Vísir - 07.07.1939, Blaðsíða 2
VÍSIR -
«
OAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifstofa: Hverfisgötu 12
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
msí asxa
S í m a r:
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
— (kl. 9—12) 5377
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10, 15 og 20 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Það þýtur í
skjánum.
n FTURHALDSBLAÐIÐ Tím-
inn deilir harðlega á Vísi
í gær fyrir afskifti blaðsins af
íslenskum þjóðmálum þrjá
undanfarna áratugi, og telur
Vísi það til lasts, að blaðið hafi
barist fyrir að íslenska þjóðin
gæti bfað menningarlífi í land-
inu, og að það hafi hvatt til
framkvæmda en ekki kyrstöðu.
Þetta er rétt og satt, en þó
ekki íiema hálfur sannleikur,
með því að margt er undan
dregið.
Frá því er Framsókn hófst
til valda, liefir myndast hér í
landi frámunalega sauðaleg
fríðindastétt, nýrík og lítt
kunnandi, sem liefir notað að-
stöðu sína til þess að auðga sig
á fjöldans kostnað, og lifað í
„luxus“ meðan allair almenn-
ingur hefir orðið að herða sult-
arólina fastar að sér, með
liverju ári, sem liðið hefir.
Vísir hefir glaðst yfir öllum
heilbrigðum framförum hér i
landi og livatt til framkvæmda,
en öll barátta Tímans hin síð-
ustu ár hefir miðað að því að
auka á höft og hömlur, ófrelsi
í orðum og athöfnum.
Það er engin tilviljun, að af
þeim 18 miljónum króna, sem
árlega er krafist af þjóðinni til
ríkisre'kstrai'ins, er einum
þriðja liluta ríkisteknanna var-
ið í launagreiðslur. Það er held-
ur engin tilviljun, að ríkið hefir
krafist aukinna tekna með ári
hverju, og að launagreiðslur
hins opinbera liafa hækkað ár
frá ári, þótt þar sé ekki öllu til
skila haldið með því að alskon-
bitlingar eru ekki reiknaðir
með.
Samfara hinum auknu álög-
um1 á þjóðina, hafa verslunar-
mál vor komist í algert öng-
þveiti, og framleiðslan til lands
og sjávar verið rekin með lialla,
meðfram vegna óbærilegrar
dýrtiðar, sem haftastefnan hef-
ir skapað. Markaðshrunið á er-
lendum vettvangi og hin óbæri-
lega dýrtið innanlands hefir
livorttveggja hvílt með miklum
þunga á öllum almenningi, en
launastéltin, einkum liin ný-
stofnaða launastétt, hefir lifað
góðu lifi og við batnandi hag að
sama skapi og hagur almenn-
ings hefir versnað. Þessir menn
liafa lifað óhófslífi á kostnað
fjöldans, reist dýr skrauthýsi,
búið að hverskyns þægindum,
iðkað „luxus“-flakk utanlands
sem innan og slegið um sig að
nýríkra liætti til þess að reyna
að fylla upp í eyður verðleik-
anna og dylja sína andlegu
nekt.
Samhliða þessu óheilbrigða
óhófslífi hefir þessi fénaður
verið grænn af öfund og þrút-
inn af heift gegn öllum þeim,
sem staðist hafa árásir hins op-
inbera á athafnalífið, og það
hefir verið hert á hinum kerfis-
hundnu ofsóknum frá ári til
árs.
Á öllu þessu framferði hefir
þjóðin fengið hina megnustu
andstygð, með því að þjóðin
krefst réttlætis, og einnig hins
að einstaklingsframtakið fái að
njóta sín. Það er engin tilviljun,
að einn af merkustu skóla-
mönnum hér i landi, sem mjög
hefir verið liampað af Fram-
sókn, og liefir undir handleiðslu
sinni mörg hundruð ungra
manna á ári hverju, lýsir ný-
lega yfir því í lilaðaviðtali, að
það sem hann forsmái mest séu
hin auknu höft og fjötrar, sem
árlega er lagt á einstaklings-
framtakið. Rödd þessa skóla-
manns er rödd fjöldans, og jafn
vitur og varkár maður, myndi
ekki liafa viðhaft slik ummæli,
nema því aðeins, að hann teldi
að stefnt væri i beinan voða, ef
haldið væri áfram uppteknum
stjórnarliáttum.
