Vísir - 27.09.1939, Síða 7

Vísir - 27.09.1939, Síða 7
Miðvikudaginn 27. sept. 1939. VlS IR 7 PÓLLAND í ÚTVARPINU. Athugasemdir við útvarpserindi Sigurðar Einarssonar. Oft er nú svo að orði komist, síðan styrjöklin. liófst, að hin eina vörn vor íslendinga sé hlutleysið. Þegar menn tala um lilutleysi í styrjöld af hálfu vppnlausra þjóða hljóta menn m. a. að eiga við það, að var- lega sé ritað og talað opinber- lega um stríðsaðilana, svo eng- um þeirra geti fundist, að á sig sé liallað, svo að það geti verið astæða til að hyggja á hefndir. Og eins og það er hættulegt að sver.ta málstað eins aðilans get- ur það líka verið varhugavert að fegra málstað lians um of. Meðal þeirra þjóða, sem nú eiga i styrjöld eru þrjár af við- skiftaþjóðum vorum: Pólverj- ar, Þjóðverjar og Bretar, og ætti okkur því að vera það kapps- mál, að gæta vel lilutleysis gagn- vart þeim öllum, að engin þeirra hafi ástæðu til að erfa neitt við okkur, livorki meðan á styrjöld- inni stendur, né að henni lok- inni. Hinsvegar ættu blöð vor og Útvarpið að flytja sem mest- an fróðleik um allar þessar þjóðir og lönd þeirra, svo fólk eigi auðveldara með að glöggva sig á stríðsfréttunum og mynda sér sjálfstæðar og hutdrægnis- lausar skoðanir á þvi, sem er að gerast. Þegar það var tilkynt í út- varpinu, fimtudaginn 14. þ. m., að Sigurður Einarsson, dósent, ætlaði að flytja erindi um Pól- land, hafa sjálfsagt flestir hlust- endur búist við, að það erindi myndi innihalda almenna hlut- lausa fræðslu um þetta land, sem nú er á allra vörum. En þeir sem slíkt vænta munu hafa orðið fyrir vonbrigðum. Það var svo greinilegt, að öllu erind- inu var ætlað að vekja sem mesta samúð með Pólverjum, en hersýnilega á kostnað Þjóð- verja. Þetta gat eklci dulist neinum, sem eitthvað liefir fylgst með sögu Póllands hins nýja. Skal nú hent á nokkur dæmi þessu til sönnunar. í upphafi erindisins var drjúgum tíma eytt í það, að segja frá grein um Island, sem birst hefði i sumar í pólsku tímariti. Breiddi Sigurður sig mjög út yfir það, hve vingjarn- leg hún hefði verið í okkar garð og rétt frá öllu greint. Hins lét hann ógetið, að þessi grein væri ein af fáu, sem til er um ísland á pólsku svo maður nefni nú ekki að þess væri þá minst uin leið að mótherjar Pólverja, Þjóðverjar, hafa ritað allra þjóða best og mest um ísland. Sigurður sagði, að landamæri Póllands, er að Þýskalandi liggja, hafi verið ákveðin af Versalasamningunum. Þetta á ekki við um nokkurn liluta þeirra og gat þögnin um þá staðreynd skilist svo, að þar væri verið að fegra málstað Pólverja. Til þess liggja þau rök, sem nú skal gi’eina: Ver- salasamningarnir mæltu svo fyrir, að hluti af Efri-Slesiu skyldi greiða atkvæði um það, livort hann vildi liejTa Póllandi til, eða Þýskalandi. 20. mars 1921 fór atkvæðagreiðslan fram. Af 1.186.758 atkvæðum voru 707.393 með því að teljast til Þýskalands, en 479.361 vildu sameinast Póllandi. Að undir- lagi pólsks stjórnmála- og æfin- týramanns, sem lieitir Korfanty, réðust nú pólskar sjálfboðaliðs- sveitir inn á þetta svæði og studdu uppreisn pólska minni- lilutans þar og tókst þeim að hrjóta það undir sig, þrátt fyrir liarða mótspyrnu þýsku íbú- anna. Fóru þá Vesturveldin að halda ráðstefnu um málið og lauk því með þeim úrskurði Þjóðabandalagsráðsins, 20. okt. 1921, að 2/5 hlutar þessa land- svæðis, sem greitt höfðu at- kvæði með sameiningu við Þýskaland skyldu afhentir Pól- verjum til ævarandi eignar. Þetta voru 321.412 hektarar lands með rúmri miljón ibúa, 22 zinkbræðslum, 11 zink- og blýnámum, sem gáfu af sér 227) þús. smólesta af zinki árlega, stál- og