Vísir - 14.11.1939, Blaðsíða 1

Vísir - 14.11.1939, Blaðsíða 1
Ritst jóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Ri; ístjórnarskrifstofur: í’élagsprentsmiðjan (3. hæð). 29. ár. Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. Reykjavík, þriðjudaginn 14. nóvember 1939. 263. tbl. „Rússar hafa ekki enn sett Finnum úrslitakosti“. Finsku samningamennirnir lagðir af stað heimleiðis. Rússap bera fpam nýjap og víötækari kröfup. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Finsku samningamennirnir lögðu af stað frá Moskva í gærkveldi, að því er tilkynt var í finskum fregnum og blöð hvarvetna birtu fregnir um brottförina. Voru viðstaddir, er þeir Paasi- kivi og Tanner lögðu af stað ásamt aðstoðarmönnum sínum, sendiherrar Noregs, DanmerkurogSvíþjóðar,og aðstoðarembættismenn rússneskir. í Moskva hefir enn ekki verið birt nein tilkynning um brottförina, símar fréttaritari United Press í morgun. Erkko untanríldsmálaráðherra Finnlands sagði í fyrrakvöld, að ef finsku samningamennirnir yrði ekki búnir að fá tilkynn- ingu frá sovét-stjórnínni um framhaldsfund fyrir kvöldið i gær, hefði þeir fengið fyrirskipanir Um að halda heimleiðis. Þessa tilkynningu frá sovét-stórninni, sem hálft í hvoru var búist við, kom ekki, og var þá hrottförin ákveðin. Erkko.sagði ennfremur um þetta, að það væri undir kring- umstæðunum við hrottförina komið, livort svo yrði litið á, að samkomulagsumleitanirnar hefði farið út um þúfur, eða þeim yrði haldið áfram. Mundi verða beðið eftir skýrslu finsku samn- ingamannanna og kemur finska þingið saman til þess að hlýða á hana og ræða hana. , Rússar halda áfram ásökunum sínum i garð Finna. Koma nýjar og nýjar ásakanir fram. Enn er hamrað á því, að Finnar hafi sent miklu meira hð til Kareliulandamæranna en þeir geri Undir vanalegum kringumstæðum, en seinustu ásakanirnar eru þær, að Finnar hafi stöðvað útsendingar mikilvægra veður- skeyta, og liafi það leitt af sér mikil vandræði á Leningradsvæð- inu, og orsakað, að ekki var hægt að gera ráðstafanir i tæka tið varnar gegn vatnavöxtum. Segja Rússar, að hvirfilvindur á Finnlandsflóa hafi valdið flóðbylgju, en Finnar ekkert tilkynt um hættuna. Segir i fregnum Rússa um þetta, að Leningrad sé í hættu vegna valnavaxta, og kenna Finnum um. — FINSKA ÞINGIÐ KEMUR SAMAN. 1 fregnum frá Helsingfors segh’, að þingið muni verða kvatt saman til þess að hlýða á skýrslu Paasikiivi og Tanners. Erko hefir svarað fyrir- spurn um það, hvort Rússar hafi sett Finnum úrslitakosti, með þessum orðum: „EKKI ENN ÞÁ.“ VOPNUÐ INNRÁS? Þrátt fyrir það, að svo er nú komið, að samkomulagsumleit- anir eru nú komnar í strand, og algerlega óvíst livort þær verða teknar upp á ný, og að lialdið er uppi stöðugum árásum á Finn- land í rússneskum hlöðum, gera Finnar tæplega ráð fyrir því, að Rússar muni ráðast inn í Finn- land. En Finnar eru við því húnir, sem gerast kann, og það hefir ekki verið slakað á neinum var- úðarráðs töf un um. HINAR AUKNU KRÖFUR RÚSSA. Kröfur Rússa um land eða réttindi til aðseturs með flota eða flugflota nyrst í Finnlandi, J vekja mikla atliygli. Finnar eiga i sem kunnugt er að eins örmjóa | ræmu lands við Norður-lshaf, gegnt Norður-Noregi. Þetta land, sem Rússar liafa nú auga- stað á, er ákaflega mikilvægt fyrir Finna, því að höfnin, sem þeir eiga þar, frýs aldrei, en liinsvegar frjósa allar hafnir þeirra við Eystrasalt í vetrar- ’ hörkum. Hernaðarlegt gildi hef- ir og höfn þeirra í Petsamo mjög mikið, vegna aðflutninga á sjó, og viðskiftalegt gildi vegna timburflutnings o. fl. Það sem Finnar nú leggja sérstaka álierslu á að