Vísir - 12.10.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 12.10.1939, Blaðsíða 2
V I S I R Ungu leikrita- skáldi fylgt úr hlaði. — H ÖF \I\ ö U H AFIÐ, YtSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H./F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Fclagsprentsmiðjan h/f. Stefnumál Sjálf- stæðisfiokksins. ^^LLUM er kunnugt, að í vet- ur sem leið voru ekki allir á eitt mál sáttir i Sjálfstæðis- flokknum. Var ekki laust við, að í sumum hlakkaði yfir þvi, að þessi stærsli flokkur þjóðar- innar mundi nú springa. Innan Framsóknarflokksins voru margir, sem óskuðu samstarfs við sjálfstæðismenn í fullri ein- lægni. Hinir voru þar lika til, sem að vísu voru andvigir sam- starfinu, en liugguðu sig við, að það gæti leitt til klofnings i hði sjálfstæðismanna. Ekki hefir þessrnn mönnum orðið að von- um sínum. Sjálfstæðisflokkur- inn stendur svo vel saman nú, að óvíst er hvort hann hefir nokkru sinni samlientari verið. Það sem ágreiningnum olli var fyrst og fremst lausn gengis- málsins. Það hafði aldrei verið flokksmál innan Sjálfstæðis- flokksins. Hér var því aðeins um stundarágreining að ræða, sem ekki skildi eftir sig neina varanlega sprungu í flokknum. * Vegna samvinnunnar i ríkis- stjórninni væri holt, aðtalsmenn samstarfsflokkanna áttuðu sig sem fyrst á því, að sá klofning- ur, sem þá kann að liafa dreymt um í Sjálfstæðisflokknum, er elcki fyrir liendi. „Innan landa- mæranna11 eru ýms- stórmál, sem úrlausnar biða. Fyrst og fremst eru það fjármálin og viðskiftamálin. I fjármálunum stendur Sjálfslæðisflokkurinn óskiftur að þeirri kröfu, að út- gjöld ríkisins verði lækkuð. Og i viðskiftamálunum stóndur flokkurinn óskiftur að þeirri kröfu, að skipulag þeirra verði fært til meira frelsis og réttlæt- is en ríkt hefir nú um sinn. Hvorttveggja eru þetta stefnu- mál flokksins. Aðstaða ein- stakra flokksmanna til þóssara mála er því alt önnur en aðstað- an til gengismálsins, þar sem hver maður hafði óbundið at- kvæði, vegna þess, að það var eklíi gert að flokksmáli. * Varla er við því að húast að viðunandi lausn f jármálanna og viðskiftamálanna fáist orða- laust. En það er óhyggilegt af samstarfsflokkunum, að magna andstöðu sina alt of mikið, í þeirri trú, að ednhverjir muni renna undan merkjum sjálf- stæðisstefnunnar þegar á liólm- inn kemur. í gengismálinu voru sjálfstæðismenn „átta og níu“, „við og þið“, eins og í vísunni stóð. í fjármálunum og við- skiftamálunum liafa sjálfstæð- ismenn aldrei verið nema „við“ og vórða elcki. Flolckurinn bygg- ir tilveru sína á athafnafrelsi og gætilegri fjármálameðferð. Á- greiningurinn sem var um geng- ismálið liefir engin áhrif á að- stöðu flokksins til þessara höf- uðstefnumála. í þessum efnum eru „allir eitt“ i flokknum, ut- an þings og innan, ekki síður nú en ætíð áður. * Það er í sjálfu sér ekkert und- arlegt, þótt einstökum mönnum í Sjálfstæðisflokknum þyki róð- urinn sækjast nokkuð seint fyr- ir málefnum flokksins. En sanngjarnlega verða menn að taka á þeim málum. Fram eftir sumri varð stórmálunum ekki ráðið til lykta, vegna fjarvista ráðherranna sitt á hvað. En þegar þeim ferðalögum var lok- ið, höfðu þau tiðindi gerst úti í lieiminum, að síðan hafa ráð- herrarnir unnið myrkranna á milli, að lausn hinna daglegu vandamála, sóm af styrjöldinni leiða. Af þessum sökum hefif endanleg lausn stefnumálanna dregist. En sjálfstæðismönnum er óliætt að treysta því, að þess- um málum er haldið vakandi og verður ráðið til lykta, þegar er hentugleikar leyfa. Ráðherr- ar sjálfstæðismanna vita