járnbræðslum, sem gáfu af sér 406 þús. smál. hrájárns á ári, 53 kolanámum, sem gáfu af sér 95% allra kola Efri- Slesíu. Þetta fengu þá Pólverjar fyrir harðfylgi sitt, eða réttara sagt með ofbeldi vegna þess stuðn- ings, sem Frakkar veittu þeim í þjóðabandalagsráðinu, ekki með Versalasamningunum, heldur þvert ofan í þá. Þá var ekki annað að lieyra, en alt hefði gengið skriklcja- laust þegar austurlandamæri Póllands voru ákveðin. Ýmsum myndi þó hafa fundist ástæða til, að geta þess, að það voru tvær árásarstyrjaldir af hálfu Pólverja, sem réðu þeim landa- mærum. 1 annari þeirra tóku þeir af Rússum liéruð, sem bygð eru nú ca. 5 miljónum Úkrainu- manna og 2a/2 milj. Hvít-Rússa, einmitt þau héruðin, sem Rúss- ar liafa nú tekið. í hinni styrj- öldinni tóku þeir land af Lit- hauen. Nóttina milli 8. og 9. okt. 1919, meðan blekið var að þorna í sáttmála, sem Pólverjar höfðu gert við Litava, braust pólski hershöfðinginn Zehgow- ski inn í Vilna, liina gömlu höfuðborg Litava og liafa Pól- verjar ekki slept henni, eða um- liverfi hennar síðan. Þá var svo að skiíja, að Pól- land hafi búið við jafn frjáls- legt stjórnarfyrirkonmlag' eftir sljórnlagarof Pilsudski mar- skálks 1926, eins og fram að því. Það mun víst rétt, að bók- staf stjórnarskrárinanr liafi ekki verið breytt mikið. En hvernig skyldi standa á því, að siöan þá og meira að segja þrátt fyrir kosningarnar, sem fram fóru 1930, skuli minnihluta- flokkur hafa farið með völd í Póllandi, flokkur nánustu starfsmanna Pilsudskis, „flokk- ur hershöfðingjanna“, eins og hann var nefndur. Ósennilegt er ,að Sigurður Einarsson liafi aldrei heyrt um það, hvaða forföll hindruðu flokksbróður hans, sosialdemokrataforingj- ann, Dr. Liebermann, og marga aðra stjómarandstæðinga frá þátttöku í kosningunum 1930. Hann gat þess í lok erindis síns, að hann vonaðist til, að upplýsingar lians um Pólland, — þótt ófullkomnar væri — gætu sýnt, að hér væri þó um „virðingarvert menningarríki“ að ræða þar sem Pólland væri. Ef til vill hefir hann lialdið, að eitthvað myndi draga úr virð- ingu hlustendanna, ef þess hefði verið getið livað fanta- brögðum flokkur herforingj- anna beitti andstæðinga sína fyrir ofangreindar kosningar. Meðferðin á Dr, Liebermann og fíeirum í fangelsinu i Brest- Litowsk liefði víst eklci þótt sér- lega virðingarverð, ef t. d. Hitl- er hefði fyrirskipað hana. En um það, hversu virðingar- verðir sumir Pólverjar a. m. k. eru núna, er best að láta dansk- an blaðamann dæma. Það er Christer Jáderlund, fregnritari danska blaðsins „Politiken“ í Berlín. Allir vita hve litlar mæt- ur „Politiken“ hefir á Þýska- landi Hitlers og ætti Sigurði Einarssyni að vera það mál kunnugt, eins oft og liann hefir | sótt heimildir sínar i það blað. Jáderlund simar frá Bromberg ! i Póllandi, föstud. 8. sept.: „Eg flaug í morgun til her- flugvallarins Ki-eutensee og liélt þaðan áfram ferðinni á bifreið yfir hið hernumda pólska lilið. Hvarvetna sá eg sprengdar brýr, mannlaus liéruð bar sem fyrstu bardagarnir höfðu staðið. I Bromberg sjálfri leynir það sér ekki, að æðisgengnir götubar- dagar hafa verið háðir. Um það vitnar fjöldi af sprengjugötum á húsunum. Óumræðileg skelf- ing grúfði ennþá yfir bænum. Sunnudagurinn var liræðilegur. Eftir brottför pólsku liðssveit- anna og áður en hinar þýsku komu, liófst ógurlegt blóðbað i öllum báenum. Áður en pólsku liermennirnir flýðu frá Bromberg, liöfðu þeir tekið af lífi mikinn fjölda Þjóð- verja og Pólverja, sem grunur lék á, að væru Þjóðverjum hlyntir, en aðalmorðin höfðu þó verið drýgð seinna af ofstækis- fullum unglingum