Vísir - 27.09.1939, Síða 5

Vísir - 27.09.1939, Síða 5
Miðvikudaginn 27. sepL 1939. V I S I K Bresk hernaðarflagvél með 9 manna áhðfn naoð- lenti á RanfarMfn í gær. Flugmennimip hafa loí'aö., gegn dvengskap- arordi, ad gera enga tilraun til þees aö flljöga á brott. SíSdegis í gær bárust hingað fregnlr um. að stór bresk hern- aðarflugvél hefði lent á Raufarhöfn. Júlíus Havsteen.,sýslumað- ur Þingeyinga, tilkynti ríkisstjómínni. að flugvél þessi hefði lent þar nyrðra. Sýslumaður kom fram fyrir ríkisstjórnarinnar hönd gagnvart flugforingjanum og óskaðí þess, að flugvélin yrði kyrr þarna, og undirgekst flugforinginn, að viðlögðu dreng- skaparorði, að hreyfa ekki flugvélina þaðan. Var flugforingjamun tilkvnt af sýslumanni, hver lög væri i gildi hér á landi viðvíkjandi hernaðarflugvélum, sem leituðu til íslenskra liafna, og væri það hlutleysisbrot, ef slíkar flug- véiár færi á brott aftur. Á- kvörðun um kyrrsetningu flug- vélar og áhafnar mun ekki hafa verið tekin, en það mun mega ganga út frá, að sá verði gangur málsins, að það verði gert innan skamms. Ríkisstjórnin lét tilkynna breska ræðismanninum hér komu flugvélarinnar og livað flugforingjanum hefði verið tjáð af sýslumanni, og að liann hefði undirgengist að fara ekki héðan með flugvélina. Á flugvélinni, sem er stór tveggja hreyfla flugvél, er niu manna áhöfn. Veiðitíminn í sumar var frá 5. júní til 15. sept, og veiddust 130 hvalir. Þessi veiði verður að teljast með heldur lakara móti og má að miklu leyti keUna það veðurfarinu og svo þvi, hversu langt hefir þurft að sækja veið- ina. Hafa bátarnir oftast nær orð- ið að sigla 100—120 sjómílur vestur í haf, til þess að sækja hvalinn, svo að hann hefir oft verið orðin meira eða minna skemdur, þeígar hann hefir loks- ins komið i stöðina. Hefir hann þar af leiðandi ekki nýst eins vel og ef hægt hefði verði að veiða hann nær. Afurðirnar — lýsið og kjötið — hafa nær eingöngu veírið fluttar út og hefir verð hækk- að mjög nú eftir stríðsbyrjun- ina. í fyrra var þó reynt að fá menn til að nota hvalkjötið til refafóðurs. Menn voru tregir til þess að reyna það, en þeim, sem gerðu það, þótti það gott. í ágúst-mánuði voru fluttar út 59.33 smál. af hvalolíu fyrir kr. 22.890, en það, sem af er ár- inu, hefir -þessi útflutningur numið 237.88 smál. fyrir kr. 89.330. Á sama tíma í fyrra 291.7 smál. fyrir kr. 66.680. — Af hvahnjöli voru í ágúst flutt- ar út 130 smál. fyrir 18.360 kr., jan.—lág. ’39 459.75 smál: fyrir kr. 58.210; jan.—ág. ’38 100 smál fyrir kr. 10.900. — Áf hvalkjöti var útflutningurinn í ág. 327 smál. fyrir kr. 65.400, jan.—ág. ’39 473.57 smál. fyrir kr 103.880 og jan.—ág. ’38 476 smál. fyrir kr. 119.060. Þoka var í gær, og mun flug- vélin, sem sennilega hefir ver- ið í eftirlits-flugferð, hafa vilst af leið. Bretar nota nú mjög stórar og hraðfleygar hernað- arflugvélar í baráttunni gegn kafbátunum. Er það kunnugt af ýmsum fregnum, að þær fara langt á haf út í slíkum eftirlitsferðum með siglingum Breta. Flugvélin mun hafa verið um 5 klst. á Ieiðinni til Raufarhafnar. Að því er Vísir hefir heyrt, hefir að eins umhoðsmaður sýslumanns á Raufarhöfn farið út í flugvélina og engar ítarleg- ar lýsingar á henni fyrirliggj- andi, en eins og fyrr segir er sagt, að hér sé um stóra tví- hreyfla hernaðarflugvél aðræða, og mun liún útbúin tveimur