Vísir - 15.05.1939, Síða 2
V I S I R
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson.
Skrifstofa: Hverfisgötu 12.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12.
(Gengið inn frá Ingólfsstræti).
S í m a r :
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
(kl. 9—12 5377)
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Bræðslu-
síldarverðið.
flft hefir verið um það deilt,
^ hvort réttara sé, að síldar-
verksmiðjur ríkisins greiði
mönnum fast verð fyrir síldina,
sem óhagganlegt sé, ellegar liitt
að verðið sé áætlað, ákveðin
hundraðstala greidd þegar lirá-
síldin er lögð inn, en hið endan-
lega verð ekki greitt fyr en eftir
að allar ársafurðirnarerukomn-
ar í verð. Þeir sem hafa haldið
fram áætlunarverðinu, hafa
bent á það, að síldarverksmiðj-
ur ríkisins eigi að tryggja við-
skiftamönnum sínum, útgerðar-
mönnum og sjómönnum, sann-
virði fyrir vöi*ur sínar, hvorki
meira né minna. Verksmiðj-
urnar eigi ekki að vera reknar
í þeim tilgangi að safna gróða
handa ríkinu. Þvi síður megi
þær vera reknar svo ógætilega
að tap verði á rekstrinum.
Venjan hefir verið sú, að
verksmiðjustjórnin hefir ákveð-
ið fast verð. Hefir oft orðið um-
tal um verðákvörðun og á ýmsu
oltið um útkomuna. Stundum
hefir verðið verið svo hátt, að
verksmiðjurnar liafa verið
reknar með tapi. Næsta árið
hefir verðið síðan verið ákveðið
svo lágt, að sjómenn og útgerð-
armenn hafa sárkvartað, en
verksmiðjurnar aftur hagnast.
Árið 1936 varð einna mest þref
um síldarverðið. Þá var þvi
upphaflega haldið fram af ýms-
um talsxnönnum ríkisverk-
smiðjanna að verðið mætti
ekki vera yfir 4.30, en eftir
harða og langvimia baráttu
tókst loks að mjaka verðinu
upp i 5.30. Ýmsir forvígismenn
útvegsins höfðu fyrirfram fært
að því gild rök, að þetta 5.30-
verð Væri of lágt. Og reynslan
sýndi að þeir höfðu haft rétt
fyrir sér.
Svo kom kosningavorið 1937
og þá ætlaði stjórn verksmiðj-
anna ekki að bremia sig á þvi
að halla um of á sjómennina.
Verðið var ákveðið 8 krónur.
En þrátt fyrir mesla afla, sem
þekst hefir, urðu rikisverk-
smiðjurnar fyrir skelli í þessu
veltiári. í fyrra fer svo verðið
niður í 4.50 málið. Og verður
þá útkoman sæmileg hjá verk-
smiðjunum. En það er auðvitað
næsta óeðlilegt, að ríkisverk-
smiðjurnar, sem reistár eru og
reknar vegna útgerðarinnar,
skuli safna fé, þegar allir sem
útgerðina stunda verða fyrir
tapi, en tapa þegar þeir hinir
sömu græða. Þegar verðlag er
lágt á afurðunum, eins og var
1936 og 1938 er útgerðinni
fylsta nauðsyn á að bræðslu-
síldarverðið sé ákveðið svo hátt,
sem verksmiðjurnar fá frekast
staðist. Ef verksmiðurnar þurfa
að safna fyrir orðnum eða ó-
orðnum skakkaföllum, er eðli-
legast að þær geri það í árferði,
þegar sildarverð er sérstaklega
hátt, eins og 1937 eða nú í ár.
En til þess að fyrirbyggja
það að óþarfa þref verði út af
ákvörðun síldarverðsins, hefir
sú regla verið upptekin, að
síldveiðimönnum er í sjálfsvald
sett, hvort þeir vilja heldur
sæta liinu fasta verði, sem upp
hefir verið kveðið, eða leggja
sildina inn til vinslu, fá 85%
útborgað af faslaverðinu, eu
bíða endanlegs uppgjörs, þar til
allar afurðir þess árs eru komn-
ar í verð. Venjulega munu sild-
veiðimenn taka hinu fasta verði
og láta við sitja, þótt þeim finn_
ist það máske eitthvað lægra en
vera ætti. En hvenær, sem verð-
ið er ákveðið svo lágt, að fram-
leiðendur telja að gengið sé
verulega á hlut sinn, er þeim op-
in leið að legga síldina inn til
vinslu, fá 85% útborgað, en fá
síðan lokauppgjör, þegar afurð-
iraar eru komnar í verð.