íslendingar eru stórhuga
þjóð, sem sækir fram, og gerir
kröfur til þess að lifa menning-
arlífi. Þeir forsmá og fyrirlíta
róg og bakmælgi, þótt þessu
tvennu hafi orðið ágengt um of
með tilliti til skipunar Alþingis,
en þar hefir Framsókn haft um
stund sterka aðstöðu. En þegar
verkin tala orðunum liærra og
rógburðurinn verður að skopi,
og þegar reynsla þjóðarinnar
hefir kveðið upp sinn dauða-
dóm yfir afturhaldsöflunum i
þjóðfélaginu, hrynja forrétt-
indavígi hinnar nýríku launa-
stéttar, en liinum sönnu fram-
kvæmdamönnum verður gert
hærra undir höfði, en tíðkast
hefir. Þegar stórhugur þessara
manna fær að njóta sín að nýju,
þegar framleiðslan örfast og
atvinnuvegirnir blómgast fyrir
frjálst framtak, varpar þjóðin
af sér þeim ellibelg, sem tekist
hefir að klæða liana í nú um
stund.
Þetta er Tímanum farið að
skiljast og þvi þýtur í skján-
um og fjandskapur hans til
framtaksins brýst fram á sama
hátt og í gær.
Ntyrkveitingar
flentamálaráði.
Fyrir skemstu úthlutaði
Mentamálaráð styrk þeim —
1200 kr. — sem veittur er fjór-
um stúdentum í einu og jafnan
til fjögra ára í senn.
Að þessu sinni var styrkurinn
veittur þessum stúdentum:
Birni Björnssyni til stærðfræði-
náms, Jóhanni Hannessyni til
enskunáms, Halldóri Grímssyni
til lífefnafræðináms og Krist-
björgu Ólafsdóttur til mann-
fræðináms.
Þessir stúdentar stunda nám
í Ivaupmannahöfn og Stokk-
hólmi.
5000 mál komin á
ng—rryv- »"•—•.
land á Hjalteyri.
Á Hjalteyri er nú búið að
leggja á land 5000 mál síldar,
en um líkt leyti í fyrra var búið
að Ianda þar um 18.500 mál.
Þessi skip lögðu síld á land
þarna í gær: Fróði 448 mál,
Jökull 250, Ármann 498, Fjölnir
140, Jón Stefánsson 101, Péturs-
ey 220, Signliild (fær.) 426,
GuIItoppur 843 og í morgun
landaði Sæhrímnir um 200 mál.
Þessi síld er öll fengin umhverf-
is Grímsey.
I sumar Ieggja alls 29 skip og
bátar síld á land á Hjalteyri, þar
af eru tveir bátar, sem hafa 1
nót í sameiningu.
Lokatilraun til þess að ná
samkomulagi í Moskva.
Namningarnir hafa
staðið yfir í 3 111:111 nði
EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun.
. * y**
Embættismenn í breska utanríkismálaráðuneyt-
inu hafa gert uppkast að gagntillögum, sem
breska stjórnin samþykti á fundi sínum á
miðvikudag, og nú hafa verið sendar áleiðis til Moskva.
Náin samvinna var milli Breta og Frakka um tillögur
þessar.
Gagntillögurnar munu verða afhentar í Moskva í
dag og munu sendiherrar Frakka og Breta og Mr.
Strang því næst fara fram á, að fá viðtal við Molotov,
forsætis- og utanríkismálaráðherra Rússlands.
Hitler vill fá Búlgara fyr-
ir samherja í stríði.
Búlgörum boðið upp á böfn við JEyjahaf,
á kostnaö Grikkja.
Forsætis- og utanríkismálaráðherra Búlgaríu, Kiosseiwanoff
er kominn til Berlínar og hefir honum verið tekið þar með
miklum virktum.
Æðstu menn þýska ríkisins tóku á móti honum og Hitler
sjálfur veitti honum áheym þegar eftir komuna. Heimsókn
þessi er talin afarmikilvæg með tilliti til Suður austur Evrópu- -
málanna, en eins og áður hefir verið getið er kominn á kreik
orðrómur um það, að Þjóðverjar ætli nú að fara að herða á
kröfum sínum gagnvart Rúmenum? og hefir það leitt til við-
ræðna milli rúmenskra og breskra ráðherra.
Það er alment litið svo á, að Hitler leitist við að fá Búlg-
ari fyrir samherja. Búlgarir urðu sem kunnugt er mjög
hart úti í Heimsstyrjöldinni, þar sem þeir voru banda-
menn Þjóðverja og Austurríkismanna, er biðu ósigur.