li r aðsko taby ssum. 1 stjórn Kóps hf. eru Hallgr. Benediktsson, Hallgr. Tulinius, Btírnharð Petersen stórkaupm. Pélur A. Ólafsson konsúll og, Páll Stefánsson frá Þverá. Framkvæmdastjóri félagsins undanfarin tvö ár hefir verið Gunnar Guðjónsson, skipamiðl- ari. Samband ísl. karlakóra hélt aðalfund sinn í gær- kveldi og fyrrakvöld. Fyrv. for- maður samhandsins, Ólafur Pálsson, baðst undan endur- kosningu. Stjórnarkosning fór þannig, að formaður var kosinn Skúli Ágústsson, ritari Sigurgeir biskup Sigurðsson, og gjald- keri Björn E. Árnason endur- skoðandi. Fjórir meðstjórn- endur voru kosnir, einn fyrir hvern landsfjórðung: Sr. Garð- ar Þorsteinsson fyrir Sunn- lendingafjórðung, Jónas Tóm- asson fyrir Vestfirðinga, Þor- móður Eyjólfsson fyrir Norð- lendinga og Jón Vigfússon fyr- ir Austfirðinga. í varastjórn voru kosnir: Árni Jónsson frá Múla, Axel Guðmundsson og Páll Hall- dórsson. Endurskoðendur voru kosnir Árni Benediktsson og Steingrimur Björnsson. í söngmálaráð voru kosnir: Jón Halldórsson, Sigurður Þói'ðarson og Ingimundur Árnason. Skeyli hárust aldrei liingað um það, livaða þjóð liefði sigr- að í skákkepninni í betra flokki i Buenos Aires, þar sem kept var um Hamilton-Russell-bik- arinn. — Af síðustu blöðum, sem hing- að liafa borist, sést liinsvegar, að Þjóðverjar hafa orðið meist- arar í þessum flokki. Fer hér á eftir röð þjóðanna og stiga- tala. Þýskaland 34 st., Pólland 32, Sviþjóð 31V2, Eistland 31, Bæ- heimur og Mæri 30, Lettland 29, Argentína 2814 (biðskák), Holland 27 (biðskák), Palest- ína 2314, Frakkland 23, Chile 22, Litliauen 20, Brasilía 19^4, Kuba 19 og Danmörk 18 st. Nundkepni lug- reglunnar. í gær fór fram í sundlaugun- um hið árlega kappsund lög- reglunnar. Kept var bæði í 500 m. bringusundi og 100 m. bak- sundi, en eftir mánaðamótin mun fara fram hið árlega boð- sund lögreglunnar. 500 m. bringusund: 1. Jóhann Ólafsson 8:42.6 min. 2. Geirjón Helgason 9:42.5 m. 3. Kristján Vattnes 10:00.0 m. Jóhann setti nýtt lögreglumet á þessari vegalengd, átti hitt sjálfur. Er þetta í þriðja sinn, sem hann vinnur verðlauna- bikarinn, sem kept er um í þessu sundi, og á liann því. Hermann Jónasson gaf grip þennan 1932 og er liann skor- inn af Ríkarði Jónssyni. Þá fór fram 100 m. baksund: 1. Jóh. Ólafsson 1:48.0 mín. 2. Kristján Vattnes 1:58.4 — 3. Greipur Kristj.s. 2:05.3 — Þarna setti Jóhann einnig nýtt lögreglumet. Það gamla, 1:50.0 mín., hafði Guðbjörn Hansson sett 1932. Yfirleitt er þarna um fram- farir að ræða, og flestir bætt tima sina síðan i fyrra. í byrjun næsta mánaðar fer fram boðsund lögreglunnar. Verður þá kept um bikar, sem lögreglustjóri gaf i fyrra. Allir í sömu sundsveit — a. m. k. sextán — verða að vera i sömu varðsveit og syndir liver maður tæpa 40 m. Frá Vest- mannaeyjum. Dánarfregn, Fisk- útflutningur. Vestmannaeyjum í dag. EINKASKEYTI. nótt andaðist í sjúkrahúsi Vestamannaeyja Páll Böðvars- son, fyrverandi togaraskipstjóri. Hann var 38 ára að aldri. Síð- astliðin fimm ár átti liann við mikla vanheilsu að striða. Fiskitökuskipið „Roald Jarl“ kom liingað í nótt. Hleður það hér um 17—20 þúsund pakka af fiski til Portugal. Einnig er verið að pakka um 3000 pökk- um, söm fara eiga með Goða- fossi áleiðis til Suður-Ameríku. Loftur. Næturlæknir: Björgvin Finnsson, Gar'ðastræti 4, sími 2415. Næturvörðnr í