vekja athygli á, er að Rússar sjálfir samþyktu að Finnar fengju umræddan að- gang að Norður-íshafinu með samningum um sjálfstæði og landamæri Finnlands 1920. Fjársöfnun sú, sem fram fer í Noregi handa Rauða krossi Finnlands, hefir gengið svo vel, að eins dæmi má heita. Hafa þegar safnast 120.000 krónur. Samskotalistar liggja frammi i öllum bæjum og bygðum lands- ins. NRP—FB. .MlíMfari i íriði vestur yfir haf. EINKASKEYTI frá UnitedPress Farminum úr „City of FIinl“ hefir nú verið skipað upp í Bergen og er húist við, að skip- ið leggi af stað þá og þegar. Menn óttuðust, að Þjóðverj- ar myndi láta herskip gera til- raun til þess að taka skipið og flytja það til þýskrar hafnar, en það er ekkert að óltast i þvi efni, að því er seinustu fregnir herma, því að utanríkismála- ráðuneytið í Washington til- kynnir, að þýska stjórnin hafi fallist á, að skipið fari ferða sinna í friði. Hagsmunír Breta í Norður-Kína. Treysta þeir Japönum til að gæta þeirra? Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Fregnin um að Bx-etar ætli að kalla heinx alt herlið sitt frá Norður-Kína, nema það, seixi þeir nauðsynlega þurfa, til þess að vera á verði yfir eignurn breskra manna, hefir vakið mikla athygli i Japan, og þykir japönskum hlöðunx þetta bera vitni um breytt og bætt viðhorf gagnvart Kína. Blaðið Niclii-Nichi segir, að af þessu sé Ijóst, að Bretar ætli sér að treysta þvi, að Japanir gæti breskra hagsmuna í Norð- ur-Kina. lltvarp§ræða Win§ton Clnirdiill’s. Winston Churclxill flotamála- ráðhera Bi'etlands flutti út- varpsræðu i fyrrakvöld um stríðið og var hvassorður að vanda. Hann sagði, að það sem um væri barist væi’i fi-elsi og fram- tíð Evi'ópxxþjóðanna, ef ekki tækist að sigrast á nasismanum myndi allar þjóðir álfunnar búa við kúgun, en ef banda- menn sigruðu yrði þær frelsis aðnjótandi og öryggis. Menn yrði að horfast í augxi við þetta alvax-lega viðhorf. Churchill kvaðst ekki vilja vei-a um of bjartsýnn, en því lengur sem liði því betri ætti að- staða bandaixianna að verða. — NRP—FB. Mesti ísbrjótur Norðurlanda. Kolanám á Spitzbergen. Samkonxulagsumleitanir eru byrjaðar um smíði á stæi’sta ís- brjót Noi'ðxxrlanda. Á lxann að verða um 3000—4000 smálestir að stærð og verður notaður við Svalbarða og Norðúr-Noreg og Noi'ður-Finnland. I honum verða 6000—7000 hestafla vélar. Tilboð nxxinxi vei'ða lögð fx-anx um það bil og norska Stói'þing- ið kemur saman. Kolanámufélagið á Spitzberg- en ætlar að láta vinna 400.000 til 500.000 smálestir af kolum á Spitzbergen í nánustu framtíð. NRP—FB. Knattspyrnufclagið Víkingur. Munið að leikfimisæfingar fyrir Meistara- og I. flokk eru byrjaðar og fara frarn í íþróttaskóla Garð- ars, Laugaveg iC, á þriðjudögum og föstudögum. kl. g—io. GOÐAFOSS KOM MEÐ FULLFERMI AÐ VESTAN. E.s. Goðafoss er nýkominn að vestan með fullfermi af vörum, aðallega matvörú, timbri til fiskkassagerðar o. fl. — Engir farþegar voru á skipinu, en nokkrir farþegar verða á Dettifossi. Vísir hefir aflað sér upp- lýsinga um vörurnar í Goða- fossi, en skipið flutti hingað: Um 350 smálestir af sylcri, 100 smál. af lxveiti, 55 snxál. af haframjöli, 120 sinál. af smjörlíkisolíum, 44 smál. af smux'ningsolíxi og 94 „stand- arda“ af timbi'i o. m. fl. 50 ára afmæli lýðveldisins Brasilíu. Einkaskeyti frá U.P. London, í morgun. í dag er afarmikið um há- tíðahöld um gervalla Brasilíu, vegna þess að í dag eru 50 ár liðin síðan Pedro II. keisari var rekinn frá völdum og lýðveldið stofnað. Aðal hátíðahöldin fax-a auð- vitað fi'am í höfuðborginni Rio xle Janeii'o, og heldur forsetinn, Getulio Vargas x-æðu i útvax-p til þjóðarinnar. Ræðu hans verður að likindum endui'varp- að í flestöllum öðrum ríkjum S.