Urðu þeir að láta mikil lönd af hendi og er nú sagt, að
Hitler hafi lofað þeim landi alt suður að Eyjahafi, og yrði
það á kostnað Grikklands, en einnig er talið að Þjóðverjar
styðji kröfur þeirra á hendur Rúmenum. Hitt er annað
mál hvort Búlgarar treysta svo á það, að Þjóðverjar og
ítalir vinni sigur í styrjöld, að þeir vilji hætta á að gerast
bandamenn þeirra, því að vafalaust er þeim enn í fersku
minni reynslan frá heimsstyrjaldarárunum og þeim sem
þar á eftir komu.
Fundir bresku stjórnarinnar
s.l. miðvikudag um þetta mál
og önnur stóðu yfir í 5 klst.
Horfurnar virðast þær, segir í
NRP-fregnum, að samkomu-
lagsumleitanimar verði æ
flóknari og meiri erfiðleikum
bundnar.
JVlun alment vera litið svo á,
að hér sé verið að geíra úrslita-
tilraun til þess að ná samkomu-
legi um varnarsáttmála, þar
sem ábyrgst sé sjálfstæði smá-
rikjanna í álfunni. Bretar hafa
orðið við óskum Rússa um á-
Samkomulagsumleitanir Jap-
ana og Breta um Tientsin hafa
enn ekki byrjað. Bretar hafa lit-
ið svo á, að samkomulagsum-
leitanimar ætti eingöngu að
fjalla um Tientsindeiluna, en
það er nú ljóst orðið af yfir-
lýsingu, sem forsætisráðherra
Japana gaf í gær, að Japanir
vilja ræða málin á „breiðara
grundvelh“, þ. e. ræða viðliorf
Breta til Chiangs Kai sliek og
stuðning jieirra við hann. Jap-
anir virðast hafa tekið ákvörð-
un um að lýsa yfir því, að „sá,
sem ekki er með mér, er á móti
mér“, og Bretar verði að
liafa samvinnu við Japani um
hina nýju skipun í Kína eða
eiga það á hættu, að Japan telji
Bretland óvin sinn. Forsætis-
ráðherrann he(fir lýst því af-
dráttarlaust yfir, að Japanir
muni ekki þola að „þriðja
veldi“ geri nokkura tilraun til
þess að hindra hernaðarlegar
framkvæmdir Japana í Kína
eða rísi þar upp gegn Japönum.
€!ano grreifi
fer til Spánar
Ciano greifi leggur af stað á
morgun á leiðis til Spánar. Fer
hann á omstuskipi miklu og
verða beitiskip og margir
tundurspillar meíð í ferðinni. —
Herskipin eru væntanleg til
Barcelona á mánudag.
byrgð á hlutleysi Eystrasalts-
rikja, sem eiga lönd að Rúss-
landi (Finnland, Lettland og
Eistland), en Rússar vilja ekki
taka á sig ábyrgð á sjálfstæði
Svisslands, Hollands, Belgíu og
Luxembourg, eins og Bretar og
Frakkar vilja í staðinn fyrir að
ábyrgjast Eystrasaltsríkin.
Samkomulagsumleitanirnar
hafa nú staðið yfir í þrjá mán-
uði og engar líkur til fullnaðar-
samkomulags, nema eitthvað ó-
vænt gerist.
Kappleikurinn í gær.
Ililur 5:111
Færeyingar voru nú ekki eins
feimnir og á fyrsta leiknum og
tóku fastari tökum á leik sín-
um en þeir ge'rðu á móti K. R.
Leikurinn var annars fremur
lélegur og aldrei skemtilegur
frá íþróttalegu sjónarmiði séð,
en áhorfendur skemtu sér oft
vel að klaufaskap leikmanna,
enda var nóg af slíkum skemti-
atriðum.
Færeyingar hófu sókn strax í
fyrri hálfleik og héldu henni í
nokkrar mínútur, en eftir það
má heita af Valur hafi „átt“ all-
an leikinn. Samt gerði Færey-
ingar mörg lagleg upphlaup, en
þau strönduðu öll á vörn Vals.
Var þó mark Vals í hættu
nokkrum sinnum, en Færeying-
ar virtust missa öll tök á bolt-
anum er að marki kom og tókst
þeim því aldrei að skora. Yfir-
leitt má segja um Færeyinga,
að þeir hafi lélega boltameðferð
og eru með afbrigðum seinir,
en áhuga og dugnað skortir þá
ekki. Ef liægt er að mæla á
þann mælikvarða, mundi eg
telja Færeyinga 15—20 árum á
éftir okkur í knattspyrnu.
