Vísir - 19.09.1939, Síða 3

Vísir - 19.09.1939, Síða 3
VISIR Þýskur kafbátur leitar hafnar í Reykjavík. Hann er með þrjá slasaða menn innanborðs. Þýskur kafbátur kom hingað um níuleytið í morgun og voru þrír skipverjar slasaðir. En þar sem káfbátar mega ekki leita hér hafnar nema undan ofviðri eða vegna sjótjóns,'fékst ekki að flytja hina slösuðu menn í land, en ríkisstjórnin leyfði síðar að einn yrði flutt- ur í land og verður hann hér eftir, en kafbáturinn læt- ur síðan í haf. Hljómleikar Tónlistarfélagsins i gærkveldi. Ekki er vitað á hve'rn liátt það hefir atvikast að þessir þrír menn slösuðust, en sennilegt er, að þeir hafi hlotið meiðsli sín i sjógangi. Tveir hinna slösuðu manna liöfðu flumbrast all- verulega og marist, en meiðsli þeirra voru ekki talin það al- varleg að nauðsyn bæri til að þeir jTðu fluttir á sjúkraliús. Skipverjinn, sem var fluttur hér í land er mjög meiddur á handlegg, og ef til vill brotinn, én um það er elcki unt að full- yrða fyr en mynd liggur fyrir. Þær sögur gengu manna á meðal hér í bænum, að kafbát- ur þessi liefði orðið fyrir árás og slysið hefði borið þannig til, en sú tilgáta mun elcki hafa við rök að styðjast, en hugmynda- ílugið hefir gert úlfalda úr mý- fJugu. Það var ríkisstjórnin, sem úrslíurðaði, að einn skipverja mætti flytja á land í sjúkrahús. Jafnframt var úrskurðað, að kafbáturinn færi héðan þegar i stað. Hafði lögreglustjóri snúið sér til ríkisstjórnarinnar i þessu máli. — Kafbáturinn fór liéðan i dag. Afgreiðsla í búðum fyrsta úthlutunarinnar. dag Sala í verslunum eftir matvæJaúthlutunarseðlum hófst í gær, máiuidaginn 18. september, og hefir tíðindamaður Vísis snúið sér til formanns Félags matvörukaupmanna í Reykjavík, herra Guðmundar Guðjónssonar, og spurt hann hvemig gengið hafi að framkvæma hið breytta fyThkomulag fyrsta daginn, gagn- vart viðskiftavinum verslananna. Sagðist honum svo frá: YfirJeitt má segja, að eftir þvi sem aðstaða var til, hafi af- greiðsla gengið ágætlega, þó að þetta fyrirkomulag leiði af sér mikla vinnuaukningu fyrir kaupmenn og starfsfólk versl- ananna, þar sem flestir komu með seðla sína ósundurklipta. Ymsir lcoma þó með sundui*- klipta reáti fyrir þær vörur, sem fólk ætlaði að fá úthlutunarvör- ur út á, og er það að sjálfsögðu nauðsynlegt, að það geri hver einn einasti viðskiftavinur hér eftir, enda mun það liafa verið af ókunnugleika manna, að þeir koniu meíð spjöldin óklipt í gær. Væri það mjög mikil vinnu- aukning í verslununum og mundi tefja alla afgreiðslu, ef menn kænti elcki með reitina sundurklipta, og í rauninni vart framkvæmanlegt að liafa af- greiðslu í nokkru lagi með öðru móti. Vænta kaupmenn þess þvi, að menn alment taki þess- um bendingum góðfúslega, því að það leiðir af sér, að öll af- greiðsla gengur miklu greiðara, ef menn gera sér þetta að reglu. Þá vil eg benda á, þar sem það kom fram mjög greinilega þegar í gær að fólk kvartaði yfir því, að hrisgrjónastofn- inn, sem aðeins er V2 kg. á mann á mánuði, reynist alt of lítill, þar sem menn eiga að fá margar tegundir (baunir, hris- mjöl, bygggrjón