Ing- ólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Hvalveiðar h.f. Kóps í snmar. Eins og skýrt var frá í Vísi í s. 1. viku ,eru hvalveiðabátamir „Busen 3“, „EJstella“ og „Haug I“, sem stundað hafa veiðar frá hvalveiðastöð h.f. Kóps í sumar, komnir hingað suður. Bátun- um hefir verið lagt hér upp í Eiðisvík og flestir skipverja fóru heim með Lyru síðast. Fimm þeirra urðu þó eftir til þess að ganga að fullu frá bátunum, en þeir fara svo með Lyru næst. Bœjop fréffír I.O.O.F. = Ob 1 P. = 121927814 — F.st. = Hr.st. — Ií.p.st. Sjötug er í dag Þóra Magnúsdóttir, Grjótagötu 14B. Fimtugur verður á morgun Guðjón Péturs- son, sjómaður, Ránargötu 9A. Leiðrétting. Símanúmer leikfimis- og dans- kennara, ungfrú Báru Sigurjóns- dóttur, er 9290. Þetta er fólk, sem ætlar að stunda nám hjá ungfrúnni, beðið að athuga. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli í kvöld kl. 9, ef veður leyfir. Landsmálafélagið Vörður. Fundinum, sem auglýstur var í icvöld, verður frestað um nokkra daga. Pústferðir á morgun. Frá R.: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Reykjaness-, Kjósar-, Ölfuss og Flóapóstar, Þingvellir, Þrasta- lundur, I^augarvatn, Hafnarfjörð- ur, Þykkvabæjarpóstur, Akranes, og Borgarnes. — Til R.: Mosfells- sveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóst- af, Þingvellir, Laugarvatn, Þrasta- lundur, Hafnarfjörður, Austan- póstur, Borgarnes, Akranes, Barða- strándarpóstur, Stykkishólmspóst- ur. — Frönskunámskeið Allian?e Frangaise Enn geta nokkrir nemendur kom- ist að og ættu þeir, sem ætla sér að taka þátt í þeim, að gefa sig fram sem allra fyrst í Aðalstræti 11 eða í síma 2012. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19.45 Fréttir. 20.20 Hljómplötur: Amerísk lög. 20.30 Útvarpssagan. 21.00 Utvarpskórinn syngur. 21.20 Hljómplötur: Tónverk eftir Tschai- kovsky. Frá Hafnarfirði. Hafnarfjarðarhátarnir Auð- björg og Ásbjörg komu að norðan í gær og höfðu aflað í reknet. Hafði Auðbjörg feng- ið rúmar 1000 tn. í sumar, en Ásbjörg 750 tn. Ráðgert er, að. þessir bátar haldi áfram rek- netaveiðum hér í flóanum. Smokkveiði á smábáta í Hafnarfirði hefir verið mikil 3 undanfarnar nætur, frá 200 —1000 kg. á bát. Er smokkur- inn seldur á 12 au. kg. V.b. Síldin mun að likindum veiða fyrir síldarverksmiðjuna á Akranesi í vetur. Harðfiskur Reyktur Rauðmagl Mjólkurostur Mysuostur Ný Egg Tómatar Rækjur Gaffalbitar o. m. m. fL Kvöldskóli K. F. U. M. tekur til starfa 2. okt. n. k. Umsóknum veitt móttaka í Versl. Vísir, Laugavegi 1. — L IFIÐ t R EYKJAVIK Þá vissi auðvitað hvorki Iianis Þegar eg kom út í gærmorg- un var bærinn allur fánum skreýttur. Þinghúsið, bæði s l j órnarráðshúsin, Eimskip, pósthús, símastöð, sendiherrar og konsúlar. Allir flögguðu. A liöfninni lágu skipin fánum skreytt, eins og hvítasunnu- morgun. Ilvað veldur allri þess- ari dýrð, hugsaði eg. Auðvitað átti eg, sem góður þegn í kon- ungsríkinu Island að vita, að dagurinn var fæðingardagur Hans Hátignar, Kristjáns kon- ungs tíunda. Ætli dagurinn liefði farið svona fram hjá mér, ef eg liefði verið Hafnarbúi? Sennilega ekki. • Fyrir mörgum árum var eg á ferð með skipi hér við land. Meðal farþegar voru tveir ungir Englendingar, báðir yfirstéttar- menn, en ólíkir svo sém mest má verða. Annar var lítill, ljós- hærður, galgopi mikill og með afbrigðum