Vísir - 31.10.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 31.10.1939, Blaðsíða 2
VISIR Einar Benediktsson 75 ára. VÍSIB ÐAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsja: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstrœti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377, Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Höfðatölureglan í framkvæmd. ÍMAMENN liafa látið í veðri vaka, að um næstu kosn- ingar verði hver kjósandi spurð- ur: Trúir þú á höfðatöluregl- una? Eftir svarinu við þessari spurningu verði landsfólkinu siðan skift í liafra og sauði. Höfðatölureglan eigi að vera fyrsta greinin í trúarjátningu allra samvinnumanna. Undir hennar merkjum eigi að hefja krossferð gegn heildsalaklíkum og liverskonar illþýði. Þetla er svo einfalt, segja Tímamenn: Þeir, sem trúa á höfðatöluregl- una, eru með oss. Þeir, sem af- neita iienni, eru móti oss og verða vissulega að taka afleið- ingum sinnar örgu vantrúar! ★ Menn skyldu nú ætla, að þessi regla, sem svo er máttug í eðli sínu, að hún getur geeint lands- fólk alt í tvær andstæðar fylk- ingar, væri sannprófuð með öll- um tilfæringum vísindalegrar nákvæmni. En er þetta svo'? Við, sem vantrúaðir erum, getum ekki séð það. Við höfum haldið því fram, að höfðatölureglan væri óvisindaleg svo sem fram- ast má vera, ekkert nema slumpareikningur og handalióf. Það er einmitt þessvegna, sem við verðum að vera undir það búnir, að taka afleiðingum van- trúar okkar, þegar kjósendur landsins hafa skipað sér í fylk- ingar eftir hinni nýju trúarjátn- ingu. * Höfðatölureglan gerir ráð fyrir þvi, að hver maður, sem í kaupfélag gengur, hafi 4 menn á framfæri sínu. Heildarinn- flutningnum til landsins er skift niður jafnt á hvern íhúa. Kaup- félag, sem hefir 100 félaga, á heimting á að fá innflutning handa 400 manns. Þetta er svo sjálfsagður lilutur í augum Tímamanna, að það er talin hrein goðgá, að fetta fingur út i þetta visdómslega fyrirkomu- lag. * í 7. hefti Samvinnunnar 1939 er birt skýrsla sú um „félags- mannatölu sambandsfélag- anna“, sem Sigurður Krislins- son forstjóri gaf á aðalfundi S.Í.S. Sigurður Kristinsson er svo grandvar maður, að engum dettur í hug að hann segi rangt til um félagsmannatöluna. Eins og menn vita er Kaupfélag Ey- firðinga — KEA — nú voldug- asta kaupfélagið á landinu. Starfssvæði þess er Eyjafjarð- arsýsla og Akureyrar-kaupstað- ur. Samkv. skýrslu forstjórans er félagatalan í KEA 2987. En auk þess er starfandi á Akur- eyri Kaupfélag verkamanna, með 160 félaga. Kaupfélags- menn eru því alls í Eyjafjarðar- sýslu og Akureyrarkaupstað 3147. * Samkvæmt höfðatöluregl- unni eiga þessir 3147 félags- menn í KEA og Kaupfélagi verkamanna heimtingu á inn- flutningi fyrir félagsmannatölu sína margfaldaða með 4, eða fyrir 12588 manns. Samkvæmt manntalsskýrsl- um var ibúatalan á félagssvæði þessara tveggja kaupfélaga þannig í árslolc 1937: Evjafjarðarsýsla ..... 5390 Akureyrarkaupstaður . 4674 Samtals 10064 Útkoman verður þvi sú, að jiótl gert sé ráð fyrir að hver einasti maður á Akureyri og Eyjafjarðarsýslu skifti aðeins við kaupfélög, þá eiga þessi tvö nefndu félög samkvæmt höfða- tölureglunni heimtingu á inn- flutningi handa 2524 manns fram yfir alla íbúa á félags- svæðinu. Það er óþarfi að fjölyrða neitt um þetta. Menn sjá af því, hvernig þessi dásamaða vísinda- uppgötvun Skúla Guðmunds- sonar er í framkvæmdinni. Það eru jiessi vísindi, sem Tíma- menn ætla að gera að trúarjátn- ingu sinni fyrir næstu kosning- ar! a ALÞIIGI kemur saman á morgun kl. 1 ‘/z > og munu þingmenn allir vera komnir til bæjarins, eða í þann veginn að koma. Á dagskrá stendur aðeins: Rannsókn