-Amex'iku. Bandaríkin heiðrá Brasilíu með þvi að senda þangað 7 sprengjuflugvélar af stæi'stu gerð. Vegur liver þeirra 22% smál. og Bandríkjamenn kalla þær „flying fortresses“ (fljúg- andi virki) vegna þess, hversu vel þær eru vopnurn búnar. Átta nxanna áliöfn er í hverri flugvél. Flugsveitin lagði upp frá Langley-hei'flugvellinum við Wasliington þ. 10. þ. m. og flaug unx Miami, Panama, Lima í Peru og Asuncion í Pai-aguay. (Þetta erxx flugvélar af sömu gerð og voru sendar i vináttu- heimsókn til Argentínxi i febrú- ar 1938. Þær geta flogið 4800 km. án þess að taka bensín og lxafa rúml. 400 km. hraða. Vængjahaf þeirra er 105 fet. Flugleiðin, senx farin er frá New York til Rio er 6500 km.). Siiiya;!- tilraunir. Við tollleit, sem gerð var á mánudag í b/v Gulltoppi, er liann konx liingað frá útlöndum, fundu tollvei-ðir m. a. vandlega ÞÝSKUR SIGUR. — Þessi nxynd sýnií þýska hermenn vera að athuga flakið af breskri hernaðarflugvél, sem skotin hefir verið niður innan víglínu Þjóðvei'ja. —- Myndin er svo óskýr, vegna þess að liún var send símleiðis frá Þýskalandi. Þýsku skipi sökt fyrir Vestfjöröum. Var á lcid frá ^iiðiir-AmcriIín og' setlaði að koiuast aiorðnr fy rir. S. 1. sunnudagskvöld sendi þýskt skip staít um 40 sjómílur út af Vestfjörðum frá sér neyðarskeyti og heyrðust þau á loft- skeytastöðinni hér sem svo gerði skipum aðvart. í neyðarskeyti hins þýska skips var sagt, að verið vœri að sökkva skipinu og væri skipsmenn komnir í bátana. Skip þetta lxét Parana, 5900 smálestii’, frá Ilanxborg. Er tal- I ið, að það liafi verið á leið frá j Suður-Ameríku, og liafi ætlað að komast norður fyrir Island og svo suður með Noregs- ströndum. Er talið, að mörg þýslc skip liafi farið þessa Ieið, en hre'sku herskipin eru farin að liafa strangai’a eftii'lit á þess- ari leið, að því er virðist. Eftir fregnum frá Vestfjörð- um að dæma mun það liafa ver- ið tundurspillir, sem sökti hinu þýska skipi. Sást til herskipsins fi'á Dýrafii'ði. Frá.ýmsum stöðum á Vest- fjörðum sáust kastljós fi'á her- skipi á sunnudagskvöld og skot- hvellir heyi'ðust. Engar fregnir hafa hoi'ist unx, að skipsbátarnir hafi náð landi og er mjög líklegt, að hin- ir þýsku skipsmenn liafi verið teknir upp í herskipið. falið 173 metra af kai'lmanns- fataefnunx, eða senx svarar efni í um 50 karlmannafatnaði. Þá fundu tollvei'ðir í e/s Goðafoss, er liann kom hingað síðast frá útlöndum, 1800 ciga- rettur. Að meðtöldxxnx þessum cigarettunx hefir tolleftirlitið hér í Reykjavík, það senx af er þessu ári, fundið við tollrann- sóknir 50 þús. cigarettur, sem gerðar hafa verið upptækar handa ríkissjóði. Saltfiskssalan. 00.000 pakkar seklir til Npáiiar Saltfisksalan hefir gengið greiðlega á þessu ári, og vei’ð það, senx fyi'ir fiskinn hefir fengist er nxjög sæmilegt. Unx það leyti, sem blaðið var að fara í vélar barst því sú fi'egn, senx mun liafa við rök að styðjast, að Samband islenskx’a fiskframleiðenda væri í þann veginn að ganga frá sölu á 60.000 pökkum til Spánar, og væri verðið eftir atvikum mjög sæmilegt. Hin nýja bók Krist- manns Guðmundss. Fyrir skönxmu síðan kom út í Danmöi’ku liin nýja bók Kristnxanns Guðmundssonar, Gyðjan og uxinn. Ilefir hún hlotið ágæta dóma og m. a. sagt, að engum nútímahöfundi á Norðurlöndum væri ætlandi að fara nxeð jafn viðtækt efni. Eitt blaðið segir um Krist- mann, að hann hafi nxeð þessari siðustu bók skipað sér í röð liinna ágætustu í'ilhöfunda og kallar hann „hinn norræna Zola“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.