drykkfeldur. Hinn var hár vexti, dökkur yfirlitum, fámáll og alvarlegur, enskur „gentleman" í liúð og liár. Þeir höfðu ekkert kynst fyr en á þessari ferð og það var sýniltígt, að sá liái leið önn fyrir landa sinn og alt hans háttalag. Einu sinni var það við borðið að sá litli var með meira móti drukk- inn. Lét hann þá ýmsum látum, gretti sig framan í samferða- fólkið, reif sig við skipstjórann og gerði sig jafnvel líklegan til að jeta borðbúnaðinn. Hái pilt- urinn sat andspænis honum og lét sem liann sæi hann ekki. Seinast fór sá litli að gi-obba af því, hvað Iiann var líkur prins- inum af Wales. Hann fullyrti, að það væri ómögulegt að þekkja þá í sundur. Þá var hin- u m nóg boðið. Hann stóð þegj- andi upp frá borðinu og gekk út á þilfar, - Þessi maður þoldi það ekki, að hálffullur strákgopi væri að gorta af því í hóp útlendinga, að liann væri alveg eins og sá mað- ur, sem réttborinn var til ríkis í hinu mikla breska heimsveldi. né nokkur annar að prinsinn af Wales átíi eftir að leggja frá sé*r veidissprotann og krúnuna fyr-* ii fertuga ameriska ekkju, seSdb tvisvar hafði skilið viS menni sína. • Engum Islendingi hefðí dolt-r ið i hug að taka svona alvarlegs upp þykkjuna fyrir prinsinn af Wales né nokkurn annan jírinsL Konungsdýrkunin er okknr ekki i blóðið borin eins og mörgum þjóðum. Meðan kon- ungurinn „var og hét“ IiöfSum við engin persónuleg kynni af honum. Við vissum að Iiann sat í „Kóngsins Kaupmannahöfn", hét annaðhvort Kristján eða Friðrik, ef hann hét þá ekkí blátt áfram Hans. Konungamir fóru elíki að heimsækja okknr fyr en ægivald hátignarinnar var orðið eins og svijítrr Iijá sjón. Við súum að kóngamírog: prinsarnir voru eins og aðrir menn, háttprúðir og alúðlegir, brostu þegar við átti og sögðu það, se!m við mátti búasf. VS5 sáum lika drotninguna og ptríns. essuna. Og það var sama sagau. Yfirlætislausar og elskulegær konur, sem buðu af sér besta þokka. • Það getur vel verið, a?5 vá® Islendingar séum gleymnir á fæðingardaga i konungsfjöl- skyldunni. En eg Iield, að af- staða okkar til konungdðmsins sé býsna heilbrigð. Hvort seans hátignin klæðist tignarskrúJSaf, einföldum offiséraljúningí éSa bara gráum jakkafötumr, þá veltur mest i okkar angmra á þessu: „er maðurímr maSar þrátt fyrir alt“. Hollusfa ofifoar er fremur bundin viS þann mann, sem kóngstignina ber, en sjálfa tignina. Okkur hefúr lífc- að vel við konungana og fcan> ungsfólkið, sem hingað. beSs komið. Ef „kóngstignih stytffef** á landi voru, verður þaS íÝáTeíffi af því, að við eigirm neítt sök- ótt við það fólk. Áhorfandiim, Freymóður Þorsteinsson & Kristján Guðlaugsson. Málflutningsskrifstofa Hverfisgötu 12. Viðtalstími frá kl. í—6 síðdegis. — Málflutningur og öll lögfræðileg störf. Hið íslenska fornritafélag. Nýtt bindi komið út: Vatnsdæla saga Hallfreðar saga. Kormáks saga, Hrómundar þáttr halta, Hrafns þáttr Guðrúnarsonar. EINAR ÓL. SVEINSSON gaf út. Verð kr. 9 00 heft og kr. 16.00 í skinnbandi. Fæst hjá bóksölum. Áður komið: Egils saga, Laxdæla saga, Eyr- byggja saga, Grettis saga, Borgfirðinga sögur. Aðalútsala: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar Bifreiðastöðin GEYSIR Símar 1633 og 1216 Nýir bílar. Upphitaðir bílaxL. Kaupsýdutíðindi eru nauðsynieg öllum framkvæmdamönnum, í

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.