kjör- bréfa. Er það kjörbréf hins nýja þingmanns Austur-Skaftfell- inga, Jóns ívarssonar, kaupfé- lagsstjóra. Útivist barna á kvöMixi ©g lögreglMsam- þyktln. Lögreglan hefir hafið sókn til þess að framfylgja 19. gr. lögreglusamþyktarinnar um útivistartíma barna á kVeldin. Mun varla vera nokkur grein í allri Jögreglusamþyktinni, sem er oftar brotin og erfiðara að halda til streitu. í áðurnefndri grein segir svo, að unglingar innan 16 ára megi ekki hafa aðgang að knattborðs- stofum og öldrykkjustofum eða kaffistofum eflir kl. 20, nema í fylgd með fullorðnum. Þá segir og í þessari grein, að hörn yngri en 12 ára megi ekki vera á almannafæri seinna en kl. 20 á tímabilinu frá 1. okt.— 1. maí og ekki seinna en kl. 22 á öðrum timum árs, nema í fylgd með fullorðnum. Börn 12—14 ára mega ekki vera úti eftir kl. 22 á timabil- inu 1. okt.—1. maí og ekki eftir kl. 22 á öðrum tímum árs, ne'ma í fylgd með fullorðnum. Foreldrar ætti að gæta þess, að börn þeirra sé ekki úti eftir jiann tíma, sem að ofan greinir, Jjví að lögreglan mun rannsaka, af hverju jiað stafar og lcomi Jjetta vegna kæruleysis foreldr- anna mun verða komið fram á- hyrgð á hendur þeim. Frá kirkjugörðunum. Athygli fólks skal vakin á þvi, að það er heppilegt að hreinsa reiti og flytja burt ónýtan gróður nú í haust. Það gerir auðveldara að hirða og fegra reitina með vorinu. Þetta ættu allir þeir að athuga, sem láta sér ant um blettina sína. Frá Hafnarfirði. í gærkveldi komu þessir bátar af síldveiðum: Freyja með 50 tn., Goðafoss með 50, Auðbjörg með 130 og Aldan með 140 tn. — I dag er verið að losa kol úr norska flutningaskipinu Eikhaug. Fær verslun Einars Þorgilssonar 1600 smál. með skipinu. Skömmu eftir aldamótin dvaldi Einar Benediktsson nokkura daga á æskuheimili mínu. Síðan hefir liann verið mér sérstaklega hugstæður. Lék hann á als oddi er hann ótil- kvaddur miðlaði okkur hörnun- um af andagift sinni með töfr- andi glæsimensku. En þannig stóð á ferðum hans, að vegna framhoðs til Alþingis ferðaðist hann um Snæfellsnessýslu, og í fylgd með honum var faðir minn. Sem kunnugt er, hafði hann jiá hlotið sess meðal fremstu skálda Jijóðarinnar. Kosningu náði hann ekki, og hefir aldrei átt sæti á Aljiingi. En fulltrúi Jijóðarinnar hefir hann verið i hiálfa öld, og síðustu áratugina hinn ókrýndi skáldkonungur Islands. „íslandsljóð“ í „Sögur og kvæði“, sem komu út 1897 gefur nokkura hugmynd um Jiað sem verða vildi. Skilningur lians á kjörum þjóðarinnar, sem öldum saman höfðu verið ömurleg, virðing hans fyrir máli okkar og gamalli menningu knýr fram Jiennan hersöng, er hefst með Jjessum orðum: Þú fólk með eynid í arf Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda. Bókadraumnum, böguglaumnum brejd í vöku og starf.“ Það fór að vonum, að fyrsta bók Einars Benediktssonar vakti eftirtekt og liafði víðtæk áhrif. Aldamótin voru nálæg og nú hlutu að verða aldahvörf hjá íslensku þjóðinni. Þelta varð, endurreisnin var liafin. Einar Benediktsson var meðal Jieirra, sem hleyptu skriðunni af stað, sem nú varð ekki stöðvuð. Þessi „sonur kappakyns"1 gaf ótvírætt til kynna athafnaþrá. Telja má víst, að hann hafi snemma hugsað til mannaforráða i liér- aði. Gerist hann nú sýslumaður, en lætur af embætti eflir örfá ár. Verða nú kaflaskifti í æfi skáldsins. Til Jiess að verða stór- skáld -—- og hann vildi reynast trúr hugsjón sinni, nægði hon- um ekki að kafa í sögu sinnar eigin Jijóðar og teygá að sér liið tæra Ioft og tign íslenskrar náttúru, heldur þurfti hann jöfnum höndum að sitja við há- borð menningar heimsins, baða anda sinn í hámenningar- straumum lífsins sjálfs. Þetta gei-ði hann með þeim árangri að verða glæsilegasti arftaki hinna fornu frægu ritsnillinga, sem varðveitt liafa frá öndverðu ó- dáinsorð íslenskrar þjóðar. Árum saman dvaldi hann með erlendum þjóðum í nokk- urum stærstu faorgum heimsins. Var Jiess á milli gestur í sinu eigin landi. En kvæðin sönnuðu, að hugurinn var heima. Má segja, að yrkisefnin og orða- valið séu að verulegu leyti sönnun þess er liann segir í kvæðinu „Bláskógavegur“: „Fjallabrúður alein í heimi þögul og há! Vort hjarta er í ætt við þann loga, sem felur hún inni.