á aldrinum milli 15 og 20 ára, sem voru vopnaðir sem borgaravarnarlið. Gestajio (þýska leynilögreglan) rannsakar nú hvern krók og kima i Bromberg og liðsveit- irnar hreinsa skógana. Blaðamennirnir og liðsfor- ingjarnir, sem gengu hús úr liúsi og frá einum garðinum í annan, horfðu náfölir á alt það, er fyrir augu bar eftir liina miklu Bartholomeusnótl i Bromberg. Dýrslegt, er eina orðið, sem liægt er að lýsa þvi með, sem við sáum í Bromberg, ef.tir „nótt hinna löngu rýtinga“. Hér hafði verið að verki sú út- smognasta fúlmenska, sem hugsast getur. Meðan við gengum fram og aftur um skóginn, þar sem búið var að grafa sum líkin, eftir að þeim hafði verið misþyrmt, svo að þau voru óþekkjanleg(marg- ir höfðu orðið að grafa gröf sina sjálfir), eða við ókum um, í vögnUm loftvarnarliðsins, i reikuðum við um garðana eins ; og i leiðslu, þar sem menn voru altaf að finna ný og ný lik. Þegar leið að kvöldi og brenn- andi sólin var sest bak við húsaþökin, komu fleiri og fleiri konur með stirðnaða antilíís- drætti út úr húsunum, Jiegar þær sáu þýsku einkennisbún- ingana. Þær vildu fylgja olckur inn í liúsin og út í garðana að husabaki. Þar lágu enn þá fleíri lik: Eiginmenn þeirra, synir og tengdasynir. En við vorum fyrir löngu búnir að sjá nóg. Við gát- um hlátt áfram ekki farið nieð þeim. Prestur mótmælenda Já dauður í skóginum. En kaþólskí presturinn var við hlið mína. Hann hafði verið leiddur fyrir skyndidómstólinn, en sloppið undan. Svipað Jiessu hafði maður heyrt frá viðureign þýsku sjálf- hoðaliðssveitanna og Pólverja á árunum 1919 og 1920, en naumast áíitið það möguIegL IJvað myndi framtiðin hera í' skauti sínu?“ Þetta ætti að nægja sem sýn- ishorn af þvi, hvernig fregurit- ara „Politiken“ liefir lifist á viðskilnað Pólverja, þar sem þeir urðu að hrökkva imdara lierjum Þjóðverja. En þetfa get- ur líka veríð sýnishorn af þvi, hvernig eitt aðalblað hins hlut- lausa sambandsríkis vors, Dan- merkur, leitast við að smjúga milli skers og báru með stríðs- fréttir sínar, þannig, að á kvor- ugan málsaðila sé liallað. Um leið og þetta blað lýsir þvl af- dráttarlaust, sem því Iiefír þóft miður fara hjá Þjóðverjmn, dregur það ekki neitt undan af slíku, þar sem Pólverjar eiga i hlut. i Þess er óskandi, að ísíensfca Rikisútvarpið, sem i augum er- lendra þjóða verður talið rödd islenska rikisins gæti þess vand- lega að láta ekki samúð eða andúð einstakra starfsmanna sinna leiða sig út af þeirri braut hlutleysisins, sem því ber að halda sig á, ef ekki eiga að hljótast af því afleiðingar, sem þessari þjóð er hollast, að þurfa ekki að horfast i augu við. ? .uuJtHEWc—■—----- HRÓI HÖTTUR og menn hans. — Sögur í myndum fyrir börn. 519. ÁRÁS HRUNDIÐ. — Hermenn Mortes koma hlaup- andi og ráðast að Hróa og Litla- Jóni með linjgðnnm bröndum. — Sjáðu, Tuck, nú er úti um þá. — Þar lá einn! Varaðu þig, Hrói. — Nei, Hrólfur, það er ennþá von, Eg hefi ekkert svigrúm til að at- ur því að þeir eru uppistandandi. hafna mig með öxinni. — Kastaðu honum bara niður veggnum, Litli-Jón. Við verðuin að bjarga hinum úr eldinuni-. GRlMUMAÐURINN. Við skulum færa (jl þessi skjöl — gamlir reilcn- ingar hygg eg — hérna skaltu setjast.“ „Þakka þér fyrir,“ sagði Charles, „eg hirði ekki um að setjast. Eg geri þér annars ónæði og hið þig að afsaka mig. En sannleikurinn er sá, að eg ætlaði að spyrja þig um eitlhvað — hefi lengi ætlað að gera það, og þegar eg sá ljósið, flaug það í mig, að koma og ljúka þessu erindi af.