Vísir - 11.05.1939, Qupperneq 3
V IS í R
Myndhöggvarinn próf.
Einar Jónsson 65 ára
í dag er mesti myndhöggvari
íslendinga, prófessor Einar
Jónsson, 65 ára. Hann er elstur
íslenskra myndhöggvara enda
brautryðjandi í þeirri listgrein
og kunnastur úti um heim af
verkum sínum. Hefir þráfald-
lega verið um hann ritað í öll-
um helstu menningarlöndum
heims og birtar myndir af verk-
um hans, sem hlotið hafa hina
mestu athygli og viðurkenningu.
Þrátt fyrir þennan aldur er
starfsþrek Einars Jónssonar
enn i fullum blóma, og hann
gengur stöðugt að vinnu sinni,
framleiðir ný og ný listaverk,
og safn hans stækkar með ári
hverju. Þeir, sem ganga um
Freyjugötuna seint á kvöldin
sjá stöðugt ljós í vinnusal pró-
fessors Einars Jónssonar, en þá
er hann að vinna að listaverknm
sínum, —■ einn í kyrþey.
Þótt Einar Jónsson liafi ekki
farið almannaleiðir í list sinni
og lifnaðarliáttum, er óhætt að
fullyrða að hann nýtur hinnar
mestu virðingar og ástsældar
hinnar íslensku þjóðar, enda er
hann einn þeirra fáu sona
hennar, sem gert hefir garðinn
frægan i þess orðs fylsta skiln-
ingi. Til safns lians streymir á
ári liverju fjöldi erlendra ferða-
langa, sem kynnast verkum
hans og dásama þau, og próf.
Einari Jónssyni hefir verið
falið að vinna verk fyrir ntlend-
inga, sem einnig munu nafni
hans á lofti halda. Var honum
þannig falið árið 1917 að gera
standmynd af Þorfinni Karls-
efni fyrir Bandaríkjamenn, og
síðar barst honum beiðni fná
auðmanni einum erlendum um
að búa til minnismcrki yfir
lconn hans, sem mjög hafði dáð
verk hans og listgáfu.
Safn Einars Jónssonar mun
vera dýrmætasta eign okkar ís-
lendinga frá síðari tímum, en
þrengsli munu hafa verið því
mjög til baga. Af þeim sökum
réðist prófessorinn ^jálfur í
það að hyggja viðbyggingu við
liús sitt fyrir eigið fé, en tók
hina fyrri vinnustofu sína til
afnota fyrir safn sitt. Aðhúnað-
ur safnsins mun þó ekki vera
svo öruggur, sem á verður kos-
ið, sem m. a. stafar af því að
svo langt er um liðið frá því er
safnhúsið var reist, og þá ekki
rciknað með öllum þeim ann-
mörkum, sem til greina komu
t. d. jarðskjálftum, en þeirra
vegna munu nokkurar skemdir
hafa orðið á liúsinu. Til við-
halds liússins kostar prófessor
Einar Jónsson árlega mildu fé
úr eigin sjóði, en slikt viðhald
ætti íslenska þjóðin að annast,
en ekki hann.
I dag munu berast hlýjar
kveðjur úr öllum áttum til pró-
fessors Einars Jónssonar, með
því að hann nýtur mestu vin-
sælda, bæði hér lieima og er-
lendis hjá öllum þeim, sem gef-
ist hefir kostur á að kynnast
lionum, en i dag æ'tti íslenska
þjóðin öll að sameinast í því að
sýna lionnm þakklæti sitt og
virðingu sem mesta listamanni
lxennar og brautryðjanda.
Farfcglar opna
skrifstofo.
Farfuglar hafa nú lokið
fyrsta ferðanámskeiði sinu og
stóð það í þrjár vikur. Þessir
fluttu fyrirlestra: Jón O. Jóns-
son, lijálp í viðlögum, Steinþ.