að flokkurinn stendur óskiftur að haki þeim um stefnumál sín. Þeir geta því öruggir lagt til úr- slitabaráttu á livaða stundu sem er. — r r Sundmeistaramót Z.S.I. Sundmeistaramótinu lýkur í Sundhöllinni í kvöld og verður að þessu sinni kept í þessurn greinum: 400 m. bringusundi fyrir karla. Þar verður Ingi Sveins- son meðal keppenda, og húasl sumir við ennþá skemtilegri kepni en í 200 m. bringusund- inu á sunnudaginn. Þá verður kept í 200 m. bringusundi kvenna og er þar einnig búist við harðri kepni. Næst verður 100 m. bringu- sund drengja innan 16 ára. Það verður vafalaust skemtilcg kepni. Að lokum verður kept í 1500 m. sundi fjálsri aðferð. Er þar vonast til þess, að Jónasi takist að setja nýtt met. Mótið hefst ld. 8M>. ------—--------------- TF-SUX í rann- sóknaleiðangri. Rétt eftir hádegið í gær fóru þeir Agnar Kofoed-Hansen flug- málaráðunautur ríkisins , og Bergur G. Gíslason inn í óbygð- ir í flugvélinni TF-SUX. Flugu þeir til Kerlingarfjalla og norð- ur yfir Sprengisand og komu aftur hingað á sjöunda tíman- um í gær. Yar ætlunin að gera samanburð á flugleiðum norður yfir Kjöl og Sprengisand. Var fyrst lent í Kerlingar- fjöllum, því að það var einnig tilgangur fararinnar, að athuga lendingarskilyrði þar. Lentu þeir i aðeins 5 min. gangs fjar- lægð frá sæluhúsi F. í. Flugið tók 80 mín. þarna upp eftir. Síðan flugu þeir norður með Hofsjökli og yfir liann rétt fyrir sunnan liæstu bunguna. Sáu þeir staði á honum, sem voru hinir ákjósanlegustu lendingar- staðir. Síðan var lent á Sprengi- sandi norðarlega. Þar var höfðu stutt viðdvöl og síðan haldið heim. Fylgdu þeir Þjórsá frá upp- tökum á leiðinni suður og hækkuðu flugið yfir Ölfusi og komu yfir Pæykjavík í 3000 m. hæð. t þeirri hæð var mikiðfrost og mun kaldara en yfir jökl- inum vegna sjávarloftsins. Tók það 10 mín. að komast niður úr þessari liæð og var þó farið eins hratt og hægt var. Vetrarflugferðir. Akvörðun liefir verið tekin um að halda áfram flugsam- göngum milli Oslo og Amster- dam í vetur. Ráðgert liafði ver- ið, áður þessi ákvörðun var tek- in, að flugferðirnar liættu 31. þ. m. — NRP—FB. Það er búið að sýna sjónleik- inn „Brimhljóð“ eftir Loft Guð- mundsson, lcennara í Vest- mannaeyjum þrisvar sinnum. Hve oft leikurinn verður sýnd- ur að þessu sinni verður ekki um sagt,það er undir svo mörgu komið, m. a. dutlungum áhorf- enda, en það er áreiðanlegt, að með le'ikriti þessu liefir íslenska leiksviðinu bæst mjög vel sýn- ingarhæfur sjónleikur. Ungt leikritaskáld ríður úr hlaði til að kanna rélt miðlungi fjölfarna stigu, og það er tækifæri, sem vér megum ekki láta ónolað, að fylgja þvi úr hlaði. Allir eiga þess kost, að sjá og dæma um leikinn sjálfan, og blöðin hafa þegar fylgt honum af stað með vinsamlegum ummælum, og er það ekki ætlun mín, að bæta þar neinu vði eða draga fná. En eg vildi mega fylgja leikritaskáld- inu sjálfu úr hlaði með nokkr- um orðum, og ekki síst fyrir þá ástæðu, að það hefir verið ympr- að á þvi i blaðaviðtölum, áður en leikurinn var sýndur, að eg ætti einhvern þátt í því, að hann er nú kominn fyrir sjónir reyk- vískra áliorfenda — þó eg sann- ast að segja liafi haft sáralítil afskifti af sýningu leiksins. í desemher í fyrra skrifaði eg fáeinar línur í blað um æfin- týraleiki fyrir börn eftir Svein úr Dölum. Mér þótti mikils um vert að bókaforlag Guðmundar Gamalielssonar skyldi ráðast í liverja leikritaútgáfuna á fætur annari; það útgáfustarf verður seint fullþakkað frá bókmenta- legu sjónarmiði, en mér fanst ekki ástæða til að ritdæma barnaleikritin