og maizena- mjöl, sem er mikið notað lianda bömum, o. fl.) út á þennan eina reit. EMIL TELMANYI. Tónleikar Emils Telmanyis með undirleik Hljómsveitar Reykjavíkur í Gamla Bíó í gær- kvöldi voru með þeim ánægju- legustu, sem Tónlistafélagið hefir liaft upp á að bjóða. Enda þótt ef lil vill mæti finna eitt- livað að einstaka Iiljóðfæraleik- urum, þá var það samt undra- vert, að heyra hve miklum framförum strengjasveitin hef- ir tekið þessa fáu daga, sem liún hefir notið leiðsagnar hr. Telm- anyis og ánægjule'gt að heyra, livað gera má með þeim kröft- um, sem hér eru nú. Var hljóm- sveitinni þar mikill fengur að Birni Ólafssyni, fiðluleikara. — Má af þessum árangri nokkuð marka, hversu miklu maður eins og Tehnanyi gæti hér til leiðar komið með langri við- dvöl. Gætti áhrifa hans bæði í öruggri og smekklegri efnis- meðferð og hraða og mýkri bogadrætti en við höfum átt að venjast hjá hljómsveitinni. Ve'rkefnin voru hvert öðru glæsilegra, fyrst a-moll konsert- inn eftir A. Vivaldi, þá g-moll konsertinn eftir Castrucci, c- moll konsertinn eftir Vivaldi og loks hinn mikilfenglegi og gull- fagri E-dur konsert nr. 2 eftir Jóh. Seb. Bacli. Hr. Telmanyi sýndi á hljóm- leikum þessum, að hanri er ekki eingöngu frábær fiðluleikari, heldur einnig ágætur stjórn- andi. Þótt viðstaða hans hafi ekki orðið lengri hér i þetta sinn, og hann liafi komið til okkar á hinum erfiðustu tím- Norðurlandaráðherrar á hlutleysis- málaráðstefnu í Kaupmannahöfn. Þjóðverjar óánægðir út af orðsendingu frá Bretum til hlut- lausra ríkja, en þau kannast ekki við slíkar orðsendingu. — Oslo 18. sept. FB. Vegna þýskra blaðaummæla frá opinberum heimildum, um að Bretland hafi sent lilutlausu löndunum ákveðna orðsend- ingu með kröfum, sem raun- verulega, ef á þær hefði verið fallist, hefði verið fráhvarf frá viðskiftalegu hlutleysi, segir Nygaardsvold forsætisráðherra, að hann vissi ekki til þess, að nein slík orðsending hafi borist utanríkismálaráðuneytinu. Koht utanríkismálaráðherra segir einnig, að engin slík orð- sending hafi borist, og væri slík orðsending, að efni eins og sagt er i þýskum blöðum, í mótsögn við það álit, sem breska stjórnin liafi áður látið i ljós við stjórn Noregs. Þá er það tekið fram, að fundur for- sætisráðherra og utanríkismála- ráðheri’a Norðurlanda, sem yf- ir stendur í Kaupmannahöfn, Iiafi ekki eins og sagt er i þýsk- um blöðum, neinar kröfur frá Bretum til meðferðar, heldur liafi fundarefni áður verið á- kveðið og varði það samvinnu og lilutleysi Norðurlanda. NRP. Gaskolaskipið Matthilde Mærsk, kom í morgun. um, þá efast eg ekki um, að á- hrifa hans muni gæta hér lengi og reynast starfsemi hljómsveit- arinnar holl. Frú Telmanyi lék undir á cembalo og mun ekki áður hafa verið leikið opinberlega á það liljóðfæri hér á landi. Hljómleikar þessir fóru sér- staklega vel fram. Allir mættu réttstundis og algjör kyrð rikti í salnum á meðan Ieikið var. En fögnuður áheyrenda var innilegur og einhuga, svo að vart eru dæmi til slíks. Ó. Þ. Bæjar frétííp Veðrið í morgun. I Reykjavík 11 stig, heitast