Sigurðsson, notlcun áttavita og
uppdrátta, Guðm. Einarsson frá
Miðdal, ferðaúthúnaður, og
Pálmi Hannesson, ferðalög og
ferðamenning. Skátar lcendu
verklega hjálp í viðlögum.
Þá opnar Bandalagið skrif-
stofu í Mentaskólanum og verð-
ur liún opin tvisvar í viku,
fimtudaga kl. 6—7 og laugar-
daga 1—2 og 4—5. Þar geta
menn fengið upplýsingar um
starfsemi farfuglanna, útvegað
sér ferðafélaga o. s. frv. Skrif-
stofan er opin í dag í fyrsta
sinn.
65 ára starfsafmæli
Kvennaskóltns.
Hún var lítil vexli, en stór að
hugsun, konan sú, er fyrir tæp-
um 65 árum kom liér kvenna-
skólaliugmynd sinni í fram-
kvæmd. Hún var lengi fjarri
ættjörðu sinni og fékk góða
mentun sjálf, eii því sárara
fann liún til þess livað íslensku
konunum vár áfátt í þeim efn-
um. Hún skildi það svo vel að
um miklar framfarir hjá þeim
gat ekki verið að ræða í þá átt,
meðan þær fengu naumast lært
að skrífa hvað þá heldur meira.
„Því blindur erhóklaus maður“.
Hún vissi það af reynslu, að
ekki gat borið ahnent á góðu
handbragði meðal íslenskra
kvenna, ef þær sæju það ekki
fyrir sér.
Frú Thora Melsted varð að
lmgsjón sinni og lifði fyrir hana
og skóp sér með því þann heið-
urssess í íslensku þjóðlífi er
aldrei deyr.
Það var mikið liapp fyrir
skólann hennar að liún valdi
sjálf eftirmann sinn, því það
sýndi sig brátt að hún vissi hvað
hún fór og valdi ekki af verri
endanum, þvi núverandi for-
stöðukona skólans, frk. Ingi-
björg H. Bjarnason, varð fyrsta
jángkona okkar íslendinga og
Samkoman á Hvánneyri.
Það er búist við, að mann-
margt verði á Hvanneyri um
lielgina 24.—25. jún.í, þvi að þá
munu ílykkjast þangað nem-
endur skólans úr öllum áttum,
til þess að minnast afmælis
skólans. Verður hálíðahöldun-
um hagað þannig, að Hvann-
eyringamót verður fyrri dag-
inn, en almenn samkoma hinn
síðari. (Grein um Hvanneyrar-
skólann, í tilefni af afmælinu,
verður birt síðar hér í blaðinu).
Það mun enginn ágreiningur
um það, að þessi skóli liefir
verið þjóðinni gagnlegasta
stofnun, frá því liann tók til
starfa, en með komu Halldórs
Vilhjálmssonar að skólanum,
færðist nýtt fjör í skólastarf-
semina, og færðist þá margt í
hetra liorf og í samræmi við
kröfur liinna nýju tíma, og var
þá og breytt um tilhögun á
skólafyrirkomulaginu. Að hin-
um ágæta manni, sem var fyr-
irrennari Halldórs, ólöstuðum,
verður þess ávalt minst, að
Halldór hóf Hvanneyrarskóla
sem hændaskóla til vegs og al-
menns trausts og álits. Stjórn-
aði hajnn skólanum af sinni
alkunnu röggsemi og stjórn-
semi um langt skeið, eða þar
til hann lést 1937, og það er
sannarlega maklegt, að minn-
ing Halldórs sé (heiðruð sér-
staklega á 50 ára afmæli skól-
ans, því að það, sem Ilvann-
eyrarskóli er í dag, er langsam-
lega mest honum að þakka,
þótt margra góðra manna ann-
ara hafi þar notið við.
Það eru gamlir lærisveinar
og samverkamenn Halldórs,
sem gengist liafa fyrir því, að
hrjóstlíkanið verður reist. .Það
á að standa í garði skóíShs,
suðvestan íveruhússins, þannig
að andlit líkansins viti að
skólahúsinu.