Að þessu sinni hefir meiri
liluta stjórnar sildarverksmiðj-
anna, 4 menn af 5, ákveðið
verðið 6.70. Einn nefndar-
manna, Finnur Jónsson, telur
að það eigi að vera 7 krónur og
hefir röksutt þetta álit sitt í Al-
þýðublaðinu. Það er alveg á-
stæðulaust að gera þetta að
deilumáli. Ef sildveiðimenn eru
vissir um að Finnur hafi rétt
fyrir sér, geta þeir lagt síldina
inn til vinslu. Annars taka þeir
því verði sem meiri hluti verk-
smiðjustjórnar liefir ákveðið.
a
Niðurjöfnun útsvara er nú
lokið fyrir nokkuru og er jafn-
að niður samkvæmt fjárhags-
áætlun bæjarins kr. 4.541.210.00
og 5—10% að auki. Er þetta
röskum 400.000 kr. meira en
niður var jafnað árið 1938.
Vísir talaði við Skattstofuna
í morgun og fékk þar þær upp-
lýsingar, að prentun Niðurjöfn.
unarskrárinnar mundi verða
lokið eftir liðlega viku og mundi
skráin að líkindum koma út 25.
þ. m.
Skráin kemur út að þessu sinni
i breyttu formi og gefur hún
ekki aðeins upplýsingar um út-
svör borgaranna, heldur og
tekju- og eignarskatt sem á þá
eru lagðir, og lífeyrissjóðsgjald
það, sem þeim ber að greiða.
Mun þvi óhætt að fullyrða, að
skráin muni að þessu sinni
vekja enn meiri atliygli en
vanalega.
Útgefandi hennar er að vanda
ísafoldarprentsmiðja h.f.
TYRKNESKA STJÓRNIN FÆR
TRAUSTS YFIRLÝSIN GU.
Einkaskeyti til Vísis.
London í morgun.
Utanríkismálaráðherra Tyrk-
lands hefir haldið ræðu á þingi
og gefið yfirlýsingu svipaða að
efni og Chamberlain gaf um
samkomulagsumleitanir Bret-
lands og Tyrklands og varnar-
bandalag þessara tveggja
þjóða. Tyrkland hefir nú, sagði
ráðherrann, tekið á sig skuld-
bindingar með Bretum, i því
augnamiði ásamt þeim og lýð-
(ræðisþjóðunum, að varðveita
friðinn. Jafnframt tilkynti
liann, að vinsamlegar umræð-
ur hefði farið fram við Frakka,
og hefði viðræðuefnið verið
liið sama og við Breta. Enn-
fremur hefði nauðsynlegar við-
ræður farið fram um samvinnu
við Rússa.
Þingið samþykti einróma
traustsyfirlýsingu til stjórnar-
innar. Á fjórða hundrað þing-
menn voru viðstaddir.
United Press.
Italini iiiist illeiimr siyrjaldir.
I ræðn sinni i Tnrin í gær banð hann
ðbeinlinis npp á að jafna deiinrnar
friðsamlepa.
EINKASKEYTI TIL VlSIS.
London, í morgun.
Mussolini flutti ræðu í Turin á Ítalíu í gær og er
þessi ræða hans eitt höfuðumræðuefni heims-
blaðanna í morgun. Einkanlega verður hinum
frakknesku blöðum tíðrætt um hana. Það var ekki boð-
að fyrirfram með miklum gný, að ræða þessi yrði hald-
in, eins og stundum hefir verið gert, þegar „II Duce“
hefir tekið til máls og ávarpað þjóðina. Andinn í frakk-
nesku blöðunum er sá, að ummæli Mussolini hafi ekki
verið neitt sérstaklega athyglisverð, en það sé þó ljóst,
ekki að eins vegna þess sem hann sagði, heldur og
vegna þess, sem hann slepti að minnast á, — að hann
vill ekki styrjöld.
BlaðamaÖurinn Mme. Tabouis segir í L’Oevre, að það skíni
í gegnum öll ummæli Mussolini, að ítalir vilji leiða deilumálin
til lykta, án þess að gripið sé til vopna. Enda sé það öllum vit-
anlegt, að ítalska þjóðin sé fráhverf stríði og óttist afleiðingar
þess.
Mussolini gat ekki dulið það, segir Mme. Tabouis, að hann
getur ekki gripið til neinna ráða, sem leiða til styrjaldar.
Hann getur ekki dulið þá staðreynd, að hann hafi beyg af
stríði /sé ,,nervous“), enda hafi hann ekki þjóðina alla
að baki sér út í slík ævintýri.i
Le Journal segr, að í ræðunni hafi Mussolini óbeint boðið
lýðræðisríkjunum upp á, að leiða deilumálin til lykta með sam-
komulagsumleitunum.
ÁLIT LUNDÚNABLAÐANNA.
