reykjavíkur Þorijergur Þorlelfsson, alþlDgismaðnr. Þorhergur Þorleifsson alþing- ismaður andaðist í gær að heim- ili sinu, Hóhmi í HomafirðL Ilafði liann ekki komið til þingð að þessu sinni, og vissu menii livað að fór. I sumar sem leið kom Þorbergnr hingað suður til lækninga. Við uppslcurð kom í Ijós, að hann hafði krabbameini í maga og varð ekki frekar að gert. Andlátsfregn hans kom því ekki að óvörum. Þorbergur var fæddur 18. júni 1890, elstur harna Þorleifs Jóns- sonar, fyrv. alþingismanns. Hann ól allars aklur sinn á Hól- um. Árið 1934 var hann kosinn þingmaðiiF Austur-Skaftfelt- inga, eftir föður sinn. Hann átti sætl í fjárveitinganefnd Alþing- is. Að öðru leyti verður hans einkum minst sem þingmanns fyrir afskifti hans af loðdýra- ræktarmáluni. Þorhergur var víðlcynníngar- góður ínaður og vinsæll, glaður og félagslyndur. Reglumaður mesti. Þingfundir falla niður í dag vegna fráfalls hans. I minn- ingarræðunm, sem forseti neðri deildar las upp i morgun, var sagt 11111 Þorberg, að hann hefði verið „lirekklaus maður og góð- viljaður“. Þau unimæli voru fullkomlega verðskulduð. Þorbergur var ókvæntur og barnlaus. hafið 61 stig (átti 14. 15. og 32. mann). Önnur sveit Ármanns | liafði 37 stig, 2.. sveit K.R. hafði 54, 2. sveit F.H 72 og 2. sveit Í.K. 82 stig. Fyrstur í mark varð Guð- hjörn Árnason úr K.R. á 7 mín., 18.9 sek. og er það met í þessu hlaupi. 2. varð Haraldur Sig- I urjónsson úr F.H. á 7 mín. 19 | sek. og 3. Garðar, Þormar úr i KR. á 7 mín. 37.4 sek. 4. Sigur- \ jón Jónsson (Í.K.), 5. Árni Kjartansson (A.), 6. Konráð ! Iíristinsson (Á.), 7. Þorgeir I Einarsson (K.R.), 8. Guðjónt i Hansson (Á.), 9. Ingibjartur ! Bjarnason (F.H.), 10: Mattliía’s Guðmundsson (A.) og Hörður Þorgilsson (Á.), 12. Grétar Ei- ríksson (K.R.), 13. Jón Guðh jónsson (F.H.), 14. Elías Síg- urjónsson (ÍR.) og 15. Sigur- gísli Sigurðsson (Í.R.). Kepp- endur voru 35 af 45 á skrá, og komu allir í niark. Kepnin varð allhörð millí Guðbjörns og Haraldar um 1. sætið, er endaði með því, að Guðhjörn marði vinning. þeir Iilupu lilið við lilið allan Frí- kirkjuveginn og Lækjargötuna og gerðu báðir margar árang- urslausar tilraunir til að hrista liinn af sér. Guðhjörn var einn- ig fyrstur í fyrra og var þá 18 sek. lengur á leiðinni. Harald- ur var 4. i fyrra og Garðar 2r Iv.R. hefir nú unnið 13. Drengjahlaup (af 17) og er þetta 6. vinningurinn í röð. Sóloih.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.