Vísir átti stutt viðtal við Rík-
arð Jónsson myndhöggvara og
listskurðarmann i morgun og
spurði hann um brjóstlíkan
þetta. Kvaðst Ríkarður hafa
unnið að þvi síðastliðið ár og
fullgert það i vetur. Var það
svo sent til Kaupmannaliafnar
til þess að steypa eftir því, og
er það gert lijá Fritz Lauritzen
kgl. bronzesteypara í Kaup-
sómdi sér þar vel. Og undir
handleiðslu hennar er Kveima-
skólanum viðbrugðið fyrir
stjórn og reglusemi og grand-
varleik í hvívetna. Það er því
engin tilviljun að hann liefir
átt flestar íslensku stúlkurnar
er vel liafa orðið að sér til
munns og handa.
Nemendasamhand Kvenna-
skólans í Reykjavík efnir til há-
tiðahalda i Oddfellowhúsinu 15.
þ. m. í tilefni af 65 ára starfs-
afmæli Kvennaskólans i Rvík.
Mun þar áreiðanlega verða
margt um manninn, þvi svo
mörgum okkar er ldýtt til skól-
ans og liöfum þaðan ljúfar end-
urminningar.
S. M. Ó.
mannahöfn*, sem einnig er að
gera afsteypu um þessar mund-
ir af öðru brjóstlikani eftir
Rílcarð, þ. e. af dr. Ben. S. Þór-
arinssyni, og á sú mynd að
vera í Benediktssafni Háskól-
ans, og er sú mynd gerð fyrir
Háskólann.
Ríkarður kvað súluna og
brjóstlikan Ilalldórs Vilhjálms-
sonar verða um tvo metra á
hæð.
Er afsteypan væntanleg hing-
að bráðlega. Engin mynd lief-
ir verið tekin af brjóstlíkaninu
og getur Vísir þvi ekki birt
mynd af þvi að svo stöddu.
Nýir kraftar.
Skólastjórn á Hvanneyri og
húrekstur er nú í höndum Run-
ólfs Sveinssonar, ungs, ötuls
manns, sem hefir getið sér hið
hesta orð þann stutta tíma, sem
hann hefir verið skólastjóri
hændaskólans á Hvanneyri.
Þ. 23. f. m. var bændaskólan-
um slitið og luku 24 nemendur
hurtfararprófi, en 31 upp í 2.
deild. Nokkurir stunduðu nám,
án þess að taka burtfararpróf.
Verklegt nám byrjaði þegar eft-
ir skólauppsögn, að venju. Fæð-
iskostnaður pilta varð i vetur
ásamt þjónustugjaldi kr. 1,36 á
dag. Er Hvanneyrarskóli, auk
þess að vera einhver besti skóli
landsins, mjög ódýr skóli.
Útsendingar veðnr-
fregna á síyrjaidar-
tímum.
Oslo 12. maí. FB.
Forstjórar veðurstofa Norð-
urlanda eru sem slendur á
fundi i Kaupmannahöfn. Höf-
uðviðfangsefni þeirra er ýms
vandamál í sambandi við út-
sendingu veðurfregna á ófriðar-
tímunum. — NRP.
Morgunn.
Fyrra liefti (janúar—júni)
XX. árg. er nú komið út fyrir
skömmu. Varð að ráði eftir frá-
fall Einars H. Kvaran, að síra
Kristinn Danielsson tæki að sér
ritstjórnina. Hefir liann séð um
þau lieftin, sem siðan eru út
komin, og gert það með heiðri
og sóma, svo sem hans var von
og vísa. Snæbjörn bóksali Jóns-
son mun liafa verið honum til
aðstoðar að einhverju leyli og
ritið ekki haft hallann af, þvi að
liann er óvenjulega áhugasamur
um andleg mál, víðlesinn í þeim
fræðum og prýðilega ritfær.
