Vísir - 12.07.1939, Side 6
6
VlSIR
Miðvikudaginri 12. júlí 1939.
HRÓI HÖTTUR og menn hans. — Sögur í myndum fyrir börn.
378. KÆNSKUBRAG®.
HAFMEYJAR NUTÍMANS.
Myndin er tekin í sundhöll í New York og sýnir Gertrude Erle, sem var fyrsta konan, er synti vfir
Ermarsund (1926), leiðbeina ungri amerískri sundmær.
FYLGIST MEÐ AF ÁHUGA.
Beatrix litla Hollandsprinsessa horfir á fólk koma með blóm
í ÁHEYRN HJÁ PÁFA.
Hans heilagleiki páfinn veitti fyrir nokkuru áheyrn Mr. Josepli
Kennedy, sendiherra Bandaríkjanna i London, og fjölskyldu
hans. Myndin er tekin í páfaríkinu, er Kennedy og kona hans
og álta af niu börnuin þeirra lcomu af fundi páfa. Beggja meg-
in standa tveir hermenn úr varðliði páfa.
FRIÐRIK VILHJÁLMUR,
fyrverandi ríkiserfingi Þýska-
lands, er nú tekinn að eldast og
er þelta ein af síðustu myndun-
um, sem tekin hefir verið af
honum. Hann er nú alveg orð-
inn vonlaus um að Hitler end-
urreisi keisaraveldið.
Síam fékk fyrir nokkru nýtt
nafn. Undangengin 25 ár hafa
mörg lönd og bæir fengið ný nöfn.
Nafnbreytingin á Síarn er hin sein-
asta af þessu tagi. Siam heitir nú
Thai og þa‘ð kvað þýða „land hinna
frjálsu".
STÖÐUGT Á VERÐI — „EINHVERSSTAÐAR I IvENT“.
í nánd við allar hreskar borgir, verksmiðjur og hergagnabirgðastöðvar liefir verið komið fyrir
loftvarnabyssum og margskonar loftvamatækjum. -— Þess mynd er tekin „einhversstaðar í Kent“
og sýnir nýtísku áhald, sem notað er til þess að „finna“ óvinaflugvélar, en þeirs sem þessum tækj-
um stjórna, vinna í nánu sambandi við loftvarnabyssusveitirnar.
að dymm Soestdijk-hallar, á þritugasta afmæli móður sinnar,
Júlíönu Hollandsprinsessu. — Að baki litlu prinsessunnar
stendur Bernard prins.
— Hver er þar? Nú, það er stúlka. — Hrólfur, ertu genginn af vitinu?
Hvað vilt þú ? Það lyftist brúnin á — Það held eg ekki. Hún ætlar sér
hermönnunum, þegar þeir sjá hana. bara að lokka hermennina á brott.
En Hrólfur hleypur burt: — Gríp- Tuck og Rauðstakkur ráðast á her-
um hana, kalla hermennirnir, þetta mennina: Mælið ekki orð af vör-
er dálítið grunsamlegt athæfi. um annars er úti um ykkur.
GRlMUMAÐURINN.
„Þegar þú sagðist elska mig“, sagði Charles.
Hann sá hvemig roðinn smádofnaði og hún varð
náföl. Svo sneri hún sér frá honum og gekk
út að glugganum og sagði lágt en hörkulega:
„Þú sást mig?“
„Eg sá til þín — og eg heyrði — sitt af
hverju.“
„Hvað lieyrðirðu ?“
„Eg heyrði — nei, eg fer ekki að segja frá
því. Það er engin þörf að flytja kol til New-
castle.“
Hún sneri sér frá honum.
„Við hvað áttu?“
„Það veistu þegar. Eg heyrði nóg til þess að
trúa því, að saga Margot Standing sé sönn.“
„Segðu mér hvað þú heyrðir.“
„Segðu mér hvað þú varst að gera þarna.“
„Það get eg ekki.“
„Hvern fórstu að hitta?“
„Eg get ekki sagt þér frá því.“
„í guðanna bænum, Margaret — í livaða
vandræði ertu komin? Geturðu ekki sagt mér
frá því — geturðu ekki treyst mér?“
„Eg — get það ekki.“
Hann breyttist. Hann sagði kæruleysislega:
„Þá er eg smeykur um, að eg geti ekki sagt
þér hvað eg heyrði."
Þau þögðu um stund. Margaret horfði á hann.