Það er hent á það, að Boris
Búlgarakonungur liafi viljað
efla sem mest innanlandsfrið-
inn, og hann liefir ástundað
góða sambúð við nágrannarík-
in, og það er m. a. þess vegna,
að Búlgörum var leyft að end-
urvigbúast, eigi alls fyrir löngu
fen þeir voru þangað til bundnir
ströngum ákvæðum um, að
hafa engan vígbúnað, aðeins
smálier til þess að lialda uppi
reglu innanlands. Hvað eftir
annað hefir komið fram, að
nokkurar líkur séu til, að Búl-
garar gæti fengið nokkura leið-
rétting mála sinna, með frið-
samlegu móti, ef þeir vildi taka
upp nána samvinnu við liin
Balkanríkin. Nú bjóða Þjóð-
verjar Búlgörum „gull og
græna skóga“ að sögn og vegna
heimsóknar forsætisráðherrans
bíða menn nú óþreyjufullir eft-
ir árangri viðræðna hans við
Hitler. Fær Ilitler Kiosseiwan-
off til þess að fallast á, að Búl-
garía gerist aðili að möndlin-
um Róm-Berlín? Og lýsa Búlg-
Valurlék ekki vel í gærkveldi,
enda voru 4 af meislaraflokk*
mönnum þeirra ekki með.
G.
arar því þá yfir, að þeir telji
sig ekki lengur bundna við
f riðarsamningana ?
Vert er athugunar, að þótt
forsætisráðherrann sé áhrifa-
mikill maður, er ekki víst, að
hans vilji verði ráðandi í þessu
máli. Boris konungur er að
vísu ekki talinn mikilmenni, en
hann er gætinn maður, vilja-
fastur o£ þéttur fyrir ef því er
að skif la, og hann er talinn hafa
velferð þjóðar sinnar fyrir aug-
um í livívetna. Er allsendis ó-
víst um afstöðu hans í þess-
um málum. — Boris III.
kvæntist 1930 Giovanna dóttur
Vilctors Emanuels ítaliukon-
ungs og má ætla, að ítalir beiti
mjög áhrifum sínum til þess að
fá Búlgaríumenn til þess að;
taka þátt í þýsk-ítalskri sam-
vinnu og verða samherja Þjóð-
verja og ílala í stríði. (Samkv.
NRP og United Press fregnum)*
Næturlæknir.
Ólafur Þ. Þorsteinsson, Mánag.
4, sími 2255. Næturvörður í Ing-
ólfs apóteki og Laugavegs apóteki-
Hjól fer undan bíl.
1 gær brotnaði annað afturhjól-
| ið uridan áætlunarbíl, sem gengur
| til Hafnarfjarðar og fór bjllinn út
af. Engan sakaði í honum, þótt
I margir farþegar værn með.
Yfirhershöfdingi Breta og . Frakka
í Kína kominn til Tientsin.
EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun.
Grassett yfirhershöfðingi Breta og Frakka í Ivína
kom til Tientsin í gær, án þess að gera hoð á undan sér.
Kom hann öllum á óvænt, bæði Bretum, Japönuin og
Kínverjum. Breska herskipið Falmouth flutti yfirhers-
höfðingjann til Tientsin.
Bresku og frönsku yfirvöldin í Tientsin hafa gripið
til víðtækra ráðstafana vegna styrjaldarafmælisins,
sem nú stendur fvrir dyrum. Ráðstafanirnar hafa ver-
ið gerðar í kyrþei. Leikhúsum, kvikinyndahúsum og
fleiri skemtistöðum hefir verið lokað.
en verður sennilega ekki birt fyr
en pólski sendiherrann kemur aft-
ur frá Varsjá.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Það er enn óvíst, að af því verði í dag, að Chamberlain gefi
yfirlýsingu um Danzigmálin, en þess var vænst bæði í gær og
fyrradag, að hann mundi gefa mjög mikilvæga yfirlýsingu um
afstöðu bresku stjórnarinnar.
Nú telja menn líklegt, að Chamberlain muni bíða komii
pólska sendiherrans í London til Varsjá, en hann fór þangað til
þess að ræða Danzigmálin við stjórn sína, og er sendiherrann
— Raczynski — væntanlegur aftur til London á sunnudaginn
kemur.
Hefir Chamberlain þá við hendina frekari gögn og upplýs-
ingar frá pólsku stjórninni. Hinsvegar er það kunnugt, að yfir-
lýsing Chamberlain liggur reiðubúin, og að stjórnin samþykti
hana á fundi sínum á miðvikudag.