Siðasta heftið virðist þó ekki
hera lians menjar. — Sú breyt-
ing er á orðin, að „Ritstjóra-
rabbið“ er niður fallið, en i stað
þess kominn tíðindabálkur,
sem sira Kr. D. hefir tekið sam-
an og nefnist „Sitt af hverju,
sem á vegi verður“. — Sira
Kristinn gerist nú hniginn að
aldri, en er þó enn ungur i
anda og óhrörnaður, fullur af
áhuga um eilífðarmálin. Og
ekki er að efa samviskusemina
i starfinu og skylduræknari
maður mun torfundinn. —
Efni Morguns að þessu sinni er
sem hér segir:
„Sjötíu ára minning Haralds
Níelssonar“. Eftir síra Jón Auð-
uns og Kristinn Danielsson. —
„Sálarrannsóknafélag íslands
tuttugu ára.“ Ræða eftir sira
Kristinn Danielsson. — Miðils-
hæfileikinn", eftir Einar Lofts-
son. — „Játning Allan How-
grave Grahams (bréf).“ —
Erindi eftir K. D. — „Engin
heimsstyrjöld,“ eftir K. D. —
„Þjónusta englanna" (frh.).
Þýtt af K. D. — „Ummyndun,“
þýtt af Einari Loftssyni. —
„Sagnfræðileg sönnun,“ þýtt af
K. D. — „Vandamál, sem þarf
að leysa.“ Eftir Guðm. Einars-
son. — „Hæstaréttardómur.“ —
„Krabbamein i fyrsta sinn lækn-
að af lærðum lækni með miðils-
hæfileika.“ (Or Vísi). —
„Draumur", eftir Sigurð
Draumland. — „Sitt af hverju,
sem á vegi verður,“ eftir Kr. D.
(„Páskarnir.“ — „Þvi ekki að
taka alt með.“ — „Þögnin og
svefninn.“ — „Páskaræðan." —
„Morgunn dauðans.“ — „Örlát-
ir viriir.“ — „Hæstaréttardóm-
urinn.“) —
Sálarrannsóknafélag íslands
væntir stuðnings allra þeirra
manna og kvenna, er unna
frjálsum rannsóknum um and-
leg mál og setja boðun sannleik-
ans ofar kreddum og kennisetn-
ingum.
Bc&taf
fréfitr
LO.O.F. 5=1215118Va = 9.111
Veðrið í morgun.
í Reykjavík 9 stig, heitast í gær
15 stig, kaldast í nótt 9 stig. Sól-
skin-í gær 7.2 stundir. Heitast á
landinu í morgun 16 stig, á Akur-
eyri, kaldast 4 stig, á Dalatanga og
Fagradal. Yfirlit: Grunn lægð fyr-
ir suðvestan og vestan land á hægri
hreyfingu í norður. Horfur: Suð-
vesturland til Vestfjarða: Allhvass
og sumstaðar hvass suðaustan og
sunnan. Rigning öðru hverju.
Hjúskapur.
í dag verða gefin sarnan i hjóna-
hand á Isafirði, ungfrú Sólveig'
Sveinbjarnardóttir og Loftur
Bjarnason, útgerðarntaðtir í Hafta-
arfirði. Herra biskupinn Sig;-
urgeir Sigurðsson, gefur saitsan.
Frá Hafnarfirði.
Júní kom í morgun með 55 föt
lifrar eftir langa útivist. Bmst er
við að hann hætti, en ekki ítilTráð-
ið. Sviði fer 5 dag liingað til Reyk-
javíkur og verður dreginn i Siipp»
Dýraverndarinn,
3. tbl. þ. á., er nýlega komið út,
Það flytur þetta efni: Sandburður,,
Skot í bak og skaðabætur, VilHgaes-
ir, Reykur (Sig. Gíslason), Sorg:,
Hundar og íjársöfnun til Iíknar-
starfa, Skýnsöm dúfa o. m. fl. Er
ritið vandað og læsilegt að vanda.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir Tengdapabba í kvöld. AtS
þessari sýningu verða nokkrir aB-
göngumiðar seldir á. 1.30.