“ Einar Benediktsson Jieysir víða vegu á skáldfáki sínum, yrkisefnin eru margjiætt. „I augans kasti sést himinn hálfur, en hjörtu þrá æðri sjónardeild. Svo hugbindast lýðir við lönd og álfur þótt leiksvið andans sé veralda hedld.“ Með útsýn yfir alheim er skáldið æfinlega lieima hjá sjálfum sér. Aðdáun lians og lotning fyrir einkennum norð- ursins eru undirstrikuð í mörg- um kvæðum hans. Hann ann Jiví sterka, tæra, lireina i lofti, á láði og legi. Minnumst t. d. kvæðanna „I Slúttnesi“ og „Norðurljós“. Þegar „duftsins son“ heillast af „gullhvelfdum boga“ norðurljósanna, finst honum „það alt svo lítið og lágt, sem lifað er fyrir og harist er móti.“ Útsærinn verður „ásýnd af norðursins skapi í blíðu og stríðu“. Þessi gagnsæis og hreinleik- ans hugsun kemur líka einkar skýrt fram í kvæðinu „Til Huldu“. „Þig hryllir við fegurð sem hjúpar hvað spillt er, Jiú hatar Jiann kraft sem vinnur hvað ilt er.“ Nokkur af kvæðum Einars Benediktssonar um söguleg efni eru á margra vörum. Enda mála sannast, að Jiau bera af liliðstæðum kvæðum annara skálda. Má benda á „Hvarf séra Odds i Miklabæ“, „Messan á Mosfelli“ og „Fróðárhirðin“. Gott dæmi um kyngikraft kvæða hans af þessari tegund er þetla erindi úr „Fróðárhirð- in“: ,,Að halda í dögun sitt hvildar- kveld var liirðvenja Jieirra og gleði. Að verma sitt hræ við annara eld og eigna sér bráð, sem af hin- um var feld, var grikkur að raumanna geði. Ilið blóðlausa, hljóðlausa hyggjumorð var hofmanna dáðin á Fróðár- storð. —Að forðast alt ljós og hvert lifandi orð var lögmál þar draugurinn réði.“ Einar Benediktsson er ekki orðinn almenningseign; er slíkt skaði. Sumum er þetta ráðgáta. Við nánari athugun er þetta auðskilið. Flest stærri kvæða hans eru að bygging og efni heimspekilegs eðlis. Við fyrsta lestur verða Jiau því mörgum framandi. Þegar þess er gætt, hversu lílið er skrifað á okkar tungu um heimspekileg efni, skilst Jietla. Andríki skáldsins með ótæmandi orðgnótt megn- ar að varpa fram spurningum í einskonar myndum um þyngstu viðfangsefni manns- andans. Oft leysir liann Jiessar gátur, slundum ekki. „Mitt er að yrkja, ykkar að slcilja“, gæti hann liafa sagt. En söknum við Jiess, Jió Einar Benediktsson „tæmi ekki“ alt af efnið? Er lesandanum ekki liolt að glíma öðru livoru við hugsanir skálds- ins? Með nokkrum rétti má benda á skáld andstæðnanna í sumum kvæðum Einars Benediktsson- ar. Slíkt ber ekki að undra. Leyndir þræðir mannlegs eðlis liggja milli gleði og lirygðar. Einar Benediktsson er risa- vaxið dramatiskt skáld, sem sveigir miálið til miskunnar- lausrar hlýðni við anda sinn á sama hátt og myndhöggvarinn meitlar bergið. Andlegir yfir- burðir hans verðskulda heims- frægð. En íslenskum Ijóðskáld- um er Jiröngur stalckur skorinn. Móðurmálið, hið Jiroskaða stuðlaða mál verður ávalt fjöt- ur, sem meinar jafnt skáldjöfr- inum og ljóðglapanum kynni við aðra en e igin Jijóð. Væri þessu annan veg farið eru líltur til að andi Einars Benedilctsson- ar svifi meðal stórjijóðanna líkt og Goethe svo dæmi sé nefnt. Mætti Jiá ætla að líf hans hefði orðið annað. Hann hefir að vísu spyrnt á móti örlögunum, en mannlegum mætti er oftast of- raun að taka fyrir