á annan veg en þann, að segja þau blæfögur og hollasta viðfangsefni fyrir börn og unglinga, t. d. þar sem leik- rit eru leikin af skólabörnum. Nukom það í ljós, að Sveinn úr Dölum var Loflur Guðmunds- son, kennari í Vestmannaeyjum. Ilann skrifaði mér og bað mig að ritdæma ítarlegar æfintýra- leikritin, því hann hefði áhuga fyrir leiklist og sig langaði til að skrifa leikrit. Eg bað liann að senda mér leikrit, ef hann ætti, því æfintýraleikirnir væru helst til veigalitlir lil að gera á „leik- listarlegan holskurð“. Það varð. Loftur sendi mér „Brimhljóð“. Eg hafði ekki lesið lengi, er mér var ljóst orðið, að þarna voru óvenjulega lipur samtöl, talsvert dramatísk framsetning og nokkrar ljósar mannlýsingar. Vafalaust efni i leikritaskáld, þessi Loftur. Eg þekti manninn ekki minstu vitund, en eg tólc leikrit hans til rækilegrar athug- unar og skrifaði honum hið lielsta, sem eg liafði út á það að setja. Eg veit að Loftur liefir borið leikrit sitt undir dóm fleiri manna en minn, og í því efni hefir hann breytt réttilega. Mér einum verður því engan veginn um það kent eða þakk- að, að leikritið er komið fram í þeirri mynd, sem það er sýnt þessa dagana í Iðnó, og mér var enda ókunnugt fram að sýningu leiksins, livaða breytingar höf- undurinn hafði gert að undir- lagi mínu. Þá hafði eg ekkert atkvæði um sýningu leiksins hér, en eg studdi það í viðtöl- um við kunningja mína í Leik- félaginu, að leikurinn yrði sýnd- ur, því mér fanst hann verð- skulda það. Nú er fullmikið talað um af- skifti mín af sýningu sjónleiks- ins „Brimhljóð“. Sökina á þeirri eyðslu prentsvertu og pappírs eiga ummæli blaðanna, sem fyrr gelur. Hvað svo sem öllum breytingum líður og hvaðan sem þær kunna að vera sprottnar, þá hefir höfundurinn sjálfur allan veg og vanda af því leikriti, sem hann hefir skilað fátæku leiksviði voru. Þegar á það er litið, að „Brim- hljóð“ er fyrsta heilkvölds-leik- ritið frá hendi höfundarins, verður manni starsýnt á hin mörgu einkenni góðrar leikrit- unar, sem þar eru að finna. Það er dramatískur stígandi i leikn- um og það jafnvel þrátt fyrir ósennilega rás viðburðanna. Það eru persónulýsingar, sem loða í minni, jafnvel þó maður afneiti sumum persónunum, eins og kaupmanninum, sem lætur borga sér í löðrungum, en vill ekki „gefa til baka“. Það er um- fram alt lipur talandi og höf- undinum er það leikur einn, að tvinna samlöl milli margra á Ieiksviðinu — ef lil vill er hon- um það of-hægt, hann fellur fyrir freislingunni að breiða úr sér á kostnað efnisins. Þriðji þáttur er best dæmi þess, best skrifaði þátturinn i leikritinu, en fellur eiginlega utan við efn- ið. Og svo liefir Loftur Guð- mundsson alveg sérstaldega vel opin augu fyrir því, að persón- urnar eru aldrei einar á leik- sviðinu. Aldrei eintómar talandi persónur. Ilann veit að það er umhverfið, fyrst og fre’mst um- hverfið, sem mótar persónurnar og stjórnar gerðum þeirra. — Loftur hefir með öðrum orðum auga fyrir því, sem vel má fara á leiksviði, og liann heyrir öll þau hljóð, se’m berast utan að til persónanna, brimhljóðið, storm- gnýinn, og hann sér persónurn- ar í breytilegri birtu leiksviðs- ins. -— Alt í alt höfum vér fylstu ástæðu til að gleðjast yfir því, að Loftur lét okkur heyra „Brimhljóðið“ sitt, og óska hon- um allra heilla á þeirri rithöf- undarbraut, se’m hann hefir kos- ið sér. L. S. Tr«kK §íhlveiði I Faxaílóa. •raca Bátar þeir, sem reknetaveiðar hafa stundað liér á Faxaflóa að undanförnu, hafa fengið mjög tregan afla, og telja sjómenn að svo mikið sé af smokkfiski