Af veiðum
kom í morgun Karlsefni. Þór-
ólfur var væntanlegur.
Lokadagurinn
er í dag og er vetrarvertíðinnl
því lokið hér á SuðurláncB. Loka-
dagurinn er jafnan merkjasöludag-
ur Slysavarnafélagsins og svo er
enn í dag. — Bæjarbúar ættn a8
styrkja hina þjóðhollu starfsemi fé-
lagsins með því að kaupa merks.
Vörður.
Aðalfundur Varðar verður S
kvöld og hefst kl. 8.30 síðd. ASnr
en venjuleg aðaifundarstörf hefj—
ast flytur Jakob Möller, fjármáfe-
ráðherra, ræðu.
Glímufélagið Ármann
heldur almennan félagsfund í Aí-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu föste-
daginn 12. mai kl. 9 síðd. Ýiœ fé-
lagsmál verða til umræðu. Féíagar,
f jölmennið!
Næturlæknir:
Ólafur Þ . Þorsteinsson, Mána-
götu 4, sími 2255. Næturvörður i
Laugavegs apóteki og Ingólfs apö-
teki.
Félag harmonikuIeikaTa'
auglýsir í dag, að félög og_e»-
staklingar, sern haldi dansleiký <og
vanti harmonikumúsik, getí hringt
í síma 4652 kl. 8—6 daglega..
Hringurinn.
Félagskonum er bent á augl. um
framhaldsaðalfund í blaðinu í dag.
Tilkynnið
flutninga á skrifstofu Rafmagns-
veitunnar. Sími 1222:
Póstar
frá Reykjavík á morgunr Mos-
fellssveitar-, Kjalarness-, Reykja-
ness-, Olfuss- og Flóapóstar, Hafu-
arfjörður, Seltjarnarness-, og
Húnavatnssýslupóstur, Stykkis-
hólmur, Laxfoss til Bórgarness og
Akraness,. Fljótshlíðarpóstur. Póst-
ar til Reykjavikur: Mosfeílssvert-
ar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölf-
uss- og Flóapóstar, Hafnarf jörður,
Seltjarnarness, Laxfoss frá Borgar-
nesi og: Akranesi, Norðanpóstur.
A. S. B.
félag afgreiðslustúlkna í brauð-
búðum heldur f ramhaldsaðalfund
föstudaginn 12. maí kl. 8J4 síðdeg—
is. Margt verður til skemtunar. a8
loknum aðalfundarstörfum.
Útvarpið í kvöld.
Kh 19.15 Hljómplötur: Létt lög.
19.45 Fréttir. 20.20 Erindi: Urca
fiskiveiðar Ameríkumanna við ís-
land (Lúðvík Kristjánsson ritstj.)!.
20.45 Einleikur á fiðlu (Þörarinn)
Guðmundsson). 21.05 Frá úílöiid-
um. 2-1.20 Útvarpshljómsveitin leik—
ur. 21.45 Hljómplötur: Andíeg tón--
list. —
Kípntaa
mjög falleg
best í
Þingholtsstræti 2.
Látid Carl D. Tulinius & Co. h. f„
annast allar tryggingar yðar
Brjóstlíkan af Halidórl Vil-
hjáfmssyni verður reist að
Hvanneyri í júní.
Verður þá minnst 50 ápa afmælis
skólans.
Eins og mörgum er kunnugt á Hvanneyrarskóli 50
ára afmæli í vor og stendur til, að afmælisins verði
minst með samkomu að Hvanneyri dagana 24. og 25.
júní næstkomandi. Þá verður afhjúpað í garði skólans
brjóstlíkan af Halldóri heitnum skólastjóra.
t‘V' ...