Álit Lundúnablaðanna virðist í stuttu máli vera það að af
ræðu Mussolini megi sjá mjög skýrt, að hin nána og trausta
samvinna Breta og Frakka hafi haft góð áhrif. Ræður þeirra
Daladiers og Chamberlains á dögunum hafi verið orð í tíma
töluð, og Mussolini hafi séð fram á, að tilgangslaust sé að gera
ráð fyrir því, að Frakkar og Bretar sé veikir fyrir.
Bæði Times og Daily Telegraph ásaka þó Mussolini fyrir að
skeyta engu um staðreyndir og segja, að ályktanir hans sé ram-
skakkar. En í ræðu sinni kvartaði Mussolini undan því, að lýð-
ræðisríkin væri að þjarma svo að einræðisríkjunum viðskifta-
og fjárhagslega, að raunverulega væri byrjað viðskiftastríð. I
ræðu sinni talaði Mussolini um samvinnu Þjóðverja og ítala
til þess að ná marki réttlætis og friðar fyrir allar þjóðir álfunn-
ar, en hann gerði ekki að umtalsefni ýms vandamál, sem menn
bjuggust fastlega við, að hann mundi ræða svo sem bandalag
Breta og Tyrkja, kröfur ítala á hendur Frökkum og deilur Pól-
verja og Þjóðverja.
United Press.
Dpplýst nm pjöfnað-
inn á Grímstaðar-
holtinn.
Aðfaranótt föstudagsins í síð-
ustu viku var 245 kr. stolið úr
liúsi á Grímstaðaholti, þar sem
tveir menn og ein kona voru
sofandi. Hafði eigandi pening-
anna verið nýkominn af vertið
sunnan með sjó og haft 295 kr.
í veski í jakka sínum. Um nótt-
ina vaknaði konan, sem áður
gelur — móðir mannsins og
varð þá uppvíst um þjófnaðinn.
Sveinn Sæmundsson, yfir-
maður rannsóknarlögreglunnar
sagði Vísi svo frá í morgun:
Hafði piltur einn komist í
kynni við stúlku þarna á Gríms-
staðaholtinu og þar sem hann
var nú nýkominn í bæinn datt
honum í liug að endurnýja
kunningsskapinn.
Var hann nokkuð við vín og
fór þarna suðureftir til að leita
stúlkuna uppi. Komst hann inn
í húsið, þar sem sjómaðurinn
bjó, þvi að útidyrnar voru ó-
læstar. Kom hann síðan inn í
herbergið, þar sem mennimir
sváfu, en í stað þess að finna
stúlkuna, fann hann peningana
í jakkanum. Fór hann siðan að
skemta sér og var að mestu bú-
inn með féð, er hann náðist.
Pilti þessum hefir aldrei verið
refsað áður.
„Empress of Australia“
hefir tafist 80 klst.
veg~na iss og þoku.
Skipið kemur til Quebec á midvikudag.
Mikill viðbúnaður er í Quebec, hinni fögru borg Canada við
St. Lawrence-ána, til þess að fagna bresku konungshjónunum.
Hefir safnast þangað múgur manns frá Canada og Bandaríkj-
unum til þess að hylla þau. — Fer þeim stöðugt fjölgandi, sem
koma til Quebec þessara erinda, og virðist svo sem tafir þær,
sem konungsskipið hefir orðið fyrir, hafi aukið áhuga almenn-
ings fyrir að fagna konungshjónunum sem best.
Skipið hefir orðið fyrir alveg óvanalegum töfum vegna
ísa og þoku. Hefir það stundum orðið að halda alveg
kjTru fyrir og stundum að eins farið með 4—5 sjómílna
hraða á klst. Herskip, sem fylgja því hafa óspart orðið að
nota kastljós sín, vegna hættunnar, sem stafar af borgar-
ísnum.
í morgun snemma sendi fréttaritari United Press á Empress
of Australia skeyti þess efnis, að eftir að hafa tafist vegna haf-
íss og þoku í rúmar 80 klst. væri nú siglt með 18 sjómílna hraða
á vöku. Væri búist við, að komið yrði í landsýn kl. 3 síðd. í dag.
— Ef hafís og þoku valda ekki frekari erfiðleikum mun kon-
ungsskipið komast til Quebec snemma á miðvikudag og stíga
þá konungshjónin þegar á land.
United Press.
Dragnótaveiðarnar byrjuðu
á miðnætti síðastliðnu og
standa yfir til 15. okt.
Dragnótaveiði í landhelgi er lögum samkvæmt heimil á tíma-
bilinu 15. maí til 15. október ár hvert. Tekur mikill hluti vél-
bátaflotans þátt í dragnótaveiðunum, a. m. k. fram að síldveiði-
tímanum, og fjölda margir bátar allan tímann, sem dragnóta-
veiðin er leyfð. Eru þetta bátar af öllum stærðum, alt frá litlum
trillubátum, sem veiða innfjarða og upp í 20 til 30 og jafnvel
40 til 50 smálesta báta. Þátttaka í dragnótaveiðunum að þessu
sinni mun verða óvanalega mikil.