i gær 12 stig, kaldast í nótt 11 stig. Úr- koma i gær 0.1 mm. Sólskin í 0.1 stund. Heitast á landinu í morgun 17 stig, í Fagradal, kaldast 10 stig, á Sandi og Kvígindisdal. Yfirlit': Lægð fyrir norðan land og vestan, en háþrýstisvæði fyrir suðaustan. Horfur: SuÖvesturland til Vest- fjarða: Suðvestan kaldi. Skúrir. Næturlæknir: Kristján Grímsson, Hverfisgötu 39, sími2845- Næturvörður í Lyfja- búðinni Iðunni og Reykjavíkur apó- teki. B.s. Geysir, Kalkofnsvegi, sími 1633 og 1216, hefir næturaksturinn í nótt. Gagnfræðaskóli Reykvíkinga verður settur í Baðstofu iðnað- armanna, Iðnskólanum, Vonarstræti 1, á morgun kl. 2 eftir hádegi. Edda kom í gær frá Austfjörðum og Englandi. Hafði losað salt fyrir austan. Innnanfélagsmót K.R. fyrir drengi innan 16 ára, held- ur áfram i kvöld kl. 7, og eru K.R.- ingar beðnir að fjölmenna. 225 hross voru flutt út í ágústmánuði sið- astliðnum og fengust 50.030 kr. fyr- ir þau. Alls hafa þá verið flutt út 429 hross á tímabilinu jan.—ágúst, fyrir kr.. 89.430. A sarna tíma í fyrra voru flutt út 250 hross fyr- ir 40.130 kr. Erá bæjarráði. Bæjarráð hefir mælt með því, að eftirtöldum starfsmönnum veitist leyfi til að aka bilum sínum í þágu bœjarin's og bœjarstofnana: Bæjar- verkfræðingi, M. V. Jóhannessyni, framfærslufulltrúa, og Ágústi Guð- mundssyni, yfirvélstjóra Rafmagns- stöðvarinnar við Elliðaár. — Auk þess var mælt með undanþágum um takmarkaðan tíma fyrir nokkra menn. Bæjarbókasafnið. Byggingarfélag alþýðu sótti um það til bæjarráðs, að fá greidda húsaleigu o. f 1., eftir húsnæði, sem Bæjarbókasafnið geymir bækur i til útlána. Bæjarráð synjaði. Slökkviliðið var í morgun kvatt að Smjörhús- inu við Hafnarstræti. Hafði kvikn- að þar smávegis í kaffibrenslu, en engar skemdir urðu. Es. Lyra kom hingað í gærkveldi frá út- löndum, með allmargt farþega. Meðal þeirra voru: Skúli Skúla- son blaðamaður, Hanna Þorsteins- son, Sigþrúður Guðmundsdóttir, L. H. Muller og frú, Jóhann Þ. Jós- efsson, Valgerður Skaftason, Sigr. Einarsdóttir, Þóra Ásmundsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, G. Krist- jánsdóttir, ungfrú Ryel, ungfrú Reykdal, Þórhildur ólafsdóttir o. fl. (Nokkurir farþegar skráðir þannig á farþegalista, að ekki er hægt að sjá um hvaða fólk er að ræða, svo sem Jósefsson, Halldórs- son o. s. frv. Fólk ætti að láta skrá- setja bæði skírnar- og eftirnáfn á f arþegalista). — Lyra var með talsvert af vörum, sem eiga að fara út um land. (Sjötta ferð Nóvu, — en hún átti að koma hér í gær — féll niður). Gagnfræðaskóli Reykvíkinga verður settur í Baðstofu iðnað- armanna, Vonarstræti 1, miðviku- daginn 20. þ. m., kl. 2 e. hád. Sjötug verður á morgun Ólitia ólafsdóttir, Ingólfsstræti 21 B. Ættu kunningjar gömlu kon- unnar að gleðja hana eitthvað á þessum tímamótum. Áttræð verður á morgun ekkjan Guðríð- ur Guðmundsdóttir, frá Ölvalds- stöðum í Borgarfirði, til heimilis á Öldugötu 41. Frá Hafnarfirði. Stokkseyrarbátarnir Hásteinn og Hersteinn komu til Hafnarfjarðar í nótt. Hafa þeir stundað rekneta- veiðar fyrir Norðurlandi og voru þeir gerðir út af Jóni