Svipur hennar tók sífeldum breytingum. Hann
f hélt, að hún mundi ætla að segja eittlivað. En
það gerði hún ekki, heldur lagði hendina yfir
augun. Hann hugsaði um þann félagsskap, sem
liún var komin í, nauðug eða viljug.
; Loks lét hún Iiendur sínar síga niður. Hún
var nú róleg á svip; — og erfitt að geta sér til,
hvað henni var í hug. Það var sem hún hefði
notað j>essa stuttu stund, er hún studdi höndum
á enni, til þess að jafna sig. Þegar hún loks hóf
mál sitt, var hún róleg, en þreytuleg:
„Charles — hvað getum við gert við hana?“
Hann furðaði sig á, að liún skyldi segja við.
s,Hún vill ekki fara heim til sín — hún þorir
það ekki.“
„Eg held, að hún hafi ástæðu til þess að vera
óttaslegin.“ . 1 i I !
„Þú heldur það?“
„Ertu mér ekki sammála?“
Mergaret varð enn fölari.
„Charles —“ byrjaði hún, en komst ekki
lengra.
Charles horfði á hana hörkulega, stöðuglega,
og það var ekki nein hjálp í því fyrir hana.
„Cliarles —“ sagði liún aftur.
„Hvað ertu að reyna að segja mér?“
„Þú — spurðir mig um — hvað eg vissi —
eg veit — ekkert.“
„Þú átt við, að þú vitir ekkert, sem þú getir
sagt mér.“
„Nei, eg á ekki við það. Það er eitthvað —
sem eg get ekki sagt þér frá. En það er ekki um
Margot. Eg veit ekkert um Margot.“
Hún þagði stundarkorn, og roði liljóp skyndi-
lega í kinnar liennar.
„Heldurðu að eg mundi gera heúni nokkuð
ilt?“
t Charles datt ekki neitt slíkt í hug. Ekkert —
|! ekki einu sinni það, sem hann hafði séð, gat
sannfært hann um, að Margare't mundi geta
gert noklcurri stúlku ilt. Hver einasta minning,
sem hann átti um liana, var vitni henni í hag.
Hann sagði lágt:
„Nei, eg veit að þú mundir ekki gera he'nni
neitt ilt. En aðrir kynnu að gera það.“
Það var eins og hún hefði verið slegin utan
undir. „Hún getur ekld farið heim til sín. Getur
hún verið liér hjá þér — án þess að lienni sé
nokkur hætta búin?“
„Af hve'rju spyrðu þess?“
„Það veistu. Er hún örugg hér? Er hún örugg
hjá þér?“
Margaret var stolt, hnakkakert — eins og
forðum daga og Charles hitnaði um hjartaræt-
umar.
„Já, hún er örugg lijá mér.“
„Viltu leggja eið út á það?“
„Ferðu fram á það?“
Þau liorfðu hvort á annað — lásu hugsanir
hvors annars. Einkennile'gar hlýjar tilfinningar
vöknuðu í brjósti Charles. Það kom honum
mjög á óvænt. Hann hafði haldið, að hann væri
kaldari fyrir.
Hann sagði „nei“ — og Margaret hrosti. Hún
virtist nú í öllu eins og liún hafði verið forðum
daga.
„Viltu að eg lofi henni að vera hér lijá mér?“
„Gætirðu það — einn eða tvo daga?“
„Eg býst við því.“
Hvorugu fanst neitt einkennilegt, að Cliarles
skyldi i raun og veru hafa tekið „málið“ að
sér. Ef Margaret hefði fundið húsviltan ketling,
liefði gangurinn i öllu verið eitthvað svi|>aður.
— Hann geklc á undan henni út úr íbúð ung-
frú Chartliew og yfir í íbúð Margaretar. — Hún
opnaði setustofudyrnar og þau gengu inn í stof-
una.
Margot le'it upp, eins og ketlingur, sem hefir
legið og látið fara vel um sig, og hún var sak-
leysisleg og barnaleg á svip.
„Þetta er Charles Moray, sem hjálpaði mér að
koma yður heim í gærlcveldi.“
Charles liorfði á Margot og Margot liorfið á
hann, með undrun i augum.
„Komið þér sæhr, ungfrú Standing.“
XX. kapítuli.
Margot hreyfði engum mótmæhim, þótt hann
nefndi hana þessu nafni. Það voru að eins augu
liennar í hinni fögru, dökku umgerð sinni, sem
urðu enn stærri, og hún horfði stöðugt á Char-