Vélbátaflotinn lagði úr
höfn á dragnótaveiðarnar
á miðnætti síðastliðnu.
Dragnótaveiðarnar eru stund-
aðar að kalla má hringinn í
kringum landið, enda eru hrað-
frystiliús komin upp víða um
land og taka þau við aflanum.
Að því er Vísir hefir frétt
höfðu fjölda margir vélbátar
beðið reiðubúnir til þess að
leggja út á miðnætti síðastliðnu
á ýmsum stöðum í nánd við
kolamiðin. T. d. voru um 20—
30 hátar reiðubúnir i eða fyrir
utan Ólafsvík í gærkveldi. Héð-
an úr Reykjavík fóru margir
bátar á dragnótaveiðar í gær-
kveldi og nótt sem leið.
Aflinn fluttur út á vegum
Fiskimálanefndar.
Afli dragnótabátanna er
fluttur út á vegum Fiskimála-
nefndar, sem ræður yfir hrað-
frystihúsunum. Að eins smákol-
inn er fluttur í ís, en stærri kol-
inn hraðfrystur og fer hann að-
allega til Englands enn sem
komið er. Visir fékk þær upp-
lýsingar á skrifstofu Fiskimála-
nefndar, að hraðfrystihús, sem
tæki við afla dragnótabátanna
væri nú 19 alls, þar af 3 í
Reykjavik (Sænsk-ísl. frystih.,
Isbjöminn og eitt lítið, sem
Hafliði Baldvinsson stofnaði),
2 í Vestmannaeyjum, 2 í Kefla-
vík, 1 í Stykkishólmi, 1 í Flatey,
1 á Bíldudal, 1 á Isafirði, 1 á
Skagaströnd (nýtt), 1 við Eyja-
fjörð. 1 á Þórshöfn, 1 á Seyðis-
firði, 1 á Norðfirði o. s. frv.
Paul' prins, ríkisstjórnandi í
Jugoslaviu, lagður af stað
heimleiðis frá Rómaborg.
London í morgun.
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
Fregn frá Florentz hermir,
að Paul prins sé lagður af
stað áleiðis til Belgrad. Hann
kom til ítalíu í opinbera lieim-
sókn og er talið, að sam-
komulag liafi náðst um það,
er Markovitz utanríkismála-
ráðherra Jugoslaviu var i
Feneyjum til viðræðna við
Ciano greifa, að Paul prins
og Ciano ræddist við frekara.
Það hafa þeir nú gert, en um
árangurinn er ekki kunnugt.
Hitt vita menn, að Paul prins
hefir mikla samúð með Bret-
um og hefir verið talinn ör-
uggur fylgismaður samvinnu
Jugoslava við Frakkland og
Bretland. Kona Paul prins og
kona hertogans af Kent, bróð-
ur Georgs Bretakonungs, eru
systur. — Paul prins var tek-
ið mjög virðulega á ítaliu og
var haldin flotasýning í Ne-
apel honum til heiðurs, að
viðstöddum þeim Victor Em-
manuel og Mussolini.
Paul prins lagði af stað
heimleiðis iá miðnætti síðast-
lðnu. Þeir Umberto, krón-
prins Ítalíu, og Ciano greifi,
fylgdu honum á stöðina.
United Press.
Eins og að vanda munu
trillubátar og litlir vélhátar
stunda dragnótaveiðar alt sum-
arið, en stóru vélbátamir fara
sennilega flestir á síld.
Virkjun
Laxár.
Verkamannafélag Akureyrar
og Höjgaard & Schultz hafa að
undanförnu staðið í samning-
I um um ýmislegt viðvíkjandi
; Laxárvjrkjuninni og voru
samningar undirskrifaðir í gær.
Kauptaxta félagsins var ekk-
ert breytt, en þó felur þessi
samningur í sér ýmsar kjara-
bætur fyrir verkamenn. T. d. fá
þeir nú tvær ókeypis heimferðir
! mánaðarlega, höfðu áður að-
' eins eina.
I Þá fær yfirmatsveinn tveggja
daga frí til að annast matarinn-
kaup, en til þeirra varð hann
áður að verja frístundum sín-
um.
• Loks fer ráðning verka-
manna framvegis fram á Akur-
eyi*i og þeir verða futtir endur-
gjaldslaust að Laxá, en áður
liafði þetta verið svo, að verka-
menn, sem vildu leita sér at-
vinnu við virkjunna, urðu að
fara austur að Laxá, án þess að
hafa nokkuð trygt.
Þorsteinn Jónsson
fulltrúi í Landsbankanum á þar
25 ára starfsafmæli í dag.