“ „Jæja, get eg orðið þér að liði? En eg fer á morgun og kem aldrei frá því, sem þarf að gera. Margaret kemur að kveðja. Eg símaði til hennar til þess að láta hana vita, að eg væri hérna. Þess vegna var garðhliðið opið. Hún kem- ur vafalaust þá leiðina. O, herra trúr, livað eg verð feginn að komast á hrott. En mér er illa við kveðjur. Það er heimskulegt, en svona er það.“ Freddy var að fitla við skjölin á borðinu. Hann gerði það eins og i liálfgerðu hugsunar- leysi og Charles kendi sárt í brjósti um liann. „O, eg veit ekki,“ sagði hann. „Það var um Margaret, sem eg vildi .tala við þig,“ Það var eins. og Freddy lifnaði við — það kom enda dálitill forvitnissvipur á andlit lians. „Margaret — hvað? Þú átt ekki við — nei — blessuð látið þið þetta gamla eiga sig.“ „Það var ekki um það, sem eg ætlaði áð tala,“ sagði Cliarles. „Heyrðu, Freddy. Hlustaðu á mig. Mér er ramasta alvara. Eg þarf að tala \ið þig um lilut, sem varðar velferð Margaret. Eg veit að þú berð velferð liennar fyrir brjósti. Mér datt í hug, að við gætum kannske gert eitthvað henni til hjálpar, ef við legðum i púkk.“ Freddy horfði á hann forviða, eins og hann skildi ekki hvað hann væri að fara. „Charles — mér fellur illa að heyra þetta hljóð í þér. Eg skil þig ekki meira en svo.“ „Margaret liefir óþægilega aðstöðu, það er það, sem eg á við. „Óþægilega aðstöðu,“ endurtók Freddy, — „en livað kemur það þér við, Charles?“ Charles liélt áfram: „Margaret hefir óþægilega aðstöðu. Og lilýddu nú á mig, Freddy — þú ætlar utan — áform þín virðast nokkuð á reiki — kannske verðurðu að heiman í langan tíma — margt getur gerst. Þú verður að viðurkenna, að Mar- garet ætti ekki að vera skilin eftir þannig, að hún“ — hann liikaði við sem snöggvast - „flæktist inn í neitt.“ Freddy var orðinn næsta órólegur. Hann var allur á iði þar sem hann sat. „Við hvað áttu, drengur minn?“ Hefir Mar- garet komist í skuldir — eða hvað er um að vera. Eg hefi boðið að láta liana liafa mánaðar- peninga, en lnin vildi ekki þiggja það. Hvers vegna veit eg ekki.“ „Eg var ekki að tala um peningamál — eða skuldir.“ „En þú varsl að tala um að flækjast inn í eitthvað.11 „Eg átli ekki við skuldir. Eg held, að þú hljótir að skilja við livað eg á“ — hann leit til ldiðar sem snöggvast — „sannast að segja veistu það. Eg vil að milista kosti, — ef nokk- ur efi væri um, að þú skildir mig ekki — segja þér, að eg veit hvernig í öllu liggur — hvers vegna Margaret sleit trúlofun mína og hennar.“ Ilann liorfði á Freddy náfölan, skjálfandi, er liann hafði sagt þetta. Honum liafði sprottið sveiti á enni og nú bar hann raka höndina upp að enninu. ,;Hvað sagði hún þér?“ Cliarels sagði honum í stuttu máli það, sem Mai-garet liafði sagt honum. Freddy liuldi andlitið í höndum sér, og Char- les gat ekki að því gert, að um leið og Iiamx aumkaðist yfir liann fyrirleit hann hann. „í guðanna bænum, maður,“ sagði hann all- liörkulega, — „reyndu að herða upp hugann. Sittu ekki þarna eins og aumingi.“ Grjáthljóð kom frá Freddy. Charles var orðinn æstur og óþolinmóður og gekk um gólf fram og aftur. „Eg er ekkert að ásaka þig — það er tilgangs- laust. En þú verður að sjá um, að Margaret losni úr klipunni. Þú getur ekki farið, og skílið hana eftir þannig.“ » „Það var vitanlega mjög lieimskulegt af henni að skrifa undir. Hún sagði mér, að húis' liefði skrifað undir tvær yfirlýsingar — háðar þannig lagaðar, að hægt væri að koma henhí undir manna hendúr. Þessar yfirlýsingar verð- um við að ná i hvað sem það kostar. Eg er kom- inn gagngert í l>eim tilgangi til þin — til þcss að leita aðstoðar þinnar. Þegar um menn er að. ræða eins og þennan grímumann — sem hefir-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.