í síldinni, að erfitt sé að fást við veiðarnar. Telja sjómenn þó að allmikið muni vera um síld í flóanum, og draga þá ályktun af því að mikið er um hvali, sem þeir telja að muni elta síldina. Alla síðastliðna viku hefir varla orðið síldar vart i ver- stöðvunum á Reykjanesi; og á- lita sjómenn að annaðhvort muni síldin halda sig þétt upp við strendurnar, eða svo djúpt i sjó að netin nái henni ekki, og stafi þetta af kolkrabbamergð- inni. Gera þeir sér vonir um að kolkrabbinn liverfi hinsvegar, þegar kólnar i tið, og hafa þeir fyrir satt að norðanlands hverfi liann um það leyti, er snjóar í fjöll. 1 nótt réru bátar alt suður í Herdísarvík og á Eldeyjar- banka, en urðu ekki síldar varir. Einn bátur fná Akfanesi mun þó hafa fegnið nokkurar tunnur. Allflestir bátar í Keflavík stunda nú reknetaveiðar, og hafa 2000 tunnur síldar borist þar á land á vertíðinni. Strax er farið var að ræða um að sigla þrátt fyrir stríðið, stungu loftskeytamenn upp á því við útgerðarme'nn, að sett yrðu sendi- og móttökutæki af sérstakri gerð í björgunarbát- ana, og var því vel tekið. Þetta er nýlunda lijá okkur Islcnd- ingum, enda að eins tíðkað á allra stærstu hafskipunum, sem liafa einn og tvo þannig úlbúna björgunarbáta. Tækin eru þau sömu sém i stórum fullkomnum loftskeyta- stöðvum, að eins i vasaútgáfu, ef svo mætti segja, og sérstak- lega útbúin til þess að þola á- gjöf og sjógang. Þó er um tvent að velja í þessu efni, svo lcallaða neistastöð éða lainpa og talstöð. A öllum hafskipunum, sem nota þennan útbúnað, eru neistastöðvar og íslensku loft- skeytamennirnir hallast að þeirri skoðun, að þær verði heppilegri. Hagurinn við þær eT sá, að þó þær séu ekki nákvæm- lega slillar á þá bylgju, sem þeir eiga að senda á, og þó móttöku- tæki þess, sem er að hlusta, sé heldur ekki á þe’irri réttu bylgju, er tónninn, sem þær senda út frá sér, svo breiður, að liann heyrist vfir allstórt bylgjusvið, þar sem aftur á móti lampa- stöðvai-þurfa að vera mjög ná- kvæmlega stiltar til þess að heyrasl. Einnig er sá galli við lampastöðvar, að e’f mikil væta kemst á loftnet sendistöðvarinn- ar, er mjög erfitt að varna því, að hún fái ekki jörð þannig í gegn og heyrist svo að segja ekki neitt. Bindindismála- vikan. Síðasta samkoma bindindis- vikunnar var i gærkvöldi í Góð- templarahúsinu, og liófst með fundarsetningu i stúkunni „Ein- ingin“. Friðrik Á. Brekkan æðstitemplar stúkunnar setti samkomuna og hauð gésti og félaga velkomna. Þá lék strengjaleiks-kvartett útvarps- ins nokkur lög, samkomunni til mikillar ánægju. Bindindismálaráðunautur — Friðrik Á. Brekkan — flutti þar næst alllangt erindi og lýsti á- nægju sinni yfir hinni ágætu þátttöku allra þeirra krafta, sem tekið hefðu saman höndum í bindindismálavikunni. Ilann gat þess, að islenska þjóðin sinti bindindisstarfi meira én aðrar þjóðir og liefði lilutfalls- lega fleiri félagshundna ein- staklinga í því starfi, en noldcur önnur þjóð Norðurálfunnar. Eitt væri það, sem skýrt hefði komið fram hjá öllum ræðu- mönnum vikunnar. Það var þetta: „Burt með áfengið“, og væri ekki goðgá að vænta þess, að ríkisstjórn og Alþingi lög- léiddi nú, að minsta kosti hráða- birgða-áfengisbann, sem eina viturlega ráðstöfun þessa vand- ræðatíma. En þótt slík löggjöf fengist, mætti ekki hætta því starfi, að gera þjóðina bindind- issama í allri hugsun sinni. Eins og sakir stæðu, yrði hver mað- ur, sem bindindi væri hlyntur, að hjálpa til með skipulags- bundnum samtökum að reisa þann við, sem drykkjutískan og ríkjandi fyrirkomulag he’fði slegið