kverkar þeirra. í sterkum drállum bregður Einar Benediktsson i kvæðinu „Einræður Starkaðar“ upp myndum úr eigin lífi. Há-nor- rænn andi ldæddur holdi og hlóði vængjar sinn hug og fer hamförum án Jiess að bregða við bana eða sár. Lífsskoðun Einars Benedikts- sonar er borin uppi af sterkri persónulegri kend, með tak- markalausri lotningu fyrir al- Iieimi og eilífð. Ágætt sýnishorn Jiessa ljós- sækna skálds er erindi úr kvæð- inu „Sunna“ (Hvammar, síð- asta bók skáldsins): „Það alvits ríki, er stjórnar ljóssins síraum, oss stofni æðri sjón á hjartans draum. Það geymir líf og líkn við Islands sárum — J>að lætur heiminn skína í vorum tárum. Hér treystist barnsins trú af lífsins fræðum, hér taki Jijóðar andi stöð á liæðum* með sterlca elda yfir tímans hárum.“ Einar Benediktsson hefir með frábærri andagift stórlega auðg- að íslenskt mál. Kvæði hans verða um langan aldur ójirotleg ur brunnur, sem ausið verður úr, stuðlað berg, sem standa mun af sér stefnubreytingar bókmenta næslu alda. H. H. Fjölmennur fundur í Stúdentafélaginu í gær. Stúdentar óskiftir um málið. Fjölmennur fundur var hald- inn í Stúdentafélagi Reykjavík- ur í Oddfellowhöllinni í gær- kveldi og var þar rætt um sjálf- stæðismálið, en umræður um það hófust í félaginu í fyrravet- ur. — í upphafi fundarins lýsti for- maður félagsins, Hörður Bjarnason, yfir þ’vi, að með- umræðum Jieim, sem fram hefðu farið um málið i fyrra- vetur, og framhaldi þeirra nú, væri tilgangur félagsins að fá að kynnast viðhorfum helstu stjórnmálamanna vorra, án til- lils til hvar i flokkum Jieir stæðu, enda væri sjálfstæðismál vort —• eða ætti að vera — haf- ið yfir alla flokkapólitík. Að Jiessu sinni hóf Jónas Jónsson alþm. umræður og tal- aði liann liðlega i tvær stundir og kom víða við. Drap hann á helstu þætti sjálfslæðisbarátt- unnar hér heima og erlendis, frá Jivi er Skúli Magnússon fluttist úr Skagafirði og liingað til Reykjavikur, og skapaði með verksmiðjurekstri sínum höfuð- borg íslands, alt lil þess dags, er Stauning forsætisráðherra Dana kom hingað til lands, á- samt Hedtoft IJansen, er talaði til íslendinga dönsku á Ai'nar- hóli, undir minnismerki Ingólfs Arnarsonar. Rakti ræðumaður ennfremur ummæli Staunings eftir heimkomu hans, er liann taldi að minti nokkuð á ummæli .Tóns Arasonar, er hann lýsti yf- ir því, að nú ætti liann eftir að yfirvinna hálfan annan kot- ungsson, til þess að tryggja veldi silt. Taldi ræðumaður að íslend- ingar liefðu Jiegar lagt Jiá braut, sem eftir yrði haldið og afdrif sambandsmálsins væru fyrir löngu ákveðin. Þá vélc ræðu- maður að lokum að þvi hvern- ig framkvæmd utanrikismál- anna yrði hentugast fyrir kom- ið er til sambandsslita lcæmi. , Próf. Guðbrandur .Tónsson liélt alllanga ræðu og lagði til að ákvörðunum um sambands- málið yrði frestað, en stjórnin gæfi sig einvörðungu að Jieim utanrikismálum, sem úrlausnar kröfðust vegna ófriðarástands- ins, og bar fram tillögu í Jiví efni. Var henni fálega tekið og mæltu þeir henni i gegn Jóliann Ilafstein, Sigurður Bjarnason, próf. Bjarni Benediktsson o. fl. Fór svo að lokum, að tillag- an var borin undir atkvæði, og fékk ekkert atkvæði, en öll á móti. Mun Jiað einsdæmi, að til- laga liafi verið drepin jafn fag- urlega. Á fundinum urðu enn nokkr- ar umræður um fánamálið, sem Jónas Jónsson liafði drepið á i frumræðu sinni. Tóku Jieir til máls Matthías Þórðarson forn- minjavörður, Carl Tulinius, Benedikt Sveinsson o. fl. og ræddu Jiá einnig sambandsmál- ið. — Fundurinn stóð yfir til kk rúml. 1, og mun stjórn Stúd- entafélagsins hafa í hyggju að Iioða bráðlega til annars fund- ar um málið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.