Gíslasyni út- gerðarmanni í Hafnarfirði. Eiga þessir bátar nú að fara á rekneta- veiðar í Faxaflóa og mun Jón Gisla- son salta aflann. Einnig mun Bein- teinn Bjarnason salta úr rekneta- bátum og fara þeir nú að drífa að hyað af hverju. Mb. Már frá Reykjavík kom í morgun til Hafnarfjarðar með ýms áhöld til síldarverkunar til Jóns Gislasonar. Farþegar með Brúarfossi til vestur- og norðurlands i kvöld: Jóhannes Jörundsson, Sigurjóna Jakobsdóttir, Ólafur Ivárason, Ól- afur Guðjónsson, Björgvin Bjarna- son, Friðm. Heróniusson, Jóhann Skaftason sýslum. og frú, Sigurlaug Jóhannsdóttir, Jóhanna Ólafsdóttir, Hrefna ólafsdóttir, Þórunn Jörg- ensen, Garðar Jóhannesson, Guðjón E. Jónasson bankastj., Haraldur Ól- afsson, Sæmundur Guðjónsson, Svane lyfsali og frú með telpu, Baldur Guðmundsson, Sigrún Guð- brandsdóttir, Guðný Magnúsdóttir, Guðrún Pálmadóttir, Kristín Sveinsdóttir, Salómon Rósinkrans- son, Jóhannes G. Jónsson, Níels Hermannsson, Lily Asgeirsdóttir, Helga Pálsdóttir, Guðrún Pálsdótt- ir, Guðjóna Friðriksdóttir, Hulda Lýðsdóttir, Sigríður Guðmunds- dóttir, Ágústína Rósmundsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Jóhanna Gísladóttir, Guðrún Jónsdóttir, Lára Gísladóttir og Þorleifur Egg- ertsson. Póstferðir á morgun. Frá Rvik: Austanpóstur, Borg- arness, Akraness, Norðanjjóstar, Stykkishólmspóstur. — Til Rvíkur : Borgarness, Akraness, Norðanpóst- ar, Grímsness og Biskupstungna- póstar. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19.45 Fréttir. 20.20 Hljómplötur: Sönglög eftir Schubert. 20.30 Er- indi: Um Franz Schubert (Þórður Kristleifsson kennari). 20.55 Sym- fóníutónleikar (plötur): Tónverk eftir Schubert. FJELAGSPRENTSfllöJUNHAR ÖCSTiB SEPTEMBERMÁNUÐUR. Karlmaður, sem fæðst íurflz' % septembermánuði, getur offi vcsiÍS gáfaður, en aftur á mótí nsjögj stælugjarn. Aðvörunum tekur 1 ekki og eignast marga óvmi, hann virðir alla einskis. Kana er hann góður og trúr,. ef hssrn kvænist á annað borð — en er fremur sjaldgæft. Hann er’.ást— hneigður, en skammast síib fyiir það. Heyri iha, og er mæðínni, efi, hann gengur á fjöll eða npp £ kirkjuturna. Á elliárum s'ínum verð- ur hann þunglyndur og tekur nsiMIS - i nefið. Kona, fædd i septernber, íseíir miklar áhyggjur út af litlu tileínL Hún er dýravinur og verðar salla- veik. Hún á auðvelt með aS ger» karlmenn hamingjussama — ýafa- vel marga, og hún hefir sérsiaMega góða hæfileika til að verá rfSja. Hún verður grindhoruð og þj af brjóstsviða. Verður, þrátt það, mjög gömul. nýkomið. V l s 1R LAUGAVEGI 1. tTBÚ FJÖLNISVEG 2. NotiS ávalú PRÍMUS-LUGTIR ‘ ' '1 með hraðkveikju frá ‘ A.b. B. A. Hjorth & Coy Stockholm. Sparneytnar, öruggai’, lýsa vel. Aðalumboð Þórður Sveinssoa & Co hi. Reykjavik* ' 1 mi: a>UT6«Beiu> Fvrir börn Sjálfblekungar 1.75 Pennastokkar CL7& Teiknibækur lL5ð Litakassar 9J& Blýantsyddarar 1.80 Greiður 040 Speglar £5» Skæri 0.50 Smíðatól 0.75 Dátamót 2.25 Hálsfestar im Töskur 1.00 Saumakassar 1.00 Svippubönd 0.75 K. EinarssoB & Bjflrnsm. Bankastræti 11.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.