niður. Mest af drykkju- slcap manna stafaði af því, að menn reyndi á þann hátt að gera sér glaðan dag og breyta hin- um grámyglulega svip hvérs- dagslífsins. Á þessu yrði best ráðin bót með félagslegum sam- tökum og félagslífi, er grund- vallaðist á mannúð, samhjálp, kærléika og bræðralagshugsun. Jóhann Tryggvason skemti með píanóeinleik. Helgi Helga- son stórtemplar las upp kvæði, og Jakob Hafstein söng nokkur lög, en Jóhann Tryggvason lék undir. Var þessum skemtiatrið- um mjög fagnað. Að síðustu flutti þingtempl- I Mál þetta er énn í undirbún- | ingi, en þó mun verða undinn bráður bugur að þvi, að koma þvi í framkvæmd og verða tæki sem þessi reynd i litlum bát inn- an skamms. Efni mun vera til liér i bænum til þess að byggja livora tækjategundina sem æski- legri þykir. Það væri mikill sómi fyrir Is- le’ndinga, ef þessi tæki væru sett í hvert skipu sem sigla þarf um hættusvæði stríðsaðgerðanna, og gæti orðið að ómétanV’gu gagni í slysavarnastarfinu. Því þó þannig sé liáttað um loft- skeytasendingar, að þær megi vart hej’rast nærri ströndum ó- friðarlandanna, og skip af skilj- anlegum ástæðum forðist alla sendingu loftskeyta á siglingu sinni, mun vera hlustað hélm- ing meir en á venjulegum tíma. Vegna þeirra tilkynninga og leiðbeininga, sém öðru liverju eru sendar út um siglingaleið- irnar. Og þó máské enginn ansi neyðarmerki frá skipi, sem ver- ið er að sökkva, geta verið hundruð, sem á það hlýða, og hvað skæð styrjöld sem geysar í heiminum mun enginn sannur sjómaður, sem véit sig í námunda við nauðstadda, láta nokkurs ófreistað til þess að koma til aðstoðar. En með því að liafa þessi hjálpartæki í björgunarbátunum, er hægt að halda áfram að kalla á aðstoð og segja til þess, livar maður er staddur og þess háttar, þó skip manns sé löngu sokkið. ar, Þorstéinn Sigurðsson erindi. Þakkaði hann liinum ýmsu fé- lögum og félagasamböndum, ræðumönnum, prestum lands- ins og öllum skemtikröftum hina ágætu og ánægjulegu þátt- töku í bindindisvikunni, einnig nefnd þeirri, er undirbúning hafði annast. Fór nokkrum orð- um um hið sérstæða skipulag reglunnar, sem vel væri fallið til þss að æfa menn í fundar- sköpum og félagslegri starf- semi, og héfði reglan unnið mikið verlc fyrir íslensku þjóð- ina í þeim efnum. Fámenna, litla þjóðin við hin yztu liöf, sagði liann, ætti að vera bjartur viti á vegum annara þjóða. Fyrr á tímum hefði hún verið öðrum þjóðum fyrirmynd i stjórnar- háttum, á yfirstandandi tírnum væri hún fyrimynd í friðar- málunum og hefði engan her né vígbúnað, og í framtíðinni ætti hún að véra öðrum þjóðum fyr- irmynd í því, að varðveita hörn sin frá hæltu eiturnautnanna. Signd af hinum heiða stjömu- himni norðurhvelsins og norð- urljósalogum, ælti hún að vera Ijós á vegum annara þjóða og fyrirmynd þeirra, því „Jakobs þrep“, segir skáldið Einar Bene- diktsson, „undir starandi sljörn- um, stigin skulu af Eddunnar börnum“. Bæði hin síðustu kvöld bind- indisvikunnar var húsrúm langt um of lítið. Gagnkvæm hernaðarleg aðstoð. Lithauar fá Vilna. Samkvæmt sáttmála þeirn, sem Rússar og Litliauar hafa gert með sér, fær Lithauen borgina Vilna og Pirnodihérað- ið. — Rússar og Lithauar héita livor öðrum gagnkvæmum stuðningi í slyrjöldogef til árás- ar kemur á Sovét-Rússland hafa Rússar rétt til þess að hafa her í Lithauen, og eru nánari á- lcvæði um hvar hann skuli hafa aðsetur og hversu margmennur liann skuli vera. Tilkynt er, að sáttmálinn skerði ékki á nokkum liátt sjálfstæði samningaðila.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.